Kop.is Podcast #106

Hér er þáttur númer 106 af podcasti Kop.is!

Einar Matthías stýrði þættinum og með honum að þessu sinni voru þeir Maggi og Kristján Atli.

Efni þáttarins var svo slæm útreið gegn Watford að búið er að aflýsa jólunum, vangaveltur um á hvaða leið Liverpool liðið er og hvaða leikmenn eru líklegir til að kveðja á næsta hálfa árinu eða svo.

MP3: Þáttur 106

Hér að neðan má sjá vinnuskjal sem við höfðum til hliðsjónar í umræðum um framtíð leikmanna í aðalliðshópi Liverpool.


Auðvitað ekki ætlað sem heilagur sannleikur en svona rissaði ég þetta (Einar) upp fyrir þátt og við ræddum málið út frá þessari mynd.
Vinnuskjal með Podcast þætti 106 a

Vinnuskjal með Podcast þætti 106 b

11 Comments

  1. Dirk Kuyt lengi lifi.

    Svei mér þá ef mér líður ekki bara betur eftir að hafa hlustað á ykkur. Var alveg að gefast upp eftir síðasta leik. Aldrei upplifað jafn langa leið hjá Liverpool í uppbyggingu. Finnst Klopp þurfa 2-3 ár. Rodgers var flottur en hann kunni ekki sð kaupa leikmenn.

    Að lokum, hvar finn ég spá fyrir tímabilið um vonbrigði, framfarir og þessháttar sem þið spurður lesendur um fyrir tímabilið?

  2. Að lokum, hvar finn ég spá fyrir tímabilið um vonbrigði, framfarir og þessháttar sem þið spurður lesendur um fyrir tímabilið?

    Erum að vinna í að eyða öllum ummerkjum um slíkt eins og stendur. Erum með hakkara í Úkraínu sem er að reyna komast inn á tölvuna hjá Daníel til að eyða síðustu sönnunargögnunum.

  3. Það á bara að kaupa Timo Horn í markið núna strax í janúar, þá ættum við að vera vel settir þar næstu 10 árinn.

  4. MP3 þáttur 106 skráin er ekki rétt.

    Innskot Einar: Þetta er vonandi komið í lag núna.

  5. Gott podcast…

    Væri auðvitað galið að gera þetta allt á hálfu ári en það er í raun engin sem ekki er litaður ljósgrænn sem ég vil halda. Hugsanlega mætti Markovic fá einn séns í viðbót og Sturridge sömuleiðis ef hann meiðist ekki aftur á þessu tímabili. Lallana er eini ljósgræni sem ég vil losna við og það má gerast í þessum janúarglugga mín vegna. Myndi frekar nota Kolo fyrir aftan framherja en Lallana.

    Það versta er svo að þeir sem efir sitja ættu í raun mun frekar að vera varamenn en byrjunarliðsmenn. Ég er mjög hrifin af þessu ljósgræna liði (nema Lallana) en engu að síður, ekki nógu góði byrjunarliðsmenn í liðunum sem við viljum keppa við og það einmitt ástæðan fyrir því að við getum ekki keppt við þau. Hverjir af þessum ljósgrænu myndu komast í liðið hjá Arsenal?

  6. Núna er Skrtel frá næstu 6 vikurnar sem skilur Klopp eftir með Toure og Sakho í miðverðinum og við eigum hvað, 5 leiki á næstu 13 dögum.

    Munum við sjá Emre Can vera í miðverðinum eða er eitthvað annað val.

    Núna þarf að semja við miðvörð ASAP

  7. #3 Minnir ég hafi spáð 5-7 sæti, Firmino vonbrigði tímabilsins ásamt litlum spilatíma Ings. Og Henderson væri það bjarta. Hann mundi halda áfram að vaxa sem leikmaður… Kannski full bjartsýnn með 5-7 sæti 🙂

  8. Er innilega sammála Kristjáni Atla með markmannsmálin. Það er hægt að styrkja liðið gríðarlega með að kaupa Ter Stegen og reyndan miðvörð. Í fullkomnum heimi Hummels.

Er það gamla orðin nýtíska?

Gleðileg jól!