Liðið gegn Newcastle

Byrjunarliðið kemur ekki mikið á óvart þannig séð en í það vantar samt Henderson, Coutinho, Sturridge, Sakho, Can og Lallana. Já og Origi sem skoraði þrennu í síðasta leik. Fín breidd það.

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno

Milner(c) – Lucas – Allen
Ibe
Benteke – Firmino

Bekkur: Bogdan, Toure, Henderson, Sturridge, Lallana, Origi, Randall

Tippa á að Klopp sé með sama kerfi og hann notaði í vikunni og Ibe verði fyrir aftan Firmino og Benteke. Ef ekki er það sama 4-3-3- upplegg og hann hefur reynt undanfarið, það hefur þó ekki náð miklu úr samstarfi Benteke og Firmino. Þeir eru þó bara rétt að byrja að spila saman.

Ekkert rugl í dag, koma svo.

109 Comments

 1. Sæl og blessuð.

  Fyrir fáeinum vikum hefði þessi uppstilling verið ávísun á 0-0 eða 1-0 tap. Lánlaust og marklaust miðjuþóf og svo væru allar líkur á að hinn hviki Firminho eða hinn lánlausi Benedikt myndu glutra niður þeim færum sem þeim áskotnuðust. Posession yrði ca. 75%, hornspyrnur 15, marktilraunir 10 þar af 2 á markið. Hnjúkaselið kæmist í eina sókn upp úr mistækum samleik Allens og Lovrens sem lyktaði með marki. Hananú og vessgú. #BRout

  Í dag er þessi sami hópur til alls líklegur og við bindum vonir við að Benedikt sé búinn að finna mójóið sitt eftir hörmungina gegn Svanavatninu og að Firminho haldi áfram á þeirri braut sem hann lagði á móti þeim fölbláu. Treystum því að allir tússpennar á Melwood séu þurrausnir eftir linnulausa töflufundi og að peppráðgjafar, markþjálfar og íþróttasálfræðingar séu raddlausir eftir meðferðina á sóknardúettinum.

  Þá fer þetta vel.

 2. Það eina sem skiptir mig máli er að Klopp er með liðið okkar.

  Erum i dauðafæri að blanda okkur i alvöru toppbaráttu… KOMA FOKKING SVO LIVERPOOL!!!!

 3. Ágætis lið og er ég viss um að Sturridge komi inn og setji þrennu!
  5-2 fyrir okkar menn. Koma svo
  You´ll never walk alone

 4. Sælir félagar,

  Standpínan í garð Herr Jürgen fer ört vaxandi, enda koma sigurleikirnir í hrunum. Þó að það sé ALLT of snemmt að tala um titilinn má hann eiga það að hann blés lífi í áhuga minn á boltasparki á ný. Þessi brjálaði metnaður og tilfinningatjáning hans eru hreinlega með ólíkindum. Fullyrði ég það að ekki er annað hægt en að hrífast með.

  Manni líður örlítið eins og ungum fjörkálf, nýkominn á markaðinn eftir slæmt samband. Greddan er ótrúleg, hvert einasta skotmark er auðvelt, og maður skorar líkt og aldrei fyrr.

  Með tilliti til greddunnar og þess ótæmandi sjálfstrausts sem því fylgir spái ég 0-4 fyrir gestunum. Bobby Firm setur tvö, Stjáni Benteke og Lucas Fokking Leiva sjá um hin tvö.

  Góðar stundir!

 5. ?g er ekki allveg sammála klopp að setja studge og origi a bekkinn eftir að þeir hentu i 5 mörk i siðasta leik nu kemur i ljós hvort að liðið geti fundið benteke i lappirnar ekkert longball rugl koma svooo

 6. Spái 2-4 fyrir Liverpool. Benteke með 2, Firmino með 1 og Sturridge með 1 af bekknum. Kom svo!!!!!!!!

 7. Nú er ég pínuhræddur, hér spá allir meira og minna stórum sigri og væntingarnar flæða upp úr öllum bjórum. Ég verð því að mynda mótvægi og spái 1-1 jafntefli eða 1-0 tapi. Milner skorar úr víti ef við gerum jafntefli.

 8. Sammála Helga

  Halda sig á jörðinni og fagna ef vel gengur en ekki fyrirfram.

 9. Það sem hræðir mig mest er að Newcastle eru búnir að vera stjarnfræðilega lélegir svo það kæmi ekki á óvart ef það myndi breytast akkúrat í dag. Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér og leikurinn fari 1-2 fyrir Liverpool

 10. Til að geta fullyrt að Herr Klopp sé á réttri leið með þetta lið þarf það að vinna “sannfærandi” sigur í dag.

 11. Engin flugeldasýning. Mikið af mistökum hjá báðum liðum. Ströggl

 12. Jæja Ibe, hvernig væri að fitta til vinstri næst til að koma varnamanninum á óvart?

 13. Klopp þarf greinilega að setja innsogið á til að koma okkar mönnum almennilega í gang… koma svo Liverpool

 14. okkar menn ekki að skapa mikið en stjórnum samt leiknum. væri fínt ef eitthvað færi að gerast.

  sammala með Ibe taka hreyfingu til vinstri þegar hann kemur inna teiginn og na skoti i stað þess að fara alltaf að endalínunni og reyna setja boltann fyrir

 15. Horfi á leikinn, og flissa í hvert skipti sem ég sé Jóa litla Allen fara i physical battle við andstæðing.. Hann má eiga það að hann er að reyna, bara fyndið að sjá hann hrökklast undan Newc.mönnum í hvert skipti!

  Miðjan ekki nógu góð.. Hendo inn fyrir Allen i halfleik, Lallana fyrir Milner

 16. Týpsikt fyrir lið eins og Newcastle sem menn kvarta yfir að mæti aldrei motivated í leikina að berjast eins og ljón í dag.

 17. eg væri til i að sja Allen, Benteke og ibe alla utaf fyrir Henderson, Origi og Sturridge

 18. Benteke er svakalega hægur leikmaður. Hann er sterkur, góður í loftinu en hann er alls ekki hraður. Ekki maður til að penetrate-a varnir. Hann er líka búinn að klúðra frekar mikið af góðum færum undanfarið. Veit ekki með hann, voðalega einangraður alltaf þarna frammi.

 19. Without a doubt einn alversti hálfleikur undir Stjórn Klopp. Koma svo, klára þetta í seinni hálfleik!

 20. Hnjúkaselið komið með sjálfstraust. Glæsilegt.

  Allen, Lucas, Benedikt… hreint ekki að standa sig.

 21. Rosalega er Lucas vitlaus leikmaður, gerir ekkert annað en að ná sér í gul spjöld

 22. Finnst tessi midja ekki vera ad gera nogu vel. Treysti tvi samt ad Klopp finni lausn a tessu of ad lidid maeti mun sterkara i seinni!!! KOMA SVO!!!!

  YNWA

 23. Sturridge verkjaði í hvern vöðva eftir Southampton leikinn. Mig verkjar í hvern vöðva eftir að horfa á þennan fyrri hálfleik með Benedikt…

 24. Eg er ekki sð nenna þessu benteke bulli lengur henda sturridge og origi inn fyrir firmino og benteke i hálfleik annars fer ílla

 25. Lucas og Allen ekki að gera sig saman á miðjunni og ég er virkilega ósáttur með þennan ósið Lucas að brjóta af sér á hættulegum stöðum. Gerir ekki annað. Með þessu áframhaldi stefnir hann á að slá spjaldamet, yfir flest gul spjöld í ensku deildinni.

 26. Djöfull er þetta dapurt. Eins gott að meistari Klopp taki fram hárþurrkuna í hálfleik.

 27. Jafn hálfleikur. Liverpool meira með boltann en ekki að skapa sér mikið af færum. Það vantar klárlega aukaspyrnu og hornspyrnumann í liðið eftir að Gerrard hvarf frá. Það er enginn broddur lengur í föstum leikatriðum. Vörn Newcastle er búin að vera mjög góð og standa vel fyrir sínu og sama má segja um vörn Liverpool. Í raun finnst mér Lovren vera búinn að vera okkar besti maður. Hann hefur verið eins og klettur í vörninni.

  Ég spái breytingum í hálfleik. Mér finnst eins Jurgen Klopp hafi verið aðeins að átta sig á Newcastle áður en hann veit til hvaða ráða hann á að grípa. Augljósast væri að senda okkar besta mann inn á. Sturridge.

 28. Það þarf klárlega að brjóta þennan ís, og ef við náum því þá hef ég ekki áhyggjur

 29. Álög á okkur?

  Höndla menn ekki pressuna að geta nánast sleikt toppinn með sigri?
  Vonandi hef ég rangt fyrir mér

 30. Djöfulsins dauðafæri sem að Benteke klúðraði áðan á línunni. Ef þú ert senter og klúðrar svona færi áttu því miður ekki mikið erindi í byrjunarliðinu.

 31. já, ég óttaðist þetta. Mjög erfitt og liðið er ekki að spila vel. Hef aldrei haft mikla trú á Lucas-Allen comboinu og sú trú er ekkert að aukast eftir þessar fyrstu 45 mínútur. Benteke og Firmino eru nánast týndir og akkúrat ekkert að gerast hjá okkur fram á við. Mjög sérstakt að báðir markmennirnir eru að reyna að tefja leikinn.

  Munum vonandi sjá breytingar og helst bara strax í hálfleik. Væri ömurlegt að ná ekki að klára þetta slaka Newcastle-lið. Þeir berjast samt eins og ljón eins og við var að búast.

 32. Stjórinn bað um að efasemdarmenn breytast í þá sem trúa og ég hef trú á að liðið nái að klára þetta.

  Mér finnst samt Lucas, Benteke og Millner hafa átt lélegan leik í dag.
  Ibe finnst mér hafa átt góða spretti en hann má stundum losa sig við boltan(stundum ekki alltaf) við höfum stundum verið að fylla boxið af leikmönum og í staðinn fyrir að senda boltan fyrir eða á menn fyrir utan teig þá hefur hann verið að reyna að gera hlutina sjálfur taka menn á eða skjóta – það er flott að hafa þá ógnun en stundum má bara senda fyrir.

  Newcastle liðið er að berjast vel en eru að reyna að drepa niður leikinn. Markvörðurinn er aukaspyrnusérfræðingurinn og þeir taka sér tíma í allt. 11 menn fyrir aftan boltan og svo er bara verið að negla fram þegar Liverpool kemur í pressu en sem komið er þá virðist þetta vera að virka hjá þeim en ég trúi því að okkar menn nái að opna vörnina hjá þeim í síðari.

  Ég vill sjá Lallana og Sturridge inná fyrir Benteke og Millner í síðari ef við erum ekkert að opna þá eftir 60 mín.

 33. Að mínu mati er Ibe í tómu rugli. Ákvarðanatakan er alveg skelfileg hjá honum

 34. Ekki nógu sprækir, vantar alvöru árásir i sóknina. Hlýtur að koma

 35. Ætla menn enn að halda því fram að Lucas sé mikilvægur þessu liði. Ég bara trú því ekki fyrr en á reynir að það sé ekki hægt að fá betri mann í þessa stöðu. Það er varla nóg að hafa mann sem bara hleypur og berst en getur ekki sent boltann.

 36. Vantar hlaup og energy í liðið. Sennilega þreyta komin í menn.

 37. Klaufagangur. Þetta Newcastle lið má skíta á sig. Mæta aldrei til leiks nema gegn stóru liðunum. Má eiginlega segja það sama um okkar lið líka. Hvaða rugl er þetta? Miðjan okkar búin að vera tekin ósmurð í rassgatið í dag. Newcastle að spila eins og Real Madrid í dag að sjálfsögðu.

 38. Þessi aðstoðardómari má fokka sér. Fokka sér. Þetta er einn af þessum fokking dögum.

 39. Newcastle unnið 2 leiki. Norwich, Bornmouth og wait for it…. Liverpool

 40. Miðja með Lucas og Allen er aldrei að fara vera nógu góð til að vinna deildina

 41. Eitt finnst mér skrítið, Klopp gerir 6, sex breytingar á milli leikja og öllum finnst það frábært, BR hefði verið aflífaður fyrir að gera 6 breytingar eftir 6-1 sigurleik?

 42. Djonson

  Þannig að þú hefðir viljað Randall, Bogdan, Sturridge sem er að stíga upp úr löngum meiðslum, Lallana sem er búinn að vera undir miklu leikjaálagi undanfarið og Can sem er í leikbanni til að byrja? Hugsa aðeins.

 43. jæjja þá er titillinn farinn…

  þar til við vinnum tvo leiki í röð næst

 44. Hvernig getur lið unnið leik 6-1 og mætt svo í næsta leik og spilað eins og neðrideildarlið?

 45. Það er Brendan bragur á þessu. Maður sá það strax að það vantaði alla orku í þetta hjá okkur í dag. Það er ekki hægt að vinna alla leiki.

 46. Þessi leikur er það slakur að maður trúir því varla að þetta sé enska úrvaldsdeildin. Mér líður eins og að ég sé að horfa á Bose mótið á sport tv.

 47. Trausti, var ekki að tala um breytingarnar sem slíkar og þó, ef þessir menn8fyrir utan Can) gátu rústað sterku liði Southampton, af hverju ekki að spila þeim gegn Newcastle, Sturridge,(nýkominn úr meiðslum) hefði ekki byrjað frekar en gegn Southampton, Hugsa aðeins

 48. Hvaða háloftaboltar eru þetta núna trekk í trekk, spilið andskotans fótbolta

 49. Eða er ég að rugla, byrjaði Sturridge gegn S´ton, my mistake bið afsökunar á ruglinu í mér!!!

 50. Klopp á að sekta menn fyrir að vera með hausinn svona langt uppi í rasgatinu á sér….ömurleg frammistaða leikmanna

 51. Jurgen klopp pappakassi helgarinnar. Setur ekki menn sem skora 5 mörk á bekkinn eftir þannig frammistöðu, þvílíkur trúður.

 52. Þetta er alveg stórskrítinn leikur. Mér finnst Liverpool hafa verið betri í þessum leik og Newcastle bara vera að spila uppá jafntefli þeir skora(sjálfsmark hjá Skrtel) og hanga á þessu og tekið af okkur löglegt mark.

  Þessi leikur í dag var ekkert verri en Swansea leikurinn um daginn en það voru of margir ekki að standa sig í dag.
  Lucas átti mjög dapran leik.
  Millner hlaup en kom ekkert úr því.
  Benteke virtist ekki nenna þessu
  Sturridge var verri en enginn í þessum leik eftir að hann kom inná.

  Mér fannst
  Lallana koma mjög sterkur inn.
  ibe átti ágæta spretti í fyrirhálfleik en var svo mjög dapur.
  Joe Allen átti fínan leik.
  Mér vannst varnarlínan okkar vera nokkuð solid í þessum leik. Mér fannst Newcastle varla fá færi fyrir utan mörkinn tvö annað óheppilegt sjálfsmark og hitt alveg í blálokinn þegar liðið henti öllum fram.
  Mér fannst Firminho ekki ná sér á strik en hefði viljað halda honum áfram inná á kostnað Millners.

  Þetta gekk ekki í dag en þá er það bara næsti leikur.

 53. Það er verið að rífa okkur vel aftur á jörðina og kannski það sem við þurftum bara, þetta lið á mikið eftir að gera. Það þarf eitthvað creative á þessa blessuðu miðju okkar.

 54. Þetta er hvorki fugl né fiskur,allir slappir miðjan léleg og je minn eini restin ónít,þeir áttu bara ekkert meira skilið úr þessum leik.

 55. Algjör skita gjörsamlega óásættanlegt að bera svona leik á borð fyrir áhagendur sýnir enn og aftur að við erum ekki með nógu góða leikmenn enda hvaðan átti sköpunin að koma í þessum leik kannski frá Allen eða Lucas.

 56. Þetta var bara einn af þessum dögum.
  Slök spilamennska, virkaði andlaust og ekkert að virka upp úr því. Við skoruðum löglegt mark og það var tekið af okkur, svona er þetta stundum.

  Það er bara eina í stöðunni að fara í næsta leik og vinna.

 57. Getur ekki ætlast til að skora mörk og vinna leiki þegar þú byrjar með einn senter og Lucas, Allen og Milner þar fyrir aftan. HVer á að búta til mörkin???
  Svo um miðjan seinni er Benteke og Firmino teknir út af??
  Engin sköpun eftir nema í Lallana og miðjudraugarnir eiga ekki séns að búa neitt til.
  Ég vonaðist eftir því að sjá Sturridge og Benteke saman og Firmino og Lallana. Getur ekki spilað á Allen, Milner og Lucas.
  COME ON!!!!!

 58. Afhverju tekur hann Firmino og Ibe útaf en heldur Lucas og Milner inná? Milner á ekki að fá að byrja næsta leik eftir þessa frammistöðu, í hvert skipti sem hann fékk boltann þá missti hann hann (átti samt góðan bolta þar sem Moreno skoraði), Lucas virtist stressaður og bara ekki með áhugan á leiknum. Allen var gerði ekkert rangt í þessum leik og hann og Lallana virtust einhvern veginn vera þeir einu sem nennti þessu.

 59. Jæja , gaman að vælukjóarnir séu vaknaðir eða þannig. Lélegur leikur sem við áttum þó alls ekki skilið að tapa en svona gengur þetta fyrir sig. Menn sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga og fengið mikið hrós undanfarið stóðu ekki undir væntingum sem og ýmsir fleiri. Það er samt erfitt að kingja því að fá svona á kjaftinn frá einu af botnliðunum og kennir vonandi Klopp að það er ekkert gefið í enska boltanum. Þú verður bara að stilla upp þínu sterkasta liði ef árangur á að nást.

 60. Af hverju má ekki væla? Er ekki ástæða til? Það sýnir að enn eru til menn með Liverpoolhjarta, ekki einhverja blöndu af sjélsíarsenaltottenhamsittí batteríi.
  Eða á bara að láta reka á reiðanum eins og þeir vildu sem voru með mynd af Rogers undir koddanum?
  Auðvitað ekki. Menn eiga að segja skoðun sína og það afdráttarlaust.
  Ekkert er leiðinlegra en þeir sem ekki hafa aðra skoðun en þá að skoðanir annarra séu slæmar.
  Höldum því áfram að tuða, væla og hafa skoðanir og vitum til; þeir einu sem fara í þennan svokallaða “vælubíl” eru einmitt þeir sem eru grenjandi yfir áræðni þeirra sem þora að láta álit sitt í ljós.

Newcastle á morgun

Newcastle – Liverpool 2-0