Liðið gegn West Ham

Fyrsta byrjunarlið árið 2016 er klárt og er það ekki alveg eins og maður hefði óskað sér enda er Jordan Henderson ekki með vegna meiðsla – einnig James Milner, Jordan Rossiter, Daniel Sturridge, Divock Origi, Martin Skrtel og að sjálfsögðu þeim Ings, Flanagan og Gomez.

Liðið er samt ágætlega mannað en mesta spurningin er miðsvæðið þar sem ég hugsa að Coutinho taki stöðu Henderson. Lucas kemur inn ásamt Jordon Ibe.

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Lucas – Can – Coutinho

Ibe – Benteke – Firmino

Bekkur: Bogdan, Touré, Randall, Brannagan, Lallana, Allen, Smith.

Koma svo Liverpool, byrjum nýtt ár af krafti!

108 Comments

 1. Ferlegt að missa Hendo ut en eg er jákvæður a úrslit i dag.

  Come on you Reds!!

 2. Enn og aftur gríðarlega erfiður leikur framundan.

  Svakalegt meiðslavandamál í liðinu en þetta byrjunarlið er engu að síður nokkuð sterkt. Ef við náum sömu baráttunni og grimmdinni og í síðasta leik þá eigum við ágætis möguleika. Væri samt sáttur við 1 stig úr þessum leik og ég er ansi hræddur um að mikil þreyta sé í liðinu. Væri samt algerlega frábært að ná þremur stigum. Spái 1 – 1.

 3. Spái Firmino með markið í 1-1 jafntefli. Mikið vona ég samt við náum þremur stigum í hús. Það væri svo frábær byrjun á árinu.

 4. Þetta er of erfitt með vænginn brotinn! Ef við getum tekið 3 stig í dag þá getum við náð 4 sæti

 5. Sjaldan jafn svartsýnn. Eitthvað segir mér að þetta verði hrææðilegur dagur, þreytan, álagið, meiðslin… vona þó að dagurinn komi mér óvart.

  Jákvætt er þó að Lucas er ferskur, Ibe einnig og hefur verið að koma sterkur inn. Benteke er kominn með blóð á tennurnar og það styttist í góða leikinn hans Coutinho.

  West Ham 3-1 Liverpool mín spá. Þeir geir negla þetta í blálokinn eftir að við sækjum af krafti meiri hluta seinni. Benteke með okkar mark.

  YNWA

 6. 2-öruggur sigur og west ham grýlan verður sprengd i loft upp andskotinn hafi það ! koma svoooooo

 7. blabseal er með sjónvarpsmarkaðinn 🙁 spai að við seum að spila 442

 8. Af hverju er Can að hafa fyrir því að stoppa fyrirgjöfina ef Lucas og Coutinho horfa svo bara á næsta mann gefa fyrir? Þvílíkur barnaskapur þegar það versta sem gæti gerst er að fá fyrirgjöf á þetta lið!

 9. Var þetta ekki aukaspyrna á West Ham í aðdraganda marksins?….Allavega röð mistaka í kjölfarið, léleg pressa á þann sem fékk að krossa boltann inní óáreittur og skelfileg dekkning hjá Clyne.

  Það verður erfitt að koma til baka gegn sterku West Ham liði menn verða að fara byrja leikinn.

 10. Besti markvörður Liverpool, stöngin, bjargar þessu frá því að verða neyðarlegt.

 11. Getur einhver útskýrt fyrir mér þessa hornspyrnu hjá Couthino… -_-

 12. Lucas á ekki heima í þessu liði. Sjáið til hann mun verða rekinn útaf í þessum leik.

 13. Þetta lið getur komið með 50 fyrirgjafir í röð og allar þeirra munu ekki hitta á hausinn á Liverpool manni. Til skammar, og Benteke þarf að rífa sig í gang. Lítur út fyrir að vera alltof hægur.

 14. Hér áður fyrr höfðum við Alonso og Masch, Alonso og Gerrard, núna árið 2016 er þetta Can og Lucas

 15. Veit Benteke hvað móttaka, eða boltatækni er…skelfilegt að horfa á rúmlega 32mp stræker með svona lélegar snertingar.

 16. 24# klassa hornspyrna ef liverpool maður hefði ekki glemt hvað planið var af æfingasvæðinu og hefði hamrað þessu inn

 17. Aaarg! Benteke er svo mikil risaeðla. Alvöru framherjar koma sér alla vega í hálffæri eftir svona sendingu inn fyrir.

 18. Þessi meiðsli eru líka farinn að jaðra við einhverja bölvun. Ekki einn maður á bekknum sem ég myndi halda að sé að fara að breyta nokkrum sköpuðum hlut. West Ham eru með Payet, ekki skána hlutirnir þegar sá maður kemur inn á og hefur fundið þefinn af blóði.

 19. Hvernig má það passa að þessi Benteke hafi kostað 32m.
  Sé engan mun á honum og Balotelli.

 20. Lucas kallinn er or?in vo?a dapur leikma?ur. Enn vonandi rífa menn sig uppúr þessarri byrjun.

 21. Er Firmino inná? Strákurinn hefur ekkert að gera í “physical” fótbolta… hverfur.

 22. Lélegasta Liverpool lið í 60 ár. Það er engin góður í þessu liði. Benteke má fara í janúar. Er ekki Arsenal í næsta leik, það verður eitthvað 10-0 dæmi fyrir þá.

 23. Nei Jón. Liverpool verður gott á móti Arsenal. Liverpool mætir alltaf til leiks gegn stórliðunum en þegar kemur að því að ráða við verkefnið gegn miðlungsliðunum fer allt til andskotans.

 24. Svei mér þá ef við erum ekki að fara að vinna þennan leik ? 1-3 verður niðurstaðan þ.e reyndar spurning hvort það náist að klára leikinnn 11 á móti 11 menn hrynja niður út um allan völl en maður spyr sig??

 25. Hvernig væri ef að menn hérna færu að hafa sma trú á okkar mönnum eg geri það sjálfur að skemmtun að horfa a neikvæðu kommentin hér svo eg geti vonandi horft a okkar menn troða sokk ofan i ykkur. Munurinn a benteke og balotelli er sá að benteke skorar mörk og hann er buinn að vera vinna hart i þvi að hlaupa meira annað en balotelli sem nennir ekki að vera með a æfingum og hefur ekki mikinn metnað að bæta það sem vantar hjá honum.

 26. Þetta er svo skelfilega áhugalaust… vona innilega að Klopp geti fegnið menn sem í raun hafa áhuga á því að spila fótbolta og vinnaleiki

 27. mér finnst það rosalega áberandi hvað menn eru ótrúlega fljótir að hengja haus… það er eins og enginn í liðinu ætli sér að berjast… lélegar sendingar, lélegar staðsetningar og engin grimmd eða áræðni… frá aftasta til fremsta manns….

 28. West Ham eru bara sterkari í öllum leikatriðum í fyrri hálfleik, þeir vilja þetta frekar en leikmenn Liverpool og eru að leggja mikla vinnu á sig og þeir eru að uppskera.

 29. haha Lucas góður, ætlaðir heldur betur að takann með vinstri þarna

 30. Það er bara vandræðanlegt að horfa á Lucas í þessu liði. Hvað er hann að gera þetta framarlega. Á hann ekki að vera að verja vörnina.

 31. Djö……ins hörmung er að horfa á þetta… eru Couthino og Firmino bara dúkkulísur sem dreymir um að fara eitthvert annað?

 32. litur ekki vel ut en 1-0 er ekki algjor dauði við komum vonandi til baka i seinni halfleik og kuturinn setur tvo

 33. Geggjaður linkur ibbirabbi!

  Jæja, getur ekki versnað mikið i seinni. getum mikið MIKIÐ betur en þetta a móti þessu WH-liði.
  Koma svo!!!

 34. Getum við ekki bara gefið leikinn? Það er ekki séns að við komum til baka í þessum leik. Þessir leikmann eru bara starfi sínu ekki vaxnir.

  Ég myndi glaður skilja okkar hóp eftir í London og fara með West Ham liðið heim, þó að okkar lið kosti meira en 100m meira en þeirra.

  Við erum bara í alvöru í þeirri stöðu að við verðum að kaupa alveg nýtt lið. Það gerir Rodgers að sennilega versta stjóra í sögunni.

  Ég myndi nota allar 3 skiptingarnar í hálfleik og setja unglina inn á. Benteke, Coutinho og Lucas mega fara fyrstir. Svo er spurning um að skipta nokkrum út fyrir enga.

 35. Kip.is er uppáhaldssíðan mín en hér með er ég hættur að lesa comment.

  Áfram Liverpool í blíðu og stríðu.

 36. Það er ömurlegt að vera marki undir en mér finnst samt liverpool vera að koma sér í stöður til þess að gera eitthvað en það hefur maður ekki alltaf geta sagt um leik liðsins. Liðið er að finna pláss fyrir framan varnarlínu West Ham og er greinilegt að Coutinho er galopinn þarna á vinstri vængnum þegar við látum boltan ganga hratt en það er mikil færsla á vörn West Ham(s.s þeir eru mjög þéttir þar sem boltinn er en snöggar sendingar út á hinn kanntinn gefa mikið pláss).

  Mér finnst leiðinlegt að horfa á Benteke spila, ef hann fær ekki nákvæm sendingu beint á sig þá er hann ekki að fara að ráðast á boltan og er bara í benndingum og pirring. Svo sér maður Andy hjá West Ham elta alla bolta og fara uppí alla háloftabolta til þess að trufla varnalínu Liverpool.

  Það er nóg eftir og þarf bara að spíta aðeins í lófana og þá er þetta hægt.

  P.s Lovren lýtur en og aftur mjög vel út.

 37. Howard Webb kom inn hjá BT Sport og sagði að um klárt brot hefði verið að ræða á Moreno í aðdraganda marksins. Liverpool væru einfaldlega “unlucky”. WH samt graðari í öllum sínum aðgerðum

 38. Já firmino er a? reyna en lítid a? ganga en hef mestar ahyggjur af couto hvar er madurin? þetta er drengur sem menn treysta á ad komi med eitthvad extra hann kemur med ekkert.

  midjan er ekki ad koma med neitt til ad opna a menn fyrir framan ta segi aftur midja sem innirheldur can og lucas er alika sterk og noble og nolan eda jafnvel lelegri eru engar bjollur ad hringja hja stjornendum?

  eg veit ekki hvort benteke er einn frammi eda hvort firmino er med honum breytir engu teir fa enga hjalp og eru ekki ad reyna neitt til tess ad gera ta eitthvad sjalfir a adalega um benteke.

  lfc er bunir ad eiga 20 fyrirgjafir og aldrei haetts og bunir ad fa a sig 2-3 og eitt mark hvernig stendur a tessu?

  otrulega pirradur

 39. ég er ekki sammála mörgum hér að við séum að spila eitthvað rosalega illa, sérstaklega höfum við komið betur inn í leikinn síðustu 15 mín fyrri hálfleiks.

  Sorglegt að fá á sig þetta mark sem auðvitað aldrei átti að standa út af brotinu á Moreno. Breytir samt ekki þeirri staðreynd að þessi krossari átti aldrei að fá að koma frá kantinum. Dapur varnarleikur (sennilega Coutinho?).

  Það er bara svo sorlegt hvað við eru bitlausir fram á við. Fínt spil á miðjunni þess á milli og menn með ágætis tök á miðjunni, en sóknarleikuirinn er rosalega dapur.

  Þetta West Ham lið er ekkert frábært en við verðum að fara að skapa okkur meiri færi. Er ekki nóg að vera með 60 – 70% possession ef við getum ekki hunskast til að skapa okkur færi.

 40. Coutinho skýtur og skýtur og skýtur. Hann þarf að horfa upp og senda á menn, hann er alltaf að reyna að koma með eitthvað galdramark þegar það eru oft menn lausir fyrir framan hann.

 41. Jesús…..Benteke trúi ekki að við höfum farið úr torres og suarez í þetta.

 42. Niðurlægingin fullkomnuð í dag. Carroll að skora á okkur með skalla.

 43. Ég bara get ekki þessa leikmenn í þessu ástkæra liði okkar. Staðan í deild gefur einfaldlega fullkomna mynd af getu liðsins – sem er í sorpflokki.

 44. Jahérna hér. Er þetta það besta í boði í dag?
  Hægur, klaufalegur og mjög fyrirsjáanlegur leikur. Klassísk mistök reglulega í vörninni.
  Dómarinn er nú alveg sér kafli en það gerist, líka okkur í hag.
  Annars gleðilegt ár

 45. Getur einhver sagt mér hvr Sahko og Lovren voru þegar Carrol skoraði? Hvernig á Clyne að ráða við Carrol? Anyone?

 46. Vantar eitthvað verulegt í þetta lið, til að mynda mun öflugri miðjumenn. Þá þarf að skipta Coutinho út, það eina sem hann gerir er að leita að skoti fyrir sig og búið. Frábær á góðum degi en þeir eru bara of fáir. Benteke hentar liðinu svo alls ekki sem striker.

 47. Aftur fær leikmaður á hægri kanti að senda óáreittur fyrir markið og Clyne tapar aftur skallaeinvígi.

 48. Finnst eins og ég hafi séð þennan leik áður..Hann endaði 3-0 minnir mig..

 49. 72# Tapar Clyne skallaeinaeinvígi???

  Hvernig á hann að vinna skallaeinvígi gegn Carrol?? Vandamálið liggur dýpra þarna. Bæði Lovren og Sakho voru langt frá Carrol.

 50. Maður sér það bara á fasi leikmanna að þeir hafa ekki trú.

  Skot á 30 metra færi er það eina sem í boði er og engin hætta þar á ferðum.

  Vantar winners í þetta lið, baráttujaxla sem öskra og rífa menn áfram.

  Svo mikið andleysi sem svo smitast í gegnum sjónvarpsskjáinn.

 51. Ég myndi borga með Benteke og Lucas í janúar. Mér er alveg sama þó að Benteke hafi skorað í tvem síðustu leikjum, hann er meira en gagnslaus og eyðileggur allt flæði í spilinu.

 52. Hland fyrir hjartað í hvert skipti sem West Ham fer í sókn og zzzzzzzzzzzzzzzzzz þegar Liverpool fer í sókn hinum megin. Segir allt sem segja þarf um þennan leik.

 53. Vonandi ver?ur Liverpool me? janúar útsölu,nú er þetta or?i? gott 🙁

 54. Er virkilega enginn 18 ara stræker i varaliði eða eitthvað sem hægt er að setja inna þegar staðan 0-2

 55. Já, sammála, Benteke hreyfanlegur, ógnandi og alltaf líklegur til að skora. Virkilega öflugur.

 56. Liverpool mjög góðir í öllu nema verjast og sækja!

  Ósjálfrátt leitar hugurinn til allra þeirra framherja sem keyptir hafa verið frá því að Carroll var seldur á slikk. Í dag er Benteke óvenju þungur og enginn framherji á bekknum.

 57. Langtum betri hornspyrnur nuna þegar Lallana er að taka þær. Coutinho, Lallana og Firmino verða að fara koma með einhver mörk fyrir okkur. Þeir skora ekki neitt …EKKI NEITT

 58. Lucas á alltaf að vera inni á sínum vallarhelmingi og á ekki koma nálægt vítateig andstæðingana!

 59. Ég meina þið vilduð fá klopp inn og rodgers út og núna vælið þið.Þetta er nú meira rusl liðið og með steingelda sókn ég meina við hverju búist þið við þegar við kaupum striker frá aston villa hahahaha þetta er nú meira grínið 🙂

 60. #88 come on. Þetta er liðið hans BR. Klopp hefur ekki keypt einn einasta leikmann. Það er erfitt að búa til kjúklingasalat úr kjúlingaskít.

 61. Man Utd keypti einu sinni striker frá Aston Villa og hann og Andy Cole mynduðu eitt besta sóknarpar sem úrvaldsdeildin hefur séð.

 62. #88

  Sýnir vel hversu vel Rodgers var að standa sig á leikmannamarkaðnum, einn versti hópur sem einhverj þjálfari Liverpool hefur tekið við sem Klopp er með í höndunum núna.

 63. Gefum þessu breik, flestir þarna voru að spila fyrir rétt rúmum tveimur dögum.
  Augljóslega mikil þreyta í liðinu.

 64. Ekki nógu gott í dag en það eru mörk sem breytta leikjum. Liverpool hefur ekki fengið færri færi en WH í dag en inn hefur boltinn ekki farið.

  Benteke og Lucas hafa verið skelfilegir í dag og Coutinho.

  Þá er það bara næsti leikur

 65. Og sem hélt að myndum sigra þennan leik þegar Joe Allen kom inná.

 66. Af hverju gerir Liverpool fotboltaleiki svona flokna bara sendu boltann fram og haettum thessum helvitis krusidullum

 67. #95. West ham hefur greinilega fengið fleiri alvöru færi þar sem að þeir hafa átt 8 skot á rammann en lfc aðeins 3.

 68. Þetta eru ekki flókin fræði…þetta lið er á þeim stað í deildinni sem það Á SKILIÐ að vera…Gæðin ERU ekki meira en þetta eins og staðan er í dag…

 69. erum vid ekki bara samala ad lidid er ekki nogu gott?
  og teir sem eiga leida lidid eru ad bregdast?

  vill hrosa brad smith kemur sterkur inn eins lallana afhverju spilar hann ekki betur tegar hann byrjar?

  er ekki bara spurning ad haetta gera krofur lidid veldur alltaf vonbrigdum a endanun.

  gefum klopp tima faer 2 glugga fyrir naesta timabil og vonandi fyrir hann ad teir verdi godir tad er morgun ljost ad hann getur ekki treyst morgum af tessum monnum til ad byggja a . alltof margir sem hverfa of mikid a milli leikja tvi midur

 70. James Collins maður leiksins samkvæmt þulunum sem eru lýsa leiknum. Varnarmaður sem ég finnst vera frábær og i raun sama gæðaflokki og Hyppia.
  Algjörr bummer að hann var ekki ekki keyptur til Liverppool fyrir löngu síðan(arftaka Hyppia) því hann er betri enn Skrtel, Agger, Sakto og Lovren. Leiðtogi i miðju varnarinnar sem Liverpool hefur skort eftir Hyppia fór árið 2009.

 71. Mikið hlýtur Klopp að vera að klóra sér í hausnum núna og hugsa hvað er ég búinn að koma mér út í. Allir leikmenn Liverpool ættu að skammast sín og hafa vit á því að þyggja ekki laun fyrir vinnunna sína. Samansafn af RUSLI þetta lið.

 72. Sanngjarn sigur West Ham. Hefði hugsanlega spilast öðru vísi ef dómarinn hefði flautað í aðdraganda fyrra marksins.

  Enginn vafi um mann leiksins hjá Liverpool: Simon Mignolet.

  Það jákvæða er að nú ætti að vera auðveldara fyrir Klopp að fé til leikmannakaupa. Efst á mínum óskalista er sterkur miðjumaður með getu til til að skjóta á mark. Allt of lítil ógn utan af velli hjá þessu liði.

Þá er að heimsækja Hamrana

West Ham 2-0 Liverpool