Stoke 0 Liverpool 1

Okkar menn stigu stórt skref í átt að Wembley og úrslitaleik Deildarbikarsins með 1-0 útisigri á Stoke City á Britannia Stadium í kvöld.

Jürgen Klopp gerði þrjár breytingar á liðinu sem steinlá gegn West Ham um helgina. Sakho (meiðsli), Ibe og Benteke véku fyrir Touré, Allen og Lallana. Liðið var svona:

Mignolet

Clyne – Lovren – Touré – Moreno

Allen – Lucas – Can

Lallana – Firmino – Coutinho

Bekkur: Bogdan, Smith, Randall, Brannagan, Ibe (inn f. Coutinho), Milner (inn f. Lovren), Benteke (inn f. Allen).

Meiðslin

Liðið byrjaði frábærlega. Allir voru að spila vel, Stoke-liðar vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið. Þetta var Liverpool-liðið gegn Man City í nóvember, mætt til leiks að nýju. Verst að það entist ekki lengi. Phil Coutinho fór út af með tognun í læri á 18. mínútu, inn kom Jordon Ibe, og svo á 34. mínútu hlaut Dejan Lovren sömu örlög og í hans stað kom James Milner, Lucas Leiva skellti sér í miðvörðinn.

Þunnskipaður hópur er því orðinn enn þunnskipaðri. Við erum með í heilt lið og varamenn af leikmönnum sem væru allajafna í hópi og jafnvel byrjunarliði ef allir væru heilir. Og nú hafa Coutinho og Lovren bæst í hópinn (og Kolo Touré sem virtist togna líka undir lok leiks).

Sigurmarkið

Aftur að leiknum. Liverpool var miklu betra liðið, átti fyrri hálfleikinn með húð og hári. Í raun hefði liðið getað skorað fyrr en á 37. mínútu kom eina mark leiksins; Lallana braust upp hægri vænginn, sendi inná markteiginn þar sem Allen framlengdi boltann frábærlega áfram á varamanninn Jordon Ibe sem skoraði auðveldlega framhjá Butland í marki Stoke. Staðan 0-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var öllu jafnari, Stoke-liðar hentu Walters og Crouch í framlínuna og fóru í það sem þeir þekkja best, stórkarlaboltann. Það skilaði þeim nokkrum færum en engu dauðafæri og í raun fannst mér forysta okkar manna aldrei vera í hættu, þótt stressið hyrfi ekki fyrr en við lokaflautuna. Reyndar fannst mér það kannski best við frammistöðu Liverpool í kvöld, ekki frábær fyrri hálfleikurinn heldur hversu yfirvegaðir menn voru í að loka leiknum bara eftir hlé.

Maður leiksins

Það eru margir tilkallaðir hér. Coutinho byrjaði frábærlega en entist of stutt til að koma til greina, Lovren var klettur í vörninni en fór einnig út af meiddur. Ibe kom inná, var hættulegur og skoraði gott sigurmark. Firmino var frábær í kortér í hvorum hálfleik og átti að gera betur við færin sín en annars kom lítið út úr honum, sömu sögu mætti segja um Lallana.

Vörnin var öll þétt og frábær í kvöld, sérstaklega var ég hrifinn af Kolo Touré sem yngdist um tíu ár og stóð loftárásina af sér í lok leiks. Á miðjunni voru Emre Can og Milner frábærir og stjórnuðu leiknum af stakri prýði.

Tveir fannst mér þó standa fram úr í kvöld og gef ég þeim báðum nafnbótina: Joe Allen stóð upp úr í frábærri miðju í kvöld og lagði skemmtilega upp sigurmarkið á meðan Lucas Leiva byrjaði vel á miðjunni en vann svo þrekvirki í miðri vörninni síðasta klukkutímann. Ef þessir tveir ættu fleiri svona leiki værum við ekki að ræða nánast pottþétt miðjukaup Klopp í sumar.

Lokahugleiðingar

Sko, ég skil þetta lið bara alls ekki. Hvernig getur liðið frá útileikjunum gegn Chelsea, City og Southampton allt í einu mætt til leiks í kvöld, eftir að hitt liðið spilaði útileikina gegn Newcastle, Watford og West Ham.

Er þetta sama liðið?

Það eina sem mér dettur í hug sem meikar sens er að Stoke var talsvert meira með boltann í kvöld. Ég sá tölfræði á Twitter um daginn sem sagði að Klopp vinnur allajafnan þegar Liverpool er minna með boltann og nánast aldrei þegar Liverpool er meira með boltann. Ef sú tölfræði er lykillinn hlýtur Klopp að koma auga á hana og ég treysti honum til að laga slíkt með tíma og leikmannakaupum.

Þangað til hins vegar grunar mig að við munum áfram sjá þetta Jekyll & Hyde syndróm hjá liðinu. Hver veit hvort liðið mætir í næsta útileik?

Í kvöld gleðjumst við allavega. Liðið er einum leik á Anfield frá því að tryggja sér úrslitaleik í bikarkeppni, á Wembley með dollu í boði og Evrópusæti nánast tryggt fyrir vikið. Allt slíkt (Wembley, bikar, Evrópusæti í febrúar) léttir talsvert pressunni á liðinu. Þetta er bara jákvætt (sorrý Einar Matthías).

Næst er það hinn bikarinn, ég býst við að allir aukaleikararnir verði látnir spila gegn Exeter á föstudaginn. Það þarf allavega að vefja þá aðalliðsmenn sem heilir eru í bómull og bóluplast fram að Arsenal-leiknum eftir 8 daga. Og panta bílhlass af nýjum lærvöðvum.

YNWA

37 Comments

 1. Sá ekki sekúndu af leiknum en deildarbikarinn er hin nýja meistaradeild (hef ég heyrt)

  Vinnum þennan bikar…koma svo!!!

 2. Góður sigur, miklu meiri barátta heldur en í seinasta leik og í raun mjög erfitt að búast við betri spilamennsku þegar við hörfum til meiðsla bæði fyrir og í leiknum. Nú er bara að halda þessari baráttu áfram í öllum leikjum í staðin fyrir að detta í sama farið.

 3. Af hverju sér maður svona bar8 ekki oftar, hvar var hún á móti WHU ? Góður sigur 🙂
  YNWA

 4. Allt annað að sjá til liðsins, vantar miklu fleirri mörg en samt mun betra.

 5. Frábær sigur. Það var sú tíð að maður hélt með Stoke en nú gleðst ég aldrei meir þegar þeir tapa eftir að ég gerði mína misheppnuðu hlutabréfakaup upp á 260.000 þúsun kr. í félaginu.

  Svo fuck Soke. Gott á ykkur. 🙂

 6. KOP-liðar….er nýji rekstraraðilinn ekki að standa sig?
  Síðan búin að vera mjög hæg í kvöld og með timeout villur annað slagið?

  Annars góður leikur, barátta frá fyrstu mínútu og engin sló feilnótu.
  Gott mál, allir heim að hvíla…eða til læknateymisins

  Klopp…time to pick up the wallet!

 7. Þvílíkur munur þegar Benteke er ekki í byrjunarliðinu. Finnst Firmino skapa mikið þarna uppi á toppi þó hann sé ekki besti slúttarinn, þá hleypur hann og pressar. Allen var flottur sem og Toure sem fórnaði sér í verkefnið.

  Þetta var baráttu sigur og verðskuldaður, en Stoke olli mér vonbrigðum þeas þeir voru mun slappari en ég bjóst við.

 8. Sigur, en hann gæti hafa reynst okkur dýr. Coutinho, lovren og kolo meiðast. Nû þarf bara að versla, plís Klopp ! Þvílíkur munur á liðinu þegar 30 milljón punda battinn er ekki með.

 9. Sæl og blessuð.

  Þetta var góð frammistaða en þessi meiðsli eru ekkert fyndin. Það endar með því að sjúkraþjálfarinn verður settur í vörnina.

  Firminó er líklega hálfu tímabili frá því að sýna hvað í honum býr. Furðulegur leikmaður sem virðist stundum spila aðra íþrótt en aðrir inni á vellinum. Gerir allt flóknara en það þarf að vera og stundum er eins og samherjarnir séu eins furðu lostnir og a.m.k. sá sem þetta ritar. Átti að skora í þessum leik og eiga stoðsendingu, eina eða fleiri.

  Benteke er eins og ryðgaður rússajeppi. Ég hreinlega þoli ekki þegar hann er veigrar sér við samstuði og lyftist vart frá grasinu í skallaeinvígjum.

  En það var gaman að sjá hvað Túre gerði mikið í leiknum. Ég sá ekki betur en að hann þrumaði allan tímann hvatningu til sinna manna. Hver veit nema að það hafi einmitt verið sá leiðtoganeisti sem liðið hafði í þessum leik?

 10. 21 liðið ætti að spila næsta leik, eitthvað verður unadan að láta. Er ekki með mannskap í annað

 11. Súrsætur sigur.

  Frábær barátta og Lucas var algerlega frábær í hjarta varnarinnar eftir að Lovren fór út af. Þessi meiðslavandamál eru hins vegar rannsóknarefni út af fyrir sig. Þetta getur ekki verið tilviljun þessi endalausu hamstring meiðsli. Þetta hlýtur að hafa eitthvað með æfingarnar á Melwood að gera.

  Vont að missa Coutinho en mun verra að missa Lovren sem hefur verið besti maður liðsins ásamt Can í nokkuð langan tíma. Coutinho hefur svo sannarlega gott af hvíldinni en vonandi verður hann ekki lengi frá. Stoke voru hins vegar algerlega hörmulegir og í raun synd að við skyldum ekki vinna öruggari sigur í kvöld.

  Ég met hlutina þannig að við verðum bara að fórna FA Cup þetta árið. Senda allt varaliðið í þennan leik nk. föstudagskvöld. Hvíla hvern og einn einasta leikmann sem spilaði í kvöld.

  Vonandi verðum við búnir að fá lykilmenn úr meiðslum fyrir tvo úrslitaleiki í næstu viku (Arsenal og United).

 12. Sælir félagar

  Maður er helsáttur við þennan sigur og var heldur munur á sjá liðið í þessum leik en þeim síðasta þar á undan. Það er svo aftur á móti áhyggjuefni hvað leikmenn Liverpool meiðast í löngum bunum og er ef til vill of mikið álag á sumum.

  Þeir menn sem hafa haft mesta leikjaálagið haldast þó býsna heilir. Þar á ég við bakverðina okkar báða og guð láti gott á vita eins og kellingin sagði.

  Það er nú þannig

  YNWA

 13. Þessi hamstring-meiðsl eru engin tilviljun. Það er augljóslega of mikið álag á leikmönnum. Er ég ansi hræddur um að Þungarokks-Klopp sé ekki að gefa mönnum nógu mikinn séns á endurheimt og að hann sé að keyra of hart á leikmenn á æfingum.

  Súrsætur sigur og nú vill maður bara að við vinnum þessa keppni. Klárlega kominn tími á að taka dollu. Draumurinn væri að mæta Everton í úrslitaleik á Wembley.

 14. Seigur sigur. Allen og Lucas bestir. Það er eitthvað 🙂
  Firmino hljóp um en flest allt annað var ekki gott hjá honum, sama hvað sumir segja.
  Hann er alger blaðra í snertingum á boltann, hvort sem það er móttaka, sendingar eða skot. Kannski skerpist hann fyrir næsta haust.

  Hamstring var reyndar maður leiksins.
  Nú verður bara að sækja menn fyrst að glugginn er opinn. Miðvörð og striker takk fyrir, að minnsta kosti.
  Ungi serbinn þarf líka að koma í teymið og ekkert lán.
  Sækja Wisdom úr láni, og Markovic ef hann er heill.

  Fátt annað í boði.
  Það verður fróðlegt að sjá hverju verður tjaldað til á föstudaginn, örugglega á einhverju moldarflagi í skítaveðri. Smith, Randall og Brannagan spila sjálfsagt, en hvað með aðra kjúklinga, Texiera, Harry Wilson, er hann gjaldgengur, Sinclair, eða er hann í kistunni?

  Þetta er orðið verulega alvarlegt og næsta vika nálgast hratt.
  Vonandi komumst við gegnum föstudaginn og eitthvað ferskt (sem fékk vetrarfrí) mætt í byrjunarliðið fyrir miðvikudaginn í næstu viku.

  YNWA

 15. Flottur leikur hjá okkar mönnum King Kolo maður leiksins grjótharður í vörninni

 16. Jurgen lét sína menn heyra það eftir West Ham leikinn og þeir svöruðu með frábærum leik í kvöld. Liðið er langt í frá komið í úrslitaleikinn en þetta var góð byrjun á þessu einvígi.
  Mér fannst hver og einn leikmaður skila sínu í kvöld og fannst mér Joe Allen standa uppúr fyrir sitt framlag bæði í vörn og sókn en hann var út um allt.

  Nú þurfa ungu strákarnir aðeins að stíga upp í FA Cup en leikurinn gegn Exter verður harður og menn þurfa að vera tilbúnir í baráttuna. Það verður fróðlegt að sjá svo liðið gegn Arsenal það er að segja ef við náum í lið 😉

 17. Mér fannst þetta geðveikur leikur, þeir vissu upp á sig skömmina eftir seinustu leiki og voru allir svo beinskeittir og fóru hart í alla bolta.
  Stoke úti, það er rigning, hálft liðið er í meiðslum, 2 fara útaf fyrsta hálftímann í meiðsli. Leikmenn sáu bara að það þýðir ekkert nonsens í svona stöðu og gleymdu öllu stressi. Elskaði það hvernig við kláruðum bara leikinn í seinni hálfleik, það voru tafir, létt brot og menn bökkuðu bara en í engu stressi.

 18. Við vorum 36% með boltann í kvöld. Eftir að hafa verið miklu miklu meira með boltann í síðustu leikjum og tapað þá virðist það henta okkar mönnum vel að vera minna með boltann. Þetta er það sama sem er að gerast í deildinni í vetur. Leicester hefur td mjög sjaldan verið með meira en 40% possesion í leikjum sínum, og sjáum hvar þeir eru. Við stöndum okkur vel gegn “góðu” liðunum en erum lélegir að stjórna leikjum gegn “minni” liðum.

  Það er kannski bara fínt að ManU og Arsenal eru næst á dagskrá í deildinni, hef meiri áhyggjur af Exeter ; )

 19. Aðeins um meiðslin.

  Alveg viðbúið að leikmenn séu ekki alveg endilega á réttasta rólinu líkamlega þessa dagana en ég er ekki á því endilega að það sé útaf því að ekki sé mikil endurheimt í gangi núna. Málið er að undirbúningstímabilið var sett upp með miklu hægari fótbolta sem markmiðið og nú er Klopp að bíta í það súra epli…auk þess auðvitað sem þjálfari sem aldrei hefur upplifað álag í Englandi rekur sig á…þyngri vellir, skítkalt og blautt. Hann þarf að læra það líka og var í raun hundsúr í leikslok.

  Eðlilegt í raun og hann hristir pottþétt hausinn yfir því að menn ráði ekki við þetta tempó allt. Sjáið svo leikmenn eins og Moreno, Clyne og Can. Spila nokkurn veginn hverja einustu mínútu án vandamála. Svo þetta er vel hægt að gera, þ.e. vera með skrokk sem þolir Klopparann.

  Næsta föstudag er það svo Exeter City – lið undir stjórn Paul Tisdale. Völlurinn er örugglega ekki sá allra besti en þetta er lið sem mun reyna að spila fótbolta, eru alls ekki hit and hope lið að upplagi…þó það verði mögulega uppi á teningnum móti okkur.

  Nú erum við stutt frá Wembley og alveg klárt að menn þurfa að reyna að finna óvanalega spilara til að spila leikinn í suðrinu. Verst að Dan Cleary er meiddur…Lucas mun spila hafsentinn líklega og miðað við orð Klopp í kvöld virðist kóngurinn hafa verið með krampa en við munum sjá Randall og Smith í bakvörðunum, Allen með Branagan á miðjunni er það ekki….Ibe og Benteke framar. Aðrir gætu orðið hver sem er held ég…kannski bara stjórinn splæsi í hafsent eða eitthvað.

  Ég aftur á móti svitna ekki yfir Exeter…það fer eins og það fer…en það eru 8 dagar í leik gegn Arsenal og 11 dagar í leik gegn United…þá verðum við að hafa eitthvað meira í pokahorninu en sýnist núna.

 20. Þessi meiðsli eru einfaldlega afleiðingar af of miklu leikjaálagi síðustu vikurnar. Evrópudeildin og góður árangur í deildarbikarnum eru að taka sinn toll og staðreyndin er að leikmannahópurinn fyrir tímabilið var einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess að takast á við þau verkefni.

  Það tekur atvinnumann c.a. fjóra sólarhringa að ná fullri endurheimt eftir 90 mínútna leik. Síðustu vikur hafa liðið tveir og þrír sólarhringar á milli leikja. Ekki er FA að hjálpa til með fáranlegri leikjaniðurröðun. Hvaða bull er það að láta Liverpool leika útileik 30. des og svo aftur morgunleik útileik þann 2. jan. Þar fékk einungis 2 daga í recovery meðan West Ham fékk 4 daga. Öll liðin léku þann 26. des. og það hefði verið eðlilegt að öll liðin myndu spila þann 28 til þess að öll myndu sitja við sama borð. Þarna eru sjónvarpsstöðvarnar farnar að stjórna alltof miklu og má alveg færa rök fyrir því að þarna sé verið að taka fjárhaglega hagsmuni þeirra framyfir heilsu leikmanna.

  Klopp hefur eðlilega kvartað yfir þessu álagi enda hefur hann lítið getað verið að “þjálfa” þar sem að allar æfingar hafa meira og minna verið recovery æfingar og ástæðan fyrir því að menn eru að hrynja niður í leikjum er að menn eru ekki að ná fullu recovery á milli leikja. Ekki hjálpar til að leikstíll Klopp útheimtir mikla orku sem gerir það að verkum að menn eru e.t.v. lengur að ná sér á milli leikja enn ella.

  Það er erfitt að sjá fyrir hvernig liðinu verður stillt upp í næsta leik. Vissulega vill maður sjá liðið fara áfram í bikarnum en hugsanlega þarf að gefa óreyndum leikmönnum tækifærið í þeim leik til þess að hafa lykilmenn klára í slaginn gegn Arsenal og Utd. Gera má ráð fyrir að vallaraðstæður verði ekki uppá hið besta á heimavelli Exeter, sem eykur enn frekar líkurnar á meiðslum. Jafntefli væru í ljósi aðstæðna hræðileg úrslit, þar sem að sá leikur myndi eyðileggja langþráða viku hvíld í seinni hluta janúar.

  Já, það er í mörg horn að líta þessa daganna hjá þjálfarateyminu, læknum og sjúkraþjálfurum á Anfield. Þrátt fyrir að Klopp hafi ekki verið mjög áhugasamur um að kaupa leikmenn í janúar þá gæti ég séð að hann myndi telja sig knúinn til þess í ljósi aðstæðna. Eins og staðan er núna þá eru ansi margar stöður á vellinum orðnar ansi veikburða, það verður til að mynda mjög áhugavert að sjá hvaða miðvarðarpar muni standa vaktina gegn Exeter.

  Að lokun að frammistöðunni í kvöld. Þá var hún heilt yfir mjög góð. Frábært að vinna útisigur á þessum velli. Það eru ekki margir dagar síðan að Utd. var kjöldregið þarna. Nú skiptir öllu að liðið nái stöðugleika og að það nái að sýna sama báráttuanda og í leiknum í kvöld.

 21. Með þessum leik tryggðum við okkur 1. sætið á meiðslalistanum. ellefu manns, heilt fótboltalið og bara ansi sterkt. Það er hægt að vera bestur á marga vegu.

  1. D Lovren Hamstring Injury no return date
  2. P Coutinho Hamstring Injury no return date
  3. M Sakho Knee Injury no return date
  4. J Henderson Ankle/Foot Injury no return date
  5. D Origi Hamstring Injury 23rd Jan 16
  6. M Skrtel Hamstring Injury 6th Feb 16
  7. J Rossiter Hamstring Injury no return date
  8. D Sturridge Hamstring Injury 17th Jan 16
  9. D Ings ACL Knee Injury Jun 16
  10. J Gomez ACL Knee Injury Jun 16
  11. J Flanagan Knee Injury

 22. Hæj

  Frábært algjörlega. Allir í liðinu unnu 1-0 þó samt að Cautinjo og Lövren eru núna ornir veikir með öllum hinum.
  Fanst Stóke ekki neitt betri en samt bara með eitt mark skorað á sig en ekki skorað sjálft nema núll. Þannig er bara oft nóg til að vinna og var Iby (æb) mjög flinkur og Allen duglegur.

  Svona er nú þannig

  Never walk alone

 23. cautinjo,lövren,lugas,iby, (tekið úr síðustu 2 ummælum)…. hvað er á seyði hérna?. En virkilega sterkur sigur á stoke á útivelli náðum útivallarmarkinu og eigum heimaleik eftir óóógeðslega leiðinlegt að missa coutinho og lovren í meiðsli en sem betur fer er léttur leikur framundan. Drulluánægður með þennan sigur á stoke !!!

 24. Það var gífurleg barátta í liðinu og skilaði það ánæjulegum sigri. Alltaf gaman að sjá mitt lið vinna!!!!!!!!!!!!!!

 25. Þessi leikur var frábær og mikið vildi ég óska þess að leikmenn okkar myndu sýna þennan áhuga í hverjum einasta leik… Vonandi er þetta komið til að vera!
  Ég elska 1-0 sigra og megi þeir verða sem flestir. Sammála KAR að manni fannst sigurinn ekki vera í mikilli hættu í seinni hálfleik, þrátt fyrir dapra leiki inn á milli á þessu tímabili.

  Þessi meiðslasaga er óþolandi, algjörlega manndrepandi! Klopp segist taka fulla ábyrgð á sig varðandi hamstring-meiðslunum ef fólk vill kenna honum um það. Á móti kemur segir hann að liðið æfir ekkert þessa dagana heldur er fáránlegt leikjaálag þess eðlis að hópurinn er í stanslausu recovery þessar vikurnar.

  Varðandi þennan blessaða Deildarbikar, auðvitað yrði frábært að vinna þennan bikar en það er algjörlega fáránlegt að hafa þessa heima og að heiman undanúrslit. Væri fínt að hafa þetta á pre-season kannski en á þessum tímapunkti er þetta algjört glapræði. Við ættum að vera komnir á Wembley miðað við að hafa unnið Stoke úti 0-1 í undanúrslitum.

  Núna verður mjög spennandi að fylgjast með næstu dögum og hvort við séum að fá einhverja viðbót í hópinn okkar, við þurfum á því að halda!!

  YNWA!

 26. Allt slíkt (Wembley, bikar, Evrópusæti í febrúar) léttir talsvert pressunni á liðinu. Þetta er bara jákvætt (sorrý Einar Matthías).

  Stend við hvert orð sem ég sagði hérna
  http://www.kop.is/2015/11/30/southamptonferdalag-i-deildarbikarnum/#comment-218855

  Þessi keppni er ofsalega dýr og þessi hópur ræður AUGLJÓSLEGA ekki við það að keppa af fullum krafti í fjórum keppnum. Skil ekki fræðin á bak við það að nota alltaf (nánast) sterkasta mögulega hóp í öllum keppnum en kvarta á sama tíma yfir leikjaálagi og meiðslum.

  Góður árangur hérna skiptir engu máli upp á pressuna út tímabilið, deildin skipir öllu máli. Eru menn kannski búnir að gleyma því að mesta núlifandi goðsögn félagsins var rekinn síðast þegar Liverpool vann þessa keppni? Hann var meira að segja rétt búinn að vinna hinn bikarinn líka. Árangur í deildinni var ömurlegur og það er það sem telur.

  Engu að síður gleðst maður auðvitað yfir góðum sigri og vill sjá Liverpool vinna til verðlauna, persónulega hefði ég samt frekar valið sigur gegn West Ham um helgina og t.d. 6-1 sigur á Southamton í deildinni frekar en þessari keppni.

 27. Veit einhver af hverju það er ekki minnst á Wisdom? Er lánssamningurinn án uppsagnarákvæðis?

 28. En er það samt þannig að liverpool getur bara keppt í eini keppni og það er deildin. Þegar kenny vann deildarbikarinn þá voru við ekki í neinni evrópukeppni samt var talað um að við höfum fórnað deildinni til að ná bikarárangri. Persónulega vona að ég liðið geti keppt í fleiri keppnum en bara deildinni og eins og flest önnur lið.

 29. Ég minntist á þetta í öðrum þræði, en langar að kalla eftir þessu aftur..

  Geta háttvirðugir síðuhaldarar splæst í pistil um lánsmennina okkar? Hvar þeir eru, hvernig þeir eru að standa sig, og hvort það sé möguleiki á að fá þá aftur 🙂

  Topp síða!

 30. Áhugaverður punktur sem Maggi kemur inn á með Moreno, Clyne og Can í því samhengi að þetta sé æfingarálag, Klopp að kenna o.sv.fr. Núna hefur Lallana komið fram og sagt að þetta sé bull. Þeir séu mest megnis í recovery á æfingum því prógramið er svo þétt. Ætti að afgreiða Klopp-kenninguna.

 31. Svona væri hægt að stilla liðinu upp af meiðslalistanum… Ansi gott, en væri sterkt að hafa meiddan markmann 😉

  Sturridge
  Origi

  Coutinho Ings
  Henderson
  Gomez Flanagan

  Sakho Lovren Skrtel

  Rossiter (G)

 32. Æi, kemur furðulega út… en basically er þetta 3 – 5 -2 uppstilling

Liðið gegn Stoke

Grujic skrifar undir (staðfest)