Liðið gegn Chelsea

Liðið gegn Chelsea er komið. Margar breytingar frá leiknum gegn Bournemouth fyrr í vikunni svo það er auðveldara að miða við síðasta deildarleik. Ein breyting frá síðasta deildarleik gegn Southampton, Firmino kemur inn fyrir Origi.

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Milner(c) – Lucas – Can
Coutinho – Lallana
Firmino

Bekkurinn: Bogdan, Allen, Randall, Ibe, Benteke, Lovren, Teixeira

Firmino byrjar upp á topp eða örugglega í formi einhvers konar “falskrar níu”, hann var líflegur í síðasta leik og spilaði næstum allan leikinn svo það er afar jákvætt ef hann er kominn í gott form. Lallana og Coutinho halda áfram í stöðum sínum fyrir aftan fremsta mann og miðja og vörn eins og hún hefur verið undanfarið.

Benteke og Lovren eru komnir aftur til baka vegna meiðsla, Benteke greinilega ekki alveg 100% til að starta leikinn og byrjar á bekknum en eins og við sáum gegn Southampton þá er hann ágætis kostur til að eiga af bekknum. Teixeira sem stóð sig vel gegn Bournemouth er á bekknum í dag.

Koma svo Liverpool, vinnum á Brúnni og kick störtum leiktíðinni – og ýta hugsanlega Mourinho yfir brúnina í leiðinni!

137 Comments

 1. Þegar ég sé Firmino upp á topp færist yfir mig bjartsýni. Líst bara vel á þetta miðað við meiðslalista.

 2. án þess að vera frekur þá væri virkilega fallega gert hjá ykkur að setja lið andstæðingana líka hér inn mér finnst það oft vanta 😉 Spái 2-1 fyrir lfc come on !

 3. Mér líst ágætlega á þetta. Ég er spenntur að sjá hvort Firmino nær að hrella vörn chelsea. En er Sakho fyrirliði?

 4. Klopp taldi betra fyrir Origi að æfa á Mellwood frekar en að ferðast með liðinu til London skv. James Pearce @ Echo

  Origi hasn’t travelled. Klopp told him he felt it would be more beneficial for him to train at Melwood than watch from the sidelines. #LFC

 5. Tók bandið því miður af Sakho sem Óli var búinn að henda á hann. Milner er fyrirliði þó ég myndi glaður hafa þetta á hinn veginn.

 6. Slappt.
  En nú verða menn bara að girða í brók og koma til baka!

  koma svo!

 7. Milner er gersamlega vonlaus greyið hann hefur ekki átt einn einasta góðan leik í Liverpool treyjunni

 8. Shitt hvað Milner er ógeðslega lélegur í fótbolta, það að einhverjir hafi verið spenntir fyrir honum er mér óskiljanlegt.

 9. Ekkert í gangi fyrir framan miðju. Koma svo!

  En svakalega ætlar þessi dómari að flauta mikið í dag. Það er varla hægt að senda tvö bolta án þess að hann blási.

 10. Erum við mættir til leiks?? Þvílikt labb og bull sendingar hingað og þangað

 11. Ef það er einhver sem á að fara útaf er það Lucas, skelfilegur, endalaust að brjóta af sér.

 12. Hvernig er það, eigum við engan almennilega spyrnumann í liðinu?

 13. Alveg furðulegt hvað Costa fær að gera meira en aðrir flestir fá gult spjald fyrir að traðka á öðrum en ekki Costa

 14. Djöfuls kettlingar eru þetta. Síliggjandi.
  Hneyksli ef það er ekki bætt við 4-5 mínútum.

 15. Já Styrmir algerlega sammála með baráttuna í honum en þá er spurning hvað skilar barátta þegar þú spilar sem framliggjandi miðjumaður og getur ekki tekið menn á og tapar boltanum trekk í trekk

 16. Við erum búnir að eiga leikinn eftir markið.
  Þetta Chelsea lið er meðal og tilbúið til að láta taka sig.

  Ef menn þora og/eða geta stigið upp! Koma svo!

 17. þetta Chelsea lið getur ekki neitt og hefur engan ahuga a að spila þennan leik.

  eigum að keyra bara yfir þá. benteke uppa topp i seinni hálfleik með Firmino og klárum þetta.

 18. Vantar a? fá einhverja alvöru menn í þetta li?. Alltof miki? af horu?um gúrkum.

 19. Inná með Benteke strax í hálfleik! Þetta Chelsea lið nennir ekki að spila

 20. Grunaði þetta kannski voru það bara mistök að reka rodgers eða allavegna reka hann í sumar hefði kannski verið betri hugmynd.Classic liverpool hér á ferð vona að þeir jafni þennan leik.Koma svo !!!

 21. Almáttugur upp á sker…

  Milner þarf að komast í langt frí. Hann er með buxurnar á hælunum fyrir allan peninginn =(

 22. Þarf að taka Kúta út af og senda hann í frí til Sao Paolo.

  Greyið maðurinn er gjörsamlega skugginn af sjálfum sér og getur ekki lengur sent einfaldar sendingar. Afskaplega sorglegt að horfa upp á þetta.

 23. Algjört eitur að lenda undir á brúnni. L’pool hins vegar búið að hressast en erfitt að finna smugu á þéttum varnarmúr Chel$ki. Spurning hvort að Benteke myndi nýtast betur í návígin uppá topp. Það væri mjög áhugavert að sjá hvernig þeir bláu myndu bregðast við að fá mark á sig.

 24. Þú mátt gleyma þessu asnalega kommenti þínu. Þessar blammeringar um suma leikmenn í liðinu eru orðnar ansi þreyttar hérna á þessari síðu og þú ert ekki sá eini Jón.

  Milner var nógu góður fyrir Man City þar sem að hann vann PL tvisvar. Hann var og er nógu góður fyrir enska landsliðið og núna í sumar var hann nógu góður fyrir Liverpool. Klopp sagði um daginn að Milner væri hinn fullkomni fótboltamaður en hvað veit Jurgen Klopp svo sem um fótbolta.

 25. Big Ben inn í hálfleik, Firmo niður í stað Lallana, þurfum muscles í boxið!!

 26. coutinho a besta tima.
  nu bara sigla yfir þá í seinni halfleik !!
  erum miklu betri

 27. HAHAHAHAHHAHH!!! Sjá þetta múrjínhó ógeð hlaupa í göngin við markið 😀

 28. Gjörsamlega verskuldað erum búnir að vera miklu betri í þessum leik!

 29. Þetta er meira en sanngjörn staða eftir pressuna sem Liverpool er búið að halda allan hálfleikinn. Koma svo Liverpool… game on…

 30. Chelskí með eina marktilraun í fyrri og eitt mark. Við með 7 marktilraunir.
  34% á móti 64 % possession.
  horn 0-2
  sendingar 183-331
  sendingar á réttan stað 139-282

  Höfum algjörlega átt þennan leik og við munum klára þetta í síðari hálfleik.

  KOMA SVO LIVERPOOL!!!

 31. Nú er bara nýta sér svekkelsið í Chelsea mönnum í seinni. Voru ekki góðir í fyrri og koma svekktir út í seinni. Ef við höldum þessari spilamennsku að þá ættum við að geta unnið þennan leik.
  Þó svo að við þurfum að gera fleiri en eitt mark í leiknum. 🙂

 32. ekki séð mikið af leiknum – en það er bara allt brjálað hér – flestir leikmenn lélegir og allt ömurlegt – en manni heyrist á Collymore og Paul Parker að Liverpool hafi verið sterkari…., og það er jafnt í leiknum – á útivelli gegn Chelsea. Mikil pressa hjá Liverpool skv. Collymore.

  Hvað ætli stuðningsmenn Chelsea segi ? Eru stuðningsmenn Liverpool ekki full neikvæðir hérna ?

 33. 50 ef þessi leikmaður er svona svakalega góður hvernig stendur þá á því að liðinu gengur ekki betur. Milner hefur ekki gert neitt fyrir liðið í vetur, það er ekkert gagn af því að hlaupa og hlaupa eins og hauslaus hæna á vellinum. Milner var uppfyllingarefni fyrir city þegar hann var yngri og betri. Ef þú þolir ekki gagnrýna umræðu þá ættirðu bara að fara að fylgjast með hópfimleikum.

 34. Sæl öllsömul, er mikið fyrir að koma hérna inn og lesa það sem stuðningsmenn okkar liðs hafa að segja. Æðislegur vefur, vildi að við værum duglegri að styðja liðið og leikmenn þess í stað þess að vera alltaf að taka allt það neikvæða. Það gera allir mistök, menn verða ekki lélegir í fótbolta við það eitt að missa boltann eða eiga vonda sendingu. Millner berst eins og ljón, átti sendinguna í okkar hættulegasta færi fyrir utan markið, sé ekki að hann sé svona lélegur. Kutinio búinn að vera slakur en kemur svo með þessa snild. Vonum að við höldum áfram að dómenera leikinn í seinni hálfleik. You never walk alone

 35. Frábær leikur okkar manna. Allir að leggja sig fram og chelsea verða að taka sig á ef þeir ætla að fá stig úr þessu

 36. Fyrir utan að Moreno sofnaði á 4 mín þá hefur þetta verið besti hálfleikur liverpool á þessu leiktímabili. Liðið er að sækja af krafti og ekki bara halda boltanum heldur keyra á Chelsea. Menn eru grimmir og hefur Chelsea liðið litið mjög illa út.

  Það er algjör snilld að horfa á hreyfingarnar hjá Coutinho, Lallana og Firminho þarna frami. Þeir eru alltaf að bjóða sig og náum við trekk í trekk að koma boltanum á þá fyrir aftan miðsvæði Chelsea og fyrir framan miðverðina þeira.

  Helst hefur mér fundis Millner vera í vandræðum í þessum leik og væri fróðlegt að sjá hvort að Lallana fari ekki á kanntinn og Benteke fram ef þetta heldur svona áfram.

  Virkilega sáttur við fyrstu 45 mín en það er bara hálfnað og við sjáum hvernig þetta fer.

 37. Jón Ólafs ertu að segja að fyrsta kommentið þitt hérna hafi verið uppbyggileg gagnrýni?
  Ummæli þín hljómuðu svona:

  “Shitt hvað Milner er ógeðslega lélegur í fótbolta, það að einhverjir hafi verið spenntir fyrir honum er mér óskiljanlegt.”

  Gagnrýni er algjörlega nauðsynleg og ég hvet alla að koma með uppbyggilega gagnrýni þegar það á við en það að algjörlega drulla yfir leikmenn þegar að það eru 9 mín liðnar af leiknum er ekki gagnrýni heldur gert í pirringi eða reiði sem að ég skil að vissu leiti miðað við hvernig gengi LFC hefur verið. En hvernig væri nú að anda aðeins með nefinu áður en að þú skrifar ummæli þín.
  Og þessi ummæli þín um hópfimleikana ég ætla ekki einu sinni að svara svona vitleysu.

 38. Costa að sína sitt rétta andlit þegar hann setur löppina í skrtle

 39. Frábær barátta hjá okkar mönnum. Verið að láta finna fyrir sér og Klopp æstur á bekknum. Þetta hlýtur að vera það sem við viljum sjá. Mörkin eiga síðan eftir að koma!

 40. Á þessi apaköttur ekki yfir höfði sér langt bann fyrir að takka mann í bringuna eða er það bara þegar menn bíta aðeins í hönd?

  Klára þetta helvítis chelskí-lið!!

 41. Við verðum einum færri fljótlega ef lucas fer ekki útaf fljótlega

 42. Eins og Lucas er búinn að vera góður, þá held ég að það sé best að taka hann útaf áður en hann fær rauðapjaldið

 43. Það verður tekin svakaleg hátíð þegar þetta Móra-fífl verður rekið. Ég hreinlega meika ekki fólk sem líkar þennan vitleysing.

 44. coutinho aftur. þvilik snilld og nu er bara að halda þetta ùt

 45. Svakalega líta miðverðir Chelsea illa út í þessu frábæra marki

 46. YYYYYYEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!1

 47. Væri til í að sjá Lovren inn fyrir Lucas núna, setja Lovren bara fyrir framan vörnina og láta hann djöflast í Chelsea mönnum á fullum krafti.

 48. Djöfull er Moreno fljótur næstum því búinn að bæta upp fyrir Chelsea markið

 49. Frábært en hvað er að frétta af miðvorðunum hjá Chelsea ????????????

 50. Bemteke er brennandi heitur, Hann má vera heill allt árið mín vegna.

 51. Djöfull er ég fokking ánægður, er orðinn aumur í höndunum 😀

 52. Get ekki annað en hugsað YESSS !!
  Hann tók af okkur deildartitil við létum reka hann !!!

 53. Framlínan okkar upphaflega var LFC (Lallana, Firminho, Coutinho). Veit bara á gott.

 54. glæsilegur leikur og sanngjarn sigur. búnir að vilja þetta miklu meira en þeir i dag. næsti utileikur er við city og eftir þann leik hafa okkar menn mætt 6 bestu liðunum öllum á útivelli . okkar menn verða miklu betri i seinni umferðinni og þa eftir að fa öll bestu liðin a Anfield. 4 sætið er ennþa bullandi séns

 55. Veij – Livipool mikið að vinna og betri- Benteki rosa flinkur og rosa að skora plúss allt sem að Cotino buinn að skora. Celsea ekki jafn goðir og við, samt best i firra, soldið skritið en rosa gamann.

 56. Vá hvað Terry er búinn á því…fyrir utan eitt atvik á 4. min þà hefur liðið verið frábært og frábært að sjá sjálfstraustið vaxa….Elska Klopp fögn. Ég trúi!!!

 57. OG neikvæðu grísir hérna, gefið okkur tíma!! Hættið að nöldra og hlustið á JK, byrjið að trúa en ekki rífa allt niður eftir 2 mín!

 58. Það er greinilegt að það TRÚA ekki allir hérna á þessu spjalli ef maður rennur yfir commentinn í byrjun 😉 en ég held að meirihlutin hérna viti að þetta tekur tíma og hefur fulla trú á stjóranum og liðinu.

 59. Hvað er hægt að segja um þennan leik annað en algjör snilld hjá okkar mönnum og Kloppinn er kominn til að vera!!!!!!!!

  Áfram Liverpool!!!!!!!!!!!!!!!

 60. Áttum þennan leik. Chelsea sorglegir á heimavelli. Spila engan fótbolta.
  Okkar menn eru að reyna að spila alvöru bolta og ég fagna því. Vonandi gefur þetta mönnum sjálfstraust. Margir ennþá ragir.

Chelsea á laugardag

Chelsea 1 – 3 Liverpool