Sunnudagsmolar

Eru menn nokkuð komnir niður eftir vímu gærdagsins? Hér eru nokkrir sunnudagsmolar:

 • Eins sætur og sigurinn í gær var er þetta bara fyrsti deildarsigurinn undir stjórn Jürgen Klopp. Höldum okkur á jörðinni. Karlinn svaraði þessu best sjálfur þegar hann var spurður eftir leik hvort að liðið gæti unnið deildina. Hann hló einfaldlega og sagði: “Are you crazy? I’ve only been here a few weeks!”
 • Að því sögðu, þá horfir deildin svona við mér núna: 8 stig í Arsenal og City sem virðast ætla að berjast um deildina. Við erum í 7. sæti, fimm stigum frá 3. sætinu og 4 stigum frá United í því fjórða. Fyrir utan Arsenal og City finnst mér allt annað vera opið hjá Liverpool. Chelsea eru auðvitað í sögulegu rugli og ekki eru Tottenham eða United að spila það vel að við eigum að hræðast þau sérstaklega, auk þess sem við erum búin með þau bæði á útivelli.
 • Ah, útivellir. Næsti útileikur er á Etihad gegn City en svo er liðið búið með þessa sjö sem voru svo erfiðir á pappír. Stoke, Arsenal, United, Everton, Tottenham, Chelsea, allt búið á útivelli og liðið er í snertingarfjarlægð við topp fjóra. Og allir keppinautarnir eiga eftir að koma á Anfield. Ég er bjartsýnn skal ég segja ykkur.
 • Af hverju bjartsýnn? Af því að liðið er sýnilega betra með hverjum leik sem líður undir stjórn Klopp og af því að liðið á enn eftir að fá Jordan Henderson (þið vitið, fyrirliðann og besta miðjumanninn) til baka og er rétt núna að fá Christian Benteke og Roberto Firmino inn. Ef við gætum mögulega kreist nokkra leiki út úr Daniel Sturridge líka? Það yrði sko fótboltalið.
 • Það hefur mikið verið rætt um markaþurrðina í vetur, að liðið geti bara skorað eitt mark í leik mest. Reyndar hefur það gerst bara tvisvar í vetur að tveir af Sturridge, Benteke og Danny Ings hafi leikið saman. Fyrst gegn Norwich, þar sem Benteke fór út af meiddur og Ings skoraði svo gott mark, og svo gegn Aston Villa þar sem Ings var frábær og Sturridge skoraði tvö af þremur mörkum liðsins. Í gær var Firmino svo frammi þar til Benteke bættist í hópinn í seinni hálfleik og þá komu líka tvö mörk.
 • Lærdómurinn? Þetta eru ekki geimvísindi: ef við gætum nú fengið Benteke, Firmino og jafnvel Sturridge til að spila nokkra leiki saman fyrir þetta lið? Í stað þess að vera sífellt fastir með einn frammi, og það óreyndasta og hráasta leikmanninn (Origi)? Þá mun þetta lið skora mörk.
 • Talandi um mörk: Benteke er núna með 4 mörk í 8 leikjum í haust og hefur skorað bæði á Old Trafford og Stamford Bridge. Þetta heitir að stíga upp. Vonandi er hann hættur að meiðast í vetur.

Allt jákvætt, bara. Komið með okkur til Liverpool í janúar, og njótið sunnudagsins!

48 Comments

 1. Lögmál Knattspyrnunnar #1.
  Þegar lykilmaðurinn sem þú ert búinn að bíða svo lengi eftir að komi til baka úr meiðslum, kemur loks til baka – þá meiðist annar lykilmaður í staðinn.

  Þetta lögmál er algilt. Ófrávíkjanlegt. Hefur alltaf verið í gildi, hjá öllum liðum, allstaðar í heiminum.

  Lögmál knattspyrnunnar #2.
  Að líta á meiðsli lykilmanna sem tímabundið vandamál sem muni reddast von bráðar er ávísun á alverleg og síendurtekin vonbrigði.

 2. #2

  Líka það að hugsa um þá leikmenn sem lið eru með í stað þess að eyða tímanum í að sakna þeirra sem eru ekki með.

 3. Brassarnir á HM eftir að Neymar meiddist í fyrra skitu uppá bak. Mörg dæmi á báða vegu þegar lykilmenn hafa meiðst og lið eflst og svo þegar lykilmenn meiðast og allt fer í rugl

 4. Ég tek undir með Klopp um að anda með nefinu og halda væntingum á raunhæfum stað. Liverpool vann vissulega verðskuldað, en það var samt ákveðin heppni með okkur. Coutinho skorar wondergoal með veikari fæti þegar dómarinn hefði auðvitað átt að vera búin að flauta til hálfleiks. Ef við hefðum farið í hálfleikinn með 1-0 , hverning hefði JM lagt upp síðari hálfleikinn ? Lucas átti líka klárlega að fá seinna gula og það hefði líka breytt leiknum.

  Að því sögðu, þá ætla ég að lýsa yfir mikilli ánægju með stígandann í liðinu sem er mjög skýr á milli leikja. Mér finnst enn vera langt í land svo að hægt sé að gera raunhæfar kröfur á að liðið endi í ákveðnu sæti en ef að þessi stígandi heldur áfram þar sem vinnsla fer upp og örvænting niður, þá verður gaman að fylgjast með þessu liði.

  Það jákvæðasta sem ég er að sjá hjá liðinu núna er að menn virðast vera að fá meiri trú á sjálfum sér og verkefninu sem leiðir til meiri yfirvegunar og betri ákvarðanatöku. Yfirvegun fannst mér einkenna öll þrjú mörkin sem dæmi.

  Það verður mjög áhugavert að sjá hvort þessi stígandi haldi áfram á Etihad.

 5. Það sem mér finnst best við þennan sigur er hvað Klopp er strax farinn að taka til í hugarfarinu hjá leikmönnum og kenna þeim að hugsa eins og sigurvegarar.

  Lucas:
  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/jurgen-klopp-made-liverpool-fc-10367048?

  Coutinho:
  http://www.insidefutbol.com/2015/11/01/jurgen-klopp-gives-liverpool-players-confidence-reveals-midfielder/249866/?

  Í stað minnimáttarkenndarinnar sem einkenndi Rodgers oft og braust út í stanslausum David Brent yfirlýsingum um allt og ekkert höfum við núna alvöru þjálfara sem reynir að taka pressuna af leikmönnum og er á fullu á hiðarlínunni allan leikinn að leiðbeina þeim og halda á tánum. Rodgers og Gerrard hefðu eftir þennan leik talað okkur upp, að Liverpool ætti skyndilega séns á að berjast um allavega 2.sætið o.s.frv. aðeins til að missa hausinn og klúðra svo í næsta leik. http://www.espn.co.uk/football/liverpool/story/2692866/liverpool-boss-jurgen-klopp-laughs-off-title-talk?

  Bara halda áfram vinnunni á æfingasvæðinu, bæta sig hægt en örugglega sem leikmenn og einbeita sér að leikjunum. Liverpool hefur alltaf snúist um heiðarleika, liðsheild og vinnusemi. Menn vinna ekki leiki á 1 marki til eða frá. Menn vinna þá með að halda einbeitingu út allan leikinn hver sem skorar fyrsta markið. Menn vinna titla á því að halda út heilt season með stöðugleika og hann er Klopp núna að reyna prenta inní heilabörk leikmanna Liverpool. Sem er algjörlega frábært.
  Ekki slæmt heldur að vera komin með þjálfara sem kann alvöru hálfleiksræður og mótiveringu. http://www.givemesport.com/654474-jurgen-klopps-halftime-speech-helped-liverpool-beat-chelsea-lucas-leiva?autoplay=on

  Í gær vann Liverpool sig bara inní leikinn, ekkert væl og svekkelsi. Um gullaldarlið Liverpool var oft sagt að þeir þyrfti stundum að fá eins og 1 mark á sig til að fá blautu tuskuna í andlitið og kreistu svo bara lífið úr öllum andstæðingum af yfirvegun. Liverpool kreisti líftóruna úr Chelsea í gær. Gerðu það þannig að Mourinho mjálmaði eins og lítil kisa eftir leikinn í viðtölum. Klopp tók hliðarlínuna algerlega yfir og sýndi það andlega vald sem hann getur náð yfir öðrum. Alex Ferguson vottaði það í viðtali eftir að hafa hitt Klopp á UEFA-þjálfarafundum og sást í gær.

  Klopp er rétti karakterinn til að öðlast óttablandna virðingu í Englandi en úrslitin verða að fylgja með ímyndinni. Gerist það ásamt mun betri leikmannkaupum getum við farið að láta okkur dreyma um lið sem er verðugt fyrir klúbb sem hefur orðið 5x Evrópumeistari Meistaraliða en það er langt langt í það. Ekkert í hendi – þú vinnur ekkert útá potential.
  Væri ljómandi að vinna útisigur gegn Rubin Kazan næsta fimmtudag og geta klárað þessa riðlakeppni með heimasigri á Bordeaux til að geta einbeitt sér að deildinni betur fram að áramótum.
  Erum að eyða mjög mikilli orku núna í að pressa öll lið og mikilvægt að springa ekki á limminu fyrir áramót. Rodgers skilaði liðinu í ekkert of frábæru líkamlega ástandi til Klopp. Væri geggjað að vinna líka næsta heimaleik gegn Crystal Palace i deildinni og mæta svo Man City úti frekar afslappaðir.

  Áfram Liverpool.

 6. Sælir félagar

  Það er vissulega rétt Kristinnej #6 að dómari bætti 2 mín, við leiktímann en eins og allir vita sem fylgjast með fótbolta þá er uppgefinn uppbótartími sá lágmarkstími sem dómari bætir við. Það eru mýmörg dæmi þess að farið sé fram yfir þann uppgefna tíma ef dómara þykir ástæða til. Því ræður enginn nema hann og hann hefur sínar ástæður til þess á hverjum tíma og þarf ekki að telja þær umm frekar en hann vill.

  HVað það varðar að vera ekki of bjartsýnn þá er engin ástæða til að vera svartsýnn. Þó það sé ekki mikið afrek útaf fyrir sig að vinna þetta bláa lið í dag þá eru svo greinileg og afgerandi batamerki á liðinu okkar að það er bara dásamlegt. Það eitt útaf fyrir sig er næg ástæða til bjartsýni. Ég deili henni fullkomlega með KAR og öllum þeim sem eru bjartsýnir á liðið okkar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 7. Ég get ekki sagt að það hafi verið einhver heppnisstympill yfir leiknum gegn Chelsea eins og Kristinnej vill meina. Betra liðið vann. það sáu það allir, nema kannski Mourinho en það er líka vegna þess að hann er dálítið “sérstakur”

  Ef það var heppni, þá var það augljóslega vegna þess að liverpool bjó til þessa heppni sjálft. Það er oft þannig að tapliðið skapar sér miklu fleirri færi og hlutirnir ganga einfaldlega ekki upp og það lið sem ætti að þekkja slíkt er einmitt Liverpool og svo hef ég séð t.d Man Und ekkert í ósvipuðu strögli í mörgum leiki.

  En skoðum staðreyndir og reynið svo að fullyrða að þetta hafi verið eitthvað annað en verðskuldaður sigur.

  Liverpool var 57% með boltann.
  Liverpool var með helmingi fleirri skottilraunir
  Liverpool átti fimm skottilraunir á mark en Chelsea 2
  Markvörður Chelsea bjargaði 4 sinnum með góðri markvörslu en Mignolet einu sinni.

  Þar að auki er Liverpool með 7 hornspyrnur en en Chelsea aðeins eina og Liverpool stjórnaði leiknum að stærstum hluta. Það sýndi sterkan persónuleika og kom til baka í erfiðri stöðu gegn sterku varnarliði og vann mjög verðskuldaðan sigur.

  Hitt er svo sem rétt að það borgar sig að vera á jörðinni, en ég er alveg klár á því að möguleiki á meistaradeildarsæti er sprelllifandi og ?é ekki ástæðu til þess að trúa því að við gætum komist þangað. Allavega er það mín von.

  Ég er allavega sammmála því að ég sé framfarir þegar Klopp tók við, pressan er öðruvísi en hjá Rodgers. Hún er miklu akresívari, meira svona eins og býflugnaárás og kemur úr öllum áttum. Það er rosalega erfitt að verjast henni. Þar að auki er vörnin orðin miklu traustari,

 8. Hvernig væri að hætta að velta sér upp úr óskhyggju chelsea-manna? Það er ekki hálfleikshlé fyrr en dómarinn flautar fyrri hálfleik af, og menn fá ekki endilega gult þótt andstæðingurinn hoppi yfir lærið á honum – sama hvað Terry og Mourinho eru fullir af heilagri vandlætingu.

 9. Loksins er maður orðinn hrikalega spenntur að horfa næsta leik. Klopp er kóngurinn.

 10. Klopp hefur náð því besta út úr flestum leikmönnum sem hann vinnur með. Þegar hann tók við Dortmund þá var hann með leikmenn sem voru ekki í líkingu við þá leikmenn sem hann hefur núna. Flestir þeir leikmenn sem eru hjá Liverpool hafa staðið sig frábærlega hjá öðrum liðum og maður trúir ekki að þeir verði allt í einu ekki nógu góðir við það að fara í rauðu treyjuna. Það er áhugavert að sjá hvað Ibe er að öðlast sjálfstraust aftur. Lukas, Moreno, Sakho og Lallana eru betri nú þegar en ég hef nokkru sinni séð þá hjá LIverpool. Maðurinn er bara búinn að vera með liðið í rúmar tvær vikur! Ég er uppfullur af bjartsýni og ég er sannfærður að Klopp mun komast mjög langt með þennan hóp, það býr svo miklu meira í þessum hóp en hann hefur sýnt lengi.

 11. Klopp er ósigraður með Liverpool og ég á ekki von á að það breytist

 12. Félagar við megum ekki gleyma því að við vorum að spila við niðurbrotið lið sem Chelse er, en við skulum halda okkur niðri á jörðinni. Ráðning Klopp var alveg nauðsynleg!!!!!!

  Áftam Liverpool.

 13. Það besta sem mér fannst við það sem ég sá í dag (auðvitað fyrir utan þessi fallegu mörk) er að mér fannst vera actually gameplan í gangi. A og B. Ekki bara A. Og svo áfram með A. Og áfram….og áfram….

  Það fannst mér fagnaðarefni.

 14. #6 einsog Sigkarl frændi minn sagði þá er tíminn sem gefinn er upp er LÁGMARKSTÍMI og markið kom 47:23.. Þessum 23 sekóndum var réttilega bætt við þarsem að boltanum var nokkuð oft sparkað upp í stúku til að drepa sóknir þannig að ALLTAF réttlátar sekóndur…. 😉

 15. Pfff.. Chelsea voru nýbúnir að tapa fyrir Palace og Everton áður en þeir sigruðu Arsenal 2-0. Þetta var akkúrat leikurinn sem þeir þurftu til að snúa einhverju sér í hag, mæta óslípuðu Liverpool liði með 50% sjálfstraust á heimavelli. Fyrir utan að vera með gríðarmikil tök á okkur, í strangri leit að sigri og nánast undantekningalaust eiga alltaf góðan leik á móti okkur þá sannaði þessi leikur að á aðeins þremur vikum er Klopp búin að rífa þetta svo miklu hraðar og lengra upp en maður þorði að vona að það er eiginlega fáranlegt.

  Þannig takið þetta “þetta var bara Chelsea” bull einhvert annað ;);)

  Þetta verður bara betra!!

 16. Hérna er Sakho gegn Chelsea: https://www.youtube.com/watch?v=VfdoEIEzZMM

  Prófið að horfa bara á sendingarnar, sem eru í stórum hluta tilvika (fyrir miðvörð) fram völlinn og oft langt fram völlinn. Þetta er eitt af því sem gerir Mamadou Sakho, að mínu mati, að langbesti varnarmanni Liverpool. Þetta eru einfaldlega frábærir boltar.

  Hann er líka fullfær um að halda hárri línu til að gera hápressuna öflugri. Ég vona að þessi leikmaður verði kjölfestan í vörninni okkar um ókomin ár, því hann hefur svo sannarlega skrokkinn og gæðin í það!

 17. BR var spurður á blaðamannafundi eftir fullt hús, þrjá 1-0 sigra í byrjun leiktíðar 2014, hvort LFC gætu unnið deildina. Hann svaraði svipað og Jurgen Klopp núna en var svo bara einum leik frá því að vinna deildina. Vonandi munum við klifra upp töfluna örugglega í vetur, það eru allavega tækifæri til þess.

  Leicester munu ekki enda í topp 4, það er á hreinu, chelskí eru í skítamálum núna en munu trúlega fara í gang á einhverjum tímapunkti. Spurs hafa verið í fantaformi en eru vanir að missa flugið, Arsenal líka (rosalegur meiðslalisti hjá þeim) og þetta manhjú-lið… Hvað er hægt að segja. Þeir eru að spila leiðinlegasta bolta í sögu EPL og það er bara spurning hvenær þeir tapa nokkrum leikjum í viðbót. Þeir hafa reyndar ekki skorað í fleiri hundruð mínútur. Ég skemmti mér konunglega þegar ég sá greiningu á leik manjú þar sem var verið að velta hlutverki rooney upp í leik þeirra. Segjum bara að vonandi verður hann þarna sem lengst ásamt veggjaklessunni (LVP).

  Í mínum huga er City búnir að vinna deildina enda með ógnargott lið og eru í mjög góðu formi.

  Mér er svakalega illa við að rakka niður það sem BR gerði því hann gerði margt gott EN einhverra hluta vegna virðist hann ekki hafa náð að berja baráttuanda í brjóst okkar leikmanna og þetta flandur með leikmenn í vitlausum stöðum var ansi skrítið allt saman. Vonandi mun honum ganga vel í framtíðinni, bara ekki á móti LFC.

  Svo er einn skemmtilegur punktur en okkar lið er það yngsta í deildinnni, erum með lægstan meðalaldur.
  http://www.liverpoolfc.com/match/league/premier-league-2015-2016

  En mikið rosalega er orðið gaman að horfa á liðið okkar, geggjuð pressa á þriðja hlutanum. Eins og einhver sagði, líkist býflugnaárás og það er örugglega algjör martröð að spila á móti svona hápressu.
  Svo verður liðið okkar bara sterkara á næstu vikum með tilkomu Jordan, Sturridge (svo lengi sem það varir) og Flanno. Svo eru ekki nema tveir mánuðir í næsta glugga og hárin rísa á hnakkanum mínum við þá tilhugsun að núna erum við með Jurgen Klopp sem okkar þjálfara og segulstál til að góma spennandi leikmenn, leikmenn sem hann vill fá.

  Þessi vetur er svo langt frá því að vera búinn og í mínum huga er hann að byrja aftur, við erum bara því miður að moka flórinn fyrst.

 18. Góðir punktar, Svavar, maður hefur ekki séð svona djúpt innsæi síðan David Brent var aðalnúmerið í pappírsbransanum á Bretlandseyjum 🙂

  Ótrúlegt að við skulum vera með yngsta liðið í deildinni, þetta á eftir að verða alveg svakalegur vetur og þvílíkt sem Klopp er að koma fram eftir leiki, fullur af hógværð, auðmýkt og smá skammti af kæruleysi.

  Ég er enn að átta mig á því að Jürgen Klopp er orðinn þjálfarinn okkar – þetta eru magnaðir tímar sem við erum að upplifa.

  YNWA!

 19. Hahaha… David Brent!
  Sammála þer Maggi, eg er oft með Sólheimabrosið á mer þegar eg man að Jurgen nokkur Klopp er okkar maður. Hef aldrei horft eins oft a blaðamannafundi og nuna, samt segist hann bara vera ,, The Normal One”. Við vitum betur, hann er miklu meira en það, frekar svona ,,The Abnormal One” miðað við flesta aðra þjálfara.
  Festum sætisbeltin í bleiku þrumunni Maggi og búum okkur undir Heavy Metal vetur! ????

 20. Getur einhver bent mér á hvenær Sahko átti síðast misheppnaða sendingu. Þvílíkt sem hann hefur stigið upp síðustu vikur. Ég var að hugsa um þetta þegar ég horfði á celski leikinn og hann átti hverja snilldar sendinguna á fætur annari. Öryggið uppmálað.

 21. Einmitt Svavar og Maggi,

  Þotubensínið er komið á tankinn.
  Búið að setja vélina í gang.
  Búið að leggja inn pöntun fyrir fimm punkta keppnis öryggisbeltum fyrir áhorfendur.
  ( Verður skyldustaðalbúnaður í vetur!)

  Jú, jú, rallýbíllin á eftir að lenda nokkrum sinnum utanvega í vetur en DJÖ…. verður gaman að fylgjast með keppninni.

  Baráttu kveðja.
  p.s. Sakho er minn maður, what a monster!

 22. Var að horfa á mörkin úr seinustu umferð úr þýsku deildini og horfði einstaklega vel á Dortmund, shiturinn hvað ég væri nánast til í hvern einasta mann úr þessu liði og vitandi það þetta eru flestir leikmenn sem Klopp fann og gerði þá að þeim leikmönnum sem þeir eru í dag. Hann hefur talað um að kaupa ekki frá Dortmund, væri auðvitað mest í heimi til í Reus, en afskaplega spennandi að sjá hvað hann gerir með meira fjármagn núna hjá okkur í næstu gluggum!

 23. Jæja maður kíkti aðeins á Monday Night Football með Neville og Carragher áðan. Langaði til að fá að vita hvað þeir hefðu að segja um leikinn milli Chelsea og Liverpool. Þeir minntust ekki einu orði á hvernig Liverpool spiluðu í leiknum. Allt snérist um hversu hörmulegir Chelsea voru, hversu mikið þeir leyfðu Liverpool að komast upp með og að sjálfsögðu talað um Mourinho lengst af.

  Ekki EITT orð um spilamennsku Liverpool í leiknum. Pirrandi. Hefði verið gaman að heyra hvað Neville hefði haft að segja um spilamennsku okkar manna en þetta var greinilega bara því að þakka hversu hörmulegir Chelsea voru en ekkert með það að gera hvernig Liverpool spiluðu. Finnst öll umfjöllun eftir leikinn hafa einblínst í áttina að Chelsea en nánast ekkert fjallað um að Liverpool voru að spila bara frekar vel!

 24. Af hverju er verið að lána leikmenn eins og Thiago Ilori til Aston Villa, hann hefur ekki fengið að spila einn leik og þó að Richards sé í banni í kvöld, þá kemst hann ekki á bekkinn hjá þeim.
  Væri ekki nær að láta svona stráka vera kyrrt hjá Liverpool og læra af Klopp og fá bikarleiki og Uefa leiki í stað Kolo Toure.

 25. Miðað við hvað Aston Villa hafa verið skítlélegir þá virðist Tiago Ilori ekki vera nálægt þeim gæðum sem þarf til að spila leiki með LFC ef hann kemst ekki einu sinni á bekkinn hjá þeim. Ef hann er ekki að glíma við meiðsli þá virðist hann ekki vera með það sem þarf.

 26. Aston Villa er með allt niðrum sig á móti Tottenham. Ótrúlegt að við skyldum ekki sigra þetta lið á sínum tíma. Hörmulegur leikur. Hver hefði trúað þessu upp á Tim? eða eru þeir þegar búnir að rétt’onum sekkinn?

  Þetta sungu þeir á sínum tíma á móti okkar mönnum. Skemmtilegt!

  https://www.youtube.com/watch?v=FZnYloe5rhw

 27. #38 heyr, heyr. Lucas er svo sannarlega rosalega vanmetinn leikmaður. Hann hefur vissulega átt sína erfiðu tíma eftir meiðsli, en ef hann nær að haldast áfram heill verður hann einn af þremur lykilmönnum í þessu liði. Lucas er búinn að vera frábær eftir að Klopp tók við liðinu. May it long continue!

 28. MNF að byrja á Sky sport 1 með Carragher on Neville, góður þáttur um leiki helgarinnar

 29. #38

  Hann hefur líka spilað færri leiki og mínutur en næstu menn fyrir neðan.
  Hann er ekki besti leikmaðurinn, en hann hefur einn góðan eiginleika, hann veit sín takmörk.

 30. Ef að Sakho, Henderson, Firmino, Benteke og Sturridge haldast allir heilir restina af þessu tímabili þa hef eg engar ahyggjur af 4 sætinu en það eru auðvitað meiri likur á að Hekla gjósi i vetur heldur en að það gangi eftir.

  Erum með Hörku mannskap ef þessi meiðsli hja lykilmönnum minnka talsvert mikið.

  Eigum einn mjog erfiðan útileik eftir sem er næsti leikur gegn City, eftir hann ættu okkar menn að geta farið a mjög gott skrið í deildinni og vonandi unnið nokkra leiki i röð.

  Held að þan utd se bara að fara að Hiksta og vonandi fer Tottenham að missa flugið lika. Chelsea a auðvitað eftir að fara i gang um leið og þeir Reka Móra. En eg ætla að spa því að okkar menn verði í 3 sætinu um aramót á eftir city og arsenal.

 31. ég verð nú bara að segja það að mér er alveg sama hvar liverpool endar í töflunni þetta seasonið… bara að þeir spili skemmtilegan fótbolta og sýni smá hjarta… sem þeir eru að gera.. loksins komið smá skemmtanagildi í þetta hjá þeim

 32. #43 hann er samt með fleiri heppnaðar tæklingar en þeir þó hann hafi spilað minna eða 54 heppnaðar á meðan næsti á listanum er með 45…. Svo tölfræðilega er hann “besti” leikmaðurinn í tæklingum hehe

 33. Flottur leikur að baki um helgina og hlakka til að horfa á Firmino, Coutinho og Lallana halda áfram að vinna svona saman. Benteke var svo frábær eftir að hann kom inná. Sá 30 sek myndband með honum og þar átti hann fjöldan allan af sköllum og tók svo boltan niður með kassanum og tók hlaupið í svæði. Þetta verður flott leiktíð ef allir haldast þokkalega heilir.

  Hinsvegar langar mig að biðla til þeirra sem hafa farið nýlega (og mögulega oftar en við hinir) á leiki í okkar ástkæru borg. Ég ákvað að skella mér í Kop.is ferðina í Janúar og ætla að taka þátt í söngnum á vellinum.
  Mín bón er þessi: þeir sem þekkja lög og texta meiga endilega henda þeim hérna inn svo maður geti verið virkur í Janúar 😉

  Endilega látið heyra í ykkur 😉

  YNWA – “Normal” in a strange way.”

Chelsea 1 – 3 Liverpool

Gerrard að snúa aftur?