Gerrard að snúa aftur?

Jæja, það er smá stund á milli stríða og lítið að frétta annað en að Liverpool á leik á fimmtudaginn gegn Rubin Kazan. Allt var í róleg heitum þar til *BÚMM!!”

Steven Gerrard is in line for a sensational return to Liverpool following discussions with the club’s manager, Jürgen Klopp, The Independent can reveal.

Klopp has spoken to the former captain several times on the telephone since arriving at Anfield last month. The manager is now convinced that Gerrard’s presence will help define the standards of professionalism he expects around Melwood, Liverpool’s training ground.

Although Klopp has so far only debated the possibility of Gerrard training with Liverpool until 15 January when he is due back in the United States to rejoin Los Angeles Galaxy for pre-season, there is a chance of a formal playing agreement being brokered. However, that possibility is made complicated by Galaxy’s probable demands for a transfer fee, as Gerrard has another year left on his contract with the Major League Soccer club.

Enska pressan greinir nú frá reglulegu símasambandi Jurgen Klopp og Steven Gerrard undanfarna daga og vikur en það virðist sem Gerrard hefur verið boðið aftur á Melwood til að æfa með liðinu á meðan frí er í MLS deildinni og gæti verið í nokkurs konar þjálfara-, ráðgjafa- eða eitthvað álíka hlutverki á meðan.

Hins vegar þá virðist geta verið smá möguleiki á að Captain Fantastic, einn best – ef ekki kannski SÁ besti – leikmaður í sögu Liverpool klæðist treyju liðsins aftur í keppnisleik nokkrum mánuðum eftir að hann kvaddi og hélt á vit nýrra ævintýra.

Persónulega er ég nokkuð á báðum áttum með þessa pælingu. Það var farið að dragast af Gerrard á síðustu árum hans og hann endaði Liverpool feril sinn nokkuð ágætlega þar sem hann skoraði nokkur góð mörk í síðustu leikjum sínum og sýndi hve mikilvægur hann gat enn verið liðinu. Ef hann getur komið inn með alla sína reynslu, hæfileika og karakter – ásamt því að eiga nóg á tanknum til að geta nýst liðinu eitthvað – þá held ég að maður geti ekki sagt nei, er það nokkuð?

Þetta er enn nokkuð langsótt heldur maður en engu að síður eitthvað sem þarf að ræða, ekki satt?

Hvað segjum við eiginlega við þessu? Viljum við sjá Gerrard aftur á vellinum með Liverpool?

_46108690_gerrard466x282

Annars er það líka að frétta að Jurgen Klopp hefur kallað Ryan Kent til baka úr láni frá Coventry þar sem hann hefur verið að gera gott mót. Hugsanlega verður það bara tímabundið en Klopp á að vilja fá að skoða strákinn “up close” og hver veit nema hann nái að heilla og komi inn í leikmannahópinn fljótlega.

35 Comments

  1. Ef það er eitthvað til í þessu, þá eru auðvitað meiri líkur á því en minni að þetta floppi. En á hinn bóginn, ef hann er að koma til baka, og allir hugsa “Æ hann er nú kominn af léttasta skeiðinu kallinn, þetta mun aldrei virka”, þá er í sjálfu sér engu að tapa. En ég sé samt ekki fyrir mér að hann labbi inn í byrjunarliðið, a.m.k. ekki til að spila 90 mínútur.

  2. EKKI SPURNING, reyna að fá meistarann aftur, það getur ekki annað en komið Liverpool FC til góða, hvort sem það verður til að æfa með liðinu, aðstoða við þjálfun eða spila. WIN WIN situation fyrir Liverpool FC.

  3. Það er víst ekki búið að kalla Kent tilbaka hann er bara að fara að taka nokkrar æfingar með þeim á Melwood EN klárlega stórfréttir ef satt reynist að King Gerrard sé að koma aftur, vonandi sem spilandi ráðgjaf og jafnvel að Liverpool kaupi hann og hann verði spilandi þjálfari og loks þegar JK hættir þá tekur gamli góði Stebbi Gjéé við keflinu…..

    EN á ekkert að henda inn podcasti??? Þið skuldið 😉

  4. Mér finnst erfitt að segja þetta en ég held að mér langar ekki að fá leikmanninn Gerrard aftur til liðsins en væri rosalega til að fá Gerrard þjálfara til liðsins.
    Hann var alveg á síðustu metrunum síðast þegar hann var að spila hann var orðinn hægur og sé ég eiginlega ekki hvernig hann myndi geta spilað í þessari hápressu með öllum sprettum sem Klopp vill spila.
    Því að það þarf ekki nema einn að vera of sein til þess að skemma alla pressuna fyrir liðinu.

    Gerrard fór líka af því að hann var ekki lengur orðinn fasta maður og talaði um það í ævisögni að vera varamaður gegn Man utd hafi eiginlega verið síðasta stráið.
    En ef Klopp getur talað hann til og beðið hann að taka svona Kolo Toure hlutverk hjá liðinu að vera notaður sem leiðtogi mest utan vallar en vera samt til taks ef liðinu vantar hjálp þá er maður til í þetta.
    En maður vill eiginlega frekar sjá ungu strákana fá tækifæri til þess að sanna sig fyrir nýjum stjóra og ég tala nú ekki um á hans fyrsta tímabili með liðið þar sem kröfunar eru ekki upp úr öllu valdi og menn vilja gefa honum tíma til þess að koma skipulaginu í gang og læra á leikmenn og deild.

  5. Sem þjálfari/ráðgjafi þá já en sem leikmaður aftur veit ég ekki alveg um því miður..

  6. Assgoti finnst mér menn teygja sig langt í slúðrið sem þetta auðvitað er. Tilbúningur byggður á því að hann ætlar að fá að taka nokkrar æfingar með liðinu meðan hann er í fríi.

  7. #3 Er með þetta á hreinu. Kent ekki kallaður úr láni, bara í nokkra daga dvöl til æfinga. Hann gerði sér einnig lítið fyrir og skoraði fyrir Coventry í kvöld gegn Barnsley.

  8. Held að við eigum að horfa til nýju kynslóð af fótboltamönnum.

  9. Klárlega. Fá mann me? heimsklassa spyrnugetu. Þá getum vi? fari? a? ógna úr aukaspyrnum og hornspyrnum. Ma?ur hristir hausinn þegar Milner er a? taka þetta, fínn leikma?ur samt ekki hans styrkleiki.

  10. Væri alveg til í a? sjá Gerrard aftur í liverpool treyju! myndi bara aldrei segja nei vi? því.

    svo veit èg ekki hva? ég er marktækur í svona þar sem èg myndi hleypa Jordan innà í bulls treyju í dag ef ég mætti rà?a.

  11. Eru þið að sjá fegurðina í þessu? Gerrard fór og endaði ferilinn alls ekki eins og hann og við vildum. Þetta var í raun mjög sorglegur endir og liðið í sögulegri lægð og erfitt að horfa uppá þetta. Hann mætir aftur þar sem drauma þjálfarinn er mættur og liðið að öðlast nýtt líf og eitthvað magnað gerist… Einhverjir töfrar!! Í versta falli fáum við einhvern sem getur tekið HORNSPYRNUR!!

    Ég ætla að trúa 🙂

  12. Er ég eini sem var orðinn hundleiður á honum síðustu 2 árin? Hann má vera bara í Bandaríkjunum næstu árin. Við erum með nóg af mönnum sem geta tekið víti í liðinu hvort sem er

  13. Ég væri til í að fá Gerrard inn sem Súber-sub, eða lúxus-leikmann sem gæti tekið 2-3 leiki í mánuði ef þess þarf og þannig dreyft álaginu á hinum miðjumönnunum .
    Ég held að Gerrard hafi ekki þolað allt leikjaálagið undir lokin, fyrir utan það að liðið var við það liðast í sundur undir lokin á síðasta tímabili , sem var ekki honum beint að kenna.
    Ég myndi allavega vilja Gerrard inná í leikjum í staðinn fyrir Allen, allann daginn, alla daga vikunnar.

  14. Þetta var skrifað í skýin alveg frá því hann fór: Að Rodgers yrði rekinn, Gerrard kallaður til baka í janúar, Liverpool endi tímabilið í topp 4 (spurning hvar) og Gerrard spili þar stórt hlutverk (sé alveg fyrir mér að liðið nái titlinum með hann innanborðs, hvort sem það verður í vor eða síðar). Það sér það hver einasti maður að þetta var óásættanlegur endir hjá honum sem leikmaður Liverpool og lifandi goðsögn hjá félaginu eins og þetta endaði á síðasta tímabili (alveg burtséð frá því hvar maður stendur í boltanum heldur fótboltalega rómantískt séð, ég t.d. styð ekki Liverpool en ber engu að síður heilmikla virðingu fyrir Gerrard og því sem hann hefur gert og staðið fyrir (svo finnst mér Phil Collins líka góður og plötusnúðasauðurinn hefði auðvitað átt að spila hann umorðalaust á diskótekinu í denn, það segir sig sjálft). Ég er sannfærður um að nú sé Gerrard með fiðring í tám og iðrum og að hann komi nánast endurfæddur til baka og sýni því aftur sínar bestu hliðar hjá Klopp og geri gæfumuninn því hann, eins og greinilega margir leikmenn liðsins (sem tala nú margir um hve það sé létt yfir öllu og að þeir séu jafnvel sem nýir leikmenn, ekki beint góð eftirmæli samt fyrir Rodgers) mun finna leikgleðina á ný og fá hausinn í lag sem ég held að hafi verið það sem háði honum hvað mest á síðasta tímabili, ekki það að hann hefði tapað allri knattspyrnugetu frá því að hann masteraði leik sinn tímabilið þar áður og taki tvö til þrjú tímabil með liðinu (í misstóru leikmannahlutverki en mikilvægu á hverju sísoni). Endar þetta síðan á þann hátt sem hann á skilið, með því að lyfta dollunni og kveðja þá leikmannaferil sinn sem óumdeilanlega mikilfenglegasti leikmaðurinn í sögu félagsins eftir að hafa farið beygður, hálf brotinn jafnvel en snúið aftur með von í brjósti, séð svo og sigrað og sýnt heiminum sem hafði að stórum hluta misst á honum trúna í tvo heimana. Heim með Steven Gerrard, hann á það skilið!

  15. Veit ekki hvað er meint með því að Gerrard hafi endað feril sinn nokkuð vel. Hann var of hægur síðasta tímabilið og horfðist ekki í augu við það sjálfur. Spyrnugetan er ekki nóg ein út af fyrir sig. Síðan var Rodgers ótrúlega meðvirkur og hafði hann lengst af í byrjunarliði og lét hann spila flesta leiki til enda óháð því hvernig hann stóð sig. Endir ferilsins var sem sé frekar dapurlegur. Vel má vera að hann verði góður þjálfari en það er ekki gefið fyrirfram.

  16. Verðum að fá að heyra podcast, ekki seinna en í kvöld ???? meðan ekkert neikvætt er að frétta

  17. Ég myndi gjarnan vilja fá Gerrard til baka að æfa með liðinu og jafnvel sem einhverskonar spilandi þjálfara og hann gæti spilað í sumum leikjum eitthvað aðeins. Að hafa hann viðloðinn væri skemmtilegt ! YNWA

  18. Ég mundi nú ekki segja að hann hafi endað þetta neitt sérstaklega miðað við úrslitin úr síðustu tveim leikjum hans fyrir félagið!

    Ef Gerrard er til í að koma að þá klárlega á að gera allt til að reyna fá hann, Miklu betri en Lucas Allen Can

  19. Engin spurning… Gerrard til baka ef það er hægt. Klopp gæti klárlega fundið not fyrir hann og auðvitað veit Gerrard sjálfur að hann er ekkert 25 ara lengur. Væri móralskt mjög sterkt og myndi hjálpa ennþá meira til að trekkja að topp leikmenn til okkar.

  20. Ekki spurning að fá hann til baka ef satt er.

    Brendan endaði ferils hans eins illa og hægt var.
    Gerarrd var búin að missa allan áhuga að spila fyrir hann.
    Bekkjarsetan á móti manu og Real er skýr dæmi um heimsku og slæma framk. Samningamálin og endirinn hjá liðinu var ekki upp á marga fiska.
    Það var ekki staðið fagmannlega að þessum málum.

    Gerarrd á eftir að troða sokk upp í þá sem tala um að hann sé ekki þess verður að koma aftur.
    Þegar gleðin er til staðar þá ertu allt annar leikmaður. Það sér maður best á liðinu í dag. Leikmenn hafa virkilega gaman að spila fyrir Klopp og það sést langa leið.
    Sú gleði var horfin hjá Brendan.
    Ég er ekkert að tala um að hann eigi eftir að spila alla leiki en hann á klárlega eftir að bæta hópinn og ekki síst reynslu og það skiptir ekki litlu máli.
    Klopp mun leggja mikla áherslu á evrópukeppnina (annað en Brendan) svo eru bikarkeppnirnar þannig að okkur veitir ekki af að stækka hópinn.

    Viðskiptalega! Þá held ég að Gerarrd selji fleiri treyjur en margur leikmaðurinn sem er hjá liðinu í dag þó svo að hann sé staddur í us and a.
    En Klopp er ekkert að hugsa um þau mál heldur eru það gæðin og reynslan.
    Persónan (GERARRD) getur gert helling fyrir klúbbin og það sá Brendan aldrei eða hann vildi ekki sjá það.

    Ég á eftir að gleðjast mikið ef þetta verður raunin.

    Áfram Gerarrd og Liverpool.

    Ingó.

  21. Það er til nokkuð sem heitir væntingastjórnun. Klopp hefur verið á fullu í því að fá okkur stuðningsmenn og blaðamenn til að stilla væntingum okkar í hóf, samanber “are you crazy?” kommentið eftir Chelsea leikinn. Förum ekki framúr okkur þótt að Gerrard, frábær sem hann er, sé mögulega, jafnvel kannski að koma aftur.

    Verum aðeins jarðbundin.

    YNWA

  22. Þad er ekki séns ad hann sé ad koma ad spila.hvad fær ykkur til ad halda ad hann hafi eitthvad framm ad færa á vellinum.vill ekki sjá hann nema þá bara upp í stúku.hann var einu sinni gódur..nærvera hans skiptir svo miklu máli com on..strákar grow op! Og hættiði þessu rugli þetta er jafn gáfuleg umræda,og í bretanum núna,sem í alvöruni halda ad þeir eigi eftir ad geta eitthvad á em, gerrard aftur i búning þvílikt djöfulsins bölvað rugl,!!!

  23. Árið 2000 gekk til liðs við Liverpool leikmaður á 36 aldursári, Gary McAllister. Hann var ekki sá fljótasti og var e.t.v. ekki að hlaupa +10 km í leik. Margir efuðust um hvað hann hefði fram að færa á þessu tíma. Leikmaðurinn var fljótur að kveða niður efasemdarraddirnar enda var honum fundið hlutverk í liðinu sem hentaði honum og liðinu fullkomlega.

    Ef Klopp telur sig hafa hlutverk fyrir Gerrard í sínu liði þá treysti ég því 100% og fagna endurkomu hans.

  24. Já..þokkalega að fá Steve G…þó ekki væri nema að skerpa á spyrnutækni Milners sem hefur ekki verið að sýna sitt allra besta í spyrnum og hornum það sem af er á þessari tíð…

    :O)

  25. Það er tvennt í þessu:

    1. Ég er ekki viss um að endurkoma SG8 sé af hinu góða. Það var ákveðnum kafla lokið í vor þegar hann hætti og að mínum dómi var Gerrard orðinn alvarlegur dragbítur á liðið. Ekki bara inn á vellinum heldur einnig utan hans líka. Síðustu tvö árin hans, sérstaklega í fyrra, snérist gjörsamlega allt um hann en ekki fótboltan sem liðið var að spila. Eins mikið og ég sakna Gerrard (og það geri ég) þá finn ég ákveðinn létti í öllu klabbinu þegar hann er ekki þarna lengur. Gerrard er stærri en klúbburinn. Það er einfaldlega staðreynd. Slíkir menn eru því miður klúbbum sjaldnast til framdráttar, sérstaklega þegar ferlinum er að ljúka.
    Vitaskuld treysti ég þó Klopp til að meta þetta, en kannski ætti að leyfa þessum dyrum að vera lokaðar áfram, annars gæti myndast dragsúgur.

    2. Gerrard er ein af mínum allra allra uppáhaldsleikmönnum ever! Hann er ekki sá besti í sögu LFC (langt frá því) en hjartað sem hann hafði fyrir klúbbnum var jafnstórt og okkar stuðningsmannana. Það var því ömurlegt og ósanngjarnt að hann skyldi ljúka þessu með okkur með 6-1 tapi gegn moðerfokking Stoke. Ef það er sjéns á því að hægt sé að leiðrétta það rugl þá er það eitthvað sem ég get ekki annað en tekið með í reikninginn. SG8 átti betra skilið en vanhæfan Rodgers til að binda hnútinn á ferilinn með okkur. Kannski er þetta eitt og sér næg rök til að réttlæta endurkomu.

  26. Ef Jurgen Klopp telur að það gæti hjálpað liðinu, hverjir erum við þá til að segja annað?

  27. Já, en afhverju er alltaf talað um ad þad sé svo gott ad fá þessar svokölludu goðsagnir i klúbbin aftur ég get ekki fyrir nokkra muni séð ad þær séu ad fara vinna titla fyrir okkur ekki gekk þad svo alltof vel sídustu 10ár jújú unnum bikara en aldrei þessa blessudu deild sem vid viljum allra helst vinna..þad á alltaf ad vera svo frábært ad fa þessa kalla sem eru med misjafnlega goda eda einga eda bara alls ekki gódan feril i þjálfum hamann og hyppia,skil ekki hvad þad á ad færa fram það þarf ad horfa á núid,þad á ekki einusinni ad vera tala um gerrard i neinu samhengi vid núverandi liverpool..allavega ekki fyrr en hann er búin med þau þjálfaranámskeið sem til þarf! Og sanna sig !

  28. Er ekki í nokkrum vafa um að ef Jurgen Klopp metur það þannig að Gerrard styrki liðið þá sé það þannig. Mínar helstu áhyggjur voru oft þær með Gerrard að hann væri orðinn of stór og of mikið legend fyrir liðið og þannig stundum verið til trafala fyrir móralinn og alla mótiveringu innan liðsins … að því sögðu þá hef ég engar áhyggjur af því með Klopp í brúnni (skemmtileg analógía í ljósi síðustu úrslita á brúnni!! 🙂 )Klopp er það mikill karakter að Gerrard yrði eins og 26 ára aftur og myndi vaða eld og brennistein fyrir hann! Kannski var það alltaf vilji Gerrards að enda ferilinn hjá Liverpool þar sem hann lét ekki verða af því að fara á sínum tíma. Og það er ekki laust við að það hríslist um mann gæsahúð við tilhugsunina um 38 ára Gerrard lyfta loksins þeim stóra á Anfield!! 🙂 YNWA…

  29. Viljum ekki Gerrard aftur sem leikmann…

    Það voru endalaus vikuleg podköst á meðan allt var í rugli hjá okkur en svo bara af og til núna þegar tilfinningarnar eru í háflugi 🙂 ?

Sunnudagsmolar

Rubin Kazan á morgun