Liðið gegn Stoke

Hér er byrjunarlið kvöldsins, Klopp gerir þrjár breytingar frá tapleiknum gegn West Ham:

Mignolet

Clyne – Lovren – Touré – Moreno

Allen – Lucas – Can

Lallana – Firmino – Coutinho

Bekkur: Bogdan, Randall, Smith, Brannagan, Milner, Ibe, Benteke.

Úff. Úff, úff, úff. Sakho er meiddur og Kolo Touré kemur inn. Þá víkur Jordon Ibe fyrir Joe Allen sem þéttir miðjuna. Ég er sáttur við það. En þessi framlína? Lallana inn fyrir Benteke á meðan Brassarnir fá að halda áfram? Þessi framlína? Ég er reiðubúinn að leggja fé undir að Liverpool skorar ekki í kvöld. Sorrý með mig.

Lið Stoke er svona:

Butland

Johnson – Shawcross – Wollscheid – Pieters

Whelan – Cameron – Afellay

Shaqiri – Bojan – Arnautovic

Fullskipað lið hjá Stókurum! Þetta er sterkt lið sem hefur m.a. unnið Man City, Man Utd og Chelsea á Britannia nýlega. Þetta verður hörkuleikur. Ég er ekki bjartsýnn, en vonandi verður þetta hörkuleikur. Takmark kvöldsins: strákar, gefið ykkur sjálfum séns á að vinna einvígið á Anfield í seinni leiknum. Jafntefli hérna dugir. Berjist!

Áfram Liverpool!

YNWA

130 Comments

  1. Er Sakho í alvörunni meiddur?? Ég gæti drekkt mér í sturtunni…

    Annars líst mér vel á Firmo sem striker, hann er að mínu mati hörkuflottur í þeirri stöðu.

    Vinnum þetta 1-2.

    KOMA SVO LIVERPOOL!!!!!

  2. Ætli þeir geri ekki betur og sleppi því að fá á sig mark þetta skiptið. 6-0.

  3. Sjáum til hvort Klopp hefur barið í drengina smá greddu. Það er í raun það eina sem ég bið um í þessum leik……er að menn berjist fram í rauðan dauðan. Hef samt trú á okkar mönnum eins og alltaf en sætti mig alveg við jafntefli í þessum leik.
    YNWA

  4. Búin að spá afhverju Klopp byrjar ekki Firminho á toppnum undanfarnar vikur, þar sem Benteke er ekki búin að sýna nægileg gæði. Ég man ekki hvenar Bobby byrjaði síðast sem striker, en ég veit að hann var þar gégn Chelsea og City, þar sem hann spilaði frábæra leiki.

    Mjög sáttur með þetta lið.

  5. Smá grín. Hvernig væri að fara í smá keppni um það hver heldur lengst út að horfa á leikinn??

    En án gríns. Vonandi dugar Klopp-messan mönnum til að halda haus og klára þetta.

  6. Hefði frekar valið frí þessa viku og semi varalið gegn Exeter heldur en tvo leiki í keppni sem er ekki til í öðrum löndum með hópinn svo rosalega þunnan að Toure byrjar sem besti mögulegi kostur og allir fjórir sóknarmenn liðsins eru utan byrjunarliðsins. Þessi hópur þarf svo sjúklega augljóslega einhversstaðar pásu.

  7. Damn Sakho. Tourette heilkenni í vörninni í kvöld.
    Menn munu liggja aftarlega og hanga á 1-0 þar til Brad Smith og Benteke koma inná og Brad þrumar í pönnuna á Binna, 1-1
    YNWA

  8. Hjálpi mér allir heilagir.

    Erum að keppa við Stók og ég held ekki niðri kjötsúpunni.

  9. Vá hvað framlínan lítur vel út. Sko framlína Stók sem er alls ekkert djók. Mér líst bara ekkert á framhaldið hjá Liverpool og ætla rétt að vona að 3-4 leikmenn komi í glugganum. Þar af er klárt að allavega einn þeirra þarf helst að vita hvar mark andstæðinganna er.

  10. Sæl öll,

    ég horfi á alla leiki alltaf til enda. Skil ekki þetta að hætta að horfa og mynda sér skoðun út frá hálfum leikjum eða jafnvel minna.

    Kosturinn við þessa framlínu hjá Stoke er að það er minni hætta á að Liverpool fái mark á sig eftir háan bolta á fjærstöng þar sem hávaxinn framherji jarðar okkar litlu bakverði. Ég hef hinsvegar áhyggjur af Kolo kallinum með að vera spilaður út úr stöðu af léttleikandi framlínu Stoke. Mark Hughes er að gera frábæra hluti hjá Stoke líkt og hann gerði hjá Man City þar á undan. Í raun hef ég aldrei skilið af hverju nafn hans ber ekki á góma þegar talað er um næsta stjóra Man Utd.

    Ég ætla að spá Liverpool sigri þar sem við komum til með að setja G. Johnson undir pressu og þvinga hann í mistök. Liverpool verða að vera mjög þéttir og tilbúnir að “covera” svo ekki sé talað um vinnusemi allar 93 mínúturnar frá þeirri fyrstu.

  11. stoke þarf að sækja i kvöld og vinna leikinn og það gæti hjalpað okkur að vera minna með boltann og sækja hratt..

  12. Gríðarlega hefur Stoke breyst á síðustu misserum og eru orðnir hörku nettir.
    þarna eru leikmenn sem gætu alveg spilað í liði Liverpool eins og hann Shaqiri og Bojan og þetta verður ekkert léttur leikur heldur þarf Liverpool að eiga topp leik til að sigra í kvöld.
    Mín spá er 2-1 fyrir Stoke.

  13. úffff…….

    veit ekki hvort ég legg í að horfa á þennan leik, svei mér þá. Er vægast sagt mjög svartsýnn. Lucas og Allen saman í byrjunarliðinu, disus!

    Plís elsku Klopp, stingdu rækilega upp í okkur svartsýnispésanna.

  14. Er Guðmundur Torfa alveg örugglega hættur ? Hann hlýtur að geta sett inn nokkra þarna hjá okkar liði.

  15. Er með ótrúlega litlar væntingar til okkar manna í kvöld. Svipað og þegar ég horfði á West Ham leikinn um daginn.

    Allt fyrir ofan 7 sæti í vor og gott gengi í bikar er plús hjá mér í ár. En næsta ár getur maður verið með mun meiri kröfur til Klopparans.

  16. Við megum bara alls ekki fá á okkur mark á fyrstu 15-20 mín leiksins, menn virðast alltaf missa hausinn við að fá á sig mörk snemma leik og ná sjaldan að bæta það upp.

    Ég er alls ekki bjartsýnn á þennan leik.

  17. Held að það eina sem mögulega gæti náð einhverjum hagstæðum úrslitum í þessum leik er einhver geðveiki á miðjunni, svona ala íslensk víkingasturlun þar sem menn handa sér í allt og forna sér í hvern einasta bolta. Hraði og sköpun gleymdist einfaldlega þegar þessir miðjumenn okkar voru skapaðir.

    Plan A : liggja neðarlega og verja laskaða vörn gegn sprækri sóknalínu og reyna svo að sækja hratt.

    Plan B: Veit það ekki, þarf að sjá hvernig leikurinn þróast.

  18. Blabseal er að sýna leikinn. Spái jafntefli í hörkuleik.
    Liðið rís á lappir eftir niðurlæginguna í London síðustu helgi

  19. Mikill kraftur í okkar mönnum þessar fyrstu 5 mínútur, áfram svona takk!

  20. Skelfileg stemmning í mönnum hér. Verðum heppnir ef við förum heim með 2-3 mörk í mínus fyrir næsta leik

  21. #24 það kemur það sama hjá mér í android símanum en virkar í tölvunni.

  22. Þessi sending frá Allen var unaðsleg og verðskuldaði að Coutinho gerði betur með hana

  23. Kúturinn meiddur, hópurinn er að verða þynnri en eftir gott áramótapartý.

    Flott byrjun samt.
    YNWA

  24. Jesús almáttugur það er ekki eðlilegt að leikmennirnir okkar hrynja niður hver eftir öðrum. Augljóslega eitthvað að.

  25. Kaupa topp þjálfara og sjúkraþjálfara, þessi meiðsli eru að verða eitthvað grín. Hvaða seiðkarlar settu þessi álög á LFC ?

  26. Jæja FSG eða hvað þið heitið nú þarf að mæta með veskið, Sakho og núna Coutinho, hvaða f… rugl er þetta

  27. Þessi framlína hjá Stoke. Og svo Crouch og Walters á bekknum. Stoke er bara alls ekkert djók lengur.

  28. Lovren búinn að vera frábær í kvöld! Heyrist í honum stjórna mönnum útum allan völl. Skelfilegt að missa hann í meiðsli líka.

  29. gjaldþrota hugmyndafræði hjá Klopp vini okkar að keyra á hevvímetal í hverjum einasta ****ing leik

  30. ..það hlýtur að vera eitthvað að í þjálfun liðsins, það er ekki hægt að skrifa þessi shitword meiðsli á óheppni.

  31. Lovren útaf líka meiddur. Á morgun þarf að versla leikmenn. Eru leikmennirnir kannski að taka Hazard á þetta ?

  32. Hver var að tala um djók?

    Annars get ég ekki Frimino, þennan rándýra leikmann. En það er kannski bara ég.

    Halda haus og halda áfram.
    YNWA

  33. lucas leiva 1,79
    emre can 1,84

    ekki beint til að hækka vörnina.

  34. Að Allen skuli fá stoðsendingu fyrir þessa afleitu marktilraun 🙂

    Vel gert hjá Ibeeee að klára!

  35. En hvað er málið með þessar tognanir ?
    Er þetta vandamál með þjálfun og álagsmeiðsli

  36. Og Huges sagði…að það væri góður tími til að mæta Liverpool núna. Sýnist að Klopp hafi tekist að öskra menn í gang, erum að spila fanta vel

  37. ætli Coutinho og Lovren missi af Arsenal og Man Utd. tognaðir aftan i læri eru það ekki 3 vikur frá ? hvað er að sakho ? hvað er langt i skrtel og henderson ?

    er einhver með tölur yfir hvað er langt i meiðslapesana okkar ?

  38. Eru fleiri en ég alltaf að fá þessa ERROR villu á þessari síðu undanfarið.
    Þetta er agalega leiðinlegt og virðist koma þegar að það er mikið traffík á síðunni

  39. Sæl og blessuð.

    Engin skita, sannarlega. Can, flottur, og Kúturinn hefði skotið í innkast af þessu færi sem Ibe skoraði úr. Lucas, Moreno, Lallana, Allen, Lovren og Touré, hafa verið fínir, svo einhverjir séu nefndir.

    Firmínó er ráðgáta. Allur að vilja gerður en hugurinn er í engu jafnvægi. Ákvarðanatakan hans er efni í sérstaka færslu hér á síðunni.

    Stók er furðulega andlaust og maður veit ekki hvað getur gerst eftir að þeir fá hárþurrkuna langþráðu í leikhléi. Kannske kemur allt annað lið inn á.

  40. Frábær fyrirhálfleikur hjá Liverpool . Stoke átti í vandræðum með að halda boltanum og var það vegna þess að Lallana, Firminho, Coutinho(Ibe), Allen, Lucas(svo Millner) og Can voru að hlaupa úr sér lungun.

    Lovren var búinn að eiga flottan leik áður en hann meiddist og fyrstu 15 mín í leiknum voru þær bestu í langan tíma og svo auðvita meiðist Coutinho loksins þegar hann leit vel út og Lovren þegar maður var búinn að taka hann í sátt.
    Það er eitthvað að klikka hjá liverpool í þjálfræðini ég held að Klopp og hans menn þurfa að endurskoða hvernig leikjaálagið, hraðinn og æfingarálagið fer saman á Englandi. Því að það eru sömu meiðslinn trekk í trekk(aftaní læri tognun 2-8 vikur frá).

    Sjáið svo hvað gerist þegar við erum ekki með einn latan framherja uppá topp heldur 11 menn sem allir eru tilbúnir að spila pressu og vinna saman sem ein heild.

    Maður fyrirhálfleiks hjá mér er Joe Allen. Fyrir að vinna boltan trekk í trekk, er búinn að vera með flottar sendingar sem hafa skapað hættu, hann er að taka þessi hlaup fram sem okkur hefur vantað af miðsvæðinu og er líka fljótur aftur. E.Can mætti líka fá þessa nafnbót en hann hefur líka verið frábær.

    Það er bara 25% búið af þessu einvígi en eins og staðan er núna þá er liðið að spila vel og vona ég að þeir halda áfram af þessum krafti í síðarihálfleik en er samt viss um að miðvarðaparið Toure/Lucas eigi eftir að gefa færi á sig.

  41. Sakho er ekki meiddur. Hann var hvíldur í kvöld þar sem hann er ný kominn úr meiðslum. Svo sýndist mér Lovren kvarta út af hnénu en ekki aftan í læri. Trúlega ekkert alvarlegt.

  42. Ömurlegt að missa Lovren í meiðsli og ekki gott að missa Coutinho. Kúturinn hefur hins vegar gott af því að fá smá pásu en vonandi verður hann ekki lengi frá.

    Hef miklar áhyggjur af Lovren því hann er búnn að vera besti leikmaður liðsins, ásamt Can, í ansi langan tíma. Vonum það besta.

    Búinn að vera fínn leikur hjá okkar mönnum í f yrri hálfleik, en ömurlegur hjá Stoke. Þetta verður hins vegar mjööög erfiður seinni hálfleikur og sigurinn langt í frá í höfn.

  43. Okkar menn eiga hrós skilið fyrir þennan fyrri hálfleik, Alen, Can og Moreno eru að spila eins og kongar.

    Gaman að sjá Liverpool leikmenn fara i tæklingar 100% eins og öll lið gera á móti Liverpool, eins þá á Can skilið mikla athygli fyrir það eina að vinna öll hnoð og komast alltaf fram fyrir sinn mann sem hefur ekki oft sérst á móti Stoke.

    45 min eftir og vonum að Stoke færi sig framar svo Liverpool geti klárað leikinn.

  44. flottur fyrri hálfleiku en er farinn að halda að ég sé að horfa á gamlan leik miðað við ummælin hér. Sé ekki mikið að vera neikvæður yfir, utan meiðsli sem ég get lítið gert við

  45. Sæl öll,

    Kristján Atli, hvað lagðir þú mikið undir að Liverpool mundi ekki skora? ; )

    Mig langar ekki í Shaqiri það er nóg af hobbitum í þessu liði.
    Lucas verður flottur sem miðvörður. Þótt hann sé hægur eru fáir í Liverpool sem lesa leikinn betur.
    Firmino að mínu mati að eiga einn sinn besta leik með Liverpool og töluvert hreyfanlegri þarna frammi en Benteke.

    Auðvitað eru þessi “aftan í læri” meiðsl afleiðing af miklu æfinga- og leikjaálagi. Svona er hugmyndafræði Klopp og ég er hrifinn af henni. Það væri frábært að vinna í kvöld en markajafntefli er líka gott því þá verða Stoke að skora í seinni leiknum.

  46. Þeir hljóta að fara skora Stoke þar að segja :/ líst ekkert á þetta

  47. Tore spillar einfaldan og góðan varnarleik. Hreinsa útaf ef i vandræðum 🙂

  48. Toure spillar einfaldan og góðan varnarleik. Hreinsa útaf ef i vandræðum 🙂

  49. Ég verð að viðurkenna það að ég hélt að við værum að kaupa meiri gæði í firmino….

  50. Pirlo, ég meina Allen er búinn að vera helv…góður í kvöld.

  51. Endilega að taka nokkrar Bjarna fel lýsingar hérna…er í vinnunni

  52. Frábær spilamennska og barátta! Af hverju fáum við aldrei víti lengur!???

  53. Þurfa menn að liggja eftir rotaðir til að dæmt verði víti?? -_-

  54. Hræðilegt að menn skuli vera að bætast á meiðslalistan, og hvað þá í bikarleik. Og nei, fingrum á ekki að benda að Klopp eða hans þjálfaraaðferðum, heldur á að gagnrýna úrelt leikjaplan Enska boltans. Það er alltof mikið álag á leikmönnum, að spila 2 leiki í þessari umferð bikarsins er fáranlegt. Auðvitað á bara að vera einn!

  55. Þreytan farin að segja til sín í liðinu. Firmino búinn að hlaupa eins og vitleysingur í allt kvöld. Nú er bara að halda þetta út, koma svo.

  56. Ætla að nota tækifærið og hrósa Lucas og Allen fyrir góðan leik.

  57. Joe Allen klárlega besti maður liðsins í kvöld. Drengurinn var út um allt og skil ég ekki afhverju hann var tekinn útaf eftir svona framistöðu. Var í pressuni, vann boltan, skilaði honum frá sér, tók hlaupinn fram og bjó til færi.

  58. Bjóst við Stoke sterkari .. Allen góður, Kolo góður.. maður vill bara sjá þetta klárað .. arrgg

  59. Ákvarðanartaka með bolta hjá Can er ansi oft alveg ótrúlega vitlaus.

  60. Ekkert víti í þessum leik er rannsóknarvinna fyrir heilan sænskan háskóla!

  61. Og þessi meiðsli er rannsóknarefni fyrir annan sænskan háskóla!

  62. Benteke er bara hörmung, engin hreyfing né vinnsla í honum. Erum einum færri núna.

  63. Gaman að sjá Hughes brjálaðan í fyrri hálfleik, það er merki um að við séum að gera gott mót!

  64. FSG kemst ekki hjá því að rífa upp veskið núna í janúar… hvort sem þeim líkar betur eða ver… þrír í meiðslum eftir þennan leik…

Stoke, nó djók

Stoke 0 Liverpool 1