Opinn þráður

Þá er aðeins farið að sjá fyrir endann á þessu blessaða landsleikjahléi en mér finnst eins og Liverpool hafi síðast spilað leik fyrir mánuði. Núna er líka ljóst hvaða þjóðir verða uppteknar á EM í sumar og menn farnir að velta fyrir sér hvaða leikmenn ensku liðanna komi til með að fara til Frakklands.

Liverpool er mögulega með flesta leikmenn allra ensku liðanna á mótinu en það er þó alls ekki öruggt. Þetta eru þeir sem eru líklegastir
Joe Allen (Wales)
Christian Benteke (Belgía)
Adam Bogdan (Ungverjaland)
Emre Can (Þýskaland)
Nathaniel Clyne (England)
Jordan Henderson (England)
Danny Ings (England)
Dejan Lovren (Króatía)
Adam Lallana (England)
Simon Mignolet (Belgía)
James Milner (England)
Alberto Moreno (Spánn)
Divock Origi (Belgía)
Mamadou Sakho (Frakkland)
Martin Skrtel (Slóvakía)
Daniel Sturridge (England)
Þetta eru margir leikmen en alls ekki allir þeirra eru lykilmenn liðsins og líklega verða þeir ekki allir byrjunarliðsmenn hjá sínum landsliðum. Danny Ings er t.a.m. ekki líklegur til að ná í hópinn í sumar, sama má segja um Moreno sem var t.a.m. ekki í hóp í þessu landsleikjahléi og er að keppa um stöðu við einn besta vinstri bakvörð í heimi. Eins er óljóst hvort Sakho eða Sturridge verði með enda verða þeir eflaust báðir meiddir.

Verra mál er að Copa America kemur einnig til með að riðla sumarfríinu hjá okkar mönnum fari svo að okkar menn verði valdir í landsliðið. Firmino, Coutinho og Lucas voru allir heima í þessari viku t.a.m. en ef allt er eðlilegt komast a.m.k. Coutinho og Firmino í liðið. (Já og líklega Pato líka 🙂

Hvernig sem fer þá er ljóst að Jurgen Klopp fær ekki 100% óhindrað undirbúningatímabil næsta sumar en það kemur líklega ekki að sök úr því hann tók þetta snemma við liðinu í vetur. Hann verður bara á sama báti og aðrir þ.e.a.s.

11 Comments

 1. Ég vil nota þennan vettvang til þess að sýna samhug, ást og hlýju til þeirra sem eiga um sárt að binda í Líbanon og Frakklandi.

 2. Áhugavert það sem James Pearce skrifar um Dele Alle. Hélt með Liverpool, dýrkaði Gerrard, skátaður lengi af Liverpool, Brendan var til í hann en restin af transfer commitee efaðist um value for money.
  Og hann fór til Tottenham, rest fer að verða history.

  Segi bara eins og Lars, hvað eru allir þessir sérfræðingar að þvælast þarna.

  Vonandi og væntanlega ræður Klopp héðan í frá.

  YNWA

 3. Var ekki Copa America síðasta sumar? Þar sem Chile vann mótið á heimavelli.

 4. Það verður auka Copa America keppni haldin á næsta ári til að fagna 100 ára afmæli keppninnar (https://en.wikipedia.org/wiki/Copa_Am%C3%A9rica_Centenario). Annars virðist það vera frekar óreglulegt hvenær keppnin er haldin. Undanfarna þrjá áratugi er stundum 2 ár á milli keppna, stundum 3 og stundum 4. Ég skil ekki alveg skipulagið en við fáum alla veganna aukakeppni sumarið 2016.

 5. Var einmitt að hugsa það sama og Láki eftir lestur greinar James Pearce. Það sveið sérstaklega að lesa að strákurinn heldur með okkar liði, dýrkar Gerrard og var líklega bara að bíða eftir að fá tilboð. En, þýðir ekki að gráta þennan bónda, you win some, you lose some.

 6. Hvernig er það, eru meiðsl leikmanna farin að vera of algeng í EPL? Hvað hefur breyst? Nú þegar þetta er er skrifað er heilt byrjunarlið (11) meiddir hjá Liverpool og samtals 98 í allri deildinni ef ég taldi rétt

 7. Stærsta áhyggjuefnið er hve langt enska landsliðið nær í þessari keppni. Það eru fimm enskir landsliðsmenn á þessum lista sem allir gætu átt tilkall til byrjunarliðs enska landsliðsins. Danny Ings er sá sjötti, en ég á bágt með að trúa því að hann sé að fara að spila eitthvað, miðað við hvað meiðsli hans eru alvarleg. Það er vist lán í því Skrtel,Can, Sakho, Lovren og Benteke eru ekki að spila allir fyrir sama landsliðið og fljótt á litið kæmi mér ekkert á óvart að stór hluti af þeim leikmönnum komi aftur til baka á Melwood eftir sirka þrjá leiki. það er mín von allavega.

  Best væri nátturulega ef lykilmenn eins og t.d Henderson, Benteke, Sturridge, Milner, (Lallana), Skrtel, Sakho, Clyne, Coutinho, Firmino, Lukas, Komi heilir til baka, því það sem Liverpool þarf fyrst og fremst er stöðuleiki um þessar mundir.

  T.d væri draumur ef Sturridge færi að haldast heill í svona 20 leiki í röð og spila samkvæmt eðlilegri getu. Það eitt og sér gæti skilað Liverpool í toppbáráttuna. Tala nú ekki um ef Benteke heldur uppteknum hætti. Að skora mark í öðrum hverjum leik.

 8. Maður verður alveg brjálaður að lesa um svona klúður frá þessari satans transfer-nefnd.

Jólahreingerning Kop.is

Topplið Man City næst, úti.