Liðið gegn Tottenham

Fyrsta byrjunarlið Jurgen Klopp sem stjóri Liverpool er svo hljóðandi

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

– Lucas – Can
Milner – Lallana – Coutinho

Origi

Bekkur: Bogdan, Toure, Allen, Ibe, Sinclair, Teixeira, Randall

Sjáum auðvitað til hvort þetta sé 4-2-3-1 eða 3-4-3 áfram, það er alveg séns líka. Þetta landsleikjahlé var hreinn viðbjóður fyrir utan breytingar á þjálfarateymi því Ings og Gomez eru báðir frá út tímabilið vegna hnémeiðsla og núna er ljóst að Sturridge getur ekki spilað í dag vegna hnémeiðsla. Hann ferðaðist til London með liðinu en er svo ekki einu sinni í hóp í dag. Þolinmæði mín fyrir Daniel Sturridge er ansi nálægt því að vera á þrotum og ég bara sé ekki nýjan stjóra treysta á hann til framtíðar.

Eitt er alveg ljóst, Origi er frammi og þetta er mjög stórt tækifæri fyrir hann. Lallana og Milner eru þeir leikmenn Liverpool semh hlaupa mest og því ekki óvænt að þeir byrji í dag og í raun kemur ekkert á óvart í þessu byrjunarliði.

Bekkurinn sýnir svo ágætlega meiðslavandræði Liverpool í dag.

73 Comments

 1. Úff…þetta verður erfitt með þunnan hóp. Hvar mælið þið með að horfa á leiki á Akureyri?

 2. Enginn Sturridge er auðvita skelfilegt og ég tala nú ekki um eftir fréttirnar af Ings og Benteke enþá meiddur.

  En skít með það Klopp talaði um að trú á liðinn og maður verður að koma sér í þann hugsunarhátt.

  Origi fær stórt tækifæri í dag og er undir honum komið að sanna sig.

 3. Þetta er frekar skrýtið með Sturridge, hann fór með liðinu til London og á snappinu var hann með liðinu á leiðinni í klefann. Varla gerði hann það ef hann væri meiddur.
  Kannski slasast í upphitun.

 4. Það er engin smá blóðtaka í fyrsta leiknum.

  Gomez, Lovren, Henderson, Firmino, Benteke, Sturridge og Ings.
  Þarna eru við að tala um 5-6 byrjunarliðsmenn.

  Get ekki sagt að ég sé bjartsýnn.

 5. Mér lýst bara drullu vel á þessa uppstillingu og ég veit að með brjáluðu hugarfari þá getum við allt.
  Stuð og stemming og við vinnum 2-1 Origi og Lallana með mörkin. 😀

 6. Það er greinilega eitthvað að hjá klopp, eg meina hann hefur verið við stjórnvölin í átta daga og á þeim tima hafa Gomez, Ings og Sturridge meiðst, hvernig verður þetta um jólin, verður meðalaldur byrjunarliðsins orðin sex á þeim tíma.

 7. bournemouth eru með sterkari bekk en við í dag. origi hefur verið skelfilegur að mínum dómi í þeim mínutum sem hann hefur fengið að spila verður maður ekki að vera bjartsýnn og spá þessu 1-0 fyrir liverpool með marki frá lucas KOMA SVO!!

 8. Ekki er maður bjartsýnn fyrir þennan leik. Ég hélt nú að Sturridge myndi haldast heill fyrstu vikuna undir stjórn Klopp, en þetta virðist bara vera hann í hnotskurn. Þrír framherjar af fjórum meiddir og svo líka fyrirliðinn.

  Nú er bara að vona það besta, að leikmennirnir leggji sig allavega fram í verkefnið.

  Ég spái þessu 1-1

 9. Jæja. Við erum þó 11 á móti 11 og það hefur enginn tapað leik fyrirfram.
  Gæti Ibe ekki spilað ágætlega sem framherji?

 10. stuðullinn farinn úr 2,9 í 3,6 á liverpool sigur eftir fréttirnar með sturridge spurning um að krækja sér í nokkra glóðvolga þúsundkalla þegar klopparinn pakkar þessum meðalgreinda fýlutetes saman

 11. Gomez er mjög ungur og hefur bara spilað nokkra leiki. Þrátt fyrir að hafa staðið sig vel hefur hann líka verið uppvís um slæm mistök. Ekki rosaleg blóðtaka en vorkenni honum samt.

  Lovren hefur alls ekki verið að heilla en vona að klopp breyti því = ekki mikil blóðtaka.

  Friminio er nýr og hefur nánast ekkert spilað og ekki enn heillað mig. Vonandi mun hann gera það. Ekki mikil blóðtaka.

  Benteke hefur alls ekki komið inn með látum eins og maður vonaði. Ekki mikil blóðtaka.

  Inga hefur komið mér á óvart og ömurlegt að missa hann. Hann ver samt ekki orðin svona deadly striker eins og við verðum að hafa. Þó nokkur blóðtaka.

  Henderson og Sturridge eru hinsvegar menn sem ég myndi fyrst setja á blaðið. Rosaleg blóðtaka !

  Ekki eins slæmt og maður myndi halda í fyrstu. Öll þessi meiðsli valda í raun bara vandræðum með striker – verðum að henda ungum og efnilegum í djúpu laugina. En meiðslin veikja verulega bekkinn.

  Þetta sýnir hve breiddin okkar er mikil og það var alltaf vandamál.

  Ég hef trú á Origi !!!

 12. Of mikil pressa á Origi greyið held ég vona að tríóið fyrir aftan verði sprækir sem lækir annars fer þetta ekki vel.
  En jákvæði nonninn ætlar að spá okkur sigri í dag yes sir !

 13. Svakaleg innflutningsgjöfin sem Klopp fær. Menn meiðast nánast bara við það að vakna á morgnanna.
  Það er bara vonandi að fólk taki þetta með í reikninginn, því það er varla hægt að fara fram á meira en að leikmenn sýni meiri baráttu og leikgleði í leiknum. Úrslitin ættu að vera aukaatriði í dag.
  Djöfull hlakka ég samt að sjá Klopp á hliðarlínunni. Úff!

 14. Klopp flottur í viðtali fyrir leikinn , jákvæður og hefur fulla trú á Origi. Talaði um að hann hefði reynt að fá hann til Dortmund á sinum tíma. Þetta verður eitthvað….

 15. Tapa ekki alltaf þjálfarar eftir að hafa verið nefndir “manager of the month”?

  Skrítið með þessa meiðslahrinu, eru æfingarnar hjá JK svona mikið öðruvísi eða var þetta bara uppsafnað?

  Get ekki beðið eftir því að sjá þennan gaur á hliðarlínunni okkar, bring on the smurfs.

  COME ON YOU REDS!!!!!

 16. Veit einhver um sportbar á selfossi með leikinn? Hvítahúsið er lokað.

 17. Þetta er að skella á!!!!!! Djöfull er maður spenntur og stressaður reyndar líka!

  YNWA!

 18. Undarlegt að segja frá því en ég kvíði þessum leik. Ekki vegna úrslitanna heldur vegna þeirra hérna inni sem munu missa þolinmæðina eftir 12 mínútur af leiknum og fara að úthúða leikmönnum og þjálfara.

 19. Svona er þetta þegar HD hrynur hjá manni. Öll bókarmerki út. Hver er aftur slóðin að blasol eða hvað það heitir?

 20. Fyrstu 7 mjög góðar. Sprækar og glaðar. Allir grimmir og með í leiknum.

 21. Litur vel ut fyrstu 12 mín er samt ekki viss um að þeir geti haldið ut með þennan kraft allan leikin

 22. Þetta byrjar vel hörku pressa í gangi og flott spilamennska vonandi að Origi nýti tækifærið og setji 1 mark

 23. Fyrstu fimmtán líta mjög vel út!

  Vonandi að þeir geti haldið þessu tempói og setja 1-3.

 24. Það er bara eitt lið á vellinum og það er liðið hans Jurgen Klopp. Flott byrjun og gaman að fylgjast með kallinum á hliðarlínunni.

 25. Er einhver sem veit það hérna en var Clinton karlinum vingott við Opruh Winfrey?

 26. Og núna er Tottararnir komnir með yfirhöndina í leiknum. Leikurinn hefur alveg snúist við. Origi verið hættulegur það sem af er.

 27. Góðar fyrstu 25 mínútur hjá Liverpool. Núna vill maður bara fá hálfleik. Tottenham miklu líklegri síðustu 20 mínúturnar.

 28. Mér sýnist liðið vera að spila þéttar og aggressívar. A.m.k. hefur Tottenham átt margar feilsendingar á miðsvæðinu. Þá er bara spurningin – er það vegna þess að þeir eru að spila illa eða er meiri þéttleiki, pressa og aggresjón í okkar mönnum?

  Hef áhyggjur af Skrtel, finnst hann vanmeta Kane og selja sig of oft á móti honum.

  Svo erum við aðeins bitlausir framávið, kannski eðlilega miðað við forföll hópsins, en náum vonandi að pota einu í seinni hálfleik, þó það verði gegn gangi leiksins.

  En það má alveg búast við að Tottenham verði sterkari eftir því sem líður á leikinn, þeir hlaupa mest liða í deildinni á meðan við erum líklega að eyða meiri orku en venjulega í fyrri hálfleikinn. En við vonum það besta – þetta veit á gott.

 29. Það er greinilegt að áherslan er pressa pressa og pressa, það gekk vel fyrstu 25 mín og svo slökuðu menn aðeins á og Tottenham gengu á lagið og voru betri í seinustu 20 mín.

  Vonandi koma menn með sama hungur og pressu í seinni hálfleik og þá vonandi dettur þetta með okkur. Virkilega gaman að sjá Klopp þarna á hliðarlínunni og ég gæfi mikið fyrir sigur okkar mann í þessum leik.

 30. Vá hvað hefði verið geðveikt að sjá Ings og Sturridge þarna á fullu í pressuni.

  Þetta er samt eins og við máti búast liðið að spila nýtt kerfi og það gerir það að verkum að það koma misstök inn á milli. Bæði lið hafa fengið færi og við munum sjá mörk í þessu. Maður hefur smá áhyggjur af síðustu mín hvort að okkar menn verða ekki bara sprungnir enda ekki vanir að spila svona rosalega pressu.

  Vill svo benda mönnum á að ekki apa allt eftir lýsendum leikjana. Það á ekki að mynda skoðun fyrir mann. Hann er búinn að jarða Skrtel greyið en þrígang fyrir klaufagang en mér fannst Skrtel aðeins eiga eina sök af þessu.
  Í fyrra skipti kom sending á Kane sem Clyne breytti svo um stefnu á síðustu stundu og þar með var Kane kominn í gegn.
  Annað var þegar Clyne og Skrtel voru að berjast við Kane og Clyne ætlar að stíga hann út og Skrtel átti að hreinsa málið var að Clyne týndi Kane og steig hann ekki út og var Kane því undan í boltan.

  Menn eru að gefa sig allan í leikinn það er alveg á hreinu. Spurning með Joe Allen fyrir Millner fljótlega því að Millner er mjög tæpur með þetta gula spjald.

 31. Höddi B: held að það sé ekki búið að ákveða það ennþá. Dregin strá á 75tu mínútu.

 32. Hattur minn og höfuð tekin að ofan fyrir þessu liði okkar. Gegenpressen eins og enginn sé morgundagurinn. Vona bara að þeir eigi einhvern kraft í sínum vöðvum. Hræddur um lokakortérið.

 33. Sammála Lúðvík. Sýnir hvað býr í þessum strákum. Örlítið meiri gæði fram á við og þetta er orðið stórgott lið.

  Mesti munurinn þó í mínum huga að nú er þetta orðið verkamannalið, lið sem ætlar sér að taka þetta á vinnusemi og grimmd. Það var eitthvað sem var alveg slokknað á undir Rodgers.

  PS. Er það bara ég eða er Milner búinn að eiga óvenju margar slakar sendingar og tapaða bolta innan um alla kílómetrana sem hann hleypur samviskusamlega?

 34. Sko pæliði í þvi. 2015 og James Milner er aðalmaðurinn í okkar liði????

 35. Mikið vona ég Joe Allen slái í gegn undir stjórn Klopp. Ömurlegt hvernig alltaf er talað og skrifað um hann.

 36. Emre Can er búinn að sýna það í þessum eina leik að hann er miðjumaður. Ekki bakvörður og ekki hafsent. Frábær leikur hjá honum.

 37. Vonandi að Róna lookið hjálpi Allen kallinum. Hundraðasti leikur hans fyrir klúbbinn. Koma svo Joey!

 38. Þetta er frekar skrítinn leikur….Þ.e. að við skulum ekki vera búnir að fá mark á okkur. Ætla samt ekkert að kvarta yfir því 🙂

 39. Annars er þreytan svo sannarlega að hafa áhrif á leikmenn. Ná ekki að halda úti tempóinu og Tottenham því líklegri ef eitthvað er.
  Enginn alvöru slúttari í liðinu til að fullkomna þetta.

  En fín byrjun og vonandi náum við að klára þessar tíu mínútur með stæl.

 40. Þessi leikur gæti haldið áfram í allan dag og hvorugt lið myndi skór geld ég. Þetta er bara einn af þessum leikjum.

 41. Mér fannst jafntefli bara sanngjörn niðurstaða.
  Maður leiksins var Sakho, steig ekki feilspor og spilaði boltanum oft mjög vel frá sér, framávið 😉

 42. einn pùnktur ùti gegn spurs me? nýjum stjòra og àheyrslum og marga meiddamenn

  þa? var gaman a? sjà baràttuna ì dag og hvernig li?i? pressa?i.

  ég er allavega sàttur og bara stenntur fyrir framhaldinu þetta lofar gó?u.

 43. Þessi meiðslalisti er svo absúrd að ég held að áhrif Klopps fari ekki að sýna sig fyrr en í mars-apr þegar við fáum fleiri leikmenn úr meiðslum og jafnvel einhverjir í janúarkaupum. Á þessum tíma ætti hans áherslur að fara að njóta sín meira. Ég vona allavegana að það verður skemmtilegur fótbolti 🙂

Fyrsti leikur Klopp – Spurs á morgun

Tottenham – Liverpool 0-0