Liverpool 1 Rubin Kazan 1

Okkar menn tóku á móti Rubin Kazan í þriðju umferð Evrópudeildarinnar í kvöld og niðurstaðan varð svekkjandi 1-1 jafnefli.

Klopp gerði aðeins eina breytingu á liðinu frá því um síðustu helgi, Allen kom inn fyrir Lucas:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Allen – Can
Milner – Lallana – Coutinho
Origi

Bekkur: Bogdan, Touré, Randall, Lucas (inn f. Allen), Ibe, Firmino (inn f. Origi), Benteke (inn f. Coutinho).

Þetta var fyrsti heimaleikur Liverpool undir stjórn Klopp og margir höfðu látið sig dreyma um alvöru flugeldasýningu svona í upphafi sambandsins en það var ljóst frá byrjun að gestirnir í Rubin Kazan höfðu ekki fengið þau skilaboð. Þeir voru sterkara liðið í upphafi leiks, virkuðu mjög skipulagðir og áttu auðvelt með að skapa sér pláss til að sækja á vörn heimamanna. Á 15. mínútu kom fyrsta markið þegar Devic fékk flotta sendingu yfir vörn Liverpool, tók boltann glæsilega niður í teignum og lagði hann í fjærhornið efst, óverjandi fyrir Mignolet. Vörn Liverpool leit ekkert vel út þarna, Clyne með lélega dekkningu og Skrtel ekki í línu sem gerði Devic réttstæðan og enn er vörnin okkar að blæða ódýrum mörkum.

Gestirnir voru í raun klaufar að bæta ekki við forskotið; Mignolet hafði varið einu sinni frábærlega áður en þeir komust yfir og þeir fengu tvö eða þrjú mjög góð færi í viðbót eftir markið. Liverpool var meira með boltann en skorti broddinn til að opna þétta vörn gestanna.

Á 36. mínútu kom vendipunktur þegar Kuzmin, fyrirliði Rússanna, fékk sitt annað gula spjald fyrir heimskulegt brot á Emre Can. Coutinho tók aukaspyrnuna frá hægri og inná teiginn þar sem Origi skallaði niður í teiginn og Can sjálfur kláraði boltann í netið. 1-1 var staðan í hálfleik.

Seinni hálfleikur var síðan einstefna, okkar menn mikið meira með boltann og sköpuðu sér endalaust af góðum vallarstöðum án þess að ná endilega að breyta þeim í færi. Þegar hálftími var eftir kom Benteke inná og Firmino svo kortéri síðar og með innkomu þeirra kom loks alvöru broddur í sóknina. Benteke skaut í stöng og mér fannst á tímabili eins og allir miðju- og sóknarmenn Liverpool hefðu fengið dauðafæri á síðasta hálftímanum en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því mjög svekkjandi.

Staðan í riðlinum: Þau tíðindi áttu sér stað í hinum leiknum að Sion vann 1-0 útisigur í Bordeaux og eru því að stinga af í þessum riðli, langefstir með 7 stig. Okkar menn eru í öðru sæti með 3 stig á meðan Bordeaux og Rubin Kazan eru með 2 stig. Það er því allt enn galopið fyrir okkar menn en nú þarf að stíga heldur betur upp, næstu tveir leikir eru úti gegn Rubin Kazan og heima gegn Bordeaux og þar verður liðið að ná meiru en jafnteflum til að komast upp úr þessum riðli.

Maður leiksins: Það var margt jákvætt í leik liðsins í kvöld og margt neikvætt líka. Vörnin er enn að gefa ódýr mörk og liðið er ákaflega bitlaust fram á við með þá Sturridge, Benteke og Firmino utan vallar og tvítugan strák fremstan í flokki. Hins vegar er hápressan að virka vel og ég er hrifinn af spilamennsku liðsins í fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Klopp. Innkoma Benteke og Firmino í kvöld, og væntanleg endurkoma Sturridge í næsta leik, eykur talsvert á bjartsýnina.

Í kvöld fannst mér tveir menn bestir í annars jöfnu liði. Emre Can var mjög góður í fyrri hálfleik en dalaði aðeins í þeim seinni á meðan mest allt sem liðið skapaði virtist fara í gegnum Adam Lallana. Ég ætla því að velja Lallana mann leiksins, hann hefur hrifið mig í fyrstu tveimur leikjum Klopp og er að stíga vel upp. Hann kláraði ekki frammistöðuna með marki í kvöld eins og í fyrstu tveimur Evrópuleikjum haustsins en var engu að síður okkar besti maður.

Næst er það svo Southampton í deild á sunnudag, aftur á Anfield og fjandinn hafi það ef við sjáum ekki fyrsta sigurinn detta í þeim leik.

YNWA

45 Comments

 1. Þetta var virkilega lélegt, einum fleiri í 57 mín og á heimavelli.
  En Benteke og Firmino eru komnir til baka og það ætti að auka sóknarþunga liðsins í næstu leikjum.

 2. Kloppinn veit að það býður hans mikil vinna með Liverpool-liðið eftir þennan ömurlega leik. En áfram Liverpool!!!!!!!!!

 3. Það er mikið verk framundan hjá klopp.
  Mér fannst þessi leikur spennandi en úrslitin klár vonbrigði.
  30 goal attempts ? sæll

 4. sorglegt jafntefli ! can maður leiksins nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa skitu

 5. frekar slappur leikur, óþarfir að gefa þeim mark.
  menn algjörlega ryðgaðir sem eiga að vera fyrir framan markið. kemur vonandi bráðum hjá meistara Klopp. og takk fyrir linkinn áðan snilld 🙂

 6. Hefði verið frábært að vinna þennan leik EN ÉG TRÚI! Þetta er allt á réttri leið og Klopp er að byggja upp lið sitt með sínum áherslum. Er mjög ánægður með vinnsluna í liðinu okkar og það er örugglega martröð að spila á móti svona hápressu.

 7. úfff……. aumingja Klopp, er að taka við liði sem er rúið öllu stjálfstrausti. Þetta verður aldeilis brekka. Skortur á gæðum öskrar á mann. Allt of mikið af meðaljónum þarna inná vellinum.

  Getur einhver sagt mér hvað kom fyrir Coutinho? Allen verður sennilega aldrei aftur í byrjunarliði Liverpool. Ég nenni svo ekki að ræða þessa sóknarmenn okkar.

  Að geta ekki brotið aftur þetta lið manni fleiri, lið sem er í fallbaráttu í rússnesku deildinni. Hvað er hægt að segja??

  Þetta verður langt og erfitt tímabil, það er alveg ljóst. Og já, við þurfum að sýna Klopp þolinmæði. Hann á mikið og erfitt verkefni framundan og það mun taka hann meira en eitt tímabil að snúa gengi Liverpool við.

 8. Klopp nú þegar búinn að fagna oftar mörkum en Benitez gerði á 6 árum.

 9. Augljós batamerki á liðinu en það getur ekki talist gott að ná jafntefli gegn 10 manna liði í fallbaráttu í Rússlandi.

  Það hlítur að vera einstaklega auðvelt að mæta Liverpool í dag. Ef þú setur alla aftan við boltann þá skorum við ekki, sköpum jafnvel ekki færi og svo sjáum við vanalega um að skapa svona 2-5 færi fyrir hitt liðið.

  Getur einhver tekið saman hvað við höfum fengið mörg horn á tímabilinu? Við gætum allt eins verið að fá innköst á okkar vallarhelming, við hornfánan.

  Þetta er svo aumt að mér finnst vont að horfa á þetta.
  1. Sion: 7
  2. LFC: 3
  3. RK: 2
  4. B: 2

  Hefðum akkurat þurft svona 6-0 battering í þessum leik en Anfield mun áfram þaga úr þessu, svartsýnin er orðin það sterk.

  Jæja, Soton heima verður að vinnast og helst nokkuð sannfærandi. Allt tal um 4. sæti, sigur í EL og hvað manu er lélegt er vinsamlegast afþakkað.

 10. Sælir félagar

  Þetta fór ekki eins og til var stofnað því miður. Þrátt fyrir gífurlega ákefð og 25 – 30 skot að markinu var einhvernveginn eins og liðið gæti ekki skorað. Einhvernveginn dæmt að úrslitamarkið kæmi ekki. menn reyndu vistöðulaust en 10 RK menn stóðu allt af sér og skiluðu stigi heim sem aldrei átti að vera.

  Skortur á mönnum sem geta skorað er að verða æpandi. Á að selja Sturridge í brotajárn eða hafa á launum með kalda bakstra alltaf á nýjum og nýjum stöðum, Hvað veit ég en hann nýtist okkur jafnvel á varahlutalager eins og á sjúkralista sem er að verða talinn í misserum en ekki mánuðum.

  Sem sagt; niðurstaðan er vonbrigði og þótt Klopp virðist hafa blásið mönnum baráttuanda í brjóst er getan sú sama og í tíð BR. Það bentu margir á þessa staðreynd eins og til dæmis Maggi en við bjartsýnismennirnir trúðum öðru. Ég hefi ákveðið að halda áfram að trúa og við sjáum svi til hvernig fer. Þetta var aðeins annar leikurinn undir Klopp og góðir hlutir gerast hægt.

  Það er nú þannig

  YNWA

 11. Andrúmsloftið frábært. Gjörsamlega ÁTTU leikinn eftir rauða spjaldið, en vantaði gæðin fremst.

  Fáar frambærilegar fyrirgjafir, hornspyrnur þar með taldar. Af ca 15 hornspyrnum enduðu um 3-4 á hættulegu svæði. Meirihlutinn fór beint á kollinn á fyrsta varnarmanni. Munaði mikið um þetta.

  Lallana og Can voru virkilega góðir í kvöld og ég hlakka til að fá að sjá hvað Firmino virkilega getur. Höfum jú séð harla lítið af honum. Sakho var líka virkilega góður og svolítið kómískt (en áhugavert) að sjá Skrtel spila í uppleggi þar sem er varist 15-20 metrum inni á vallarhelmingi andstæðinganna.

  Gestirnir börðust frábærlega og annar miðvörðurinn þeirra var magnaður í kvöld. Verðskulduðu að mínu mati jafnteflið. Liverpool átti samt að sjálfsögðu að vinna leikinn, en tókst því miður ekki að finna netmöskvana nema einu sinni.

 12. Langt síðan maður öskraði á sjónvarpið og lifði sig inn í leikinn. Enn okkur vantar sárlega heimsklassa leikmenn í þetta lið.

 13. Eg vill ad thad skrad her med ad Hlynur Snorrason hafi startad KloppOut vagninum #KloppOUT

 14. Hlynur #15

  Ef þetta á að vera fyndið mistókst það hjá þér. Ef þú ert að heimta að fá Klopp út þá ættirðu að byrja að halda með Manchester City.

 15. Jæja…

  Langar að byrja á því að segja að auðvitað er maður fullur af þolinmæði fyrir nýjum stjóra. Hef tröllatrú á Klopp og hann verður ekki dæmdur fyrr en eftir amk þrjú ár.

  Hinsvegar, þá er 1-1 jafntefli, á móti Rubin Kazan, á heimavelli, manni fleiri í 60 mínútur, alveg hræðilega lélegt.

  En en… Margt jákvætt í gangi, þó sömu vandamál séu ennþá til staðar – sem er þó ekkert skrítið þar liðið samanstendur ennþá af sömu mönnum sem voru keyptir og mótaðir af Brendan Rodgers.

  Þetta staðfestir bara enn frekar, hvað FSG með Rodgers í broddi fylkingar, eru búnir að skíta á sig í leikmannakaupum síðustu ára – og að það er mikið verk sem bíður Jurgen Klopp hjá Liverpool.

  En við skulum bera höfuðið hátt, því nú eru nýir tímar með nýjum og flottum stjóra sem nær vonandi að lokka til sín gæðaleikmenn, fulla af hæfileikum og sigurvegara – og vonandi verða þá FSG tilbúnir að taka upp veskið.

  Fyrsti sigur Klopp með okkar ástkæra lið mun svo koma núna á sunnudaginn þegar við vinnum Southampton á Anfield.

  Stöndum saman og höfum trú á verkefninu, það er bara rétt að byrja!

  Áfram Liverpool!

 16. Hlynur ég veit að þetta er djók en fokkaðu þér!

  Gef Jurgen þessa leiktíð skuldlaust. Tekur við handónýtu liði með mölbrotið sjálfstraust, Við erum ekki að fara að sjá Glimmer á þremur dögum eða viku. Hlakka til að sjá manninn með liðið næstu leiktíð búinn að koma alvöru skipulagi og leikstíl á þetta, og jafnvel kaupa einn eða tvo menn.

  Eins og Jurgen er búinn að segja sjálfur LFC er eitt mest krefjandi verkefni í ensku deildinni í dag eða bara ekki í heiminum. Lið með stórkostlega sögu sem alltaf verður eldri og fornfrægari með hverju árinu. Með óþolinmóðustu stuðningsmenn í heimi(þar með ég meðtalinn) Öldugang seinustu ára með eigendaskipti á klúbbnum og tíð þjálfaraskipti.

  Bottom line…. Góðir hlutir gerast hægt og þeir gerast ekki á einni viku. Maðurinn er rétt að ákveða hverjir verða byrjunarliðsmenn og hverjir ekki. Ég er sallarólegur sérstaklega þegar klúbburinn er loksins kominn aftur í hendurnar á Heimsklassaþjálfara með stóru H-i.

 17. Ég er nú ekki sammála að mótherjarnir hafi verið betri. Þeir sköpuðu 2 færi í fyrri hálfleik og skoruðu úr öðru þeirra. Hljótum að hafa verið að horfa á sitthvoran leikinn.

 18. reality check hjá Klopp. Miðlungslið, og við spiluðum eins og 11 einstaklingar, ekki lið. Mikið af mislukkuðum sendingum, hægur leikur, mikið af þversendingum, hægir fram á við.

  Einum fleiri í ca 55 mínútur, á heimavelli, gegn Rubin Kasan, lélegt. Origi getur bara ekki haldið bolta, þó svo hann væri einn á vellinum. Slappur leikmaður, Benteke vill ég enn gefa sjéns því hann er að koma úr meiðslum, en hann hefur samt ekki hrifið mig.

  Mikil næturvinna framundan hjá KLOPP og hans aðstoðarmönnum. Allen er bara 15 númerum of lítill fyrir LFC. Selja hann til Aston Villa þegar BR tekur við þeim. Ég sé allavega 4-5 leikmenn fara frá okkur í janúar, og ég vill fá gæða Þjóðverja til okkar eftir áramót.

  Áfram Klopp ! ! !

 19. Mér þótti frábært að sjá baráttuna í liðinu.

  Síðustu misseri hefur maður oft spáð í því af hverju menn leggja ekki harðar að sér fyrr í leikjum, oft bara keyrt á fullu síðustu 10 mínúturnar til að ná fram sigri og oftar en ekki er það of seint þá. Nú fannst mér liðið spila allan leikinn eins liðið væri undir og það væru bara 10 mínútur eftir. Það að fá liðið tli að berjast svona vel, hreyfa sig þetta mikið er fyrsta skrefið í að stórbæta liðið.

  Það eru bjartir tímar framundan.

 20. Kristján Eldjárn hér. Mér gæti ekki verið meira sama um þessa ömurlegu keppni. Fínt væri ef liðið dytti út strax í riðlakeppni og gæti þá einbeitt sér að því að skáka United svínunum um keppnina um 4.sætið.

  Skrtel þarf alvarlega á hvíld að halda, hann er orðinn á við bólugrafinn akkilesarhæl fyrir þetta lið.

  Væri svo líka til í ferðast aftur um rúmt ár í tíma og kaupa Martial í stað Origi.

  Liverpool til sigurs, ávallt. #KloppDoubt

 21. Skil ekki okkar hornspyrnatökur?
  En einsog maðurinn sagði; Róm var ekki byggð á hverjum degi;

 22. Pirrandi jafntefli og ekki nógu góð spilamennska. Finnst liðið virkilega sakna Jordan Henderson hann er bæði leiðtogi liðsins og einn mest skapandi leikmaður liðsins held að þetta lið muni ekki smella fyrir hann kemur til baka

 23. Þetta var nauðsynlegt reality check. Það verða brekkur áfram.
  Þetta var svo hægt að það er ekki hægt.
  Klopp er klárlega farinn að horfa eftir hraða til að kaupa í janúar.

  Skelfilega var nú Milner slappur og að menn geti ekki stungið sér upp vænginn framhjá hægum bakvörðum er verulega slappt.

  Kannski var Milner að mótmæla stöðunni sinni en ég held að hann fari fljótlega að detta á bekkinn frekar en að færast meira inn á miðju.

  Helgin verður betri og Studge kemur vonandi inn.
  YNWA

 24. Mér finnst persónulega hluti af vandamálinu vera það hve lítil sóknarhætta er af miðjunni. Lucas, Allen, Can og Milner, enginn þessara er að raða inn mörkunum. Jújú, eitt og eitt dettur inn: Lucas með mark síðast fyrir 6 árum síðan, Allen með eitt í fyrra og annað í hitteðfyrra, Can og Milner vissulega búnir að setja eitt hvor núna í haust. En þetta er ekki þessi stöðuga ógn sem þarf að koma frá mönnum. Henderson var/er sýnu skárri en þetta, og er þó engin markamaskína.

  Ég gæti alveg trúað því að þetta verði eitt af því sem Klopp reyni að díla við í næstu gluggum, svona ásamt því að fá nýjan miðvörð og bakvörð.

  En já, úrslitin koma þannig séð ekkert á óvart miðað við síðustu leiki. Ég sé nákvæmlega enga ástæðu til að spá því að liðið skori meira en mark í leik á næstunni, en vona auðvitað að það fari að gerast oftar.

 25. 26 sept var síðast sigurleikur Liverpool FC. Næsti leikur er 25 okt.

 26. Sælir félagar

  Ég tel enga ástæðu til að taka einstaka leikmenn í gegn eftir þennan leik. Allir eru að venjast nýju uppleggi og allir lögðu sig fram eftir getu að mér fannst. Sumir ryðgaðir eftir meiðslahlé en aðrir ef til vill ekki betri en svo að þeir verða ef til vill ekki framtíðar menn hjá félaginu.

  Ég verð þó að segja að ég er dálítið undrandi á Origi. Móttaka og fyrsta snerting á bolta er verulega slök hjá honum því miður. Hann hefur auðvitað lítið spilað en samt . . . Nei ég veit það ekki – vonandi kemur þetta hjá stráknum og liðinu þegar fram í sækir. Ég held að við getum ekki vonast eftir miklum breytingum á leik liðsins og Klopp minnist á að sjálfstraustið sé ekki mikið. Við sjáum til.

  Það er nú þannig

  YNWA

 27. Reality check fyrir ansi marga Liverpool stuðningsmenn að koma sér niður á jörðina og hætta þessu hype með Klopp made for Liverpool kjaftæði og bulli.

  Tíminn einn mun leiða í ljós hvernig Klopp mun ganga á Anfield og eitt er víst að Klopp mun alltaf þurfa tíma og með nýjum þjálfara koma nýjar áherslur og hræringar í leikmannahóp.
  Leikmenn Liverpool í dag eru keyptir af BR og Klopp mun taka til í þessum hóp til að byggja upp sitt lið.

  Nú þarf að sýna þolinmæði en og aftur og ef þú hefur ekki eigendur sem eiga olíulindir til að stytta þér leið að árangri þá tekur uppbygging lengri tíma.

  Það er ekkert smá prógram framundan af leikjum sem innihalda meðal annars útileiki gegn Man $ity og $helsea og Klopp á eftir að finna fyrir því hversu mikið leikjaálagið er á Englandi og ekkert vetrarfrí einsog er í Þýskalandi.

  Það sem ég er að segja og maður sér á Liverpool liðinu í kvöld að Klopp er enginn kraftaverkamaður hann mun þurfa tíma og við stuðningsmenn verðum að hafa þolinmæði á meðan hann finnur sitt sterkasta lið í núverandi leikmannahóp og byggir ofaná það með leikmönnum sem hann mun fjárfesta í ????

  YNWA

 28. Sammála Daníel. Liverpool var með Alonso Mascherano og Gerrard 2009. Gerrard fór í sumar. Í staðinn fengum við Joe Allen, Lucas og hvað?? Það hefur blasað við mjög lengi að það vantar alvöru miðjumenn hjá Liverpool. Það eru léttir og liprir menn sem eiga spretti inn á milli (Lallana, Henderson, Coutinho og nú Can) en þeir eru ljósárum frá þessum 3 hér að ofan. Væri til í að sjá 2-3 leikmenn fara í janúar (Allen, Enrique, Balotelli seldur) og kaupa 1-2 alvöru miðjumenn sem hafa kraft, mörk og sköpun í sér. Vil þó fá að sjá Liverpool með Henderson, Firmino, Benteke og Sturridge inni. Það hlýtur að liðkast sóknarleikurinn…

 29. Makalaust helvitis helviti að stilla upp sama liði og skeit a sig fyrir nokkrum dogum. Er Klopp að glutra niður tækifærinu sem hann hafði til að kpma a ovart og vinna 1-2 leiki?

 30. Við skulum samt átta okkur á því að Can fékk varla tækifæri á miðjunni á meðan Rodgers var við völd svo það má ekki alveg dæma markaleysi hans á því að hann geti það ekki.
  Hann hefur spilað oftar sem bakvörður eða center.

  Can var klárlega maður leiksins allann daginn. Flottar tæklingar út um allt, mark og mark skot og mögnuð pressa.

 31. Þrátt fyrir úrslitin er ég mjög ángægður með liðið og uppleggið. Menn virðast skilja hvers er ætlast til af þeim og það skilaði sér í því að við unnum bolta eftir bolta eftir bolta. Frábært vinnuframlag hjá okkar mönnum og verður enn meira þegar menn ná að byggja upp meira þrek en það er greinilegt að formið var og er ekki nógu gott.

  En það er rosalegur munur að horfa á liðið berjast og senda FRAMÁVIÐ en ekki alltaf til baka. Menn eru að hlaupa í eyður og bjóða sig. Mér er “næstum” sama um úrslitin á þessum tímapunkti bara ef ég sé einmitt þessar breytingar.

  Það vantar gríðarlega mikið í sóknarleik liðsins þegar sturridge, benteke og Firmino eru ekki með og skulum við alveg anda með nefinu. Þeir eru að detta í hús. Eins verður gjörsamlega sturlað að sjá Hendo í þessari pressu. Þá endar Milner á bekknum vonandi.

  Ég er kannski á einhverjum lyfjum en ég sé gríðarlegan mun á liðinu og á meðan menn eru að berjast svona hressilega saman þá er ég sáttur. Hitt kemur hægt og bítandi.

  Eru menn búnir að gleyma Stoke og Aston villa leikjunum þar sem baráttan var gleðin var núll.

 32. Hey! Liðið er ósigrað í síðustu átta leikjum!

  (En hefur reyndar bara unnið einn þeirra í venjulegum leiktíma, sem er þó algert aukaatriði.)

 33. Það sem mér finnst verst er að við vorum að spila nákvæmlega eins og þegar Rodgers var með liðið. fullt af miðjumönnum sem gætu ekki skorað (eða hitt á markið(nema þá beint á markmanninn)) þótt lífið lægi við.
  Það var lagt upp með það, sem að við stuðningsmenn erum búin að fá nóg af og er full reynt hjá LFC með þennan hóp. EKKI SPILA MEÐ 1 MANN FRAMMI!!
  Með fullri virðingu fyrir Klopp, sem er 10þúsun sinnum gáfaðari en ég þegar kemur að fótbolta, hefur hann ekki horft á neina leiki hjá þessu liði síðustu mánuði?, enginn sagt honum neitt og allment ekki frétt neitt um liðið. Hann spilaði nákvæmlega sama liði og Rodgers hefi gert, með sömu taktík(fyrir utan smávægilega breytingu á pressu án bolta) og með sama árangri!
  Þið fyrirgefið mér það kannski ekki, en ég verð einfaldlega ekki hoppandi ánægður með nöfn á blaði, hvorki leikmanna né þjálfara. Þetta snýst um að ná árangri og hingaða til er Klopp að feila í taktík (ég veit að það eru bara komnir 2 leikir)og vonandi áttar hann sig fljótt á því að það er ekki hægt að “sjarmera” sig í gegnum ensku deildina.

 34. Djöfull langar mig í Hummels við hlið Sakho. Janúarglugginn verður merkilegur.

 35. Er Klopp samt ekkert að grínast með Milner, heldur Milner ástin áfram? pínlegt að vera horfa upp á föst leikatriði með hann standandi yfir boltanum!!

 36. Martin Skrtel er einfaldlega of lélegur leikmaður til að vera lykilmaður í LFC. Þurfum nauðsynlega að fá einhvern betri við hlið Sakho.

 37. Væri til í að prufa þettabyrjunarlið á móti Southamton

  Mignolet

  Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno
  —-Milner – Lukas

  -Firmino ————–Lallana –
  Sturridge- —-Benteke

  Mér finnst Coutinho hafa verið slakur í undanförnum leikjum og það megi setja hann á bekkinn og sjá hvort það gefi honum ekki þetta nauðsynlega búst til þess að fara að blómtra aftur. Firmino – er vinnusamur en ekki enn þá farinn að funkera og kannski kærkomið að gefa honum tækifæri í þeim leik til að sanna sig. Lallana var besti maðurinn í þessum leik og því ekkert nema sjálfsagt að hann spili gegn sínum gömlu samherjum.

  Ég er sammála því að Klopp hefur ekki enn þá sýnt neitt sem sannar að hann er betri stjóri heldur en Rodgers, en er að sjálfsögðu til búinn að gefa honum þetta tímabil og jafnvel það næsta til að sanna sig.

  Kannski var Rodgers ekkert svo slæmur stjóri eftir allt saman. Eins og ég reyndar vissi alltaf. Gagnrínin í hans garð var bæði óvæginn og óréttlát.

  Hitt er að ég hef fulla trú á Klopp og held að hann hafi getu til þess að fylla upp í veikleika liðsins með gæðum. Hann þarf bara tíma til að sjá leikmenn spila og finna út besta liðið. Það gæti tekið tvo til þrjá mánuði. Ef hann er raunverulega góður stjóri finnur hann veikleika liðsins og leiðir til að bæta þá upp.

 38. Jæja gat horft á leikinn eftirá og ég fannst okkar menn vera algjörir klaufar að vinna ekki leikinn miðað við færinn. Couthino þarf fara æfa þessi skot tækni sina því skotinn á móti Rubin voru hrikaleg léleg. Það á við fleiri því við reyndum of mörg langskot i staðinn hafa þetta aðeins fjölbreyttara og reyna finna Origi oftar.
  Ég fannst við spilla ágætisvörn og markið sem Rubin skoraði var flott því sendinginn var frábær og maðurinn sem skorðaði gerði allt rétt. Ég á erfitt með kenna Clyne um þetta því þetta var bara vel gert hjá Rubin mönnum.
  Ég vill sá ákveðnar breytingar gegn Southampton og vill sá sókndjarfari lið. Ég vill sá Klopp fara í 4-1-3-2 kerfi sem hann hefur notað áður hjá Dortmund. Ég vill sá tvö framherja gegn Saints því þessi langskot eru ekki allveg virka og eru bara eyðsla á færum við getum ekki nýtt þau betur en þetta.

 39. Er einhvers staðar hægt að sjá stigasöfnun liðsins undanfarin tímabil með vs án Henderson?

 40. Hvað er að frétta !!!! Gæjinn búinn að vera við stjórnvölinn í 10 daga og er rétt að kynnast þeim leikmönnum sem að hann hefur til ráðstöfunar, fólk strax farið að væla yfir liðsvali og taktík. Einn frammi, tveir frammi, af hverju hann stilli upp nánast sama liði og gegn Tottenham, hann hafi ekki sýnt neitt hingað til sem að fær menn til að trúa á framfarir undir hans stjórn hann sé beisikklí bara nýr Brendan með derhúfu. Lítið yfir meiðslalistann og reynið að gera ykkur grein fyrir hvaða kostir eru raunverulegir fyrir hann í vali á byrjunarliði og hverjir ekki og í guðanna bænum gefið manninum smá tíma og hættið þessu endalausa væli.

 41. Hann er ekki einu sinni með derhúfu á hliðarlínunni hjá okkur, ekki ennþá amk. Kemur kannski í rigningarleikjunum.

  Ég sé mikinn mun á leikjunum tveimur undir stjórn Klopps og þetta er í réttu áttina. Það sem ég held að muni gera gæfumuninn þegar tíminn líður er að Klopp er með menn með sér sem hann þekkir, treystir og eru hæfir ásamt með reynslu. BR var alltof mikill einvaldur og hafði með sér frekar óreynda menn og ekki hjálpaði það til að skipta svona ört út fólki.

  Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir leikjum liðsins okkar síðan við áttum þetta frábæra run okkar 2013/2014 og ég hef fulla trú á því að við munum hrökkva í gang enda hefur LFC verið að spila langt undir getu á þessu tímabili.

Liðið gegn Rubin Kazan

CSS aðstoð