Byrjunarliðið komið

Þá er komið í ljós hverjir fá það verkefni að koma liðinu í 32ja liða úrslit.

Það eru:

Mignolet

Clyne – Toure – Lovren – Moreno

Lucas – Allen – Milner
Ibe – Firmino

Benteke

Á bekknum: Bogdan, Lallana, Can, Origi, Skrtel, Brannagan, Randall

Sturridge meiddur á fæti, er þess vegna ekki með. Coutinho er hvíldur.

Alvöru lið.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

78 Comments

 1. Er bara ekki best fyrir Sturridge að leggja skóna á hilluna svo hann endi ekki í hjólastól, skrokkurinn á honum er augljóslega bara ekki hæfur til þess að vara atvinnu íþróttamaður.

 2. er þetta ekki grín eða ? sturridge meiddur afur an þess að na að spila minútu ? klopp að segja i dag að hann væri buin að na 8 æfingum í röð og svo meiddur. . hversu slæm meiðsli eru þetta hja sturridge ?

  en ju annars flott lið 🙂

 3. Þetta er ömurlegt þegar maður býst hreinlega við því að Sturridge muni meiðast í hvert skipti sem hann á að vera orðinn tilbúinn að spila. Þetta er búið að vera sama sagan í núna rúmlega heilt ár. Ef þessi meiðsli halda áfram fram að áramótum væri þá kannski best að losa sig við hann? En það er svosem erfitt líka þar sem að hann er á langtímasamningi með himinhá laun. Meiri sápuóperan þessi helvítis meiðsli!

 4. Hvernig væri ef við gerum bara ráð fyrir því að Sturridge er meiddur og óvæntar fréttir væru þegar hann er heill 🙂

 5. Hversu illa hlýtur manninum að líða, þetta er ekkert eðlilegt! Greyið maðurinn, en það er svo morgunljóst að það er engan veginn hægt að treysta á Sturridge ennþá.

 6. coutinho ekki í hóp, hversu slæm eru þau meiðsli ?

  og ju atti Henderson ekki að vera klar eftir landsleikjahléið um daginn en svo les maður i vikinni að enn seu einhverjar vikir i hann…

 7. Þetta er nú meiri brandarinn með hann Studge. Hann minnir mig á skólabróður minn sem var alltaf meiddur en var samt ekkert meiddur. Það leit bara betur út að vera meiddur en inn á vellinum.

 8. Við þurfum nýjan framherja. .. spá í 6-0 fyrir okkur ? er einhver með streimin tilbúin

 9. Samkvæmt twitter er Coutiniho ekki í hóp en hann er hjá ykkur í byjunarliðinu.

 10. Vill einhver gefa mér upp addressuna þarna á Anfield. Ég ætla að senda Sturridge lýsi og sér Íslenskt fæðubótaefni þarna út því annars fer að líða að því að hann þurfi að leggja skóna á hilluna !

  Ég var annars að vona að kúturinn fengi smá hvíld fyrir sunnudaginn, og Ibe fengi að byrja, en jæja. Koma bara og sýna eins leik og um síðustu helgi.

 11. Rubin Kazan var að vinna Sion þannig að toppsætið gæti orðið okkar eftir kvöldið með sigri á eftir.

  En varðandi Sturridge þá er ég hættur að skilja þetta, er drengurinn gjörsamlega handónýtur.
  Búinn að vinna mikið á æfingum alla vikuna og meiðist fyrir leik.

 12. Það getur bara ekki annað verið en að þetta sé orðið að andlegu vandamáli hjá Sturride. Hann hlýtur að vera að bugast af kvíða. Góða viðtalsmeðferð á kallinn næstu mánuði svo hann endurheimti sjálfstraustið og leikgleðina 🙂

 13. held að stöð 2 sport sé að sýna hann í opinni. er allaveganna a’ð horfa á tottenham leikinn núna

 14. Ótengt Sturridge kallinum … en getur verið að þumlar og svoleiðis góðgæti sjáist ekki hjá PC/Windows durgum eins og mér, eftir nýjustu breytingu síðunnar?

 15. Hættið að væla um að selja Sturridge hver helduru að myndi kaupa þennan leikmann með svona sjúkrasögu núna ? Eina sem er hægt að gera er að vona hann jafni sig á endanum eða klúbburinn verður að láta samning renna út ef það gerist ekki það kaupir engin Sturridge í dag.

 16. Svakalega eru menn úti að flauta eitthvað, heppnir að vera ekki lentir undir :/

 17. Tettenham leikurinn var í opinni dagskrá og það á bara enn eftir að ruglast aftur.

 18. Frakkarnir eiga stúkuna gjörsamlega og ef að þeir væru ekki þarna að þá væri leikhússtemmning á vellinum. Frekar daufir okkar stuðningsmenn.

 19. Ibe flottur, frábær kross þarna. Munaði engu að Benteke (sem virtist hika) eða Milner kæmust í hann.

 20. Gamli góði Mignolet haha. Díses, ég er actually ánægður með að dómarinn hafi kjarkinn í að dæma óbeina aukaspyrnu. Alltof oft sem að markmenn komast upp með að halda á boltanum í fleiri sekúndurnar. En það sem við ættum að vera að spyrja okkur er hvers vegna í andskotanum Mignolet er að halda á boltanum í 20 sekúndur, hvers vegna í andskotanum? Er hann að tefja eða hvað?

 21. Tifandi tímasprengjan sprakk… Kanski hættir hann þessu drolli með boltan í framtíðinni gjörsamlega óþolandi árátta

 22. Mignolet tók sér rúmlega 20 sek í að halda á boltanum og var dæmd óbein aukaspyrna á hann. Ef eitthvert var ekki viss hvort liverpool þyrfti nýjan markmann hefur sennilega skipt um skoðun.

 23. Tifandi tímasprengjan sprakk… Kanski hættir hann þessu drolli með boltann í framtíðinni gjörsamlega óþolandi árátta

 24. Hef séð menn gefa gult spjald fyrir svona tafir en ég hef aldrei séð dæmda óbeina. Merkilegur andskoti en auðvitað var þetta fáránlegt hjá mignolet og orðið tímabært að hann hætti þessi drolli.

 25. Þvílíkru flautukór hjá dómaranum, hann bókstaflega flautar á allt.

 26. Var að vonast til að mignolet yrði skipt út af í hálfleik. Núna vill ég hann sé seldur.

 27. Ef þessi dómari væri að dæma i ensku þá væri skvörtel búinn að fá á sig 50+ víti.
  En þetta var samt 100% víti mundi ég segja, afhverju ertu að taka sóknarmanninn hálstaki i miðjum teignum… skil ekki þessa áráttu.

  Sáttur við þessi mistök hjá Simon Mignolet, okkur vantar betri markvörð sem er góður 95 % af leikjum og getur spilað boltan frá sér.
  Ekki einhvern grautarhaus sem er fastur á línunni…

 28. Djöfull dýrka ég kraftinn í Benteke. Hann er Beast!

  Koma svo, valta yfir þá í seinni!

 29. Mignolet gæti verið með svokallað störuflog. Eina skynsamlega skýringin.

 30. Eigum við ekki að róa okkur á drullinu yfir Mignolet, hann gerði mistök, en óþafi að vera segja að maðurinn sé með sjúkdóma. Hann gerði mistök, en Liverpool er miklu betra lið og vaknaði við þetta mark. Fengum verðskuldaða vítaspyrnu og skoruðum svo fallegt mark. Við vinnum þennan leik.
  Jákvæðni umfram allt annað 🙂

 31. Voðaleg viðkæmni er þetta, má ekki snerta menn án þess að það sé dæmt

 32. Þeir eru svo hræddir við Welska Xavi að þeir fjórmenna á hann!

 33. Sýnist Allen vera búinn að nóg af þessu velska xavi bulli. Núna er það velski pirlo

 34. Fyndið að heyra áhorfendur öskra á Simon þegar hann tekur upp boltann.
  Það á eftir að minna hann á þessar 20 sekúndur eitthvað lengur…

 35. Lucas er á gulu spjaldi svo ég hef haldið það betra að skipta honum út fyrir Can. Allen búinn spilla vel líka.

 36. Euro Lalli komin inná, núna er möguleiki á að við klárum dæmið 🙂

 37. þetta er án efa einn versti dómari sem ég hef nokkurn tímann séð…..
  skólabókardæmi um einn sem vill vera í sviðsljósinu…..

 38. King Kolo búinn að vera flottur dómarinn glataður og síðustu 30 mín frekar slappar menn alltof varkárir og falla of langt til baka

Bordeaux á Anfield

Liverpool 2 – Bordeaux 1