Liverpool – WBA

Við viljum vekja athygli á því að Sigfús Guttormsson verður staddur á heimavelli Liverpool klúbbsins, Spot, fyrir leik Liverpool og WBA á sunnudaginn. Þar ætlar hann að kynna og árita bók sína, Steven Gerrard – Árin hjá Liverpool. Sigfús verður mættur klukkan þrjú og verður á meðan leik stendur

Liverpool tekur á móti Tony Pulis og félögum á sunnudaginn og hefjast leikar kl. 16:00.

art_lfc_wba

Síðasta helgi var svo týpískt Liverpool. Liðið að spila vel, vera við það að fara að komast í toppbaráttuna, úrslit helgarinnar okkur hagstæð en tapa svo nokkuð örugglega gegn liði í fallbaráttu. Það getur verið jafn pirrandi að halda með þessu liði og það er nú skemmtilegt á stundum líka.

Formið

Það eru ekki nema 4 stig sem skilja liðin að þegar þau hefja leik á sunnudaginn. Okkar menn sitja í 8.sæti með 23.stig, 6.stigum frá 4.sæti. Það merkilega við þessi lið er að bæði lið hafa verið að ná í fleiri stig á útivelli en heima. WBA hefur, merkilegt nokk, náð í jafnmörg stig á útivelli og Man City, eða 11 stig í 7 leikjum. Á sama tíma hefur Liverpool safnað 11 stigum í þeim 7 deildarleikjum sem liðið hefur spilað. 3 Sigrar, 2 jafntefli og 2 töp, markatalan -1. Það er því alveg ljóst að eitthvað verður að breytast.

Taflan lítur svona út

Staðan

Liverpool hefur gengið frekar erfiðlega með þetta WBA lið síðustu ár. Síðustu 5 deildarleikir á Anfield hafa skilað okkur 3 sigrum og 2 ósigrum.

Bæði lið byrjuði tímabilið frekar illa en hafa verið að koma til síðustu vikur. Liðin eru því á svipuðum stað þegar horft er til formtöflunar, reyndar eru flest lið þar á svipuðu róli utan Leicester, þeir eru í algjörum sérflokki. WBA hefur reyndar bara unnið einn leik af síðustu fimm, en það var góður 2-1 heimasigur gegn Arsenal.

Form

WBA

Hjá WBA eru flestir heilir. Held að það sé bara Foster og Sessegnon sem eru frá vegna meiðsla. Annars hefur Rondón ekki komið með þann kraft í liðið eins og vonir stóðu til, ekki skorað nema 3 mörk í þeim 13 leikjum sem hann hefur spilað. Honum til varnaðar verður reyndar að segjast að þjónustan er ekkert frábær. Berahino er hættur í fýlu og hefur einnig skorað 3 mörk en í 8 leikjum. Lambert er þarna auðvitað líka, en verið að spila sem þriðji striker og ekki fengið mikið af mínútum.

Þeirra helsti styrkleiki, að mínu mati, er miðjan og hraði Berahino, en þeir eru með þétta miðju í þeim Morrison, Fletcher og Yacob.

Ég ætla að skjóta á að Pulis geri tvær breytingar frá því gegn Spurs um síðustu helgi. Inn komi Berahino í stað Sessegnon og Yacob í stað McAuley.

Myhill

Dawson – Evans – Olsson – Brunt

Berahino – Morrison – Yacob – Fletcher – McClean
Rondón

Liverpool

Það má segja að það sé buisness as usual hjá okkar mönnum. Sturridge er auðvitað meiddur ásamt auðvitað þeim Ings, Gomez og Sakho. Coutinho og Henderson eiga aftur á móti að vera orðni leikfærir, en Henderson spilaði auðvitað á fimmtudaginn út í Sviss. Góðar fréttir bárust samt (loksins) í kvöld, en Flanagan (munið þið eftir honum?) er víst við það að hefja æfingar aftur eftir að hafa verið frá í 18 mánuði!

Klopp hefur verið að breyta liðinu talsvert mikið á milli evrópu-/bikarleikja og deildarleikja. Ég ætla þó að vona að hann breyti því ekki of mikið fyrir sunnudaginn. Vil t.a.m. sjá Lallana og Can áfram í liðinu.

Hvað vörnina varðar þá verður að teljast líklegt að Smith og Toure fái sér sæti á bekknum á kostnað Skrtel og Moreno.

Á miðjunni held ég að Can og Milner haldi sínu sæti og Lucas taki sér stöðu rétt fyrir aftan þá félaga. Ég er reyndar alveg á því að Milner eigi ekki að vera öruggur með sæti sitt í liðinu, það helst þó líklega í hendur við endurkomu Henderson á næstu vikum.

Það er erfiðast að spá fyrir um fremstu þrjá. Persónulega vil ég sjá Lallana og Firmino halda sæti sínu og Coutinho koma inn í stað Origi. Við eigum þó Ibe og Benteke ferska inni, þó svo að þessi ferskleiki hafi ekki beint sést í leik Benteke um síðustu helgi eftir að hann var hvíldur í leiknum gegn Southampton. Ég ætla því að skjóta á að það verði Lallana og Origi sem detta út og inn komi Benteke og Coutinho.

Spái því að liðið verði svona:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno

Milner – Lucas – Can
Firmino – Benteke – Coutinho

Spá

Þetta verður erfiður leikur, þeir eru það alltaf fyrir Liverpool þegar Tony Pulis lið kemur í heimsókn. Þetta er aftur á móti must win leikur. Við bara verðum að fara að ná nokkrum sigurleikjum í röð á heimavelli og fara að byggja upp smá vígi áður en öll stóru liðin fara að koma í heimsókn. Það hjálpar okkur voðalega lítið að vera búnir með alla erfiðustu útileikina á meðan árangurinn á Anfield er jafn dapur og raun ber vitni.

Ég ætla að skjóta á að við fáum að sjá góðu hliðina á Liverpool um helgina. Þetta verður langt frá því að vera auðvelt en ég ætla samt að skjóta á 3-0 sigur okkar manna, Coutinho stimplar sig inn með marki, Skrtel setur eitt og Milner það þriðja.

Koma svo!

YNWA

17 Comments

  1. Bætum upp markaþurrð síðustu tveggja leikja og setjum 3 mörk eftir að hafa lent undir

  2. Sælir félagar

    Við setjum 3 – 1 á þetta og ræðum það ekkert frekar. Ég held nefnilega að pressan og hraðinn komi af fullu afli inn í þennan leik og staðan verði 2 – 0 í halfleik. Liðið sættast svo á sitt hvort markið í þeim seinni og niðurstaðan eins og ég sagði áður 3 – 1.

    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Vil sko alls ekki vera neikvæði gaurinn hérna en ég er skíthræddur við þennan leik. Þetta WBA-lið hentar strákunum hans Klopp frekar illa. Þeir eru er sterkir, liggja til baka og byggja á skyndisóknum. Og þjálfari þeirra er Tony Pullis, þarf að segja eitthvað meira?

    Við vorum illa “kjötaðir” á móti Newcastle og ég er skíthræddur um að það verði það sama upp á teningnum á morgun. WBA mætir á Anfield til að verja þetta eina stig með kjafti og klóm og það verður mjööög erfitt að brjóta þá. Þeir eru búnir að spila 7 útileiki og eru með markatöluna 4 – 5.

    Phil Babb var með áhugaverða punkta á Liverpool-stöðinni fyrir þennan leik. Þegar við erum að spila á útivelli þá sækja heimaliðin (sérstaklega sterku liðin) til sigurs á móti okkur og það hentar vel leikskipulagi Klopp þar sem við erum eldsnöggir í skyndisóknum og refsum grimmt. Allt annað er hins vegar upp á teningnum á móti hinum svokölluðu “minni” liðum sem liggja aftarlega og treysta á föst leikatriði og skyndisóknir. Babb líkti þessu við skák og leikmenn LFC þurfa að vera klókir, þolinmóðir og láta ekki óþolinmæði áhorfenda hafa áhrif á sig.

    Þetta verður hrikalega erfitt og gríðarlega mikilvægt að skora snemma í leiknum. Klopp á enn eftir að sýna okkur að hann eigi svör við svona varnarleik.

  4. Tony Pulla er snillingur að drepa niður leiki og er hans lið ótrúlega vel skipulagt. Ég trú því samt að liverpool vinnur 1-0 og verður það Lallana sem skorar það mark.

  5. Manjur tapar a moti Bournemouth hehehhe… Eg elska ad sja Giggs og Faen Gaal a bekknum thegar their eru ad tapa 🙂

    Nu er eins gott ad hala inn 3 stig og stimpla okkur inn i jolapakkann!

    KOMA SVO!!!

  6. hefðu þeir skrattast til að vinna newcastle þá væri meistaradeildarsæti staðreynd með sigri a mrg.. já eg er ennþá svekktur en vonandi náum við marki snemma á pulis spái 3-1

  7. Alger múrbrjótsleikur.
    Ef við förum í gegnum hann þá eru jólin að nálgast. Annars meidjör setback.
    Naga neglurnar.
    YNWA

  8. andskotinn hafi það.. vonast til að fá alvöru performance á morgun.
    firmino verður maður leiksins.

  9. Ég er nokkuð viss um að þessi leikur gengur útá að skora snemma, því lengur sem líður á leikinn því meira örvænta menn og wba skorar mögulega úr hljólastarspyrnu eða eitthvað álíka fáranlegt sem gerist næstum alltaf þegar wba spilar á anfield.

  10. Þetta verður tap, því miður.

    Held að allt sé að fara í sama farið og var hjá okkur.. Eftir tap í síðasta deildarleik og jafntefli á skautasvellinu í Sviss, þá kemur aftur upp sama þynnkan upp í okkar mönnum.

    En ég vona svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

    Prove me wrong lads.. please prove me wrong.

  11. Eftir að hafa lesið viðtal við Van Gal þá vona ég að Liverpool skori sigurmarkið því þá er líklegast að við vinnum. 🙂

  12. Sælir

    Mér finnst fullmikil “svartsýni” eða “neikvæðni” vera farin að koma fram á ný hjá okkur stuðningsmönnum, t.d. í kommentum á þessari frábæru síðu. Auðvitað verður þetta erfiður leikur, þeir eru það í raun allir í þessari deild þó að það komi einn og einn leikur þar sem annað liðið af einhverjum ástæðum bara er ekki mætt. Ég held t.d. að City leikurinn hafi verið okkar mönnum miklu auðveldari heldur en Swansea, en þetta er bara ekki hægt að vita fyrirfram.

    Liðið okkar hefur gæðin til að vinna alla í þessari deild og núna höfum við líka þjálfarann til þess að koma liðinu tilbúnu á völlinn þannig að líkurnar á því að við séum liðið sem “mætti ekki” eru minni en áður. Hann hefur líka sýnt það að þó að á móti blási (liðið lendi undir) missa leikmenn ekki hausinn heldur halda áfram og hafa oftar en ekki klárað dæmið.

    Við erum að mínu mati vel með hóp til að spila tvisvar í viku. Ég sé ekki annað en að við höfum rúllað á fleiri mönnum í okkar “virkudagaleikjum” heldur en hin “stóru” liðin og það skilaði okkur áfram. Við erum alltaf með nokkra (3-6) leikmenn alveg hvílda í þessum leikjum og ég hef bara fulla trú á því að það sé nægilegt til að halda deildarforminu í lagi. Það er hinsvegar hættulegt ef leikmenn fara að trúa einhverri möntru um að allt sé svo erfitt og vonlaust eftir leik í miðri viku. Það getur hæglega náð til manna og haft áhrif í raunveruleikanum. Þetta þurfum við stuðningsmenn líka að hafa hugfast og hafa trú á verkefninu.

    Ég held að það sé lykilatriði að vera jákvæður og bjartsýnn og yrði hæst ánægður með 1-0 sigur.

  13. Treysti Klopp 100% í þetta ! Hann einsog ég og aðrir Liverpool menn og konur vill fara að breyta heimavellinum í alvöru virki og þessi leikur er frysta skerfið í þá átt !! 3-0

  14. Heimavöllur hefur ekki hjálpað okkur, en kannski verður breyting á því núna. Áfram Liverpool!!!!!!!!!

  15. Nú þurfa Benteke og Firmino að girða í brók og sýna hvers vegna stórum fjárhæðum var ausað fyrir þá. Ibe að klára þessa seinnustu ákvörðunartöku og þá fáum við að sjá mörk á Anfield.
    Tilfinningin er sú að þetta verður steinndautt jafntefli.

Sion 0-0 Liverpool

Byrjunarliðið komið