Getraun: Vinnið eintak af Steven Gerrard!

gerrard_holarEins og lesendur síðunnar hafa tekið eftir er bókin Steven Gerrard – árin hjá Liverpool komin út. Það er Sigfús Guttormsson sem skrifar þessa glæsilegu bók og bókaútgáfan Hólar gefur út.

Nema hvað, Hólar hafa ákveðið að gefa einum heppnum lesanda Kop.is eintak af þessari glæsilegu bók í jólagjöf!

Til að vinna eintakið þurfið þið einfaldlega að svara laufléttri spurningu í ummælum við þessa færslu og setja nafn ykkar við (dulnefni er ekki nóg). Opið verður fyrir svör til miðnættis í kvöld og í fyrramálið tilkynni ég sigurvegarann sem verður dreginn úr hópi þeirra sem svöruðu spurningunni rétt.

Spurningin er: Hvaða penni Kop.is er næstur Steven Gerrard í aldri?

(Við urðum að hafa spurningu sem ekki væri auðvelt að fletta upp á netinu. Þetta hefur komið fram á Kop.is áður þannig að dyggir lesendur ættu að vita svarið nokkuð auðveldlega. Pennarnir sem koma til greina eru: Einar Matthías, Einar Örn, Eyþór, Kristján Atli, Ólafur Haukur, Magnús Þór, SSteinn.)

Svarið þessu með nafni ykkar og virku netfangi í ummælum og svo drögum við á morgun. Gangi ykkur vel!

87 Comments

  1. Held það sé reyndar frekar auðvelt að fletta þessu upp… en ég ætla að veðja á Kristján Atla (dabs@ru.is)

  2. Kristján Atli er skv kop.is fæddur sama ár og Steven Gerrard (1980) svo það hlýtur að vera hann 🙂

  3. Ég ætla að giska á að það sé :

    Kristján Atli (KAR)

    kv
    Birkir Freyr
    birkir5(hjá)hotmail.com

  4. Gleymdi netfanginu…..eða hélt það sæist þegar bendlinum væri haldið yfir nafninu 🙂

    Kristján Atli er svarið og mailið mitt er joibjalla@gmail.com

    Koma svo!

  5. Ég ætla að stöðva þetta hér þó klukkan sé bara 10 mínútur gengin í miðnættið, þar sem ég er gamall maður og nenni ekki að vaka til miðnættis.

    Ég er reyndar svo gamall að ég er heilum 14 dögum eldri en Steven Gerrard. Þessi getraun var að sjálfsögðu útsmogin leið fyrir mig til að láta ykkur kalla á mig í allan dag. Takk fyrir egóbústið öll! 🙂

    Nú, útdrátturinn fór fram með þeim vísindalega hætti að ég bað konuna mína um að nefna hvaða tölu sem er milli 1 og 80. Hún nefndi töluna 70 án þess að hafa hugmynd um hvers vegna ég bað hana um að nefna tölu.

    Það er því Arnar Logi Björnsson sem vinnur eintak af bókinni góðu! Til hamingju með það Arnar Logi. Þið hin getið nálgast eintak í helstu bókabúðum o.sv.frv.

    Arnar Logi, þú færð tölvupóst frá forlaginu á morgun geri ég ráð fyrir.

Kop.is Podcast #105

Fyrstu kaup Klopp?