Kop.is Podcast #104

Einar Matthías stýrði þættinum og að þessu sinni voru þeir Maggi og SSteinn á línunni.

Umræðuefnið voru tveir góðir vinnusigrar síðustu viku og staða okkar manna í deildinni. Undir lokin var svo spáð í spilin fyrir næstu viku. Þétt spilað þessa dagana.

MP3: Þáttur 104

22 Comments

 1. Hvað ætli Mignolet sé búinn að fá margar mínútúr í síðustu 2 Podköstum??

  Ég skil ekki alveg hvað menn eru rosalega pirraðir útí hann. Hefur hann verið að tapa leikjum fyrir okkur?

  Hann hefur verið að verja rosalega vel og haldið oft hreinu. Mér finnst þetta svolítið dapurt að hann skuli fá allt þetta neikvæða umtal blessaður karlinn því hann reif sig heldur betur upp eftir eina mestu lægð sem maður hefur séð hjá markmanni og hélt hvað oftast hreinu í deildinni eftir það. Þess ber að geta að varnarvinnan í þessu liði hefur verið hræðileg síðan hann kom og ekki er það að hjálpa honum. Það er ekki hægt að skella allri skuld á hann meðan aðrir leikmenn hafa verið með allt niðrum sig.

  Þó svo að hann sé ekki eins góður og Reina að koma boltanum í leik þá VER hann þó bolta sem var eitthvað sem Reina var hættur að gera!! Hann er alltaf betri en Reina var síðustu 2 árin. Reina varði ekki orðið víti (sem hann var nú svo frægur fyrir) og í maður á mann var hann eins og keila.

  þetta er farið að minna smá á Lucas umræðuna um árið 🙂

  Öndum með nefinu 🙂

  Ég er Mignolet maður!!! Ég var reyndar líka Rodgers maður hahaha… það segir kannski allt.

  En þið eruð samt snilingar og takk fyrir enn eitt þriðjudagskvöldið.

 2. Maður leiksins heitir ekki Kan, hann heitir Dsjan.
  Annars bara allt gott…

 3. Jæja hlustunin á þri?judagsveisluna loki?.

  held a? ég hafi veri? nokku? samála flestu þarna

  þa? er òtrùlega spennandi a? fá hendo inn aftur
  hann er a? fara bæta li? sem hefur tapa? 1 leik af 10 helling svo menn meiga vera spenntir

  Vi? eigum a? sjálfsög?u a? stefna eins hátt og vi? getum e?a 1 sæti? èg sè ekki afhverju mi?a? vi? hvernig þessi deild er a? spilast ..

  Arsenal a? safna à mei?slalistann
  boring utd í vandræ?um me? a? skora og munu tapa stigum me? fullt af 0-0 jafnteflum
  Chelsea eru ì eitthverri læg?.
  City sáu ekki allir pirringin í yaya mòti liverpool?
  hann dettur ì sápuoperu fljòtlega
  og spurs er alltaf spurs.

  vissulega höfum vi? okkar vandamàl líka vi? erum bara ekki einir um þa?

  Èg held a? heppni muni spila stórt hlutverk innì lokastö?una hjà þessum líklegustu li?um þetta
  tìmabili?

  Svo er Janùargluggin eftir èg trùi því a? klopp sè me? às í ermi þar.

  annars got podcast a? vanda

 4. Já það er alveg rétt að rifja það upp í þessari Mignolet umræðu að hann er núna sá markmaður sem er með flest hrein lök á árinu 2015. Vissulega hafa aðrir markmenn verið að detta í meiðsli og eiga kannski færri leiki, en hann á þetta engu að síður. Það væri óskandi að það haldist út þetta tímabil, menn fá víst engin verðlaun fyrir almanaksárið.

  Auðvitað gerir hann mistök eins og allir, og er ekki Klopp að kalla eftir því að við sýnum leikmönnum skilning og traust? Hann gerir það a.m.k. sjálfur. Það vita það örugglega allir og Mignolet manna best að hann þarf að bæta það að koma boltanum fyrr í leik, og liðið þarf að velja það betur hvenær það gefur á hann. En á móti kemur að hann er með marga kosti, og hefur oft varið vel.

  En að Podcast spánni síðan síðast: þar var spáð fyrir um leikina á móti Bordeaux og Swansea. SSteinn, Einar Örn, Maggi og Einar Matthías spáðu allir rétt til um að báðir leikirnir myndu vinnast. Einar Matthías var þar að auki með markatöluna í Swansea rétta, og telst því sigurvegari þessarar umferðar (er þetta ekki annars örugglega keppni?).

  Að sjálfsögðu er búið að logga spárnar úr þessu podcasti, og svo er að sjá hvernig þær ganga eftir. Ég gat ekki heyrt neitt gullkorn í þetta skiptið á við það sem SSteinn sagði síðast: “Maður spilar ekki þessa deildarbikarleiki með fingrunum, og þar er Enrique góður. Hann er ekki góður með fótunum.”. Nema kannski trekant umræðan, en ég held við séum ekkert að rifja hana upp.

 5. Alltaf flottir í Pod-castinu!

  Er samt ekki alveg sammála ykkur með að það skipti nánast engu máli hvort við lendum í 2. eða 1. sæti í riðlinum.

  Liðin sem lenda í öðru sæti geta bara mætt þeim liðum sem unnu riðla sína í UEFA -league sem og fjórum sterkustu liðunum sem detta út úr Champions league. Sjá nánar hér ágætis síðu sem fjallar um UEFA-ranking.

  http://kassiesa.home.xs4all.nl/bert/uefa/seedel2015.html

 6. Mignolet með flest premier league hrein lök árið 2015 eða 14 talsins og getur enn bætt við þessa tölu.

 7. OK, takk fyrir info-ið #7. Ég var búinn að lesa það einhversstaðar áður að þetta væri allt seeded eftir UEFA listanum. Greinilegt að svo er ekki, þannig að það skiptir allt í einu orðið smá máli að vinna riðilinn.

  Einar Matthías, ég var einmitt aðeins hissa að enginn skyldi vera að fatta dæmið hjá með með Jose blessaðan. Fingrafimur er hann svo sannarlega.

 8. Sælir

  Ég hef nú ekkert þannig á móti Mignolet en horfum á það sem skiptir máli, sem er tímabilið núna.

  Mér sýnist að Liverpool sé búið að spila 21 leik á þessu tímabili og miðað við að Bogdan sé búinn að spila þessa 2 leiki sem við erum búnir með í League Cup eru þetta 19 hjá Mignolet. Af þessum 19 höfum við haldið markinu hreinu í 4 leikjum, eða rétt rúmlega 20%… sem getur nú ekki talist neitt sérstakt.

  Til samanburðar má nefna að Man Utd. hafa spilað 23 leiki á þessu tímabili og haldið hreinu í 13, eða 56%, eitthvað skipt á milli Romero og De Gea.

  Eftir að Klopp tók við eru þetta 10 leikir og markið hreint í 4, sem er þó mikil framför (Rubin Kazan og Bournmouth í LC eru 2 af þessum leikjum, þannig að Bogdan á annan þeirra).

  Mér finnst s.s. engin sérstök rök fyrir því að Mignolet sé eitthvað sérstakur í að halda hreinu, en hann er alveg skelfilegur á boltann… um það verður varla deilt.

 9. Frábært podcast, eins og venjulega, ekki að spyrja að því.

  Ein spurning, var einhver annar en ég sem upplifði eins og þetta væri tekið upp í mono og stjórnandinn var á annarri stereo-rásinni (vinstra megin í heyrnartólinu) en viðmælendurnir á hægra heyrnartólinu?

 10. Þó svo að lið fái á sig mörk þá er það ekki alltaf markmannsins.

  Það kom nú einhver tölfræði um daginn þar sem liverpool var búið að gera lang flest mistök sem leiddu til marka í deildinni og þar voru að mig minnir Skrtel og Can ofarlega.

  Svo hafa bakverðirnir okkar nú líka gefið mörk sem af er tímabils. Því er varla hægt að kenna Mignolet um nema hluta af þessum mörkum. Hann hefur hinsvegar nánst í hverjum einasta leik átt þvílíku markvörslurnar á þessu tímabili.

  En öll bestu lið undanfarinna ára eiga það sameiginlegt að vera með heimsklassa markmenn svo ég myndi ekkert kvarta þó við uppfærðum þessa stöðu 🙂

  Er aðallega að segja að hann sé ekki svo slæmur eins og umræðan vill oft verða

 11. Það var sagt í brodkasti að Rissiter væri að koma til baka, en það kemur enginn til baka nema hann hafi eitthvað farið.

 12. Daginn

  Til að því sé haldið til haga þá er ég ekki að halda því fram að markmaðurinn beri alfarið ábyrgð á þessu. Bara að benda á að á þessu tímabili eru engin sérstök rök í “hreinum lökum” til að styðja við hann í markinu, að mínu mati.

  Mér finnst hann góður “shot stopper”, average maður á mann og eins og áður segir alveg skelfilegur á boltann.

 13. Virkilega sammála Inga Torfa hér að ofan. Ég tek glötuð útspörk (Mignolet) fram yfir glataða markvörslu (Reina) allan daginn…en hann er náttúrulega ekki jafn svalur það skiptir alltaf svona 60% máli.

 14. Varðandi Mignolet þá þurfum við ekki mikið að velta þeim málum lengur fyrir okkur. Hann er markmaður okkar nr. 1 og mun verða það áfram. Ég held að ég muni varla eftir jafn afdráttarlausri yfirlýsingu frá Klopp og í garð markmannsins á blaðamannafundi í gær. Klopp ber mikið traust til Mignolet og fjölmiðlar greina frá því að klúbburinn sé að bjóða honum nýjan betri samning.

  Það sem vekur nokkra athygli í því sambandi er að Mignolet er nú þegar á fimm ára samningi sem rennur ekki út fyrr en 2018 og mun vera á 60K á viku.

  Skilaboðin verða varla mikið skýrari.

 15. Þurfum ekki nýjan markmann í staðinn fyrir Mignolet. Væri hinsvegar alveg til í að fá sterkari varamarkmann til að auka samkeppnina um stöðuna.

 16. Er hægt að breyta í þessu sound cloud dæmi að hljóðið er ekki í stereo? Frekar spes að hlusta á þetta í bílnum hehe

 17. FJANDINN

  Ein spurning, var einhver annar en ég sem upplifði eins og þetta væri tekið upp í mono og stjórnandinn var á annarri stereo-rásinni (vinstra megin í heyrnartólinu) en viðmælendurnir á hægra heyrnartólinu?

  Skrifast á mig, uppfærði forritið rétt fyrir þátt og áttaði mig ekki á þessu.
  Skárra en að taka þáttinn ekki upp þannig að ég horfi á þetta sem framför 🙂

  Mögulega reddum við þessu á eftir.
  (Maggi, hvernig var þín upptaka? 🙂

 18. Hehe ég upplifði þetta já í mono en mér er alveg sama bara ef ég heyri í ykkur.
  Góður þáttur hjá ykkur eins og alltaf.
  En ég hugsaði til ykkar í dag eftir hádegi þar sem mér fannst að við þ.e.a.s. klúppurinn þyrfti að halda úti útvarpsstöð til að stytta stundirnar hjá manni í vinnunni.
  Mikið væri það nú gaman.
  Ég væri til í að borga hærra árgjald (frjáls framlög) ef þetta gæti orðið að veruleika.
  Vonandi eruð þið snillingar að hugsa svipað?
  En kannski eru þetta bara draumórar?

 19. Haha.. já ég, ég var á leiðinni til Svíþjóðar í morgun.

  Það var þvílíkur spenningur þegar ég sá að það var komið inn podcast í gærkvöldi enda er það fullkomið að hlusta á ykkur í flugi.

  Ég fattaði uppí flugstöð að ég gleymdi heyrnatólunum mínum heima, þannig að ég kom við í Elko keypti mér ný og smelti þeim beint í samband þá tók ég eftir því að hægra tólið virkaði ekki, ég fór aftur í Elko og spilaði fyrir starfsmanninn og hann baðst mig innilegrar afsökunar á að tækið væri gallað og lét mig hafa nýtt.

  Þegar ég setti það í samband og byrjaði aftur að spila þá var Maggi enþá að tala og það heyrðist bara í öðru eyranu, nú var ég farin að halda að öll sendingin hjá Elko væri gölluð, þannig að ég fór aftur og fann sama starfsmanninn og lét hann hlusta, eðlilega fór hann að leyta skýringa annarstaðar og fór að fikta í snúrunni á meðan hækkaði ég hljóðið í botn og til að gangast úr skugga um að ekkert væri að hækka/lækka takkanum, þá skyndilega greipst þú frammí þannig að aumingja starfsmaðurinn mátti þakka fyrir að halda heyrninni.

  Starfsmaðurinn sá sem betur fer aumur á mér og lét mig ekki greiða fyrir hin höfuðtólin.

  Vonandi er hann samt laus við helluna í eyranu.

  Þannig að svarið er: Já Einar það urðu fleirri varir við þetta en bara þú.

  YNWA

 20. Ef það væri hægt að setja læk þá myndi ég læka icelandfresh. Óborganlegt.
  Þið skuldið honum þann kalda sem hann annars hefði sötrað í Leifsstöð 🙂

  Ég er sammála mörgum að markmaður er ekki top priority enda erfitt að finna þá góða.
  Nema einhver í topp fimm dreymir um að spila fyrir Klopp .

  Ég hef alla trú á að desember verði gjöfulur þó álagið sé mikið, við erum klárlega vaxandi með vaxandi hóp.

  YNWA

Southamptonferðalag í deildarbikarnum

Liðið gegn Southampton