West Ham 2-0 Liverpool

Þá var maður sleginn niður á jörðina aftur eftir að hafa leyft sér að vona að Liverpool gæti kannski verið að hrökkva í gang og blanda sér í baráttuna við toppinn – svo var víst ekki og eins og vanalega þá tekur liðið skref áfram og svo strax eitt eða tvö til baka. Þetta er alveg ógeðslega pirrandi og þessum leik má lýsa með nákvæmlega sömu lýsingu – ógeðslega pirrandi!

Klopp stillti liðinu upp svona:

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Lucas – Can – Coutinho

Ibe – Benteke – Firmino

Bekkur: Bogdan, Touré, Randall, Brannagan, Lallana, Allen, Smith.

Þetta er líklega nálægt því að vera sterkasta byrjunarliðið sem hann getur valið úr með þessa leikmenn í höndunum og kannski ekki mikið hægt að setja út á þetta þannig séð. Henderson meiddist í síðasta leik, Sturridge ekki klár, Allen kominn til baka eftir meiðsli og nær enginn framherji/sóknarmaður á bekknum.

Leikurinn byrjaði nokkuð vel hjá okkar mönnum og átti Jordon Ibe fínt skot sem fór rétt framhjá stönginni strax á 3.mínútu leiksins. Á 10.mínútu fór Liverpool í sókn og var brotið á Moreno við teig West Ham en engin aukaspyrna dæmd og þeir bruna upp völlinn á meðan Moreno liggur meiddur eftir og að sjálfsögðu skoraði sá sem tæklaði Moreno markið eftir að hafa brunað upp allan völlinn. Að sjálfsögðu! Engu að síður gott mark frá West Ham, frábær fyrirgjöf frá hægri mætti kolli Michail Antonio sem kom á fleygiferð og stangaði boltann af krafti rétt fyrir framan mark Liverpool og Mignolet kom engum vörnum við.

Liverpool hélt áfram að vera meira með boltann en sköpuðu nær ekkert. West Ham áttu beinskeyttar skyndisóknir og hættulegar fyrirgjafir og voru töluvert líklegri til að bæta við en Liverpool að jafna. Lanzini leikmaður West Ham átti skot sem söng í stönginni og ég man ekki hver en einhver þeirra átti skot sem fór rétt framhjá markinu. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks að flott skot Emre Can endaði í þverslánni að Liverpool sýndi eitthvað í nánd við það að skora í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var með alveg sama sniði. Liverpool meira með boltann en leikmenn áttu bara engin svör við góðum varnarleik West Ham – West Ham var líkt og í fyrri hálfleik líklegra liðið til að skora og áttu hættulegri færi. Það var svo að sjálfsögðu Andy Carroll sem skoraði seinna mark West Ham og gerði út um leikinn. Önnur frábær fyrirgjöf frá kanti West Ham rataði á velfléttaðan koll Carroll sem skallaði af miklum krafti í markið. Frábært mark hjá Carroll, sem ég er og hef alltaf verið mjög hrifinn af, og var þetta alveg trademark mark frá Carroll. Benteke gæti horft á bæði mörk West Ham í dag og séð kennslubókardæmi um það hvernig á að mæta fyrirgjöfum – sem og kantmenn Liverpool að horfa á það hvernig á að koma boltanum fyrir markið.

Joe Allen og Lucas voru nálægt því að minnka muninn en annar skalli þeirra fór rétt framhjá markinu og hinum var bjargað á línu. Pirrandi. Alveg ógeðslega pirrandi. Carroll og Kouyate voru nálægt því að skora þriðja mark West Ham en Mignolet varði frábærlega í tvígang. Leikmenn vildu í þrígang fá hendi eftir að leikmenn West Ham virtust verja skot með höndum sínum en líklega í tvígang gætu leikmenn hafa haft rétt fyrir sér en erfitt að dæma á það.

Góðir sigrar á Leicester og Sunderland eru því nokkurn veginn núllaðir út með ógeðslega pirrandi tapi í dag, liðið hefði svo aldeilis getað gefið tóninn og komið sér af alvöru í baráttuna um efstu sætin en mistókst á þeirri þolraun að vinna West Ham og eru því aftur komnir skrefi á eftir því það er afar ólíklegt að öll þessara liða fyrir ofan tapi stigum í þessari umferð.

Leikur liðsins var hrikalega pirrandi. Leikmenn voru ekki að vinna nógu marga seinni bolta, sendingarnar voru alltaf of lausar eða of fastar, hlaupin voru léleg og marktilrauninar voru fáar og lélegar. Mér finnst kannski ekki sanngjarnt að skella skuldinni á varnarmennina þó að þeir hafi fengið á sig tvö mörk – kannski hefði einhver átt að gera betur í að blokka fyrirgjöf eða dekka betur en ég held að þetta hafi meira að gera með góðar sóknir West Ham en lélegan varnarleik Liverpool. Mignolet varði fínt í dag og kannski ekki margt við hann að sakast.

Miðjan var allt í lagi og hélt alveg í leiknum, eina var að þeir voru kannski svolítið undirmannaðir og stóðu Lucas og sérstaklega Emre Can sig bara sæmilega. Can að mínu mati besti leikmaður liðsins í dag. Ibe átti góða tilraun í upphafi en hvarf eftir það og tíurnar í liði Liverpool – Lallana, Coutinho og Firmino – eru bara fyrir hvor öðrum og það kemur afar lítið út úr þeim. Benteke var einn og einangraður frammi og hefði átt að gera töluvert betur í nokkrum aðstæðum í dag.

Þetta var ógeðslega pirrandi. Var ég búinn að segja það? Ég segi það þá bara aftur. Pirrandi. Pirrandi. Pirrandi. F***ing pirrandi!

Það munar vissulega um að það hafi ekki verið neinn Milner, Henderson, Sturridge, Origi eða Ings í dag en engu að síður þá þarf alveg nauðsynlega að styrkja þennan hóp. Þó það væri ekki nema bara fá einn kantmann eða öðruvísi leikmann á miðjuna til að geta gefið liðinu smá fjölbreyttni og nýjar leiðir til að nálgast leiki. Félagsskiptaglugginn er nú opinn og slúðurpressurnar að fara á fullt, Klopp hefur gefið í skyn að hann muni ekki kaupa just for the sake of it og er það flott en það þarf enginn að segja mér að hann sé ekki að skoða í kringum sig. Svipur hans í dag gaf til kynna mikil vonbrigði og það bara hlýtur að vera að hann muni leitast eftir einhverri styrkingu í glugganum. Einn til tveir leikmenn gætu gert gæfumuninn fyrir þetta lið.

Jæja, gleðilegt árið. Þetta er vonandi bara smá hökkt í byrjun árs og vonandi ekki það sem koma skal. Næsti leikur er á þriðjudaginn gegn mjög spræku liði Stoke í fyrri leik undanúrslita deildarbikarsins á Brittania. Það verður erfiður leikur en liðið ætti þó allavega að fá smá undirbúningstíma fyrir þann leik og vonandi girða sig í brók – Henderson, Milner og Sturridge verða þá vonandi klárir aftur.

51 Comments

 1. eina liðið sem er ekki með hreint lak á árinu og tómt hús stiga, KloppOut!!!

 2. Guð minn góður hvað þetta var mikil skita, hvað í andskotanum var ég að horfa á ??????

 3. Er ekki hægt að skipta út hausnum á síðunni? Agalegt að hafa Big Ben Balotelli þarna eins og hann sé einhver stjarna í þessu liði okkar.

  Annars var þetta bara enn ein skitan hjá slöppum leikmönnum liðsins.

  Klopp verður að hefja hreinsunarstarfið núna strax á stundinni og FSG bara verða að bakka hann upp!

 4. Sælir félagar

  Snautlegri ferð til London er lokið og niðurstaðan eins og búast má við þegar eini framherji liðsins er eins og jarðfastur steinveggur. Ég held að Benteke hafi ekki unnið eitt einasta skallaeinvígi í leiknum. Collins var betri á öllum sviðum fótboltans, las leikinn betur og vann öll einvígi við Benteke. Mín vegna má selja þennan framherja okkar seinni partinn í dag án þess að ég amk. sjái eftir honum.

  Mér fannst skiptingar Klopp orka tvímælis að halda Benteke inná. Frekar hefði átt að taka hann útaf og færa Firmino fremstan og setja Lallana í hans stöðu. Enn eins og ensku þulirnir sögðu þá vildu West Ham þetta meira, lögðu sig meira fram og börðust um hvern einasta bolta eins og fyrir lífi sínu. Það réði úrslitum í dag ásamt því að við spiluðum án framherja.

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Þvílíkur aumingjaskapur,, ekki boðleg frammistaða, firmino og benteke meiga fara fyrir mér… endum í 10 sæti…… bless………….

 6. Sigurleikur = 60 ummæli Tapleikur = 100 + ummæli, Held að ég sleppi því að lesa rugluð frá nöldurseggjonum og nöldurhænunum. Þetta var bara einn af þessum leikjum sem er bjargað á línu skot í tréverk dómaramistök í fyrsta markinu þeirra sem skemmdi leikinn síðasta sending alltaf prump 23 tilraunir 2 á mark. Hef lítið annað að segja en þetta var massíf óheppni og lélegt byrjunarlið jafntefli hefði verið sanngjarnt..

 7. West Ham vann síðast báða deildarleikina gegn Liverpool árið 1964 og núna bursta þeir okkur 5-0 samanlagt!

  Lélegt og ég er sammála Carragher að LFC endar ekki í topp 4 og vinnur ekki Evrópudeildina í ár því miður.

  YNWA!

 8. Hreinn viðbjóður að horfa á liðið okkar. Með þessa andskotans ræfla sem eru alltaf meiddir þá voru gæði Liverpool í dag nánast engin. Þessar svokölluðu stjörnur eins og Coutinho og Firminho hverfa heilu leikina og ekkert hægt að treysta á þá. Allen & Lucas kæmust ekki á bekkinn hjá West Ham og þá eru ótaldir leikmenn eins og Lallana og Benteke sem eru oftar en ekki vandræðalega slakir. Ju ju Benteke gert 6 mörk en hann hefur þetta ekki, ekki sem aðal-striker.

  Nú þarf Klopp að fá aur og byrja að hreins út. Það er fullreynt með svo marga þarna að það hálfa væri nóg. Liðið er ALDREI að fara að enda í topp4 þrátt fyrir að lið eins og United og Chelsea séu sögulega léleg.

  Einu leikmenn sem ég sé orðaða við Liverpool eru 19 ára serbi (sem er víst kominn og lánaðaur aftur) og einhver Svíi sem spilar í næst efstu deild Þýskalands. Jeremías.

  West Ham liðið er allt í lagi, ekkert meira en það. Spila fornaldarbolta og vinna auðveldlega. Við höldum bolta en sköpum sem fyrr ekki neitt. Ekki við Klopp að sakast heldur þessum ömurlega slaka leikmannahópi sem er líka svo fáránlega illa samsettur að það mun taka mörg ár að laga þetta nema Klopp hefjist handa við að hreinsa.

  Dómarinn var svo einnig arfa arfa slakur. Attum að fá amk eitt víti.

  Erum ennþá “inní” öllum keppnum – verðum að kaupa í janúar og treysta á að vinna Euroleague, þar er eini sénsinn okkar á CL sæti.

  Áfram Swansea

 9. Tek undir með Dude. Fyrir okkur alla, hendið þessari mynd hér fyrir ofan .Þessi maður á ekki að vera þess verður að vera i rauðu treyunni og alls ekki efstur á blaði á þessari góðu síðu.

 10. lið sem er með Lucas, Ibe og Benteke inn á í einu er með skítinn upp á bak. Klopp tók við skítahrúu og það mun taka tíma að moka henni út.. Ég mundi vilja sjá eitt naut við hliðina á Can, kantmann og fá inn striker. Of langur listi af meðalmennsku sem mætti drulla sér í burtu. Þurfum meiri dirty í okkar leik og hætta spila eins og vottar….annars er það eina góða í þessu að Klopparinn fær að sjá gallana strax og gæti notað sinn fyrsta glugga í að hreinsa út og fá sína menn inn……….

 11. Jæja markatalan -2 eftir 20 leiki. Ekki einn leikmaður í hópnum kæmist í topplið Arsenal, kannski 1-2 sem kæmust á bekkinn.

  West Ham fær auðveld 6 stig frá okkur, alls 5-0, í fyrsta sinn í +50 ár.

  Can kemst ágætlega frá þessum leik, ekkert meira en það. Ef Moreno hefði ekki legið í grasinu í 20min í fyrsta markinu þeirra þegar það var ekkert að honum (alveg sama þó þetta hafi verið brot), þá hefði ég hugsanlega sagt það sama um hann. Mignolet bjargar aldrei neinum stigum, bara frekari niðurlægingu. Lallana átti eina góða hornspyrnu og það framfarir hjá honum.

  Benteke og Coutinho þarf að selja í janúar.

 12. En það er bara að anda með nefinu. Klárum þetta tímabil og sjáum hvað setur. Við erum með eitt sem önnur lið hafa ekki og það er Klopp. Hef fulla trú á að hann snúi þessu öllu við en það gerist ekki á þessu tímabili.

 13. Getur einhver svarað mér því hvenær Liverpool skoraði síðast úr aukaspyrnu? Ekki Gerard.

 14. Jæja. Árið getur þá varla nema skánað úr þessu.
  En Klopp okkar þarf greinilega að versla, og það helst nú í janúar.

 15. Sæl og blessuð.

  Já, þetta lið er til einskis líklegt í deildinni. Gaman að Klopp. Hann ætlaði að keyra mannskapinn út í hverjum leik, allir að selja sig. Lallana fékk prik hjá mér fyrir að endasendast á innsoginu gegn sínum gömlu félögum í stöðunni 1-6 en nú eru menn sprungnir og meiddir og laskaðir.

  sjáum hvað gerist í öðrum mótum…

 16. Þetta var mjög slappt.

  En….
  Er þetta ekki nákvæmlega eftir kortunum sem við höfum á hendi í dag?
  Meiðsli lykilmanna, of mikið af farþegum, efnilegir leikmenn sem ná að vera góðir kannski einu sinni í mánuði. Fyrirliði liðsins leikmaður sem var á jaðri liðsins fyrir ca 6-7 árum, þegar hann var í betra standi líkamlega. Það segir ýmislegt um hvað við erum að setja á völlinn.

  Ég vona, nei treysti því, að nýr stjóri sé með hlutina á hreinu og langtímamarkmið séu að mótast. Hjá mér er þetta bara… next season takk.

 17. Þessi ósigur kom mér ekki á óvart. Stutt var síðan að LIverpool spilaði síðast leik og voru þreyttir eftir ferðlag frá Liverpoolborg. West Ham er gott lið og erfitt að sigra það.

  Klopp fór samt til Liverpool og reyndi að vinna. Maður ber alltaf meiri og meiri virðingu fyrir honum.

  Stuðlarnir á sigri West Ham var samt fyrir leikinn í kringum 4,1 og Liverpool 2,1. Liverpool á að vinna þennan leik og mun gera það næsta season þegar Klopp er búinn að setja meira mark á Liverpool en núna.

 18. Slökum aðeins á. Fyrirfram var þetta erfiður leikur á útivelli á móti fínu West Ham liði, ásamt því að liðið fékk litla hvíld frá síðasta leik.

 19. Jæja, klárlega framfarir á liðinu. Töpuðum síðast 3 – 0 á Anfield fyrr á árinu.

  Nei, svona án gríns. Tveir leikir á móti Hömrunum og markatalan 0 – 5. Þetta er bara ömurlegt.

  Best að fá útrás og reyna að skrifa sig frá þessum gríðarlegu vonbrigðum.

  Liðið algerlega steingelt fram á við. Ágætis spil á köflum en bara ekkert að gerast framávið. Fáum ekki nein mörk frá miðjumönnum og Benteke úff…. Það er morgunljóst að Klopp er virkilega að velta því fyrir sér hvort Benteke sé yfir höfuð í framtíðarplönum hans. Hann lét þvílíkt buyllia sig í þessum leik og var algerlega ömurlegur í þessum leik. Vissulega fékk hann litla hjálp frá samherjum sínum og var mjög einangraður en hann verður að gera betur.

  Erum með allt of mikið af litlum léttum miðjumönnum sem geta ekki skorað mörk! Þegar liðið verður aftur nokkurn veginn fullmannað vil ég bara sjá einn af eftirtölum í byrjunarliðinu á sama tíma: Lallana, Firmino og Coutinho. Vá hvað Lucas er búinn að taka miklum afturförum. Hann í besta falli squad-player í dag. Allen verður seldur fljótlega, nenni ekki að eyða fleiri orðum í hann.

  Erum mikið búnir að hrósa Sako og Lovren í undanförnum leikjum, en hvar voru þeir í seinna markinu? Hvernig í ósköpunum á Clyne að vinna Carrol í loftinu? Fyrra markið átti auðvitað aldrei að standa, þannig að það er lítið um það að segja. EN það átti auðvitað að koma í veg fyrir þessa sendingu af kantinum. Klopp kom sérstaklega inn á þetta í viðtali áðan.

  Við erum svo fyrirsjáanlegir í öllum sóknaraðgerðum að það er nánast fyndið. Vissulega erum við þjakaðir af meiðslum. Sérstaklega söknum við Henderson, Sturridge og Milner en það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta var alger skelfing og með því verra sem ég hef séð frá Liverpool í langan tíma.

  Sammála Aldridge á Liverpool-stöðinni að þetta markaleysi liðsins er orðið alvarlegt áhyggjuefni. Vörnin er að mínu mati ekki vandamál liðsins nr. 1 eða 2. Við þurfum auðvitað að skora mörk og létta þannig pressunni af vörninni okkar. Ef Klopp fær bara að kaupa tvo leikmenn í janúar. Þá vil ég öflugan striker og alvöru miðjumann sem getur skorað mörk!

 20. Margir miðlungsleikmenn sem verða seldir þetta er bara staðreynd.
  Klopp tók við þessum mannskap og hann mun breyta til það er líka staðreynd.
  En því miður fyrir okkur þá er þetta svona eins og er og við verðum að bíða og vona að Klopp komi inn með alvöru leikmenn sem munu breyta genginu því við sættum okkur ekki við eitthvað 5-8 sætis gauf mikið lengur.
  En ég hef samt mikla trú á Klopp og þetta muni breytast kanski ekki mikið á þessu tímabili en þegar hann fær að versla inn þá sem HANN vill ekki fyrrverandi stjórar.

 21. Ég veit ekki hvað þarf til þess að menn átti sig á því að leikmannakaup Liverpool hafa bara ekki gengið upp í mörg ár. Eini maðurinn sem ég myndi sakna í dag ef allir yrðu seldir er Emre Can. Ég skora á menn að horfa á varnarvinnu Coutinho í marki númer 1. Hann sem vinstri útherji VERÐUR að hlaupa til baka þegar Moreno liggur meiddur eftir. Hann var ekki kominn í mynd þegar hægri kantur West Ham sendir boltann fyrir og hefði Coutinho getað mörgum sinnum komið í veg fyrir þessa fyrirgjöf. Coutinho er ekki nógu öflugur maður fyrir Liverpool-hann gerir flotta hluti á boltanum en heilt yfir er hann dragbítur á liðið. Annað sem endurtekur sig endalaust er að andstæðingar Liverpool fá alltaf frían skalla í markteig Liverpool-það er eins og enginn skilji það að það þarf að dekka menn en ekki svæði. Ég er pínu svekktur við Klopp að vera nota menn eins og Lucas og Allen enn þá því það vita það allir að þessir menn kæmust ekki í neitt annað liðið í PL. Synd og skömm og það verður að viðurkennast að það er frekar súrt að vera stuðningsmaður Liverpool síðustu misserin. Ég er þó til í að gefa Klopp séns í 2-3 ár og sjá hvort honum tekst að skipta um leikmenn í liðinu. Þessir leikmenn fara aldrei neitt með Liverpool nema kannski í 5.-6. sæti.

 22. Ekki boðleg holling á liðinu flestir þeirra leikmanna sem voru þarna inná í dag hafa ekkert með að spila fyrir Liverpool FC það er mín skoðun, byrja hreinsunarstarfið sem fyrst takk fyrir,

 23. Það þarf ekki bara að styrkja liðið heldur hengja útsöluskiltið á svona 60% af liðinu sem lék í dag. Við erum enn að súpa seyðið af misundarlegum kaupum BR og eigum trúlega eftir að súpa talsvert af því seyði í framtíðinni.
  Ég skildi ekki og skil ekki enn þessa ofuráherslu sem lögð var á að kaupa þennan Benteke, sem hefur að vísu skorað 7 mörk á leiktíðinni en hvert mark kostar núna hátt í 500 þús. pund!! Ég veit að sumum sem hér skrifa finnst það ekkert mikið, þeir fengu sinn mann, sem BTW getur ekki rassgat. Hann er að vísu aðeins heppnari keila en Balotelli en ekkert meira og kostaði fokkings 32 milljónir punda!!!!
  Ég bara vona að Klopp taki til í þessum ruslakassa sem leikmannahópur Liverpool er orðinn. Það er ekki verjandi að liðið skuli ekki geta meira en það sýndi í dag.

 24. Tek það fram að ég er hvorki þunnur né á einhverjum sterkum lyfjum en ég mun örugglega hljóma þannig núna. Ég man ekki eftir góðum sigri strax eftir áramót. í minningunni eru alltaf vonbrigði með fyrsta leikinn á nýju ári.

  Meiðsli leikmanna: Hvað er í fokkings gangi?!? 8-10 liðsmenn meiddir stanslaust í allan vetur… Allt leikmenn sem gætu verið í byrjunarliðinu eða komið inn á!

  Einbeitingarskortur eða hvað þetta heitir þegar liðið fær ítrekað á sig mörk á fyrstu 15 mínútunum! Þetta er eitthvað sem þarf að laga og það strax!

  Brendan Rodgers var greinilega ekki vandamálið heldur hugarfar leikmanna fyrst sjálfur Klopp nær ekki að láta þessa gutta berjast fyrir lífi sínu eða starfi sínu!

  Gæði leikmanna okkar er til staðar en Guðmundur minn góður, það hefur ekkert að segja ef menn berjast ekki og hafa 100% áhuga og vilja til að ná árangri! Hvað í fjandanum eru menn eiginlega að æfa og bralla þarna? Er kannski of mikil pressa lögð á liðsmenn okkar með því að kenna þeim sögu Liverpool þar sem titlarnir komu á færibandi og klúbburinn var einn sá sigursælasti í heimi?

  Dómgæslan hefur verið hroðaleg í vetur, við höfum líka hagnast á því sbr Bournemouth leikurinn í byrjun tímabils en núna er þetta allt að hrúgast yfir okkur! Höfum fengið arfaslaka dómgæslu að undanförnu og engu líkara er eins og menn séu hreinlega hræddir við að dæma með okkur, meira að segja þegar menn eru tæklaðir upp í háls þannig að það smellur við!!

  Janúarglugginn: Ég vil fá menn inn og það helst nokkra. Ekki veitir af miðað við þennan 5km sjúkralista sem við erum með! Þá er ég ekki að tala um 18-20 ára gutta sem verða lánaðir strax við undirritun kaupsamnings eða notaðir í B-liðinu næstu 2-3 árin, heldur ALVÖRU kaup sem styrkja hópinn, allavega þann hóp sem er ekki meiddur!

  Vandamál okkar klúbbs er greinilega dýpra en ég helt. Það virðist vera þannig að menn séu bara sáttir við að skrifa undir hjá okkar fræga klúbbi og svo geta menn farið á feita launaskrá, skiptir þá engu hvort liðið nær fjórða eða því níunda. Skiptir engu hvort menn séu að spila í CL eða í EL, skiptir engu hvort menn tapi 1-0 eða 3-0! Hvar er greddan og hungrið í árangur?!??!?

  Ég trúi á það sem Klopp er að gera og vinna í, ekki misskilja mig en því miður mun það taka tíma og við erum orðin langþreytt á að bíða endalaust! Þó svo að menn séu ekki með dýrasta hópinn eða menn séu meiddir þá geta þeir sem klæðast treyjunni okkar amk barist og sýnt fram á alvöru hugarfar. Annars mega menn bara fara fyrir mér! Ég treysti á að Klopp fái hugarfarið í lag með réttum mönnum og með meiri tíma!

  Ég trúi þó svo að ég sé öskrandi reiður og pirraður á þessari spilamennsku.

  P.s. Gleðilegt fokkings nýtt ár!

 25. Ítreka. Vill einhver fróður athuga það hvenær við skoruðum síðast úr aukaspyrnu? 🙂 Fá Gylfa frá Swansea – myndi smell-passa hjá okkur

 26. Það eina sem var gott við þennan leik var viðtalið við Klöpp eftir leikinn.

 27. Það er svipað langt í toppinn og botninn á töflunni. Í síðustu 6 leikjum höfum við unnið tvo 1-0 sigra, náð jafntefli í uppbótartíma og 3 töp, öll alveg eins og leikurinn í dag. Ef við kaupum ekki matchwinner (og helst 2-3) í janúar finnst mér alls ekki ólíklegt að við verðum í botnbaráttu, allavega ekki mikið ofat en 15. sæti þegar deildin klárast.

  Manu 7 stigum frá toppnum í 5. sæti og okkar stuðningsmenn hlæja af LVG og þeirra liði, sem hefur eytt síðustu 2.5 áratugum í að vinna allt. Að kasta steinum úr glerhúsi…

 28. Gott viðtal við Klopp. Engum kennt um nema okkar eigin getuleysi.
  Smá punktar.

  -þetta er ekki dagur til að vera svekktur, þetta er dagur til að vera reiður.
  -ef það er ekki flautað, þá verðum við að verjast.(1.markið)
  -fimm á móti einum á kantinum og vinnum ekki boltanum, það er ekki pressa, það er eitthvað (2.markið)

  snpy.tv/1R6wRzP

 29. Þáttur dómarans í þessu tapi er mjög stór. Það voru þrjú atriði í dómgæslunni sem höfðu mikil áhrif á úrslit leiksins.

  Í fyrsta lagi er Liverpool í blússandi sókn þegar brotið er á Moreno við vítateig WH í aðdraganda fyrsta marks WH og auðvitað skoraði sá sem braut á honum.

  Í öðru lagi í stöðunni 1-0 fer boltinn greinilega í hendina á James Collins inn í vítateig WH, ekki dæmt víti þrátt fyrir augljósa hendi.

  Í seinni hálfleik er aftur skotið að marki WH og boltinn fer greinilega í hendina á Ogbonna inn í vítateig þeirra, en mjög slakur dómari leiksins dæmi ekki víti.

  Betri dómgæsla hefði skilað 1-3 stigum til Liverpool í dag.

 30. Selja mignolet, hann er búinn að fá á sig tvö mörk að meðaltali á þessu ári

 31. Mikið rosalega er Benteke lélegur framherji! Latur ,hugmyndasnauður og baráttulaus. Lætur boltann frekar fara út af frekar en að berjast. Gat aldrei skilið þessi kaup . Sagði strax að Benteke er ekki maðurinn sem Liverpool vantaði. Vonandi sér Klopp þetta og verslar eitt stykki alvöru framherja.

  YNWA

 32. Klopp verður bara að setja sjálfann sig inn á til að einhver skori mörk. Benteke guð minn góður hvað var Rogers að kaupa hahahahaha. Vonandi fer þessu að ljúka svo maður fari að sjá mörk!!!!!!!!!!!

 33. Satt best að segja átti ég von á betri árangri hjá Klopp með liðið en raunin er, hann er ekki enþá að ná að mótivera hópinn eins og ég átti vona á.
  Það væri gaman að bera stigasöfnun saman hjá Klopp og Brendan en þetta eru víst leikmenn sem komu í tíð Brendan og ekki sanngjarnt að bera þá saman að svo stöddu.

 34. Skaðinn sem Brendan og kaupnefndin er núna að koma vel í ljós. Öll þessi útúr kortinu kaup eru virkilega að skaða félagið. Satt skal segja þá er ekki einn leikmaður í liðinu núna nema sturridge sem getur talist heimsklassa og við vitum allir hversu vel hann er að leggja í púkinn.

  Ég er svo orðin frekar þreyttur á Coutinho sem nákvæmlega ekkert kemur úr. Allir að stressa sig á að Barca sé að koma og ná í hann??? Okey þá kannski hægt að kaupa eitthvað annað en tíur í þetta lið.

  Jesús pétur ég er að tapa mér á því að vera Liverpool aðdáandi og maður er svo veikur að horfa á þetta viku inn og viku út. Þetta endar á geðdeild

 35. Er ekki komið nóg af þessu Lucas rugli? Og hann er fyrirliði, hvað er það? Ætti ekki að byrja inná hvað þá að bera bandið. Á ekki að vera í hóp.

  Er sammála að Benteke er ekki að gera mikið en það er líka ekkert service. Það vantar leiðtoga, sem ég held að Can geti orðið með tímanum. Hann var skástur í dag. Þetta verður rússibanaseason til loka.

  En maður er nú kannski ekki bjartsýnn á þá leikmenn sem er verið að orða við liðið. Sænskur leikmaður úr 2 deild í Þýskalandi, Marko Grujic, kjúklingur frá Serbíu sem ég hef aldrei heyrt um og e-h leikmann frá Leicester sem er ekki að spila með aðalliðinu. Við þurfum 2 leikmenn í janúar sem labba inn í byrjunarlðið. Varnarsinnaður miðjumaður og hreinræktaðan kantmann sem getur krossað boltann.

  Koma svo Klopp, kaupa í janúar.

 36. Mér fannst þessi leikur vera alveg dæmigerður fyrir Liverpool á þessu tímabili, sérstaklega á móti þessum „minni“ liðum sem spila fast og ákveðið og beita mikið fyrirgjöfum og háum sendingum. Liverpool er afar slappt í að verjast svona leikaðferð og andstæðingarnir eiga of auðvelt með að dæla boltum inn á teiginn. Á móti er svo eins og Liverpool geti ekki komið einum einasta bolta yfir fyrsta varnarmann í hornum, fyrirgjöfum og aukaspyrnum … sem er auðvitað fáránlegt.

  Framlínan er náttúrulega steingeld og ákvað ég að fylgjast sérstaklega með Benteke í dag. Hann er álíka hreyfanlegur og styttan af Jóni Sigurðssyni. Þetta hreyfingarleysi drepur alla sendingarmöguleika af miðjunni og staðdeyfir menn eins og Firmino og Coutinho sem eru mjög háðir hreyfanlegum sóknarmönnum. Þvílíkt sem maður saknar manna eins og Sturridge, Ings og jafnvel Origi þegar þeir eru meiddir.

  Lucas var arfaslakur í dag og undirstrikaði að mínu mati þörfina á ferskum og varnarsinnuðum miðjumanni sem getur skotið og ógnað eitthvað fram á við. Ibe er ágætlega sprækur en skortir enn hæfileikann til að koma boltanum hraðar í leik og skila einhverju almennilegu úr sínum sprettum.

  Ég óttast smá að Klopp hafi vanmetið gæði þessara minni liða á Englandi. Allavega þarf hann að fara að finna einhverja lausn við þessum massabolta minni liðanna og hressa upp á leik liðsins svona almennt. Það er hálfkjánalegt að valta yfir stóru liðin, eins og Manchester City, en líta út fyrir að kunna ekki að sparka í bolta á móti minni liðunum.

 37. Furðulegur dagur.
  City eru að tapa fyrir Watford og United unnu leik.

  Þessi deild í ár er bara rugl.

 38. City var að klára Watford 2-1 á þremur mínútum. Þetta er einmitt einn af stóru mununum á milli toppliðs (City) og miðlungsliðs (LFC). Það er alltaf trú á því að snúa leiknum á hvolf. Og auðvitað eru þeir með mun meiri gæði, Yaya T, Dr Bruyne, Silva, Sterling og auðvitað Aquero til þess að koma til baka. Þegar Liverpool lendir undir fær maður oft á tilfinninguna að leikurinn sé tapaður.

 39. Allen og Lucas geta ekki skorað þó enginn sé í markinu . Það sem við þurfum eru betri miðjumenn og alvöru striker alla í einu inni á vellinum . Þetta var ekki svo slæmur leikur hjá okkur í dag , úrslitin eru nkl í samræmi við gæði þessara liða. Við megum þakka fyrir 5 sætið í vetur með þessum mannskap. Oftar og oftar kemur Gylfi Sig upp í hugann þegar getuleysi okkar í hornspyrnum ,aukaspyrnum og markaskorun frá miðjunni er jafn augljós og í dag.

 40. Ég gerði nokkuð sem að ég hef ekki gert í nokkur ár, ég hætti að horfa á leikinn eftir hálftíma maður sá hreinlega að West Ham myndi frekar bæta við mörkum frekar en að við myndum koma til baka. Þeir voru grimmari og langaði þetta bara miklu meira. Brassatríóið og Lallana voru eins og léttavigtarmenn að keppa í boxi við þungavigtarmenn, Can var sá eini sem hélt haus. Það skeði bara ekkert frammi. Nú er búið að kippa okkur stuðningsmönnum og Klopp líka niður á jörðina. Klopp hélt örugglega að hann gæti gert wonders með þetta lið en staðreyndin er sú að hann verður bara að versla þrátt fyrir að að hafa sagt annað í fjölmiðlum. Þetta endar í miðjumoði ef að ekkert verður gert í janúarglugganum, framundan leikir á móti Stoke, Arsenal og utd. Og manni hlakar ekki til.

 41. Ekki einn einasti leikmaður ykkar kæmist í lið ManUtd, þá er mikið sagt.

 42. Nú er ég búinn að róa mig eftir leikinn og við sem horfðum á leikinn vorum allir sammála um eitt það var að afhverju er ekki leikskipulagið á móti svona liði sem spilar allt í gegnum vængina að beina þeirra mönnum inná miðsvæðið í staðinn fyrir að hleypa þeim niðrí hornin þar sem krossarnir komu. Mér finnst klopp algerlega fá falleinkunn fyrir þennan leik og flestir leikmenn líka svosem. Eins og nokkrir hafa komið inná hér fyrir ofan með Benteke að hreyfingar hans eru í algeru lágmarki og allar sendingar sem komu inni teiginn þá stendur hann fyrir aftan varnarmanninn hvernig í ósköpunum ætlar hann að ná þeim boltum þetta er eitthvað sem mar lærði í fucking 6 flokki að hreyfa sig án bolta og skapa usla. Og svo er ég svakalega þreyttur að sjá eftir leiki að liverpool sé með yfir 20 skot á mark og það eru 2-5 skot sem hitta rammann hvað er það ?

 43. Varnarleikurinn í fyrra markinu var í einu orði sagt barnalegur, sérstaklega var ég ósáttur við Lucas sem bar fyrirliðabandið og á þar af leiðandi að vera maðurinn sem hendir sér í tæklingar og sýnir að hann sé tilbúin að deyja fyrir klúbbinn. En neinei, hann bara horfði á þessa sendingu gerast beint fyrir framan nefið á sér. Og þetta endurspeglaði allan leikinn, það var engin nema Emre Can sem var tilbúin að deyja þarna inná vellinum, hver einasti West ham leikmaður var tilbúin í það í dag og þess vegna fór þetta svona. Stundum er þetta ekki spurning um gæði heldur baráttu og við vorum grátlega langt frá henni í dag.

 44. kaupa fótboltalið í janúar.. held að það sé það sem klopp þurfi að gera.

 45. Ögn þreytandi til lengdar að lesa hér trekk í trekk hvað þessi hópur sé ömurlegur, sem hann er ekki ef liðið héldist minna meitt. Ég man ekki fyrr að hafa séð meiðsli hrjá okkur jafn illa og í vetur, aldrei sama liðið, lítill stöðugleiki, og leikmenn ná ekki að skapa liðsheild inni á vellinum. Þeir byrjunarliðsmenn sem ekki hafa meiðst hafa staðið sig nokkuð vel.

  Óheppni spilar mikið inn í stöðuna, ólíkt til dæmis hjá Chelsea þar sem stórstjörnur hafa hreinlega ekki mætt til leiks. Nokkrir leikmenn hafa vissulega valdið vonbrigðum og auðvitað þurfum við leikmenn í liðið sem standa af sér hnjaskið og geta spilað í gegnum hörkuna sem er í enska boltanum. Aðeins þannig verður til hryggsúla og ég býst við að Klopp eigi eftir að kaupa inn leikmenn sem eru ekki með stóra meiðslasögu á recordinu.

  Reynandi að vera jákvæður þá er líka sammála því að nokkrir leikir í vetur hafa verið algjör skita.

  Allt of mörg af stærstu kaupunum síðustu tíu árin hafa verið áhættukaup í meiddum leikmönnum eða leikmönnum sem áttu að bæta sig með því að koma til okkar en gerðu það svo alls ekki, héldu áfram að meiðast, misstu sjálfstraustið sem þeir höfðu í minni liðum og fuðruðu upp.

  Ég var í skýjunum daginn sem Suarez var keyptur því maður hafði séð hann spila svona stórkostlega nokkrum sinnum með Uruguay, sama með Torres. Maður trúði því varla að LFC hefði tekist að sannfæra svona frábæra leikmenn um að koma til okkar.

  Held að allt önnur stað yrði uppi á teningnum ef við fengjum 1-2 leikmenn á þessu kalíberi til liðsins og endurheimtum svo menn úr meiðslum sem eru góðir en hafa ekki náð stöðugleika í liði þar sem eini leiðtoginn stendur á hliðarlínunni og vantar sinn jafningja inni á vellinum.

 46. Ömurlegt tap, og grátleg frammistaða..

  Ég vil byrja á því að benda á það, að Lucas, Allen og Benteke m.a. eru menn sem ég vil ekki einu sinni hafa á bekknum, eeeen…

  Hverjir aðrir eru í stöðunni? Vilja menn frekar hafa óreynda unga leikmenn á móti liðum eins og West Ham? Tökum Benteke sem dæmi, á móti miðvarðarpari West Ham, fyrir leik, jafnvel ef allir hinir striker-arner hefðu verið heilir, þá hefði ég sennilega alltaf kosið hann í starting, mögulega með Ings sér við hlið… Hann hinsvegar ákvað að mæta ekki til leiks í dag, sem var ekki hægt að vita fyrir leik, en engir aðrir heilir á bekknum, og Firmino hefði verið verri á móti jafn physical miðvarðarpari og WH tefldu til leiks..

  Allen/Lucas.. Hinn kosturinn hefði verið að hafa Brannagan með Can á miðjunni.. Jaa, eða Kolo.. Þá kýs ég Lucas frekar.. Með fyrirliðabandið, þá sennilega er hann að fá það vegna þess að Klopp er ekki búinn að ákveða neitt sjálfur hvaða leiðtoga hann hefur, og Lucas sá leikmaður í hópnum sem er hvað “mesti LFC” leikmaðurinn.. Þeas buinn að vera hvað lengst..

  Hluti af mer vill láta unglingana bara spreyta sig.. En er Varaliðið/U-21 að gera einhverjar rósir? Er einhver þar sem gæti spilað í hryggjarsúlunni/kanntinum sem er spennandi og gæti talist klár í úrvalsdeildarslag? Physical slag?
  Og er ekki á láni? Ég þekki það ekki..

  Eg hinsvegar hefði áhuga á að lesa pistil þar sem farið væri yfir lánsmenn og hvernig þeim er að ganga..

  Ömurlegt tap, en svosem viðbúið þar sem við ráðum einfaldlega ekki við svona physical lið..

  Ég myndi vilja sjá einn svona stórann þykkann afríkubúa(ekki fordómar en sbr Tioté, miðjumann WH í dag, Yaya) einhvern fáranlega Powerhouse miðjumann.. Erum með Can, sem mér fannst frábær í dag, en engann annan..

  Varðandi kaupin sem menn eru að gagnrýna(Swíinn í B-Deild þýskalands og ungi serbinn), Xabi Alonso var nú ekki hátt skrifaður þegar hann kom til okkar , Mascherano komst varla á bekkinn hjá WH, Martial hjá utd vissi enginn hver var.. Það þarf ekki að versla nafn, það þarf að versla rétt nafn.. Fengi ég að velja milli leikmanns sem væri í hóp hjá City sem vill fá öruggar mínútur, eða óþekkt nafn frá Serbíu sem vill sanna sig og berjast fyrir sæti í liðinu, bring on the noname!

 47. ég hef verið að hugsa um hvort að í leikjum gegn liðum eins og West Ham, WBA o.fl. sem er vitað að munu bakka, hvort að LFC eigi að beita sjálfir sömu taktík. gætu þá jafnvel fellt þessi lið á eigin bragði?

Liðið gegn West Ham

Þarfagreining – leikmannakaup