Byrjunarlið gegn Palace

Komið…

…vissi ekki af því að Milner er meiddur í nára en annars er liðið eins og ég reiknaði með, Firmino hvíldur og á möguleika á að koma inn af bekk.

Liðið er svona:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Lucas – Can
Ibe – Coutinho – Lallana

Benteke

Á bekknum: Bogdan, Lovren, Allen, Brannagan, Teixeira, Firmino, Origi

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!

78 Comments

  1. Lucas fyrirliði, læk á það!

    Vont að Milnar sé meiddur en ég hefði engu að síður viljað láta hann byrja á bekknum væri hann heill. Líst ljómandi vel á þetta byrjunarlið. Hefði samt viljað sjá Firminho þarna inni.

  2. Ánægður með að Ibe fær tækifærið eftir flottan leik í Rússlandi. Ég trúi því að við náum góðum úrslitum og förum brosandi inní landsleikjarhlé og fljótlega eftir það bætast Sturridge og Henderson inn í hópinn okkar.

  3. Gríðarlega mikilvægt að næla í stigin þrjú í dag!

    Sammála Magga… KOMA SVO!!!

  4. Mikið voðalega væri gaman ef einhver kæmi hér með óskeikulan hlekk til að njóta gleðinnar. Blabseal t.d.

  5. Mikið yrði það gott ef arsenal og tottenham gerðu jafntefli í dag og við næðum í 3 stig úr þessum leik í dag. 🙂

    Kúturinn ætti að vera ferskur eftir hvíld í evrópuleiknum. Verður erfiður leikur, en við erum á heimavelli og eigum að taka þetta.

    Spái 2-1, Kútur og Lallana með mörk okkar.

  6. Gerrard í stúkunni. Verða vonandi betri úrslit en síðast en þegar CP komu á Anfield.

  7. Þetta Crystal Palace lið er stórhættulegt og menn ættu ekki að taka þeim sem einhverjum aulum.
    Treysti Klopp að koma strákunum í rétta stemningu og við löndum þessu í baráttuleik!

    YNWA

  8. Hrikalegt er að sjá þetta… sundurspilaðir… frá a til ö…. 🙁

  9. Vá hvað Emre Can er ónýt vara. Öll hlaup sem hann tekur, allar sendingar, allar hreinsanir, þetta er allt mislukkað..

    Brendan Rodgers hefur gjörsamlega skemmt þennan mann.

  10. Palace tilbúnir og mættir til leiks….nú er að sjà hvernig okkar menn ætla að bregðast við.

  11. Nú byrjar vælið…

    Við vitum að Moreno er aumingi, ekkert að gerast fyrir framan miðju, Can er ræfill, LFC ekki mættir til leiks, Lucas skelfilegur, engin aukaspyrnusérfræðingur í liðinu, við töpum boltanum trekk í trekk, vantar alvöru menn í liðið og Coutinho á að taka sér frí frá fótbolta.

    Vælukórinn sagði okkur allt þetta frá mínútu 4 til 47:25 á móti Chelsea.

    Ef þið ætlið að væla liðið í hel þá vinsamlegast komið með eitthvað nýtt. Eða bara styðjið liðið út leikinn og tökum svo umræðuna á eftir.

  12. Emre Can á ekki að vera í þessu byrjunarliði. Ofmetnasti leikmaður EPL.

  13. Fannst á fyrstu 20 mín að menn voru kærulausir og aðeins of sigurvissir þannig að fá þetta mark þetta snemma held ég að sé gott og menn rífa sig í gang

  14. Síðan hvenær erum við farnir að tapa ekki öllum leikjum sem við lendum undir í ?

  15. Vel gert strákar mínir!!! Ibe, Clyne, Lallana, Coutinho.

    Halda haus, halda áfram og spila fótbolta.
    Og kannski þagga aðeins niður í neikvæðu tilfinningahnyklunum sem bara sjá enga aðra möguleika í stöðunni en að drulla hérna inni á kop.is.

  16. Frábært að sjá þetta…. launa lambið gráa með því sama… eru að sundurspila cp í augnablikinu…

  17. Við erum mikið mikið betri í þessum leik, ef okkar menn verða eins í seinni hálfleik þá klárum við þetta.

  18. Skemmtilegur hálfleikur. Mikill kraftur og einbeiting í Palace, láta ekki á nokkurn hátt valta yfir sig. En við tökum á móti á fullu þrátt fyrir fimmtudagsleik og verðum örugglega komnir betur í gang í seinni hálfleik.

    Náttúrulega alveg afleitt að missa Sakho – en nú er ekki tíminn til að gráta það. Nú er leikur.

    Höfum átt nokkrar góðar snöggar færslur fyrir framan varnarpakkann þeirra, náð þremur sköllum á mark eftir horn og skapað alls konar vesen fyrir Palace. Í seinni dregur aðeins af þeim og við komumst aðeins betur í gang og við vinnum þetta, þó líklega bara 2-1.

  19. Líflegur hálfleikur. Byrjuðum illa og nokkrir sekir í marki Palace.

    En gott svar hjá okkar mönnum, mas Lovren farinn að ógna í hornspyrnum!! Glæsilegt mark hjá Kútnum og við eigum leikinn.

    Halda þessu tempói í seinni hálfleik og þá dettur þetta á endanum!

    YNWA

  20. miki? er gaman a? sjá þetta. ma?ur er farinn a? sjá trùnna hjà mönnum þrátt fyeir mòtlæti. meira segja vilja menn ekki gefa sig þràtt fyrir sársauka reyna vera àfram innà miki? er klopp bùinn a? vinna ì hausnum à þrssum mönnum

  21. Emre Can er mikið efni, en það er oft eins og að horfa á bílslys í hægri endursýningu að horfa á hann spila fótbolta, ákvarðanatakan er oft svo svakaleg. Annars fínn leikur!

  22. CP byrjaði af krafti en eftir c.a 15 mín tóku Liverpool öll völdinn á vellinum. E.Can fannst þetta ekkert spennandi svo að hann gaf þeim eitt mark þegar hann ætlaði að vera sniðugur inní teyg og spila boltanum.
    Þegar liverpool lendir undir 0-1 þá kemur oft þetta ” æi nei ekki aftur” og menn býða eftir því að liverpool haldi boltanum en ekkert gerist. Nú er einfaldlega nýr kafli hjá liverpool menn TRÚA og liðið setti allt á fullt og sótti og sótt og voru mjög ógnandi og uppskáru verskuldað jöfnunamark og voru nálagt því að bæta við öðru marki fyrir hlé(Lovren hefur verið að koma sterkurinn inn í föst leikatriði).

    1-1 og 45 mín eftir. Þetta er leikur sem er galopinn og þótt að við séum að spila vel þá spilar CP þannig að þeir nota skyndisóknir og þeir eru með hraða og krafmikla stráka sem geta gert okkur lífið leit.

    Ibe hefur verið gjörsamlega stórkostlegur fyrstu 45 mín. CP ráða ekkert við hann og hafa verið að tvöfalda á hann undir lokinn.

  23. Flottur endir á fyrri hálfleik hjá okkur. Nú er bara að halda áfram eins í seinni hálfleik, markið liggur í loftinu hjá okkur.

    Koma svo …………….. !

  24. Mér líst bara nokkuð vel á hvernig liðið spilar en þetta er í annað skiptið sem Emre Can gerir svipuð mistök og hann gerði í dag, í leiknum gegn Everton gerði hann sig sekan á mjög svipuðum mistökum.
    Nú er bara að klára þennan leik í þeim síðari þvi við erum að sýna góða takta.

  25. Takk, nettengingin herna ekki su besta en komid i lag. Spennandi leikur!

  26. Loksins stjóri sem sér það sama og allir aðrir sem eru að horfa á leikinn…ekki besti dagurinn í vinnunni hjá Emre Can. Firmino inn 🙂

  27. Þetta er hörkuleikur færi á báða bóga og rosalegur hraði. Bobby Firm stimplar sig inn og skorar sigurmarkið!

    YNWA!

  28. Vantar ponsu heppni í þetta, alltaf einhver fyrir öllum skotum. CP gætu alveg stolið þessu líka.

  29. Af hverju er Firmino að dekka þeirra stærsta og hættulegasta skallamann?….argg…

  30. þoli ekki þegar eitthvað skíta lið eins og palace sem er ekki búin að skora síðan í ágúst spilar eins og Barca á fucking Anfield

  31. Þetta er búið að vera ágætis leikur hjá okkar mönnum en ef færin eru ekki nýtt þá vinnurðu ekki leiki en flott barátta en margar skrítnar ákvarðanir hjá mönnum inná vellinum

  32. Einfaldlega ekki nógu góður mannskapur,alltof mikið af miðlungi.

  33. #63, CP er nú ekki meira skítalið en það að með þessum úrslitum eru þeir fyrir ofan Liverpool!!!

  34. En eitt skil ég ekki nú tók moreno 4 eða 5 hornspyrnur og engin fór yfir fyrsta varnarmann hvað er það ?

  35. Að missa Palace upp fyrir sig á töflunni á Anfield er bara ekki boðlegt…

  36. Frábær leikur á móti erfiðu liði. CP stálu þessu og þannig er þetta bara stundum. Áfram LFC og áfram Klopp, þetta er á réttri leið.

  37. CP er fínasta lið sem hefur haft alla vikuna til að pæla og æfa fyrir þennan leik. Liverpool kom frá Rússlandi aðfaranótt föstudags. 1-2 æfingar fyrir leikinn. Þetta er kostnaðurinn við þessa evrópukeppni og hefur alltaf verið.

  38. Held að við höfum bara engan veginn efni á því að kalla mótherjann, hver svo sem hann er, skítalið!!!

  39. Mig sýnist LFC svæðisdekkningu í föstum leikatriðum þannig að Firmino var ekki að dekka Dann heldur þetta svæði ef að ég hef rétt fyrir mér.

  40. gat verið þegar flest liðin eru að tapa stigum
    gerum við það líka 🙁

  41. Flott barátta og “ákafinn” sem við sáum 2013-2014 en enn vantar aðeins upp á gæði og sjálfstraust.

    Fernt sem ég sakna í fari þeirra miðjumanna sem tóku stöðu Stevie G – og vantaði áberandi fari Lucas Leiva og Emre Can í dag:

    1. Skotógn fyrir utan teig
    2. Klára “úrslitasendingar”
    3. Tímasetja hlaup inn í teig
    4. Spyrnugeta fyrir horn- og aukaspyrnur

  42. …og svo legg ég til að Liverpool kaupi þennan Bolonese svo hann hætti að eyðileggja daginn fyrir okkur poolurum

Crystal Palace koma á Anfield

Liverpool 1 Crystal Palace 2