Dregið í 32-liða úrslit Europa League

Uppfært (KAR): Okkar menn drógust gegn Augsburg, eins og ég bað um hér að neðan. Þannig að Klopp fer aftur til Þýskalands með rauða herinn. Gott mál.


europaNú í hádeginu verður dregið í 32-liða úrslit Europa League. Við fylgjumst með því í beinni hér á Kop.is og uppfærum um leið og drátturinn liggur fyrir.

Liðin skiptast í tvo potta, í potti 1 eru sigurvegarar riðla og 4 lið úr 3. sæti Meistaradeildar með besta árangurinn þaðan. Í potti 2 eru svo lið úr öðru sæti í riðli og 4 lið úr 3. sæti Meistaradeildarinnar með lakari árangurinn þaðan.

Pottur 1:

Molde, Liverpool, Krasnodar, Napoli, Rapid Vín, Braga, Lazio, Lokomotiv Moskva, Basel, Tottenham, Schalke, Athletic Bilbao, Porto, Olympiacos, Manchester United, Bayer Leverkusen.

Pottur 2:

Fenerbahce, Sion, Borussia Dortmund, Midtjylland, Villareal, Marseille, St Etienne, Sporting CP, Fiorentina, Anderlecht, Sparta Prag, Augsburg, Sevilla, Valencia, Galatasaray, Shakhtar Donetsk.

Hver er óskadrátturinn úr potti 2? Vilja menn fá stórleiki gegn t.d. Fenerbache, Villareal, Marseille eða Fiorentina? Eða veikari lið eins og Midtjylland eða Augsburg? Eða viljum við sjá Jürgen Klopp fara með rauða herinn heim til Dortmund?

Minn óskadráttur væri Augsburg. Klopp þekkir þýsku liðin vel, þeir eru ekki eitt af sterkari liðunum í drættinum og það ætti að henta okkur. Annars er Evrópudeildin svakalega sterk í ár, það eru ekki mörg nöfn af þessum 32 sem maður myndi kalla auðveld. Og svo eru erkifjendurnir okkar með að þessu sinni sem eykur í raun mikilvægi þess að standa sig vel eftir áramót.

Hvaða lið vilja menn fá? Látið heyra í ykkur.

26 Comments

 1. Midtjylland óskamótherji sýnist mér, ætti að vera þægilegur mótherji og ekki langt ferðalag. Verst væri að fá Shaktar, Galatasary eða eitthvað annað úr austrinu.

 2. Arsenal alltaf heppnir í þessari keppni. Ef þeir fá ekki Bayern, þá fá þeir bara Barce ; )

 3. Helst bara að fá stutt ferðalag. Anderlecht, Augsburg og Midtjylland hljóma vel.

 4. Ég væri til í einhver lið sem þýða ekki langt ferðalag, annars er þetta allt svipað. Bara bikarkeppni framundan.

 5. Skrifað í skýin að við munum fá Dortmund í þessari keppni en vona samt að það verði ekki alveg strax. Óska mótherjinn er St. Etienne, stutt ferðalega í leikjatörninni.

 6. Valencia v Rapid Vienna
  Fiorentina v Tottenham
  Borussia Dortmund v Porto
  Fenerbahce v Lokomotiv Moscow
  Anderlecht v Olympiacos

 7. Þetta var með því betra sem gat gerst, Klopp ætti að þekkja þetta lið vel og ekki er þetta langt ferðalag.
  Augsburg eru ekki að gera gott mót núna og því tilvalið að fá þá núna.

 8. Menn ættu alls ekki að vanmeta Augsburg. Þeir byrjuðu illa en hafa verið á flugi síðustu leiki. Unnið 4 af 6 og gert 2 jafntefli. Þeir unnu til dæmis Schalke í gær. Ég er ansi hræddur um að þessi dráttur muni reynast LFC erfiðari en menn gera sér grein fyrir.

 9. BjörnK (#13) – það er enginn að vanmeta þá né tala um auðveldar viðureignir. Þvert á móti talaði ég um í pistlinum að EL væri óvenju sterk í ár og engar auðveldar viðureignir.

  Það er samt staðreynd að ég hefði t.d. frekar viljað fá Augsburg heldur en hitt liðið frá Þýskalandi, eða liðið sem Tottenham fékk. Það voru mörg sterkari lið en Augsburg í pottinum.

  Þetta verður strembið en Klopp þekkir þetta lið og seinni leikurinn er á Anfield. Ég er bjartsýnn.

 10. Jæja Kristján Atli. Fyrst þú ert kominn með spádómsgáfuna, hvernig fer þessi rimma og ef við förum áfram (geri ráð fyrir að þú spáir því eða þori ekki öðru í það minnsta 🙂 ) hverja fáum við næst? :p

 11. allt annað.
  veit einhver hvað í heiminum er með jose enrique?
  er hann dauður?
  er hann kominn í fasteignabransann?
  er hann bara í need4speed?
  misstann hann annan fótinn?

  vitiði eitthvað?

 12. Pirringurinn eftir leikinn við WBA lifir enn….djöfull er Liverpool að tapa mörgum stigum eftir horn og aukaspyrnur. Hvað komst WBA oft yfir miðju i leiknum 5 sinnum? Engin topp baratta þetta arið utaf svona tæknimistökum og markmanni með sjalfstraustið i sjalfsmarki.

  Það er kominn timi a að Liverpool hristi af ser slyðruorðið – hendi tyggjoinu – og fari að kick some ass!!!

 13. Góðann daginn kopverjar og til hamingju með ágætan drátt, hann gæti verið efriðari en margir halda og við værum ekki Liverpool ef við færum ekkki erfiðstu leiðina. Önnur mál sé eingar fréttir af meiðslum lovren en hann hefur spilað síðustu vikur alveg ágætlega en shako er að mæta og það munar um hann, veit ekki hvort hann hefði gert gæfumuninn í síðast leik íloftinu inni í boxinu en liðið hefur saknað sendinganna frá honum fastir nákvæmmir boltar með jörðinni þá kemst boltinn fyrr framar á völlin og hraðinn verður meiri. Takk og aftur takk fyrir þessa síðu og vinnuframlag þeirra sem að þessu standa en tek að sjálfsögðu undir spurningar um þumlana hvenær geta þeir komið. Takk Björn

 14. Það er sagt að meiðsli Lovren séu minniháttar og hann verði klár eftir 2-3 vikur.
  Það verður að teljast góðar fréttir.

 15. Var að leita að upplýsingum á UEFA com enn fann ekki. Hvernig eru reglurnar ef enskt lið sem lendir í 5 sæti vinnur EL og lið í 6 sæti vinnur CL? Fara þá bara lið #1 og 2 úr PL?

 16. Yngvi #22
  Ef enskt lið vinnur Evrópudeildina og lendir í 5. sæti fara 5 lið í meistaradeildina á næsta ári.
  Veit ekki hvað gerist ef lið sem vinnur Meistaradeildina og lendir í 6.sæti í deildinni hvort það er 4.sætið sem þarf að víkja eins og Tottenham lendi í þegar Chelsea vann um árið. Finnst líklegast að það verði svoleiðis ef það verður þannig.

 17. #24 þetta er nákvæmlega það sem stuðningsmenn flestra liða sögðu um okkur 2005 !

 18. Fínn dráttur og vonandi förum við örugglega áfram í 16-liða úrslitin. Þá tel eg að Kloppáhrifin geti leitt okkur langt i þessari keppni. Eg amk trúi enda ekki annað hægt með þennan snilling hja okkur!

Liverpool 2 – WBA 2

Kop.is Podcast #105