Þarfagreining – leikmannakaup

Eftir dag eins og þennan er auðvelt að tala um að kaupa þurfi nýja leikmenn í allar stöður á vellinum. Það mun auðvitað ekki gerast á þessu ári enda bara tveir leikmannagluggar. Viðbrögð Klopp í dag gefa manni engu að síður smá von um að eitthvað verði gert strax í janúar til að hefja uppbyggingarferli Klopp.

Það hvaða stöður verða styrktar fer auðvitað gríðarlega eftir því hvaða leikmenn eru fáanlegir, hvort sem við erum að tala um í janúarglugganum eða sumar. Engu að síður er ljóst að Liverpool getur vandað mun betur til verka við að bæta þær stöður sem þarf að bæta. Ekki kaupa Sakho til að spila vinstra megin í miðverði til þess eins að kaupa Lovren árið eftir til að spila sömu stöðu. Ekki kaupa bæði Markovic og Lallana til að spila sömu stöðu, hvað þá þegar liðið á fyrr Coutinho og Sterling sem einnig vilja spila þarna. 20m í Aspas, Alberto og Ilori er glæpsamleg sóun á peningum og engin bæting á þeim stöðum sem þeir spila. Svona er hægt að telja áfram. Auðvitað gera öll lið mistök á leikmannamarkaðnum en Liverpool hefur virkað mjög óskipulagt á mann undanfarin ár og nú sitjum við uppi með ákaflega illa samansettan hóp.

Stuðningsmenn Liverpool heimta leikmenn í hæsta klassa/verðflokki en eins og Mahrez, Vardy, Ighalo, Deenay, Kanté, Payet, Kane o.s.frv. sýna okkur er það alls ekkert alltaf eina leiðin. Dortmund undir stjórn Klopp var það lið í Evrópu sem var leiðandi í þessari tegund innkaupa og það skilaði þeim tveimur deildartitlum ásamt því að þeir fóru í úrslit Meistaradeildarinnar m.a. með því að ganga frá Real Madríd.

Dortmund var ekki aðeins að taka leikmenn upp í gegnum unglingastarfið og kaupa algjörlega óþekkta leikmenn, þeir seldu sinn besta mann á hverju ári í leiðinni, eða misstu hann frá sér á Bosman. Sahin var bestur 2011 og fór, þá tók Kagawa við og fór. Næsta sumar var það Götze og árið eftir Lewandowski.

Áður en við greinum Liverpool langar mig að skoða lauslega helstu leikmannakaup Dortmund undir stjórn Klopp. Höfum í huga að þegar hann tók við liðinu var ekki langt síðan þeir höfðu farið í gegnum gjaldþrot, stemmingin á leikjum var eitruð og gengi liðsins eftir því. Liverpool núna getur á margan hátt ekki verið mikið líkara Dortmund árið 2008.

Dortmund 2008-15
Nánast allir á þessum lista voru keyptir að sumri til, það kom í mesta lagi einn í vetrarglugganum á hverju tímabili, stundum enginn.

Sumarið 2008: Fyrsta árið hreinsaði Klopp vel til og losaði sig við marga leikmenn, sumir af þeim stór nöfn hjá Dortmund. Mesti peningurinn fór í miðverði sem hann þekkti úr 2.deildinni. Subotic kom með honum frá Mainz og Owomoyela þekkti hann úr þeirri deild. Schemlzer tók hann inn úr varaliðinu. Auk þess komu Boateng og Lee frá Tottenham en festu sig ekki í sessi. Enginn af þeim stórt nafn áður en þeir komu, langt í frá. Leikmannagluggi sem kom nánast út á sléttu fjárhagslega.
Sumarið 2009: Árið eftir var keypt fjóra leikmenn sem urðu allir lykilmenn fyrir samtals €9,9m. Áður en við heyrðum af Lewandowski var Barrios aðalmaðurinn í sókn Dortmund. Hummels er einn heitasti bitinn á miðvarðamarkaðnum í dag. Bender og Großkreutz spiluðu svo báðir risahlutverk í sigurgöngu Dortmund. Enginn af þessum var þekkt nafn árið 2009, langt í frá.
Sumarið 2010: Þriðja árið í röð kom ekki eitt þekkt nafn til Dortmund og raun bara sett pening í einn leikmann. Kagawa sem kom frítt varð leikmaður ársins tveimur árum seinna, Piszczek varð lykilmaður í bakverðinum, Götze sem kom úr U19 ára liðinu tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn síðast og Lewandowski er einn af fimm bestu leikmönnum í heimi í dag. Eftir á að hyggja fínn gluggi og Klopp með ótrúlega hátt hlutfall vel heppnaðara leikmannakaupa.
Sumarið 2011: Klopp var með mjög gott lið sem var nýlega búið að vinna titilinn. Enginn af þeim vildi fara nema Nuri Sahin og í staðin fyrir hann fengu þeir Ilkay Gundogan sem er miklu betri leikmaður og kom á helmingi lægra verði.
Janúar 2012: Enn einn leikmaðurinn sem drepur mýtuna um að ekki sé hægt að kaupa neitt í janúarglugganum er Marco Reus. Dortmund keypti hann aftur og setti í fyrsta skipti alvöru pening á borðið til að landa þeim díl eða €17,1m. Hann fyllti léttilega skarð Kagawa sem fór um sumarið. (Reus er frá Dortmund en var seldur árið 2009, þá 20 ára).
Sumarið 2014: Enn hélt Klopp áfram að bæta við sig góðum leikmönnum sem voru á barmi þess að verða enn betri. Loksins þegar Dormund setti alvöru pening í leikmann þurfti það að vera á kostnað Liverpool, Mikhitaryan fór til þeirra fyrir €27,5m sem er ennþá það langmesta sem Dortmund hefur borgað fyrir leikmann. Sama sumar keyptu þeir Aubameyang á €13m. Ofan á það komu Sokratis og Durm þetta sumar. Á móti var Götze seldur og því kom Dortmund eins og vanalega nánast út á sléttu.
Sumarið 2015: Meiðsli höfðu mjög mikið að segja en það að missa Lewandowski var svipað erfitt fyrir Klopp og það var fyrir Rodgers að missa Suarez og Sturridge. Immobile var í vonlausri stöðu til að fylla skarðið strax og Kempl var keyptur um veturinn aðeins til að verða seldur strax í sumar. Kagawa og Sahin komu einnig endanlega aftur en segja má að versta tímabil Klopp hjá Dortmund hafi komið í kjölfar hans langstærsta leikmannaglugga.

Það að skoða innkaup Klopp hjá Dortmund er að ég held mikilvægt þegar maður veltir fyrir sér væntanlegum leikmannakaupum Liverpool. Þetta er auðvitað ekki sambærilegt og Liverpool hefur miklu meira fjármagn og er að spila á stærri markaði en Dortmund var að gera 2008-2011. Engu að síður er ljóst að menn verða að draga andann djúpt þegar Liverpool fer að kaupa algjörlega óþekkta leikmenn og treysta þjálfarateyminu fyrir þessu. Klopp hefur reyndar mest lítið með þessa deild að gera og mikið nær að horfa til Peter Krawietz. Hvernig sem þeir vinna þetta er ljóst að það hefur líklega enginn eins gott record í leikmannakaupum sl. 10 ár og Klopp, sérstaklega þegar kemur að leikmönnum sem voru óþekktir áður.

Skoðið aftur leikmennina sem Klopp fékk til Dortmund og verðið á þeim, þetta er byrjunarlið Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 (og vantar þarna nokkra góða leikmenn sem Klopp keypti þangað).
CL Dortmund


Fyrir það fyrsta er mjög líklegt m.v. innkaupastefnu Dortmund að svipað verði reynt hjá Liverpool. Klopp virkar á mann þannig að hann vill mikið frekar hungraðan leikmann sem hefur ekki ennþá sprungið út frekar en stóra stjörnu sem keypt er fyrir hámarksupphæð, FSG hefur ekki farið leynt með að þeir vilja byggja liðið upp með þessum hætti þó þeir hafi alveg sett hellings pening í leikmannakaup einnig. Þetta held ég að sé ekki bara til að spara peninga heldur krefst leikstíll Klopp mikils hungurs af leikmönnum. Sem dæmi held ég að Benteke sem kepytur var á 32,5m sé töluvert frá því að hafa þetta hungur sem til þarf (ofan á það hvað hann hentar illa í leikstílinn). Eflaust er hægt að taka mörg fleiri svona dæmi um okkar menn. Innkaup Dortmund frá 2008 gefa til kynna að þeir geti keypt leikmenn í sama gæðaflokki og Lallama, Benteke, Markovic og Balotelli sem dæmi fyrir sama pening og Liverpool setti í eins og einn Dejan Lovren.

Hvaða stöður eru mikilvægastar?

Markmannsstaðan:Mignolet er enganvegin í sama gæðaflokki og kollengar hans í öðrum stórliðum á Englandi/Evrópu og þessi staða er klár veikleiki á liðinu. Varamarkmaðurinn er líkt og sá síðasti einungis nothæfur ef aðalmarkmaðurinn fellur frá (bókstarflega). Mignolet er eðlilega ekki alvonlaus markmaður en þetta er mikill veikleiki á liðinu sem eitrar frá sér í öllum varnarleik liðsins.
Ef Klopp sér færi á að landa óánægðum Ter Stegen frá Barcelona er það engin spurning strax í janúar. Hann yrði aldrei hægt að flokka sem panic kaup enda gæðamarkmaður á frábærum aldri í nákvæmlega þeim klassa sem óskað er eftir. Líklega er erfiðara að eiga við markmenn sem eru nú þegar byrjunarliðsmenn hjá sínum liðum og því væntanlega nauðsynlegt að treysta á Mignolet út tímabilið.
Mikilvægi á að kaupa í janúar: 9,0
Líklegt í janúar: 3,5

Bakverðir
Aldrei þessu vant á Liverpool tvo góða bakverði og báðir tiltölulega nýkomnir til liðsins. Með Gomez frá út tímabilið og Enriue á leiðinni upp í sveit er ljóst (og hefur verið í allan vetur) að bæta þarf verulega back up möguleikana í þessari stöðu. Brad Smith virðist eiga að duga sem cover fyrir Moreno sem er í tæpara lagi en hinumegin er þetta enn verra. Flanagan er búinn að vera meiddur í 19 mánuði og var nú enginn Cafu fyrir þó hype-ið í kringum hann gefi það til kynna. Randall er ennþá tæpara cover. Óskiljanlegt lán á Wisdom verður ekki breytt í janúar og Ilori er svo lélegur að hann komst ekki í liðið hjá Aston Villa.
M.ö.o. við erum f.u.c.k.e.d. ef Clyne meiðist svo mikið sem á putta. Mjög góð málamyndalausn væri t.d. Kevin Großkreutz sem kæmi fagnandi aftur til Klopp.
Mikilvægi á að kaupa í janúar: 6,5
Líklegt í janúar: 5,0

Miðverðir:
Loksins loksins erum við farin að sjá Lovren og Sakho spila saman og það er efnilegt til framtíðar. Sakho er hinsvegar alltaf að meiðast og því vonlaust að treysta á hann. Rest af því sem við eigum er enganvegin nógu gott. Skrtel er veikur hlekkur á liðinu og hefur verið partur af of mörgum verulega vondum varnarlínum. Toure er kominn vel yfir fertugt og Ilori komst eins og áður segir ekki í liðið hjá Villa! Það væri draumur að fá t.d. Subotic í janúar, hann er á frábærum aldri og hefur átt erfitt uppdráttar síðan Klopp fór. En Liverpoollegast í stöðunni er að tryggja sér leikmann (Joël Matip) á Bosman í sumar og gera ekkert í janúar.
Mikilvægi á að kaupa í janúar: 7,0
Líklegt í janúar: 4,0

Varnartengiliður:
Sama hvað ég reyni ég bara hef ekki trú á Lucas sem okkar framtíðarkosti í þessari stöðu. Hann sýndi gegn West Ham hvað liðið saknar alvöru sópara sem hreinsar fyrir bakverðina þegar þeir hætta sér framar. Lucas hefur ekki kraftinn í þetta. Can er væntanlega ekki hugsaður sem varnartengiliður og hefur klárlega kraftinn til að spila meira box-to-box. Rossiter er meiðslapési og vill núna ekki skrifa undir samning, erfitt að meta hann en þessa stöðu þarf að styrkja strax. Miðjan hjá okkur er gríðarlega máttlítil og þarna er stærsta sárið.
Mikilvægi á að kaupa í janúar: 10
Líklegt í janúar: 3,5

Miðjumenn:
Meiðslavandræði Henderson hafa kostað Liverpool gríðarlega mikið af stigum, það ætti öllum að vera orðið nokkuð ljóst núna. Can er efni í heimsklassa leikmann og er nánast aldrei tekinn úr liðinu. Milner er ágætur squad leikmaður, öfugt við það sem honum var lofað þegar hann kom en það segir sína sögu að hann er meira notaður á kantinum en miðjunni og kemur betur út þar. Allen gæti ég þessvegna séð fara í janúar.
Líklega er Marko Grujic hugsaður í hóp strax á næsta tímabili en ég sé ekki fleiri koma í janúar. Fyrir mér er Coutinho annars miðjumaður frekar en sóknarmaður, hann er langbestur þegar hann hefur einhverja hlaupandi fyrir framan sig. Eina skiptið þar sem hann var stöðugt góður marga leiki í röð var þegar hann var á miðjunni með Henderson og hafði Sterling, Suarez og Sturridge hlaupandi fyrir framan sig.
Mikilvægi á að kaupa í janúar: 5,0
Líklegt í janúar: 1,5

Sóknartengiliðir:
Coutinho, Firmino og Lallana eru allir að spila nánast sama hlutverkið og það er að há liðinu gríðarlega á köflum. Sérstaklega þegar þeir hafa enga hreyfingu fyrir framan sig. Þessi staða þarf að skila svo miklu meira framlagi sóknarlega að það er bara vandræðalegt. Þeim til varnar er oftast eins og ekki sé búið að finna rétta hlutverkið fyrir neinn þeirra og þeir spila nánast aldrei nákvæmlega sama hlutverkið tvo leiki í röð. Það þarf ekki að kaupa enn einn leikmanninn í þessa stöðu strax en þeir eru allir í hættu fari þeir ekki að skila liðinu fleiri mörkum en þeir eru að gera.
Mikilvægi á að kaupa í janúar: 0
Líklegt í janúar: 0

Kantmenn: Jordon Ibe er vonandi að taka út þann þroska og spilatíma sem hann þarf áður en hann springur út. Eins og er getur hann hlaupið og that´s it. Nákvæmlega ekkert end product.
Hvernig hann er eini kantmaðurinn í hóp í byrjun tímabils 2015/16 er með öllu óskiljanlegt og gríðarleg falleinkun á stjórann og þá sem sjá um innkaupin. Hvað þá þegar þessir snillingar kaupa Christian Benteke sama sumar. Ótrúlegt í rauninni og botninn tók úr þegar Lazar Markovic var lánaður, 20m maður árið áður. Hérna var hreinlega skitið upp á bak í sumar og nauðsynlegt að laga strax í janúar.
Ryan Kent hefur verið kallaður til baka og verður spennandi að sjá hann, þetta er strákur með hraða og kraft sem grátlega vantar í okkar lið, hann er hinsvegar bara 19 ára með enga reynslu af úrvalsdeildinni og því ekki hægt að gera miklar væntingar til hans núna eftir áramótin.
Helst þyrfti að kaupa einn til eða hreinlega borga fyrir að fá Markovic aftur (og skjóta þann sem samþykkti að lána hann).
Mikilvægi á að kaupa í janúar: 8,5
Líklegt í janúar: 2,5

Sóknarmaður:
Daniel Sturridge held ég að hætti í fótbolta þegar núverandi samningur hans rennur út (eftir 4 ár), aðallega vegna þess að hann fær líklega ekki aftur samning sem atvinnumaður. Þetta er einfaldlega búið hjá honum blessuðum. Hver einasti leikur sem hann spilar í millitíðinni er bónus en Liverpool þarf að byggja upp lið frá og með þessum glugga sem gerir ekki ráð fyrir honum nema sem bónusleikmanni.
Mér er alveg sama hversu mikinn áhuga Klopp hafði á Benteke einhverntíma, hann hentar enganvegin í hans leikkerfi eins og staðan er núna. Vægast sagt gríðarlegt áhyggjuefni og sagan virðist svo sannarlega vera endurtaka sig frá því þegar Carroll var kepytur án þess gert væri ráð fyrir að hann myndi passa í leikkerfið. Þetta er góður leikmaður og er meira að segja að skora fyrir Liverpool, en maður fær það á tilfinninguna að hann hamli sóknarleik Liverpool meira en hann er að bæta hann. Hann á engu að síður töluvert meira inni.
Danny Ings er jafn líklegur til að verða aldrei samur og hann er til að ná sér. Hvað þá að hann nái sér strax næsta sumar, Lucas Leiva lenti í sömu meiðslum.
Eina ljósið er Origi sem þar til núna í desember hafði verið mjög lélegur þegar hann fékk sénsin. Svo um leið og hann gat eitthvað meiddist hann auðvitað.
Yfir leiknum í dag var verið velta því upp hvort ekki væri sniðugt að prufa Ibe bara frammi. M.ö.o. þetta er nánast fullkomið deja vu frá síðasta tímabili, helsti munurinn er að eftir 20 umferðir í fyrra var Liverpool búið að skora 28 mörk en bara 22 núna, liðið núna er því að skora minna en Lambert og félagar voru að afreka í fyrra, þetta er það slæmt!
Liverpool þarf sóknarmann sem hentar leikstíl Klopp strax í janúar. Berahino hefur t.a.m. verið nefndur en ég vona að maðurinn sem keypti Lewandowski og Aubameyang fyrir 10m pund eða minna geti betur en það.
Mikilvægi á að kaupa í janúar: 9,0
Líklegt í janúar: 1,0

Þetta er auðvitað bara mitt mat á þessu, ég á alls ekki vona á miklu action-i í janúar en það er ljóst að það vantar svo mikið upp á hópinn núna að menn hljóta að reyna að bæta hann a.m.k. eitthvað. Það ætti að vera til peningur og m.v. hvaðan Dortmund var að kaupa leikmenn ætti ekki að vera það útilokað að kaupa menn í janúar.

Vonum það besta

21 Comments

  1. Alveg ágætis pistill. Ég er persónulega á því að það vanti einhvern skapandi miðjumann, þ.e. mann sem er að spila á svipuðum stað og Henderson/Can/Lucas. Kannski er Coutinho sá maður, en ég held að það vanti meiri skriðdreka heldur en Kúturinn er. Líklega var Can hugsaður þannig, en hann er bara ekki nægilega skapandi, það koma ekki nógu mörg mörk eða stoðsendingar frá honum. Þetta þyrfti að vera svona Gerrard týpa, bara ca. 25 ára týpan af honum.

    Svo er maður auðvitað alveg á nálum með Clyne og Moreno, og hvað gerist ef/þegar annar þeirra meiðist. Smith kom reyndar sterkur inn í dag, tók t.d. alltaf áberandi færri snertingar á boltann heldur en Lallana. Ekki að það segi svosem mikið. En hann virkaði a.m.k. öruggur fannst mér. Ég held samt að það sé nauðsynlegt að vera með annan backup. Veit ekki hvort Randall er sá gaur.

    Þetta með að kaupa sóknarmann er vissulega rosalega freistandi, þó það sé auðvitað grátlegt að vera að spá i það verandi með 4 slíka á launaskrá, en 3 af þeim meidda. Verst að það skuli enginn slíkur vera að koma úr akademíunni. Reyndar hef ég alltaf haft mikið álit á Ojo, en hann er ef ég man rétt ekki hreinræktaður striker, og er þar að auki of reynslulítill og óharðnaður.

    Þetta eru allavega þær stöður sem ég held að Klopp sé helst að horfa til, en ég veit auðvitað alveg nákvæmlega jafn lítið um það eins og allir hinir sófasérfræðingarnir.

  2. Held það vanti mest kantmenn eins og staðan er nuna eigum bara einn kantmann Ibe sem hefur ekki átt neitt sérstakt tímabil og hefur eins og Babu bendir réttilega á ekkert end product. Við þurfum snögga kantmenn sem geta skorað mörk alveg nauðsynlega

  3. Í fyrsta lagi vantar okkur kantmann. Það er nákvæmlega ekkert að gerast á köntunum hjá okkur sem geta nýst Benteke eitthvað. Sturridge er svo þokkalega fínn að taka hlaup út frá kantspili og hefur alveg sett nokkur þannig fyrir okkur. Óþolandi að horfa á Lallana, Coutinho og Firminho reyna kreysta einhverju út fyrir framan teiginn og gefa ekkert.

    Í öðru lagi vantar okkur fjárans spyrnumann. Tilgangslausu hlaupin frá turnunum okkar inn í box eru orðin svo óteljandi mörg að það fer að verða vandræðalegt. Ég get ekki horft upp á Moreno (eins fínn og hann er búin að vera) taka hornspyrnur vinstra meginn. Lallana með sýna fallhlífarbolta. Lovren tók aukaspyrnu í gær? Þetta er aðhlátursefni.

    Leverkusen á einn góðan Tyrkja sem hægt væri að nappa t.d. á 16-22m eu.
    Bournemouth keypti góðan Argentínumann á kantinn sinn í gær. Bournemouth????

    Það er til helling af gæðaleikmönnum, út um allan heim, sem berjast fram á síðasta blóðdropa, sem hægt er að fá á slikk og ég vona það svo innilega að Klopp fái til sín allavegana 2-3 núna strax í janúar og hefji hreinsunina í leiðinni.

    Út með quiters. Inn með Winners.

    YNWA

  4. Alltaf gaman að hlusta á alla yfirsig neikvæðu pjakkana sem halda að þeir viti allt, eða ekki (Þá er ég alls ekki að tala um þennan þráð þar sem að ég tel að allir sem hafa að honum komið séu drengir góðir). Alveg hrikalegur galli athugasemdakerfisins, þar sem allir halda að þeir geti sagt allt vegna nafnleyndar. Finnst stundum að ég sé að fletta upp fréttum á dv.is eða að stuðningsmenn annara liða fari fölsku flaggi á síðunni . Mikið rosalega er ég orðinn leiður á þessu banki í ofnunum! Mæli með þvi að tengja þessi ummæli við fésbókina.” Klopp út”,”Rodgers að kenna”, hinn og þessi ömurlegur o.s.frv.
    Ég hef fylgst með Liverpool í gegnum árin og það eru alltaf einhverjar stöður sem við getum betrumbætt. Það er því miður bara þannig hjá öllum liðum! Ég leyfi mér að fullyrða að það eru mjög fáir leikmenn hjá Liverpool sem leggja ekki allt hjartað sitt í leiki liðsins (Enrique og Balotelli meðtaldir, fæ einhverjar fortölur fyrir þetta). Það eru því miður bara svo margar breytur sem að spila inní, nenni ekki að telja þær allar upp þar sem ég veit að hinn almenni fótboltaáhugamaður veit nákvæmlega hverjar þær eru, og nei það eru ekki bara þær breytur sem birtast í Championship Manager, já ég er það gamall 😉 Það er auðvitað komið undan þjálfaranum hver spilar hvern leik og hvernig hann spilar einstaka leikmanni og í hvaða stöðu. Rodgers skilaði Klopp ágætis liði ef við lítum til launaþaks Liverpool (hann eyddi ríflega 300 millj punda, en hver eru laun leikmanna?), og já Liverpool eru ekki með fjármuni Chelsky, Shitty eða Manure.
    Ég er sammála síðasta ræðumanni Sindra Rafni að við höfum ekki nógu góða kantmenn ef einhverja (nógu góða) og ég er nokkuð viss um það að Rodgers (nefndin) hafi reynt að klófesta þá all nokkra. Sannleikurinn er sá að við höfðum væntanlega ekki næg fjárráð til þess að lokka einn einasta (af þeim góðu) til félagsins. Niðurstaðan er þá sú að okkur gengur illa að teygja varnir andstæðinga sem að liggja aftarlega á vellinum (og eru i neðri hluta deildarinnnar) og þurfum að treysta á bakverði okkar til þess að sækja og verjast á 110% sem að klárlega dregur úr sóknarlegum og varnarlegum tilburðum þeirra, því að við getum ekki sett þá kröfur á að þeir spili alla leiki og standa sig fullkomnlega í báðum hlutverkum. Það er slæmt þar sem að lið með líkamlega sterka framherja (flest lið í neðri hluta deildar) treysta á það að bakverðirnir verjist ekki fyrigjöfum inní teig.
    Uppalinn við krydddrengina, þrennuliðið og meistaradeildarsigurvegarana að þá get ég verið sammála því að það er frekar sárt að liðinu vanti sárlega alvöru spyrnumenn sem geta skorað mörk, Redknapp,Berger, Mcallister, Riise, Hamann ,Alonso, Gerrard og co.
    Ég hef þó trú á því að það þetta muni allt koma. “Þolinmæði” er lykilatriði og ég hef trú á því að Klopp og þeim leikmönnum sem hann telur að muni lyfta okkar stóra liði aftur á þann stall sem það á skilið muni takast ætlunarverk sitt. Ég trúi ekki á “The Secret” en ef við stuðningsmennirnir höfum ekki trú á þjálfaranum og leikmönnum hans, hver hefur það þá? Og hættum að tala með rassgatinu, við erum yfir það hafin…

  5. Frábær pistill Einar.

    Niðurstaðan er augljós eins og þú bendir á. Þörfin á betri leikmönnum er æpandi í flestar stöður. Einu leikmennirnir sem hafa verið solid á þessu tímabili eru Clyne og Moreno. Samt þarf að kaupa back up fyrir þá því þeir eiga líka eftir að taka dýfu í formi, ef þeir meiðast ekki, eftir þetta brjálæðislega álag sem hefur verið á þeim.

    22 mörk í deildinni segja meira en flest um vandann í liðinu. Allt of fáir leikmenn skila mörkum til liðsins. Þessir þrír léttu sóknartengiliðir eru einfaldlega ekki að spila nógu pródúktíft því lítið af mörkum og stoðsendingum koma frá þeim. Fyrir utan hvað þeir eru viðbjóðslega óstöðugir. Sama gildir um miðjumennina. Can og Henderson eru ekkert sérstaklega skapandi leikmenn og þeir skora líka allt of lítið. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar. Þeir eru ekki góðir skotmenn, þeir eru kröftugir en ekki mjög kvikir, þeir sjá ekki nógu vel sendingamöguleika út frá hlaupum leikmanna fyrir framan þá auk þess sem hreyfingin á strikerum í okkar liði er ekki mikil.

    Að sama skapi er of mikið að fá á sig 24 mörk í 20 leikjum. Sem þýðir að varnarvinnan í liðinu er slök, hvar sem borið er niður á vellinum. Mér finnst leikaðferð Klopp ekkert sérstaklega frábrugðin því sem Rodgers lagði upp með en var að mestu búinn að gefast upp á sem þýðir að allir leikmenn liðsins eiga að sinna massívu varnarhlutverki til að vinna boltann til baka. Of margir leikmenn eru slakir í þessu og þess vegna virkar leikaðferðin ekki. Ég hef grun um að leikmenn eins og Lallana og Benteke hafi verið keyptir út af sóknarógnun frekar en varnarhæfileikum en ef hlutirnir eiga að ganga upp þurfa næstu kaup að ganga út á að leikmaðurinn kunni að verjast eins og Klopp gerir ráð fyrir. Ákveðnar týpur af leikmönnum (t.d. Benteke og Balotelli) kunna þetta einfaldlega ekki. Kannski skilja þeir þetta ekki, kannski nenna þeir þessu ekki, en ef lið ætlar í pressu einum færri þá gengur hún aldrei upp.

    Svo er markvarslan kapítulí út af fyrir sig. Ég held án gríns að Sunderland sé eina liðið í deildinni með lélegri markmann en Liverpool. Jú kannski Swansea líka. Það þarf einfaldlega að kaupa almennilegan markmann sem varnarmenn treysta og gerir ekki endalausa feila. Leikurinn gegn WBA var svo innilega fyrirsjáanlegur því að stjórar með eitthvað á milli eyrnanna sjá Mignolet auðvitað sem stóran veikleika og munu því halda áfram að dæla boltanum inn á veikasta svæði Liverpool, markmannssvæðið á markteignum. Sennilega voru þetta stærstu mistökin sem Rodgers gerði á leikmannamarkaðnum, að skipta Pepe Reina út fyrir miklu lélegri markmann og borga helling á milli. Samt var Reina ekkert búinn að standa sig vel síðustu árin hjá liðinu. Já og markmannsþjálfunin. Mér er alveg sama þótt John Achterberg vinni 25 tíma á sólarhring ef allir markmennirnir sem hann hefur þjálfað séu lélegir. Hann fókusar ekki á réttu hlutina og þetta hefur alltaf verið vandamál hjá Liverpool utan þau ár sem Xavi Valero var markmannsþjálfari undir stjórn Rafa Benítez. Og auðvitað þegar Grobbelaar og Clemence vörðu markið okkar.

    Þannig að Klopp hefur nóg að gera á leikmannamarkaðnum næstu misseri. Hvað hann velur að byrja á verður fróðlegt að sjá, en ég vona að það verði nýr markmaður, svo framarlega sem það verður almennilegur markmaður. Síðan er það miðjumaður og sóknarmaður þannig að nýr hryggur verði kominn í liðið næsta haust. Þangað til verðum við í 5-7 sæti, að baslast með þessi “minni” lið sem eru orðin alveg jafn stór og okkar lið. Ég vona bara að okkar menn nái að mótívera sig fyrir leikinn gegn Man U á Anfield svo við fáum almennilegan leik þar.

  6. Leroy Sane, Gundogan, unga Swisslendinginn sem er byggður eins og naut hann Embolo. Þetta væri fínn pakki, getum við ekki fyrir löngu hætt að spá í mönnum eins og Reus og Hummels þegar þeir eru á hátindi ferils síns og langar ekkert að fara koma í evrópudeildina hjá Liverpool, kannski þá bjartsýni að setja Gundogan á óskalistann því ekki er hann nú síðri en vinir sínir hjá Dortmund.

  7. Það vantar mannskap í liðið sem er með meira en meðalpung. Ég er sæmilega sáttur, því ég býst við nokkrum tapleikjum í vetur og þetta Vestham lið er bara mjög gott lið með að ég helt stjóra sem hefur ástríðu fyrir starfinu og liði sínu enda spilaði hann marga leiki fyrir Hamrana.
    Ég hef þá skoðun að við ættum að leifa ungum og efnilegum mönnum að spila og sjá hvort og hvað Liverpool þarf að kaupa. Við höfum akademíu með 200 leikmönnum og við höfum aðeins séð 3 leikmenn koma í liðið þaðan á undanförnum árum, það telst ekki góður árangur. Það var sagt þegar akademían var stofnuð að það væri stefna Liverpool að kaupa færri leikmenn og ala helming liðsins upp, því keyptir leikmenn spila ekki af jafn mikilli ástríðu og uppaldir leikmenn. Leikmenn sem eru keyptir á 15 plús millur virðast hugsa: Úr því að þeir borguðu svo mikið fyrir mig þá hlýt ég að þurfa að vera í byrjunarliðinu til að réttlæta fjárfestinguna. Við keyptum risa (Caroll) fyrir metfé og seldum hann aftur af helmingi þess fjárhæðar. Svo kaupum við annan risa á svipaða upphæð sem ekki vinnur eitt einasta skallaeinvígi og er eins og símastaur á vellinum. Það var auðséð í leiknum í gær hvor væri betri leikmaður. Ég vona að Liverpool fari að gefa ungum leikmönnum tækifærið og nota þetta tímabil til þess að gera eitthvað að viti fyrir framtíðana. Það jákvæða við leikinn í gær var Ibe og Smith.

  8. Sælir félagar

    Takk fyrir frábæran pistil Einar M. Það er morgunljóst að það þarf að kaupa leikmenn og losa út aðra. Innkaup BR og félaga voru skelfileg, taktlaus og á stundum heimskuleg og lán á leikmönnum eins og Markovic og Wisdom gjörsamlega glórulaus. En því verður ekki breytt nema að fá þessa menn til baka úr lánssamningum ef það er mögulegt og losa sig við menn sem skila ekki því sem þeir þurfa að skila.

    Það er ekki við því að búast að keyptir verði einhverjir “lykilmenn” í janúar en miðað við ástandið á “strækerum” í liðinu þá verður eitthvað að gera í því. Benteke er líklega kominn aftast í röðina það og það að hafa engan annan en hann til reiðu er vonlaust mál. Markaskorun liðsins sýnir þetta berlega.

    Einhverjir minnast á að of lítið af mörkum komi frá miðjunni (Hendo og Can) og má það til sanns vegar færa. En á hitt ber að líta að þegar ógnun frá sóknartengiliðum og “strækerum” er engin (einstaka bananaskot framhjá frá Káti) þá er við því að búast að miðjan fái frið til að dæla mörkum gegnum varnir andstæðinganna.

    Hvað vörnina varðar þá er hún aldrei betri en veikasti hlekkur hennnar. Það má deila um hver hann er, Minjo eða Skrölti kallinn eða endalaus meiðsli Sakho. Eftirtektarvert er að nú er Lovren ekki lengur blóraböggullinn. Ég held að þar spili saman vantraust á markmanni og svo hitt að miðvarðarparið hefur aldrei tíma til að spila sig saman sem sú heild sem það þarf að vera.

    Svo svona í restina smá kennaranöldur út í þann snjalla pistlahöfund Einar Mattthias. “Árið eftir var keypt fjóra leikmenn” Einar! leikmenn eru keyptir. “. . . raun bara sett pening í einn leikmann.” Settur peningur í Einar minn.

    Þetta eru málfarsvillur sem lýta góðan texta en þrátt fyrir kennarakomplexana sé ég enga ástæðu til að nöldra út í ásláttarvillur sem henda okkur alla.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Algerlega frábær pistill Einar M. Takk kærlega fyrir þetta.

    Ljóst að Klopp mun max kaupa 1 – 2 leikmenn núna strax í janúar. Auðvitað vildum við helst 4 – 5 leikmenn strax en það eru auðvitað draumórar.

    Í algerum forgangi er að mínu mati vel nothæfur striker og öflugur sóknarmiðjumaður (25 ára útgáfa af Gerrard er auðvitað algerlega óraunhæft en væri auðvitað alger draumur).

    Kæmi ekki á óvart að það kæmi eitthvað frábært úr þessum janúar-glugga. Ef það er einhver sem kann að kaupa góða leikmenn á viðráðanlegu verði þá er það JK

    In Klopp we trust.

  10. ánægður að sjá þig tala sérstaklega um að Lucas og Skrtel eru ekki og hafa aldrei verið í Liverpool klassa…… en mesta vandamálið í dag í liðinu eru endarnir tveir, markmaðurinn og Benteke

  11. Vandamálið er bara of stórt fyrir FSG. Þeir réðu meðalmann og treystu honum fyrir Suarez+Sterling peningnum sem hann kastaði bara á bálið. Þeir setja sjaldan miklar upphæðir í þetta sjálfir. Nú er liðið jafnvel enn verra en þegar þeir tóku við og ef Joe Cole var slæmur, þá veit ég ekki hvað okkar sóknarmiðjumenn eru í dag.

    Myndi setja aleiguna undir að Chelsea endi ofar en við. Spá í því að lið geti tekið sér frí í hálft tímabil og reynt að vera lélegt til að reka stjórann sinn og samt verið betri en við. Við erum bara sorglegt lið og það þarf að selja alla. FSG geta áttað sig á misstökum sínum og sett alvöru pening í það verkefni (150-200m óháð sölum) eða stigið til hliðar og leyft öðrum að gera það. Með áframhaldandi meðalmennsku mun fanbase-inn helmingast á næstu 10 árum og þetta er þetta bara búið, til eilífðar.

    FSG eru hafa ekkert gert nema að kaupa okkur af enn verri eigendum. Í sama heimi og Lallana er góður er það kannski nóg en ég hef viljað þá burt í svona 2 ár núna og það breytist lítið. Það er annaðhvort það eða að sætta okkur við að raunverulegir keppinautar okkar eru Stoke og Crystal Palace, sem við getum barist um að kaupa leikmenn við.

  12. Eg hef mestar ahyggjur af soknartengiliðunum okkar sem eru bestu menn liðsins. Coutinho virðist eitthvað þunglyndur, sest a honum langar leiðir að hann er ekki anægður með gang mala og er ekki að spila vel.

    Ibe finnst mer ennþa of hrar og eg skil ekki hvernig var hægt að nota hann og losa sig við Markovic nema Marko hafi lyktað eitthvað illa.

    Firmino er engan veginn kominn i gang og tekur sennilega einhvern tima fyrir hann að raða við rokið og frosna velli…geri rað fyrir honum sterkum með vorinu.

    Lallana er siðan huggulegri tviburabroðir Yossi Benayon. Voða mikið sprell en frekar litil utkoma.

    Allir þessir leikmenn sem eiga heita soknarmenn eru bunir að skora hvað 3-4 mörk a öllu timabilinu????? Það er buið að spila einhverja 30 leiki i öllum keppnum????

    Menn eru bara algjörlega að skita a sig i þessu liði….það vantar leiðtoga og menn sem berja þetta afram.

  13. David Marshall , Scott Dann og Victor Wanyama yrðu frábær kaup á þessum tímapunkti. Allt frábærir leikmenn, á besta aldri, þekkja Enska boltann og myndu ekki kosta okkur augun úr.

    Markvörður, Miðvörður og Varnarsinnaður Miðjumaður, uppskriftin er ekkert flóknari.

  14. Það að jurgen klopp hafi komið og samið við okkar ástkæra félag gefur mér mikla von og trú á framtíðina! Hann er heitasti þjálfarinn á markaðnum í dag og hann valdi LFC. Ótrúlegt.
    Ég er til að gefa honum 3-4 ár til þess að koma okkur í topp 4. Það er enginn annar í mínum Huga sem er hæfari í verkefnið en þetta lagast ekkert á nokkrum mánuðum.
    Ég er líka sannfærður að við munum ekki þekkja þá leikmenn sem hann kaupir.

  15. Mest sláandi parturinn við þennan pistil rataði í Liverpool Echo, Mummi var auðvitað enga stund að finna út að þetta væri versta markaskorun Liverpool eftir 20 leiki í sögunni.

    Þessi hefði svo mátt vera búinn að pósta þessu á twitter í gær áður en ég grandskoðaði Dortmund

  16. Þetta fer því miður eftir þvi hvað er í boði og fyrir hvaða pening hvort það verði hægt að laga eitthvað núna, frekar en áður. Maður batt gríðarlegar vonir við Firmino og Benteke en sjitt hvað þeir hafa ekki staðist neinar væntingar. Benteke er eitthvað svo utanviðsig og stjarfur þegar maður sér hann að það hálfa er hellingur.

    Þetta tímabil er að fara í enn eitt ruglið, við vinnum bara ekki leiki nema þá 1-0 nema í algjörum undantekningartilvikum sem er bara fáránlegt. Sérstaklega miðað við alla eyðslu í miðjumenn og sóknarmenn ….

    Það verður fróðlegt að sjá hvernig Stók tekur á okkar mönnum og hvernig næstu vikur leggjast í Klopp mikið leikjaálag og byrjunarliðið velur sig sjálft. Þeir sem eru heilir, og það er ekkert fróðlegt á bekknum til að setja inn á ….

    En YNWA ! maður trúir.

  17. Origi er maðurinn!
    Fljótur, ákafur, duglegur, graður, vinnusamur ……
    (Skil ekki tal um reynsluleysi, oslipaður demantur o.s.frv. Er annars einhver annar í Liverpool-liðinu sem hefur slegið í gegn á HM? Bara spyr)
    Og ef þetta er nú reynsluleysi – varla batnar það á bekknum.

  18. Klassapistill Einar. Alltaf gaman að fá góða greiningu á leikmannakaupum.

    Það sem svíður mest er að ég hef á tilfinningunni að LFC geri ávallt alltaf aftur sömu mistök.

    -Kaupi alltof marga leikmenn sem rugla balancinn. Lið eins og lfc á ekki að óttast það að hafa ekki tvo heimsklassaleikmenn í allar stöður, meira áhyggjuefni er að það sé að amk 1 klassaleikmaður fyrir hverja stöðu. Síðan er hægt að huga að breidd.
    -Kaupi leikmenn sem eru í eðli sínu góðir en henta leikstíl liðsins illa. Nærtækasta dæmið er að sjálfsögðu Benteke, hann er hörkuleikmaður en ég efast um að lfc muni nokkurn tímann sjá það besta frá honum.

    Ég hef verið þeirra skoðunar lengi að við þurfum betri varnarsinnaðan miðjumann, sú staða er veik að mínu mati og hefur verið frá því að Lucas meiddist 2012. Síðustu mánuði hef ég líka verið sammála svo mörgum öðrum að við séum of veikir með Mignolet í markinu. Einnig tek ég undir með Einari að það væri í raun bestu viðskipti okkar í jan að reka manninn sem taldi það góða hugmynd að lána út Wisdom og Markovich (kannski þegar búið að því). Ég væri ofboðslega til í það að kaupa einhvern flottann framherja sem væri afar hreifanlegur og snöggur en ég væri líka til í að gefa Origi sinn skammt af leikjum og þetta tvennt fer illa saman. Ætli það sé ekki betra að bíða með kaup á sóknarmanni meðan við sjáum hvernig Origi þróast og hvernig Ings kemur frá meiðslunum í vor.

    YNWA
    al

West Ham 2-0 Liverpool

Að vera maður…eða mús?