Exeter mótherjinn í FA bikarnum

Dregið var í 3.umferð FA bikarsins í kvöld.

Mótherjar okkar koma af suðurströndinn, lið Exeter City fær okkar menn í heimsókn á heimavöll sinn, St. James Park.

Lið Exeter situr í 11.sæti League Two (D-deildinni) með 30 stig, þremur færri en lið Carlisle úr sömu deild sem við mættum í haust sællar minningar.

Fínn dráttur held ég hljóti að vera, enginn sérlega stór dráttur kom upp úr “hattinum” góða að þessu sinni, öll stóru liðin fengu tiltölulega einföld verkefni og ættu að komast áfram. Stórleikur umferðarinnar sennilega Tottenham – Leicester.

12 Comments

 1. Fjórir koppar ennþá í boði og árið næstum búið og 50% af byrjunarliðinu hefur verið á sjúkralistanum. Það mun eitthvað stórkostlegt gerast á næsta ári!

 2. Klopp hlýtur að nota menn sem ekki geta skorað eins og Rogers gerði hahahahaha

 3. #4 Kæmi manni ekki á óvart, við verðum að hætta að treysta á þennan mann því miður.

 4. Kannski er þetta 4 sæti hreinlega ofmetið. Við töulum um þetta fjórða sæti eins og að vinna titil en það er til lítils að komast þangað ef maður getur svo ekki neitt.

  Utd kemst ekki uppúr riðlinu í ár og verða með okkur í fimmtudagsboltanum. Og ekki lítur það vel út fyrir Arsenal á morgun. Ensku liðin hafa ekki getað blautann í þessari keppni undanfarið og það lítur jafnvel útfyrir að Englendingarnir fái bara 3 sæti á þarnæsta ári í CL.

  Auðvitað eru peningar í þessu en ef liðin eru hreinlega ekki að komast uppúr riðlunum sínum þá er þetta kannski svoldið ofmetið.

 5. #7 Styrmir
  fjórða sæti þýðir að við komumst í deild þeirra bestu, man utd náði fjórða sæti í fyrra en ekki við, þeir fengu tækifæri í meistaradeildinni en ekki við. við getum gert grín að þeim fyrir að hafa dottið svona út en sannleikurinn sá er að við komumst ekki í meistaradeildina, við erum að gera grín að þeim fyrir að detta á sama level og við. af tvennu illu er betra að ná fjórða sæti, fá meistaradeildapeningana og detta svo í evrópudeildina heldur en að fara beint í evrópudeildina.

 6. Hvað er samt að frétta með ensku liðin í Meistaradeildinni? Hvað þarf að gerast til þess að Arsenal komist áfram?

 7. Þeir þurfa að vinna Olympiakos í Grikklandi; annað hvort 2-3 eða með tveggja marka mun

 8. Man U að drulla upp á bak í meistaradeildinni.

  Sjáið hvað Barcelona/R,Madrid slátra öllum þessum liðum sem ensku liðinn eru að skít tapa fyrir.
  Er ekki frá því að Barcelona/Madrid mundu vinna ensku deildina með fullt hús stiga.
  Fyndið hvað enska pressan heldur að ensku liðinn séu betri en öll önnur og eiga að vinna auðveldan sigur í þýskalandi og frakklandi.
  Furða sig svo alltaf á því hvernig ensk lið tapa á moti ( olympiakos ) og þess háttar liðum, olympiakos eru með fullt hús stiga i sinni deild eru að spila hrikalega flottan bolta.

  Staðan er bara sú að á síðustu 10-15 árum hefur evrópski boltinn breyst helling, öll félög eru að verða atvinnumanna lið, það er ekki langt siðan að Psg i Frakkalandi var með ömurlegt mötuneyti, kaupandi leikmenn á 50 milljónir evra og vera með sloppy joe’s i matinn…

  Svo ég er nokkuð viss um að munurinn á milli stóru klúbbana og litlu klúbbana i evrópu sé að verða minni og minni, allir leikmenn eru i 100% topformi og eru atvinnumenn sem þeir voru ekki fyrir 10-15 árum, þá voru oft 5-6 atvinnumenn og rest voru góðir fótboltamenn en í klúbbum sem voru ekki með rétt hugarfar.
  Í dag sjáum við meiri pening og betri umgjörð i kringum leikmenn sem skilar sér i betri fótboltamönnum.
  Á næstu árum eigum við eftir að sjá ensku liðinn meira og meira strögla með að komast upp úr sýnum riðli, sem er bara eðlileg og skemmtileg þróun.
  Betri fótbolti og fleirri leikmenn/lið til að fylgjast með.

  Þetta á auðvitað lika við um ensku deildina i heild sinni, betri og betri “meðal lið” þar sem allir klúbbar eru að hækka sinn standard í þjálfun og umgjörð i kringum leikmenn og kúbbana.
  Sjáum deildina í ár, öll lið að yfirspila “stóru liðinn” Liverpool, man u, man shitty, Arsenal eru að tapa aftur og aftur og enginn skillur nokkuð og hvaða bull sé i gangi.

  Svo eins lengi og við sjáum ekki Man u eða shitty, kaupa neymar,messi,suarez í einum pakka þá held ég að top 4 muni verða 8-12 liða keppni ekki 5-6 eins og siðstu ár.

Newcastle – Liverpool 2-0

Sion á fimmtudaginn + Sturridge meiddur!