Topplið Leicester á Anfield

Það er komið að átjándu umferð Úrvalsdeildarinnar og í þetta sinn mætir topplið Leicester City á Anfield. Topplið segi ég og skrifa en trúi því vart enn, þeir eru með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar um jólin og eru fjórtán stigum á undan okkar mönnum.

Leicester City

Hvað er hægt að segja um mótherjana sem hefur ekki verið sagt undanfarnar vikur? Þetta lið er ótrúlegt, það sem Claudio Ranieri er að afreka með að mestu leyti mannskapinn sem kom upp úr Championship-deildinni fyrir einu og hálfu ári er fáránlegt. Jamie Vardy sló metið yfir mörk skoruð í flestum leikjum í röð en hann kom með liðinu upp um deild og var í utandeildinni fyrir nokkrum árum. Riyad Mahrez er næstmarkahæstur á eftir Vardy í deildinni og sennilega leikmaður deildarinnar það sem af er en hann kom frá Le Havre í næstefstu deild Frakklands fyrir tveimur árum og kostaði svipað mikið og Wayne Rooney er með í vikulaun. Þetta eru stjörnurnar þeirra, leikmenn sem hafa komið með liðinu upp og vaxið með hverri áskorun.

Restin af liðinu? Þarna eru leikmenn eins og sóknarmennirnir Shinji Okazaki, Leonardo Ulloa, Marc Albrighton sem ólst upp hjá Aston Villa, miðjukóngarnir Andy King, N’Golo Kanté, Danny Drinkwater og Gökhan Inler og varnarmenn á borð við Robert Huth, fyrirliðinn Wes Morgan, austurríski landsliðsfyrirliðinn Christian Fuchs og Danny Simpson.

Þetta er stórlið, sama hvað upptalningin á leikmönnum hér að ofan segir. Þeir hafa spilað þannig; í síðustu 10 deildarleikjum hefur liðið unnið átta, gert tvö jafntefli og ekki tapað. Reyndar hafa þeir bara tapað einum leik í deildinni það sem af er og eru í þriðja sæti yfir stigasöfnun í deildinni á árinu 2015, aðeins Arsenal og Man City hafa fleiri stig síðan um síðustu áramót.

Þetta er ótrúlegur viðsnúningur frá síðustu áramótum þegar Leicester kom síðast á Anfield. Þá var liðið í botnsæti deildarinnar. Síðan þá eru liðnir tólf mánuðir og þetta hefur verið eitt besta lið deildarinnar á þeim tíma.

Geta þeir haldið þessu til streitu? Það verður að koma í ljós en ein tölfræði er þeim í hag; lið sem er efst um jólin hefur aldrei endað utan fjögurra efstu sætanna síðan Meistaradeildin hófst. Þannig að ef okkar menn eru að gera sér vonir um að hirða slíkt sæti af spútnikliðinu er nánast síðasti séns í gangi á morgun. Það er fjórtán stiga munur á liðunum. Okkar menn verða að vinna!

Liverpool

Jürgen Klopp staðfesti liðsfréttir á blaðamannafundi í gær: Simon Mignolet er heill á ný, Martin Skrtel er frá en Dejan Lovren er klár, Jordan Rossiter hefur fengið enn ein meiðslin, James Milner er enn frá vegna tognunar og þótt Daniel Sturridge sé að æfa mun hann ekki spila strax.

Eins og venjulega velur vörnin sig nánast sjálf úr heilsuhraustum leikmönnum og í fjarveru James Milner er miðjan einnig nánast sjálfvalin. Stóra spurningin snýst um framherjastöðurnar þar sem Klopp hefur nokkra valkosti. Þegar við spyrjum um framherja erum við í raun líka að spyrja um taktík.

Hann gæti stillt Benteke upp einum frammi með Coutinho, Ibe, Lallana, Firmino sveimandi í kringum sig. Hann gæti valið Benteke og Origi saman í 4-4-2 með demantamiðju eða opna kantmenn á bak við sig. Hann gæti haldið Firmino-taktíkinni áfram með falska níu og mikla hreyfingu á fjórum eða fimm fremstu.

Ákvörðunin snýst ekki síður um taktík en að velja heitustu leikmennina. Gegn Leicester á heimavelli, liði sem hefur skorað flest allra í deildinni og hafa verið að spila skyndisóknir best allra liða í Englandi og víðar, væri ég til í að sjá tígulmiðju sem þéttir betur en miðjan gerði um síðustu helgi, þar sem Lucas verndar miðverðina gegn árásum þeirra Vardy, Mahrez, Okazaki og Albrighton og miðjumennirnir geta stutt framherja sem eru nógu líkamlega sterkir til að búa sér til pláss á þröngum þriðjungi Leicester.

Ég myndi vilja sjá þetta lið á morgun:

Mignolet

Clyne – Lovren – Sakho – Moreno

Lucas
Henderson – Can
Coutinho

Origi – Benteke

Þarna ertu með Benteke í teignum, mann sem hleypur ekki jafn mikið og aðrir en við þurfum meira á manni að halda sem hefur í við Morgan og Wasilewski í miðri vörn þeirra. Hann ætti að geta búið sér til pláss á nokkrum fermetrum (svona) gegn þéttri vörn. Sveimandi í kringum hann væri síðan sá framherji okkar sem virðist hafa mest sjálfstraust og hefur skorað fjögur mörk í desember (jafn mörg og restin af liðinu til samans), Origi, og fyrir aftan hann leikstjórnandinn Coutinho og drifkraftur frá sókndjörfum bakvörðum ásamt þeim Henderson og Can af miðjunni á meðan Lucas verndar miðverðina.

Af bekknum ætti Klopp svo kosti til að breyta leiknum ef hann þarf að aðlaga taktíkina; Ibe, Firmino, Lallana, Allen.

Það verður allavega áhugavert að sjá hvernig Klopp velur í sóknarlínuna. Ef hann velur Benteke ekki í liðið þegar hann er sá leikmaður sem hentar best gegn þéttum vörnum á Anfield er Klopp klárlega ekkert sérstaklega hrifinn af honum og það sama mætti segja ef hann gefur Origi ekki séns sem eini heiti leikmaður okkar í desember.

Mín spá

Ég held að þetta verði svakalegur leikur. Sjálfstraust Leicester-manna er í botni og frammistaðan á útivelli gegn Everton um síðustu helgi sýndi að þeir eru stórhættulegir á útivelli. Þeir munu skora í þessum leik og freista þess að vinna hann.

Okkar menn eru spurningarmerkið. Gengið á Anfield hefur verið afleitt það sem af er tímabili og hefur Klopp ekki enn tekist að laga það og í ofanálag eru menn vankaðir eftir þetta hryllilega tap gegn Watford um síðustu helgi. Ég bara neita að trúa öðru en að okkar menn komi út ákveðnir í að sýna hvað í þeim býr eftir það tap og útreiðina sem þeir fengu, bæði meðal þjálfara skv. sögum og í fjölmiðlum, eftir þann leik.

Ég ætla að spá klassískum deildarleik og þótt hausinn segi að Leicester séu betri á þessum tímapunkti og ættu að vinna ætla ég að skjóta á að nú verði vatnaskil á tímabili okkar manna og þeir innbyrði 4-2 sigur í stórskemmtilegum leik. Sprengjum blöðru þeirra bláklæddu og hefjum okkar eigið tímabil upp á hærra plan, koma svo!

YNWA

41 Comments

  1. Vinnum sannfærandi.
    Mér er sama í hvaða sæti lið Leicester er þetta er ennþá Leicester!
    Ekki séns að þeir séu að fara að halda út og vonandi hefst hrun þeirra á Anfield á morgun.

  2. já og því miður erum við enþá liverpool…við getum ekki farið að setja okkur á einhvern háan hest þótt við séum að fara að mæta leicester…i dag eru þeir MIKLU betri en við og erum við minna liðið á morgun

  3. Við vinnum þetta hörkuflotta lið en auðvitað verður það erfitt. Eg er buinn að vera í fýlu siðan newcastle leikurinn kláraðist og mer finnst eðlilegt að leikmenn sem eru a svona ofurlaunum þurfi að endurgreiða launin sin eftir svona frammistöður. Það væri td hægt að nota þann pening i að gefa ungum stuðningsmönnum séns a að komast a Anfield. Þessi meiðslalisti okkar er algjörlega að gera mann geðveikann. Við erum bunir að vera með 7-9 leikmenn meidda i allan vetur, allir sem geta stytkt liðið eða hópinn! Þetta verður betra strax i janúar, er alveg viss um það.

    Gleðileg fokkings jól, hallelúja!

  4. Erum ekki að fara vinna þetta Leicester lið, þegar við getum ekki unnið Newcastle eða Watford á heimavelli. Ég segi 3-1 fyrir Leicester og Klopp verður svo með milklar hreinsanir á mönnum á nýju ári.

  5. Æ ég veit ekki er ekkert of bjartsýnn miðað við hvernig síðasti leikur fór. Er ennþá í hrikalegri fýlu út af síðasta leik. Mannskapurinn þarf nú að fara spila eins og það sé úrslitaleikur hvern einasta leik. Liverpool hjartað.

    YNWA

  6. Ég ætla að vera raunsær og spái okkar mönnum öruggu tapi.
    Proove me wrong.

    YNWA

  7. Þetta er leikur sem fer mikið eftir dagsforminu. Það væri frábært að vinna Lester, en þeir eru með mjög skemmtilegt lið. Áfram Liverpool!!!!!

  8. Frábært að sjá jákvæðar spár hér en því miður eftir síðustu umferðir þá held ég að við egum ekki séns í sjóðandi lið Leicester.
    Auðvitað vonar maður það besta en er bara ekki að sjá að við tökum þetta og hvað þá sannfærandi.
    Það verða breytingar í janúar sem verður jákvætt og verður gaman að sjá þá leikmenn sem Klopp kaupir sjálfur og getur losað sig við leikmenn sem ekki henta okkur.
    Góðar stundir félagar og gleðilega hátíð.

  9. Ætla bara rett að vona að okkar menn girði sig i brók eftir skituna undanfarið. Væri til i að sja sama lið og Kristján Atli spáir.

    Koma Svoo 3 stig TAKK .

  10. Forest Gump mætir AC/DC…..annar er með kulu i rassinum en hinn er ennþa að stilla magnarann. Tippa 2-1 fyrir Bubba Shrimp.

  11. Sæl og blessuð.

    Í fljótu bragði er bara innistæða fyrir svartsýni fyrir þennan leik. Eftir hressilega byrjun hefur komið í ljós að þettaa hevímedal virkar ekki í öllum partíum og trukkar með sjálfstraust eru fljótir að drepa þetta niður hjá okkur. Við nánari athugun er heldur ekki ástæða til að fyllast bjartsýni með þennan bugaða her sem virðist eiga engin svör við asasjúkum og spólgröðum liðum.

    Ef sú verður raunin má Jörgen fara með þessa þulu á blaðamannafundinum:

    https://www.youtube.com/watch?v=Z66RpatHajQ

    Sé litið enn dýpra á málin má leyfa sér að vona að ærlegt starf hafi verið unnið á æfingasvæðinu undanfarna daga og töflufundir hafi verið unnir af kostgæfni. Kannske hafa þeir fundið leirugan hafsbotninn og reyna nú að spyrna sér af krafti upp á við fremur en að festast í leðjunni. Þá þarf mannskapurinn að sýna annað og meira en þeir hafa gert undanfarið.

    Spái straumhvörfum á morgun. Þetta verður Midway, Stalíngrad og El Alamein, upphafið að nýrri gagnskókn. Chelsea, City og Southampton revisited, léttleikandi og hnitmiðaður bolti sem skilar árangri og vísir að því sem koma skal.

  12. Þar sem að við keyptum hálft spútnik lið Southampton hér um árið, er þá ekki tilvalið að kaupa allt Leicester liðið í janúar glugganum og vinna svo deildina með þeim mannskap !

  13. Jafntefli 1-1. Couthino með mark og Leicester skora mark úr föstu leikatriði.

  14. Ég vill ekki sjá benteke nálægt hóp, enda við einum færri þegar hann er inná. Nú þurfum við bara að sýna sama leik og gegn shitty. Sprengja þessa ranieri bólu. Gleðileg jól ! 🙂

  15. ha erum við minna lið en Leicester…puuffffffff
    Stútum þeim 3-0 Yfir og út.

  16. buinn að segja það í 2 vikur að við vinnum þennan leik 4-0………..

  17. Verð á vellinum og hef aldrei verið viðstaddur tapleik og ætla mér ekki að sjá þann fyrsta á morgun. Hrun Leicester byrjar á morgun, heyrðir það fyrst hér 😉

  18. Þetta verður eini leikur vetrarins þar sem ég get unað mótherjanum að vinna okkur. Vona að Leicester taki titilinn og troði sokk upp í allt og alla. En áfram Liverpool samt og væri frábært að fara að vinna leiki aftur.

  19. Sælir félagar

    Ég hefi engin orð um þetta. Styð það sem KAR segir í einu og öllu og spána hans líka.

    Það er nú þannig

    YNWA

  20. Nkl þeir hérna sem tala með rassgatinu og segja okkur minna lið en Leicester eiga að finna sér nýtt áhugamál, Liverpool er og verður alltaf stærra en Leicester. Ju þeir eru að spila betur núna og jafnvel sterkari mannskap en Liverpool á alltaf að vinna þetta lið – hvað þá heima.

  21. Spái mikilli stemningu í Kop endanum og spennandi leik. Við þolum illa að fara í skotkeppni við LCFC og munum því leggja áherslu á að halda vörninni þéttri og vera undan að skora. Spái 2-1 fyrir okkur. #ynwa

  22. góðan dag og gleðilega hátið
    ég var að spá ég á leið um selfoss á eftir og langar að horfa á leikin hjá okkar mönum á eftir hvaða staðir eru opnir á selfossi til að horfa á Lfc okkar lið .
    hvaða stað hittast Lfc men á selfossi á ?
    kv.Áki
    ps . ég hef trú á því að kloop rífi liðið upp og við vinnum 3, 1 í dag Benteke og contino með mark og Henderson .

  23. Spái 3-3 jafntefli í einum skemmtilegasta leik vetrarins. Hver man ekki eftir leikjunum gegn newcastle þegar K. Keegan var með þá. Yfirleitt miklir markaleikir box to box spilamennska og drama á lokasek ? Væri reyndar ljúft að sjá sigur en maður spyr sig hvort við náum að stoppa mahres og Vardy ?

  24. Ef allt er eðlilegt vinnur Leicester þennan leik,liðið í feiknaformi og Liverpool að ströggla heima við. En þá kemur að hinu ÞETTA er víst fótbolti og allt getur gerst , sérstaklega hjá LIVERPOOL. Hlakka mikið til að sjá þennan leik, held að þetta verði hörkuleikúr og alveg 50/50 ,vona að það detti okkar megin í dag.

    Spái 3-2

  25. Góðan daginn

    Ég held að við fáum gleðileg jól og vinnum í dag 3-1
    Origi, Benteke og Clyne með mörkin í hörkuleik, menn verða að fara að vinna
    þessa heimaleiki.

  26. Man utd að tapa, þegar þeir tapa stigum hefur Liverpool tapað líka.
    Flottur bolti hjá Stoke sem er að skila þeim sennilega þremur stigum í dag.

  27. Hættum að gera grín eða minnast á United endalaust hérna, hefur alltaf komið þrefalt til baka til okkar

  28. Jólagjöf frá Stoke.
    Fullkomnum hana gegn Leicester á eftir. LFC verða upphafið á endanum á skriði Leicster – Vonum það að þeir spili eins og venjulegt Leicester lið í dag

  29. Eins og United leikurinn virðist ætla að fara, þá er nákvæmlega ekkert annað í spilunum annað en að Leicester vinni leikinn á eftir. Liggur við að það sé hægt að leggja pening undir á það, áhættulaust.

  30. vinnum þetta djö botnlið leicester.. rústum þeim í dag,, ég efa það ekki að united á eftir að tapa á mánudaginn á móti chelsea.. gætum hæfilega verið komnir upp fyrir þá um áramótin.

  31. Eg segi bara eins og Jói manju-félagi minn sagði fyrir nokkrum mánuðum siðan ,,ég elska að horfa a man utd” Hehehe.
    Það er eins gott að við náum sigri í dag.

    Koma svo Liverpool!!!!

  32. Er ekki sammála þér Daníel, allt getur gerst í boltanum eins og td, á móti MU sem var þá á toppnum. Ég tippa á Liverpoooooooooooool

Gleðileg jól!

Liðið gegn Leicester