Liverpool 1 Crystal Palace 2

Crystal Palace vann enn einn sigurinn á Anfield í dag, í þetta sinn voru lokatölur 2-1 þeim í vil í tólftu umferð Úrvalsdeildarinnar. Þetta var fyrsta tap Liverpool í þrettán leikjum og það fyrsta í sjö undir stjórn Jürgen Klopp.
Liðið í dag var svona:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Lucas – Can
Ibe – Coutinho – Lallana
Benteke

Bekkur: Bogdan, Lovren (inn f. Sakho), Allen, Brannagan, Teixeira, Firmino (inn f. Can), Origi (inn f. Ibe).

Ég get ekki þetta Crystal Palace-dæmi. Liverpool er ekki fullkomið lið og einhvern tíma hlaut liðið að tapa aftur eftir tólf í röð án taps. En af hverju þarf það alltaf að vera Crystal Palace? Ég skil það bara ekki. Liverpool var ekki einu sinni að spila illa í dag. Það voru kannski aðeins þreytumerki á liðinu eftir Rússlandsferð vikunnar en liðið gerði nóg til að stjórna leiknum mest af, skapaði sér haug af færum sem vildu ekki inn og þegar ég hugsa yfir leikinn á ég erfitt með að finna leikmenn sem spiluðu eitthvað sérstaklega illa.

En Palace er Palace og þeir skoruðu úr tveimur af fjórum færum sínum í leiknum. Yannick Bolasie, sem breytist alltaf í Cristiano Ronaldo á Anfield, kom þeim yfir eftir aulagang Moreno og Can í vörn okkar áður en Coutinho jafnaði úr góðri sókn rétt fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik pressaði Liverpool og leitaði að sigurmarkinu en náði ekki að nýta mörk góð færi áður en Scott Dann fékk á ótrúlegan hátt tvo skalla í röð úr sömu hornspyrnunni og skoraði úr þeim síðari. Týpískt gjafmildi hjá vörn okkar í báðum mörkunum og því fór sem fór.

Maður leiksins: Lucas. Var með fyrirliðabandið í dag og bar af á vellinum.

James Milner meiddist og gat ekki spilað í dag og svo fór Mamadou Sakho út af meiddur. Og nú er liðið búið að tapa enn og aftur gegn Crystal Palace. Ég get svona daga bara ekki. Gleðilegt landsleikjahlé!

YNWA

60 Comments

 1. Mér fannst Benteke alveg svakalega slappur í dag og set spurningarmerki við sigurvilja og ákefð hans. Ibe góður, Lucas og kútur líka. En erfitt að spila án þess að hafa góðan striker inná .

 2. Góð skýrsla. Hún lýsir vel hvernig manni líður eftir svona leik. Maður er einfaldlega hundfúll. Betra liðið tapaði í dag.

 3. Og auðvitað er andskotans landsleikjahlé framundan, en við áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik! Benteke slappur en Ibe er eins og nýr leikmaður.

 4. váa hvað þetta eru ósanngjörn úrslit. eg var brjalaður i stöðunni 1-1 og beið bara eftir sigurmarkinu hjá okkar mönnum.

  algjör viðbjóður en nu er bara að vinna city a útivelli næst dugar ekkert annað.

  en ja farin i fýlu, dagurinn ónýtur, ekki verið jafm sár mjog lengi með tap hja okkar mönnum

 5. Mér fannst þetta fínn leikur og skemmtilegur. Hissa hvað okkar menn eru sprækir en líka hrifinn af kraftinum í Palace. Börðust eins og hundar í hverjum einasta bolta og gerðu okkur erfitt fyrir. Ef þeir hefðu ekki átt toppleik hefðum við rúllað yfir þá.

  Þeir voru auðvitað heppnir að vinna, við áttum boltann, færin og stöðurnar til að búa til færi, en svoleiðis er það stundum. Kannski pínu einfeldni í okkur stundum, þar koma Moreno og Can upp í hugann.

  En yfir að því jákvæða.

  Benteke er monster. Svakalegur skallamaður, heldur boltanum mjög vel og er glúrinn í fótbolta. Vantar ekki mikið upp á að hann sé heimsklassa. Aðeins meiri ákefð og kannski færanýting. Mér finnst Clyne frábær, traustur, hugrakkur, grimmur. Ibe er kominn aftur, núna tilbúinn að taka ábyrgð á velgengni liðsins. Það tók ekki langa stund. Lallana hefur vaxið um tvo klassa. Coutinho er aftur á uppleið og FIrminho er að vinna sig inn í þetta. Lucas er endurfæddur sem lykilmaður og varafyrirliði.

  Þ.a. mér finnst þetta eiginlega bara jákvætt. Já, fúlt að tapa, en það mun detta gegn okkur öðru hvoru. En Liverpool er lið sem núna er drulluerfitt að vinna, þú þarft að eiga toppleik og þú þarft að vera heppinn. Palace voru hvort tveggja í dag.
  Ef ákvarðanataka og yfirvegun Can og Moreno tekur skref upp á við með lengri tíma saman er þetta orðið hörkulið sem gaman er að horfa á. Og það er frumskilyrði, sem því miður var ekki til staðar undir Rodgers. En núna er gaman að horfa á Liverpool og lifa sig inn í leikinn.

 6. Verulega og verulega fúlt.

  Málið er einfaldlega þannig að það er ennþá langur vegur eftir til að jafna út það lið sem mun geta verið að spila það kerfi sem við eigum að gera undir Klopp.

  Ofboðslega vond vinna Can og Moreno sem gaf mark, svo náum við á flottan stað og stjórnum leik án þess að ná að skapa mikið af dauðafærum, svona rétt eins og hefur verið síðustu tvö ár að mestu leyti.

  Svæðisvörn sem virkar ekki í horni og sjálfstraustið ekki sterkara en svo að við virtumst dottnir niður.

  Mér fannst breytingin verða þegar við urðum að fara í 4-1-4-1 eftir að ljóst varð að Emre Can réð ekki við það að vera inni á miðjunni. Þannig opnaðist leikurinn töluvert og það var Palace sem stal og skellir okkur niður í miðjuna á ný eftir flotta helgi síðast.

  Bara get ekki beðið eftir því að fá Jordan Henderson til baka, við verðum að ráða betur við miðjuna en við sáum í dag.

  Svo er að sjá hvort Sakho sleit eitthvað, sem gæti alveg verið lýsingin á þessu atviki hjá honum…sem væri ferlegt auðvitað.

  Mikið meira en lítið svekkelsi hér á ferð en sennilega bara raunsönn útgáfa á liðinu sem gefur Klopp 41,67% árangur eftir fjóra deildarleiki. Hann vildi meira en það.

  Svo í lokin er ég sorgmæddur að heyra í Anfield. Ég held við verðum bráðum að fara að viðurkenna það að völlurinn lifir á fornri frægð. Ég heyrði bara í Palace fólki um 75 mínútur af þessum leik…sem er mjög sorglegt.

 7. Gekk ekki í dag. Leikmenn á fullu, nokkur fín færi en Palace vann gegn gangi leiksins. E. Can gaf mark og svo var það fast leikatriði sem gef þeim mörkinn.
  Við nýttum ekki færinn og þá er þetta hættan. Þeir voru sáttir við 1 stig og voru byrjaðir að hrúga inn varnarköllum á meðan að Klopparinn ákvað að kýla á þetta og tók E.Can sem var lélegur í dag af velli og setti Firminho inná(sem gat ekkert eftir að hafa komið inná).

  Það versta við þetta er að það er landsleikahlé og er ekkert verra en tapleikur og geta ekki svarað fyrir hann strax.
  Liðið spilaði samt ekkert illa í dag. Coutinho var líflegur, Lallana átti fínan leik og var mjög ógnandi, Ibe var besti maður vallarins í fyrirhálfleik. Vörninn okkar leit nú bara nokkuð vel út í þessum leik því að ekki fengu Palce menn mörg færi í leiknum( eitt færi fyrir utan mörkinn). Benteke fannst manni að ætti að skora í þessum leik, var stundum lengi að klára og átti auðvita að skora með skallanum.

  Við breyttum þessu ekki héðan af en mér finnst leikur liverpool vera á uppleið en við erum í dauðafæri að ná 4.sætinu í ár en það gerist ekki ef við náum ekki að klára þessa leiki. Við hefðum getað náð góðu forskoti á Chelsea og finnst mér það versta að það gekk ekki eftir. Baráttan um 4.sætið verður á milli Tottenham, Liverpool og Chelsea.
  West Ham, Leicster og önnur lið munu fara á sinn stað á endanum, þetta gerist nánast á hverju tímabili að eitthvað lið hangir lengi nálagt toppnum en svo í endan þá endar það lið í 6-9 sæti.

  Nú er bara að vona að Sakho sé ekki mikið meiddur og að Henderson/Sturridge fara að vera klárir en ekki verður útileikurinn gegn Man City auðveldur það er nokkuð víst.

 8. 22 marktilraunir , 4 á ramman. Hvað þurfa þessir framherjar okkar eiginlega mörg færi til þess að skora ?

  Ég vona svo heitt og innilega að Sturridge komi tilbaka í næsta leik. Varnarleikur okkar er bara alls ekki boðlegur.

  Nú fær Klopp smá tíma með hópnum. Reyna að töfra fram eitthvað fyrir næsta leik á etihad.

 9. Ég þoli ekki Crystal Palace. og ég þoli Alan Pardew enn verr. Hann sagði fyrir leikinn að Klopp mynti hann á sjálfan sig, og að sjálfsögðu tekst honum að sigra Liverpool. Get séð fyrir mér glottið á mannfýlunni í viðtalinu eftir leikinn, talandi um taktískan sigur og snilligáfuna sína. Maðurinn er mesta egó í þjálfaraheiminum fyrir utan Tim Sherwood og mun að sjálfsögðu tileinka sjálfum sér sigurinn. Þoli ekki þetta Palace hyski. Alltaf koma þeir og skemma allt.

  Áttum engan veginn skilið að tapa þessum leik. Benteke þurfti að klára eitt af þessum dauðafærum sínum í dag og við værum núna að tala um bestu spilamennsku liðsins síðan að Klopp tók við. Það sem situr í manni eftir leikinn er að liðið spilaði bara hörkuvel, skapaði sér fín færi en boltinn fór að sjálfsögðu ekki inn. Það sést að það þarf að versla inn hraðari menn. Palace átu okkur í skyndisóknum og átti í litlum erfiðleikum með að stinga miðjumenn okkar af.

 10. þvílíkt svekkjandi tap, enda liðið alls ekki alslæmt í dag.
  ekki hægt að týna úr svosem slæman dag hjá neinum. Can þarf jú að minnka kæruleysið og læra hvenær er besta að losa boltann uppí stúku.
  Setja menn á stangirnar í hronspyrnum ?!?
  Annars má Benteke æfa fótavinnu betur, var of svifaseinn þegar hann komst í góð færi og varnarmenn komust iðulega fyrir skot hans.

 11. Kristján Atli sagði: “…þegar ég hugsa yfir leikinn á ég erfitt með að finna leikmenn sem spiluðu eitthvað sérstaklega illa.”
  Uhhhhh ég er ekki sammála þessari skoðun, Emre Can spilaði frekar illa, gaf meðal annars mark og bætti ekki upp fyrir það á neina hátt.
  Við eigum svo að dæma Benteke af mörkum þar sem hann er striker er það ekki? Ef við eru sammála um það þá var Benteke líka frekar slappur í dag.
  Hvernær ætlar Firminiho svo að fara gera eitthvað í þessari deild? Hvað hefur hann skorað mikið aftur mörkum? Hvað hefur hann lagt upp mikið af mörkum? Svona miðað við hvað hann kostaði og hæpið var í kringum hann. Ekki misskilja mig, alls ekki slæmur leikur hjá flestum en ekki nógu góðar frammistöður hjá nógu mörgum til að getað landað sigri. Ekki kenna þessu tapi á óheppni, CP áttu þetta skilið.

 12. Flott frammistaða en leiðinleg úrslit. Þetta dettur með okkur næst. Vá hvað Ibe er góður í dag, klárlega maður leiksins.

 13. Flott spilamennska, fin barátta en svakalega var besti maður vallarins Ibe orðinn þreyttur í lok leiksins. Ég ætla ekki að gagnrýna neitt nema tapið. Við spiluðum flottan bolta lengstum og erum klárlega á réttri leið. Sýnist við taka eina dollu á leiktíðinni. Já Klopp ég trúi ennþá.

 14. Vil byrja á að segja að “stuðningsmenn” Liverpool eru mestu vonbrigðin í dag á eftir dómgæslunni á köflum.
  Klopp og LFC hljóta svo vera búnir að átta sig núna að því að Can er engan veginn nógu sterkur miðjumaður,enginn smá hola í liðinu og sem betur fer er stutt í Henderson. Lucas og Ibe er að stíga mikið upp. Liverpool voru miklu betri og með sanngjarnari dómgæslu ásamt betri færanýtingu hefðum við unnið þetta annars kraftmikla og sterka Crystal Palace lið. Tap í dag og já ég veit á heimavelli þýðir ekki að allt sé ekki á uppleið við erum að skapa helling af færum og pressa flott! Vona að Sakho og Henderson verði klárir svo við getum sótt 3 stig á Etihad YNWA!!

 15. Fyndið hvað lið fara inn i Liverpool leiki 100% modiveruð og tilbúnir að forna sér i alla bolta eins og þetta sé úrslitaleikur, ég hef sjaldan séð lið jafn búið á því og Crystal Palace í lokinn á þessum leik.
  Spurning hvort að Anfield sé svona upplifgandi fyrir aðra leikmenn og þeirra biður alltaf red bull og Dale Carnegie dvd í klefanum þeirra.

  Vinstri bakvörðurinn hjá Crystal drap næstum sjálfan sig bara útaf því að hann vildi setja boltan i innkast frekar en markspyrnu…

  Ég hafði viljað sjá Moreno taka á sig gult spjald, bomba Zaha niður stoppa hann áður en hann fær the ego boost sem hann var að spila með i dag. Hann lookar 4x sinnum betri en Hazard i þessum leik, leikmenn hrökkva af honum eins og hann sé Hulk…

  Skita Evrópudeild… 5000km ferðalag 1 æfing og mæta svo Crystal P i ham…

 16. Þessi skipting Firmino fyrir Can kláraði leikinn.
  Can gat ekki meir en Firmino gerði fátt fyrir okkur. Átti meira að segja eina Aspas hornspyrnu sem var verulega slakt.

  Þessi löngu hlaup til baka á eftir örfáum CP mönnum vegna þess að miðjan datt algerlega út með Lucas einan kláraði okkar menn og því kenni ég þessari skiptingu um tapið.

  Klopp er ekki heilagur. En hann hafði ekki þá möguleika í boði sem hann hefði þurft.
  Henderson … farðu nú að reima á þig skóna.

  En maður verður að hafa þolinmæði fyrir því að fá skorara inn í þetta lið. Það er ekki að fara að gerast alveg strax. Sturridge verður að fara að detta inn til að brúa bilið til áramóta.

  Eina sem getur virkað eru þessir fljótu slúttarar, Vardy gaurar. Nema liðinu verði breytt því meira. Öskufljótir vængmenn báðum megin og Benteke á meiri séns.

  Þolinmæði … þolinmæði. Lifa af til áramóta og keyra svo á frábæran seinni hluta og ég verð kátur með tímabilið.

  YNWA

 17. Það bítur að spila marga leiki án sinna bestu manna og það bítur líka að spila Evrópuleik í Rússlandi, ná einni æfingu fyrir leik gegn óþreyttum mótherjum.

  Unnum ekki Norwich heima eftir leik gegn Bordaux úti
  Unnum ekki Everton úti eftir leik gegn Sion heima
  Unnum ekki Southamton heima eftir leik gegn Rubin Kazan heima
  Unnum ekki Crystal Palace eftir leik gegn Rubin Kazan úti.

  M.ö.o Liverpool hefur ekki ennþá unnið leik í kjölfar Europe League, samt hafa þetta allt verið leikir í Liverpool borg gegn mótherjum sem Liverpool fer í með stuðulinn vel með sér.

  Ekki það að spilamennska okkar manna í dag átti að duga til að sigra Palace, stóru liðin eiga að vinna svona leiki þrátt fyrir meira álag en eins og sást greinilega er leið á leikinn sat leikur miðri viku í okkar mönnum.

  Það er svo helvíti vont að spila gegn Crystal Palace og vera með minni gæði á miðjunni heldur en þeir bjóða uppá. Miðjan er hjartað í liðinu og því miður er Cabaye í öðrum og hærri klassa en bæði Can og Lucas sem báðir gera þó sitt gagn. Miðja Liverpool þyrfti að vera með annan hvort þeirra, ekki báða . Can var í basli í þessum leik og ég efa að framtíðin sé tveggja manna miðja með Can og Lucas saman en þegar hann fór útaf opnaðist allt of mikið fyrir skyndisóknir Palace að mínu mati og mér fannst Klopp ekki nógu klókur að bregðast ekki fyrr við því. Taka t.d. algjörlega sprunginn Lallana útaf fyrir Allen. Þetta er engu að síður enn einn leikurinn sem hægt er að nota sem primetime auglýsingu fyrir það hversu hrottalega þetta lið okkar saknar Jordan Henderson. Meira að segja Milner var meiddur í dag, hann mátti alveg fara á bekkinn fyrir mér en það veikir hópinn að hafa hann ekki einu sinni upp á að hlaupa. Ég fullyrði að öll lið væru í svipuðu basli og Liverpool hefur verið með sambærilegan meiðslalista lykilmanna (plús leikjaálag).

  Sakho fer útaf í dag og maður er lagstur á bæn um að það séu ekki langtímameiðsli. Alltaf þarf þetta að vera bestu menn liðsins sem meiðast og þá helst illa. Tala nú ekki um ef viðkomandi hefur verið að spila vel nokkra leiki í röð.

  Formið á Anfield er hræðilegt og algjörlega að drepa þetta tímabil. Liverpool er búið að spila sex leiki og vinna aðeins tvo þeirra. Ná átta stigum af átján mögulegum. Það er fullkomlega hræðilegt í ljósi þess að fyrir mótið vorum við að horfa í útileikjaprógrammið í byrjun mótsins. Þessir leikir sem Liverpool hefur verið að hiksta á á Anfield eru leikir sem leikmenn eins og Daniel Sturridge skera úr um. Jafnvel bara Benteke, hann hefur líka verið meiddur. Hann var vissulega með í dag og fékk svo sannarlega færin til að klára þetta.

  Þetta var rosalega vont tap í dag enda mörg lið fyrir ofan Liverpool að tapa stigum, bilið minkar ekkert haldi Liverpool áfram að tapa fleiri stigum á Anfield heldur en liðið er að vinna þar. Næst er það auðvitað Man City úti eða u.þ.b. það versta sem við gátum hugsanlega óskað okkur eftir þennan helvítis leik.

  Liverpool fannst mér láta þetta Palace lið líta of vel út í dag, mikið ógeðslega er ég kominn með leið á því fjandans liði.

 18. Það er alveg magnað hvað Liðiðgetur verið lélegt og þessi Benteke, hver í helvítinu keypti hann? Held hann sé lélegri en Balotelli og alltaf grenjandi yfir því að fá ekki boltann og svo fær hann milljón sendingar og klúðrar öllum. Það er ljóst að það verður að taka leikmannakaupanefndina af lífi. Þar sitja menn sem hafa allt annað en knattspyrnu í huga þegar menn eru keyptir. Helvítis fokkings fokk!!!

 19. Súmmering.
  2 mörk fengin á sig eftir ömurlegan varnarleik gegn liði sem sótti kannski 10x í leiknum. Þetta náttúrulega gengur ekki. Ég kalla eftir því að menn axli ábyrgð í varnarleiknum í föstum leikatriðum og geri árás á boltann. Meika ekki þessa svæðisdekkningu. Sjá Benteke hoppa eins og kanína í vítateignum að dekka engan mann og boltinn fer yfir hann á fjarstöngina. AF hverju gerir maðurinn ekki árás á boltann??? Eða mennirnir á fjær?? Það standa allir eins og sauðir æa meðan Dann fær tvo skalla af 2 metra færi!!!!!
  Emre Can með algerlega óþolandi heimsku í fyrra markinu-þetta er í besta falli barnalegt. Þetta er annað eða þriðja markið sem hann er að gefa eftir barnalegan varnaleik og Alberto Moreno er þáttakandi í öðru hverju marki sem Liverpool fær á sig. Verður að bæta sig maðurinn varnarlega.
  Í þriðja lagi verða Liverpool að vera með fleiri menn í teignum gegn liðum eins og Palace á heimavelli. Þýðir ekkert að dæla boltanum í teig með 10 Palacemönnum ef þú ert bara með 4 menn í teignum. Liðið verður einfaldlega að sækja á fleiri mönnum og vera með tvo eða 3 menn frammi við þessar aðstæður. Mér finnst ekki boðlegt að vera með einn mann uppi á topp á heimavelli-eða bara yfir höfuð fyrir stórlið eins og Liverpool-nema kannski gegn Bayern á útivelli.
  Í síðasta lagi eru gæði einstakra leikmanna ekki nægjanlega góð. Sem dæmi um þetta er að Lallana er búinn að fá c.a. 30 skotfæri í kringum vítateiginn í vetur án þess að hitta á rammann og auðvitað verður Benteke að gera betur þegar hann er að fá deadara í teignum. Coutinho er búinn að skjóta 100x á markið og skora einhver 5 mörk eða svo en það dugar ekki.
  Heilt yfir var margt fínt í dag, vinnusemi og ákefð leikmanna en gæðin einfaldlega ekki nóug mikil, varnarleikurinn ekki nógu agaður og einstakir leikmenn verða að gera betur í ákveðnum stöðum.
  Sá einhver Vidic dekka svæði?? Eða Hyypia?? Eða Terry?? Þetta eru menn sem gera árás á boltann og hirða alla bolta í teignum.
  Einn brjálaður enda var þetta gríðarlegt áfall fyrir Liverpool að tapa þessum leik í ljósti stöðunnar í deildinni.

 20. Mér fannst Benteke virkilega lélegur. Framherji á að klára dæmið betur en þetta. Mér fannst vanta hugrekki í sókninna og að menn sýni meiri gæði.

 21. Þetta var vont en það var ekki eins og við hefðum spilað illa. Respect til CP fyrir flottan fótbolta.

  Það var alltaf vitað að JK þurfi tíma og hann fær hann.

  YNWA!

 22. Vorkenni Klopp
  Er að vinna með dass af drasli, mikið af meðalmennsku og smá gæðum.
  Brazzinn sem splæst var 30m punda í hefur ekki einu sinni skorað á Melwood á æfingu. Can er með þeim slakari – Welski Messi….. Mignolet…. Lovren…. Þetta eru ekki leikmenn sem sæma Liverpool
  Erum í 10.sæti með stórlið Leicester og Southamton á undan okkur. Klopp er ekki töframaður og þarf amk tvo leikmanna glugga.

  Anfield er svo að verða að Old Trafford í stemmingu. Dapurt.

  Látum okkur hlakka fyrir næsta tímabili. Klopp nær aldrei 4 sæti með þetta lið, hvað þá titli.

 23. Hvernig fá menn út að Moreno hafi átt sök á fyrra marki Palace með Can? Can átti það mark, skuldlaust. Allt tal um annað er bull.

  Svekkjandi tap þó – Hversu týpiskt fyrir okkur að við séum að dóminera gegn þessu liði á öllum sviðum leiksins en töpum….fyrir viku síðan var þetta lið að dóminera United en United einhvern veginn slefar í stigið. Ég skil stundum ekkert í knattspyrnunni…

  YNWA.

 24. Klopp: “The Palace goal came after 82 minutes. 12 minutes to go and I saw many people leaving the stadium.”

  Svona er staðan á Anfield í dag. Heimavallarformið okkar hlýtur einfaldlega að haldast í hendur við stuðninginn sem liðið fær á vellinum. Það þarf að gera eitthvað í þessu. Lækka miðaverð, hvetja ungt fólk til að mæta og jafnvel að koma því markmiði á framfæri að gera Kop að actual söngstúku, sem hún er ekki í dag. Eftir Hillsborough slysið eru margir skiljanlega á móti þeirri hugmynd að taka sætin í burtu í The Kop og innleiða hið svokallaða “Safe – standing” módel sem hefur virkað gífurlega vel í Þýskalandi. Það er umræða fyrir sig en menn verða að hugsa um svona hluti ef það er raunverulegur vilji til að auka andrúmsloftið á Anfield (Sem ég tel þó ólíklegt, þar sem klúbburinn hugsar þetta allt í peningum).

  Hin svokallaða safe-standing aðferð er virkilega sniðug og hvet ég flesta til að kynna sér hana. Þetta er leyft í Þýskalandi og stemmingin er gríðarleg á völlum þarlendis. Í Englandi er sagan önnur. Miðaverð er alltof hátt og það liggur við að verðirnir sussi á fólk ef það byrjar að syngja. Ég var á Anfield fyrir ári og þegar að tveir menn stóðu upp og byrjuðu að syngja voru þeir beðnir um að setjast niður af vörðunum og lækka róminn. Algjörlega út í hött. Finnst eins og að klúbbarnir á Englandi fatti ekki að betri stuðningur á vellinum getur skilað fullt af sigrum og sigrar þýða $$$ (peningar).

 25. Ég ákvað þegar Klopp tók við að gefa honum tímabilið án þess að dæma hann. Hann hefur staðið sig framar vonum og tap í dag, er alls ekki nein afturför. Þetta Crystal Palace lið er, því miður, mjög gott lið. Þeir eru afar skipulagðir bæði varnar- og sóknarlega.

  Það neikvæða við þennan leik er sambærilegt því sem við höfum áður séð, s.s. einbeitingarleysi og getuleysi í hornspyrnum – á báðum endum vallarins. Það er ýmislegt jákvætt sem hægt er að taka frá þessum leik og ætti að byggja á því.

 26. Afhverju heldur Emre Can alltaf að hann geti hlaupið á 200 km hraða þegar hann rekur menn á, stórfurðulegt.

 27. Jæja þannig endaði það, núna fær Klopp smá vinnufrið enda búið að vera mikil keyrsla á liðinu seinustu 4 vikurnar.
  Núna er landsleikja frí og það er eins gott að Henderson og Sturridge verði komnir til baka eftir það.
  Mér finnst Emre Can ekki vera að sýna nægilega mikið til að vera lykilmaður á miðjunni hjá okkur. En Ibe er að koma sterkur inn og vonandi heldur hann áfram að bæta sig strákurinn.

  Hvað er svo að frètta með þessi meiðsli endalaust, ætli þetta sé alvarlegt hjá Sakho ?

 28. Æi, ég held ég taki fucking pollyönnuna á þetta. Við vissum allir að þetta yrði erfitt fyrsta tímabil hjá Klopp og ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég er nákvæmlega með engar væntingar á þessu tímabili. Tel algerlega óraunhæft og í raun algerlega út úr korti að við séum með top4 lið. Bara alls ekki. Við erum einfaldlega ekki með nógu marga ghóða leikmenn.

  Auðvitað talar Klopp vel um leikmenn sína og vill ekki gera lítið úr þeim mannskap sem hann hefur, en trúið mér, það verða gera róttækar breytingar á þessum hóp á næstu 2 – 3 leikmannagluggum.

  Það sem ég hlakka til fylgjast með þeim framförum sem liðið á eftir að taka undir stjórn Klopp, en það mun taka tíma.

  Sammála að Lucas hafi verið bestur í dag.

  Gleðilegt landsleikjahlé.

 29. Klopp er frábær stjóri en hann var aldrei að fara að gera einhver kraftaverk með þennan hóp. Kannski ágætt að fólk átti sig á því snemma. Vandamál liðsins er áhugaleysi aðdáenda (sem er afleiðing 25 ára eyðimerkurgöngu) og gæði hópsins.

  Þetta áhugaleysi hef ég ágætan skilning á en þetta er bara farið að skaða frá sér rosalega mikið. Það heyrist ekkert í Anfield og hefur ekki gert lengi. Fólk fer 15 min fyrir leikslok því það hefur enga trú á þessu, jafnvel ef það er jafnt. Þarna fengum við bæði kennslustund frá leikmönnum og áhorfendum CP.

  Klopp eða ekki klopp, þá eru Skrtel, Lovren, Mignolet og Lallana mjög lélegir í fótbolta, í ruslflokki flestir. Við eigum 3 virkilega góða leikmenn í Sturridge, Henderson og Sakho og spilatími þeirra með liðinu er ansi lítill. Restin af hópnum eru efnilegir eða einhverstaðar mitt á milli ruslflokksins og þessara góðu.

  Ég býst ekki við neinu á þessu tímabili en með góðum janúar glugga mætti kannski stela þessu 4. sæti ef Chelsea heldur þessu rugli áfram. Við höfum samt ekkert verið að nýta okkur strögglið þeirra og erum aðeins 6 stigum ofar, svo það er nú ekki beint líklegt. Það er lengra í 4. sætið en CFC og Spurs eflaust líklegri til að nýta sér þetta.

  Það gerðu öll liðin jafntefli fyrir ofan okkur í tölfunni (sem eiga raunhæfa möguleika á CL) nema Manu og Soton og við svörum því með tapi. Ef við notum ekki svona leiki og helgar til að minnka bilið, þá erum við seint að fara að gera það.

  Hvað ætli fáist margir Bolasie fyrir einn Lallana?

 30. Iss…… þessi leikur verður löngu gleymdur þegar við rúllum yfir MU í janúar!

 31. Maður tekur þessum leik eins og hverju öðru hundsbiti.

  Svosem vitað að þessu taplausa tímabili myndi ljúka einhverntímann. Eigum við ekki bara að segja að liðið vinni City í staðinn? Það eru alveg skipti sem ég mun sætta mig við. Villa náði jú í stig…

  En mikið svakalega virðast meiðslin ætla að fara illa með okkar menn. Ef Sakho verður frá í einhvern tíma verða bara Lovren og Skrtel leikfærir af miðvörðunum, 3 meiddir hins vegar. Og maður lifandi hvað liðið má ekki við því að annaðhvort Clyne eða Moreno meiðist.

 32. Her eru margir að andhæla Benteke en hann hefur skorða í þermur af síðustu fim leikjum, ok hann átti kanski ekki sinn besta dag, en henn var ekkert einn um það, miðjan var frekar vond, of margar lélegar sendingar, en liðið var að spila nokkurð vel og þessum stigum var klárlega stolið.

 33. Klopp mun skila sínu – en hann þarf tíma og amk 1-2 leikmannaglugga áður en eitthvað almennilegt fer að gerast. Ekki einu sinni gæðaþjálfari eins og Klopp getur gert kjúklingasalat úr kjúklingaskít, það getur það enginn.

  Mínar stærstu áhyggjur eru af því að Anfield virðist vera orðinn okkar versti óvinur. Hugsa að helsta skýringin á því sé allt of hátt miðaverð og hörmuleg stefna FSG í leikmannamálum síðustu árin, einfaldlega mesta metnaðarleysi sem sést hefur í sögu klúbbsins. En vonandi er þetta allt að fara að breytast með meistara Klopp í brúnni.

  Það sem gildir núna er þolinmæði og trú á því að FSG séu búnir að breyta um stefnu og séu tilbúnir að sýna alvöru metnað í uppbyggingu liðsins.

  Áfram Liverpool – YNWA!

 34. Crystal Palace var bara nokkuð rock solid í dag verð ég að segja..fannst við þrælgóðir bara datt ekki fyrir okkur,ég var ánægður að sjá milner ekki í liðinu 😉 og lucas kominn með bandið. en ég er svo hjartanlega samála þeim sem segja að emre can er eingin og verður ekki neinn lykillmaður hjá liverpool það verður hann aldrei ég er allavega ekki að sjá það,ekki það að hann sé eitthvað slæmur en lykillmaður verður hann aldrei,þótt forsvarsmenn þessara síðu telja vera gríðarlegt efni þarna á fer, sýnist þetta bara vera everton efniviður,jafnvel sunderland en miðjan hjá okkur er ekki upp á marga fiska, en shitfokk hvað þetta var fúlt að TAPA í dag!

 35. Liðið er bara ekki betra en þetta! Leikmenn Liverpool ættu frekar heima í 2 deildinni, því þeir eru bara hræðilegir. Það munu koma fleiri tapleikir, miklu fleiri

 36. Mig langar helst til að gubba þegar ég les sum neikvæðu kommentin hérna, getið þið ekki tjáð ykkur annars staðar? Ég er miklu pirraðari yfir þessum kommentum heldur en leiknum og spilamennsku liðsins okkar í þessum leik. Ég get ekki séð betur en liðið sé á réttri leið miðað við spilamennskuna í síðustu leikjum, við erum aldrei að fara að vinna alla leiki á tímabilinu, bara plís strákar og stelpur. Anda inn, anda út….
  YNWA

 37. mér fannst við góðir.. 🙂 án gríns..helvíti góðir bara,og eigum vonandi bara eftir að batna.Palace voru bara að gera sitt líka djöfull vel.

 38. maður bíður og bíður eftir podcasti, ekkert að gerast í þeim málum?

 39. Er ekki komin tími á það að menn far aðeins að slaka á áður en þeir fara að tjá sig inná þessari síðu. Fara út í smá göngutúr og jafnvel sturtu. Ég er allveg sammála því að þessi leikur var mjög svekkjandi en það er algjör áþarfti að fara henda inn einhverju skítkasti um allt og alla í þessu liði án rökstuðnings. Það er tekið mjög skýrt fram í reglum síðunar að það er ekki leyft og er það mikil vanvirðing gangvart þeim sem halda út þessari frábæru síðu að geta ekki virt þessa reglu. Menn sem leggja mjög hart að sér að halda þessari síðu flottri og málefnalegri.

  En að leiknum. Mjög fínn leikur, margt mjög jákvætt. Mér fannst liðið spila mjög vel og í 9 af 10 skiptum hefðum við unnið með þessa spilamennsku. Fullt af leikmönnum sem eru að spila vel. Mér finnst allt annað að sjá Lallana þessa dagana, lagði upp markið og var að skapa pláss og hættu en dróg aðeins af honum undir rest.

 40. Ég fíla klopp respons. Hann er hundóánægður með að aðdáendur fari of snemma og vill greinilega gera þá að 12 manninum í liðinu. Hann vill að leikmenn haldi í þessa tilfinningu sem fylgir því að tapa í þeim tilgangi að láta þá hugsa með sér að þeir vilja ekki finna þennan sársauka aftur.

  Þessi leikur tapaðist og svona er fótboltinn. Betra liðið á vellinum uppsker oft ekki eftir því sem það sáir.

  Persónulega hef ég ekkert voðalegar áhyggjur af lðinu á meðan ég sé að það er að sýna takta á vellinum. Okei. Við töpuðum þessum leik en ef liðið heldur áfram þessum dampi, þá fer sigrunum hægt og bítandi fjölgandi. Það tapa öll lið ósanngjarnt í fótbolta. Þannig hefur það alltaf verið.

  Ég hlakka til Man City leiksins og trúi því innilega að okkar menn geti unnið þá eða náð einhverjum stigum úr leiknum.

 41. Góð spilamennska og flottur leikur að flestu leyti. Palace menn hættulegir þegar þeir fóru fram enda með Bolashie sem ég hefði viljað kaupa fyrir löngu síðan. En á öðrum degi hefðu markið dottið okkar megin og þá hefðu neikvæðu púkarnir hér að ofan verið jákvæðir en auðvita eru svona töp ótrúlega svekkjandi. Mér fannst IBE reyndar besti maður Liverpool í þessum leik og mikil hætta í kringum hann. Benteke á auðvitað á nýta eitthvað af þessum færum sem framherji og slæmt þegar manni finnt framherji liðsins ekki hafa trú á því að hann klári færin þegar hann er í þeim. Þegar bestur framherjarnir eru í þessum færum þá er holninginn á þeim þannig að maður er viss um að þeir séu að fara að klára en hjá Benna var þetta alls ekki að gerast. En vonandi kemur þetta. Suarez hefði verið með a.m.k. þrennu í þessum leik og öruggur sigur hefði unnist – þannig er það nú bara.

 42. Ætla bara að benda á það, áður en sumir fara alveg á hliðina, að liðið sem er núna í 8. sæti vann liðið sem er nú í 10. sæti. Það er ekki eins og þetta hafi verið barátta um toppsætið eða botnslagur. LFC hefur alltaf (já. Alltaf) átt svona tapleiki. CP hefur oft verið eitt af þessum erfiðu miðjumoðsliðum sem eru erfiðir ljáir í þúfu.

  það sem var öðruvísi núna en oft áður er að ég hafði trú að við myndum pota i inn marki þar til dómarinn flautaði. Samt vantar í liðið mestu gæðin á þeim vettvangi !

  Og…mig hlakkar til næstu leikja….það er gott að hafa fengið þá tilfinningu aftur.
  :O)

  YNWA

 43. Sælir félagar

  Hvað er hægt að segja eftir svona tap. Það er hreinn viðbjóður að tapa svona leik þar sem yfirburðir liðsins eru augljósir en duga samt ekki til. Ég segi eins og KAR “ég bara get ekki þetta ógeðslega CP lið”. Kannske sleppti KAR “ógeðslega” en mér er alveg sama, mér finnst það ógeðslegt og niðurstaðan ógeðsleg.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 44. sælir félagar

  Þetta var svekkjandi eins og alltaf þegar klúbburinn tapar. Mér fannst almennt spilamennskan ekki slæm, við sköpuðum þónokkuð af færum og vorum svona meira með boltann.

  Tveir menn fannst mér áberandi þreyttir en það voru Can og Benteke, það féll ekkert fyrir þann síðarnefnda og virtist sem leikurinn á fimmtudag sæti í honum (skiljanlega). Því miður er bara Origi á bekknum til að leysa Benteke af hólmi og því erfitt að bregðast við því. Can sem mér fannst eiga hörkugóðan leik á fimmtudag var í basli að mér fannst mestallan tímann hann átti nokkrar hættulegar stuttar sendingar sem hefðu getað valdið miklu tjóni. Hann var síðan óheppinn og að vissu leiti pínulítill klaufi í markinu fannst mér. Ekki í fyrsta skipti sem hann svona hálfhreinsar boltann í burtu en stundum fellur boltinn bara líka asnalega fyrir menn. Ef meiðslavandræði klúbbsins væru ekki jafn alvarleg og þau eru þá held ég að við hefðum getað verið betur í stakk búnir til að tækla þetta CP lið.

  Coutinho fannst mér ekkert eiga spes leik en meðan hann skorar þá skiptir það bara engu máli. Lallana átti flottan leik og sýndi nokkrar geðveikar snertingar (önnur sem skapaði mark). Ibe fylgdi síðan eftir flottum leik á fim og var mjög ógnandi þó verulega hafi dregið af honum í seinni hálfleik, virkilega gaman að sjá þennan dreng fá sjálfstraust aftur.

  Ég er samt rosalega svekktur með hvernig föst leikatriði virðast vera akkilesarhæll klúbbsins á báðum enda vallarins. Við fáum ekkert útúr þeim sóknarlega en lendum mjög oft í stórhættu varnarlega. Samt erum við með nokkra stóra og stæðilega mann innanborðs, skil ekki.

  Varðandi það að áhorfendur fara fyrr af leikjum, ég myndi persónulega ekki gera slíkt en það gerir mig ekkert að miklu betri stuðningsmanni eða það að ég elski klúbbinn heitar en aðrir. Fyrst og fremst er þetta bara gremja og óánægja sem brýst fram með þessum hætti. Auðvitað þurfa sumir að fara fyrr af praktískum ástæðum og slíkt er ekkert óeðlilegt þó leiðinlegt sé. Ég held að Klopp ætti ekki að fókusera of mikið á þetta, miklu frekar einbeita sér að því að gera leik liðsins með þeim hætti að fólk tími hreinlega ekki að fara fyrr.

  Með þessi sífellu meiðslavandræði þá finnst mér það verða æ líklegra að Klopp taki upp budduna í jan og kæmi mér þá ekki á óvart að við myndum sjá striker. Ég óttast það að meiðsli Sturridge gætu verið alvarlegri en talið hefur verið. Ef við sjáum hann ekki æfa fljótlega eftir landsleikjahlé þá grunar mig að tilkynnt verði um að hann þurfi að fara í aðra aðgerð. Persónulega væri ég til í markmann og miðjumann til viðbótar.

  YNWA
  al

 45. Ég segi bara eins og Emil: Anda inn… anda út..

  LFC VS CP
  Total shots- 22/9
  On target – 4/4
  Blocked shots – 9/1
  Shots form inside box – 16/5
  Possession – 64% / 36%
  Duels won – 58% / 42%
  Interceptions – 9/13
  Corners – 14/6
  Total passes 501 / 288
  % of passes long 12% / 29%
  Passing accuracy – 81% / 68%
  Total crosses – 33 / 18
  Successful crosses – 18% / 22%
  Tackles – 28 / 26
  Tackles won – 78% / 84%
  Clearances – 19 / 39
  Key passes – 18 / 3
  Goals – 1/2

  Þetta er náttúrlega bara jók!!! Það eina sem CP sigrar í þessari tölfræði er interceptions – en ekki hlutfallslega þar sem við vorum með 2 sinnum fleiri sendingar.

  Þegar liðið tapar leik með svona yfirburðum þá er það rosalega svekkjandi. En það er 100 sinnum verra að tapa þegar liðið tapar tölfræðinni líka (svona eins og síðustu leikir hjá Rodgers).

  Ef liðið spilar svona út seasonið þá koma stigin. Það er alveg á hreinu!

 46. Liðið spilaði vel og sama gerði Crystal Palace. Anægður að Klopp for all in að reyna na i sigur….ekkert að spila upp a neitt öryggi her a bæ, stundum heppnast það og i dag heppnaðist það ekki. Shit happens en þetta var goður og meira bið eg ekki um.

 47. Hundfúlt að tapa þessum leik því við vorum miklu ….. miklu betri. Mér fannst þetta skemmtilegur leikur og maður sá glitta í gamla tíma og ekki hægt annað en vera bjartsýnn á framhaldið.

  Eins og það er súrt að sjá marga í fýlu hér inni þá er er jafnt sætt að sjá Klopp bauna á stuðningsmenn fyrir að fara áður en leikurinn var búinn.

  Mega fýlupúkarnir hér taka það til sín einnig!

 48. Mér finnst nù gagnrínin á benteke svolíti? ósanngjörn. vissulega hef?i ma?ur vilja sjá hann setja allavega 1 mark.
  en hann er ekki a? nýta aldrei færin sìn
  hann er me? 9 leiki og ekki byrja? alla og 4 mörk nkl þa? sem menn tölu?u um þegar hann kom frá villa e?a mark í ö?ruhvorum leik plùs à hann eina sto?sendingu.

  fyrir mèr var þetta sigurmark cp kjafshögg þvì ég haf?i trù allanleikinn a? lfc væri a? fara vinna þennan leik þeir einfaldlega spilu?u þa? vel.

  Ég er ennþà þolinmò?ur allavega og geri rà? fyrir a? li?i? eigi eftir a? tapa stigum svo framarlega a? þa? skrifist ekki à gètuleysi.

  fyrir mér vantar ennþà àkve?a týpur og kosti ì li?i? ì nokkrar stö?ur svo vi? sjáum þetta smella a? alvöru
  besta vi? þa? a? ég hef fulla trù à a? klopp græji þa? me? tìmanum.

 49. Sælir félagar

  Ég er ánægður með liðið mitt og stjórann. Mér fannst liðið spila vel sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst verra liðið vinna (það finnst mér ekki geðslegt). Mér fannst liðið okkar miklu betra í leiknum heilt yfir og fá mökk af færum sem nýttust ekki. Það finnst mér ekki gott en slíkt gerist.

  Þegar CP spilaði við MU þá var CP miklu betra liðið í þeim leik. Þeir töpuðu samt og það fannst mér ekki geðslegt. Svona er þetta bara að CP átti skilið að vinna MU en gerðu það ekki. Svo þeir fengu það leiðrétt gegn okkur. Það finnst mér beinlínis ógeðslegt og skil ekki svoleiðis réttlæti. En hvað veit ég svo sem um réttlætið í henni versu?

  Það er nú þannig

  YNWA

 50. Ég ætla að segja mína skoðun á leiknum þar sem ég sat á besta stað í KOP.
  Hérna koma nokkrir punktar en áður ætla ég bara að segja það sama og ég sagði við konuna mína og einn vin minn sem var á leiknum líka. Ég hafði áhyggjur af leiknum vegna ferðalagsins til Rússlands og þar var völlurinn mjög þungur og margir leikmenn að spila allan leikinn þar sem byrjuðu síðan gegn Palace og það sást mjög vel hverjir voru sprækir og hverjir ekki.

  1, Ég hef alltaf sagt mína skoðun alveg hiklaust og ég geri það enn og það var í raun rosalega gott að sitja nokkra metra frá honum og sjá það með eigin augum að þessi maður er ekki hæfur í lið sem ætlar sér í baráttu um titla, hvort sem það er PL eða CL.. Það voru ekki bara stuðningsmenn Liverpool sem voru að láta hann heyra það heldur leikmenn líka, ég bara td gat ekki trúað því þeta Sakho haltraði aftur inná að gaurinn sendi á hann undir pressu, maður með smá skilning hefði þrumað boltanum í burtu og það heyrðist vel í KOP hvaða álit menn hafa á Mignolet. Það heyrist ekkert í honum og hann virðist alltaf vera ílla staðsettur og eins og menn ræddu sín á milli í stúkunni þá er hann einn versti markmaður deildarinnar með boltann á tánum og það var í raun bara eitt skipti sem hann var fljótur að koma boltanum í leik, þarð var td magnað í fyrri hálfleik að sjá hann grípa boltann eftir horn og IBE spretti upp kanntinn dauða frír en Mignolet ákvað að koma boltanum ekki á hann og beið þangað til allir voru komnir í stöðu og þá sprakk KOP..

  2. Sakho er gríðarlega vinsæll í KOP, menn sungu nafnið hans og þegar hann meiddist þá spöruðu menn ekki röddina og öskruðu: SAKHO SAKHO SAKHO.. Hann meiddist greinilega ílla og maður sá það strax þegar hann lenti en hann reyndi að halda áfram og þetta vilja stuðningsmenn Liverpool sjá… Virðin mín fyrir honum er meiri eftir þennan leik.

  3. Bakverðirnir okkar hlaupa hrikalega mikið alla leiki og hafa spilað alla síðustu leiki, þeir áttu báðir ágætis dag og ég hef ekkert útá þá að setja, vinnu framlagið hjá þeim var til fyrirmyndar en þeir þurfa báðir að læra það að gefa boltann á meðan hlaupin inn í teigin eru í gangi, sérstaklega var Moreno oft í góðri stöðu til þess að senda hann strax en hann beið stundnum of lengi og þrumaði í varnarmann. Varðandi Moreno þá held ég að hann sé alveg maður til þess að vera á stóra sviðinu, hraðinn á manninum er magnaður. Clyne verður líka betri, það er bara allt annað að spila á Anfield og vera í Liverpool en Southampton með fullri virðingu.

  4. Eftir þennan leik er virðing mín fyrir Skrtel meiri, hann er frábær að lesa leikinn og oft náði hann að stoppa menn með frábærum tæklingum og hann var virkilega að öskra menn áfram, hann var einn af þeim inni á vellinum sem sýndi það virkilega að hann vildi gera allt til þess að vinna leikinn. Hann var farinn að hjálpa Palace mönnum við skiptingar og gaman að sjá hann segja þeim að drulla sér útaf.. Það er líka gaman að sjá hvað hann er fljótur og áræðinn. Mín skoðun er sú að hann er okkar besti varnarmaður í dag og hann er líkalega hraustur og virðist þurfa meira en aðrir til þess að meiðast..

  5. Lovren, ætla ekki að tjá mig um hann því að ég þoli hann ekki og það hefur ekkert breyst og ekki voru menn neitt að fagna honum þegar hann kom inná og það kemur mér bara ekkert á óvart. Hann er einn af þeim slakari í liðinu og á sama reki og markmaðurinn okkar.

  6. Lucas var mjög góður í fyrri hálfleik en hann datt úr takti í seinni hálfleik, stóra vandamál Lucas er það hvað hann er hægur og hann er of svifa seinn og þess vegna brýtur hann oft af sér. Ég ber samt fulla virðingu fyrir honum og hann er einn af okkar betri mönnum, það er líka alltaf gott þegar leikmenn vita sín takmörk og hann er ekkert að flækja hlutina og spilar á menn sem eru í betri stöðu, það sem Lucas vantar líka í þessari stöðu eru lengri sendingar, það er bara eins og að hann geti ekki sent lengar en 15 metra, ef hann hefði 70% af spyrnugetu Gerrard eða Alonso þá væri hann heimsklassa en gallinn er kláralega að geta ekki sent lengri bolta, hafa ekki hraða til þess að elta menn sem komast framhjá honum og svo er blessaður kallinn ekki mjög stór og vinnur ekki marga bolta í loftinu en hann er með hjartað , viljann og hugarfarið og hann á fulla virðingu skilið enda alltaf komið til baka eftir að hann átti að vera farinn í annað félag og það nokkrum sinnum.

  7. Coutinho, það þarf ekki að segja neitt um hann, það var þess virði að fara á völlinn bara til þess að sjá þennan gullmola, hann er ekki sá hraðasti og stundum var hann að sleppa í gegn en menn ná honum vegna skorts á hraða en hvernig fótavinnan og hvernig hann snýr menn af sér og skapar pláss fyrir aðra er magnað og góð kennsla fyrir unga leikmenn að sjá hversu mikilvægt það er að vera búinn að opna líkmann rétt við móttöku boltans og hvað það er mikilvægt að rekja boltann í hverju skrefi þegar þú spilar í þessu svæði.. Hann er sá leikmaður sem fær KOP til þess að rísa á fætur. Okkar besti leikmaður í dag ásamt Skrtel.

  8. Ég hafði áhyggjur af Benteke fyrir þennan leik vegna þess að hann hefur verið meiddur og hann spilaði 90 min á fimmtudag, svona skrokkur þarf að vera í 100% standi til þess að virka, á fimmtudaginn var ég að vona að hann myndi fara útaf á 60 min og verða þá kannski aðeins ferskari en mér varð ekki að ósk minni þá og það kom á daginn að hann var sá sem hefði átt að klára þennan leik. Ég er pínu ósáttur við Klopp að hafa spilað honum svona lengi á fimmtudaginn, sérstaklega vegna þess að við vorum komnir yfir í leiknum mjög snemma í seinni hálfleik, þá hefði ég vilja sjá Origi inná til þess að skapa pláss fyrir aftan vörnina þeirra með hraða sínum og gefa Benteke frí. Það sást svo greinilega með berum augum að hann var ekki tilbúinn í þennan leik, hann var ekki eins duglegur og virtist hreinlega ekki vera í standi fyrir þennan leik, hann fékk boltann oft þannig að hann hefði getað slúttað í fyrsta en aldrei gerði hann það og tók alltaf fleiri snertingar og þá var búið að loka á hann. Ég ætla samt ekki að dæma Benteke útfrá þessum leik því einfaldlega sá ég með berum augum að hann var mjög þungur og þreyttur. Mörkin hans gegn Southampton, Chelsea og United segja helling um hans getu og hann breytti leiknum á brúnni þegar hann kom inná. Kannski hefði verið meira vit í því að hafa hann á bekknum í þessum leik gegn Palace og eiga hann inni en svona er þetta bara og leiðinlegt að sjá ekki hans réttu mynd í þessum leik.

  9. Lallana, flott fótavinna, virkilega duglegur en ég velti því fyrir mér hvort að hann eigi framtíð fyrir sér hjá okkur. Hann á það til að snúa menn af sér frábærlega og er nánast alveg jafnfættur og það er alltaf stór kostur. Hann vantar samt power í skotin sín og virðist vera ansi veiklega byggður, hann skortur hraða og með hann og Coutinho báða inná þá vantar hraða og þá verður Lallana alla daga að víkja. Það var samt gaman að sjá hann nokkra metra frá sér á sprettinum til þess að taka horn eða koma boltanum í leik sem fyrst og hann var virkilega að gera sitt til þess að vinna en hann er því miður enginn töframaður og er langt frá gæðum Coutinho.

  10. IBE hefur fullan stuðning KOP, enda ungur og efnilegur og menn eru greinilega ekki mikið að pirra sig á honum, enda vita stuðningsmenn að svona ungir leikmenn verða ekki heimsklassa á einni nóttu en stráksi hefur styrk, hraða en hann skortir pínu kjark og mér leið eins og hann gæti svoleiðis tætt menn í sig en hann ákvað of oft að fara erfiðu leiðina og það er bara skortur á reynslu en með reynslu og meiri trú á sjálfum sér kemur þetta allt en það tekur tíma og ef það er einhver sem sparkar í þennan strák kjarki er það KLOPP..

  11.. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en það er klárt að liðið saknar Henderson, Sturridge og meira að segja Ings þó að hann sé nýr. Þegar svona margir leikmenn eru meiddir þá þarf góða breydd og hana höfum við ekki í dag.

  Klopp er maður fólksins og fólkið í borginni áttar sig á því að hann þarf tíma og hann þarf sína leikmenn, það er gott að ræða við fólkið í borginni um fótbolta og menn virðast vera spenntir fyrir komandi mánuðum.

  Að lokum segi ég við ykkur sem hafið ekki farið á leik á Anfield: DRULLIÐ YKKUR ÚT Á LEIK ÁÐUR EN ÞIÐ DREPIST.. það er þess virði og ég segi það frá hjartanu að ég er fúlari að sjá tapleik í sjónvarpinu heldur en á Anfield. Manni líður bara svo vel þarna að maður getur ekki látið sér líða ílla… Og farið endilega í ferjuna á Mersey, þó að það sé ekki nema bara til þess að segjast hafa farið í Ferri cross the Mersey.

  Kveðja : Hallur K. Ásgeirs

 51. Heill sé þér Hallur, skemmtileg lesning. Sammála þessu með Mignolet, hann bara kemur boltanum aldrei hratt í leik. Hef séð þetta live sjálfur og verð alveg geðveikur. Á endanum hætta menn að hlaupa hratt fram. Er hann svona lélegur kastari eða hvað er málið. Við erum með hraða menn sem taka af skarið en nei. Best að rúlla boltanum á Lovren og lenda í veseni og sparka svo í innkast.

 52. Fréttir af Nautinu Sakho, hann sleit ekki né reif neitt í hnénu, en skaddaði samt eitthvað hnéliðinn, fáum að vita fljótlega hversu lengi hann verður frá.

  Jordan Ibe fékk einnig hnjask á hné á móti crystal palace og er búinn að draga sig út úr undir 21 landsliðshópnum, en það er ekki alvarlegt og er búist við að hann nái leiknum á móti man city.

  Nú bíð ég eftir fréttum um að Jurgen Klopp hafi misstigið sig í tröppunum á Melwood og rifið liðþófa. En svona án gríns hvað er að frétta með meiðslin hjá okkar mönnum?

  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/sakho-scan-results-revealed-liverpool-10418423

Byrjunarlið gegn Palace

Meiðslalistinn