Liðið gegn Man City

Jurgen Klopp hefur stillt upp liðinu fyrir útileikinn gegn City sem hefst eftir klukkustund eða svo. Þetta er sama byrjunarlið og við sáum gegn Chelsea um daginn. Firmino er fremstur og bakkabræðurnir Coutinho og Lallana þar fyrir aftan ásamt hugsanlega Milner og Lucas og Can sjá um miðjuna. Sakho er sem kunnugt er meiddur og Lovren kemur inn í hans stað.

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Moreno

Milner(c) – Lucas – Can
Coutinho – Lallana
Firmino

Bekkurinn: Bogdan, Allen, Randall, Ibe, Benteke, Toure, Sturridge

Fínt byrjunarlið í dag þó manni líður oftar en ekki betur vitandi af alvöru “níu” uppi á topp en þetta virkaði fínt gegn Chelsea og við sjáum hvað setur. Í versta falli getur Klopp hent Ibe eða Benteke inn á ef það gengur brösulega.

Já, það er víst einhver Daniel Sturridge á bekknum í dag. Kannast einhver við hann?!

Það styttist óðum í að Henderson geti vonandi komið aftur inn í hópinn sem og Rossiter. Fyrir utan Sakho sem er enn nokkrar vikur í þá virðist hópurinn vera farinn að styrkjast svolítið. Það er allavega ekki alslæmt að geta stillt upp fínu byrjunarliði og eiga þá Ibe, Benteke og Sturridge á bekknum.

Koma svo, áfram Liverpool!

88 Comments

 1. Ég spáði 0-2 fyrir okkar mönnum og Benteke með bæði ég ætla að halda mig við 0-2 en firmino og lovren skora mörkin ?

 2. Líklega hugsar Klopp uppleggið svipað og gegn Chelsea. Þ.e að spila á teknískari leikmönnum fyrri part leiksins með falskri níu, leggja upp með að halda hreinu og reyna skora á counter. En eiga þá möguleikann á að henda Benteke og Ibe inn á í síðari hálfleik til að brjóta leikinn upp.

  Það virkaði vel gegn Chelsea, þó að vissulega hafi liðið ekki haldið hreinu. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur eftir í dag.

 3. Gaman að sjá Studge á bekknum, hefði samt viljað sjá Benteke byrja uppá föstu leikatriðin hjá City en hann kemur vonandi sterkur inn.

 4. Nei, Rossiter varð bara fyrir einhverju smá hnjaski. Það eru Gomez og Ings sem eru frá út tímabilið.

 5. Á einhver gott stream á El Classicó sem maður getur haft á kantinum með stórleiknum á Etihad?

 6. acestream://9eae8bfcaf6841b27117604cd552d5d47b18fa2b
  flot acestream á leiknum

 7. Ég trúi ekki að ég sé að missa af þessu, er einhver með link eða password á blabseal

 8. Drullist til að koma með almennilegan link. Veit ekki hversu oft ég hef deilt linkum hérna í gegnum árin.

 9. Lars, vera kurteis…en ég myndi gjarnan þiggja link ef einhver er með hann 🙂

 10. 17. Ég fór inn korteri fyrir leik og þurfti ekki password. Sorry. Menn verða bara að vera tímanlega 😉 Magnað streymi

 11. Lallana rétt fyrir innan… en gaman að sjá liðið spila í dag.

  Sjálfstraust í liðinu og þeir bera enga virðingu fyrir meisturunum.

 12. Frábærar fyrstu 20 mínútur! Djöfull er gaman af þessu, long may it continue.

 13. Firmino búinn að leggja upp tvö mörk og skora eitt. Ólé Ólé Ólé Ólé Ólé Ólé Ólé!

 14. 0-7 og þá komumst við yfir Southampton á markatölu.

 15. HVAÐ ER Í GANGI? 0-3 EFTIR HÁLFTÍMA GEGN CITY Á ÚTIVELLI.
  OG VIÐ ERUM AÐ SPILA ÁN FRAMHERJA

 16. Þetta er Emre Can sem við borguðum fyrir, Þessi hælsending var yndisleg.

 17. Suarez er endurfæddur í Firmino. Frábært að horfa á þetta gerbreytta lið.

 18. Þegar Coutinho er í öllu sínu veldi, þá er hann ómannlegur. Það sem hann getur gert með boltann, get ég ekki einu sinni gert með blöðru!

 19. Elska að sjá minn uppáhaldsleikmann í þessu liði undir Klopp. Þvílík umbreyting Lucas Leiva!

 20. Hvað skyldi stubburinn reham sterling segja um gæði leikmanna, helvitis aurapukinn sá.

 21. Sæll, nýkominn heim. Hvað er eiginlega í gangi? 🙂

  Lykilorðið á blabseal er annars ‘pls’.

 22. Aguero er náttúrulega bara svindlleikmaður haha, damn it

 23. Það er ágætt að hugleiða það í eina eða tvær mínútur að City borgaði 32m punda fyrir Mangala. Þrjátíuogtvær milljónir punda. Hah!

 24. 1-3 þetta er sko langt í frá búið. Þetta Man City lið er að drukkna í sóknarhæfileikum svo að það sé á hreinu og þeir gætu unnið þennan leik.

 25. Við höfum ekki séð liðið spila svona síðan Suarez fór. Það er stórkostlegt að horfa á þetta!

 26. Gott að fá Klopp inn í hausinn á sér strax eftir svona mark. Keep up the spirit.

 27. Hahahahahaha hvað er í gangi hjá okkur því líkur fyrrihálfleikur. Hvað lyf gaf Kloppinn leikmönnum fyrir leikinn hahahahahaha

  Áfram Liverpool og Klopp!!!!!!!!!!!!!!!

 28. erum með benteke og sturridge á bekknum og búnir að skora 3 mörk.. haha..

 29. Magnað að sjá hvað Klopp hefur náð að róa liðið niður þannig að ákvarðanir eru mun markvissari en áður. Suss hvað framtíðin er björt 🙂

 30. Firmino tvisvar búinn að láta Hart verja frá sér 1on1, verður að klára það!

 31. Firmino ætti að vera kominn með þrennu en Hart er að sjá við honum í þessum dauðafærum.

 32. Þvílík og önnur eins spilamennska hérna í upphafi seinni hálfleiks, hrein unun að sjá þetta.

 33. Sammála um að við verðum að nýta þessi dauðafæri. Vonandi heldur vörnin.

  Að öðru erum við búnir að vera frábærir.

 34. Þvílík þruma…. Og magnað að hann skorsði sitt 1sta mark fyrir Liverpool á þessum degi fyrir 6árum gegn City 🙂

 35. Bíðum hægir! Vorum við að skora úr horni!? Var einmitt að hlægja að þessum fallhlífabolta þegar Lallana sendi fyrir…hvernig ætti þetta að geta orðið eitthvað…nema hvað, Skrölti gamli dúndrar honum auðvitað í netið 😀

 36. hver í andstkonaum verður maður leiksins það er mjög erfitt að velja allt liðið frábært

 37. Stóri bróðir í manchester virkar minni en litli bróðir í þessum leik. Frábær frammistaða….

 38. Bjössi #56 – alls ekki sammála því. Hann er búinn að drífa menn áfarm í kringum sig með endalausum hlaupum og pressu. Frábært að vera með svona mann í liðinu. Annars finnst mér alveg með ólíkindum að menn séu að velta því fyrir sér hver sé lélegastur þegar við erum að vinna City með afgerandi hætti á útivelli. Eðlilegri spurning væri hver væri bestur og svarið við henni er, tja ég get ekki gert upp á milli þeirra þeir eru búnir að spila frábærlega allir sem einn.

 39. Lovren verið ákaflega traustur í dag, ásamt öllum leikmönnum liðsins.

 40. Hver ætlar að hvarta yfir einhverjum? Allir sem einn hafa barist fyrir þessum sigri og þvílík barátta að hálfa hvefði verið alveg nóg. Svona á að sigra leiki, út um allan völl og ef við spilum svona áfram að þá guð hjálpi mótherjum okkar. Liverpool alla leið!
  ps. þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa hér inn sem þýðir bara eitt að okkur mun fjölga hér á þessari frábæru síðu 🙂

 41. Þessi sigur er síst of stór, hefði getað farið 6-2 léttilega.

 42. Frábær spilamennska!!! Sanngjörn úrslit hefðu verið 1-9. Frábær leikur hjá Lovren, Lucas, Coutinho, Firmino og Can. Enginn Henderson, Suarez, Sturridge, Sterling, Sakho. Erum samt frábærir gegn City. Hver er ástæðan???? Klopparinn!!!!!!

 43. Bjarnteke. Þar kemur ruglið í þessu öllu saman. hann var ekki í boði í sumar. Hann var í fríi þá. Það var ekkert svo mikið af topp framkvæmdarstjórum sem voru lausir í sumar.

 44. Núna erum við búnir að mæta öllum stærstu liðnum frá Englandi á ÚTIVELLI og það eru 8 stig í topp sæti. Það hlítur að teljast jákvætt.

Topplið Man City næst, úti.

Man City 1-4 Liverpool