Man City 1-4 Liverpool

Liverpool heimsótti Manchester City á Etihad völlinn í Manchester í dag og gjörsamlega pakkaði þeim bláklæddu saman! Að vinna City 4-1 á útivelli er frábært en sigurinn hefði getað verið og kannski átt að vera stærri.

Klopp stillti liðinu upp eins og hann gerði á móti Chelsea á Stamford Bridge fyrir nokkrum vikum og spilaði með Firmino fremstan og Milner, Lallana og Coutinho fyrir aftan. Hann gaf í skyn að það hafi verið óvart og hann hafi ekki haft það í huga þegar hann tók þessa ákvörðun en þar sem þetta gekk vel upp gegn Chelsea þá er ég smá efins um að það sé satt.

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno

Milner(c) – Lucas – Can
Coutinho – Lallana
Firmino

Bekkurinn: Bogdan, Allen, Randall, Ibe, Benteke, Toure, Sturridge

Leikurinn var heilt yfir mjög líflegur. Boltinn gekk hratt á milli og bæði lið reyndu að sækja. Liverpool fékk draumabyrjun þegar Firmino og Coutinho spóluðu sig í gegnum vörn City áður en Mangala, varnarmaður City, rak tánna í boltann eftir fyrirgjöf Firmino og sendi boltann í eigið net. Góð byrjun og frábær undirbúningur á markinu – eitthvað sem átti eftir að sjást meira í leiknum.

City reyndi að pressa á Liverpool og ógnuðu en náðu ekki að fylgja því eftir. Það var Liverpool sem bætti við næstu tveimur mörkum en það var frábær undirbúningur Firmino sem lagði boltann fyrir markið til Coutinho sem skoraði með góðu skoti af stuttu færi. Coutinho þakkaði svo pent fyrir sig og lagði boltann á Firmino sem potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra hælsendingu frá Emre Can.

Liverpool skoraði eitt rangstöðumark og voru oft hársbreidd frá því að leika á rangstöðutaktík heimamanna. Firmino slapp í tvígang í gegn en náði ekki að klára sóknina með marki og Liverpool lék á alls oddi. Aguero skoraði mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks með frábæru skoti eftir smá einbeitingarleysi í vörn Liverpool. Staðan í hálfleik því afar vænleg, 1-3.

Leikurinn var svipaður í seinni hálfleik. Liðin sóttu á báða bóga og City reyndu að ógna meira og fengu nokkur hálffæri. Til að mynda varði Mignolet meistaralega frá Aguero eftir að Sterling fékk óvænta sendingu frá Lovren inn fyrir vörn Liverpool. Það var samt Liverpool sem átti vænlegri sóknir í seinni hálfleiknum og má til að mynda telja upp tvær sóknir Liverpool þar sem Firmino og Benteke sluppu í gegnum vörnina en náðu ekki að skora.

Það var svo Martin Skrtel, sem er eins og Coutinho og hatar ekki að skora gegn City, sem drap niður allar vonir sem City gæti átt við að reyna að bjarga einhverju frá þessum leik þegar hann þrumaði boltanum í netið eftir hornspyrnu. Netin á Etihad fengu að finna fyrir því í dag en Skrtel gjörsamlega aflífaði þetta og sá til þess að umsjónarmaður vallarins þurfi að vinna frameftir við að skipta um net í markinu.

Liverpool landaði því nokkuð óvæntum 4-1 sigri á Etihad! Ég ætla að viðurkenna það að þegar ég var settur á skýrslur fyrir útileiki gegn Chelsea og City þá átti ég ekki von á að skrifa um tvo stórsigra en hamingjan hjálpi mér hvað það er geðveikt. Liðið tapaði gegn Palace en léku heilt yfir ekki það illa í þeim leik og er klárt batamerki á liðinu með hverjum leiknum sem líður. Þetta er að verða mjög flott.

Maður leiksins er ekki einhver einn. Can var frábær á miðjunni ásamt þeim Lucas og Milner, Lallana vann góða vinnu og vörnin var mjög þétt. Maður leiksins fær Brassinn í sókninni – eða hvað, voru þeir tveir? Coutinho og Firmino voru svo samheldnir, svo flottir og svo samstilltir að þeir renna saman í einn sem var maður leiksins. Vá hvað þeir voru flottir! Coutinho fór út af og hélt um lærið, vonandi ekki alvarlegt.

Frábær sigur, þetta er farið að líta afar vel út og Sturridge, Henderson og Rossiter nálægt því að koma til baka. Flott. Ég hlakka mikið til að sjá hvernig framhaldið verður. Ég þarf að ná andanum eftir þennan leik og er ekki frá því að maður leyfi sér bjór eða tvo í kvöld til að halda upp á þetta. Gleðilegan laugardag Púllarar.

YES!!!

53 Comments

 1. (Hæðnisleg athugasemd um að Sterling hefði nú kannski ekkert átt að vera að skipta um lið)

 2. Heilagur Fowler þetta er of gott fyrir geðheilsuna! Bobby Firmino er beast!

 3. ég á ekki orð, þvííkur leikur, þvílík frammistaða hjá okkar mönnnum. Allir frábærir. Spáið í það, ef einhver hefði sagt við mig að við ættum eftir að ná 6 stigum af 9 í leikjum á móti Chelsea (ú), Palace (h) og City (ú). Ég hefði skellihlegið og sagt að 5 stig væri kraftaverk!

  Hvenær tapaði City síðast á Ethiad með þremur mörkum??

  Maður leiksins: Joe Hart!

 4. Sterling sag?ist nù þurfa spila me? betri spilurum til þess a? bæta sig 🙂

  annars er hann bara eins og hver annar li?sma?ur tapli?sins ì dag.

  okkar nùverandi leikmenn voru frammùrskarandi ì dag!

 5. Einfaldlega stórkostlegur sigur. Einn fyrir alla og allir fyrir einn hugafarið þar sem menn voru að berjast og hlaupa allan leikinn fyrir liðið var að virka í dag.
  Það er greinilegt að menn eru að læra betur á pressuna hans Klopp og réðu heimsklassa leikmenn Man city ekki við þá pressu allan leikinn.

  Mér fannst frábært að sjá liverpool lið sem var yfir í leiknum halda áfram að sækja og pressa og var 1-4 gaf eiginlega ekki rétta mynd af leiknum því að sigurinn hefði átt að vera stærri. Joe Hart besti maður Man City í leiknum.

  Gef þjálfaranum og leikmönum öllum 10 fyrir þennan leik. Frábær skemmtun og spilamennska.
  Eina sem setur smá svartan blet á þetta eru meiðsi Coutinho en það er eins og að lykilmenn liverpool meiðast í hveri einustu viku og alltaf alvarleg meiðsli.

  Sigrar gegn Chelsea og Man city á útivelli setja skýr skilaboð til annara liða að Klopp og hans menn eru á uppleið. Það verða einhverjir erfileikar í byrjun en þegar hann er búinn að slípa sitt lið til þá held ég liverpool fari hratt uppávið og eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan.

  YNWA

  p.s er ljót að segja að maður brosti út í annað við að sjá Sterling spila ekki vel.

 6. Magnað að þessir 7 útileikir sem menn töluðu um sem erfiðustu byrjun útileikja sem hægt var að fá hafa gefið okkur 12 stig af 21 mögulegum. Ekki amalegt það.
  Öllu verra er að fyrstu 6 heimaleikirnir hafa aðeins gefið okkur 8 stig af 18 mögulegum.
  En spilamennska liðsing er alltaf að verða betri og ég hef trú á að Klopp eigi eftir að gera magnaða hluti með þetta lið. Ég bíð spenntur eftir næsta leik.

  Einnig langar mig aðeins að koma inná evrópudeildina. Menn tala um að hún sé bara til trafala og trufli árangurinn í deildinni, en ég spyr. Ef liðið höndlar ekki evrópudeildina með ensku deildinni, hvernig í ósköpunum á liðið þá að höndla meistaradeildina með ensku? Vilja menn bara vera í meistaradeildinni annað hvert ár þar sem liðið höndlar ekki báðar keppnirnar í einu?
  Ég segi að evrópudeildin sé mikilvægur undirbúningur fyrir meistaradeildina og vona að Klopp leggji hana ekki til hliðar eins og sumir stjórar hafa gert. Við höfum gott af smá æfingu í evrópu.

  YNWA

 7. Þetta var Kloppað! Ekki spillti að unglingurinn í “góða liðinu” komst ekki upp með moðreyk. Svo kórónaði Suarez daginn með tveim mörkum í 0 – 4 sigri gegn Real Madrid.

 8. Klopp á einum og hálfum mánuði ca. er búinn að vinna fleiri leiki á útivelli gegn stærstu liðunum en Rodgers náði á sinni stjóratíð

 9. Það má þakka Joe Hart fyrir að sterling var ekki fullkomlega niðurlægður í da og þakka Sim8n Mignolet fyrir að við tókum þetta svona easy…….. ég legg til að hashtaggið #sterlingandthequality verði látið tröllríða tvitter account-inum hans í kvöld svo accountinum viti hvernig rassgatinu hans líði.
  #ujusstgotfukkd

 10. hmm… þetta er virkilega off topic, en eftir 13 umferðir er Leicester City á toppnum í ensku úrvaldsdeildinni… Hvað er það?

 11. Algjörlega frábær fokking leikur hjá the Klopp Army í dag. Magnað hvað hann hefur náð að stimpla inn í mannskapinn trú á eigin getu, nægilega ró til að taka réttar ákvarðanir og ástríðu til að berjast í 90 mínútur plús. Þessi maður er að fara að skila titlum á Anfield, það er klárt.

 12. Frábær úrslit! Frábær spilamennska! Sterling sást ekki!

  Ein athugasemd við skýrsluna. Firmino var ekki rangstæður, þar sem hann var fyrir aftan boltann þegar Coutinho sendi boltann til hans.

  Frábært að sjá Coutinho, Firmino og Lallana ásamt Can í sóknarleiknum.

  Henderson og Sturridge að koma til baka verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma til baka.

  En frábær spilamennska hjá okkar mönnum.

 13. “Til að mynda varði Mignolet meistaralega frá Aguero eftir að Sterling fékk óvænta sendingu frá Lovren inn fyrir vörn Liverpool. ”

  Var það ekki Millner sem gaf þessa sendingu á Sterling??

 14. Sæl og blessuð.

  Hvar voruð þið þegar… Surtsey fór að gjósa? Kennedý var skotinn? Mandela fór á skilorð? Múrinn féll? Við unnum Nallana 5-1 og … City 1-4???

  Ég trúði ekki eigin eyrum, augum og eistum er ég sat við skjáinn, stóreygur og furðu lostinn yfir því sem við blasti. Þetta var einhvern veginn of… magnað.

  Lið hinna fölbláu miðborgarrottna yfirspilað á öllum sviðum. Milner fær 8,5 í einkunn og skopparadrengurinn Sterling fær 4,5. Sá fyrrnefndi var leiðtogi í réttum gír. Barðist og barðist, gaf allt í þennan leik og upplifði vafalítið besta hálfan annan tíma ævi sinnar þarna á Etíhadvöllum. Sá síðarnefndi klúðraði hverju færinu á fætur öðru, tók rangar ákvarðanir trekk í trekk: beið er hann átti að skjóta, skaut er hann átti að gefa, fékk hann í hælinn þegar hann átti að fara á tábergið.

  Skil ekki þetta val á manni leiksins. Brazzarnir tveir voru að sönnu góðir en það er ekki til eftirbreytni að slútta ekki þremur færum einn á móti Hart. Skrtel er minn maður leiksins. Hafi verið vafi á því í stöðunni 1-3 þá fauk sá vafi út í hvíta froðuna á Giunnessbjórnum minum er hann hamraði inn það fjórða. Fram að því var hann búinn að henda sér ,,hausinn fyrst” á hverja þversendinguna og skotið á fætur öðru. Hann var hreint ótrúlegur í þessum leik, rokksólídd og graníttraustur í vörninni.

 15. Klopparinn maður, Klopparinn. Djöfull vona ég að þessi maður eigi eftir að færa manni gleði, ást og hamingju næstu áratugina. Þessi leikur sprengdi gleði og öskurskalann. Yndislegt.

 16. Snilld! Hér er æðislegt comment af reddit:

  “It’s important to be gratious in victory as well as in defeat. In that respect I would like to commend the City-fans who stayed after Skrtel’s goal, they did the best too make a good atmosphere for their team even though they lost. I’m not 1-4 long speeches, so I’ll cap this up by saying I wish all twelve of them a really good night.”

 17. Frábær sigur og hlutirnir líta hreint ekki svo illa út. LIverpool gæti endað umferðina í 10. sæti en það eru bara 6 stig í Man City og Arsenal sem eru í 3. og 4. sætinu. Pælið í því. Deildin virðist ætla að spilast skemmtilega þetta árið með Leicester á toppnum. Hreint ekki leiðinlegt.

  Núna þurfa áhorfendur á Anfield að breytast í stuðningsmenn, dusta rykið af raddböndunum og styðja sína menn almennilega. Gerum Anfield að gryfju og berjumst í hverjum leik. Útileikirnir eru hreint ekkert vandamál virðist vera.

 18. Klopp nýji þjálfarinn hjá okkur er kominn til að gera LIVERKLOOP að stórveldi aftur. Bravó strákar, þetta eru ónæntustu úrslit síðan við unnum Meistaradeildina!!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL OG KLOPP!!!!!!!!!!!!!!

 19. Þetta var alveg gjörsamlega frábær leikur. Allir sem einn spiluðu frábærlega. Mig langar að taka sérstaklega út Dejan Lovren og Adam Lallana, sem hafa ekki endilega átt upp á pallborðið hjá öllum. Emre Can spilaði frábærlega, Skrtel, Clyne og Moreno, Lucas og Milner héldu þessum gæjum gjörsamlega niðri. Og brasilísku taktarnir þarna frammi, vá maður. Þeir þræddu hverja snilldarsendinguna á fætur annarri í gegnum b-liðsvörnina hjá City. Aðeins Joe Hart kom í veg fyrir mun stærra tap. En þessar hreyfingar og sendingar hjá þessum drengjum, maður lifandi!

  Ég man eftir því fyrir mót að flestir reiknuðu með því að vera með ca. 20 stig eftir þessa miklu útivallatörn í fyrstu 14 leikjunum. Núna er liðið nokkurn veginn á pari við þær væntingar þótt stigin hafi komið úr öðrum leikjum en kannski búist var við. Leiðin liggur upp á við núna, ég held að það sé alveg klárt mál.

 20. ***Athugasemd***

  Það var Milner, en ekki Lovren sem átti sendinguna til baka sem Sterling fór inn í. Laga þetta strax – Lovren steig ekki feilspor í þessum leik.

  Annars vona ég að þú verðir settur á sem flesta stórleiki hér eftir – skýrsluskrifin ágæt en úrslitin frábær 🙂

 21. isogeta #21 = það er rétt, það er villa í skýrslunni. Milner átti þessa sendingu á Sterling, en ekki Lovren.

  Geggjaður leikur og maður trúir varla þessum úrslitum!

 22. “Til að mynda varði Mignolet meistaralega frá Aguero eftir að Sterling fékk óvænta sendingu frá Lovren inn fyrir vörn Liverpool.”

  Var það ekki frá Millner, skulum ekki fara að kenna honum greyinu um meira en hann á skilið, annars átti hann fínan leik í dag.

 23. Sæl öll.

  Algjörlega fræbær sigur í dag í leik sem maður hefði þegið jafntefli fyrirfram.

  Fyrri hálfleikurinn var algjör unun á að horfa og að sjá stjórann hoppandi af vanþóknun í stöðunni 0-2 segir manni að hann ætlaði allan tíman að kæfa þennan leik í fyrri hálfleik. Það var algjör unun að horfa á Liverpool í dag og leikmenn eru augljóslega smitaðir af ástríðu stjórans.

  Áfram Liverpool

 24. Ég vil nota tækifærið og þakka Sterling kærlega fyrir að fjármagna kaupin á Firmino.

 25. Klopp að draga fram vígtennurnar í liðinu sem fyrrum þjálfarar kunnu ekki, frábært.

 26. Það má ekki taka Lovren af lífi fyrir eitthvað sem Milner gerði endilega laga þetta ofmikið af haters out there 😉 en magnaður leikur verður klárleg downlodað og horft á nokkru sinnum út á sjó(ætla að gefa chelsea leiknum hvíld) 🙂

 27. Sammála með að laga þetta Lovren mál, hann var flottur í þessum leik.
  Einnig með markið hjá Aquero var kanski ekki einbeitingarleysi, mc náðu boltanum eftir að Skrtle skallaði úr teignum og brara frábærlega afgreitt hjá Kun Aquero og ekki nenum að kenna í sjálfu sér.

  En þvílíkur leikur já, bara eintóm gleði og ótrúleg bjarsíni í manni 🙂

 28. Til hamingju poolarar, þetta var verðskuldað. Líst ekkert á þetta sem er framundan hjá ykkur..

 29. Frábær leikur hjá okkar mönnum í dag og virkilega gaman að sjá breytingarnar á liðinu og hvernig sjálfstraustið vex með hverjum leiknum sem spilaður er. En það er líka annað sem er búið að vera gaman að sjá undir stjórn Klopp og það eru að leikmenn sem að margir hérna inni og BR voru búnir að setja í ruslflokk eru allt í einu að rísa úr öskunni. Fer þar Lucas nikkur Leiva fremst í flokki en hann virðist vera fyrsti maður á blað hjá herr Klopp og ég fullyrði það hér með að það er stærsta ástæða þess að vörnin hjá okkur er skána svona. Það má líka nefna Alberto Moreno sem að allir að ég held hafi verið búnir að gefast upp á þar á meðal undirritaður er allt í einu bara farin að líta út eins og fínasti leikmaður. Meira að segja Lovren er farin að líta nokkuð vel út. At the end of the road there’s a golden sky!!!

 30. ehemmm… eiga menn nokkuð aðra hlekki á motd? ég fæ ekkert út úr þessu nema nýja glugga sem opnast í gríð og erg…

  En þetta var glæsilegt. Horfði á kloppviðtölin og skemmti mér konunglega. Liðið á mikið inni, það er alveg ljóst. Allt annað viðhorf en maður á að venjast úr þessari áttinni að forvera hans ólöstuðum (eða?).

  Hann var mjög næmur fyrir því sem liðið þarf að bæta úr. T.d. furðaði hann sig á því að þeim virtist koma það á óvart að þeir væru yfir í leikhléi! Lið af þessum gæðum á að gera ráð fyrir því að vera með yfirburði, sagði hann.

  En sumsé – á einhver einhvern annan link á motd? Þetta reddit-dæmi er ekki að gera sig í minni tölvu.

 31. Sælir félagar

  Eftir svona leik er ekki hðægt annað en vera í 7. himni með liðið. Þvílík barátta og þvílíkur árangur. Leikgleðin og trúin skín af hverjum manni og stjórinn á hliðarlínunni er snilld. Takk fyrir mig.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 32. Ég missti af leiknum í gær,,,,,,,sé annars alla leiki okkar manna,,,,,ég er einsog lítill krakki að fara að taka upp fyrstu jólagjöfina,,,,,þvílíkar breytingar sem einn maður getur gert fyrir hóp manna sem elska tuðruspark,,,,,game on,,,,,YNWA,,,,,,

 33. Náði ekki að kommenta í gær þar sem það skall á matarboð um leið og leik lauk.

  Fyrir það fyrsta…þá er ég að þróa með mér eitt mesta mancrush í minni minningu yfir nýja stjóranum okkar.

  Ég viðurkenni alveg að hafa talið Ancelotti betri kost og hef verið duglegur að halda mér á jörðinni teljandi liðið ekki vera nægilega gott til að ná árangri strax, þrátt fyrir þjálfarann. Auðvitað var Palaceleikurinn fúlt og allt það.

  En fingrafar Klopp er komið ÓTRÚLEGA fljótt á þetta lið og hann er svo algerlega magnaður og á þeirri línu sem ég fíla endalaust í stjórnun fyrirtækja almennt. Auðmjúkur en gríðarlega metnaðarfullur, grimmur en ljúfur um leið…hef enga trú á að hann taki einhverjar endalausar hárþurrkur en hann gerir það sem þarf.

  Og það er engin tilviljun sem kemur fram hér að ofan að hann hefur nú unnið tvöfalt fleiri stórlið á útivelli á þessum tveimur mánuðum en honum Brendan mínum tókst á rúmlega tveimur árum. Hann algerlega las þetta City lið og uppleg Pellegrini í gær. Þessar fyrstu 35 mínútur jafnast bara á við startið ótrúlega gegn Arsenal. Í ÁTTUNDA leiknum undir hans stjórn fer LFC með kassann út og leikplan gegn besta liðinu og stútar því í upphafi.

  Fyrir leik voru spekingarnir á Sky á því að uppleggið yrði eins og gegn Chelsea, yfirveguð byrjun og svo sett á fullt eftir því sem á leikinn leið. Nú var hápressan strax svo að nú er strax ákveðinn óvissuþáttur kominn inn í okkar leik, sem er frábært. Að sjá hvernig boltanum er þrýst á erfið svæði með pressu er magnað og það sem verður mergjað þegar við verðum farnir að þrýsta liðum það aftarlega að við sjáum meiri árangur úr sóknarleik með minni uppbyggingu á blitzkrieg skyndisóknunum.

  Pressan og skyndisóknir eru semsagt að detta í hús krakkar!!!

  Leikmennirnir voru frábærir. Markið á Stamford Bridge hefur kveikt í Brazzanum okkar sem er nú að fá stöðugleika í leik sinn…á réttu nótunum. Firmino sýndi allavega 5 millur af 29 í gær og virðist vera með ákaflega gott auga. Vörslur Hart gegn honum voru auðvitað hans trademark, fáir betri one on one en einmitt Hart, gegn flestum öðrum hefðum við séð þrennu.

  Lovren og Lucas ollu mér sérstakri ánægju í gær. Lucas er orðinn lykilmaður fyrir allan peninginn í leik liðsins, hefur tekið upp sópinn sinn góða og brýtur upp endalausar sóknir, auk þess að flytja boltann vel á milli svæða. Frábært. Auðvitað þarf maður að vara sig á Lovren en allur vafinn með hann sem afleysingu Sakho hvarf. Hann var magnaður í gær, hátt tempó, vann fullt af tæklingum og skallaboltum.

  Moreno og Clyne góðir, Emre Can með sinn langbesta leik lengi og Lallana stöðug ógn og tengdi vel saman sókn og miðju.

  Svo ætla ég hrósa James Milner. Í gær var hann ódrepandi ólseigur, hljóp endalaust og vann fyrir liðið. Sjáið hvernig sóknin sem skilaði marki númer þrjú hefst. Þessi strákur mun eiga hlutverk í svona hápressuliði, alveg pottþéttur. Inná komu ferskur Ibe og enn pínu ryðgaður Benteke sem ég er þó alveg viss um að mun koma öflugt inn í liðið.

  Svei mér þá…ég hugsa bara að ég leyfi mér að draga sjálfan mig í efa…kannski er ofurmennið Klopp að búa til lið sem nær strax árangri á hans fyrsta tímabili.

  Það sem ég hlakka ROSALEGA til að upplifa þetta lið af vellinum í janúar…maður sér pressufótbolta svo allt öðruvísi live en í sjónvarpi.

  Dásamleg tilfinning fyrir allan peninginn í gær, nótt og strax þegar ég vaknaði….

 34. Mér persónulega finnst Boring Milner eiga ekki heima í starting 11. Jordan Ibe er miklu betri og með boltann og miklu meiri kraftur í stráknum og hann hann veit alltaf hvað hann er að gera. Milner er duglegur og allt það en maðurinn getur ekki gert neitt rétt þegar hann er með boltann. Vill ekki sjá hann aftur í byrjunarliðinu

Liðið gegn Man City

Sunnudagsmolar