Fyrsti leikur Klopp – Spurs á morgun

SALA Í GANGI Í HÓPFERÐ KOP.is Á LEIK LIVERPOOL OG UNITED Í JANÚAR!


Það er óhætt að segja að það er verið að reyna að ná okkur stuðningsmönnum Liverpool niður á jörðina með meiðslafregnum síðustu daga, svei mér þá, það tekst bara frekar illa þótt maður mætti alveg við því. Jurgen Klopp er að fara að hlaða í fyrsta leikinn sinn með Liverpool og það er heimsókn á White Hart Lane gegn liði Tottenham. Það væri alveg hægt að byrja á einfaldara verkefni, en þrátt fyrir að þessi völlur hafi oft reynst okkar mönnum erfiður, þá hefur svo ekki verið undanfarið undir stjórn Brendan Rodgers. Síðustu tveir leikir þar hafa unnist samtals 0-8 og í raun hafa síðustu 5 deilarleikir gegn þeim unnist og höfum við sett boltann 18 sinnum í netið hjá þeim og fengið heil 4 mörk á okkur. Alls ekki slæm tölfræði þar. En tölfræðin vinnur aldrei næsta leik fyrir þig, tölfræðin er bara yfirlit yfir fortíð sem er komin í viss mikla fjarlægð og þótt ýmislegt sé hægt að dæma út frá henni, þá spilar hún ekki leiki.

Mótherjar okkar eru Tottenham og þeir hafa verið óþægilega miklir keppinautar okkar síðustu árin, ef frá er talið titilbaráttuárið fræga. Óþægilega miklir segi ég því árum saman hefur Tottenham verið mesta næstumþvílið Englands og jafnvel Evrópu. Svo allt í einu voru þeir komnir með alveg hörku lið. Því miður þeirra vegna varð það jafn skjótt að falla niður aftur í styrkleika, allavega að mínu mati. Leikmennirnir sem keyptir voru fyrir Bale seðlana voru margir losaðir út í sumar og þeirra dýrustu innkaup það sumarið var næstum farinn á láni í lok gluggans. Það er nánast bara Erikson sem stendur eftir sem vel heppnuð kaup. En vandamál Spurs er að illa hefur gengið að fylgja þessari fínu uppbyggingu eftir. Daniel Levy sem virtist algjör snillingur í að kreysta fram flotta díla, allt í einu bara þornaði upp og hefur selt leikmenn og lítið keypt í staðinn. Þeir sem hafa farið frá þeim á árinu 2015 eru menn eins og Paulinho, Friedel, Holtby, Capoue, Kaboul, Stambouli, Chiriches, Soldado, Lennon og Adebayor. Inn hafa svo komið Wimmer, Trippier, Alderweireld, N´Jie, Son og Alli (heitir líklegast Aðalsteinn). Ég hef sem sagt mjög svo takmarkaða trú á þessu Tottenhamliði næstu 1-3 árin nema til komi umtalsverðar breytingar.

Þetta lið er samt ekki skipað neinum algjörum aulum og eru klárlega með einn 6-10 besta hópinn í deildinni. Magnaður markvörður, einn af þeim allra bestu og klárlega í mínum huga þeirra sterkasta staða. Þeir eru meira að segja með virkilega góðan varamarkvörð, Michael Vorm. Breiddin í vörninni þeirra er fín, en þeir eru fáir þar sem ég myndi vilja sjá keypta til okkar manna. Walker, Trippier, Rose, Davies, Alderweireld, Vertonghen, Fazio, Wimmer og Dier eru allt fínir varnarmenn, en fyrir utan kannski Alderweireld, þá verða þeir seint dregnir úr efstu skúffunum. Í rauninni má segja það sama um miðsvæðið þeirra, Bentaleb, Lamela, N’Jie, Dembele, Alli, Pritchard, Carroll, Mason, Townsend, Chadli og Erikson. Erikson með flottan fót og allt það, en þetta er alls ekkert til að öfundast út í. Þeir Harry Kane og Son eru svo sóknarmennirnir. Þetta er því ekki lið til að hræðast mikið. Engu að síður hafa þeir sýnt það að þeir geta alveg spilað fótbolta og hitt á flotta leiki. Enda þó það nú væri á þessu level-i. Þeir verða án Son, Mason, Bentaleb og Pritchard í leiknum vegna meiðsla, en Rose ætti að ná honum. Þar fyrir utan er Eric Dier í leikbanni að ég held.

Nóg um þá, næst að okkar mönnum. Það er nú ekki eins og að það sé hægt að tala þetta Tottenham lið niður á okkar kostnað undanfarið, nei aldeilis ekki. Munurinn á þessum liðum í mínum huga er sá að það er ansi hressilega miklu meira under performing í gangi miðað við mannskapinn okkar megin. Hörku landsliðsmenn í öllum stöðum og í flestum stöðum fleiri en einn slíkur, en lítið gengur. Og það sem verra er, menn líta bara virkilega illa út. Það skiptir litlu máli hvað þú heitir á pappír ef þú leggur þig ekki fram í verkin. Þarna kemur að vonarglætunni okkar. Maður veit að það býr hellings talent í þessu liði okkar, en menn bara ekki klárir í hlutina. Yfir til þín Jurgen, sýndu okkur nú hvernig er hægt að mótivera ofborgaðar prímadonnur. Sýndu okkur hvernig þú getur barið mönnum baráttu í brjóst. Sýndu okkur hvernig þú færð þessa gutta til að hafa gaman að fótbolta á ný. Sýndu okkur hvernig hægt er að skipuleggja varnarleik með mönnum sem allir eru fastamenn í stórum landsliðum og sumir þeirra meira að segja fyrirliðar. Sýndu okkur hvernig hægt er að vekja Anfield á ný. Sýndu okkur töfra þína, því við sannarlega trúum á þá, eða allavega, þá ertu með geysilegan stuðning að baki þér. Jurgen Klopp hefur ekki stjórnað Liverpool í einum einasta leik, en honum hefur tekist einn risastór hlutur þrátt fyrir það. Hann hefur náð að sameina stuðningsmennina og fengið þá til að fylkja sér á bakvið sig. Það er nú bara ansi hreint mögnuð byrjun.

En hann spilar ekki sjálfan leikinn, það gera leikmenn. Við erum ekkert að drukkna úr leikfærum mönnum. Nýjustu tíðindin auðvitað að Danny Ings og Joe Gomez verða frá út tímabilið. Þar fyrir utan missa þeir Benteke og Firmino allavega af næstu tveim leikjum liðsins. Eitthvað lengra er í þá Henderson og Flanno, líklegast seinni partur nóvember og seinni hluti desember. Þar fyrir utan er Lovren að snúa tilbaka og gæti náð leiknum og Coutinho er búinn að vera tæpur en ætti að vera klár. Eitt er allavega ljóst, við megum ekki við meiri skakkaföllum á næstunni.

Það liggur við að vegna meiðslanna að þá sé bara nokkuð einfalt að stilla upp í liðið, þrátt fyrir að um nýjan stjóra sé að ræða með eflaust nýjar áherslur. Ég vona svo sannarlega að hann fari aftur back to basics og hætti með þetta þriggja miðvarða kerfi. Mignolet verður í markinu, enda búinn að vera fínn með Belgum í hléinu og kemur eflaust fullur sjálfstrausts. Bakvarðarstöðurnar velja sig orðið sjálfar, en Clyne og Moreno verða þar. Lovren er rétt að koma tilbaka og Kolo er gamall og þungur og því ættu þeir Skrtel og Sakho að vera í hjarta varnarinnar. En svo er það spurning, hvernig verður þessu stillt upp fram á við? Hvað verða margir inni á miðju? Verða kantmenn? Tígull? Tveir frammi? Ég hallast að því að hann vilji þétta miðju í leiknum og hafi því Lucas aftastan og þá Can og Milner þar fyrir framan. Coutinho og Lallana verða svo framan og draga sig aðeins út, en þetta verður alveg 5 manna miðja þegar við erum ekki með boltann. Fremstur verður svo Sturridge og sá held ég að vilji sanna sig fyrir nýjum stjóra, enda mest talað um hann sem ekki Klopp týpu.

Vel gæti verið að Klopp setti Ibe inn í þetta lið í stað einhvers sem ég hef sett þarna inn. Jafnvel Origi eða hinn Wales-ski Xavi. Hver veit, ég ætla allavega að spá þessu svona:

Mignolet

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Milner- Lucas – Can
Lallana – – – – – – – – Coutinho

Sturridge

Nú er bara að krossa fingur og vonast eftir góðu starti hjá nýjum stjóra. Það gæti gefið okkur geysilega mikið og fyrir það fyrsta myndi það setja okkur upp fyrir Spurs-arana. Það eru bara 4 stig í annað sætið, þrátt fyrir að við sitjum í því tíunda. Einn sigur til og frá á þessum tímapunkti getur breytt stöðunni verulega. Hvað alla spádóma varðar, þá tippaði ég á 0-2 í Podcastinu síðasta og ætli ég verði ekki bara að halda mig við það. Eigum við ekki að segja að þeir Sturridge og Milner sjái um markaskorunina fyrir okkur.

Eitt er víst, ég get ekki beðið eftir þessum leik, tilhlökkunin er mun meiri en hún hefur verið ansi lengi. Nýtt start og vonandi nýjir tímar með nýjum og glæstum sigrum. Auðvitað má maður láta sig dreyma þó svo að allir stuðningsmenn Liverpool vita það alveg að við séum ekki að fara að vinna alla leiki aðeins vegna Jurgen Klopp. Meiri dugnað, meiri gleði og fleiri stig, það væri alveg ágætis byrjun takk.

37 Comments

  1. Það verður eitthvað að sjá Klopp í eldlínunni á White Hart Lane á morgun, en meira spennandi verður þó að sjá hvernig leikmenn mæta til leiks. Það hefur aðeins verið fjallað um þetta prógramm sem bíður Klopp og næstum því talað um þetta prógramm þannig að hans fyrstu leikir séu gegn einhverjum Harlem Globtrotters fótboltaliðum. Það er mín skoðun að þetta 5 leikja prógramm sem eftir lifir október-mánaðar sé bara þægilegt. 3 heimaleikir á eftir þessum leik gegn Spurs þar sem Klopp mun stimpla sig inn.

    Eftir allt havaríið undanfarna daga í kringum ráðninguna er óhætt að segja að pressan er á Liverpool gegn Tottenham. Það er líka í lagi og þannig á þetta alltaf að vera í þeim leikjum enda á rauði herinn alltaf að taka þetta Tottenham lið.

    Við tökum þennan leik 1-2 og höldum því áfram að fá á okkur mark/mörk en Stóri-Dan á eftir að smyrja hann tvisvar og eftir stendur Loris í markinu og grætur frönskum tárum.

  2. Maður hefur ekki verið jafn spenntur fyrir leik með Liverpool í langan tíma. Jú Aston Villa leikurinn á Wembley kemst næst því en maður var alltaf með varan á sér um að hann gæti farið illa eins og hann svo gerði. Leikurinn á morgun fer aldrei illa. Hann er byrjunin að einhverju farsælu og jákvæðu og það er það sem ég hlakka svo mikið til að verða vitni að.

    Klopp er alltaf að fara að byrja með 4 varnarmenn. Ég skal hundur heita ef hann stillir upp þremur hafsentum. Það væri eiginlega vonbrigði ársins ef svo yrði. Hef svo einnig trú á að hann byrji með tvo afturliggjandi miðjumenn. Þá Can og Lucas sem gæti þýtt að Milner myndi færast út á kantinn. Hef einhvernveginn á tilfinningunni að Klopp vilji mann á annan hvorn vænginn sem geti líka varist almennilega.

    Svo er ég ekki viss um að hann byrji með Lallana. Finnst því miður að hann og Coutinho hafa komist of mikið upp með að svindla dáldið á varnarleiknum og er ekki viss um að Klopp treysti sér að hafa þá báða inn á í einu. Ekki á erfiðum útivelli a.m.k.

    Sturridge er alltaf að fara að byrja en ég er líka spenntur fyrir Origi. Hann gæti vel fengið sénsinn. Hef trú á stráknum og fyrst að Benteke og Ings eru meiddir verður Klopp að koma honum í gang.

    Væntingar mínar snúast svo ekki um hvort að sigur vinnist í leiknum eða ekki. Tottenham eru með sterkt, vel skipulagt lið og við erum að fara að mæta þeim á þeirra heimavelli. Það sem ég vonast hins vegar til að sjá eru breytingar og eitthvað af því sem koma skal. Klopp þarf tíma eins og aðrir til að koma að sínum áherslum og Róm var ekki byggð á einum degi. Þessi leikur getur farið allavegana en ef maður sér glitta í nýjar áherslur, meiri gleði og tillfinningar þá bið ég ekki um meira.

    Áfram Liverpool!

  3. Sæl öll.

    Ég hef ekki beðið svona spennt eftur neinu síðan ég átti börnin mín…ég tel mínúturnar og hlakka svo mikið til að sjá hvernig nýja stjóranum tekst til. Vonandi verð ég ekki fyrir vonbrigðum og get haldið áfram að láta mig hlakka til hvers leikjar….

    Ég hef svo mikla trú á nýja stjóranum að ég skírðu glænýja bílinn minn ( sem ég fékk afhentann daginn sem Klopp tók við) Klopp og svo límdi ég Liverpool límmiða á gluggana ef Klopp og hans lið er flopp þá verður hlegið að mér allsstaðar og það finnst mér ekki gaman.
    Þangað til næst
    YNWA

  4. Sky setur Hendo í sitt lið á morgun. Er hann klár ?!?!!? Veit það einhver, ég sá return í kringum um mánaðarmótin….

  5. Ég er dauðstressaður fyrir þennan leik. Nýr þjálfari, nýjar hugmyndir, leikmenn eru ekkert endilega að ná þeim í fyrstu atrennu…. ég vona það besta en bý mig undir það versta.

    Hef n.b. gríðarlega trú á að Klopp geri góða hluti. Það bara gæti tekið smá tíma.

  6. Hann stillar upp svona:
    Mignolet
    Clyne-Skrtel-Sakho-Moreno
    Can-Lucas
    Milner-Coutinho-Ibe
    Sturridge

    Leikurin fer 2-2, en við verðum betra liðið.

  7. #6 SV1

    SKY er með “best starting XI” liðið.

    Henderson er úti þar til 21. nóvember.

  8. Held því miður að við töpum þessum leik en vona samt það besta. Þessi meiðslavandræði eru ekki til að bæta þá trú mína. Klopp á vonandi eftir að gera frábæra hluti en það á eftir að taka tíma sem verður líklega mældur í tímabilum frekar en mánuðum.

  9. Ég er svo hjartanlega sammála Herr Klopp með það að leikgleði er það skiptir öllu máli. Ég hef aldrei grátið það (mikið) þó liðið tapi…. EF það hefur barist eins og ljón og gefið allt í leikinn.

    Þetta er það sem ég hef saknað hvað mest hjá liðinu og hlakka til að sjá á morgun !

    YNWA

  10. Ég var mjög spenntur fyrir fyrsta leik Rodgers á sínum tíma því ég vonaðist eftir því að Rodgers yrði okkar næsti Shankley og að Liverpool væri búið að finna óslípaðan Manager demant sem einmitt myndi hefja Liverpool í nýja gullöld.
    Þegar ég svo horfði á leikinn á móti ManU fyrr á þessu tímabili taldi ég mig gera mér grein fyrir því að Rodgers yrði ekki okkar næsti Shankley því ég varð fyrir svo miklum vonbrigðum með hvernig Rodgers “tæklaði” þann leik frá A til Ö. Það er til eitt orð sem mér finnst lýsa þeim leik best eða ANDLEYSI.

    Ég svaraði Ancelotti í könnuninni á Kop.is eftir að Rodgers var látinn fara því þá var þolinmæði mín að þrotum komin eftir árangursríka knattspyrnu og taldi ég Ancelotti geta fixað það á tiltölulega skömmum tíma.

    Eftir að Klopp var kynntur sem nýr stjóri hef ég fengið þolinmæðina tilbaka. Því Klopp ætlar ekki að hafa glæsilega sögu Liverpool á bakinu í sinni stjóratíð. Han ber virðingu fyrir glæsilegu sögunni (eðlilega) og er fullur aðdáunar, en ætlar ekki að láta söguna verða liðinu til trafala. Fókusinn er titill (einn eða fleiri) innan næstu fjögurra ára með því að endurvekja trúnna á Liverpool Football Club meðal leikmanna og aðstandenda. Með því þurrkar Klopp út ANDLEYSI vil ég meina.

    Ég er mjög spenntur fyrir morgundeginum.

    YNWA

  11. Rosstier meiddur. Hann var látinn spila 3 leiki á 5 dögum fyrir England. Hvaða rugl er þetta og hvernig láta þeir detta sér það í hug að spila drengnum svona oft? Magnað helvíti með leikmenn sem fara að spila með Englandi og koma til baka í molum.

  12. Þetta verður fróðlegur leikur en ég á ekki von á neinni flugeldasýningu. Klopp verður ekki búinn að taka margar æfingar og það tekur tíma að skipta um kerfi og held ég að menn gera mörg misstök á morgun.
    Ég myndi telja Tottenham sigurstranglegra á morgun bæði útaf heimavellinum og þeir vita hvað þeir eru að fara að gera á meðan að liverpool strákarnir þurfa smá tíma að læra hvað er ætlast til af þeim.

    Nú hafa margir stuðningsmenn liverpool verið að byðja um tvo framherja uppá topp þegar Rodgers var með liðið og gagnrýnt hann mikið fyrir það. Klopp spilar oftast 4-2-3-1 kerfi með einn framherja og spurning hvort að þeir sömu munu svo gagnrína klopp fyrir það(ég stór efa það) en fyrir mér er þetta bara leikur að tölum og þetta snýst allt um hvað þjálfarinn nær út úr liðinu og leikmenn ná saman.

    Þetta verður mjög opinn leikur og tel ég að við fáum nokkur mörk á morgun.

  13. Flott upphitun og er maður gríðarlega spenntur fyrir því að sjá Klopp á hliðarlínunni og liðið undir hans stjórn.

    Býst ekki við miklu af liðinu í fyrsta leik Klopp og jafntefli væri mjög góð úrslit ef við fáum að sjá einhver jákvæð merki um það sem koma skal, t.d. þéttari vörn og óhrædda sóknarmenn.

    En hvað er annars að frétta með þessar helvítis risaeðlur sem vinna með enska landsliðið?!? Rossiter látinn spila 5 leiki á 3 dögum. Djöfulsins rugl og auðvitað líkaminn á honum í ástandi eftir því. Enska knattspyrnusambandið og þessir apar sem vinna hjá þeim er svo þreytt að það hálfa væri nóg.

    Vinnum 1-2 á morgun, Sturridge með bæði.

    Áfram Liverpool!

  14. Úfff mér hefur ekki hlakkað svona mikið til að sjá Liverpool spila síðan ég veit ekki hvenær. Er ekkert viss um að við vinnum þennan leik en ég er nokkuð viss um að andlausir verðum við ekki. Seinast eina og hálfa árið hefur það verið það sem að hefur truflað mig mest að leik eftir leik mæta menn til leiks og manni finnst á þeim að þeir vilji vera hvar sem er annarstaðar en inni á vellinum. Það er nefnilega allt annað að horfa á liðið sitt tapa þegar maður skynjar að það var allt gefið í þetta en það bara gekk ekki og svo að horfa á liðið sitt tapa af því að þeir höfðu ekki trú á því að þeir gætu unnið og mættu því andlausir og bugaðir til leiks. Bring on the Heavy Metal Mr. Klopp

  15. Það gefur augaleið að þrátt fyrir snilli sína mun Klopp ekki hafa náð að móta sinn leikstíl með liðinu. Þó að Klopp sé nánast birtingarmynd gegenpressing mun Liverpool ekki reyna að spila þannig gegn Tottenham hvað þá með Henderson, Benteke, Firmino, Ings og Gomez fjarri góðu gamni. Þessi fræga útfærsla Klopps á gegenpressing mun líta dagsins ljós síðar þegar að hann hefur fengið meiri tíma með liðið og fengið fleiri leikmenn sem henta kerfinu til Liverpool.

    Ég vona að Klopp sýni færni sína sem taktíker á morgun. Ég held að hann muni setja traust sitt á Ibe og Lallana en einkum þó Couthino til að búa til færi fyrir Sturr. Fyrst og fremst mun hann þó taka “Klopparann á klefann” og krefjast þess að leikmennirnir deyji fyrir Liverpool á morgun þ.e. hlaupi og berjist eins og enginn sé morgundagurinn.

    Ég er bjartsýnn en þori ekki að jinxa neitt í bili.

  16. HAHAHAHA
    Steini hvað er þetta með Everton treyjuna?
    Veit það er bleikur dagur og allt en hefði frekar trúa þér til að mála þig bleikann en klæðast þessu 🙂
    Þannig að, hvern djö……gerðiru núna af þér :p

  17. Hvaðan fáið þið þessa 4-3-3 hugmynd. Klopp hefur spilað flest alla leiki sína með 4-2-3-1 með hápressu. Hann vill hafa tvo tekníska lekmenn nálægt hvorum öðrum(Reus og Götze) og hraðann hægri kant ( B?aszczykowski).
    Migs
    Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

    Lucas – Milner

    Ibe Coutinho – Lallana

    Studge

  18. Gunnar Ómarsson (#19) og fleiri, það er sem sagt mynd af SSteina í United/Everton-treyju efst á síðunni (til hægri, undir auglýsingu). Bræður hans eru víst að fara eitthvað illa með hann í dag, þið getið giskað á það hvers vegna. 🙂

    Þetta er nota bene bakhliðin á treyjunni:

    Aumingja Steini 🙂

  19. Setti þessa spá inn um líklegt byrjunarlið á morgun, er ekki staðan ca. svona á hópnum eftir þetta landsleikjahlé?


    John Achterberg er reyndar líklega besti markmaður liðsins hvort eð er. Arnold-Alexander 13 ára verður í bakverðinum öðru megin en Jose Enrique verður alls staðar annarsstaðar en þar sem hann á að vera (hinumegin). Klopp þarf líklega að draga fram skóna sjálfur til að spila með Skrtel sem auðvitað meiðist ekki.

    Alex Inglethorpe og Milner styðja Lijinders á miðjunni. Ritche Partridge starfar sem sjúkraþjálfari hjá félaginu og fékk spítalavist sína sem leikmaður líklega bara metið þegar hann ákvað að fara í sjúkraþjálfun. Hann ætti að haldast heill í 10-15 mín og mjög líklega er hægt að draga “bræðurna” McManaman og Fowler á flot líka.

    Held mig áfram við 3-4 sigur, Inglethorpe skorar fyrsta og Fowler setur þrennu.

  20. Það má geta þess að bæði fyrri lið Klopp mætast núna á eftir.
    Mainz 05 vs Borussia Dortmund kl 18:30

  21. Tippa a tap 5000 kall a tottenham sigur, southampton og WBA = 60 kall i kassann…koma svo. Klopparinn hrekkur i girinn i rolegheitum sidar i manudinum.

  22. Það verður fróðlegt hvernig Klopp mun stilla upp gegn Totteham. Ég sá grein sem fór yfir hvernig fyrrverandi þjálfarar Liverpool(Shankly til Rodgers) stóðu sig i sinum fyrsta leik sem þjálfarar Liverpool og tölfræðinn er eins og staðan er núna sjö sigrar, tvö jafntefli og þrjú töp.
    Svo ef ég ætla spá 2-1 sigur Liverpool.
    Annars i liðsuppstillinguna þá er allveg rétt hjá #20 að liklegasta uppstillinginn er 4-2-3-1 og miðað við að meiðsli Gomez og Ings þá er skortur af framherjum og miðvörðum til að spilla með tvö frammi og þrjá miðverði. Minnsta kosti þar til Benteke, Lovren og Firmini koma aftur úr meiðslum.
    Klop hefur líka notað 4–1-3-2 kerfið með Dortmund sérstaklega síðustu tvö timabillinn og jafnvel prófað 3-4-1-2 sem Liverpool hefur spillað undanfarið undir stjórn Rodgers.
    En líklegast mun Klopp fara í sina uppáhaldskerfi sem hann er vanur og við sá hann nota 4-2-3-1.
    Byrjunarlið er
    Migno, Clyne, Skrtel, Sakto
    Can, Lucas
    Milner, Lallana, Coutinho
    Stugde

  23. Kanski vinnum við, kanski töpum við.
    Ég samt vonast eftir …..
    Fótbolta
    Sókn
    Glampa í augunum
    Ákafa og dugnaði
    Baráttu
    Leikgleði
    Ekki hik
    Ekki leti
    Ekki hræðslu
    Grenjandj áhuga á að vinna! ,

  24. Jæja Sturridge kannski ekki með á morgun, hvernig ætlar þetta að enda!

  25. Ég væri virkilega til í að sjá þetta lið undir hans stjórn.

    ————Sturridge—-Benteke———–
    ———————Firmino——————-
    ———Coutinho———Henderson—–
    ———————– Can———————-
    Moreno—-Sakho——Skrtel——Clyne
    ———————Mignolet——————

    Mér finnst þetta rosalega flott og ég held að Klopp gæti náð helling úr Firmino.

  26. “I remember growing up as a young boy and loved watching them play. I loved Shankly.

    “When a rival team scored at Anfield there was that sense of ‘How dare you!’. Kloppo is like that.

    “You need someone on the sidelines with that total charisma. Kloppo is a perfect match for a club like Liverpool.”
    http://www.express.co.uk/sport/football/612592/Revealed-Andriy-Voronin-Liverpool-boss-Jurgen-Klopp-Premier-League-Liverpool-news-Kop-news

    Djöfull er ég spenntur…

  27. Sæl og blessuð.

    Er undir allt búinn: Tafsandi spil, óskýr markmið, kapp án forsjár, rauð spjöld í upphafi, sjálfsmörk, svelta framherja og tognanir… Þetta getur farið virkilega illa gegn liði sem slátraði þeim fölbláu úr miðborg Manséster.

    Hef samt tröllatrú á málstaðnum og held að leiðin liggi uppávið svona þegar sól fer að hækka á lofti að nýju.

  28. Nú er talað um að Sturridge geti kannski ekki spilað í dag vegna meiðsla. Hvað segja menn er Sturridge bara orðin ónýtur leikmaður sem að á aldrei eftir ná meira en 1/3 úr tímabili?

  29. Var að skoða fréttir. … Sturridge er með bólgið hné, verður líklegast ekki með….

  30. Ef að satt reynist með Sturridge þá er þetta orðið eitthvað djufulsins lélegt grín.
    Það er engin þá eftir til að spila frammi jæja klopp getur hent Kolo þarna fram eða eitthvað…

Gomez og Ings frá út tímabilið (uppfært)

Liðið gegn Tottenham