Liverpool 2 – WBA 2

Tony Pulis var í heimsókn á Anfield í dag.

Við þekkjum öll hans leikaðferð. Hávaxnir og líkamlega sterkir leikmenn sem eru alveg til í að standa í vörn allan daginn og fara fram í hornum og aukaspyrnum, byrjaðir að tefja í 0-0 stöðu og halda því þannig út leikinn…jafnvel þó þeir lendi undir.

Þetta er eins leiðinlegt og hægt er, en Pulis hefur náð árangri á Anfield í gegnum árin og hann fór ekki stigalaus heim í dag…þó ekki hafi hann náð öllum þremur að þessu sinni eins og lengi leit út fyrir.

Byrjunarlið dagsins var svona:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno

Milner – Can – Henderson

Lallana – Benteke – Coutinho

Óvæntu fréttirnar voru kannski þær að Lucas Leiva var geymdur alheill á bekknum – James Pearce og Echo-ið sagði Klopp hafa droppað honum eftir frammistöðuna gegn Newcastle, Emre Can settur í djúpu stöðuna og Brazzinn vék fyrir Hendo. Frammi var það Benteke studdur af Lallana og Coutinho sem setti annan Brazza, Firmino á bekkinn.

Bekkurinn var annars svona: Bogdan – Toure – Firmino – Lucas – Allen – Ibe – Origi

Að leiknum – við byrjuðum sterkt og á 21.mínútu komumst við yfir með snotru marki þar sem Henderson kláraði flott upplegg Coutinho og Lallana. Sanngjarnt, höfðum fengið ágæt færi fram að þessu og WBA var bara í vörn. Eins og var vitað.

En svo fengu þeir horn. Og mark í boði Mignolet sem komst ekki út í lélega fyrirgjöf, sló vindhögg og stóð svo eins og steyptur niður þar til búið var að skora hjá honum. Ömurlega gert hjá Belganum í alla staði og staðan orðin jöfn. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu þeir annað set-piece og skoruðu mark sem eftir reikistefnu var flautað réttilega af vegna rangstöðu. Við vorum einfaldlega lélegir eftir að hafa fengið á okkur jöfnunarmark í fyrri hálfleiknum og lítið lagaðist í seinni hálfleik.

Gestirnir reyndu auðvitað ekkert að sækja og stóðu bara í vörn. Við hins vegar náðum ekki að skapa mikið, Coutinho þreyttur og Benteke virkar einfaldlega illa í svona leikjum gegn níu manna varnarmúr, alltof staður og með slaka tækni, allar fyrirgjafirnar inn í teiginn á hann voru snæddar af lurkunum hjá WBA.
Svo komust þeir yfir. Eftir horn þar sem dekkunin á nær klikkaði og James Olsson skoraði nú mark sem stóð gilt. Örstuttu seinna gerði Gardner heiðarlega tilraun til að binda endi á knattspyrnuferil Dejan Lovren með tæklingu sem dómarinn dæmdi ekki aukaspyrnu á…hvað þá meir. Eðlilegt í enskum bolta stundum því miður. Nú er að sjá hvað Lovren verður lengi frá en þetta leit ekki vel út og væntanlega verður hinn seki dæmdur í bann. Annað væri grín.

En þegar Lovren fór útaf kom bjargvættur okkar inná. Lallana fékk gott færi til að jafna en á sjöttu mínútu uppbótartíma var það einmitt varamaður Lovren, Belginn Divorck Origi sem skoraði sitt fyrsta deildarmark með skoti sem fór af varnarmanni í netið.

Klopp bilaðistaf gleði og fékk völlinn með sér í tveggja mínútna áhlaupi í viðbót sem skilaði þó ekki sigurmarki. Úr því sem komið var auðvitað jákvætt að tapa ekki en Anfield grýlan bærir enn á sér. Kannski er bara fínt að í næstu fimm leikjum eru fjórir útileikir.

Heilt yfir sáum við vandamál síðustu mánuða. Við gefum auðveld mörk, núna markmaðurinn upp á eigin spýtur og síðan með dapri dekkun. Við höldum boltanum út í eitt en sköpum lítið á síðasta þriðjungnum. Maður öskrar á sjónvarpið lungann af svona leikjum en okkur vantar ennþá gæði að fara í gegnum þá varnarmúra sem stillt er upp af gestaliðum á Anfield.

Líklega þarf að kaupa þau gæði. Mér fannst miðjan löturhæg á löngum köflum og í raun bara Hendo sem nær að skapa eitthvað af þessum mönnum okkar öllum upp á síðkastið. Benteke ræður ekki við þetta hlutverk, hugmyndin núna var að láta hann leita til vinstri og koma þannig inn á blinda hlið varnarmanna. Það tókst ekki í dag frekar en undanfarna leiki.

Það er þó líklega best að anda aðeins áður en maður ergir sig meir. Ég held að þetta jöfnunarmark og fagnaðarlínan hjá Klopp í lokin hafi skipt máli. Hann mun fá að kaupa menn sem eru betri að pressa og áræðnari í sóknaraðgerðum en þeir sem liðið hefur keypt undanfarin ár. Núna trúir völlurinn betur og það er hænuskref á langri leið í átt að því að gera alvöru atlögu í efri hlutanum sem okkur dreymir um en virðist ennþá töluvert undan.

Maður leiksins í dag fannst mér Jordan Henderson – þvílíkt flottur í 100 mínútur eftir meiðsli. Hann verður lykilmaður hjá Klopp!

48 Comments

 1. Klassi hjá Klopp að láta liðið heiðra Kop stúkuna þarna í lokin! Algjörlega það sem þarf og er vonandi fyrsta skrefið í að færa liðið skrefi nær stuðningsmönnunum.

 2. Origi að standa sig betur á korteri heldur en Benteke á 98 mínútum!

  Vantar “cutting edge” í þetta lið!

 3. Gott að bjarga stiginu… úr því sem komið var. Hveitibrauðsdagarnar að baki! Enska Úrvalsdeildin er ótrúlega jöfn þetta árið. Allir geta unnið alla. Hver leikur er slagur eins og enginn sé morgundagurinn. Þessi leikur búinn… næsti takk. YNWA.

 4. Ömurlegt fyrir Loveren að lenda í svona meiðslum, vonandi er hann ekki frá út tímabilið, en þetta mun trúlega neyða félagið að fjárfesta í miðverði.

  Vonandi mun sá maður kunna að verjast föstum leikatriðum og svo má þessi Mignolet fara í minna lið eða á bekkinn.

  Það er algjörlega ömurlegt að vinna ekki svona leiki á heimavelli og ég skil ekki af hverju Origi fær ekki að byrja á kostnað Benteke, strákurinn er allur að koma til og þarf bara fleiri leiki.

 5. Úff verðum að fara að fá markmann, Glákus Sjónskekkjus er bara ekki að höndla þetta. Alltaf stórhætta þegar kemur kross inní boxið.

 6. Eftir tvö skelfilega frústrerandi mörk sem við fáum á okkur, ömurleg meiðsli Lovren og skelfilega vöntun á alvöru færum á móti fkn Pulis rútunni þá gladdi Klopparinn mig þegar hann dró liðið að Kop og heimtaði alvöru hávaða. Bjargaði þessum degi.

  Verðum að sætta okkur við stigið og halda áfram veginn.
  YNWA

 7. Jæja ótrúlegir hlutir gerast á anfield, það heyrðist i áhorfendum og leikmenn skiptu i 5 gír.
  Afhverju getum við ekki byrjað leikina með svona pressu og stúkuna öskrandi á allt og alla ?
  Olsson á alltaf stórleik á móti Liverpool, afhverju ekki kaupa þennan leikmann og lána hann til 1 deildar lið, hann er að fara toppa Titus nokkurn brambel sem breyttist alltaf i Ronaldino á Anfield.

  Annars gott baráttu stig a erfiðum heimavelli sem hljómar furðulega en er bara staðreynd.

  Það er eins gott að Toni Pulis og Garner verða jarðaðir i fjölmiðlum í vikunni fyrir þessa tæklingu, svona tæklingar klára knattspyrnuferla og eru 3-5 leikjabann.

  Annars voru þulirnir á sky að hrósa Benteke fyrir öll hans hlaup og hann sé að reyna og reyna allan leikinn….. What…

 8. Má ekki fara að gefa Origi almennilega sénsinn bara? Benteke var ÖMURLEGUR

 9. Maður er svekktur með 2-2 en það er samt alltaf sæt að skora svona alveg í restina og það kom upp svona gamla Anfield stemmninginn.

  Liverpool stjórnaði þessum leik frá A til ö WBA voru með 11 manna varnarpakka og Liverpool reyndu að opna vörnina en það gekk illa.
  Eftir að Liverpool komst yfir 1-0 þá hélt liðið áfram að halda boltanum og stjórnaleiknum og WBA fengu varla færi úr opnu spili allan leikinn en þeira styrkur eru föst leikatriði og Mignolet gaf þeim eitt mark 1-1 í hálfleik.
  Liverpool byrjar af nokkrum krafti og WBA liggja tilbaka en þeir skora aftur úr föstu leikatriði 1-2 og þá fór allt á fullt hjá liverpool og var stórsókn þar sem eftir lifði leiks. Lallana komst í dauðafæri en það var vel varið, nokkur skotfæri rétt fyrir utan teig og nokkrir skallar en inn vildi boltinn ekki fyrr en Origi skaut í varnamann og inn.
  Í millitíðini átti WBA að fá rautt spjald þegar Gardner vann boltan en fylgdi mjög gróflega á eftir með sólann á lofti og vonum við að Lovren sé ekki alvarlega meiddur(að þetta séu bara skurðir)

  Enska deildinn er stórfurðuleg í ár og virðast svokölluðu stóruliðinn vera að tapa stigum í hverri umferð. Man utd tapaði á útivelli gegn Bournmouth og Tottenham tapaði á heimavelli gegn Newcastle. Maður lýtur á þetta sem dauðafæri að nálagast þessi lið enþá meira en 1 stig en svo getur maður líka horft á þetta þannig að það er gott að þau séu ekki að nýtta sér stigatöp Liverpool.

  Það var svo frábært að sjá Klopp taka strákana fyrir framan Kop stúkuna og heiðra stuðningsmennina.

  Af framistöðuleikmanna þá fannst mér Lallana mjög sprækur, Can var út um allt og Origi/Ibe komu með kraft inná völlinn í restina sem vantaði.

  Mignolet fyrir mér er ekki nógu góður markvörður einfaldlega útaf því sem við sáum í dag hann á ekki teiginn og Benteke hefur því miður verið gjörsamlega týndur og virkar pínu áhugalaus en kannski á hann eftir að komast í gang.

  Jæjá þá er það bara Watford í næsta leik og eru þeir ekki síður baráttuglaðir en þetta WBA lið en ég er bjartsýn á framhaldið og bíð spenntur eftir undanúrslitunum í deildarbikar og Evrópudeildinni og baráttuni um 4.sætið.

 10. Það er orðið sama uppleggið hjá öllum liðum sem á Anfield koma, sama hvort það er Toni Pulis, Slaven Bilic eða Gary Monk. Liggja aftur og sækja hratt eða hátt. Bíða eftir föstum leikatriðum og skora.

  Í rauninni er þetta orðið trend í deildinni hjá litlu liðunum og hugsanlega ein ástæða þess að við sjáum mörg “minni” lið ofarlega í töflunni þetta árið líkt og Crystal Palace, Stoke, West Ham og auðvitað Leicester sem er hvað best byggt fyrir slíka leikaðferð. Þeir hafa meira segja verið minnst með boltann allra liða í deildinni til þessa en eru samt efstir, það segir andskoti margt. Við sjáum þessi lið vinna stóru liðin en lenda svo í vandræðum þegar þeir spila við liðin við botninn þar sem þau þurfa að stjórna leiknum. Það sem hefur kannski líka breyst er að þessi lið eru farinn að kaupa inn menn til að spila akkúrat svona.

  Það hefur alltaf vantað ákveðna breidd á liðið inn á vellinum hjá Liverpool gegn liðum sem verjast djúpt, þ.e. sem á ensku körfuboltamáli kallast “spacing”. Það leggst í rauninni út sem fjarlægðin sem þarf að vera á milli leikmanna til að dreifa varnarmönnum um völlinn og opna þar með svæði – í stað þess að standa kannski tveir saman í pakka þar sem einn varnarmaður getur dekkað þig. Þjóðverjar hafa einmitt verið sérfræðingar að vinna með þessa hugsun í uppbyggingu á sínum landsliðum, t.d. hleypti Joachim Löw sínum mönnum ekki í fótbolta fyrstu 2 vikurnar af æfingarbúðunum fyrir HM 2010 – þeir spiluðu körfubolta og fengu sérfræðinga þaðan til að fara yfir með þeim grunnfræði “spacing”.

  Einnig hlýtur Klopp að hafa unnið mikið með hreyfingar án bolta, viðbrögð við sendingum í kringum þig, hvaða hlaup eru best í hvaða stöðum og sú grundvallarregla sem leggst út á ensku sem “every action demands a re-action”. Þetta er best að impra á með vidjóvinnu. Mér fannst þetta t.d. mun betra í dag, bæði var breiddin á köntunum betri sem og hreyfingar manna án bolta í kringum hann, ekki endilega bara sá sem gaf hann heldur einnig þriðji, fjórði maður frá bolta.

  Það er auðvitað ömurlegt að mæta svona uppleggi, að mæta liðum sem eru ekki komin til að spila fótbolta heldur stilla upp 10 manna varnarvegg á 1/3 af vellinum og að spila gegn slíkum múr er auðvitað gríðarlega erfitt eins og við sáum bersýnilega í dag en það er alls ekki ómögulegt.

  Við verðum hreinlega að verða betri að spila á þröngu svæði gegn svona þéttum pakka og ég sé ákveðna bætingu í síðustu tveim heimaleikjum. West Ham heima var t.d. skelfilegt, þröngt uppspil upp miðjuna með enga ógnun á köntunum. Þarna liggur einn af nöglunum sem á endanum voru nelgdir í kistuna varðandi BR, bæði hvað varðar innkaup á mönnum sem bjóða upp á vídd og einnig taktískt upplegg (Joe Gomez var vinstri bakvörður í þeim leik, réttfættur táningur). Rodgers reyndi að svara, kaupin á Lallana og Lambert t.d. má túlka sem ákveðin svör. Lambert sem plan B í háa bolta og Lallana með sinni fótavinnu og gæðum á þröngu svæði. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að Liverpool vinnur lið eins og Southampton, Man City og Chelsea en lendir svo í vandræðum á móti WBA, Norwich, West Ham og Newcastle, það og auðvitað vörnin í FÖSTUM LEIKATRIÐIÐUM!

  Markið hjá Hendo í dag kom einmitt með nákvæmlega þeim eiginleikum sem ég taldi hér upp, Benteke bauð upp á vídd út á vængnum sem losaði um pláss fyrir hlaup frá Henderson inn í miðjuna á vörninni (þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um að boltinn myndi endilega koma til hans) í staðinn fyrir að standa staður fyrir utan teiginn með þrem öðrum liðsfélögum og láta engan varnarmann dekka sig eða hafa áhyggur af sér. Coutinho með bolta inn á Lallana sem fann Henderson. Erfitt en ekki ómögulegt. Hefði það svo ekki verið fyrir ömurlega varnarleik í föstum leikatriðum þá hefðum við unnið þennan leik.

  Ég verð langt frá því talinn sérfræðingur í fótbolta og hef aldrei þjálfað eða æft síðan ég var 15 ára á Skaganum (þar sem farið var í reitarbolta og spilað á möl yfir veturna, semsagt ansi frumstætt) en ég held að þessir hlutir séu það sem þarf að vinna með (ásamt auðvitað svona 150 öðrum) svo hægt sé að vinna bug á þessum liðum sem koma á Anfield og pakka og hlaupa, eða pakka og negla eins og Pulis í dag. Tony Pulis og hans teymi horfði á West Ham leikinn alveg eins og Slaven Bilic horfði á Chelsea leikinn 2014 og alla Aston Villa leiki á Anfield síðan 2012.
  Þeir vita alveg hvernig á að vinna Liverpool á Anfield.

  En við vitum þetta alveg líka, teymið hans Klopp var alveg með það 100% á hreinu hvernig WBA myndi spila og nú er bara að halda áfram að finna svör. Ég hef fulla trú á að Klopp finni réttu leiðina til að sigrast á þessari hundleiðinlegu taktík sem nánast öll “minni” lið eru farin að nota gegn stóru liðunum með góðum árangri.

  Afsakið langlokuna! Nú getum við svo byrjað að drulla yfir einstaka leikmenn 🙂

 11. Hveitibrauðsdögum Klopp er formlega lokið.

  Gott að tapa ekki þessum leik en líka ömulegt að vinna ekki þetta helvítis, djölfusins, andskotans, fucking WBA-lið! Það er ár og dagur síðan ég var jafn pirraður yfir fótboltaleik. Ætli Lovren sé ekki fótbrotinn eftir þessa viðbjóðslegu tætlingu. Ekki einu sinni gult spjald??!!

  Í alvörunni, þetta með föstu leikatriðin er löngu hætt að vera fyndið! Klopp verður að laga þetta helst í gær. Nenni síðan ekki að ræða einstaka leikmenn, eins og t.d. Mignolet og Benteke.

  Djöfull er þetta fúlt.

 12. þvílíkur gaur hann klopp hann náði að rífa mig úr sófanum og alltí einu var maður eins og trylltur geðsjúklingur á stofugólfinu. mjög sárt að fa þessi mörk á okkur úr föstum leikatriðum en náðum að kroppa 1 stig í átt að fjórða og stuðningsmennirnir voru mergjaðir

 13. Tvö mikilvæg töpuð stig á heimavelli.

  Það er svo skelfilega vandræðalegt hvað við erum hörmulegir í að verjast föstum leikatriðum.

  Mignolet er ekki í þeim klassa sem fyrsti markmaður Liverpool á að vera. Eftir meira en tvö ár hefur hann engar framfarir sýnt.

  Benteke myndi sóma sér vel sem dýrasta stytta Liverpoolborgar.

  —————–

  Jákvætt:
  Jürgen Klopp – hef gríðarlega trú á þessum þjálfara – stórkostlegt að sjá hann rífa upp stemninguna á Anfield. Mikið vona ég að hann fari hamförum í hreinsunarstarfinu næsta árið, þörfin á því er æpandi.

 14. Klopp á engan þátt í þessu liði en er að reyna að gera sitt besta. Það er mikil Rogers-fýla af þessu liði ennþá en það á eftir að breytast. Við verðum bara að vera þolinmóðir og leifa Kopp að setja mark sitt á þetta. Jafntefli í dag var betra en tap. En guð minn góður hvað Klopp þarf að breyta miklu. Áfram Liverpool!!!!!!!!!!

 15. Mér finnst vanta alvöru leiðtoga í þessa vörn. Skrtel er ekki nóg og góður, Sakho ekki hægt að treysta á og Lovren er Lovren, Mignolet er alls ekki nóg og góður heldur að skipuleggja vörnina fyrir framan sig. Nýjan markmann og nýjan miðvörð fyrir Skrtel.

 16. líka virkilega sætt að ná að troða marki í smettið a pulis útaf 8 min i uppbótartíma þökk sé töfonum þeirra en eg held að pulis sé ánægðari með 1 stig heldur en 3

 17. Gott að ná jöfnu 10 á móti 11. Með benteke þarna inná erum við alltaf einum færri. Ætli Aston Villa vilji taka hann tilbaka ? Origi á alltaf að byrja inná frekar en þessi batti.

  Gott að ná að bjarga stigi úr því sem komið var, því miður þynnist alltaf varnarlínan hjá okkur. Vonandi kemur Sahko fljótt aftur, og það væri ekki vitlaust að kalla Llori tilbaka úr láni frá Villa.

 18. Sæl og blessuð.

  Merkilegur leikur. Mikil áhætta að skipta inn Origi fyrir slasaðan Lovren. Hefði hann gert þetta ef Lovren hefði ekki meiðst? Planið gekk upp, með þessa þunnskipuðu miðju. Hefði alveg getað endað 1-3 eins og Newcastle bætti við marki í blálokin. En gæfan var með okkur í lokin og á það er líka að horfa að liðið keppti í Evrópudeild á fimmtudag og oftast er það ávísun á hrakfarir í deild.

  Var pisspirraður út í Prime-Rib-Benedikt en satt að segja þá smám saman minnkaði í mér ergelsið. Mér fannst hann leggja æ meir á sig og það hlýtur að krefjast mikillar orku að passa svona tröll. Hann kom sér oft í færi, þarf að nýta þau betur auðvitað, bæta stökkin og komast yfir boltann. Hann átti stoðsendingu á Lallana sem hefði átt að gera betur.

  Held hann sé á réttrið leið en því verður ekki á móti mælt að Origi er gleðigjafi dagsins. Vá hvað það er gaman að sjá þennan dreng rísa upp úr öskustónni, kornungur eins og Ibe sem átti góða spretti.

  Botnlínan er sú að þetta er tímabil Davíðs en ekki Golíats. Litlu krúttin sem hafa hingað til verið auðsigruð eru að koma firnasterk inn og mér kæmi ekki á óvart þótt fleiri lið úr efsta hlutanum (hósthóst***rauðuskrattakollarnir***hósthóst) ættu eftir að ofrísa og lenda einhvers staðar í miðri deild. City var ljónheppið að vinna Swansea í gær og nú töpuðu Tottenham fyrir Víkingunum frá Bournmouth.

  Skilaboðin eru þau að auðmýkt, þolinmæði og endalaus vinna er lykilinn að árangri.

 19. Óþolandi töpuð stig á Anfield, enn eina ferðina.

  Fyrir mótið hafði ég miklar áhyggjur af Europa League, hef mögulega komið inn á það áður. Sá þó kosti við það að allir leikirnir í kjölfar Europa League umferðar fóru fram í Liverpool borg, fimm heimaleikir og einn úti gegn Everton. Allt leikir sem Liverpool “á að vinna”.

  Niðurstaðan úr þessum sex leikjum eru 7 stig af 18 mögulegum og ekki ein virkilega góð frammistaða. Þetta eru umræddir leikir, allir á Anfield nema Everton leikurinn. Norwich (H), Everton (Ú), Southamton (H), Crystal Palace (H), Swansea (H), West Brom (H).

  Það er ekki hægt að vera hissa yfir þunglamalegum leik okkar menna í hvert einasta skipti og horfa í nánast allar aðrar mögulegar ástæður sem hægt er að taka til, þetta hefur ekki allt að segja en það er alveg ljóst að Europa League tekur gríðarlegan toll og með Liverpool í 9.sæti rétt fyrir jól get ég ekki sagt að það hafi tekið því að komast áfram á sterku liði í Europa League (og deildarbikarnum), það var ekki þess virði fyrir svona ömurlega stöðu í deildinni. Ég var smeykur við þetta fyrir mót en 7 stig af 18 mögulegum er miklu verra en ég óttaðist fyrir mót, það er ömurlegt. Einn sigur og hann var mjög ósannfærandi, stjóri Swansea var rekinn fljótlega í kjölfarið.

  Hinir tveir sigrarnir á Anfield í vetur hafa verið 1-0 sigur gegn nýliðum Bournmouth og ósannfærandi 3-2 sigur gegn Aston Villa sem er með heil sex stig á botninum, sá leikur var spilaður í kjölfar deildarbikarsins. Auðvitað er það factor að þessi lið leggja upp með að verjast en það hjálpar alls ekki að þau hafa oftast fengið mun meiri tíma til að undirbúa sig og koma mikið ferskari til leiks.

  Meistaradeildin er þess virði, klárlega. Það er miklu stærri keppni, það er miklu meiri peningur í boði fyrir að spila þar og liðin sem spila þar fá miklu meira forskot til að eiga hóp til að takast á við álagið heldur en lið sem enda í Europa League. Þar fyrir utan fá þau lið oftast meiri hvíld milli leikja. Spila á þri-lau og oft miðv-sun. Jafnvel miðv-mán eins og Chelsea gerir á morgun. http://www.fifpro.org/en/news/study-only-two-recovery-days-is-unfair-play

  Ég er því mjög glaður að þetta helvíti er búið í bili en því miður er liðið bara of langt á eftir of mörgum liðum í deildinni til að maður sé vongóður, eins hefur meiðslalistinn verið nánast endalaus sem er einmitt fylgifiskur mikils leikjaálags. Það hefur enginn leikmaður Liverpool spilað vel í einn mánuð í vetur án þess að meiðast strax í næsta mánuði. Án gríns, um leið og einhver hefur getað eitthvað meiðist viðkomandi um leið. Lovren var tilnefndur sem leikmaður mánaðarins fyrir síðasta mánuð, voila!

  Það eru lið með sóknarmenn sem eru að skora 11 leiki eða 7 leiki í röð, Liverpool er ekki með sóknarmenn sem hafa náð að spila svo marga leiki í röð.

  Þetta tímabil er búið að vera fullkomlega óþolandi og þessi leikur var fullkomlega í takti við það, það er ekkert lið meira pirrandi en okkar ástkæra Liverpool lið. Ef þér tekst að brjóta helvítis varnarmúrinn hans Tony Pulis þá á að vinna leikinn. Simon Mignolet ber langstærsta sök á því enn eina ferðina að öll vinnan við að skora var til einskis. Hann gerir allt of mikið af dýrum mistökum og er þess fyrir utan endalaust ósannfærandi í flestum sínum aðgerðum. Gjörsamlega kominn tími á hann og það strax í næsta leik. Markmenn Tottenham, Arsenal, City, Chelsea (núna) og hvað þá United eru að vinna stig fyrir sín lið, Mignolet er að kosta Liverpool stig, þurfum markmann í sama klassa og hin liðin eiga.

  Hinn belgíumaðurinn var litlu minna pirrandi í þessum leik, hann var svona hjá Villa líka. Það komu kaflar það sem hann virtist ekki nenna þessu og gat ekki blautan skít svo vikum skipti. Svo allt í einu hrökk hann í beast mode og var óstöðvandi. Það er ekki eins og leikur Villa hafi bara byggst upp á því að senda endalausa krossa á hann sem hann var að stanga inn, Liverpool er ekki að senda neitt færri krossa en Villa var að gera, hann er bara að spila illa þessa dagana, þetta var auðvitað ekki auðvelt fyrir hann í dag en þetta er leikmaðurinn sem þarf að skera úr um svona leiki. Origi hlýtur að vera búinn að spila sig inn í liðið í næsta leik.

  Jákvæðasta við þennan leik var klárlega Jordan Henderson. Það skiptir svakalega miklu máli að fá hann inn aftur og hann sýndi í dag hvers vegna. Hitt var svo að Klopp var ekkert að hafa fyrir því að þakka Tony Pulis fyrir leikinn er flautan gall, enda ætti ekki nokkur maður að þakka Tony Pulis eftir fótboltaleiki.

 20. Get bara ekki að því gert, en ér finnst viða hafa verið að kaupa Balotelli aftur með því að kaupa Benteke; maðurinn getur ekki rassgat í fótbolta. Færi vel á því að troða honum upp í óæðri endann á BR. 32 milljónir punda fyrir keilu!!!!

 21. Varðandi Mignolet:

  https://twitter.com/AnfieldHQ/status/676110043234873345

  Boltinn var einfaldlega of hár fyrir hann. Hefði verið betra að hafa hann á línunni? Ef hann hefði verið þar og WBA menn skorað (sem er allt eins líklegt), hefði hann þá ekki verið gagnrýndur fyrir að fara ekki út í boltann? Hann er einfaldlega að gera það sem þjálfarinn lagði upp með.

  Hinu er ekki að neita að hann gerir mistök. Ég er bara ekki alveg viss um að þetta flokkist undir það. Klopp virðist vera á sama máli, a.m.k. opinberlega.

  Þetta sást líka í seinna markinu hjá WBA, vörnin þarf einfaldlega að vera harðari í föstum leikatriðum.

 22. Mistök Mignolet felast ekki í að hafa reynt að fara út í boltann. Hann er bara ekki góður í því og almennt lélegur í teignum, óákveðinn og með lélegan “presens” sem er of stór galli til að geta verið nr. 1 hjá LFC.

 23. Var ekki smá brotið á Lovren þarna í öðru marki WBA? Annar gaur en Olsen kom bara og ýtti honum niður annars hefði Lovren tekið þennan bolta allan daginn. Vissulega væl og vissulega þurfum við að vera harðari í svona hornum, en samt brot. Makalaust leiðinlegt lið þetta WBA.

 24. Til hvers að hafa hávaxna menn að stilla sér upp í teignum til að verjast hornspyrnum ef markmaðurinn á hvort sem er að taka þetta. Að kenna Mignolet um þennan leik er óskhyggja. Klopp er “the Normal one”. Við munum tapa leikjum og við munum gera jafntefli. Það er O.K., það er Normal.

 25. Sælir félagar. Mikið var þetta nú ánægjulegt, ágætt stig úr leik þar sem okkar menn virtust bara ekki geta keypt sér fleiri mörk en 1.

  Ég verð nú samt að lýsa algjöru frati á alla umræðu um að Europa League sé að taka sinn toll. Það var ekkert í þessum leik sem benti til þess að okkar menn væru eitthvað þreyttari en andstæðingurinn. Liverpool voru bara að sýna sitt rétta andlit – á bólakafi í meðalmennskunni.

  Hvernig ætla menn að tælka Meistaradeildina, ef Europa League er svona mikill tíma- og álagsþjófur? Jafnvel þótt lið fái einum fleiri dag á milli leikja, þá er álagið síst minna, enda andstæðingarnir almennt töluvert betri og það útheimtir meiri orku að spila slíka leiki.

  Leikmönnum er engin vorkunn að spila tvo leiki í viku. Klúbburinn á einfaldlega að sjá til þess að ef málin eru þannig vaxin, að sumir leikmenn geta ekki spilað tvo leiki á viku, þá sé leikmannahópurinn nægilega vel skipaður til þess að díla við slíkt.

  Hvað þennan leik varðar, þá er þetta bara tímabilið í hnotskurn. Við leyfum okkur að dreyma, en um leið og LFC sýnir okkur eitthvað sniðugt, þá eru stuðningsmenn slegnir strax niður á jörðina.

  Klopp áhrifin eru að þverra, og nú þurfa leikmenn einfaldlega að bíta í skjaldarrendur og sýna nýja stjóranum að þeir séu nægilega góður til að spila fyrir félagið.

  Mignolet og Benteke eru þar laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaang-efstir á blaði. Ég tek undir það sem Einar Matthías sagði um Mignolet og samanburð við markmenn Chelsea, Arsenal, Tottenham og manutd. Þetta fer einfaldlega að vera fullreynt með hann, flóknara er það nú ekki.

  En það er vitaskuld ekki við markmanninn einan að sakast. Markmaðurinn spilar alltaf betur ef vörnin fyrir framan hann er traust. Og vörnin spilar auðvitað betur ef hún getur treyst á markmanninn fyrir aftan sig.

  Skrtel, Sakho og Lovren eru allt fínir varnarmenn per se, en þeim gengur yfirmáta illa að mynda saman sterka vörn. Lovren verður líklega lengi frá núna, og Skrtel hefur verið fastamaður í lélegum vörnum LFC síðustu tímabil. Það bara getur ekki verið tilviljun, þótt hann sé flottur leikmaður.

  Sem betur fer er Sakho að koma aftur eftir meiðsli, og að mínu mati ætti hann alltaf að vera fyrsti valkostur í miðvörðinn. Ég held að það þurfi einfaldlega að fá annan miðvörð og láta annaðhvort Skrtel eða Lovren fara, eða báða.

  Ef það er rétt að LFC hafi áhuga á Subotic, þá mun ég eflaust bara pissa á mig ef hann kemur. Það er alvöru varnarjaxl af gamla skólanum, og þannig týpu þarf LFC nauðsynlega.

  Homer

 26. Þetta er að verða full einfalt fyrir lið sem koma í heimsókn að ná árangri, það er pressuvörn, maður á mann, því okkar menn virðast ekki hafa tæknilega getu til að drag til sín mann/menn og losa boltann vel og vandlega til að opna svæði. Svo er okkur boðið með formlegu heimboði inn á miðjuna fyrir fram boxið og þar fer fram dansæfing þangað til að við missum boltann eða þeir pota honum í burtu.
  Þannig að……..
  …við erum ekki tæknilega nógu betri en þau lið sem telja sig þurfa verjast okkur. Við náum bara árangri á móti liðum sem meta okkur lakari sóknarlega, þá færa sig aðrir framar og við náum að vera WBA/Stoke í þeim tilfellum.
  Við þurfum því betri leikmenn eða gera raunhæfar kröfur. Við erum ekki með Messi, við eruim með vinnuhesta, þá Hendo og Millner. Með mistæka sóknarmenn sem halda ekki upp jöfnum leikjum/meðaltali. Við erum líka með markmann sem enginn virðist treysta nema stjórinn, allavega missa allir, allavega ég, nokkur slög þegar boltanum er spyrnt til hans.
  Niðurstaða. Ég elska klúbbinn en hann er ekki nógu góður núna, kannski verður hann betri hver veit.

 27. Origi fær prik hjá mér fyrir að stökkva upp úr tæklingunni, halda áfram og skora karmamark (næstum því samfella). Klopp fær prik hjá mér fyrir að fara með liðið að stúkunni og klappa fyrir áhorfendum.

 28. Mikið til í þessu hjá Grobbelar,

  Mignolet ekki vandamálið heldur markmannsþjálfarinn hjá Liverpool, fyrir að geta ekki lagað framistöðuna neitt á tveimur árum.!

  http://www.thisisanfield.com/2015/12/grobbelaar-questions-liverpool-goalkeeper-coach/

  Grobbelaar, who is widely regarded as one of Liverpool’s greatest ever ‘keepers, has been a fierce critic of Mignolet’s over the last couple of years, voicing constant concerns over the Belgian’s ability.

  “Two years ago I said Mignolet is a great shot-stopper but not the full package, meaning he is not too good with his feet and he doesn’t command his area right.
  “Two years later he is still doing the same, which means it is not Mignolet’s fault but the person who is coaching him.

  “From now on in, he (Achterberg) is the one I’m going to look at. If he can’t right Mignolet’s wrongs in two years, then he shouldn’t be there.”

 29. Mignolet er fullreyndur. Ver oft frábærlega en gefur stöðugt mörk og engin leið virðist vera til að breyta því.

 30. Er ekki full seint í rassinn gripið að ætla að kenna 27 ára markverði grunnatriði í markvörslu?

 31. Svekkjandi, en því miður staðreynd. Menn eru að leggja sig fram og andinn er greinilega góður. Held að þetta sé upphafsstefið í góðum kafla sem er farmundan.

 32. Mignolet er ágætis markmaður en bara ekki nógu góður fyrir Liverpool.Þurfum mun betri markmann.Því miður sé ég bara ekki að það sé hægt að nota Benteke.Mér finnst það snúast mest um það hjá honum að fá eitthvað dæmt ef einhver snerting var til staðar frekar en að spila fótbolta og leysa dæmið og skora mörk.

 33. leleg mork sem lidid er ad fa a sig. Duress markid hefur madur sed adur hja Mignolet og er kominn a nyjan markmann vagninn

 34. Sigfús #27 Hvernig í ósköpunum fékkstu það út að WBA voru að spila eitthvað sem heitir pressuvörn? Og hvað þá maður á mann? Hvað er það?

  Á hvaða blessaða leik varst þú að horfa. WBA lágu með 10 fyrir aftan bolta og keyrðu svo boltann fram hátt eða út á vænginn og upp. Liverpool var 70% með boltann í dag , og mest allan tímann á síðasta þriðjung vallarins.

  Mér finnst líka menn með óþarfa bölsót og neikvæðni. Ætlum við stuðningsmenn aldrei að læra að gefa leikmönnum smá tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum, nýju liði og nýju leikkerfi? Benteke er búinn að vera hjá Liverpool í fjóra mánuði. Fjóra fokkin mánuði. Og hann er bara gagnslaust drasl sem ekki er hægt að nota.

  C´mon. Sýnum smá yfirvegun. Það á að vera hægt að ræða leikinn án þess að drulla endalaust yfir einstaka leikmenn ekki satt?

 35. Ok, Hörður, þá var WBA alls ekki að,spila pressu-né svæðisvörn, allar okkar sendingar a næsta mann i liðinu voru þá bara svona slakar af þvi að það var fugl að nálgast leikmennina…..
  Ef þú rýnir sendingar sem kona upp frá bakvörðum inn á miðjuna, eða síðasta sending i öllum þríhyrngunum, þá klikkuðu þær, var það tilviljun eða?
  Veit ekki með þig en þetta hefur verið,vandamál i leikjum eins og á móti Crystal Palace,Bournmouth og fleiri “toppliðum”
  Tölfæðin er eðlileg, ég sagði ekki að WBA hefði unnið,af okkur boltann, þeir trufluðu spilið okkar með þvi að við náðum ekki að losa mann með hröðu spili og skilja varnarmanninn eftir. WBA hélt bara sinni svæðisvörn. Þeir þurftu ekki hjálpavörn í yfirdekkingunni, þeir bara pressuðu manninn, þvi eigum ekki mann sem losar upp,svona varnaspil, því miður

 36. Stend við það sem ég hef áður sagt, Fyrstu kaupin hjá Klopp verða nýr markmaður !!!

 37. Sælir félagar

  Eg sá ekki leikinn og ætla ekki að tjá mig um hann. Hinsvegar sé ég mjög mikið eftir tveimur töpuðum stigum. Það er slæmt að hafa bara einn miðvörð í lagi eftir þennan leik og það er slæmt að fá öll þessi mörk á sig í föstum leikatriðum.

  Það er því ekkert smá sem við þurfum að kaupa í janúarglugganum. Einn alvöru markmann, miðvörð, hægri og vinstri bakverði, varnartengilið amk. einn senter. Þetta verða allt að vera alvöru leikmenn því við erum hættir að versla í magninnkaupum og viljum bara kaupa gæði.

  Það má því reikna með 25 millum á mann að meðaltali fyrir hvern leikamann í umrædda stöður. Þetta er því pakki uppá 150 til 175 millur. Sem sagt ekkert mál og við förum að hlaupa upp töfluna í lok jan, byrjun feb og alveg fram á vor.

  Er þetta það sem við höldum að gerist í janúarglugganum? Ef svo er eru við brjálaðir. Það verða ef til vill kaup upp á einn til tvo leikmenn max. Það þýðir að við verðum að byggja á þessum hópi sem við höfum enda hefur Klopp gefið það út að ekkert verði verslað í janúar. Persónulega held ég að einn (hugsanlega tveir leikmenn en afar hæpið) leikmaður verði keyptur en hefi enga hugmynd um hver sá leikmaður verður.

  Það er nú þannig

  YNWA

 38. Er ekki tími kominn á að skipta um mynd á forsíður KOP.IS
  Fá einhvern sem gefur sig allt fyrir LFC.

  ,,Það er nú þannig”

 39. Ég vill Sigkarl á forsíðuna, alltaf ‘spot on’ í sinni greiningu!

  Það verður að segjast, eins og þessi leikur spilaðist, að það er gríðarlegur karakter í liðinu þessa dagana að ná að klóra í lokin út eitt stig. Erum við að sjá ManU, Chelsea eða önnur lið sýna svona karakter í dag? Erum við að sjá önnur lið hlaupa upp að stúkunni í lokin og keyra einhverja rugl-stemmningu í gang?

  Við erum svona lánsamir og heppnir að hafa Klopp hjá okkur, öll önnur lið í ensku deildinni og stuðningsmenn þeirra horfa öfundaraugum í áttina til okkar … og þetta er bara rétt að byrja!

  YNWA!

 40. Hvað Mignolet varðar, þá er hann að tapa fleiri stigum en hann bjargar. Það er nokkurn vegin stóra tölfræðin þegar kemur að markvörðum.
  En einu tók ég þó eftir í föstu atriðunum, hann fær enga hjálp. Það er alltaf settur einn leikmaður í að trufla hann og hindra, en enginn okkar manna gerir nokkuð í að koma þeim manni burt.

 41. Helvíti fúlt að ná ekki þessum sex stigum á móti newcastle og wba… Bara helvíti fúlt! Hinsvegar þá þurfum við aðeins að pústa og átta okkur á því að það er kominn nýr þjálfari, hann er búinn að vera með okkur í 13-14 leikjum og er hægt og bítandi að ná sínum áherslum fram. Ekki hjálpar meiðslalistinn mikið til svo sem en liðið okkar hefur unnið sig ágætlega út úr þeim pakka, sem er vonandi á undanhaldi. Styttist meira að segja í Flanno, sé reyndar að hans endurkoma hefur seinkað um örfáar vikur en skítt með það, allt á réttri leið þar.

  Varðandi þennan leik þá held ég að ást mín á Klopp hafi náð nýjum hæðum. Hann neitaði að taka í höndina á þessum Pulis eftir leik og það er fullkomlega eðlilegt að mínu mati. Svona fótbolti er skaðræði enda tókst þeim að stórslasa einn af okkar leikmönnum OG ÞAÐ ÁN ÞESS AÐ HVORKI LÍNUVÖRÐUR NÉ DÓMARI GERÐU NOKKUÐ Í ÞVÍ!!!! Ég meina, brotið gerðist nokkrum metrum frá þeim og þeir stóðu sitt hvorum megin!! Nú treysti ég á að FA taki á þessu máli fyrst ekki var gefið spjald og dæmi hressilega á þennan fauta sem heitir Gardner. Hann á ekkert minna skilið en 5-6 leikja bann að mínu mati.

  Það sem Klopp er að gera núna er að byggja upp virkið okkar, múrstein fyrir múrstein. Þetta byrjar allt á liðinu en spilar engu að síður með áhorfendum og þátttöku þeirra í leiknum. Hann er án nokkurs vafa eini þjálfarinn í veröldinni sem gæti gert stórkostlega hluti í þessum málum. Við þurfum að byrja að vinna heima, sérstaklega þegar stóru liðin fara að koma í heimsókn og við búin að vinna þau öll á útivelli, þá er nú til lítils að vinna ef við töpum á móti þeim öllum heimafyrir.
  Tóku þið eftir man city sigurmarkinu á móti swansea? völlur var hálftómur þegar markið kom! Algjörlega skammarlegt og þetta viljum við ekki sjá á Anfield og þetta mun ekki koma fyrir á Anfield, sérstaklega ekki þegar Klopp er okkar maður.

  Vissulega hefur Europe League áhrif á sunnudagsleikina okkar, ekki hjálpaði til að LFC þurftu að seinka fluginu heim.

  Ég var ósáttur við Mignolet í þessum leik, þetta var ekki góður leikur hjá honum. Hann veit það, þjálfarateymið veit það og allir hinir. Þá er bara eitt að gera, vinna í þeim málum og þetta lagast ekki hjá honum þá þarf að breyta til, það er klárt. Svo er hinn póllinn en það er vörnin, hún þarf að verja markmanninn og það var ekkert gert í þessum mörkum.
  Hlakka til að fá Sakho tilbaka og vonandi verður Lovren ekki lengi frá.

  Hlakka til næsta leiks og ég er þess fullviss að við munum klifra upp töfluna, hægt og bítandi í vetur. Vonandi nægilega mikið.

  YNWA!

 42. Áttum ekki neitt annað skilið en sigur úr þessum leik en einstaklingsmistök kostuðu okkur enn og aftur mikið. Hef reynt að verja Mignolet,sem markvörður sjálfur, en nú er komið gott. Ég vil jafnvel meina að hann hafi átt stóra sök á seinna markinu, hugsa að dominerandi markvörður hefi farði í þennan bolta á nærstöng inn í markteig og kýlt hann í burtu. Okkur vantar svo dominerandi skallamann, það gengur ekki lengur að við fáum svona mörg mörk á okkur úr föstum leikatriðum. En hvað er með þetta WBA lið, þrátt fyrir að vera undir héldu þeir áfram að pakka í vörn?
  Verkefnið hjá Klopp er ærið en mikið er gaman um þessar mundir og ég hef tröllatrú á því sem hann er að gera en það mun taka tíma.
  Fann þennan texta á netinu sem sýnir að Klopp er ekki bara að vinna með laskaðan leikmannahóp heldur einnig laskaða stuðningsmenn og heimavöll.
  “Klopp isn´t just transforming a squad, he´s having to transform an entire mentality across a whole club as well, especially at Anfield.”

 43. Það sem Klopp segir er nóg fyrir mig:

  Klopp: “I said to Mignolet at HT, if someone says its his fault, tell them it’s not true, it’s mine. I want a GK who tries to get the ball.” Then he added: “They (WBA) have 6-7 players 6’4”. Nothing negative to say about Simon. He tried, not a problem, we go on.”

  Kannski er Klopp bara að plata. Eða kannski treystir hann einfaldlega Mignolet. Hvað veit ég.

 44. Svavar station nr 44

  Ég hef mjög gaman af ref review greinum sem koma alltaf á teamtalk.com á mánudögum þar sem koma saman 5 fyrrverandi dómarar og fara yfir “big decision” atvik helgarinnar.
  Þeir vilja meina að þetta meinta brot á lovren sé correct decision enda fór hann greinilega fyrst í boltann, semsagt ekki einu senni aukaspyrna, þeir vilja meina að Milner hafi átt að fá rautt fyrir brot á Gardner þegar hann fór beint harkalega í ökklann á honum, semsagt incorrect decision.
  Til gamans má geta þess að Leicester og Liverpool eru efst á þessum lista með 6 decisions for them.
  (Rev review snýst um ákvarðanir sem snúa að umdeildum atvikum sem leiða til marka og rauðra spjalda og atvikum sem breyta leikjum)

 45. Sælir félagar

  Við erum hamingjusamir stuðningsmenn. Af hverju? Jú við höfum Klopp vitum að hann mun breyta hlutunum hjá LFC og á Anfield. Þó við séum í ákveðnum vandræðum bæði hvað varðar meiðsli og leikmannahópinn þá erum samt við hamingjusamir stuðningsmenn því við höfum Klopp.

  Ef við lítum til annarra liða eins og til dæmis MU, CFC og MCFC þá sjáum við að stuðningsmenn eru ekki hamingjusamir. Nei þeir eru óhamingjusamir og það þarf ekki annað en kíkja á stuðningmannasíður þessara liða til að sjá það. Af hverjueru þeir svona óhamingjusamir? Jú þeir hafa stjóra eins van Gal, Mótorkjaftinn og Pellegrini greyið sem ég held samt að sé ágætis kall en er í vandræðum samt með dýra leikmannahópinn sinn.

  Það er nú þannig

  YNWA

Byrjunarliðið komið

Dregið í 32-liða úrslit Europa League