Grujic skrifar undir (staðfest)

Grujic

Lengi legið í loftinu en nú staðfest.

Fyrstu kaup Jurgen Klopp sem stjóri er að kaupa ungan serbneskan miðjumann að nafni Marko Grujic – en hann verður lánaður til síns uppeldisliðs sem er Rauða Stjarnan í Belgrað út tímabilið en mætir í sumar á Melwood. Liverpool reyndi að fá hann strax til liðsins en pabbi hans bannaði það víst…eðlilegur þessi fótboltaheimur stöðugt.

Þessi 19 ára strákur þykir mikið efni og mörg stórlið horfðu til hans. Hann hefur spilað allar stöður á miðjunni, DM, M og AM – er orkumikill og kröftugur.

Hér er að finna fínt fyrsta viðtal við kauða á opinberu síðunni.

Velkominn Marko, vonandi ertu rísandi stórstjarna!

21 Comments

 1. Hann hefði alveg mátt koma strax þessi. Þó ekki væri nema bara til þess að fjölga í hópnum sem virðist telja rétt rúmlega 11 manns um þessar mundir.

 2. Góðar fréttir, en eitt ungstirnið.

  Er búið að staðfesta lánið, net heimar eru klofnir og það stendur ekkert um það á aðalsíðunni svo ég sjái.

 3. Þetta stendur á opinberu síðunni Ingimar.

  The 19-year-old put pen to paper on a contract with the Reds at Melwood, where he’ll return in time for next season having immediately returned to Red Star Belgrade on loan for the remainder for 2015-16.

 4. Líst vel á þennan.

  Svo eru Redmen að tala um Joel Matip hjá Schalke í ljósi þess að JK sagði að hann gæti þurft að kaupa hafsent. Það verða flott kaup ef af þeim verður.

 5. Takk Jóhann. Hefði verið betra að fá hann beint inn en líklega fær hann fleiri mínútur hjá þeim í Serbíu

 6. Full name Marko Gruji?
  Date of birth 13 April 1996 (age 19)
  Height 1.91 m (6 ft 3 in)
  Playing position Midfielder.

  Hann er frekar hávaxinn af miðjumanni að vera og því hefði spennandi að fá hann strax. Það er hálf skondið að það strandi á ofverndandi föður stráksins sem treystir honum greinilega ekki til að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig. Það hefði nú eitthvað verið fussað ef þetta hefði gerst hérlendis. Að íslenskur faðir hefði bannað syni sínum að fara til stórliðs. en svona eru menningaheimar í Evrópu mismunandi 🙂

 7. veit einhver stoðuna a meiðslum leikmanna ? hvenær menn eru væntanlegir ?

 8. Klopp er eitthvað að kvarta yfir leikjaálaginu og veðrinu. Ég skil vel með leikjaálagið sem er mikið á Englandi og einni bikarkeppni fleiri en í flestum löndum. Kannski ætti að fækka liðunum í deildinni og hafa t.d. bara 18 lið eins og í Þýskalandi og taka frí í janúarmánuði. Það eru nú reyndar 20 lið í hinum stóru deildunum þ.e. Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Með veðrið skilur maður síður, að vísu leika þeir ekki í Þýskalandi í janúar en hiti t.a.m. er nokkuð hærri yfir vetrarmánuðina bæði í Liverpool og London heldur en í Dortmund. Vindurinn getur að vísu verið nokkuð fjörlegur á Bretlandi eins og á fleiri eyjum.

 9. Fínt að fá þennan unga mann og vonandi rætist úr honum. En okkur vantar núna strax góðan varnarmann til að fylla í skörðin. Ekki samt stökkva til í örvæntingu og kaupa bara einhvern, kaupa góðan og allt í lagi að borga aðeins til að klára dæmið hratt.

  Svo dauðlangar mig í Pierre-Emerick Aubameyang í sóknina og þar er málið bara að taka upp fraking veskið. Leikmaður sem er virkilega spennandi og er að standa sig vel hjá Dortmund. EN ég er samt hræddur um að önnur lið grípi hann t.d. Arsenal eða eitthvað.

 10. Veit reyndar ekki hvað er í gangi með hausinn á honum Jose Enrique okkar, en að mínu mati er hann sá leikmaður í LFC í augnablikinu sem gæti mögulega coverað miðvörðinn. Veit að hann er ekki hátt skrifaður af mörgum hér inni og heyrst hefur að honum sé frjálst að fara núna í janúar.
  Ég gæti trúað að hann sé ekki svo galin kostur og væri alveg til í að gefa honum séns sem miðverði og svo má hann fara frítt í vor.

 11. Eitthvað er talað að Klopp sé að reyna að fá Subotic að láni frá Dortmund. Myndi allavega leysa hæðarvandann (tæpir tveir metrar). Og Ilori til baka frá Villa.

 12. En, já, hvað gerði Enrique eiginlega af sér ef engin not er hægt að hafa af honum? Hann var vissulega mistækur en átti sína góðu spretti og varla hætti hann að kunna fótbolta á einni nóttu.

 13. Er ekkert að frétta?
  Hversu lengi eru menn frá? Lovren ? Cautinho?

  Henderson og Sturridge ekkert að detta inn?

 14. komið næstum ár síðan Enrique spilaði seinast (24Jan 2015) Væri gaman að fá að vita e-ð hver staðan er á honum, er hann fit? er hann að æfa? afhverju er hann ekkert að spila? En góðar fréttir eru að Flanagan er að koma til baka vantar að komast í form bara, Finnst okkar vanta bara hungraðan Striker, er ekki að sjá að þessi 18 ára gamli Ojo fari að gera gloríur, skoraði aðeins 3 mörk í 19 leikjum á lánssamninginum. Held að það mundi breyta mjög miklu að fá einn alvöru striker, erum bara búin að skora 22 mörk í deildini!!!!! sem er sá versti árangur ever næstum því, ótrúlegt að við séum ekki í neðrihluta deildarinnar.

Stoke 0 Liverpool 1

Til ferðalanga kop.is ferðar