Deildarbikarinn og Bournemouth

Miðvikudagur 28.október er dagsetning næsta leiks okkar manna og vettvangurinn Anfield. Keppnin er deildarbikarinn og mótherjinn suðurstrandarliðið Bournemouth sem við UNNUM á þessum velli í haust. Nokkuð óvanalegt vissulega en afar skemmtileg reynsla.

Lærisveinar Eddie Howe byrjuðu tímabilið býsna vel, spila sóknarfótbolta og reyna að hápressa, náðu sér í stig og sátu ofan við miðju. Að undanförnu hefur gengið versnað all hressilega, aðeins eitt stig úr síðustu fjórum leikjum og síðustu tveir leikir hafa verið 1-5 skellir gegn Tottenham og Manchester City.

Þeir hafa breytt liði sínu töluvert þegar þeir hafa leikið í þessari keppni í vetur en leikurinn við okkur verður hinn þriðji í henni fyrir þá eftir að hafa slegið út Hartlepool og Preston á leið sinni í leikinn á Anfield. Þeir eiga býsna stóran leik um helgina þegar þeir fara í heimsókn til nágranna sinna í Southampton svo að allt bendir til þess að liðsskipan þeirra verði líkt og í fyrri leikjum keppninnar að stórum hluta leikmenn sem hafa setið á varamannabekk í deildarleikjunum hingað til að stærstum hluta. Svokallað “weakened side” eins og Bretinn kallar það…er það ekki “veikt lið”…finnst þó alltaf íslenska þýðingin ganga full langt því oftast er nú ekki verið að stilla upp slökum leikmönnum. Svo ég óska eftir betra orði. Á móti fara þarna ferskir fætur manna sem vilja sanna sig, sérstaklega núna þegar ljóst er að breytinga er þörf. Bournemouth munu koma til að fá smá boozt í leiktímabilið og verða ekki einfaldir mótherjar. Það er klárt.

Þegar kemur að okkar liði þá vandast málið eilítið. Ég held að öllum sé ljóst að við erum ekki að fara að vinna allar fjórar keppnirnar sem við enn erum í. Verðum meira að segja býsna langt frá því held ég. Ef horft er til uppstillinga í keppnum vetrarins sýndist Rodgers leggja upp úr því að komast langt í ensku bikurunum umfram Evrópudeildina. Þar stillti hann upp sterku liði gegn Carlisle sem þó þurfti vítakeppni til að komast áfram á meðan að í Evrópudeildinni var vettvangurinn fyrir ungu mennina okkar til að fá mínútur. Ekki það að niðurstaðan varð sú sama. Jafntefli.

Staða Klopp í dag svona áður en hann velur í liðið er býsna snúin þó ég efist ekki um að hann mun valda henni. Það er svo augljóst hvað er helst að hrjá liðið, það er vandamálið að skora mörk og svo líka leikmenn sem hafa litla trú á því að þeir vinni leiki, enda það verið býsna sjaldgæft nú um nokkurra mánuða skeið. Svo að hann hlýtur að horfa með öðru auganu á það að leikurinn gefur færi á að halda áfram að vinna með leikmenn í átt að þeirri leikaðferð sem hann vill spila og þá sérstaklega horfa til sóknarleiksins. Hann veit líka pottþétt að Bournemouth mun ekki sparka menn út úr leiknum líkt og möguleiki væri á með neðrideildarlið sem mótherja. Svo er það ekki bara málið, áfram “besta” liðið.

Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því að “það” lið hefur nú spilað nokkra leiki á tiltölulega stuttum tíma og við förum líka í erfitt ferðalag um helgina, nú á Stamford Bridge til að reyna að losa enska boltann við Mourinho. Einhvern tíma þarf að koma að hvíldinni hjá stærstu nöfnunum í hópnum.

Þetta flakkar um í kolli meistara Jurgens úr Svartaskógi í dag. Vandinn er þó kannski líka sá að það er ekki mikil breidd í sumum leikstöðum svo að það er ekkert um auðugan garð að gresja þegar kemur að því að hvíla leikmenn, t.d. í bakvarðarstöðunum báðum. Samkvæmt physioroom vefsíðunni er Dejan Lovren orðinn klár og Sturridge talinn eiga séns á því að vera í hóp. Langtímameiðslin þekkjum við og James Milner fór í leikbann þegar hann ákvað að dúndra Ryan Bertrand niður og skapa aukaspyrnu sem gaf jöfnunarmark Southampton um helgina.

Klopp hefur verið duglegur að kippa ungum mönnum á æfingar, var auðvitað að mestu að vinna með þeim fyrstu dagana í starfi sínu og einhverjir hafa verið á bekk og í liðshóp í þeim leikjum sem hafa verið leiknir á hans vakt. Svo ég viðurkenni það að ég veit fullkomlega ekki hvernig hann mun stilla upp á morgun. Þegar kemur að því að reyna að stilla upp liðinu þá geri ég það pínulítið eins og ég myndi prófa það svona út frá því hvernig ég gef mér að staðan sé á leikmannahóp og þar sem ég tel að Klopp stilli mikilvægi keppninnar í hóf.

Stilli því svona upp:

Bogdan

Randall – Toure – Sakho – Moreno

Allen – Lucas
Ibe – Teixeira – Firmino

Benteke

Ég geng út frá því að Klopp noti Randall sem hefur verið í hóp hjá honum í hægri bakvörð, ástæða þess að sá hefur verið í hóp er örugglega þunn staða í bakvörðunum en þá stöðu hefur hann leyst undanfarið í U21s árs liðinu eftir að hafa verið kantmaður á yngri árum. Við eigum líka fínan vinstri bakvörð í Joe Maguire sem fékk nokkrar mínútur í sumar en hann virðist ekki kominn í gang eftir að hafa verið lánaður til Leyton Orient í september. Auðvitað er José Enrique í leikmannahópnum en virðist í algeru frosti, óháð hver er stjórinn.

Miðjan gæti verið uppsett svona, eða þá með Teixeira aftar og þá verið að spila 4-3-2-1. Þannig sýnist mér varnarpressan vera en sóknarlega förum við í 4-2-3-1. Eins og áður er þetta bara ég að fabúlera, Lucas skiptir mjög miklu máli varnarlega fyrir okkur, það sást best gegn Rubin og Can þarf að fá smá hvíld, eins og Coutinho.

Firmino og Benteke þurfa hins vegar mínútur í búningnum og því finnst mér þeir eiga að byrja þennan leik.

Mín spá:

Eins og margt býsna mikið út í bláinn í dag.

Ég held þó að þessu jafnteflisrugli öllu hljóti að fara að linna og að við þurfum ekki 120 mínútur af fótbolta í þessum leik. Ég virkilega vona það að okkar mönnum hungri í sigur, algerlega óháð hver keppnin er þá verður fyrsti sigur Jurgen að fara að detta inn og aðeins hreyfa skýin til. Svo að þetta er klárlega vonarspá byggð á ótraustum líkindum.

Ég spái 3-1 sigri í leik þar sem bæði Firmino og Benteke munu komast á blað. Þriðja markið kemur úr óvæntri átt.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!

35 Comments

  1. Ég skil það alveg svo sem að menn þurfi hvíld. Hinsvegar þarf liðið að slípa sig betur saman og þá einkun og sér í lagi þurfa fremstu menn að læra betur inná hvorn annan. Ég myndi allan daginn hvíla Skrtel, Can, Milner og Coutinho þó svo að sá síðastnefndi þurfi að fara “skjóta sig” í gang.

    Benteke á allan daginn að byrja þennan leik og helst Sturridge líka en þá kippa Studge úr liðinu bara í hálfleik. Allen hefur ekki mikið lengri tíma til að sanna sig þannig að gefum honum sénsin líka. Clyne á bekkinn.

  2. Bogdan

    Randall – Toure – Lovren – Moreno

    Allen – Lucas- Texeira
    – Firmino
    Sturridge – Benteke

    Ég sé jákvæða punkta við bikarkeppnir sem þessar. Á þessum tímapunkti eru þær kærkomnar til þess að koma mönnum í leikform. Þessvegna vil ég hiklaust láta, Sturridge,Benteke, Lovren og Firmino spila þennan leik ef þeir eru heilir og fylla síðan upp í stöður með mönnum eins og Randal eða mönnum sem eru að gera tilkall til byrjunarliðs. Allavega láta gaura eins og Sturridge spila allavega hluta af leiknum.

  3. Já, hef aldrei verið eins spenntur fyrir deildarbikarleik á byrjunarstigi keppninnar eins og núna. Vona innilega að JK muni nota Sturridge, Christian B, Firminho og Lovren til að koma þeim í spilform fyrir chelskí-leikinn um helgina.

    Svo er annar vinkill ef Sturridge skyldi meiðast í þessum leik (góðar líkur á því) að þá mun pressan fara á milljón og segja að það hafi verið mistök að nota hann í þessum leik. Væri til í að sjá Sturridge og Christian byrja frammi saman, engin spurning.

    Hlakka mikið til að sjá ungu strákana sem munu koma við sögu í þessum leik, JK er snillingur í að búa til frábæra leikmenn eins og hann hefur sýnt í gegnum tíðina.

    Hausinn segir 3-1 sigur en maginn segir 2-1 í framlengingu, enda oft illt í maganum þessa dagana yfir leikjunum okkar.

  4. Ég vill bara fara að sjá okkur nota Enrique í þessa leiki, við höfum engu að tapa. Hann á að fá tækifæri á að sýna sig fyrir Klopp. Ég er samt meira á því að stjórn LFC hafi bannað stjórum að nota hann því hann vill ekki fara.

    Samt, bara að henda honum inn, Moreno þarf að koma ferskur inn í celski leikinn.

  5. Sturridge hefur nú ekki einu sinni æft ennþá þannig ég tel það kraftaverk ef hann spilar.

  6. Hvernig virka þessi uppsöfnuðu gulu spjöld í deildinni eins og Milner fékk? Gildir bannið yfir allar keppnir þannig að hann er klár í Chelsea leikinn?

  7. Styrmir, Bannið nær yfir allar keppnir á vegum Enska Knattspyrnusambandsins held ég alveg örugglega, svo hann nær Chelsea leiknum.

  8. Núna duga engar afsakanir með að klopp þurfi meiri tíma, hann tók við liði sem vann þetta bournemouth lið 1-0 stuttu áður og öll verri úrslit en það eru massíf vonbrigði spurs og city nýbúnir að slátra þessu liði 5-1. ég vill sjá 4-4-2 með Benteke og Jerome sinclair uppá topp það er flottur framherji sem á mikið inni og um að gera að prófa hann í svona leik þar sem liðið nær ekki að drulla tuðrunni í netið oftar en einu sinni í leik.

    Ef að sinclair byrjar fer þetta 4-0 annars 1-1

  9. #8,

    Þetta var mjög líklega taktískt gult spjald til að “missa af” heppilegum leik. Hann tekur bannið sem sagt út á morgun.

  10. Sælir félagar

    Ég á von á að Lovren spili þennan leik og báðir bakverðirnir verði hvíldir. Benteke og Firmo nota leikinn til að bæta leikæfinguna og Allen og Enrique koma inn. Annað er svo sem ekki ljóst en svona spáir völvan mín fyrir innkomum en segir ekki hverjir fara út nema bakverðirnir. Hún segir líka að leikurinn vinnist 2 -1 í venjulegum leiktíma en ekki hvort liðið vinnur. Svo ég er pínu áhyggjufullur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  11. Tveir menn týndir á Anfield og vellinum lokað.
    Síðast þegar ég taldi þá voru fleiri menn týndir á Anfield.

    YNWA

  12. Minni þá sem nota Bretlands miðlana mikið á að í gær færðust klukkurnar þeirra um klukkutíma og nú eru þeir á sama tíma og við

    YNWA

  13. Held að Balotelli byrji þennan leik þar sem hann finnst á vellinum ásamt enrique rétt fyrir leik

  14. leikirnir í dag verða víti til varnaðar fyrir klopp. arsenal eru að skíttapa og chelsea undir gegn stoke 7,9,13

  15. Þú ætlar ekki að sækja mikið með þessa sleða á miðjunni, Lucas og Allen.

  16. Verð að segja að mér dauðlangar bara á Wembley og ná í bikar. LC er bara fín bikar til þess að vinna á fyrsta tímabili Klopp og man maður hvað það var gaman að vinna þennan bikar hér um árið með Daglish.

    Í kvöld datt Arsenal út 3-0 og missti tvo lykilmenn í meiðsli.
    Í kvöld datt Chelsea út eftir 120 mín og tap í vító og D.Costa fór meiddur af velli eftir 32 mín( ég held samt að hann nái leiknum á laugardaginn, menn tala um að hann var ekki að nenna að spila þennan leik).
    Við erum með heimaleik í 16.liða úrslitunum og væri gaman að komast í 8.liða og þá eru nú bara 2 leikir í úrslitaleikinn.

    Mér er alveg sama hvernig en ég vona bara að Liverpool nái að vinna á morgun og má sá sigur vera ljótur.

  17. celski úr leik, eftir framlengingu og vító sem er bara frábært fyrir okkur. Við verðum þá að klára leikinn á morgun í 90 mín. Móri var að nota þokkalega sterkt lið í þessum leik 🙂

    Nú verðum við bara að klára okkar verkefni á morgun með stæl.

    Mikið áfall fyrir Arsenal að missa tvo góða leikmenn í meiðsli, svo drulla þeir uppá bak gegn Sheff Wed.

    Klopp ætti að geta mótiverað leikmenn fyrir dæmið á morgun, vonandi verður það skemmtun 🙂

  18. Ég held að einhver hafi keyrt yfir svartan kött sem var undir stiga því að núna er Benteke meiddur og verður eitthvað frá :/

    Þetta er komið í algjört bull. Ings út tímabilið, Sturridge aldrei heill, Benteke að herma eftir Sturridge og við sitjum uppi með Origi sem er langt í frá tilbúinn í þetta. Svo eru menn að skjóta á liverpool fyrir að skora ekki, það væri kannski auðveldara með alvöru framherja til staðar.

  19. Úff, hvaða seiðkarl setti álög á Liverpool, þá er bara að nota Origi, hvern annan , eða þá einhvern úr U-21 liðinu. Origi verður allavega að fara að færa leik sinn á hærra plan en í síðustu leikjum.

    Hvernig væri að byrja með Ibe og Sinclair inná. Er Rossiter meiddur ?

  20. eru menn ekkert að grínast með að Benteke se meiddur. hvað a það að vera langur timi sem hann er fra nuna ?

    Ef Benteke er frá þvi vill eg samt ekki sja hann byrja a morgun, þessi leikmaður er i ekki einum kæassa betri en David N’GOG .. alltof aumingjalegur eitthvað greyjið drengurinn.

    Nota frekar Firmino fremstan eða hefa Sinclair bara sensinn

  21. afsakið en það atti að standa i annarri malsgrein minni her að ofan. Það atti að standa að ef Benteke væri frá þá vildi eg samt ekki sja Origi byrja 🙂

  22. Hvað er eiginlega í gangi með þetta meiðslavesen!! Janúarglugginn hefur sjaldan verið jafn langt í burtu! Með þessu áframhaldi þá þarf að versla hálft fótboltalið þó ekki sé nema til að tryggja tvöföldan hóp á æfingasvæðinu!!

    Þetta verður sigur annað kvöld.. Firmino stígur upp og Couthino kemur af bekknum og hjálpar liðinu að landa þessu í lokin.

    YNWA

  23. Með þessa sóknarmenn þá þurfum við ekki mikið að pæla hvort að Klopp muni spila með 1 eða 2 sóknarmenn. Held að það megi bara þakka fyrir það ef við höfum 1 leikfæran hverju sinni.

    Spurning hvort að Sturridge þurfi ekki að gera eins og Ledley King gerði á sínum tíma, hann var nánast hættur að æfa með liðinu, spilaði bara leikina og fór svo í recovery fram að næsta leik.
    En ég myndi ekki verða fúll ef að Sturridge yrði seldur, það er að verða fullreynt með hann, hann er ekki með líkama í að spila eins og við þurfum.

  24. Afhverju eru menn að pirra sig á að Sturridge sé meiddur ?
    Hann er ekkert búinn að spila í næstum 1 og 1/2 ár og fólk er að skrifa um það helgi eftir helgi ( hvað er i gangi með Sturridge hann er meiddur )
    Hann er og verður alltaf meiddur, bara mis mikið meiddur.
    Fótbolta menn eins og Gummi Ben, Sturridge , ledley king, Andri Sigþórsson eru ótrulega hæfileika ríkir fótboltamenn en eru gerðir úr gleri svo þeir eyðast bara upp á no time þegar þeir spila.
    Að það sé alltaf að safnast vökvi inn á hnéinn á Sturridge þýðir að brjóskið i hnéinu á honum er að eyðast upp hægt og bitandi og hann hættir snemma að spila fótbolta og mun alltaf vera “meiddur”.
    Þvi fyrr sem Liverpool áttar sig á því því betra.
    Hann á kannski 1 gott season eftir ef hann er heppinn.

  25. Væri til í að sjá byrjunarliðið svona:

    [img]http://i.imgur.com/pLXH7P2.png[/img]

  26. #33
    Ekkert ólíklegt byrjunarlið miðað við síðustu fréttir.
    Á samt ekki von á Lovren þarna inni.
    Origi fær líklegast að byrja en ég myndi vilja sjá Sinclair fá sénsinn.

    Seniorarnir á bekknum og koma inn á 60. ef illa gengur.
    Lallana, Coutinho og Lucas.

    Hver leikur hefur sinn sjarma og þessi líka. Eigum að vinna þetta. Vona að við fáum að spila á Hillsborough í keppninni.
    YNWA

Liverpool – Southampton 1-1

Kop.is Podcast #101