Liverpool – Swansea 1-0

Frábær vinnusigur á Swansea í dag, ekki var þetta fallegt en það skiptir ekki öllu á meðan stigin koma í hús.

Liverpool var án sinna bestu manna í hverri stöðu sem gerir þennan sigur ennþá sætari. Coutinho var frá vegna meiðsla, Lucas er í banni, Sakho er meiddur og þeir Sturridge og Henderson voru á bekknum. Liðið var því svona í dag.

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno

Milner – Can – Lallana

Ibe – Benteke – Firmino

Bekkur: Bogdan, Toure, Henderson, Sturridge, Allen, Origi, Randall

Liverpool byrjaði leikinn betur og pressan sem þeir settu á Swansea var nálægt því að skila árangri á 6.mínútu er Ibe komst einn í gegn en var of hægur að afgreiða færið. Varnarmaður Swansea tæklaði boltann frá honum en var mjög heppinn að skora ekki sjálfsmark þar sem boltinn fór í stöngina og út.

Þetta var hættulegasta færi fyrri hálfleiks, Liverpool var með gríðarlega yfirburði fyrsta hálftímann en gaf aðeins eftir er leið á hálfleikinn. Sóknaraðgerðirnar voru þó afar ósannfærandi og ótrúlega mikið af pirrandi failsendingum.

Seinni hálfleikur byrjaði á sömu nótum og okkar menn virkuðu ekki sannfærandi sóknarlega. Blessunarlega nældi Ibe í vítaspyrnu á 63.mínútu er fyrirgjöf hans fór í höndina á Neil Taylor. Aðstoðardómarinn sá þetta og flaggaði víti. James Milner fór á punktinn líkt og síðast þegar Liverpool fékk víti og skoraði af öryggi. Ísinn loksins brotinn.

Strax í kjölfarið kom Jordan Henderson inná fyrir Firmino og var honum vægast sagt vel tekið af Anfield. Frábært að fá hann loksins aftur í liðið. Stuttu seinna kom svo Sturridge inná fyrir Benteke og var svipað vel fagnað. Benteke hefur sannarlega átt betri daga reyndar eins og Firmino.

Þetta dugði okkar mönnum til sigurs þó lokamínúturnar hafi tekið á taugarnar. Frábært að vinna þennan leik.

Liðið klifrar aðeins upp töfluna um þessa helgi því flest öll liðin fyrir ofan okkur töpuðu stigum.

Maður leiksins.
Okkar menn virkuðu frekar þungir í dag þegar leið á leikinn og sérstaklega var þetta erfitt hjá sóknarmönnum Liverpool. Þeir sem mér fannst standa uppúr voru Moreno, Milner og Can. Moreno er að stökkbreytast í frábæran bakvörð undir stjórn Klopp, hann hefur líklega alltaf verið það en gat ekki sýnt það undir stjórn Rodgers frekar en aðrir varnarmenn. Milner var mjög duglegur á miðjunni og skoraði markið mikilvæga. Mann leiksins sem ég samt á Emre Can, hann fannst mér eiga miðjuna í dag og átti einn af sínum betri leikjum fyrir Liverpool. Frábært að sjá hvað hann er vaxandi líkt og Moreno.

45 Comments

 1. Gríðarlega mikilvæg 3 stig, á meðan nánast allir keppinautarnir eru að gera jafntefli í þessari umferð….. …..Klopp to the Top

 2. Langt frá því að vera sannfærandi… Vonandi batnar þetta hjá okkur í næstu leikjum. Margir sem littu bara ílla út, þá sérstaklega Benteke og Firmino sem gat ekki blautan. Gott að sjá Hendó aftur

 3. Þigg þrjú stig í vondri frammistöðu, það skiptir öllu máli auðvitað að tína inn stig, helst bara í vondum leikjum.

  Alveg augljóst að það þarf að skoða eitthvað í upplegginu á Anfield leikjunum, þetta var alltof hægt tempó eftir fyrstu 25 mínúturnar, boltaklapp og leikmenn að hlaupa ítrekað inn í sömu svæðin, þvælingur í gegnum miðjuna þemað í dag og Firmino og Lallana einfaldlega í einhverjum flækjustellingum allan tímann.

  Þá er fínt að lukkan detti og maður fá víti fyrir hendi (hárréttur dómur) og menn með taugar til að klára það. Fengum eitt færi í leiknum þegar varnarmaður dúndraði í stöng eftir 7 mínútur.

  Sannfærður um að Klopp er búinn að sjá þetta í þessum leikjum sem hann hefur verið að stýra á Anfield í öllum keppnum, þetta er ekki sama liðið og maður sér á ferðalögunum. Þegar það verður komið í lag sjáum við enn betri tíð.

  Frábært að vera kominn alveg í skottið á CL sætum á meðan enn höktir á sumum sviðum!!!

 4. Gríðarlega góð umferð græddum 2 stig á lester,utd,arsenal,tottenham og chelsea. Þetta var mjög stressandi í lokin swansea pökkuðu okkur saman á loka kaflanum og við vorum heppnir að fá þetta víti ekki oft sem þetta dettur með manni ! 😀

 5. Elska þessa ljótu sigra! 🙂

  Ekki var þetta fallegt en hafðist samt. 3 gríðarlega mikilvæg stig í hús og við allt í einu komnir upp í 6. sætið!

  Hvenær annars unnum við síðast 3 leiki í röð?

  Vil sjá algert varalið í leiknum á móti Southampton nk. miðvikudag í Mikka-mús bikarnum. 11 breytingar á byrjunarliðinu, ekkert flóknara.

 6. Betra liðið vann..söknuðum sma Coutinho magic en flott fyrir liðið að endurheimta Sturridge og Henderson tilbaka.

 7. Við fengum að sjá Hendo mættan aftur til leik sem og Sturridge, látið samt ekki koma ykkur á óvart ef þetta skyldi vera seinasti leikur Sturridge á þessu ári, nei nei vonandi kemur hann sterkur inn í hópinn.

  Mér fannst Emre Can vera maður leiksins, hann átti miðjuna skuldlaust og steig varla feilspor.
  En Firmino olli vonbrigðum, sennilega linkar hann best með Coutinho framar á vellinum.

  Mikið rosalega var þessi umferð góð fyrir okkar menn og við nálgumst þessi lið óðfluga.

 8. Það fer enginn á spítala eftir þennan leik. sem fer ekki í sögubækurnar. En við erum komnir í 6. sæti, hver hefði trúað því!!!!!!!! Kloppinn er búinn að breyta hugsunargangi leikmanna!!!!!!

  Áfram Liverpool.

 9. 3 stig, aukið sjálfstraust og söxum á liðin fyrir ofan. Magnað að vera tveimur stigum á eftir Tottenham miðað við allt það sem hefur gengið á. Ekki síst í ljósi þess að þetta Tottenham lið hefur verið ansi hæpað upp uppá síðkastið.

 10. svona eru scum búnir að vinna leiki í mörg ár, 1-0 sigur án þess að eiga leikina. Við þurfum að læra þetta líka.

  Það sem við þurfum í augnablikinu er stöðugleiki, semsagt eins og menn hafa komið inná að sigurinn á móti city skiptir litlu ef að þú vinnur ekki næsta leik í deildinni á móti einhverju miðlungsliði. Stöðugleiki er hlutur sem að Liverpool hefur vantað í mörg ár. En miðað við byrjun Klopps erum við að taka stórt skref fram á við! hvað erum við búnir að tapa mörgum leikjum með þennan meistara á hliðarlínunni?

 11. Yndisleg fótboltahelgi… Bara FRÁBÆRT!

  Hvað í fjandanum voru menn eiginlega að gera þarna síðustu mánuði?

  Er ekki hægt að ráða Klopparann til 67 ára og svo tekur sonur hans við og svo sonarsonur?

  Sterkur vinnusigur og ekkert er mikilvægara en það og ég hef á tilfinningunni að það muni eitthvað stórt gerast á þessu tímabili!

  YNWA!

 12. Sveittur eftir þennan sigur en lang lélagsti maður vallarins er lallana hann er bara alls ekki góður leikmaður nennir ekki að verjast og kann því miður varla að sækja en Can kom flottur inn núna allur að koma til 🙂

 13. Mér líst ekkert á það hvað Sturridge var slappur. Hvergi nálægt boltanum. Virkar alveg í rusli, karlanginn.

 14. sturridge gerði meira a sinum 20 min heldur en benteke sínar 80 , lallana var manna sprækastur þarna frammi að mínu mati og hvað átti sturridge að setja þrennu þegar swansea voru að dominatea okkur síðustu 20 min ?

 15. Ef Suares hefði verið með fyrstu 25 mínútur leiksinns hefði hann skorað amk 3 mörk . Annar eins girðingastaur og Benteke er ekki til ,hans eina hugsun var að láta sig detta til að fiska aukaspyrnur Daniel Sturridge er okkar eina von í framlínunni.

 16. Slir félagar

  Ég er sáttur. Loksins unnum við eftir fimmtudagsleik og það er gott. Við fengum 3 stig og það er líka gott.Við erum komnir í efsta pakkann og það er einnig gott. Öll liðin fyrir ofan okkur töpuðu stigum og það er enn betra. Við höfum Klopp fyrir stjóra og það er best.

  Það er nú þannig

  YNWA

 17. Sturridge spilaði fótbolta án þess að meiðast og því minn maður leiksins!

 18. Frábær skyldusigur. Henderson og Sturridge mættir.

  Sex stigum frá toppsæti og búnir með öll topp 6 liðin í fyrra (vor) á útivelli.
  Öll “topp”liðin að tapa stigum á móti minni spámönnum.

  Janúargluggi á leiðinni með Kloppáhrifum og mögulega alvörumönnum.

  Er eitthvað mögulegt í þessu…?

 19. Maður hefði grenjað ef við hefðum ekki náð að sigra þennan leik.
  Svo svekkjandi að fylgjast miklum yfirburðum sinna manna þegar árangurinn er lítill.

  Þetta hefur maður séð áður hjá þessu liði. Verkefnið er sem fyrr, hvernig getum við náð að nýta þessa yfirburði sem við oft sýnum í leik okkar svo það skili stigum í hús.

  Gaman að sjá Hendo og Studge aftur á vellinum, vonandi þeir haldist þar nú 🙂

  Sammála pistlahöfundi með Can og vörnina. Can hefur spilað vel undanfarið og vörnin virkar traustari. Vantaði bara sjálfstraustið????
  Svo frábært að liðin um og ofan okkur hafi tapað stigum. Nálgumst staðinn okkar! Þar sem við eigum heima! 🙂

  YNWA!

 20. Ljótur vinnusigur, en það eru jafn mörg stig fyrir þá eins og 5-0 sigur. Gott að celski, tottenham,man,utd, arsenal og leicester gerðu öll jafntefli í sínum leikjum.

  Nú er bara að vona að Kútur verði klár í næsta leik. Gott að fá líka Hendo og Sturridge aftur.

 21. Glæsilegt.
  Þrjú stig.
  Hreint lak.
  Emre Can bestur, átti miðjuna skuldlausa í dag.
  Nú er það bara að tryggja okkur inn í undanúrslitin í deildarbikarnun á miðvikudaginn.
  Allt á réttri leið.
  Glæsilegt.

 22. Þetta var statement, ljótt já en margt jákvætt. Sérstaklega að sjá Studge og Hendo.
  Nálgumst og St.James Park næst. Vil sjá vindla í rúðubikarnum og massinn fái smá hvíld.
  YNWA

 23. Sæl og blessuð.

  Hræddur er ég um að betra lið hefði látið okkur borga hátt verð fyrir slugsaskapinn. Hörmung var að sjá til hans Benedikts sem er farinn að vinna allsvakalega á Carrol, sívælandi og valtur. Gylfi var ógnarslakur og hefði á betri degi látið til sín taka. Kannske voru skilyrðin hreint ekki nógu góð, strekkingsvindur og kuldi.

  Var mjög hrifinn af Æb og skil ekki af hverju hann er ekki nefndur í sömu andrá og Can, Milner og Moreno. Hann var þindarlaus og skilaði þessu víti inn, þótt það hafi lyktað eins og kæstur ullarsokkur fyrir þá welsku.

  Ljóst er að mikið verk er óunnið. Þetta lið sem þarna mætti til leiks, getur tapað hvenær sem er, fyrir hverjum sem er. En þegar Coutinho, Henderson, Lucas og ég tala nú ekki um Sturridge verða komnir í stand þá verður þetta gaman.

 24. Á nú að hrauna yfir Benteke og aflífa hann helst? Þarf alltaf að röfla yfir einhverjum leikmanni? Við unnum andskotans leikinn!

 25. En það jákvæða var hvað Hendó kom inn með krafti hlakka til að fá hann inn 🙂

 26. Benteke hefur verið að skora og leggja upp en vandinn er að þegar hann er inná þá spilar Liverpool leiðinlegan fótbolta.

 27. Ljótur vinnusigur . Þetta er akkúrat það sem góð lið gera , vinna ljóta sigra þegar leikjaröðun er þétt og HEY ! 3 stig takk fyrir !

 28. Nú fer að koma að jákvæðu vandamáli hjá Klopp.. Lucas kemur inn úr banni, Hendo orðinn leikfær, Can að spila eins og Engill, og Milner að sanka mörkum að sér af punktinum..

  Ég ætla ekkert að reyna að fela það að ég vil Milner ekki í þetta lið ef Hendo er heill, þegar hann ætlaði að senda sendingu út á Clyne í dag, þá hlakkaði í mér, en þó ber að hrósa þar sem hægt er, í dag fannst mér hann talsvert skárri en oft áður.. Can finnst mér sjálfvalinn sem holding mid fyrir þessa frammistöðu, amk á Lucas að þurfa vel að hafa fyrir hlutunum til að komast aftur inn.

  Hendo verður eflaust ekki starting strax, þó ég myndi vilja sjá hann taka fyrri hálfl. Í næsta leik..

  En eins og ég segi, jákvætt vandamál fyrir Klopp, nú er bara að fá fleiri en 1 möguleika í hverja stöðu í vörninni, og þá myndi ég þora að veðja á okkur í toppbaráttu!

  Gaman að sjá að leikmenn þurfi að hafa fyrir sæti sínu í liðinu..

 29. Ég þráði aðeins 3 stig, allt annað væri bónus. Enginn bónus í dag, nema hreint lak.

  Við byrjuðum leikinn mjög vel, Klopp ætlaði greinilega að drepa leikinn í fæðingu og komast helst í 2-0 snemma svo að menn gætu tekið því rólega það sem eftir lifði leiks enda búið að vera álag á mönnum og mikið álag framundan. Leikmenn hafa misst mun meiri orku í þessum leik en þeir áttu að gera svo það má gera ráð fyrir erfiðum leik á miðvikudaginn. En ég veit ekki með ykkur, en ég vill leggja áherslu á þennan bikar svo að Klopp vinni bikar sem fyrst og komi skýrum skilaboðum á framfæri, hann er kominn til að sigra titla, sama hvað þeir heita.

  3 stig í dag og öll lið fyrir ofan okkur nema Man. City töpuðu stigum, frábær umferð og við erum í rauninni komnir í toppbaráttuna. 6 stig í toppsætið, það er bara alls ekki mikið. Stuðningmenn og leikmenn toppliðanna hugsa í dag: “Andskotinn, Liverpool farnir að pressa á okkur.” Verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

  Framundan í deildinni eru Newcastle úti, West Brom heima, Watford úti, Leicester heima og Sunderland úti. Getum við fengið mikið þægilegri jólatörn? Ef Liðið nær að klóra saman 13 stigum í desember (Sem er erfitt þar sem við eigum bikarleik og Evrópuleik líka) erum við kannski að sjá okkur í svipaðri stöðu og um jólin í hitteðfyrra.

  Frammistaðan í dag ýtir alls ekki undir bjartsýnina, en miðað við 6 sigra í síðustu 7 leikjum í öllum keppnum þá má alveg leifa sér að skoða svona hluti og láta sig dreyma. Er það ekki?

 30. Það voru fleiri lið að spila evrópuleik en Liverpool í vikunni og öll nema City og Liverpool töpuðu stigum. Gríðarlega mikilvægt og eitthvað sem okkar menn þurfa að venjast, þ.e. að spila á eftir evrópuleik. Liverpool verður nefnilega í CL á næsta tímabili. Sannið þið til.

 31. JAHÉRNA!!!!!!!

  Liverpool með 3 sigrar á 8 dögum. Þ.m.t. 1-4 sigur á City og það koma hér menn og eru neikvæðir.

  Fyrir nokkrum vikum var janúarglugginn það eina sem gaf mér von, nú er mér nánast sama um þennan janúarglugga því við eigum helling af flottum leikmönnum.

  Vá hvað ég er bjartsýnn.

 32. Ég er alsæll með þennan ljóta sigur. Okkar menn virkuðu þreyttir eftir leikinn a fimmtudag og nenntu bara að hápressa fyrstu 23 mínúturnar i dag. Can áberandi langbestur i okkar liði. Við eigum í erfiðleikum með lið sem liggja með 11 menn til baka og það er ekkert nýtt því þannig var það td hja Benitez a tímabilinu sem við enduðum í öðru sæti, ef eg man rett þa Gerðum við nokkur skíta jafntefli gegn smáliðum a anfield fyrir aramot það tímabilið og þetta höfum við seð hvert einasta ár síðan þá. þetta er eitthvert sem þarf að batna og eg hef trú á að það gerist ef okkar bestu menn drullast til að hætta að meiðast endalaust.

  sex stig i topsætið og búnir með öll bestu lið deildarinnar a útivelli. með smá rönni núna fram að aramótum þá verðum við ofan i toppliðunum þegar nýtt ar hefst og eg tel okkar lið alveg eins og hvert annað lið fyrir ofan okkur getað unnið deildina í ar þvi þessi deild er að spilast fáranlega, allir eru að tapa stigum.

  eg er allavega drullu sáttur með þrjú stig í erfiðum leik í dag 🙂

 33. Ég vildi 3 stig. Sem betur fer tókst það. Ég spáði 1-0 sigri og marki frá Benteke á 70min og ég er viss um það hefði gengið eftir ef Liverpool hefði ekki fengið víti. Fannst liðið heilt yfir spila þennan leik vel og ég er bjartsýnn á framhaldið.

  Ég er að leyfa mér að dreyma um meistaradeildarpeninga fyrir Klopp næsta sumar.

 34. mi?a? vi? blò?tökuna à lykilmönnum à þessu timabili plùs alla sem vantar bætust couto meiddur lucas bann vi? í dag hendo og studge eru svo rétt a? koma inn.

  3 leikir og 3 sigrar à 8 dögum.

  ég get nù ekki anna? en hrósa? þessu li?i.. fer a? hallast á a? þessi klopp sé kraftaverkakall…

 35. Auðvitað hefðum við öll viljað fá flugeldasýningu, en við vitum alveg að það er bara ekkert að gerast þegar lið mæta á Anfield og pakka í vörn. Ég er persónulega mjög sáttur með sigurinn, stigin 3 og hreina lakið. Og að ná því án Lucasar, Sakho og Coutinho (plús Hendo og Sturridge)? Það sýnir manni að þetta lið – sem mætti segja að sé hálf-B lið – er alveg fært um að vinna alls konar lið, bæði í deild, bikar og Evrópu.

  Nú verður gaman að sjá hvort einhverjir verða hvíldir í bikarnum í vikunni. Manni sýnist að með endurkomu Henderson og Sturridge þá sé nú breiddin aðeins að koma til, hver veit nema Teixeira fái aftur séns. En reyndar ekkert ólíklegt að það verði skellt í sterkt lið, eru þetta ekki 8 liða úrslit?

 36. getur einhver hent inn motd er bara búinn að finna einhvern link sem þú þarft að vera skráður á þetta popcorn time kjaftæði sem krefjast kreditkorts með fyrirfram þökk Svefnormur

 37. Ef að boltinn hefði farið stöng inn í staðinn fyrir stöng út þá fer allt “plan” Swansea út um gluggan og við hefðum sett 2-3 mörk i viðbót.

  Ég skil ekki hvernig menn ætlast til að liðið skori 2-5 mörk í 3 leiknum á 8 dögum og 4-5 okkar bestu menn eru meiddir eða eru að koma úr meiðslum.

  Spila á móti 10 manna vörn sem gengur út á að hlaupa úr sér lungun og berjast út í eitt þá þarft bara oft smá heppni í byrjun leiks eða maraþon þolimæði til að fá 3 stig sem leikurinn gengur út á.

 38. Það verður að taka mið að því við hvaða aðstæður þessi leikur var spilaður og á hvaða tíma. Veðurfar var ekki upp á marga fiska. margir menn meiddir og aðalliðið var nánast allt að spila á fimmtudeginum og eins og sást berlega þá var liðið ekki að pressa af sama krafti og það gerði gegn Man City.

  Það breytir því ekki að fyrstu 30 minuturnar voru fyrirtak og jafnvel þó að Swansea lá aftarlega, var liðið oft að koma sér í færi en það vantaði herslumuninn á að það kæmi mark upp úr því.

  Mér finnst Liverpool líklegra að skora núna þegar lið liggja aftarlega á velllinum en það gerði þegar Rodgers var við völd. Þar að auki er ekki verið að refsa okkur nærri eins mikið og var gert þegar Liverpool tapaði boltanum. Þá er farið strax í þessa pressu og boltanum náð undir eins. Þó Rodgers var sjálfur mikið fyrir hápressu, þá var hún ekki eins mikið úr öllum áttum og hún er frá Klopp og því var fyrirsjáanlegra að bregðast við hans aðferðum.

 39. Þetta var frábær sigur. Gott að geta líka sargað sig í gegnum hlutina þegar ekki er möguleiki á öðru. Reyndar var fyrsti hálftíminn þannig að ef menn hefðu verið aðeins effektívari hefðum við fengið að sjá 3-0 eins og á móti City. Þetta var hinsvegar heild yfir flott og svakalega mikilvæg stig komu í hús.

  En..nú er víða verið að birta myndir af Captain Fantastic að sprikla á Melwood með Klopp skælbrosandi. Mikið er þetta fögur sjón og iljar í þessum gaddi sem geysar um þessar mundir. Ef Gerrard er enn “með þetta” er ég viss um að Klopp plati hann til að skella sér aftur í gamla góða gallann….

Liðið gegn Swansea

Southamptonferðalag í deildarbikarnum