Exeter í FA Cup

Óþol mitt gagnvart öllum aukakeppnum hefur þróast út í hreinræktað hatur á þessu tímabili. Europa League finnst mér ekki spennandi fyrir félag sem vill komast í Meistaradeild því aukið leikjaálag og litlar fjárhæðir sem henni fylgja minnka líkur á góðum árangri í deildinni. Deildarbikarinn, keppni sem er ekki til utan Englands er ennþá verri og góður árangur í henni eykur pressuna á spilað sé lykilmönnum og um leið minnka líkurnar á góðum árangri í deildinni. Síðasti leikur er t.a.m. verulega gott dæmi um nákvæmlega þetta.

Það sem af er tímabili hefur Liverpool spilað tíu leiki aukalega við deildarleikina, samtals 30 leiki. Ofan á það var skipt um stjóra og inn kom stjóri sem leggur mikla áherslu á vinnusemi sinna liða sem eykur þörfina fyrir lágmarks “recovery time” milli leikja.

Staðan á hópnum vikuna fyrir leiki gegn bæði Arsenal og United er svona


Byrjunarlið meiddra leikmanna er miklu betra en það sem er í boði hjá aðalliðinu núna. Sérfræðingar á sviði sjúkraþjálfunar (og aðrir) eru nákvæmlega ekkert hissa á stöðunni á okkar hópi. Flest höfum við séð það sem Raymond Verheijen sagði í október en Echo var einnig með áhugaverða grein/viðtal við sérfræðing á þessu sviði. Hann sagði m.a.

Meiðsli
(Sjá nánar hér)

Núna er komið að fjórðu keppninni á þessu ári og miðað við stöðuna á hópnum og leikjaálag er ekkert annað í boði en að taka áhættu með þennan leik. Liverpool á útileik á heimavelli Exeter City sem er ekki í góðu ásigkomulagi. Þetta er lið sem hefur nánast alla tíð spilað í fjórðu efstu deild á Englandi og er núna í 16. sæti 2. deildar (sem er fjórða deild á Englandi). Hvort sem það dugar til sigurs eða ekki þá á ekki einn leikmaður sem á að spila gegn Arsenal í næstu viku að snerta þennan leik með priki. Þeir ungu strákar sem við erum að lána út eru vanalega að spila í deildunum fyrir ofan það level sem Exeter er á en fari svo að þeir valdi ekki verkefninu er það minna mál en að missa enn fleiri lykilmenn í meiðsli fyrir næstu viku.

Það virðist líka loksins vera planið í bikarleik. Búið er að kalla Ilori heim, eins Ojo og Kent. Það er búið að grafa Jose Enrique upp og ástandið á hópnum talið það alvarlegt að líklega byrjar hann þennan leik, SEM MIÐVÖRÐUR.

Klopp fór betur yfir stöðuna á hópnum með blaðamönnum fyrir leik

Þetta kom nú ekki fram á fundinum en er haft eftir Paul Joyce sem hefur vonandi rétt fyrir sér

Því það er til nóg af Kristján Atla snillingum þarna úti sem storka örlögunum.


NTX = Kristján Atli
Brenzie = Einar Matthías

Byrjunarlið verður vonandi bókstaflega það sem er eftir af hópnum en ekki hugsað fyrir leikinn gegn Arsenal. Við erum sko að tala um að meiðslavandræðin eru svo rosaleg að miðverðir U21 árs liðsins eru líka meiddir.

Sjáum hvað þetta verður nálægt
Gegn Exeter
Bogdan fær nú væntanlega sénsinn gegn 2.deildar liði, trúi ekki öðru. Brad Smith og Connor Randall koma vonandði inn fyrir bæði Clyne og Moreno. Fari svo að Ilori og Enrique verði með þeim í vörninni er þetta líklega versta varnarlína Liverpool í sögunni, æfingaleikir þar með taldir, líka þegar liðið byrjar að æfa snemma í júní og notar bara unglinga í æfingaleik djúpt í Wales.

Ilori hefur ekki komist í Aston Villa liðið sem er að gera heiðarlega tilraun til að slá met bæði Derby County og Skallagríms að falla með stæl (sorry Ívar). Hann er búinn að spila þrjá leiki með U21 árs liði Villa á þessum tímamóta lánssamningi sínum en honum til varnar hefur hann auðvitað verið töluvert meiddur, hann er jú enn leikmaður Liverpool. Jose Enrique spilaði 83 mínútur fyrir Liverpool árið 2015 en hirti 65.000 pund í hverri viku á meðan. Hann mátti ekki æfa með liðinu á tímabili en staðan á hópnum er orðin svo slæm núna að hann fær líklega leik. Það hefur öllum verið svo nákvæmlega sama um Enrique undanfarið að engin umræða var um að hann hefur verið töluvert meiddur undanfarið, hann er bara ekki talinn með lengur og því fór ekkert fyrir því.

Á miðjunni var þetta meira spurning um að hafa Chirivella inni frekar en Milner eða Lucas, þeir þurfa hvíld. Joe Allen má meira við leiktímma enda ekkert búinn að spila af viti undir stjórn Klopp. Branagan og Texieira hafa verið í hóp undanfarnar vikur og hljóta að byrja núna.

Harry Wilson er búinn að vera á Melwood í nokkrar vikur núna og ég tippa á hann frekar en Ojo í byrjunarliðinu þar sem Ojo kom bara í þessari viku til baka. Hann hefur þó verið að spila með Wolves og fer því kanski framar í röðina fyrir vikið.

Ryan Kent held ég að sé orðinn nógu góður til að fara fá leiki hjá Liverpool, deildarleiki og því ætti að vera nokkuð ljóst að hann fær að byrja í þessum leik.

Svo veit ég ekki stöðuna á Sinclair og hversu toxic hann er orðinn. Þetta virðist vera illa skemmt epli og mögulega fær hann ekki að koma nálægt aðalliðinu, ef ekki byrjar hann líklega þennan leik.

Spá: Allt annað en jafntefli takk. Þannig að í anda þessa tímabils spái ég að þetta fari 1-1 og liðin þurfi að spila aftur.

Annars bara hress.

39 Comments

  1. Ég er ekki frá því að mér hafi orðið illt í hásininni við að lesa þennan pistil.

    Annars er gott að Klopp ætli að henda kjúklingunum í þetta. Ef leikurinn tapast þá er það bara þannig. Mín vegna má þetta lið samt vinna og halda svo bara áfram í þessari keppni.

    Ég væri mjög til í að sjá Ojo spila, og Kent sömuleiðis. Jú og ég er viss um að Teixeira spilar stórt hlutverk á miðjunni.

  2. Ef við leyfum Sinclair að spila þá erum við meira og minna að lýsa því yfir að Liverpool lætur afrekslausa unglinga vaða yfir sig og verðlaunar þeim það. Frekar myndi ég spila með 10 á vellinum.

    Best að rífa upp markatöluna hjá Benteke í svona leikjum svo verðmiðin falli ekki undir 10m. Sá á helst ekki að vera í Liverpool borg þegar við spilum við Arsenal svo upplagt að nota hann hér.

  3. Ungu strákarnir verða ólmir að sanna sig fyrir Klopp og vinna stórsigur 5-0. Ekkert bull um jafntefli, það má ekki gerast.

  4. Húmor á internetinu er afskaplega vanmetinn en þegar menn eru í slæmu skapi eiga þeir að sleppa því að skrifa.

  5. Er Einar Matthías örugglega sami gaur og Babú? Babú var allaveganna allt annar karakter og hafði ég gaman af því að lesa pistlana hans. Neikvæðnin og vonleysið er að drepa pistlana.

    Annars hlakka ég til leiksins og sjá hvernig Klopp leysir úr vandanum og hvern kjúllarnir koma út á vellinum. Leikur á föstudagskvöldi hljómar alltof vel.

    0-3

  6. Þetta er mjög góður pistill. Er alls ekki sammála Doremí með að neiðkvæðni og vonleysi sé að drepa eitthvað. Pistillinn er hress, skemmtilegur aflestrar og raunsær – þar sem horfst er í augu við vandamálið og stöðuna hjá Liverpool eins og hún er.

  7. Lovren, Skritle, Sakho og Toure meiddir. ; ) Þetta er auðvitað grín.

    En þetta verður hörku leikur, við erum vafalaust með mun dýrara byrjunarlíð á fóðrum en Exeter og þvi ættum við að sleppa því að væla yfir þessu.

  8. Hvernig er staðan á Allan Rodrigues De Silva eða hvað sem hann heitir? Fær hannn ekki break í kvöld?

  9. já þetta lítur ekki vel, en ég myndi samt giska á að Milner og Benteke verði líka í hóp í staðin fyrir Sinclair og t.d. Wilson. En annars er ég hæfilega bjartsýnn á að við vinnum þennann leik þó þessi neðrideildarlið spili alltaf einsog stórstjörnur þegar þeir mæta úrvalsdeildarliðum.

    En allavega YNWA

  10. Ég skil ekki alveg afhverju það er horft á jafntefli sem svo hrikaleg úrslit? Er einhver ástæða til að ætla annað en að svipað lið myndi spila endurtektarleikinn á anfield, myndi það ekki bara þýða fleiri leiki fyrir þessa ungu pjakka sem annars fá ekkert að spila? Það getur ekki verið slæmt fyrir þá að fá að kynnast bikarstemmningu á anfield.

  11. Voðalega eru menn viðkvæmir fyrir neikvæðri umfjöllun? Varla fer maður að gera sér upp mikla gleði yfir hrikalegu ástandi á hópnum hjá okkur fyrir bikarleik gegn Exeter. Verð annars að spyrja, hvað var svona voðalega rangt við þennan pistil hjá mér?

    Nr. 9
    Allan er að fara á láni einhvert í Evrópu, veit ekki hvort það sé búið að ganga frá því eða hvort hann sé líklegur í þennan leik, held ekki. Frekar á ég von á að liðið verði ekki alveg svona mikið kjúklingalið eins og ég set upp í upphitun.

    Nr. 3
    Eins og ég segi þá veit ég ekki hversu toxic Sinclair er hjá klúbbnum en eins og er þá get ég ekki séð að hann hafi gert annað af sér en að neita að skrifa undir nýjan samning, hann er ekkert einn um það, Rossiter og Flanagan t.d.
    Auðvitað ekki gott að hann ráði Aidy Ward en spurning hvort það útiloki hann frá hóp?

    Nr. 11
    Jafntefli er hörmung enda eykur það á leikjaálagið, þú sérð hvað það er að fara vel með hópinn hjá okkur í vetur. Hingað til hefur Liverpool alltaf notað sterkan hóp í öllum leikjum og ljóst að fari þetta í tvo leiki verður alltaf notað einhverja lykilmenn. Það er ekki gott enda náum við rétt svo í lið núna.

  12. ÞUMLAKERFIÐ KOMIÐ AFTUR
    Annars fannst ÓskarEi (Nr.1) ummælin sín svo sniðug að hann setti þumlakefið upp fyrir okkur aftur. Þetta er ennþá bara í default stillingu þannig að við vitum ekki alveg hvernig þetta hegðar sér eða hvort hægt sé að stilla þetta frekar en það verður skoðað á næstunni. Eina sem vantar í raun er að stilla það að x mörg like liti ummælin.

    Hvað um það þetta er komið inn aftur, endilega gefið Óskari high five fyrir þetta ef þið rekist á kappann. Óskar er mikill meistari.

  13. Get ekki verið meira ósammála um að keppnir fyrir utan deildina séu óspennandi. Að mínu mati eru það einmitt bikarkeppnirnar sem eru skemmtilegar, nýir andstæðingar og leikmenn sem maður sér aldrei annars. Eins í Evrópukeppninni, bráðskemmtileg keppni með alls konar liðum. Þessi dýrkun á Meistarakeppninni og stærstu klúbbum Evrópu er því næst að eyðileggja knattspyrnuheiminn. Lifi Deildarbikarinn.

  14. ég held að við séum að fara buffa þennan leik 4 0,com on hérna smábjartsýni,ekki séns að við séum að fara tapa fyrir exiter. lömbin okkar eiga alveg að ráða við þetta.

  15. Mér þykir mikill heiður að vera með í pistli. Ég þakka kærlega fyrir það Einar Matthías. Að sama skapi þá hljóta menn að sjá kaldhæðnina í pistlinum miðað við alla fyrri snilldarpistla sem Einar hefur skrifað hérna.

    Að því sögðu langar mig að ræða aðeins þar sem minnst er á Skallagrím og það að falla með stæl. Þess ber að geta að ég er formaður knattspyrnudeildar Skallagríms og hef því hagsmuna að gæta.

    Árið 1997 lék Skallagrímur í efstu deild í sitt eina skipti eftir mikinn stíganda árin þar áður. Á þeim tíma var ég reyndar bara vesturbæingur og fór meira að segja sem slíkur í Borgarnes að horfa á KR-ingana mína slátra Skallagrím 6-1 ef ég man rétt.

    Hitt er annað mál og gaman frá því að segja að þetta ár féll Stjarnan með Skallagrím. Þeir fengu 7 stig úr 18 leikjum og náðu sér í 10. sæti deildarinnar. Skallagrímur varð í 9. sæti með 15 stig og ekkert það langt frá því að bjarga sér en Valsmenn léttir í lund sluppu í 8. sæti með 21 stig. Þannig féll Skallagrímur á frekar eðlilegan hátt, ekkert eitthvað hræðilega.

    Skallagrímur féll hins vegar árið 2002 úr 2. deild með miklum tilþrifum, fengu aðeins 4 stig. En nóg um það, ég gerðist ekki Skallagrímsmaður fyrr en 2006, svo það sé nú allt á hreinu. Þið afsakið þennan útúrdúr kæru félagar.

    Að leiknum, ég held að þetta verði fyrir margra hluta sakir forvitnilegur leikur. Við fáum núna að sjá í action þá leikmenn sem eru nálægt hóp, fæstir í honum undir eðlilegum kringumstæðum en einhverjir gætu bankað á dyr á næstu árum. Sérstaklega verður gaman að fylgjast með Kent, Wilson, Ojo, Rossiter, Smith og Randall, allt strákar sem hafa verið þokkalega viðloðandi þetta. Svo verður líka gaman að sjá hvort Illori geti eitthvað. Já og auðvitað Jose vinur okkar Enrique. Ég geri ráð fyrir því að Milner, Allen og Benteke fari með, hvort sem þeir verði á bekknum til taks ef á þarf að halda eða byrji.

  16. Haha takk fyrir þetta Ívar, uppfæri grínið í Stjörnuna hér eftir 🙂

    Annars skrifast þetta á Gunnar á Völlum, síðast þegar ég kom inn á þetta fall Skallagríms var stuttu eftir að hann gerði grín af því. Núna hinsvegar notaði ég þetta bara fyrir þig.

    btw. fall Selfoss var ekki mikið glæsilegra 2009, enda fleiri leikir.

  17. Talandi um álag. Auðvitað auka bikarkeppnirnar álagið en það hefur alltaf verið mikið álag á Englandi. Leikirnir voru 42 í deildinni lengi vel og þá voru líka til bikarkeppnirnar. Árið 1980-81 spilaði Liverpool 62 leiki og 66 tímabilið 1983-84. Einhverjir myndi gera í buxurnar við það álag. Lifi Deildarbikarinn.

  18. Í fyrsta lagi. Frábært að þumlakerfið sé komið aftur. Saknaði þess mikið!

    Annars er skoðun Einars góð og gild. Sjálfur var ég pínu svektur yfir því að Klopp hafi ákveðið að stilla svona sterku liði upp á móti Stoke, hefði frekar viljað fá svona sterkt lið á móti Exter, enda FA bikarinn stærri keppni.

    Ég verð samt að vera ósammála því að meiðslahrinan sé vegna leikjaálags eða leikstíls Klopp. Ég hafna því þó ekki alfarið að þetta hefur áhrif. Skoðum þetta aðeins.

    Meiðslalistinn telur 13 leikmenn. Þar af eru fimm leikmenn (Flanagan, Gomez, Rositer, Sturridge, Ings og Origi) sem voru meiddir ÁÐUR en Klopp kom (reyndar meiddust Ings og Gomez örstuttu eftir að hann kom en varla við hann að sakast með það). Þetta myndi skila okkur í áttunda sæti meiðslalista úrvalsdeildarinnar. Sakho er og hefur alltaf verið meiðslahrúga og það mun aldrei breytast, hið sama á við um Henderson. Þá erum við komin með sjö leikmenn á meiðslalistann sem varla er við Klopp að sakast um að séu meiddir. Það skilar okkur í fjórða sæti áðurnefnds meiðslalista. Ibe hefur verið rotation kostur og fengið ágæta hvíld reglulega í vetur. Sakho, Lövren og Skrtel hafa skipt tveim miðvarðarstöðum á milli sín í vetur og ættu þ.a.l. að vera að fá þokkalega hvíld á milli leikja en hafa reyndar þurft að nýta hvíldardagana sína meiddir (líka áður en Klopp kom). Varla er Toure með álagsmeiðsl, bara ellimeiðsl. Origi hefur einnig verið rotation kostur við Benteke í vetur og þeir báðir reglulega fengið hvíld. Ég samþykki því álagsmeiðsl á Coutinho, varla fleiri en það.

    Þegar það eru fim til sjö leikmenn meiddir úr áður þunnum hópi þá eykst leikjaálagið alltaf. Leikstíll Klopp hjálpar vissulega ekki til en ég ber virðingu fyrir því að hann er ekki að draga í land með sinn leikstíl, hann sýnir frekar fram á þörfina á öflugum leikmannakaupum og sýnir leikmönnum að það verður aldrei gefið eftir, ekki undir neinum kringumstæðum.

    Ég verð því að hafna þessu tvíti frá 42% alfarið. Þessi endalausu meiðsli virðast vera algjör ólukka hjá okkar liði sem verður að fara að enda og vonandi munu finnast einhverjir aukahvíldardagar á næstu vikum til að sporna gegn frekari meiðslum og gefa mönnum tíma til að jafna sig.

  19. Til stuðnings bikarkeppnum mætti létta álagið í þeim. T.d. gætu efstu deildarliðin komið inn einni umferð seinna og sleppa heima og heiman leikjum í undanúrslitum deildarbikarsins. Eins er með Evrópudeildina, 6 leikir í riðli og 9 leikir í viðbót ef lið fara alla leið í úrslit er of mikið. Þessu mætti breyta á einhvern hátt til að fækka leikjum. Þú átt ekki að þurfa 15 leiki til að vinna Evrópudeildina.

  20. Þeir sem eru að velta því fyrir sér hvort Allan fái sjéns þá þarf hann að fara í útlán til að fá atvinnuleyfi.

  21. Sælir púlarar

    Ég vil taka undir orð ArnórHe í komenti nr.19 hér að ofan.

    Þrátt fyrir þá hamstrengi sem hafa verið slegnir í kringum hátíðardagskránna þá er stór hluti af þessum meiðslavandamálum eitthvað sem Klopp erfir frá Rodgers eða misgáfuðum landsliðsþjálfurum. Það er ekki svo einfalt að bölva bara deildarbikar eða Europa League og kenna gegenpressen um þetta ástand.

    Skv. Physio Room þá eru Newcastle með næstflesta meidda af PL-liðum (þar af 4 með hamstring-meiðsli) og ekki er þeir í Evrópukeppni eða komist neitt áfram í bikar. Og Europa League liðið Tottenham er bara með 3 meidda (bara einn raunverulegan byrjunarliðsmann í Dembele) en þó spila þeir grimman og áreynslumikinn pressuleik eins og Klopp. Man City hafa spilað jafn marga leiki og LFC eða 30 leiki og eru bara með 4 menn meidda. Hvaða ályktun á að draga af þessum staðreyndum?

    Auðvitað þýða fleiri leikir auknar líkur á meiðslum en það er líka spurning um óheppni, þjálfunaraðferðir, stórhættulegar tæklingar, ferðalög, landsleiki o.fl. Svo er það spurning hvort það séu lykilmenn sem meiðast eða margir í sömu stöðu. Það getur skapað keðjuverkandi meiðslahrinu sem vindur fljótt upp á sig eins og með hafsentana okkar eða strækera. Það var einnig búið að tala um það í byrjun tímabils að Rodgers væri að taka séns í lánum á ýmsum mönnum (Markovich,Wisdom, Illori) sem gott væri að hafa í hópnum sem varaskeifur í hallæri eða gefa góða sénsa í Evrópu og bikar.

    Og talandi um Rodgers í samhengi við deildarbikarinn að þá var hann svo lafhræddur um sitt starf í leiknum gegn Carlisle að hann stillti upp sínu sterkasta liði (fyrir utan Bogdan í markinu) og Coutinho kom inná í leik sem fór í vítaspyrnukeppni. Engin rótering þar á ferð í leik á Anfield gegn liði í League 2. En Klopp í sínum fyrsta deildarbikarleik gegn PL-liði Bournemouth? Jú, þar byrjaði Bogdan, Toure, Randall, Allen, Brannagan, Teixeira, Ibe, og Origi. Ansi ungt lið ásamt varaskeifum. Heldur betur róterað og séns tekinn með minni spámönnum. Eina skiptið sem ég mér finnst gagnrýnivert hjá Klopp var óþarflega sterk uppstilling gegn Sion í síðusta leik sem faktískt skipti engu máli enda komnir upp úr riðlinum. En í Evrópuleikjunum þar á undan þurfti Klopp oft að spila sterku liði útaf þeirri slæmu stöðu sem hann tók við frá Rodgers. Klopp vill vinna þessar dollur og ég virði það.

    Ég er afar hrifinn af því að spila til sigurs í Europa League og öðrum bikarkeppnum. Sevilla lentu í 6.sæti í La Liga á síðasta tímabili en sigur í EL þýddi sæti í CL nú í vetur. Sama er í boði núna og ég tel engu minni líkur á því að komast þannig í CL heldur en með topp 4 sæti í PL miðað við okkar stöðu í dag. Sigurhefð elur líka af sér vinningskúltúr. Ef það á að kveikja og slökkva á drápseðlinum eftir því í hvaða keppni þú ert í þá býður það hættunni heim og er uppskrift að lúseraskap að mínu mati. Auðvitað á að rótera eins og raunin verður í kvöld enda meiðslastaðan afar slæm og stutt komið í FA Cup. Það þarf ekkert alltaf að stilla upp sterkasta liði og skynsemin verður að vera til staðar. En það á alltaf að spila til sigurs í öllum keppnum. Til þess er tilvera Liverpool. Að vinna titla.

    YNWA

  22. Ég held að Liverpool verði að vera með skýrari reglur varðandi þessar aukakeppnir. T.d nota þær meira fyrir varamenn og minni spámenn og siga eingöngu aðalliðinu á leið í deildarkeppninni og Evrópudeild/meistaradeild.

    Ég er þeirrar skoðunar að það sé miklu sniðugra að hafa varaliðið gegn liði eins og Exeter vegna þess að það hefur meira að sanna og leggur sig því alla fram og þar að auki ætti varaliðið að vera ekkert með mikið verri gæði heldur en byrjunarlið Exeter. Í það minnsta koma flestir lánsmennirnir okkar úr sterkari deildum en þeir Exeter er í og því er nokkuð augljóst að þetta útspil er það vænsta í stöðunni.

    Ég spái okkar mönnum sigri.

  23. Sælir félagar

    Það er ekkert ða upphitun Einars M. og hans raunsæja viðhorf á jafnmikinn rétt á sér og öll önnur viðhorf nema auðvitað viðhorf MU manna. Þau eiga aldrei rétt á sér nema í þau fáu skipti sem þau lofa okkar lið eða stjóra eða eitthvað í þá áttina.

    Ég er mjög ánægður með athugasemdir #19 og #22 og fellst athugasemdalaust á þau þó í einstaka smáatriðum sé ég ef til vill ekki alveg sammála. En það er svo smávægilegt að ég nenni ekki að elta ólar við það.

    Niðurstaða þessa leiks er augljós. Sigur og ekkert annað kemur til greina hverjir sem spila leikinn. Ég er á því að þetta verði ekki mjög efitt og leikurinn fari svona 1 – 4 eða þar um bil. Svo skil ég ekkim hvað menn eru að ergjast á Sinclair greyinu. Hann verður utan allra keppna þangað til hann skrifar undir eða fer. Það er ekki flókið.

    Og Einar minn #12 grein #11 Þar vildum við auðvitað segja “verða alltaf notaðir einhverjir lykilmenn” bara svona til að nöldra útaf einhverju.

    Það er nú þannig

    YNWA

  24. 19 og 22 ég myndi læka aftur ef það væri hægt vél að orði komist.

    Líklega er það ekki nógu frétt næmt að menn meiðast údaf þeirra líkami er ekki jafn sterkur og einhver annars? En það er einmitt skrítið að menn sem hlaupa að öllu jafna minst á vellinum séu að meiðast údaf klopp þá er ég að tala um miðverðina á vellinum, kanski hlaupa þeir meira en maður áttar sig á? Ég held t.d að okkar sár saknaði framherjinn okkar Súarez haf hlaupið meira en flestir af þessum sem eru meiddir hjá okkur núna, ekki mann ég eftir að hann hafi alltaf verið meitur ? Gaman væri nú samt að vita hvort þessir leikmenn sem eru meitir hvað þeir eru að skila miklu km + sprettum á vellinum t.d á vikum mánuðum ári miðað við aðra svipaðaleikmenn?

  25. #19 ertu virkilega samt sem aður að kalla Henderson svipaða meiðsla hrúgu og Sakho ? Annars góður postur hja þer en likea ekki vegna þessa ummæla um Henderson sem eru alröng.

  26. Hæ líst vel á þessa skýrslu. En aðeins að commentakerfinu. Væri fínt að setja annan lit á css class wpbcr-r en gulan 🙂
    color: #EDEDB4

  27. Nr. 28

    Já við vorum að skoða þetta á milli 1-2 í nótt þannig að ekki var farið út í mikla fínpússun. Það kemur vonandi síðar.

    Óskar Ei eða Einar Örn vita jafnvel hvar maður á að setja þennan kóða inn sem þú bendir á 🙂

  28. Ég hafði gulan… Mig minnti að þetta væri Norwich síða.

    Orðið rautt núna.

  29. Þetta lið finnst mer ekki nógu sterkt. Hversu oft hofum við séð litil lið slá þau stóru út og okkar menn hafa ekki efni á sliku bulli nuna. Vil sjá allavega 3-4 reynda pósta i liðinu með þessum guttum.

  30. er ekki hægt að setja fídus sem gefur til kynna hverjir eru að thumbsa up á hvað !?
    kv, M.Z.

  31. Það á að hleypa klúbb eins og Liverpool beint í undanúrslit.

    Spái þessum leik í kvöld 4-1 fyrir Exeter

  32. Örn #26. Nei, ég þori nú ekki að ganga svo langt og kalla Henderson sömu meiðslahrúgu og Sakho. Hann er nú samt búinn að missa af 13 af 20 leikjum í vetur og nýjustu fréttir segja að hann verið með einhverja kvilla í hælnum restina af ferlinum. Ekki beint að berja manni bjartsýni í brjóst. En tíminn verður að leiða það í ljós. Vonandi jafnar hann sig nú á þessu. Breytir samt ekki punktinum mínum að meiðsli Henderson, sem og annarra leikmanna, eru varla leikstíl Klopp eða leikjaálagi að kenna…

  33. Held við ættum öll að lyfta glasi sem virðingarvott til Exeter fyrir þennan leik.

    Fyrir fylgismenn þeirra er þetta algjör lottóvinningur og held þeir eigi erfitt með að muna með hvoru liðinu eigi að halda. Öll framkoma Exeter fyrir leikinn hefur verið til fyrirmyndar og má þar nefna að leikskráin er nákvæmlega 96 blaðsíður til heiðurs og minningar fórnarlamba Hillsborough.

    Respect og skál!

  34. [img]https://pbs.twimg.com/media/CYODKuCWYAE3zky.png[/img]

    Þetta verður spennandi að sjá!! Rúst!!

  35. Masterson á bekknum! Djöfulli er maður búinn að bíða eftir að sjá hann.

    Djók. Hef aldrei heyrt hann nefndan.

    En hvar er Trent Alexander-Arnold?

  36. Þetta er bara snilldin ein….eða ekki 🙂 Hef alltaf trú á mínum mönnum hvað svo sem þeir heita.
    YNWA

  37. Hvað varð um Andre Wisdom, var hann seldur eða er hann í láni ? Ef hann er í láni er ekki hægt að kalla hann tilbaka , leist alltaf vel á kauða !

    Hvað varð um legköku-meðferðina eða hvað nú var sem var í tísku hér um árið ??
    Annars verður bara gaman að fylgjast með leiknum í kvöld og örugglega margt sem verður hægt að ræða um eftir leik. Spái 2-2 !

Til ferðalanga kop.is ferðar

Liðið gegn Exeter