Topplið Man City næst, úti.

Verkefni helgarinnar var nú alveg nægjanlega erfitt fyrir en City fengu gríðarlegan liðsauka í vikunni sem vert er að hafa miklar áhyggjur af, mann sem ég man ekki til að hafi nokkurntíma tapað!

Ekki getum við hringt í Rambó það er ljóst. En þessi getur vonandi reddað þessu.

Hvernig sem við snúum þessu þá er Man City úti líklega erfiðasti leikur ársins á þessu tímabili og tölfræðin er gríðarlega langt frá því að vera með okkar mönnum fyrir þennan leik. Liverpool hefur ekki unnið City á útivelli síðan 2008/09 og frá síðustu fimm leikjum á Etihad hefur Liverpool tekið eitt sig með sér til baka. Samtals hefur Liverpool unnið 3 af síðustu 13 leikjum liðanna en á móti hefur City reyndar bara unnið 4 af þessum leikjum. Höldum líka til haga að Klopp var ekki stjóri Liverpool í neinum þessara leikja hann hefur aldrei tapað gegn hvorki Man City né Pellegrini þó reyndar hafi það staðið aðeins tæpt í eitt skiptið.

Hér má sjá ástæðuna fyrir líklega sárasta tapinu á þessum velli undanfarin ár, vonum þó að þetta verði endurtekið um helgina og Sterling fái aftur dæmda á sig svona “rangstöðu”.

Man City er á toppnum í deildinni, níu stigum og níu sætum fyrir ofan Liverpool eftir 12 umferðir. Þeir hafa tapað einum leik á heimavelli í vetur og unnið hina fimm 18-3. Liverpool hefur reyndar bara tapað einum leik á útivelli í vetur sem er nokkuð gott m.v. leikjaprógrammið en þrír af þeim enduðu með jafntefli.

Liverpool tapaði gríðarlega svekkjandi gegn Crystal Palace fyrir landsleikjahlé og hafa þessar tæplega tvær vikur því verið rétt rúmlega fjórar vikur að líða. Þetta var líka síðasta landsleikjahlé ársins 2015 og á Liverpool tvo leiki á viku fram til 13 desember. Góðu fréttirnar frá síðasta leik voru þær að Klopp náði að stoppa fyrir þessi endalausu jafnteli en vondu fréttirnar eru þær að Liverpool tapað bara í staðin.

Jafnteflin eru engu að síður að drepa þetta tímabil, níu jafntefli í samtals átján leikjum virka eins og fljóðljós á stærsta vandamál liðsins það sem af er móti sem eru auðvitað endalaus meiðsli lykilmanna, þá helst sóknarmanna. Vonandi sér eitthvað fyrir endann á þessu en það er mjög hæpið fyrir leikinn gegn City. Liðið er búið að vinna sex leiki af 18 í öllum keppnum sem er einfaldlega til skammar.

Meiðslalistinn
Eins leiðinleg og þessi landsleikjahlé eru nú alltaf þá er óhætt að viðurkenna að þetta kom á góðum tíma. Meiðslalistinn er svo langur að það er gott að fá tvær auka vikur af biðtímanum eftir lykilmönnum sem eru meiddir.

Jordan Henderson er að mínu mati mikilvægasti leikmaður liðsins, fyrir nokkrum vikum var talað um að hann gæti mögulega komið til baka eftir þetta landsleikjahlé sem vissulega er rétt en bara ekki strax eftir það. Hann er mættur á Melwood til æfinga en ekki af fullum krafti og skv. Klopp þarf hann að ná a.m.k. 10 dögum í fullum æfingum áður en hann fer í byrjunarliðið. Liverpool getur samt ekki verið án hans mikið lengur, hann hefur spilað 141 mínútu það sem af er móti og það á stóran þátt í því að liðið hefur bara unnið 6 leiki af 18.

Daniel Sturridge heill er auðvitað einnig hægt að flokka sem mikilvægasta leikmann liðsins en leikmaður sem hefur spilað 57 leiki og misst af 67 leikjum síðan hann kom til Liverpool er eitthvað sem maður tekur meira sem bónus frekar en eitthvað sem hægt er að treysta á. Þetta er án vafa mest pirrandi leikmaður sem ég man eftir í sögu félagsins, toppar Kewell léttilega enda mun mikilvægari. Hann er engu að síður mættur aftur til æfinga og er mögulega nokkrum dögum framar en Henderson. Fái Klopp þá inn í leikjaprógrammið sem er framundan erum við að horfa á allt annað Liverpool lið. Þetta er sambærilegt og ef City væri án Toure og Aguero. City hefur b.t.w. ekki skorað mark í tveimur af síðustu þremur leikjum og hvað haldiði, Aguero var meiddur í báðum. Þvílík tilviljun.

Tríóið er fullkomnað með Sakho sem einnig er meiddur. Klopp sagði að hann væri á góðum batavegi og reiknaði með að hann yrði tilbúinn fyrir jólin…2016. Þar til hann mætir aftur eru aðeins tveir leikhæfir miðverðir á mála hjá Liverpool í úrvalsdeildarklassa, Skrtel og Lovren (gúlp!).

Flanagan er ekki væntanlegur fyrir áramót, Gomez og Ings eru líklega frá út tímabilið. Rossiter ætti að fara verða klár á næstu dögum og nær vonandi einhverjum EL leikjum. Toure er svo líklega frá gegn City.

Frá síðasta leik koma hinsvegar James Milner og Jordon Ibe til baka. Ibe reyndar spilaði þann leik en meiddist smávægilega á hné. Auk þeirra er Jose Enrique mættur aftur til æfinga eftir að hafa klárað save-ið í tölvuleiknum sem hann var að spila (Super Mario Bros 2). Hann var umsvifalaust settur í það að sjá um litlu jólin hjá Liverpool í ár. Panta jólasvein, skreyta tréð og baka.

Ekki nóg með það heldur tókst Liverpool loksins að semja við Brad Smith á ný. Hann gruna ég um að vera einn heimskasta vinstri bakvörð í boltanum í dag og er alveg meðvitaður um að þar er ég að taka hann fram yfir sjálfan Jose Enrique. Hann er rétt rúmlega tvítugur og var á láni hjá Swindon í fyrra, búinn að vera hjá félaginu síðan hann var 14 ára. Liverpool vildi semja við hann en tókst það ekki fyrr en núna í lok nóvember, hann var því samningslaus á meðan. Liverpool hefur líklega ekki verið í eins þunnskipað í stöðu vinstri bakvarðar síðan reynt var að treysta á Fabio Aurelio og því nokkuð ljóst að Smith væri búinn að fá slatta af mínútum hefði hann samið fyrr. Afhverju verið er að semja við hann núna loksins skil ég svo enganvegin og hvernig hann fékk það út að hann væri betur settur samningslaus fram í nóvember skil ég ekki heldur. Vonandi getur hann eitthvað.

Eftir allt þetta er niðurstaðan líklega sú að Klopp hefur úr nákvæmlega sama hópi að moða og hann hafði fyrir síðasta leik nema James Milner bætist líklega við (vúhú). Það er vissulega styrking á hópnum en alls ekki nóg fyrir þennan leik. Jafnframt hefur hann haft töluverðan tíma til að undirbúa þennan leik með góðan hluta af liðinu á Melwood.

Líklegt byrjunarlið met ég svona:
19.11.15 - Gegn City
Öftustu sex velja sig bókstaflega sjálfir þó deila megi hvort þetta sé nærri því nægjanlega sterk sex manna vörn. Mignolet hefur engan sannfært undanfarið og er snöggur sem stytta með boltann. Lovren og Skrtel er besta miðvarðaparið í boði sem hægt er að túlka eins og menn vilja. Þeir reyndar byrjuðu mótið og héldu hreinu þrjá leiki í röð.

Moreno og Clyne eru einu leikmennirnir í sínum stöðum og álagið á þeim er svakalegt. Moreno þó búinn að hvíla í tvær vikur núna. Lucas er síðan orðin lykilmaður í liðinu og ég sé Can ekki slá hann úr liðinu fyrir þennan leik. Það er ekki tilviljun að allir þjálfarar Emre Can finna oftast eitthvað hlutverk fyrir hann í byrjunarliðinu, það er meira að segja farið að eiga við um landslið Þjóðverja og því er kannski bull að gera ekki ráð fyrir honum í þessum leik. Á móti hefur hann átt mjög erfitt undanfarið hjá Liverpool og er eini fulltrúi Liverpool sem var á Stade de France um síðustu helgi. Hann var líka í hópnum hjá Þjóðverjum sem átti að spila í Hannover á þriðjudaginn. Eins og Wenger sagði um Koscielny þá á það sama væntanlega um aðra leikmenn. Það er vonlaust að geta sér til um hugarástandið hjá þessum mönnum núna og það kæmi ekki á óvart ef leikmenn Frakka og Þjóðverja fái margir frí þessa helgi, undirbúningurinn hefur enganvegin verið eðlilegur og hugurinn líklega ekki við næsta leik hjá sínum félagsliðum.

James Milner á alls ekkert að eiga greiða leið í byrjunarliðið m.v. frammistöður í vetur og alls ekki á miðjunni. Hann hefur engu að síður samkeppni við Can og Allen eins og staðan er í dag, það gæti vel breyst er líður á tímabilið bæti hann ekki sinn leik. Með honum þar myndi ég hafa Coutinho og vona að hann sé þar komin í sína framtíðarstöðu.

Verði Firmino ekki í byrjunarliðinu í þessum leik er ég endanlega hættur að skilja, hann er búinn að æfa á Melwood í tvær vikur og spila æfingaleik þar sem hann skoraði. Leikur sem var klárlega liður í undirbúningi fyrir þennan leik. Núna hlýtur hann að vera kominn í 100% leikæfingu eftir stopult undirbúningstímabil og meiðsli. Firmino sem spilaði með Hoffenheim færi a.m.k. beint í byrjunarliðið hjá Liverpool og yrði líklega stórstjarna á Englandi rétt eins og hann var af flestum talinn einn besti leikmaðurinn í Þýska boltanum. Aðlögunartíminn fer vonandi að verða búinn hjá honum. Ég tippa á hann í byrjunarliði fram yfir bæði Ibe, Lallana og Can. Raunar væri hann í mínu byrjunarliði fyrir þennan leik þó allir væru heilir.

Benteke er svo frábær kostur í fjarveru Sturridge, gefur okkur smá von frá þeim jafnteflistímum er þeir voru báðir meiddir.

Landsleikjahléið
Leikmenn Liverpool fengu reyndar óvenjumikla pásu í landsleikjatörninni.
Benteke var á bekknum allann leikinn gegn Ítölm 13.nóvember á meðan Mignolet var í markinu. Origi var ekki í hóp. Leik Belga og Spánverja var síðan aflýst vegna hriðjuverkaógnar á þriðjudaginn.

Clyne var ónotaður varamaður gegn Spánverjum um helgina en spilaði allann leikin gegn Frökkum á Wembley. Lallana var á hin bóginn í byrjunarliðinu gegn Spánverjum en fór útaf í seinni hálfleik. Hann kom svo inná fyrir Sterling undir lokin gegn Frökkum.

Skrtel var fyrirliði Slóvaka gegn Sviss en nennti ekki leiknum gegn Íslandi. Lovren var að sama skapi ekki í liði Króata sem vann Rússa á þriðjudaginn og Moreno er ekki í landsliði Spánverja.

Can spilaði svo ekkert með Þjóðverjum þó hans landsleikjahlé hafi líklega tekið töluvert á andlega.

Milner, Coutinho, Firmino og Lucas voru allir heima ásamt auðvitað Ibe, Sturridge og Henderson sem eru meiddir. Þannig að okkar líklegustu byrjunarliðsmenn koma ágætlega undan þessari pásu. Vonandi nýtist það gegn City.

Lið Man City.
Kompany meiddist á kálfa rétt fyrir landsleikjapásuna, helvíti hentugt. Silva og Aguero hafa verið frá síðan í síðasta landsleikjahléi en eiga báðir möguleika á að ná Liverpool leiknum, dæmigert. Aguero er þó talinn vera mun nær. Zabaleta hefur verið frá í svipaðan tíma og er einnig talinn eiga séns. Bony er hinsvegar talin af (ekki bókstaflega, bara meiddur). Glætan að lukkan verði svo hliðholl okkar mönnum að City verði án sinna bestu manna í þessum leik. Ekki að það skipti þá öllu máli, fyrir Zabaleta eiga þeir Sagna sem hefur verið frábær, fyrir Silva eiga þeir De Bruyne sem hefur verið stórkostlegur. Fyrir Kompany eiga þeir Mangala og fyrir Aguero áttu þeir Bony en án þeirra tveggja geta þeir ekki lengi verið. Það væri þeir svipað áfall og ef Liverpool væri á Sakho og Sturridge. (oh!)

Svona tippa ég á að lið City verði með hliðsjón af meiðslalistanum
19.11.15 Gegn LFC

Spá:
Þessi leikur kemur líklega aðeins of snemma fyrir okkar menn óttast ég. Þetta City lið er langt frá því að vera ósigrandi og Liverpool getur unnið hvaða lið sem er í þessari deild á góðum degi, rétt eins og liðið er fullfært um að tapa gegn hverjum sem er líka. Jafnvel þó City sé án David Silva er stóra sárið í samanburði liðanna á miðjunni og þar held ég að City taki Liverpool. Einn helsti lykilmaður Liverpool á miðjunni í þessum leik komst ekki (bókstaflega) í liðið hjá City í þeirri stöðu og hefur ekki gert margt til að sýna fram á að City hafi þar gert mistök. Fyrir utan miðjuna eina þeir svo auðvitað mann eins og Aguero, slíkir leikmenn eru oftar en ekki lykillinn í svona þéttum leikjum.

Væntingarnar fyrir þennan leik eru því afar litlar, sigur væri svo risastór en því miður óttast ég 2-0 tap. Það vita auðvitað allir að Sterling skorar annað markið en ég spái að Aguero skori hitt, hann hefur skorað í öllum hinum (3) heimaleikjunum sem hann hefur spilað gegn Liverpool.

27 Comments

 1. city vinnur þennann leik 3-4 núll.

  við bara eigum ekki séns í þetta lið úti.. klárlega besta liðið á englandi í dag, hafa mjög mikinn hraða og hafa ekki verið í neinu basli við að klára færin.

 2. Erum við ekki að tala um að SG verði í hópnum bráðlega ?
  Mun hann og LL ásamt JH rúlla upp deildinni?
  Stevie vill vera þarna.

 3. JK er búin að gefa það út að SG megi æfa með liðinu en muni ekki spila með því.

 4. Án þess að ég sé að reyna að vera kaldhæðinn.

  J. Enrique er meiddur, aftanlæris meiðsli. “Hamstring injury, expected 6. december”

  Hér er svo heildarlistinn, Liverpool í toppsætinu!

  Röð Lið Fjöldi meiddra
  1 Liverpool 11
  2 Newcastle United 10
  3 Manchester United 8
  4 Arsenal 7
  5 Everton 7
  6 Manchester City 7
  7 Aston Villa 6
  8 Bournemouth 6
  9 West Ham United 5
  10 Chelsea 4
  11 Southampton 4
  12 Tottenham Hotspur 4
  13 Crystal Palace 3
  14 Stoke City 3
  15 Leicester City 2
  16 Norwich City 2
  17 Sunderland 2
  18 Watford 2
  19 West Bromwich Albion 2
  20 Swansea City 0

 5. Jákvæðar fréttir af meiðslalistanum hjá City, http://fotbolti.net/news/20-11-2015/silva-nasri-kompany-og-bony-ekki-med-gegn-liverpool. Þetta er alveg vænt skarð hjá þeim.

  Ég las líka ágæta greinabúta (reyndar klippta í fimm hluta sem er algjörlega óþolandi) á Empire of the Kop um lykilbaráttuna í leiknum. Þar var talað um Moreno-Navas, Lucas-Yaya, Benteke-Kompany (Mangala), Firmino-Fernandinho og Kolarov-Clyne sem key-battles. Ég er ekki alfarið sammála þessu því ég held að það sem muni skera úr séu aðallega tvö atriði. Annars vegar hvernig Aguero eigi eftir að ganga með Skrtel og Lovren, og hins vegar miðjubaráttan í heild. Og jú, Navas-Moreno gæti líka orðið ansi mikilvægt dæmi.

  Ég hef mikla trú á því að Lucas Leiva eigi eftir að spila mjög mikilvægt hlutverk og Milner verður á miðjunni með honum. Ég hef grun um að Allen spili ef Can treystir sér ekki í verkefnið. Það er ekki tímabært að spila með þá ótrúlega flottu sóknarlínu Coutinho-Firmino-Lallana-Sturridge-Benteke strax, en það væri rosalegt að sjá það t.d. í heimaleiknum gegn Swansea eða Bordeaux. Ég tala nú ekki um ef það væri Henderson sem tæki djúpu miðjustöðuna með þeim. Sá leikur yrði þá á 150 km hraða allavega.

  Eins og staðan er núna þá myndi ég þiggja jafntefli fyrirfram en tap er líklegasta niðurstaðan úr leiknum og eins og Einar Matthías segir þá er alveg skrifað í skýin að helvítið hann Sterling skori í leiknum.

 6. Jafntefli væri sigur!!!!!!!!!!!!
  Áfram Liverpool!!!!!!!!!

 7. Sælir félagar

  Jafntefli er líklegasta niðurstaðan. Því legg ég til að Liverpool vinni 1 – 3. Þeir sem átta sig á rökleiðslunni þarna á milli fá öllara næst þegar ég hitti þá á leik. Ég nefnilega skil hana ekki sjálfur – því miður.

  Það er nú þannig

  YNWA

 8. Ég vona bara að sterling pundið muni eiga ömurlegan leik og að Liverpool aðdáendur bauli á hann í 90 mínútur.

  Ég veit ekki með ykkur en ég geri mér alveg vonir um að við munum ná í eins og allavega 1 stig úr þessum leik. Ég er ekkert mjög svartsýnn, ég held að “the Klopp effect” kikki inn á morgun.

  Ég spái þessum leik 1-1 eða 2-2.

  Vonast samt eftir 1-2 sigri 🙂

 9. Við vinnum, en ég er ansi hræddur um að litli skíthællinn setji eitt á okkur.

  YNWA

 10. Frábær upphitun. Það er hálf skrýtið að reyna að gíra sig aftur upp í stórleik og deildina að nýju eftir spennufall síðasta leiks Liverpool og langa daga í Evrópuknattspyrnunni en hér er það nú samt, besta lið Englands á heimavelli.

  Skrýtin tilfinning. Kannski verð ég spenntur á morgun. Allavega, örfáir punktar:

  1. Ég deili ekki sama hatri og margir ykkar virðast hafa á Raheem Sterling. Gráðugur? Já. Hollusta? Engin. En hann var lykilmeðlimur í einu skemmtilegasta Liverpool-liði sem ég hef séð og fór svo fyrir metfé, Liverpool til gróða. Hann er frábær leikmaður og ég sé mikið eftir honum en, meh, whatever.

  2. Ég er sammála Einari Matthíasi með Emre Can og ástæður þess að hann gæti mögulega fengið hvíld á morgun. Ef Klopp metur það hins vegar svo að hann sé klár í þennan leik finnst mér engin spurning að hann byrji við hlið Lucas og Milner á miðjunni, Coutinho og Firmino þá fyrir aftan Benteke og Lallana á bekknum. Það er miðjan sem Klopp notaði gegn Spurs og hann notar hana aftur hér ef hann getur, held ég.

  Fleira var það ekki í bili. Come on you Reds!

  YNWA

 11. Voðalega rólegt yfir þessu.

  En sú var tíðin að það voru 50-100 komment yfir upphitunarþræði. Nú 14 komment.

  Held að við séum í einhverskonar dofa og erum að byrjaðir að bíða eftir næsta tímabili, eða að Klopp kemst á runn.

  En ég velti samt fyrir mér, á hvaða tímapunkti þora menn að gagnrýna Klopparann. Ef að BR hefði tapað fyrir CP þá hefðuð við haft þráð uppá 100 komment. En við gefum kallinum tíma, enda erum við allir með man crush á manninum enda sjarmi dauðans.

  PS: . Er ekki enn búinn að fá podcastið inná Itunes og þar af leiðandi ekki búinn að hlusta.

  PS PS: Það eru kannski tveir menn í heiminum sem ég myndi íhuga að fá gott í kroppinn frá, það er Daniel Craig og Klopparinn. ; )

 12. Ég var að hugsa hvort að það sé eitthver bar í Reykjanesbæ þar sem að Liverpool stuðningsmenn safnast saman og styðja liðið sitt, er einhver með svör við því?

  Annars býst ég við 7-1 sigri hjá Liverpool, það fáránleg spá að ég verð yfir mig ánægður ef hún rætist en ekki spældur ef hún rætist ekki.

  Að lokum vildi ég spyrja hvenær stjórnendur búast við að like takkinn komi aftur, sá takki var alveg hreint frábær, sérstaklega af því að það kom rautt utan um 20+ like.

 13. 14#

  Alveg sammála þér með sterling, nema að ég deili eingu hatri, og hef svosem ekki neitt á móti dreingnum(tja nema að hann fór) En þetta er óharðnaður táningur sem er með í besta falli fávita sem umba.
  Vona að honum gangi vel um ókomin ár(tja nema á móti Liverpool)

  Enn er alveg á því að Liverpool nái inn stigi og jafnvel þremur. Gæti svosem ekki verið meira sama hvernig þau koma, svo leingi sem þau koma.

  Veit samt að Cothino setur 1 og svo dreimir mig held ég að Benteke setji annað og Sterling klóri inn einu á 94 mín

 14. Ég held reyndar að okkar menn passi Sterling svo vel að hann nái ekki að skora en á móti losni um hina (hverjir svo sem verða frammi hjá þeim).

  Vona það besta en bý mig undir það versta. Hef fulla trú á að Klopp nái að peppa okkar menn upp.

  Og já, varðandi það hvaða lið vinnur deildina: nú hafa bara 3 lið unnið hana síðustu 10 ár – Manchester liðin og Chelsea – og ekki eru Chelsea að fara að vinna þetta árið nema þeir vinni hvern einasta leik sem eftir er eða eitthvað álíka. Er eitthvað því til fyrirstöðu að setja pening á það strax að City taki þetta?

 15. Hvað varð um “thumbs-up” kerfið hérna í kommentunum? Kemur það ekki inn aftur?

 16. menn greinilega mjög svarstýnir hér ég ætla að spá þessu 3-1 fyrir lfc benteke með tvö og coutinho hitt . ég bara trúi því ekki að pellegrini sé það örvæntingarfullur og setji leikmann sem er búinn að vera meiddur í 2 mánuði beint inní byrjunarliðið. Þannig city spilar þennan leik “framherjalausir” með sterling uppá topp ég horfði á aston villa neðsta lið deildarinnar standa vel í þessu city liði þar síðustu helgi

 17. Sterling er góður leikmaður sem hefur alla burði til þess að verða betri. Vissulega hefði maður viljað sjá hann vaxa og dafna hjá Liverpool en það varð ekki raunin. Það er ekki óeðlilegt að peningarnir, meistaradeildin og titilbaráttan hjá City heilli meira en að vera spila í Evrópudeildinni og berjast um 4. sætið með Liverpool. Ef maður er raunsær, þá þarf þessi ákvörðun hans ekki að koma manni á óvart og ekki síst í ljósi þess að leikmaðurinn er ekki upp hjá Liverpool. Að minnsta kosti fékk Liverpool góðan pening fyrir leikmanninn og maður hefur séð jafnvel uppalda leikmenn fara mun verr frá Liverpool en Sterling sbr. Owen og McManaman.

 18. Getur einhver sagt mér hvar ég get séð leikinn þar sem ég er í bústað í úthlíð. . Eru einhverjir staðir í nágrenni? Laugarvatn?Selfoss?

 19. Ég spái þessu 2-2 og við verðum virkilega svekktir með stigið, en hver var aftur siðan þar sem ég get séð leikinn eftir að hann er búinn ?

 20. við vinnum þennann leik, er Klopp ekki þekktur að vinna sterkari liðin í þýsku deildinni, ólikt Rogers.

 21. nr 22 taktu skóna fram og labbaðu í Réttina(sundlaugin) í Úthlíð.

Opinn þráður

Liðið gegn Man City