Sion á fimmtudaginn + Sturridge meiddur!

Síðasti leikurinn í riðlakeppninni verður í Sion í suður Sviss. Sion er nálægt landamærum bæði Frakklands og Ítalíu en borgin er mjög fjölþjóðleg. Íbúafjöldinn er talin vera tæplega 35.000 manns og af þeim fjölda er talið að 27% séu útlendingar, aðaltungumálið á svæðinu er franska en líkt og annarsstaðar í Sviss er ekki óalgengt að menn tali 2-3 tungumál.

Þetta verður í þriðja skiptið á stuttum tíma sem Liverpool mætir liði frá Sviss og gerði ég landinu skil fyrir leikinn gegn Young Boys Bern árið 2012 og aftur fyrir leikinn gegn Basel árið 2014.

Sion er gamalgróið lið í Sviss, stofnað árið 1909 en þeir voru í neðrideildum til ársins 1962 er liðið komst í efstu deild í fyrsta skipti. Þremur árum seinna unnu þeir sinn fyrsta bikarmeistaratitil en liðið er aðal bikarliðið í Sviss með 13 bikarmeistaratitla frá 1965 sem er ótrúlegt. Deildina hafa þeir aðeins unnið tvisvar, fyrst árið 1992 og svo aftur tímabilið 1996-97 en það ár mætti Sion einmitt Liverpool í fyrsta skipti, sú keppni hét Evrópukeppni bikarhafa og er ein af forverum Evrópudeildarinnar. Báðir leikir enduðu með sigri Liverpool, 1-2 úti og 6-3 heima í leik þar sem Svisslendingarnir komust þrisvar sinnum yfir en var alltaf svarað.

Leikurinn fer fram á Stade Tourbillon heimavelli Sion sem tekur 16.000 manns í sæti. Þetta er fjölnota íþróttavöllur en þó ekki með hlaupabraut. Hann var byggður nokkrum árum eftir að liðið komst í efstu deild og svo endurbættur árið 1989.
Sion völlurinn

Sion er sem stendur í 6. sæti í Svissnesku deildinni eftir 18.umferðir en hafa ber í huga að þetta er tíu liða deild. Um helgina töpuðu þeir gegn FC Zurich 1-0 á útivelli.

Á síðasta ári endaði Sion í 7.sæti en er að spila í Evrópudeildinni þökk sé sigri liðsins í bikarkeppninni á síðasta tímabili, nema hvað?


Nóg um Sion.

Það verður vægt til orða tekið mjög fróðlegt að sjá hvað Jurgen Klopp gerir fyrir þennan leik í ljósi þess að Liverpool er nú þegar komið áfram í riðlinum og það er afar takmarkað og frekar óljóst hvað er á því að græða að vinna riðilinn vs það að hafna í öðru sæti. Hver svo sem ávinningurinn er þá er hann ekki þess virði að tefla næsta deildarleik á nokkurn hátt í hættu. Liðið varð undir í baráttunni um helgina gegn Newcastle af öllum liðum og virtist gríðarlegt leikjaálag undanfarið bíta þar í rassinn á hópnum.

Þeir 11 sem byrja gegn W.B.A um helgina eiga ekki einu sinni að fara með til Sviss ef þú spyrð mig og helst myndi ég skilja Klopp eftir líka. Þessi leikur skiptir engu máli í mínum huga.

Eina undantekningin er Jordan Henderson en þá auðvitað eingöngu vegna þess að honum vantar töluvert upp á leikformið og þarna gæti verið tækifæri til að vinna í því. Sama ætti við um Daniel Sturridge ef ekki hefðu lekið fréttir þess efnis að hann væri enn eina ferðina kominn á meiðslalistann. Hann er auðvitað meingallað eintak, séu fréttir af meiðslum hans réttar þá spyr maður enn og aftur hvort það sé þess virði að vera stóla svona á hann? Svosem ekkert annað í boði eins og er en nokkuð ljóst að Sturridge er mest pirrandi leikmaður í sögu Liverpool og líklega ein mesta meiðslahrúga sem spilað hefur svona mörg ár í deildinni. Gott ef Diaby er ekki bara þar með talinn líka, svei mér þá.


En hvernig væri byrjunarliðið ef það inniheldur engan sem spilar um helgina? Án þess að hafa trú á því set ég þetta ca. svona saman.

Sion - Lið Liverpool
Bókstaflega það sem er til afgangs í vörnina fyrir þá fimm sem spila allajafna. Hafði Cleary þar sem hann var eini miðvörðurinn sem ég fann í hópnum sem er ekki meiddur eða á láni. Man ekki eftir því að hafa fylgst sérstaklega með honum í leik áður og veit að hann er 1996 módel, treysti honum samt betur sem miðverði en Jose Enrique. Eins væri hægt að horfa til Can eða Lucas ef Klopp ætlaði sér að hvíla báða miðverðina.

Miðan sem ég stilli upp er reyndar ekkert algalin, vonandi fær Rossiter séns í þessum leik og eins Brannagan sem hefur verið mikið í hóp í vetur. Það er svo spurning hvort Henderson byrjar eða ekki en hann fer með myndi ég ætla.

Origi fær svo pottþétt þennan leik, bara spurning hvaða tveir verða með honum.

Gegn WBA myndi ég þá horfa á þetta einhvernvegin svona

Vörnin velur sig sjálf, Can myndi ég vilja í Tony Pulis baráttuna frekar en Lucas m.v. síðasta leik án þess þó að vilja eyða kröftum Lucas í Sion leikinn. Henderson er auðvitað óvissuatriði en hann fer vonandi að geta byrjað leiki.

Sóknarlínan þá eins og gegn City um daginn með Benteke og Origi til vara. Sturridge getum við endanlega hætt að hugsa um.

Glætan að Klopp leggi þetta upp eins og ég er að gera mér vonir um, líklega ferðast megnið af liðinu til Sviss og heim aftur á föstudaginn og nær þar með 1-2 degi í undirbúning fyrir leikinn gegn W.B.A.

Spá:
Sama hvaða útgáfa af Liverpool mætir til leiks spái ég að þetta fari 1-1

27 Comments

 1. Daniel Sturridge enn á ný meiddur, úff strákgarmurinn hlýtur að vera búinn á því eftir þessi endalausu meiðsli.

 2. Eg vona ad okkar menn fai ManUnited fljotlega i evropudeildinni,nei betra ad fa ta i urslitaleiknum tegar Liverpool verda komnir i meistaradeildina og united hafa endad i fimmta.

 3. Vonandi fá margir ungir strákar sénsinn í þessum leik, þá verður gaman að fylgjast með.

  Liverpool verða svo að kaupa striker í janúar og ekkert sem ætti að hafa hærri forgang en það – markaskorunin í deild er fyrir neðan allar hellur helvítis og er að kosta okkur allt of mörg stig, því við fáum nánast alltaf á okkur mörk.

 4. Sturridge er bara eins og góða veðrið á Íslandi. Maður gerir aldrei ráð fyrir því og um leið og það kemur þá er það farið út í veður og vind.

  Ef gæinn verður 26-30% heill næstu mánuði og næsta tímabil höfum við ekkert við hann að gera. Því miður. Rándýr starfsmaður sem mætir aldrei til vinnu.

 5. Eru þessi meiðsli ekki bara það sem Klopp vara að tala um að mætti búst við hjá mönnum sem eru að koma til baka úr langtíma meiðslum? Líkaminn þarf bara að venjast þessu álagi aftur.

 6. Takk fyrir góða upphitun 🙂

  Miðað við meiðslin sem hrjá okkur eftir að Klopp kom þá mætti halda að menn hafi verið að spila félagsvist hjá BR. Menn í toppformi hrynja í meiðsli við smá áherslubreytingar hjá þjálfara, ótrúlega skrítið að mínu mati. Mikið hlakka ég til þegar okkar elskulegi manager verður búinn að velja leikmenn eftir sínu höfði og þegar menn verða búnir að venjast því að hlaupa aðeins meira en áður 🙂

  Það eru ótrúlega bjartir tímar, þó svo að þetta helvítis tap á móti newcastle hafi sviðið ofan í kviku því maður var kominn á pínu flug með liðið okkar og er það nokkuð skrítið miðað við rönnið sem við höfum verið á OG flest toppliðin að gera í buxurnar. Eftir svona tapleik þá eiga menn að koma einbeittari tilbaka og ég er þess fullviss um að við munum eiga nokkur mjög góð rönn áður en sumarið brestur á.

  Klopp á skilið að fá pressulaust tímabil núna, allur árangur sbr. top 4 í deild og einhver bikar yrði bara stórkostlegur árangur hjá Mr.Smiley okkar.

  Ég er fullur af bjartsýni og eftirvæntingu og hef fengið þessa gleðitilfinningu á nýjan leik sem fylgir því að vera Liverpoolmaður. Sú tilfinning fauk út um gluggann í undanúrslitunum á móti A.Villa í vor og svo ekki sé talað um viðbjóðinn á Britannia. Okkur lengir eftir stöðugleika og hann mun koma, það er á hreinu.

 7. Sturridge er eins og besti konfektmolinn í kassanum. Við vitum af honum þarna en það er bara allt of lítið af honum og hann fer fljótt.

  Ég er stuðningsmaður þess að algert varalið spili á fimmtudaginn. Svo dreymir mig um scums í evrópudrætti næstu umferðar ef reglur skemma það ekki. Vil henda þeim út úr keppninni.

  Vonast eftir deildar-rönni til jóla svo hátíðarleikirnir verði ennþá kræsilegri og vonandi að gamla árið verði kvatt með flugeldasýningu.

  Er samt viðbúinn hverri þeirri kröppu lægð sem gæti skollið á, það er þolinmæðisverk í gangi. Þess vegna er þetta svona gaman.

  YNWA

 8. Sælir félagar

  Ég nenni ekki að ræða þennan leik. Ég er sammála Einari M að hann skiptir minna en engu máli. Hinsvegar er ég orðinn þreyttur á þumlaskorti og því að spurningar um þumla eru algerlega hundsaðar af frábærum umsjónarmönnum þessarar síðu. Ef þetta væru ekki þessir úrvalsdrengir þá yrði maður fullkomlega brjálsður útí þá.

  Þar af leiðir að ég verð að vera brjálaður við einhvern annan. Ætti ég að vera brjálaður til dæmis við þann galna MU stjórann. En nei, ég er ánægður með hann. Hvað um Mótorkjaftinn. Nei ekki heldur hann er að gera það sem hann er bestur í og gerir það mjög vel.

  Ég nenni sem sagt ekki að vera brjálaður út í neinn enda er þórðargleði mín mikil um þessar mundir. En mikið væri gaman að heyra eitthvað af þumlunum sem mig vantar svo mikið þegar góð komment fæðast á þessari slóð.

  Það er nú þannig

  YNWA

 9. “Sturridge er mest pirrandi leikmaður í sögu Liverpool”

  Ég veit að þetta er sagt í pirringi og er ekki meint illa, en mér finnst ekki heppilegt að orða þetta á þennan hátt með Sturridge. Hann er hrikalega óheppinn með meiðsli og gefur allt sitt þegar hann er heill og er þá óviðjafnalegur.

  Það að hann sé svona oft meiddur er mjög, mjög pirrandi, en hann sjálfur er ekki pirrandi, þvert á móti, það er unun að fylgjast með drengnum á vellinum.

  Vill ekki vera með leiðindi, bara smá ábending 🙂

 10. Hér eru nokkur þumla plugin sem síðuhaldarar geta kíkt á. Ef þeir eru ekki þegar búnir að því þar sem ég efast ekki um að þeir séu jafn ákafir og við hin í að koma þessu inn aftur.
  Þarna er líka verið að bjóða upp á niður þumal í sumum tilfellum.

  https://wordpress.org/plugins/thumbs-rating/
  http://www.wpsolver.com/thumbs-up-thumbs-down-plugins-for-wordpress/
  http://codecanyon.net/item/vote-up-down-wordpress-plugin/12058081

 11. Held það sé útilokað að Klopp sé að fara spila einhverjum krakka í miðverðinum á móti Sion og ég held að honum muni spila sterkara liði en menn halda enda held ég að hann engan áhuga á að tapa tveimur leikjum i röð

 12. í ljósi þumlaumræðunnar, þá langar mig að henda aftur inn ábendingu sem ég kom með í annarri færslu fyrir um mánuði síðan, en fékk engin viðbrögð. Þar spurði ég hvort ykkur hefði aldrei dottið í hug að nota Disqus fyrir kommentakerfið.

  https://wordpress.org/plugins/disqus-comment-system/

  Nokkrir kostir:

  Support for importing existing comments
  Threaded comments and replies
  Powerful moderation and admin tools
  Comments indexable by search engines (SEO-friendly)
  Auto-sync (backup) of comments with Disqus and WordPress database
  Notifications and reply by email
  Subscribe and RSS options
  Aggregated comments and social mentions
  Full spam filtering, blacklists and whitelists
  Increased exposure and readership

  Og það er innbyggt að hægt sé að „þumla“ komment bæði upp og niður.

  Svo ef ykkur vantar hjálp við að virkja þetta, þá er ég viss um að einhver kop.is aðdáandi, sem hefur kunnáttuna, er tilbúinn að leggja hönd á plóg, pro bono.

 13. Sælir félagar

  Styrmir og Dude eru með þetta kæru síðuhaldarar

  Það er nú þannig

  YNWA

 14. Veit einhver hvort að það sé hægt að kaupa áskrift að þessum leik eins og utd draslleiknum?

 15. #16 held ekki en aldrei myndi ég borga hvort sem er 2300 krónur fyrir að horfa á einn leik, jú kannski einhvern úrslitaleik en þvílika bull verðið á þessu!

 16. Sælir félagar

  Ég nota vefmiðil sem heitir “streamtvbox.com” og borga fyrir hann 10,99 pund á mánuði. Þar hefi ég aðgang að öllum leikjum sem ég hefi áhuga á og reyndar miklu fleirum. Streymið er mjög gott (HD gæði) og einfalt að plögga sig við sjónvarpið ef ég vil horfa í stærri skala. Það þarf enga aukahluti nema snúruna frá tölvunni í sjónvarpið.

  Þar með er ég laus við að borga 365 okrurunum tugi og hundruð þúsunda á ári og hefi aðgang að mun meira efni en ég get nokkurntíma horft á. Þar að auki eru kvikmyndir (3 rásir), box og fleira af því tagi (Gunnara Nelson) allar helstu deildir Evrópu í fótbolta, körfubolti (Ameríka og Evrópa) tennis, golf og bara nefndu það og allt þetta fyrir 2500 kall. Gefið skít í 365 miðla og farið í streymið,

  Það er nú þannig

  YNWA

 17. Sýnist að þetta comment kerfi myndi ekki gagnast á þessari síðu þar sem það er ekki samhæft við núverandi wordpress útgáfu. Kerfið var síðast uppfært fyrir ári síðan sem er frekar lélegt þar sem það eru yfir 200.000 notendur með þetta uppsett hjá sér. Myndi ekki treysta því sjálfur.

  En að leiknum að þá er mér nokk sama hvernig þetta fer. Við erum komnir áfram og það er það eina sem skiptir máli. Næ heldur ekki að horfa á leikinn þannig að ég er bara sultuslakur.

  Hef meiri áhyggjur af næsta deildarleik á móti WBA. Þann leik VERÐUM við að VINNA!!!

 18. Svo verður fróðlegt að sjá hvaða öpp koma í Apple TV sem bjóða streymi. Maður gæti jafnvel losað sig við myndlykilinn líka og notað bara Apple TV eða sambærilegar græjur. 🙂

 19. Sturridge er ekki fyrsti leikmaðurinn sem meiðist og nær ser ekki a fullt aftur. Torres, Kewell og margir fleiri….. thannig að utlitið er ansi svart fyrir hann. Held að Liverpool ætti að reyna finna kaupanda næsta sumar ef batahorfurnar eru ekki betri en thað að hann geti spriklað i viku.

  Chelsea, City, United eru lið með fullt af seðlum og væru abyggilega til i hann sem 3-4 kost enda drullugoður. Minni lið gætu reynt að fa hann a einhverjum spes kjörum….en kannski er ekkert lið til i að taka ahættuna.

  Allavega tharf Liverpool að plana sina framtið an Sturridge og eru svosem agætlega settir finnst mer. Benteke er finn og Origi er efnilegur siðan eru margir lunknir soknarspilarar til lika Firmino, Coutinho, Ibe, Lallana, Markovic. Held að Liverpool thurfi ekkert að hlaupa ut i buð eftir öðrum soknarmanni.

 20. Ég er líka að nota StreamTvBox til að ná í hvaða bolta sem er. Það er líka hægt að ná þeim í gegn um KODI.
  https://en.wikipedia.org/wiki/Kodi_(software)

  Ég keypti svo Android M8 box á aliexpress fyrir skid og ingenting og er að streyma herlegheitunum í gegn um það (via KODI) á varpið í gegnum HDMI tengingu.

  http://www.geekbuying.com/item/M8-Android-TV-BOX-Amlogic-S802-2G-8G-XBMC-USB-2-0-Android-4-3-Android-4-4-KitKat-OS-Black-324690.html

  KODI býður upp á fjölmargar leiðir til að horfa á beinar útsendingar (frítt) en gæðin geta verið frábær yfir í að vera höktandi. Þess vegna tók ég áskrift að StreamTvBox til að geta bara verið viss um að þetta verði í lagi. Mæli með þessari leið 🙂

  Svo erum við víst að fara að kaupa þennan:
  http://www.mbl.is/sport/enski/2015/12/10/liverpool_ad_fa_uthvildan_grosskreutz/

 21. Að kaupa ódýra áskrift á netinu til að horfa á enska boltann getur verið hættulegt. Hættan fellst í því ef maður notar kreditkort og síðan sem selur er óheiðarleg þá getur hún stolið af kortinu.

  Það má líka deila um hvort Stöð 2 sé okurstöð. Þeir eru allavega að skila tapi. Það voru nokkrir bankamenn sem settu alltof margar krónur í umferð sem leiddi til þess að verðbólgan fór á flug. Áhugavert væri að skoða hækkun á verði Stöð 2 sport vs. hækkun á verðlagi.

  Ég er enginn aðdáandi Stöðvar 2 en allt í lagi að benda á þetta.

 22. Það er líka einfalt mál að vera með fyrirframgreitt kort í netverslun.

 23. Sælir félagar

  Ég vil benda á sögu sem ég segi á Facebook um samskipti mín við 365 miðla. Nenni ekki að endurtaka söguna hér enda á hún svo sem ekki heima hér. Eftir þá reynslu mína af viðskiptum við 365 miðla tel ég það apparat vera skítafyrirtæki og ekki heiðarlegum mönnum bjóðandi að versla við þá. Hvort þeir eru okrara líka verður hver og einn að meta fyrir sig en ég tel þá vera það.

  Það er nú þannig

  YNWA

Exeter mótherjinn í FA bikarnum

Liðið gegn Sion