Liðið gegn Southampton

Þá er komið að næsta verkefni, heimaleikur í deild gegn Southampton

Byrjunarliðið er þetta:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Milner – Lucas – Can
Lallana – Coutinho
Origi

KOMA SVO!!!!

94 Comments

 1. Ég spái því að Origi skori í þessum leik og að hann fari 2-2

 2. Liverpool team: Mignolet, Clyne, Skrtel, Sakho, Moreno, Lucas, Milner, Can, Lallana, Coutinho, Origi.

  Substitutes: Bogdan, Toure, Randall, Allen, Ibe, Firmino, Benteke.

 3. Já þessu liði hefur gengið svo frábærlega að skora í síðustu tveim leikjum, ekki sáttur við þetta lið en verð víst að treysta því að Klopp viti hvað hann er að gera.

 4. Af hverju er Benteke ekki í byrjunarliðinu? Anað kemur ekki á óvart nema þá kannski að Allen komist í hópinn.

 5. Coutinho verður að fara sýna sína (réttu?) hlið!
  Annars hef ég trú á að Lallana eigi eftir að verða winnerinn í dag.

  Koma svo!!!

 6. Frekar svartsýnn á þetta lið. Getulaust fram á við.

  En vonandi dettur þetta með okkur í dag. Djöfull langar mann í þrjú stig!

 7. Sá þetta Southampton lið spila um daginn. Ég er skíthræddur um að Liverpool tapi þessum leik. Southampton hefur verið að skora mörk í síðustu leikjum meðan Liverpool skorar aldrei meira en eitt mark í leik. Jú reyndar á móti botnliði Aston Villa. Þá skoraði Liverpool 3.

  Auðvitað er lang líklegast þessi leikur fari 1-1. Og það mundi skila okkur í hvað 10.sæti.

  Eins og það væri nú frábært að fá 3 stig og fyrsta sigur Klopp þá mundi ég sætta mig við stig í dag. Bara ekki tapa. Það væri vont.

  Áfram Liverpool!

 8. Spái að við vinnum 3-1.
  Coutinho mun vakna til lífsins og Sahko stangar eitt inn.

 9. Origi er klárlega með mikla hæfileika og vinnusamur framherji en hingað til hefur ekki stafað mikil ógn af honum. Spurning hvort það er bara ekki hið besta mál að gefa honum tækifærið í kvöld, í þeirri von að hann liðgist til og fari hægt og bítandi að finna hvar net andstæðingana er á vellinum og fari að pota tuðrunni í það. Annað eins hefur nú gerst. Velgengni tekur tíma og krefst þolinmæði.

 10. Ég ætla ekki að vera neikvæður fyrir leik, ég vona að leikmenn mæti fullir af sjálfstrausti og vinni þennan leik en þetta byrjunarlið er the most not so great byrjunarlið sem ég hef séð síðan ég byrjaði að fylgjast með Liverpool síðan árið 1994. Það hefur viss sjarmi horfið eftir að the homeboys eins og gerrard og fowler og fleiri hurfu úr liðinu. Vona samt að ég hafi innilega rangt fyrir mér og að við vinnum sannfærandi sigur!

 11. Djö er Can að byrja þennan leik vel, trackbackið í LB cover og fleira.

 12. Þessi leikur verður að vinnast ef að við ætlum að halda í við efstu liðin og sigur kemur okkur upp í 7.sæti með 16 punkta.

  Must win game so come on you reds!!

  YNWA!

 13. Southampton eru að byrja þennan leik mun betur, eru með hörkulið. Finnst okkar menn alltaf vera aðeins á eftir.

 14. Djöfull er allt liðið hægt. Brendan vildi greinilega ekki kaupa sér leikmenn sem höfðu snefil af hraða. Öll miðjan okkar er hægari en snigill á elliárum.

 15. Lallana fer alltaf svo létt með móttökur nema náttúrulega þegar hann stendur einn gegn markmanni. Það hvílir bölvun á þessum leikmanni. BÖLVUN segi ég og skrifa.

 16. Það er bara lífsins ómögulegt fyrir þetta að skapa færi og skora mörk. Boring

 17. Soton mun betra liðið á vellinum. JK á mikið verk fyrir höndum og maður lifandi hvað Janúar verður áhugaverður mánuður.

 18. Það er nú bara þannig að Klopp erfði þetta lið frá Brendan, sem var búinn að gera í buxurnar í hverjum og einasta transfer window. Nú er þetta bara spurning um smá þolinmæði og stuðning við nýja manninn í brúnni. Þetta lagast ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta tímabili, þegar klopp er búinn að fá að versla aðeins.

 19. Verið sultuslakir í þessum hálfleik.
  Erfitt að sjá hvaðan mörkin eiga að koma. Origi er því miður ekki nógu góður (ennþá?). Síðan finnst mér miðjan okkar vera svona meh..

  Southampton alveg jafn líklegir og gætu alveg stolið þessu ef við spítum ekki aðeins í lófana.

  Koma svo!

 20. já Origi á bara ekkert erindi inní byrjunarliðið nema allir séu á hækjum , veit ekki betur en Benteke sé komin aftur.

 21. Þurfum markmann í Janúar. Mignolet hikar svo lengi með boltann og drepur leikinn með þessari stöðnun þegar hann hefur hendur á boltanum. Getur aldrei bara drifið sig og losað sig við boltann strax.

 22. Klopp er ekki töframaður.
  Hann mun aldrei gera neitt með Liverpool fyrr en hann fær amk 7-9 leikmenn inn í þetta lið sem actually geta eitthvað – það hefur sýnt sig í þessum 3 leikjum (2 1/2 ) sem Klopp hefur stjórnað í að gæði Liverpool liðsins eru afar lítil. Enginn world class spilari og meðalmennskan alsráðandi.

  Margir leikmenn þarna sem maður hreinlega skilur ekki að fái að klæðast treyjunni. Getu og viljalausir

  Viðbjóður að horfa á leikina og ég finn til með Klopp

 23. alltof hægir framávið. verðum bara að fa Benteke og Firmino baða inna sem fyrst.

  Origi er náttúruleg bara langt fra þvi að vera nógu góður.

 24. Guð minn góður. Þetta lið gæti spilað í 800 mín í viðbót án þess að skora. Held að Klopp verður að finna aðra blöndu. Það er engin í þessu liði sem er nálægt því að geta skorað eða lagt upp mörk!

 25. Trausti.

  Þetta er augljóslega viljandi gert að gera þetta hægt. Þegar að Rodgers var með liðið þá skilaði Mignolet boltanum í leik strax, alltaf.

  Hugsum aðeins áður en við gagnrýnum.

  Annars vantar þetta einfaldlega betri framherja. Þeir eru varla að dekka Origi.

 26. Er Origi frændi George Weah eða eitthvað álíka???? Hann kæmist ekki í Cheltenham. Liverpool verður annars að hafa meiri pung en það að vera með einn framherja á heimavelli gegn Southampton.

 27. Anfield nánast dauður. Engin stemning. :(. Vonandi lifna áhorfendur og leikmenn við í seinni hálfleik.

 28. Við höfum ekki efni á því að hafa Origi frammi. Hann er bara ekki tilbúinn í þetta og raunar ekki nálægt því. Hann er duglegur, það vantar ekki, en móttakan hjá honum er alveg skelfileg og hann kemur sér ekki í góðar stöður sem sést á því að hann fær aldrei nein færi. Verðum að hafa betri mann þarna.

  Annars svosem enginn búinn að eiga neinn stjörnuleik.

 29. Já þetta er svo átakanlega lélegt framávið. Ætti ekki að koma á óvart þar sem þetta er nú versta sóknarlið í deildinni þannig við eru kannski bara að sýna okkar rétta andlit.

 30. Rosalega er þetta leiðinlegur leikur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 31. Það sést langar leiðir að Coutinho er ekki tilbúinn að vera aðal maðurinn í liðinu. Ef Sturridge, Benteke og/eða Firmino væru til taks, þá fengi Coutinho miklu meira pláss á boltanum og einhverja almennilega sendingamöguleika. Eins og þetta hefur verið undanfarna leiki, þá hafa mótherjar okkar einfaldlega dekkað hann útúr leikjum.

 32. Jákvæðnin í botni hér að venju ! Þetta er nú ekki svona vont. sOuthton eru með ágætt lið. Þetta hlýtur að skána? Ja maður spyr sig

 33. @Siggi #39

  “Þegar að Rodgers var með liðið þá skilaði Mignolet boltanum í leik strax, alltaf.”

  Ég vona að þetta sé kaldhæðni. Ég man ekki eftir einu tilviki þar sem Mignolet hefur komið boltanum fljótt í leik.

 34. Vá hvað það vandræðalega lítil sköpun í spilinu. Menn eru að berjast, það vantar ekkert upp á það, en það er bara nákvæmlega ekkert að gerast á síðasta þriðjungi vallarins.

  Nei, það er rétt, Klopp er enginn kraftaverkamaður, en hann verður fljótur að sjá að okkur sárlega vantar fleiri skapandi sókndjarfa miðjumenn. Milner, Lallana, Coutinho, Lucas og Can eru bara ekki að standa sig nægilega vel í þessu hlutverki. Origi er heldur ekkert að heilla mig neitt rosalega, en honum er vorkunn þar sem hann fær nákvæmlega ekkert að moða úr. Öll lið í Englandi vita nákvæmlega hvernig á að spila gegn okkur, þ.e. þétta vel mðjupakkann og vörnina og treysta á skyndisóknir. Þetta eru engin geimvísindi.

 35. Að horfa á Liverpool er ekki góð skemmtun. Því miður.

  Þarf alltaf að taka einhvern einn út úr þessu? Núna er það Origi sem er ekki nógu góður fyrir ykkur. Að mínu mati er Liverpool bara ekki að spila nógu vel sem lið þó að ég væri alveg til í að hafa Benteke eða Sturridge þarna frammi frekar en Origi.

  YNWA!

 36. Mér finnst þetta nú ekki alveg svona glatað eins og sumum hér á bilinu 30-38. En sammála því að gæðin fram á við eru mjög takmörkuð.

  Origi á ekkert erindi sóknarlega þó hann sé duglegur varnarlega. Rangar ákvarðanir, röng hlaup, of margar snertingar, of þung fyrsta snerting o.s.frv. Það sama má næstum segja um Milner. Can er ég ekki viss um. Hann lúkkar stundum vel en kemur takmarkað út úr því. Coutinho er bara hálfur maður ef senterinn eða miðjumennirnir hlaupa ekki á bak við og við sjáum það skýrt núna.

  Svo fannst mér draga ansi mikið úr orkunni á síðustu 10 mín fyrri hálfleiks, hef áhyggjur af því að mikil keyrsla, þrír leikir á 8 dögum og þunnur hópur fari að taka toll.

  En menn eru að reyna. Sakho, Moreno, Clyne, Lucas, Lallana eru allir betri undir Klopp en okkur vantar gæði framávið. Hins vegar gæti verið að það þyrfti ekki nema heila Sturridge, Benteke, Firminho og Henderson til að stökkbreyta liðinu. Maður má ekki gleyma að það vantar ansi mikið í þetta.

 37. Þurfum hraðari, sterkari og ákveðnari miðjumenn, shiturinn hvað maður gæti sofnað yfir þessari miðju, sjáið t.d leikmann eins og Mané, sterkur fljótur og alltaf hætta af honum!

 38. Vandamálið er augljóst, engin hætta af frammherja okkar sem er búin að vera með því slakkasta sem ég hef séð frammi hjá okkur og já ég er að telja Borinni með!!!

 39. Það sem pirrar mig sem sóknarmaður sjálfur og með gott marka record er að sjá hvernig soknarmaðurinn spilar. Boltinn er i vængnum og hann kemur að leikmanninum i stað þess að vera fyrir framan ramman. Benteke kemur inn núna i hálfleik og skorar

 40. væl er þetta liðið er allavegna að djöflast og er ekki drullu sama eins og of oft undir lokin með Rogers. Róm var ekki byggð á einum degi. Of einfalt að benda á allt sem er að. koma svo stuðningsmenn of áfram Liverpool

 41. Sá einhvers staðar viðtal við Klopp þar sem hann sagði að þetta tæki tíma og að á hans fyrsta tímabili með Dortmund hefði hann gert 15 jafntefli. Þannig að búið ykkur undir nokkur jafntefli í vetur 🙂 Þetta er nokkuð bitlaust en það er meira varið í spilið hjá liðinu núna heldur en hjá BR þó svo ég hafi alltaf verið BR maður fram að brottrekstri..

  I´m a believer… YNWA

 42. Same shitt – new manager
  Þvílík uppbygging á liði sem Klopp þarf að ráðast í – fullyrði að margt ruslið sem núna er inná kæmist ekki í lið Aston Villa

 43. Væri ekki hægt að skipta ut Clyne fyrir Firmino og Milner tekur bara kantinn.

 44. Elsku Sturridge minn hvað við þurfum á þér að halda í framlínuna ????

 45. Hraðinn kemur niður á liðinu okkar. Sé fyrir mér hvað allt gengi betur upp ef við værum með nokkra hraðari menn. Moreno búinn að vera nokkuð eitraður eingöngu vegna þess að hann þýtur áfram.

 46. Þetta lið er svo vonlaust að enginn þjálfari myndi ná topp 6 með því held ég. Get bara ekki skapað færi og ef svo ólíklega vill til að það gerist þá er ekki séns að einhver nái að klára það. Óþolandi að horfa uppá þetta

 47. Eina sem Milner vantar til að klára þessar sendingar er alvöru sóknarmaður og þarna höfum við hann. Koma svo og setja 1 í viðbót.

 48. En mikið djöfull hefur vörnin lagast. Hvernig í ósköpunum gat Rodgers ekki gert við hana?

 49. Aumingja Jurgen Klopp. Nú er hann eflaust að hugsa, hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í??!!

 50. Vá hvað þetta er auðvelt fyrir lið að jafna gegn þessu blessaða liði. Ef Liverpool skorar þá er það andstæðingurinn sem þarf að leggja aðeins meira á sig og þá kemur mark. Liverpool getur ekki klárað leiki það er bara vonlaust. Hellvítis djöfulsins anskotans drasl.

 51. Emre Can er alveg hræðilegur á köflum. Kann lítið að fara með boltann og klappar honum allt of mikið.

 52. Eru menn ekki ánægðir með að hafa Milner og Lucas saman á miðjunni. Ég veit að Klopp hefur vit á fótbolta og mun því fljótlega losa sig við Lucas.

 53. Djöfulsin andskotans tuð er hérna, mönnum varð að ósk sinni og féngu BR burt, nú taka menn óánægju sína á öllum leikmönnum LFC og vilja selja þá alla hvað er næst Klopp Out?

  Héldu menn virkilega að Klopp myndi koma þessu liði í toppbaráttu frá fyrsta leik.

Southampton á morgun

Liverpool – Southampton 1-1