Jólahreingerning Kop.is

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir síðustu daga notuðum við tækifærið í landsleikjahlénu og fluttum síðuna yfir á nýjan hýsingaraðila, með tilheyrandi veseni. Íslenskir stafir töpuðust, þumallinn við ummæli stakk okkur af og síðasti podcast-þáttur komst ekki alla leið yfir á iTunes. En nú er þessu blessunarlega lokið og við getum staðfest að þið megið losa sætisólar og láta fara vel um ykkur.

seatbelt_smoking

Í kjölfarið á þessum flutningum kynnum við smá breytingu á fyrirkomulagi Kop.is Podcastsins. Framvegis mun þátturinn koma inn kvöldið sem hann er tekinn upp á SoundCloud-síðu Kop.is og um leið hér á síðunni. Hægt verður að hala skránni niður af SoundCloud fyrir þá sem vilja ekki streyma þættinum og eiga sitt eintak. Við mælum með að fólk nýti sér það því framvegis verða bara 2-3 nýjustu þættirnir í einu á netinu, bæði á SoundCloud og annars staðar, og því ekki hægt að „safna“ þáttum nema að sækja þá og geyma sjálf.

Þættirnir munu síðan koma inn sólarhring síðar sem skrá fyrir iTunes og aðrar hlaðvarps-áskriftir fyrir þá sem nota þær. Þetta gerum við til að taka broddinn af mesta niðurhalinu af hýsingaraðila okkar, nokkuð sem var farið að valda okkur höfuðverkjum og kosta pening síðustu vikur enda þátturinn búinn að springa í vinsældum síðan þetta tímabil hófst, og sérstaklega eftir að Jürgen Klopp var ráðinn til félagsins.

Allavega, framvegis: færslan birtist strax eftir upptöku á Kop.is með SoundCloud-spilara, þaðan sem hægt verður að sækja skrána. Þeir sem vilja nota áskriftarveitur eins og iTunes verða að bíða í sólarhring. Við mælum með að fólk noti SoundCloud í staðinn, það er m.a.s. frábært SoundCloud forrit fyrir snjalltæki þar sem þið getið sett Kop.is Podcastið í áskrift og fengið í raun sömu þjónustu og hjá öðrum forritum.

Næsti þáttur er á dagskrá í næstu viku.

Það er ekki fleira í bili. Ef þið finnið einhverja bögga eða villur á síðunni, endilega látið okkur vita í ummælum svo við getum unnið í því.

Einnig: WordPress-viðbótin (plugin) fyrir þumalinn var víst úrelt fyrir nýjustu útgáfu PHP og því hætti þumallinn að virka við færsluna yfir á nýjan hýsingaraðila. Ef einhver WordPress-töframanneskja þarna úti veit um nýjan þumal sem virkar fyrir PHP 5.6 eða nýrra má viðkomandi endilega benda okkur á það svo að við getum fengið “like” á ummælin aftur.

YNWA

14 Comments

  1. Íslenskir stafir eru ekki inni a öllum stöðum ef eg fer a kop.is i simanum

  2. Koma þættirnir semsagt þá ekki inn í Podcast appið fyrir Apple tækin?

  3. Til hamingju með þessa breytingu.

    Bara ein smá spurning. Hvaða máli skipta þessir þumlar?

  4. Til lukku með flutninginn 🙂

    Eitt er ég þó ekki að skilja, má ég ekki leingur reikja meðan ég les kop.is? Mitt firsta verk er oftast þegar ég kem heim úr vinnu er að kveikja í sígó og renna yfir kop.is áður en farið er annað. Veit ekki hvort ég þurfi þá bara hreinlega að byrja á facebook á meðan sígarettan klárast, eða þá hreinlega að fresta því að reikja hana þar til kop.is lesningin er yfirstaðin.

    En að því sögðu, er þá hægt að fá þetta soundcloud í símann?

    Hlakka til næsta þáttar og takk fyrir mig

  5. Hafþór (#2) – jú, en sólarhring eftir að þátturinn er fyrst birtur á síðunni og SoundCloud.

    HelviVa (#4) – Það hefur aldrei verið leyfilegt að reykja á Kop.is. Vertu úti með þennan ósið! 🙂

    Og já, það er hægt að fá SoundCloud í símann. Leitaðu bara í app-verslun hjá þér að SoundCloud, hvort sem þú ert á iPhone, Android eða Windows Mobile. Það heitir reyndar Audiocloud fyrir Windows Mobile en það er sami hluturinn.

  6. Bara svona fyrir forvitnissakir.
    Hvernig virkar þetta hjá iTunes? Er þátturinn ekki uploadaður til þeirra og streymt þaðan? Er iTunes að tengja sig við serverinn ykkar og við að streyma honum þaðan?

    Hvernig er þetta hjá Soundcloud?

    Ps. Fyrst þið eruð í breytingahugleiðingum er þá séns að fá skjá icon þegar maður vistar síðuna á homescreen á símanum?
    Synd að mest notaða síðan er bara með lélegt screenshot sem icon.
    Ég hef td. notað þetta hérna með góðum árangri.
    http://irama.org/web/cms/wordpress/plugins/custom-app-icons/
    Síðan hafa nýlegri þemur verið með þetta innbyggt eða bætt þessu inn hjá sér í nýjum uppfærslum.

  7. Læk og jafnvel önlæk væru vel þegin í athugasemdakerfinu! Einnig væri kannski sniðugt ef hægt væri að “svara” athugasemd og að svarið myndi þá birtast undir þeirri athugasemd.

  8. Sammàla Guðna um að geta svarað commentum. Undir þvì commenti

  9. Mér fynnst persònulega mjög gott að hafa like takan þvì ég les oft bara upplìstu commentin. Sérstaklega ef ìlla gengur

  10. Sælir síðuhaldarar,

    Hefur ykkur aldrei dottið í hug að nota Disqus fyrir kommentakerfið?

    https://wordpress.org/plugins/disqus-comment-system/

    Highligts:

    Comments indexable by search engines (SEO-friendly)
    Support for importing existing comments
    Auto-sync (backup) of comments with Disqus and WordPress database

    Threaded comments and replies
    Notifications and reply by email
    Subscribe and RSS options
    Aggregated comments and social mentions
    Powerful moderation and admin tools
    Full spam filtering, blacklists and whitelists
    Increased exposure and readership

    Og það er innbyggt að hægt sé að “þumla” komment bæði upp og niður.

Islenskir stafir

Opinn þráður