Coutinho, væntingar og hlutverk

Undanfarnar vikur hafa frammistöður Liverpool liðsins í heild sem og ákveðinna leikmanna fengið að sæta mikla gagnrýni. Held að fæstir geti verið ósammála því. Jafnvel þó frammistaða liðsins í síðasta deildarleik, þeim fyrsta undir stjórn Jurgen Klopp, hafi skánað töluvert miðað við síðustu leiki fram að því þá hafa ákveðnar gagnrýnisraddir heyrst á spjallborðum, kaffistofum og samfélagsmiðlum.

Ein sú sem vakið hefur mesta athygli hjá mér og á eflaust vel rétt á sér er gagnrýni á Philippe Coutinho. Þessi léttleikandi og bráðskemmtilegi Brassi hefur þótt nokkuð daufur undanfarið eftir að hann byrjaði leiktíðina af miklum krafti. Það þykir hafa dregið af honum og hann verið nokkuð slakur í annars líka mjög bragðdaufu Liverpool liði.

Það er rétt. Hann hefur verið frekar daufur heilt yfir og hefur ekki alveg náð að hrista af sér óstöðugleika sem hefur fylgt honum í gegnum tíðina. Ég fór svolítið að spá, hvers erum við að ætlast til af honum og er það kannski aðeins of mikið?

Coutinho er ekki nema rétt nýorðinn 23 ára gamall sem er nú ekki hár aldur í boltanum svo að hann sé enn að vinna inn stöðugleika í sinn leik er alls ekki óeðlilegt – og sérstaklega í liði sem hefur gengið illa að ná slíku í sinn leik.

Hvað vill Liverpool að Coutinho sé, hvað viljum við stuðningsmenn að hann sé og hvað ætli hann í raun og veru sé?

„Tía”, vinstri vængur, miðja, „fölsk nía” eru meðal þeirra hlutverka sem Coutinho hefur þurft að leysa hjá Liverpool og átt sín augnablik í þeim öllum en stóra spurningin er hvert ætti hans helsta hlutverk að vera? Það er kannski afar erfitt og ósanngjarnt að krefjast þess að ungur leikmaður nái stöðugleika í sinn leik þegar hann skiptir um stöður og hlutverk jafn oft og hann hefur verið að gera. Hann er kannski eitt af mörgum dæmum sem við getum fundið varðandi „fórnarlömb fjölhæfni sinnar” hjá Liverpool.

Þegar uppi er staðið þá hefur Coutinho nær allt í sínum leik. Hann getur unnið boltann, hann getur elt hann, snúið á litlum punkti, skapað pláss, spilað bolta, tekið menn á og skorað mörk. Hann í raun og veru hefur þetta allt. Hvar ætti hann þá helst að geta nýst liðinu sem best?

Brendan Rodgers, þrátt fyrir að hafa kannski átt sín vafasömu comment í gegnum tíðina, hitti naglann á höfiðið að mínu mati. Coutinho er líklega ekki „tían” sem við höfum oft haldið að hann sé. Hann kannski skortir eitthvað sem hin fullkomna „tía” þarf að hafa – ef hún er þá til og að mínu mati henta hans hæfileikar ekki eins mikið þar og annars staðar.

“If you look at that type of player he is, you look at Modric,” the Reds boss said. “He doesn’t have a big goalscoring record, but he is a world-class player, a continuity player. He can make passes and put the ball in behind and he gets the odd goal from outside the box. He is a top-class player who can create the game who is so important in opening up doors for the team.

Toni Kroos is another of that type; a wonderful footballer and great passer. They maybe don’t get as many goals for what their technique is, but their role is to sit behind the ball and create goals for others. Their role is not to score 20 a season. Phil’s numbers will improve, but it is not the be all and end all if he doesn’t get 20 a season.”

Þarna! Coutinho er ekki og á ekki að vera okkar helsta ógn á markið. Hann á ekki að vera endapunktur sóknarleiksins. Hann á að stjórna spilinu, hann á að búa til plássið, opna leikinn og koma öðrum í færin. Hans bestu frammistöður hjá Liverpool hafa að mínu mati komið flestar þegar hann spilaði sem miðjumaður í tígulkerfinu fyrir tveimur árum þar sem hann gat fengið boltann neðarlega á vellinum, pressað upp, snúið og haft allan völlinn fyrir framan sig – og lykilpunkturinn, hann hafði þrjá leikmenn ofar en hann á vellinum.

Að mínu mati á Coutinho ekki að vera hluti af sóknarþríeyki Liverpool eða með fremstu mönnum þess, nei. Ég vil sjá hann á boltanum, sjá hann neðar og fleiri skrokka fyrir framan hann. Við sáum í leiknum gegn Spurs að hann getur nýst afar vel í hápressu leikstíl Klopp, hann gæti orðið og í raun er einn mikilvægasti leikmaður liðsins en hann gæti orðið svo mikið betri og enn mikilvægari í rétta hlutverkinu.

Fólk getur veirð duglegt við að bera saman Dortmund undir stjórn Klopp og reyna að spegla það yfir á leikmenn Liverpool. Coutinho er ekki Götze, hann er ekki Reus. Hann er ekki „sóknarmaður” í liðinu, hann er Kagawa ef eitthvað er. Gífurlega mikilvægur hlekkur í þessu skipulagi og ábyrgur fyrir því að búa til hlaupin og plássin fyrir þá sem eiga að koma með mörkin – okkar Götze-ar, Lewandowski-ar eða Reus-ar. Coutinho á að vera skaparinn, hann á að vera heilinn á bakvið aðgerðir Liverpool og Origi, Benteke, Sturridge, Firmino og félagar eiga að sjá um að koma flestum boltum í netið.

Klopp byrjaði á að nota Coutinho úti vinstra meginn sem nokkurs konar „sameiginleg tía” með Adam Lallana og þá hluti af þessu sem kalla mætti „þrír fremstu”, Lallana er kannski nokkuð svipaður Coutinho að því leiti að hann ætti líka að vera með fleiri fyrir framan sig heldur en sem einn fremsti maður. Það verður afar fróðlegt að sjá hvernig Klopp hyggst nota hann, persónulega myndi ég vilja sjá hann aðeins dýpra með þá kannski tvo til þrjá af Firmino, Benteke, Sturridge og Origi fyrir framan sig en sjáum til. Ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann mun þróast undir stjórn Klopp og hvort hann muni ná stöðugleika sem „sóknarmaður”.

14 Comments

  1. flottur pistill og er sammála öllu sem þar er sagt…
    Myndi vilja sjá
    Hendo Emre
    Coutinho
    Firmino Lallana/Sturridge
    Benteke/Sturridge/Origi

    En hvernar kemur annars næsta podcast?? 😉

  2. fátt við þennan pistil að bæta.
    hlakka til að sjá hvernig hann stillir upp með alla heila og í formi..

    hvenar er annars podcast ?

  3. Sammála þessu, coutinho á að vera á miðjunni með þessa frjálsu playmaker rullu.. ef að spilaður er demantur er hann flottur með 2 fyrir aftan sig og 3 fyrir framan sem sækja eins og virkaði svo vel 13-14 tímabilið. Ef að spilað er 4-2-3-1 finnst mér að hann eigi að vera fyrir framan þessa 2 á miðjunni að taka úrslitasendingar inn fyrir og út á vænginga.. mér finnst eins og hæfileikum hans sé bara illa sóað þegar honum er spilað út á kanti, eins þykir mér hann ekki hafa þennan sprengikraft og styrk sem að maður vill sjá alvöru vængmenn hafa sem að spila í 4-2-3-1 kerfinu, vissulega getur hann leyst fleiri hlutverk en vona innilega að klopp nái að gera hann að regular í einhvers konar playmaker rullu, sama hvaða leikkerfi sem hann kemur svo til með að nota !

  4. Mér finnst þetta líka vera pínu vandamálið sem skapaðist hjá Rodgers. Við vorum með marga sóknarþenkjandi leikmenn en þetta voru margir hverjir leikmenn sem vilja vera á boltanum og með menn fyrir framan sig. Þegar Sturridge er ekki með þá lokast algjörlega þessi ógn að fá boltann inn fyrir vörnina og teygja á andstæðingnum. Þegar þú ert með Lallana, Coutinho, Firmino, Henderson, Milner alla inná þá eru voða fáir leikmenn eftir sem eru að bjóða uppá öðruvísi möguleika og hlaup því þeir vilja allir vera á boltanum og koma að ná í hann. Tala nú ekki um varnarsinnuðu miðjumennina fyrir aftan þá, Lucas, Can og Allen. Sérstaklega vandamál eftir að Sterling fór og því skil ég ekki afhverju Markovic var lánaður í burtu því hann hefur hraðan til að hlaupa í auð svæði bakvið varnirnar.

  5. Ég vill einmitt sjá Coutinho í áttunni. Sé samt ekki alveg það hlutverk vera til fyrir hann hjá Klopp ef hann spilar 4231. Við þyrftum að spila tígulmiðju en ég held að Klopp spili bara með einn striker. Sérstaklega núna þegar Ings er meiddur. Held að það væri gaman að sjá hann svona smá vinstri meginn en samt að droppa djúpt til að sækja boltann og byggja upp spil. Firmino í holunni og vonandi finnur Markovic sig hjá Klopp. Hef mikla trú á honum. Hann er virkilega snöggur leikmaður og held að Klopp geta gert eitthvað með hann!

    YNWA

  6. Ég ber mikla virðingu fyrir L.V.Gaal. Eftir að hafa lesið bók um hann er ég sannfærður um að hann sé svona ,,no nonsense” gaur sem nær árangri á flestum þeim stöðum sem hann er.
    Það þarf lika að hafa aga á þessum moldríku ungu atvinnumönnum sem halda að þeir séu hálfguðir. En hvað um það. Van Gaal lét hafa það eftir sér um daginn að unga leikmenn skorti
    stöðugleika. Það rímar vel við okkar upplifum hjá LFC. Þetta sést vel hjá okkur þar sem við höfum haft ansi mikið af ungum leikmönnum í hópnum. Enginn efast um hæfileikana sem þessir guttar búa yfir en stöðugleikann vantar. Vissulega eru til ungir,hæfileikaríkir leikmenn sem sýna stöðugleika en þeir eru þá yfirleitt ekki að hanga í LFC. Það er mín spá að scum utd muni annaðhvort vinna deildia í ár eða vera hársbreidd frá því í öðru sæti.
    L.V.Gaal er slikur snillingur að mínu viti.

  7. Sælir félagar

    Góður pistill sem bendir okkur á að Coutinho er ungur og við verðum að gæta sanngirni í kröfum til hans. Ég er því sammála að hann er “playmaker” fyrst og fremst en ekki beinlínis sóknarmaður sem skorar helling af mörkum. Auðvitað gera menn, í hans bestu stöðu, mörk líka en þeirra hlutverk er fyrst og fremst að stjórna spilinu og leita menn uppi með sendingum sem rífa varnir andstæðinganna í sundur og skapa þannig marktækifæri.

    Í framhaldi af þessu vil ég segja það að líklega hefi ég haft rangt fyrir mér um frammistöðu hans í leiknum við T’ham. Að athuguðu máli vann hann vel bæði í sókn og vörn, pressaði stíft og hljóp mikið. Þetta þýðir að ég tek til baka það sem ég sagði í athugasemdum um leikinn og bið Magga, minn góða vin, afsökunar á því að hafa verið honum ósammála á lítt grunduðum forsendum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  8. Flottur pistill takk fyrir það.

    Kopp og kútur eiga eftir að búa til einhverja töfra í vetur. Ég trúi!

    Annars er forvitnilegt að sjá að við erum akkúrat á miðri töflunni – 10 sæti.

    Taldi 4 stig upp í 4 sæti og 8 stig á toppinn.

    Það getur allt gerst, eins og móri segir…..Trúin flytur öll fjöll til Múhameðs…sagði einhver spekingur og fyrst liðið í tólfta sæti segist geta tekið allar dollurnar, því ekki liðið í 10. sæti….
    :O)

  9. Er ekki málið lika með Coutinho að hann er að upplagi Futsal leikmaður sem þarf að spila hraðan bolta og hafa boltann niðrá jörðinni. Þá hefur mér fundist hann vanta þrek til að spila heila leiki, þ.e. manni hefur oft fundist hann vera orðinn dauðþreyttur í kringum 60 mínútu. Hann getur átt alveg stórkostlega leiki og þess á milli er hann alveg týndur heilu leikina.

    Besti leikur sem ég hef séð Coutinho spila var líklega á móti Newcastle tímabilið 2012-2013, https://www.youtube.com/watch?v=Ralrta1Rcd4.

    YNWA

Greining á fyrsta leik Klopp

Rubin Kazan á morgun