Sunderland á morgun

Nú eru sko jólin, nóg af bolta og leikjum skipt á milli daga þannig að það er varla að það finnist fótboltalaus dagur. Já, það er bara staðreynd að áhuginn er margfalt meiri þegar góðir hlutir eru að eiga sér stað. Hérna rétt fyrir jólin, þá hafði ég ekki minnsta áhuga á að horfa á bolta. En Gulli Gullfiskur, hann gleymir fljótt og settist og horfði á leik strax á annann í jólum og viti menn, flottur sigur og það á þessum erfiða heimaveli. Það gerði það að verkum að maður gat bara ekki fengið nóg af fótbolta á næstunni. Nú er komið að næsta leik hjá okkar mönnum og nú eru það botnbaráttustrákarnir hans Samma Sopa. Já, hann Sam Allardyce er kominn enn og aftur til leiks, ég veit ekki hverjum það er að kenna beint en viðkomandi má hoppa beint upp í Pulis-inn á sér og skella á eftir. Óþol mitt fyrir þessum gæja er algjört. Skrítið að láta gaur í fjarlægu landi fara svona í taugarnar á sér, en svona er þetta nú bara samt. Sorry.

Þetta Sunderland lið er alveg stór skrítið. Það hefur ávallt verið talsverður metnaður þarna fyrir hendi, fjármunum hefur verið hent í leikmenn í gegnum tíðina og á blaði hafa þeir oft verið bara sæmilega vel skipaðir. En það er bara ekki alltaf nóg og er þetta félag alveg glöggt dæmi um það. Innan þeirra raða eru leikmenn eins og Steven Fletcher, Jermain Defoe, Danny Graham, Fabio Borini, Adam Johnson, Yann M‘Vila, Jack Rodwell, Sebastian Larsson, Ola Toivonen, Jeremain Lens, Jordi Gomez, Lee Cattermole, Sebastian Coates, John O‘Shea, Wes Brown, Billy Jones, Younes Kaboul, Vito Mannone og Costel Pantilimon svo einhverjir séu nefndir. Kannski ekki í hæsta flokki heimsmælikvarðans, en klárlega fullt af nokkuð þekktum nöfnum úr fótboltaheiminum og slatti af fótboltagæðum. En enn og aftur sannast það að skipulag og utanumhald skiptir máli í boltanum, þetta er jú fyrst og síðast liðs íþrótt og það ættum við Poolarar að vita manna best. Ef pappírarnir einir og sér myndu vinna leiki, þá þyrftu þeir ekkert að fara fram og þessi leikur væri klárlega 1-3 sigur okkar manna. En nei, hann Sammi vinur minn, hann myndi sko ekki kvitta undir það. Við erum mörgum marblettum frá því að fá þessi 3 stig sem í boði eru á Stadium of Light.

Sunderland voru komnir í ágætis gír eftir að Allardyce tók við þeim, allavega hvað úrslit áhrærir. Þeir sigruðu Crystal Palace á útivelli og skelltu svo Stoke heima í kjölfarið. Þá duttu þeir hins vegar inn í fjögurra leikja hrinu sem innihélt útileiki gegn Arsenal, Chelsea og Man.City, þeir töpuðust allir ásamt heimaleik gegn sjóðandi heitu liði Watford. En upp úr stendur hjá þeim að þeir eru búnir að spila 18 leiki í deildinni og fá á sig heil 37 mörk, eða mest allra liða í deildinni. Þeir hafa svo skorað 19 mörk sjálfir. 3 sigrar, 3 jafntefli og 12 töp setja þá í næst síðasta sætið og heilum 7 stigum frá öruggu sæti í þessari furðulegu ensku deild. Þetta er því afar mikilvægur leikur fyrir mótherja okkar. En hann er auðvitað ekkert síður mikilvægur fyrir okkar menn. Sigur í leiknum setur okkur í 6-7 sætið og þar með búnir að jafna Man.Utd að stigum og 5 stigum frá Meistaradeildarsæti. Þetta skrítna tímabil í hnotskurn. Sem sagt, það þarf að keyra all hressilega á þessa Sunderland vörn, brjóta hana strax á bak aftur og næla í þessi 3 stig sem í boði eru. Í kvöld fer fram leikur á milli tveggja liða fyrir ofan okkur og þar tapast einhver stig og því verða menn bara að nýta sér slíkt. Framundan eru svo innbyrðis heimaleikir við lið í kringum okkur og góð úrslit í þeim leikjum geta breytt stöðunni umtalsvert. Það er því ekkert flókið, ætli menn sér einhverja hluti þá VERÐA menn að mæta band sjóðandi vitlausir í leiki gegn svona liðum eins og Sunderland og hirða öll þau stig sem í boði eru. Flóknara er það nú ekki. Erfitt? Já. Flókið? Nei.

Hjá Sunderland þá eru þeir Kaboul og Larsson frá vegna meiðsla, aðrir lykilmenn ættu að vera heilir. Okkar megin þá höldum við okkur ennþá í bullandi toppbaráttu á meiðslalistanum, við gefum okkar sæti ekki svo glatt frá okkur. Líklegt er talið að Ibe verði búinn að jafna sig af veikindunum sem héldu honum frá Leicester leiknum. Milner ætti að geta byrjað að æfa fljótlega, en verður ekki klár í leikinn og svo eru þeir Rossiter og King Flanno að klára endurhæfingu sína og ættu að fara að nálgast það að geta byrjað að spila á ný. Skrtel, Ings og Gomez eru auðvitað langt frá því að spila og ekki hefur ennþá verið gefið út hversu lengi Origi verður frá. Stóra spurningin verður svo hann Daniel vinur okkar Sturridge. Hann hefur nú þegar spilað samtals um 90 mínútur í desember og það væri furðulegt að fara að fokka upp meðaltalinu sínu upp á einn leik í mánuði. En hver veit, kannski er hann búinn að hrúga í sig lýsi og vítamínum í jólafríinu. Það er allavega morgunljóst að krafta hans væri vel hægt að nýta, enda á ferðinni einn besti framherjinn í deildinni.

En hvernig stillir hann Klopp vinur minn þessu upp? Menn fengu óvenju langan tíma til að jafna sig fyrir leikinn, meira en öll önnur lið (nema Sunderland) og því ætti ekki að vera jafn mikil þörf á að hvíla mannskapinn eins og ef styttra hefði verið á milli. Ég ætla því að tippa á það að eina breytingin sem gerð verði á liðinu verði sú að út fari einn Belgi og annar komi inn í hans stað. Sem sagt, Benteke komi inn fyrir meiddan Origi.

Mignolet

Clyne – Lovren- Sakho – Moreno

Can – Henderson

Lallana – Firmino – Coutinho

Benteke

Þetta lið á að vera nægilega sterkt til að sigra þetta Sunderland lið, en þá þarf það líka að mæta til leiks líkt og það gerði gegn Leicester. Það gefur enginn neitt í þessum heimi og menn þurfa að hafa fyrir hlutunum. Við höfum nú þegar náð að tapa sannfærandi fyrir nágrönnum Sunderland, Newcastle og voru þeir nú ekki í góðum málum þegar við mættum þeim. Það sýnir bara vel hve hugarfarið getur skipt miklu máli. Vonandi bara að menn mæti brattir, brjálaðir og barasta í topp standi. Ég ætla allavega að leyfa mér að vona það og ætla bara að spá því að þetta fari bara eftir pappírnum sem ég nefndi hér í upphafi, eða 1-3. Borini kallinn setur eitt fyrir andstæðinga okkar, en þeir Benteke, Coutinho og Lovren setja okkar mörk.

24 Comments

  1. Sammála SSteinn. Held þó að við spilum 4-4-2, þó í útfærslunni 4-4-1-1.

  2. Sælir félagar

    Takk SSteinn fyrir upphitunina og í flestu er ég sammála henni. Þó geta verið einhver áhöld um uppstillingu og á ég alveg eins von á að Klopp komi okkur á óvart. En við sjáum til.

    Maður er að verða nokkuð brenndur á því að spá sigrum og stórsigrum eftir góða sigurleiki. Enn og aftur er komið að leik sem á (og verður) að vinnast. Það er ekki fyrsta, ekki í annað og ekki í þriðja skiptið sem sú staða kemur upp á tímabilinu. Oftast hefur niðurstaðan verið vonbrigði og það er ákveðin hætta á það gerist eina ferðina enn.

    Big Fat Sam mun leggja rútunni í heimateignum og það mun reynast okkar mönnum erfitt að brjóta strætóinn niður. Ef það tekst eru líkur á góðum úrslitum því ef við komumst yfir verður BFS að setja rútuna í gang og lullast af stað og það býður uppá opnanir og fleiri mörk. Mín spá er samt 0 – 1 í drulluerfiðum og leiðinlegum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Ef Ibe er leikfær vil ég frekar spila honum en Lallana. Í raun má hvaða leikmaður sem er taka sæti hans í liðinu mín vegna. Þó lítið hafi verið að koma út úr Firmino, Ibe, Coutinho og Benteke þá eru þeir ekki hamlandi öllu spili. Lallana notar sennilega 10 mínútur í hverjum leik í það eitt að snúa sér í hringi. Hann getur aldrei fengið bolta án þess að taka minnst 10 dansspor áður en hann losar sig við hann. Held að hann hafi hreinlega bara endað í vitlausu sporti, Ballett hefði sennilega verið nærra lagi. Engin kaup lýsa slæmri valdatíð Rodgers jafnvel.

  4. Þráðrán en þetta Leicester lið er stórskemmtilegt og virðist vera að pakka þessu Shittí liði saman. Vardy, Mahrez, Kante.. ofl, hver vissi hverjir þessir gaurar voru fyrir tímabilið? Frábærir leikmenn sem kostuðu ekki neitt og hlaupa algjörlega af sér rassgatið fyrir liðið.

    Besta við þetta er að Ranieri er kannski að sýna okkur að peningarnir eru kannski ekki alveg allt í sportinu, btw starting XI hjá Leicester í dag kostaði 17 m GBP, Shittí 309 m GBP!!!

    Ef við tökum ekki titilinn í ár þá er ég farinn all hressilega að halda með Leicester út tímabilið.

  5. Tony #4 þú ert semsagt þessi týpíska liðamella . Vardy var líka magnaður í fyrra . Berðu saman peningana hjá bayern vs sunderland og segðu svo að peningar skipta ekki máli.

  6. #5 Vardy var reyndar ekkert spes i fyrra. Hann var ekki einu sinni markahæstur þótt hann hafi verið frabær gegn Man Utd.
    Að leiknum sjálfum, það er mjög liverpool legt að mæta með hangandi hendi og tapa leiknum. Spái 1-1 jafntefli en er mjög hræddur við þennan lekk

  7. Ég vill sjá benteke áfram á bekknum. Hann er bara langt frá því að eiga heima í byrjunarliðinu. Þetta verður barátta og við þurfum bara að vera til í hana, annars fáum við ekkert út úr þessum leik.

  8. Er ekki löngu kominn tími á að henda í eitt gott Manchester United-podcast hér á síðunni?

  9. Af hverju í ósköpunum ætti að vera komin tími á MU podcast á þessari síðu???

  10. Þetta er einmitt sú týpa af leik sem við töpum. Strögglandi andstæðingur sem ætti að vera gefins 3 stig á pappír. Hef vonda tilfinningu fyrir þessum leik!

  11. Ég ætla að hafa slæma tilfinningu fyrir leiknum.
    Það virðist duga betur en bjartsýnin. Skítaveður, fljúgandi sundboltar og drulluþungur völlur. Big Sam stingandi jólasteikinni úr tönnunum með vindverki eftir hátíðaölið.
    Skipar mönnum að vera physical umfram allt og taka nokkrar hressilegar tæklingar strax í byrjun.
    Vonandi mæta ekki dúkkulísurnar til leiks heldur krafturinn, hraðinn og áræðnin.
    Dig in, dugar ekkert minna.
    Klopp mun lemja á þeim að mæta strax til leiks enda annars fjandinn laus.
    En best að halda slæmu tilfinningunni fram að leik.
    YNWA

  12. 0-3 coutinho með þrennu og benteke mun leggja upp 2 með að taka við boltanum og leggja hann út á coutinho.. Bæði PC og CB munu reynast vel við rútunni hjà BFS og co…

  13. rústum þessu.. lítli kútur á eftir að skora eins og það sé enginn morgundagur.

  14. Spurðu síðuhaldara að því, Styrmir #9. Að minnsta kosti var sérstakt Man Utd. Podcast á þessari síðu fyrir nokkrum árum, eitthvað varðandi eigendamál félagsins að mig minnir. Ekki að mér hafi dottið til hugar að hlusta á það.

  15. Hvað er annars að frétta af Jerome Sinclair ? Mér skilst að hann sé með sama umboðsmann og sterling pundið,fær hann ekkert að spila hjá okkur útaf því hann vill ekki framlengja við LFC ?

    Það er verið að orða shitty við hann og það væri skelfilegt ef þeir tækju hann líka frá okkur. Hann hefur ekkert verið í hóp hjá okkur lengi.

  16. #15 Held að sá ungi herramaður sé ekki að fara spila fleiri leiki fyrir okkur, með svona rasshaus sem umboðsmann. En segir þetta ekki eitthvað líka um þessa drengi að vilja hafa hann sem umboðsmann?

  17. Ég held að ein af ástæðunum hjá gengi sunderland í dag sé sú að big sam sé ekki beint með rosalega physical leikmenn innan sinna raða …. Ég er ekki beint að sjá það fyrir mér að adam johnson, fabio borini, defoe og þannig týpur séu eitthvað að fara berja á okkar mönnum.. Auðvitað eru þeir með nokkra fanta í liðinu en ég er ekki sammála þeim sem eru með slæma tilfinningu fyrir þessum leik… Þó að þetta verðu ekki einhver samba bolti sem verði spilaður þá er það samt þannig að liverpool hefur gjörsamlega öll verkfæri í kistunni til að slátra þessum leik strax…. Eina sem menn verða gera er að sleppa öllu vanmati einsog þeir gerðu á móti newcastle

  18. Þetta verður drulluerfiður leikur, höfum það alveg á hreinu.

    Þetta mun ekki bara snúast um að komast fram hjá rútunni sem Sunderland mun parkera í teignum hjá sér, heldur einnig um að menn séu tilbúnir í slagsmál alls staðar á vellinum á móti liði sem er að berjast fyrir lífi sínu á vellinum.

    Það síðarnefnda, “slagsmálin” er eitthvað sem ég hef virkilega miklar áhyggjur af þegar kemur að okkar liði. Leikmenn eins og Lallana, Coutinho og Firmino verða seint flokkaðir sem öflugir kandidatar í slíkt. Þeir eru ekkert sérstaklea öflugir í að ná boltanum aftur strax í kjölfar þess að þeir missa hann. Enska deildin er svo rosalega “physical” og því gríðarlega mikilvægt að hafa leikmenn í sínu liði sem eru gíraðir í það.

    Klopp kveðst vera tilbúinn í slagsmálin í kvöld. Vonandi verður hann það, því þetta verða svo sannarlega slagsmál.

  19. #18 Ekki sammála þér hvað varðar Firmino. Það er eitt af því sem hefur heillað mig mest við Firmino er hvað hann er tilbúinn í öxl í öxl og er í raun frekar sterkur. Hitt atriðið er fyrsta snerting hjá honum er oftast mjög góð. Firmino á eftir að verða fínn squad player en að mínu mati má selja Lallana.

  20. Alltaf verið erfitt og leiðinlegt að spila við Sunerland. Væri frábært að fá 3 stig.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!

Liverpool 1-0 Leicester

Liðið gegn Sunderland