Hvað bíður Klopp hjá Liverpool?

SALA ENN Í GANGI Í HÓPFERÐ KOP.is Á STÓRLEIK LIVERPOOL OG MANCHESTER UNITED Á ANFIELD Í JANÚAR!


Mögulega sjáum við fyrstu leikmannakaup Jurgen Klopp í hópferðinni í janúar því hann þarf að vinna með það sem hann fær í hendurnar hjá Liverpool fram að jólum. Lofum þó engu því eftir því sem maður les meira um hann styrkist maður í þeirri trú að hópurinn sé alls ekki jafn lélegur og margir vilja meina.

Klopp er sagður galdramaður í að hvetja leikmenn og ná gjörsamlega öllu út úr þeim. Takist honum þetta hjá núverandi hópi Liverpool er hálfur sigurinn sé unninn. Hans fyrsta verk verður vonandi að koma skipulagi á liðið og laga augljósa vankanta við upplegg Rodgers hvað taktík og liðsuppstillingar varðar. Þetta helst í hendur því að með betra skipulagi og stöðugleika fá menn trú á verkefnið og bæta sig. Það eru mjög margir leikmenn Liverpool að spila undir getu og ef eitthvað er hægt að lesa í viðtöl fv. lærisveina hans þá komast menn ekki upp með það.

Skapgerð Klopp er svipað stöðug og íslensk veðrátta, hann getur verið einn af hópnum utanvallar og tekur sig ekki of hátíðlega en lætur hinsvegar ekki fara milli mála hver ræður á æfingasvæðinu.

Patrick Owomoyela fyrrum varnarmaður Dortmund orðaði þetta vel í viðtali við FourFourTwo.
Skapið
Tim Hoogland leimaður Mainz komst einnig skemmtilega að orði
Klopp crazy


Áherslan næsta sumar verður sett á að kaupa fáa leikmenn í mikilvægustu stöðurnar frekar en að skipt verði út 7-8 leikmönnum, þessu trúi ég í fyrsta skipti síðan FSG tók við. Klopp tæklaði umræðu um transfer comittiee á innan við mínútu og ég stórefa að reynt verði að kaupa leikmenn sem hann er ekki 100% sannfærður um. Verði slíkt gert þá verður því tekið allt annað en þegjandi, Klopp virðist ekki beint sitja á sínum skoðunum.

Þetta er einnig í fyrsta skipti sem ég trúi því er þjálfari heldur því fram að leikmaður sem þurfi að sannfæra um að spila fyrir Liverpool sé ekki velkominn. Eftirfarandi sagði Klopp m.a. á blaðamannafundi (tekið úr Guardian).
Blaðamannafundur
Blessunarlega grunar mann að það séu ansi margir leikmenn sem vilja spila fyrir Liverpool undir hans stjórn en allt annað sem hann segir þarna er frábært. Hann talar um að ef leikmenn vilji ekki koma skipti það ekki öllu máli, það eru til leikmenn allsstaðar. Þetta voru líklega nýjar fréttir fyrir innkaupadeild Liverpool. Elska svo línuna að ekki þurfi að tala endalaust um hlutina, einbeita sér meira að því að framkvæma.

Hjá Dortmund seldi Klopp leikmenn með ævintýralegum hagnaði á hverju sumri en keypti aldrei menn í sama verðflokki á móti. Hjá Liverpool fær hann mun meiri pening og vonandi eru framtíðarplön Liverpool öflugri en þeirra í Dortmund. Það er að nú hætti Liverpool að selja sína bestu menn á hverju sumri og bæti frekar við. Bíðum svo með histeríuna í janúar/sumar þegar leikmannaglugginn opnar. Dortmund liðið sem spilaði til úrslita 2013 kostaði minna samanlagt en Firmino. Samt voru þeir þarna búnir að selja Sahin, Kagawa og Götze.

Taktík
Leikkerfið sem Klopp notaði langmest hjá Dortmund var 4-2-3-1 en það er þó alls ekki algilt, sérstaklega ekki núna seinustu árin er hann prufaði 4-3-3, 4-4-2 eða jafnvel með þrjá aftast. Meiðslavandræði Dortmund höfðu líklega mikið með þetta hringl hans að gera en síðasta tímabili hans hjá Dortmund virðist hafa verið ansi svipað síðasta tímabili hjá Rodgers og þeir gagnrýndir fyrir sömu hlutina. Hann verður að taka strax ákvörðun hjá Liverpool og ná upp stöðugleika.

Klopp er ólíklegur til að spila 8 af 11 úr stöðu eins og manni fannst stundum vera raunin hjá Rodgers og þetta eitt og sér gæti orðið stór factor í upprisu nokkura leikmanna sem þegar hafa verið afskrifaðir.

Dortmund spilaði frekar þétta útgáfu af 4-2-3-1 og bæði varðist og sótti sem ein heild. Fyrsta sem Klopp gerði á æfingu hjá bæði Mainz og Dortmund var að tilkynna hópnum að takmarkið í hverjum leik væri að liðið myndi hlaupa samanlagt 120km. Næðu þeir því myndu líkur á sigri aukast til muna.

FourFourTwo
FourFourTwo

Hann vill fljóta, kraftmikla og hugraða leikmenn og byrjaði strax á því hjá Dortmund að sníða hópinn miðað við þessar kröfur. Hann er ekki hrifinn af stórstjörnum nema þær vinni 100% eftir hans hugmyndafræði, þetta snýst allt um liðsheildina. Leikmannakaup hans hjá Dortmund staðfesta þetta.

Það sem Klopp fær hjá Liverpool er hópur sem uppfyllir mörg af þessum skilyrðum, ungir leikmenn sem enn er hægt að móta, hellings hlaupageta og hraði og engin stórstjarna sem Klopp ætti að eiga í vandræðum með (ekki að hann sé á móti þeim, hann myndi t.a.m. dýrka að hafa Suarez).

Varnarleikurinn
Þeir leikmenn sem gætu hvað mest grætt á komu Klopp er aftasti kjarni hryggsúlunnar. Það sem ég bind mestar vonir við að Klopp lagi strax í fyrsta leik er berangurinn milli varnar og miðju sem lið Rodgers skildu alltaf eftir fyrir besta leikmann andstæðinganna, tíuna. Menn eins og Sahin, Gundogan og Bender eru ekki dæmigerði varnartengiliðir heldur mun meira box-to-box miðjumenn eða leikstjórnendur. (Þeir eru meira Joe Allen en Lucas nei ég meina meira Xavi en Macherano!)

Þeirra hlutverk er auðvitað að verja vörnina en þeir eru líka góðir á boltann og geta varist framarlega á vellinum. Klopp talaði opinberlega það um hversu rangt honum fannst Rodgers nota Nuri Sahin og er sá leikmaður eitt af mjög mörgum dæmum hversu slæm áhrif það getur haft á leikmenn sé þeim spilað mikið úr stöðu. Sahin var besti leikmaður deildarinnar í Þýskalandi tveimur árum áður en hann kom til Liverpool og virtist ekkert geta.

Varnarleikurinn verður í forgangi eins og Klopp sagði á blaðamannafundi
Vörn

GK – DC – DC

Undanfarin ár hef ég alltaf átt mjög erfitt með að afskrifa alveg miðverði Liverpool og markmann. Þeir fengu enga vernd í liði Rodgers og ég bind miklar vonir við að þetta breytist núna. Þetta varð sérstaklega áberandi á síðasta tímabili er liðið hætti að skora mörk til hylma yfir veikleika liðsins varnarlega. Eins datt botninn alveg úr varnarleik sóknarmanna liðsins. Ef allir leikmenn liðsins taka alltaf þátt í varnarleiknum verður lífið auðveldara fyrir alla. Þetta er eitt af frumskilyrðum Jurgen Klopp.

“When a team concedes 62 goals, the defence is not the only problem. Something generally went wrong. With me, everyone has to defend.”

Dejan Lovren var mjög góður í liði sem spilaði perssuvörn ofarlega á vellinum og varð sárasjaldan uppvís af viðlíka mistökum og hann virðist gera í hverjum leik hjá Liverpool. Hann gæti grætt mest á komu Klopp, Phil Blundell orðaði þetta eins vel og hægt er.

Lovren is a similar case. We spent £20million on him and bought him from a team who used two players ahead of him — players who were good at marshalling the space and limited the amount of defending he had to do. Now, while I would rather holiday in Syria than watch Victor Wanyama play for Liverpool, Lovren was protected by him. The Croat came here and he was exposed. The more you ask defenders to do, the more they will get wrong, so let’s ask them to do less. They should be the last line of defence, not the first.

Bingó, einfalda til muna hlutverk varnarmanna liðsins og hafa þá sem síðustu línu í varnarleiknum ekki fyrstu eins og þeir hafa verið sl. 18 mánuði. Kinkaði kollinum næstum af við að lesa þetta hjá Blundell.

Skrtel var oftast mjög góður í vörninni þegar hann hafði Mascherano og Alonso fyrir framan sig, það er ekki tilviljun að hann hafi verið óstöðugur síðan enda Liverpool varla haft varnartengilið. Sakho virkar klunnalegur en hann er mjög öruggur í að spila boltanum út úr vörninn og nánast alltaf með rúmlega 90% sendingahlutfall og oftar en ekki 20-30 metra sendingar, ekki 4-5 metra. Að lokum má ekki gleyma Joe Gomez. Hann sé ég ekki fyrir mér spila marga leiki sem vinstri bakvörður til viðbótar en Klopp hefur hinsvegar margoft sannað að hann treystir ungum leikmönnum fullkomlega til að spila stóra rullu hjá sér og elskar að vinna með þeim.

Spili liðið sem heild betri varnarleik mun markvarslan pottþétt fylgja með, þetta er bara sama lögmál og í handbolta. Engu að síður vona ég að Klopp kaupi á einhverjum tímapunkti alvöru þýskan markmann sem bara á helvítis búrið og er ekki svo ofboðslega guðshræddur að hann höndli ekki krossa. Útilokum samt ekki Mignolet strax.

DL/WBL – DR/WBR
Fyrirfram myndi maður ætla að Klopp sé mjög ánægður með bæði Clyne og Moreno. Duglegir bakverðir með mikla hlaupagetu. Báðir hafa töluvert svigrúm til að bæta sig og eru á mjög fínum aldri.

Svo er einn til viðbótar sem gæti fengið nýtt líf núna…honum er þó líklega best lýst hérna.

DMC

LFC need a holding midfielder of international class. sagði Didi Hamann á twitter og hitti naglann vel á höfuðið. Þar til Klopp verður búinn að finna þennan leikmann þarf hann að nota það sem hann hefur og ég hef miklu meiri trú á að hann vinni betur með það sem hópurinn bíður upp á en Rodgers var að gera. Michael Cox taktík gúrú á Guardian lýsti þessum stöðum hjá Dortmund svona.

In the two deep-lying midfield slots, Klopp liked a particular type of player – mobile, energetic footballers who were composed in possession but capable of sliding forward past opposition pressure and into attacking zones.

Henderson er sjálfgefin hvað leikstíl og hugarfar Klopp varðar en það verður spennandi að sjá hver hinn verður. Milner kom til Liverpool til að spila á miðjunni en er að mínu mati allt eins líklegur til að fá aftur hlutverk sem þúsundþjálasmiður.

Verðbréf í Emre Can gætu rokið upp og er hann sá leikmaður sem ég myndi tippa á að Klopp láti reyna á fyrst aftast á miðjunni. Klopp og þjálfaralið hans þekkja vel til Can og væntanlega á sama lögmál við um Can og Sahin, væri synd að spila honum sem tíu þegar hans besta staða er á hinum enda miðjunnar. Joe Allen, Lucas og Rossiter byrja svo allir með hreint borð.

AMC – AMC – AMC / AMR – AMC – AML
Það gleymist stundum Reus og Gundogan voru ekki leikmenn Dortmund þegar Klopp vann sinn fyrsta titil og Lewandowski var ekki fastamaður í liðinu. Hann var t.a.m. með Jakub Blaszczykowski og Kevin Grosskreutz á vængjunum, mjög orkumikla leikmenn sem verða seint taldir mestu tækitröll í heimi. Er liðið þróaðist var hann líka kominn með Götze og Reus í þessar stöður og miðjan því þéttari. Hér er Liverpool mjög vel mannað.

Firmino var orðaður við Dortmund fyrir síðasta tímabil en hélt tryggð við Hoffenheim. Hann er leikmaður sem Klopp veit pottþétt hvernig á að nota og myndi líklega spila í holunni fyrir aftan sóknarmanninn (tían) spili Klopp 4-2-3-1. Coutiho og Lallana hafa tæknina til að spila sitthvorumegin við hann og hafa báðir verið lykilmenn í liðum sem spila svona hápressu. Ibe eða jafnvel Milner koma líka til greina í þessum stöðum á móti Coutinho eða Lallana. Ofan á þetta á Liverpool Markovic á láni sem vonandi fær séns að spila hlutverk sem hentar honum undir stjórn Klopp.

Sóknarmenn.
Dortmund var sterklega orðað við Benteke þegar Lewandowski fór sem sýnir að hann hefur töluvert álit á honum, þeir eru þó sagðir hafa haft efasemdir um hann hvað pressuvörn varðar sem þeir krefjast frá sínum fremsta manni. Það verður fróðlegt að sjá hvort Benteke springi út hjá honum því dýrasti leikmaður félagsins verður ekki á bekknum. Daniel Sturridge er ekki heldur hægt að hafa á bekknum þegar hann er heill og hann spilaði frábærlega 2013/14 í sambærilegu leikkerfi og farið er fram á. Hann þarf þó klárlega að bæta sig hvað vinnusemi varðar. Líklega reynir Klopp eins og Rodgers að sníða leikkerfi sem nýtir þá báða. Noti hann einn frammi er hætt við því að Sturridge fari meira út á vænginn líkt og Aubameyang fékk að kynnast hjá Dortmund.

Liverpool vann kapphlaup við Dortmund er Origi var keyptur og réði árs lánssamningur þar úrslitum. Þjóðverjarnir vita alveg hvað þeir eru með í höndunum þar. Danny Ings hefur svo verið einn besti leikmaður Liverpool undanfarið og klárlega leikmaður sem hentar mjög vel í leikskipulagið, hann er ungur með hungur og kraft.

Hjá Burnley spilað hann í liði sem hljóp jafnan yfir andstæðinga sína í Championship deildinni sem er 46 umferða deild, liði sem átti aldrei að eiga séns á því að fara upp en fór fram úr væntingum með leikstíl sem var mjög líklega innblásinn af gegenpressing kerfi Klopp.

Þörf á lagfæringum, ekki bylltingu
Hópurinn hjá Liverpool sem virkaði svo illa saman settur og sundurleitur hjá Rodgers gæti vel smellpassað við það sem nú verður lagt upp með. Líklega þarf ekki taka neina risa U-beyju eins og allt of oft er gert þegar Liverpool skiptir um stjóra heldur lagfæra núverandi upplegg. Einnig verðum við að gera ráð fyrir að Klopp er ekkert að fara leggja upp með nákvæmlega sömu kerfi og hugmyndafræði hjá Liverpool og hann gerði fyrir 3-7 árum í allt annarri deild og hjá allt öðru liði.

Grein Michael Cox í The Guardian sýnir nokkrar útfærslur af leikkerfum sem Klopp gæti prufað eftir því hvaða leikmenn hann notar. Mæli mikið með því að skoða hana.

Klopp vill spila “þungarokks fótbolta” og grunnskilyrði hjá hans liðum er að þau sýni hjarta og gefi allt sem þau eiga í hvern leik. Árangur Klopp í Þýskalandi tryggir ekkert árangur á Englandi. Líklega þarf Klopp tíma til að innleiða sína hugmyndafræði en ég er vongóður um að hann þurfi ekki svo ýkja mikinn tíma til að taka þetta Liverpool lið úr handbremsu.

Hér má sjá góða greiningu á leikstíl Dortmund er liðið var vel smurt.

Gegenpressing er gríðarlega orkufrekt leikkerfi þegar það er spilað 100% í 90.mínútur og gæti orðið öllu erfiðara að innleiða að öllu leiti í enska boltann. Liverpool komst næst því 2013/14 en var þá ekki í Evrópu og féll snemma úr leik í bikarkeppnum. Þýska deildin er 34 umferðir á móti 38 í Englandi og þar er tekið vetrarfrí. Á Englandi er spilað 1-2 leiki á viku frá ágúst til maí. Það gæti því orðið erfitt að viðhalda gegenpressing leikstílnum ætli Klopp sér að innleiða hann hjá Liverpool en hann nær vonandi að færa liðið mun nær þessu en Rodgers hefur verið að gera sl. 18 mánuði.

Líklega hafa fáir þjálfarar verið stúderaðir eins rosalega undanfarin ár og einmitt Jurgen Klopp. Hann hafði ekki sama forskot í Þýskalandi undir lokin og hann hafði í byrjun enda andstæðingar Dortmund búnir að aðlagast þeirra leikstíl og bæta sinn. Hann gæti hinsvegar haft forskot á Englandi til að byrja með takist honum að innleiða sínar hugmyndir og raunar held ég að það sé bara erfitt að eiga við lið hans þegar þau eru á fullu gasi, skiptir þá engu hvort þú hafir lesið þig til um leikstílinn eða ekki.

Hugarfarsbreyting á Anfield, tími til kominn
Endum á því sem Didi Hamann lagði til að Klopp myndi breyta strax á Anfield.
1. Playing beautiful football & being successful is almost impossible. Get back to basics & don’t be afraid to be direct.
– Við erum ekki að ráða Klopp til að fara í Houllier eða Benitez tegund af fótbolta þar sem Hamann var lykilmaður. Það getur svínvirkað og verið skemmtilegt en ef það væri planið væri Ancelotti stjóri Liverpool núna. Líklega skilja þó allir hvað Hamann er að fara með þessu.

2. Change the mentality. Finishing 2nd is not good enough!
– Ráðning Klopp eru eins skýr merki um að FSG taki undir þetta og hægt er að fá á þessum tímapunkti. Var Klopp ekki annars að tala um þetta sem Heavy Metal fótbolta?
Heavy metal

3. LFC need a holding midfielder of international class.
– AMEN, Sex ár í röð, AMEN.

4. Eradicate the mentality of living in the past. There’s talk of ex-players coming back to coach but it’s not needed. He should bring in fresh people he trusts’
– Gæti ekki verið meira sammála og blæs á þessar takmarkað rökstuddu kröfur um að ekki sé hægt að hafa þjálfarateymið án heimamanna. Hin aðferðin hefur skilað litlu sl. 25 ár og meira en mikið í lagi að fá inn nýjar hugmyndir og móta nýja framtíð. Glæsileg saga félagsins fer ekkert framhjá neinum og er líklega að hjálpa Liverpool mikið til við að sannfæra Klopp um að koma á Anfield. En þeir sem stjórna liðinu eiga að hugsa um nútíð og framtíð en láta okkur stuðningsmennina það eftir að spá í fortíðina. Ef Klopp finnst vanta heimamann í teymið á sú krafa að koma frá honum, ekki vera þvinguð í gegn af stuðningsmönnum eða eigendum. Það er svipað gáfuleg lógík og að kaupa leikmann sem þjálfarinn er ekki sannfærður um.

Skemmtilegast við ráðningu Klopp er að hann sameinar stuðningsmenn í fyrsta skipti í ansi langan tíma eins og Andy Heaton orðaði frábærlega á Anfield Wrap. Það verður vonandi töluvert skemmtilegra að ræða fótbolta næstu mánuði.

41 Comments

 1. Frábær grein. Hef lesið að Klopp og Dortmund skoðuðu benteke en voru með áhyggjur að hann mundi ekki getað pressað nógu vel sem meikar sens miðað við það sem maður hefur séð af benteke. Hann þarf að þróast ef hann ætlar að vera áfram hjá okkur. til að byrja með sé ég þetta sem besta lið okkur í 4-2-3-1 kerfi

  mings
  clyne-gomez-sakho-moreno
  henderson-can
  milner-firmino-coutinho
  sturridge

 2. En og aftur fáum við að lesa en eitt meistaraverkið eftir Babu, glæsilegur pistill!!

 3. Flottur pistill en maður finnst stundum Rodgers fá óþarfa mikið af skotum á sig.

  Ég gjörsamlega dýrka að hafa Klopp sem stjóra Liverpool en að segja að Rodgers hafi verið að spila 8 leikmönum í leik úr stöðu er auðvita ekki rétt.

  Rodgers lenti líka í meiðslum nákvæmlega eins og Klopp gerði hjá Dortmund og þar þurfti hann sko aldeilis að vera að rótera mönnum fyrir þá sem voru að fylgjast með því liði(eins og ég en þeir eru mitt lið í Þýskalandi og hafa verið síðan að Jurgen Kohler var fyrirliðið liðsins).

  Ég er viss um að Rodgers vildi stilla upp E.Can á miðjuni en ekki hægri bakverði en meiðsli Flanagan, Glen og hæfileikaleisis Manquilo gerðu það að verkum að það vantaði hægri bakvörð og Kolo Toure var ekki rétta svarið.

  Rodgers vildi byrja með Sturridge fremstan með Sterling og Lallana sitthvoru megin en meiðsli Sturridge og Lallana kom í veg fyrir þetta. Balo nennti ekki að hreyfa sig fremstur, Sterling réði ekki við það, Lambers of hægur en allur að vilja gerður og Borini einfaldlega númer of lítil fyrir liverpool. Liðið endaði eiginlega framherjalausir á síðustu leiktíð.

  Tími Rodgers er liðinn og er hann líklega sá stjóri sem lét liðið spila skemmtilegasta fótbolta sem ég hef séð síðan 1988 Liverpool liðið var uppá sitt besta( líklega besta lið Liverpool allra tíma). 1989 liðið varð bikarmeistari og 1990 tók deildinna en ég held að þetta 2013/14 lið hafi spilað skemmtilegri fótbolta( og erum við að tala um mann sem horfir reglulega á gamla liverpool leiki frá þessum árum). Það var kominn tími á breyttingar og þótt að maður hafi ekki alltaf verið sáttur við Rodgers eða liverpool þá fannst manni gagnríninn stundum full mikil og ósangjörn þótt að hluti af henni var háréttur eins og andleysið undir lok síðustu leiktíðar.

  Í sambandi við Klopp þá er maður virkilega spenntur og er þetta án efa einn af bestu stjórum heims og verður spennandi að sjá hann vinna með þetta lið okkar. Maður veit að það tekur tíma að koma sínum hugmyndum í gang en á meðan við erum að bíða spenntir og hrósa Klopp þá er óþarfi að moka of mikið yfir Rodgers á leiðinni. Það gera ekki klassa stuðningsmenn heldur horfa bara björtum augum á framtíðina en sparka ekki í liggjandi mann(eða ný rekinn þjálfara).

 4. Takk fyrir mjög góðan og skemmtilegan pistil.

  Shit hvað maður er farinn að hlakka til næstu helgi!

  YNWA!

 5. Frábært Babú, frábært. Takk kærlega fyrir þetta. Þú kafar djúpt og útskýrir margt sem flestir eflaust vissu ekki um Klopp. Ég bíð líka í ofvæni eftir að sjá handbragð hans á liðinu og er spenntur að sjá hvernig hann leysir hryggsúlumálin og senteramálin. Ings er að spila sig inn í liðið þessa dagana og meðan Firmino og Benteke eru meiddir er aldrei að vita nema hann haldi sæti sínu.

 6. Flottur pistill Babu. Sammála varðandi hvað orkufrekt gegnpressing er og stórt spurningamerki hvort það mun virka i enska boltanaum með engu vetrafríi og einum til tveimur leikum per viku. Ég sé það ekki virka því leikmennirnir þurfa vera topp formi og með frábært þol og það er bara vika til næsta leiks.
  Klopp á eftir uppfæra sinar hugmyndir þegar liður á og ég hlakka til næsta laugardag og sá hvernig hann mun stilla liðinu gegn Spurs.
  Fyrsta verk Klopps er samt koma skipulag á vörnina sem Rodgers náði aldrei að leysa þótt það blæsti við honum eftir stóra tapið gegn Stoke.
  Ég vill samt ekki sá þetta 4-2-3-1 kerfi með einn frammi. Það var bara ekki virka með liðshópnum sem Liverpool hefur til ráða. Auk þess hundleiðinlegt horfa lið sitt með einn frammi. Vonandi fer hann i 4-1-3-2 eða jafnvel halda við 3-4-1-2 sem ég las að hann hafi notað einhverju leiti þegar hann þjálfaði Dortmund.
  Stærsti styrkleiki Liverpool núna eru framherjarnir með Stugde, Benteke, Ings og Firmini þegar hann kemur úr meiðslum. Svo það er bara common sense nota þann styrkleika með því að spilla með tvö framherja.

 7. Nr.7

  Var nú einn af örfáum sem var ekki búinn að gefa upp von með Rodgers eins og marg oft hefur komið fram. Hefði viljað hann aðeins áfram ef Klopp hefði ekki verið laus og klár í slaginn. Það var samt margt sem fór verulega í taugarnar á mér og notkun á allt of mörgum leikmönnum sem stóðu honum til boða er eitt af því sem fór mest í mig. Eins rótleysi hvað leikkerfi og taktík varðar enda það líklega sem varð honum helst að falli, hann stendur ekki fyrir fótbolta í líkingu við það sem hann gerði er hann tók við. Var alltaf að vona að hann næði upp sömu stemmingu og 2013/14 en nú þegar búið er að landa Klopp hef ég 100% meiri trú á honum.

  Tek annars undir að gagnrýni á hann var mjög óvægin og alls ekki alltaf sanngjörn undir lokin, ætli við höfum ekki jafnan verið sammála hvað þetta varðar undanfarið. Það var alls ekki ætlunin að dúndra í liggjandi mann en það er óhjákvæmilegt að stjóri sem er rekinn frá fótboltaliði sé eitthvað gagnrýndur.

 8. Ég stóð með Brendan á meðan hann var stjóri LFC. Nú stend ég með Klopp.
  Þið megið segja mig kóara en það er ekki þannig.
  Ég hef milljón skoðanir á hvernig ég vil sjá mitt lið spila en umfram allt vil ég sjá árangur.
  Á meðan BR var stjóri þá vonaði ég fyrir hvern leik að þetta myndi klikka. Ekki klikka þið vitið heldur everything clicks.
  Það gekk ekki í haust og ég er algerlega sáttur við þessa breytingu.
  Kannski sjáum við ekki stigin hrúgast inn um leið en það eru kannski meiri líkur en minni.
  Það verða spennandi tímar framundan en ég mun gefa Klopp tíma og styðja hann alla leið á meðan hann er LFC Manager.
  YNWA

 9. Ég var hugsi af hverju Jurgen Klopp tók að sér starfið á þessum tímapunkti. Hugsaði bara um þá erfiðu leiki sem framundan eru í deildinni.

  En það eru þrír leikir á Anfield eftir 1-2 sigur (spá) á Tottenham næstu helgi.

  Þannig að Jurgen þarf ekki að burðast með 20 kílóa Liverpool history á bakinu, heldur getur spengt flugelda. Marglita. Annars týnist tíminn. 🙂

  17.10.2015 Tottenham Liverpool Enska Úrvalsdeildin White Hart Lane
  22.10.2015 Liverpool FC Rubin Kazan Riðlakeppni Evrópudeildarinnar Anfield
  25.10.2015 Liverpool Southampton Enska Úrvalsdeildin Anfield
  28.10.2015 Liverpool Bournemouth Capital One Cup Anfield

  YNWA

 10. Flottur Babú minn.

  Því miður hefur vinnan þvælst of mikið fyrir undanfarna daga til að maður geti sökkt sér eins mikið niður og maður vildi í Dortmundartíð Klopp en þarna er margt flott að skoða…og skýrir vel margt sem Klopp gerði vel.

  Ég vona þó virkilega að “Gegenpressing” verði ekki nýja útgáfan af “tikitaka” umræðunni sem fór af stað með Rodgers. Eins og kemur þarna fram í tengli þá er ekkert sjálfgefið að Klopp verði endilega með allar sömu áherslurnar…og ég satt að segja held að mjög mörg ensk lið fari nálægt 120 km. hlaupum í leik, svo að hann þarf örugglega að færa margt til.

  Sama er með leikmannahópinn okkar, þar mun hann líka horfa á og færa til. Babú kemur með flotta upptalningu sem gaman verður að skoða, ég reyndar hef mestar áhyggjur af Coutinho karlinum þegar kemur að því að pressa…og deili alveg stressi Babú með Sturridge…en á sama hátt er í þeim tilvikum verið að tala um tvo af bestu…ef ekki bestu leikmenn liðsins og ég er handviss um að Klopp mun finna leið til að nýta þá.

  Síðustu dagar hafa verið frábærir og maður einfaldlega getur ekki beðið eftir því að leikirnir hefjist aftur og maður sjái Klopp-liðið í rauða búningnum. Hann mun alveg pottþétt koma okkur eitthvað á óvart og eitthvað verður líkt því sem við spáum.

  Hins vegar finnst mér við mörg hver full brött í væntingum. Liðið er enn að mínu mati í töluverðu ójafnvægi og mun þurfa tíma til að læra inn á hans áherslur sem eru töluvert frábrugðnar Rodgers síðustu mánuði…sem voru töluvert frá vorinu 2014…en þangað held ég að við förum svo.

  Sérstaklega finnst mér vert að velta fyrir sér leikjaprógramminu framundan þar sem við erum á leið í leiki við lið sem að bíða spennt eftir að tækla hans nálgun á fótbolta og verða virkilega mótiveruð að sprengja blöðruna hans.

  Hún hins vegar springur ekki varanlega…ég hef alla trú á því að hann muni setja mark sitt á Liverpool og sögu félagsins…en eins og hann sagði sjálfur þá er það ekki umræða dagsins, nú er að fara að treysta aftur, halla sér afturábak í sætinu og njóta ferðarinnar.

 11. Sæl öllsömul

  Áður en ég held lengra er rétt að það sé alveg á hreinu að ég er engu minna í skýjunum en allir aðrir með þessa ráðningu. Þetta er einfaldlega frábært, þó ekki væri nema fyrir bjartsýnina sem ríkir. Það er loksins aftur gaman að tala um Liverpool fc. Það eitt og sér dugar til að réttlæta þessa aðgerð.
  Ég er búinn að eyða alltof miklum tíma síðustu vikuna í að pæla í stjóranum Klopp. Í sjálfu sér er engu við umfjöllunina hans Babu að bæta. Þetta er vægast sagt brjálaður bolti sem hann leggur upp með. Persónulega er ég spenntastur fyrir því að Klopp er með allt aðra nálgun á fótbolta en flestir aðrir stjórar í toppfótbolta þ.e. að staðsetning á liðinu er miklu mikilvægara atriði heldur en staðsetningin á boltanum.

  Þetta sagt…

  Þá býst ég frekar við að það verði frekar hörkulegt “reality check” sem bíður okkar á móti Tottenham næstu helgi. Annað hvort vegna þess að Klopp kemur inn í liðið og ætlar að breyta of miklu of fljótt eða vegna þess að hann ætli sér að taka upp þráðinn þaðan sem Rodgers skildi við hann og spinna sig frá þeim punkti.
  Ég ætla meira að segja að ganga lengra og vara við því að þetta tímabil á ekki eftir að verða neitt sérstakt, ekki í deild allavega. Klopp hefur sannað sig sem frábær motivator og það eitt og sér gæti skilað töluverðu í einhverjum af hinum keppnunum en deildinn verður bras.
  Klopp er að stíga inn í allt annan fótboltaheim. Deild þar sem hvert einasta lið er að hlaupa að lágmarki 110 km í leik og það stundum 2svar í viku + aðrar keppnir. Enska deildin er allt önnur skepna en flestar aðrar deildir, það eru engin Levante eða Sassuolo lið í ensku deildinni. Það og sú staðreynd að Klopp fékk ekkert undirbúningstímabil né setti saman liðið gerir verkefnið erfitt mjög erfitt. Ég vona bara að hann nái að halda einhverjum sjó. Ég held að flestir stuðningsmenn ættu að spyrj sjálfa sig að því hvort þeir muni ennþá halda trúnni ef Klopp verður með liðið í kringum 10 sæti eftir 28-30 umferðir. Það getur nefnilega alveg orðið svo slæmt.
  Ef Klopp nær að halda trúnni í mannskapnum: leikmönnum, þjálfurum, skrifstofufólkinu, eigendum og stuðningsmönnum þegar kemur að næsta sumri þá mun sú trú og traust skila sér, ég skal veðja handleggnum á það. En ég er alltof hræddur um að það muni reyna á það…

 12. Takk fyrir flottan pistil, hittir held ég naglann á höfuðið

  Erum nefnilega með flott lið að mínu mati, flest alt góðirleikmenn ef notaðir rétt.

  Er allavega hrikalega spenntur að sjá hvað Klopp nær útúr manskapnum

 13. Vel mælt Sigurjón… við skulum búast við erfiðum vetri en vona það besta…

 14. Frábær pistill og skemmtilegar vangaveltur um hlutverk leikmanna, kerfi og fleira. Það kæmi mér t.d. ekki á óvart þótt það yrði áfram pláss fyrir Joe Allen (sem a.m.k. squad player) í Liverpool liði Klopps.

  Einnig vil ég taka undir með #7. Sorglegast af öllu var að sjá aðdáendur velta sér upp úr fáránlegum flötum eins og skilnaði, nýrri kærustu, þyngdartapi, tannviðgerðum o.s.frv og reyna að tengja við störf hans og fótbolta almennt. Óþarfi að róta í botnfallinu, það gerir vatnið bara gruggugra fyrir alla.

  Stór hluti af gagnrýninni á Rodgers átti hins vegar rétt á sér. Ég held að hann geti orðið toppklassa stjóri en þetta verkefni kom líklega of snemma fyrir hann. Ég er líka algjörlega sammála #7 um að fótboltinn sem liðið spilaði 2013-14 er sá skemmtilegasti sem ég hef séð okkar ástkæra félag spila – og raunar sá skemmtilegasti hjá nokkru knattspyrnuliði, ef út í það er farið.

  En nóg um þetta, enda er maður enn brosandi eftir tíðindin!

  Jürgen Klopp bíður heldur betur verkefni hjá Liverpool. Ótrúlegast er samt að sjá hvernig þessi ráðning hefur gjörbreytt öllu andrúmslofti og stemmningu í kringum félagið og það áður en búið er að sparka í bolta. Sáuð þið glottið á Ian Ayre í gærmorgun? Hann trúir. Ég er að upplifa þetta sterkara en þegar Liverpool tryggði sér krafta Rafa, Torres eða Suárez.

  Jürgen gerir sér fullkomlega grein fyrir því hverjar væntingarnar eru og því að mínu mati skynsamlegt að tala um jákvæðni og trú í stað bölmóðs og efa. Það má rýna endalaust í þjálfaraferil hans og finna bæði hluti sem gengu upp og aðra sem gerðu það síður. Hann vill menn sem berjast fyrir félagið, eru hungaðir, duglegir og ósérhlífnir. Þá skiptir ekki máli hvað þeir heita, hvaðan þeir koma eða hvað þeir kostuðu.

  Ég held að það sé ekki til betri stjóri í heiminum í dag upp á að blása leikmönnum baráttuanda í brjóst og fá þá til að leggja sig 100% fram. Til skamms tíma er þetta líklega mikilvægara en leikkerfi og tæknilegar útfærslur.

  Leikmenn Liverpool, aðdáendur, borgarbúar og aðrir þurfa að halda áfram að surfa þessa öldu. Orkan, persónutöfrarnir og ástríðan sem Jürgen Klopp býr yfir er einstök. Ég treysti honum fullkomlega til að ráða fram úr tæknilegu þáttunum og held að það sé lykilatriði að honum sé veitt svigrúm og tími til þess og að stemmningin á leikjum verði í takt við það sem hann verðskuldar.

  Þá munu góðir hlutir gerast á Merseyside.

 15. Ég efast stórlega um þær fullyrðingar að enski boltinn sé allt öðruvísi en þýski. Og fullyrðingar um að öll liðin í enka hlaupi minnst 110km eru bara rangar.

  Á síðasta tímabili hljóp Boyd mest allra eða 12km að meðaltali. Á topp 15 eru bara 2 leikmenn frá sama liði = Chelsea. Og eins skrítið og það kann að hljóma þá unnu þeir einmitt deildina.

  Það sem klopp er að fara fram á er 120km að MEÐALTALI! Það eru bara 11 á vellinum og einn þeirra er markvörður . Þetta þýðir að allir leikmenn verða að hlaupa 11.9km. Það myndi setja ALLT liðið á töp 15 listann!

  Ég leyfi mér að fullyrða að koma Klopp mun vera bylting hjá LFC og fyrir ensku deildina. Sjáið bara til þegar e nska pressan fer að fókusar allt í einu á hver hleypur mest og minnst.

  Þýskt hugarfar er einmitt það sem mér hefur dreymt um í mörg ár! Þessi áhersla um hlaup endurspeglar algjörlega þýskt hugarfar.

  Ímyndið ykkur alla þá möguleika sem auka 15-20km í hverjum einasta leik!

  Ég hef aldrei verið meiri spenntur fyrir LFC og Guð blessi FSG!

 16. Sælir félagar

  Ég tek undir með #16 Sigurjóni Njarðarsyni með það að það getur orðið harkalegur árekstur við veruleikann sem við verðum fyrir. Ég er þó heldur bjarsýnni en félagi Sigurjón og held að við munum ná meistaradeildarsæti í vor.

  Ástæða þessarar ætlunar minnar er sú að ég held að liðið okkar hafi mannskap til að ná svo langt. Brendan náði þessum gæðum ekki fram síðustu misseri af ástæðum sem er ekki ástæða til að eltast við nú. Hinsvegar held ég að Klopp hafi það sem til þarf svo allir leikmenn leggist á árar og rói í sömu áttina. Stemmningin og trúin sem ég vona að hann blási mönnum í brjóst, ásamt bjartsýni og áræði með auknu vinnuframlagi mun ráða þar úrslitum.

  Hinsvegar ef fólk ætlast til meira af nýjum stjóra og liðinu á þessum vetri þá er það bjartsýni sem ég deili varla með mönnum. Þó er aldrei að vita hvað gerist ef Klopp nær í leikmenn í heimsklassa í janúar frá Þýskalandi eða víðar. Hann er auðvitað maður sem dregur að því ber ekki að gleyma. Einnig má minna á að Rauðnefur hefur áhyggjur af framgangi liðsins undir Jurgen Klopp sem er ánæjulegt.

  Það er nú þannig

  YNWA

 17. “22
  Það er nokkuð munur á fjölda leika milli enska og þýska boltans auk þess tekur sá þýski sirka mánaðar vetrafri sem er huge deal og i raun skil ég ekki af hverju ensk lið taki ekki frí i janúar.
  Liverpool skillað há pressu og sóknarbolta þegar við unnum næstum titillinn og hvað oft sáum við Liverpool búnir á því þegar leið á leikinn. Hraðinn er meiri og leikálagið líka. Auk þess gekk þessi gegnpressing ekki til legndar þegar andstæðingar fóru finna svör gegn því.
  Klopp veit að enska deildinn er örðvisi og mun aðlaga gegnpressing taktíkina svo hún mun ná tilætluðum árangri.
  Annars hér er grein um gegnpressing og hvernig hún mun virka hjá Liverpool og ensku deildinni. http://anfieldindex.com/17868/gegenpressing-at-liverpool-could-it-work.html?

 18. Frábær pistill Babu!

  Er ennþá að melta að JK se kominn til okkar… Finnst eins og við séum komnir inní nýja tima með gríðarlegan meðbyr og mestu jákvæðni sem eg hef upplifað siðan 25.mai 2005 síðla kvölds. Eg veit að þetta getur allt tekið tima og kannski verður startið þyrnum stráð en tilhugsunin að hafa þennan snilling sem okkar Manager er stórkostleg!

 19. Babu ???? takk fyrir. Evrópu upplýsingar um andstæðinga okkar fölna, þakka fjöldskyldu yðar tíman sem ÞÉR færuð oss.

 20. Finnst menn soldið vera að ofmet leikmannahóp okkar þótt hann sé að mörguleyti ágætur. Okkar vantar töluverðan hraða til að spila þann fótbolta sem Klopp vill spila og við eigum bara einn alvöru kantmann Ibe sem hefur verið mjög lélegur á þessu tímabili. Síðan hefur Moreno verið flottur sem vængbakvörður en það er ekki þar með sagt að hann verði flottur sem vinstri bakvörður enda tvær ólíkar stöður

 21. Alveg sama hvernig þetta þróast næstu mánuði en eitt er víst, við munum ekki sjá leiki líkt og gegn Stoke og Aston Villa í bikarnum. Miðað við lýsingarnar hér að ofan verður sá leikmaður sem lætur sér detta slíkt í hug ekki mikið meira með.

  Hvernig ætli ræðan í hálfleik hefði orðið ef Klopp hefði þurft að horfa uppá Stoke leikinn!!!!

 22. @#22 Haddi

  Þetta er rétt hjá þér. Ég tók þessa tölu upp eftir spjalli við annan mann, en sé að þetta rétt hjá þér. Raunar tókst mér ekki að grafa upp meðaltals vegalengd liða í enska boltanum á nokkrum mínútum á google. Sem, eins og þú kemur inn á, er stórskrítið. auðvitað ætti þessi tölfræði að vera jafn “rétthá” og t.d. fjöldi kláraðra sendinga. Meðal vegalengd er jafnvel mikilvægari. Það lið sem hleypur meira vinnur oftar en ekki leiki.

  En svona svo ég lyppist ekki niður eins og ýsa í suðu… 🙂

  Þá stend ég við það að enska deildinn er miklu grimmarri og harðari enn aðrar deildir í evrópu. Þó ekki væri nema vegna leikjaálagsins og gæðunum á liðunum í neðri helming deildarinnar. Þetta tel ég vera höfuðástæðu þess að ensku liðunum gengur bölvanlega í evrópukeppnum. Það eru enginn grínlið þarna. Það mun taka tíma fyrir Klopp að átta sig á þessu (vonandi ekki samt).

  Kveðja af suðurlandinu

 23. #32
  Veistu hvort Klopp sé að leigja herbergi hjá Brendan eða er það allt húsið?

 24. Þessi finnst mér negla vel varnaðarorð um að halda væntinum á jörðinni með ráðningu Klopp

  Það vita allir að hann breytir ekki öllu á einni nóttu, en fari allt í hundana hjá Liverpool næstu mánuði verður helsta vandamálið ekki það að menn fögnuðu of mikið komu Klopp og þeim metnaði sem félagið er að sýna með ráðningu hans.

 25. það verður gaman að sjá hvernig þetta tímabil á eftir að þróast….

  ég er engan veginn sammála því að það þurfi eitthvað gífurlegt aðlögunar session hjá klopparanum vs. leikmönnum.

  hann er búinn að segja það að liðið er mjög vel mannað og eina sem strákarnir þurfa að gera er að hlusta á hann…

  ég er viss um að við sjáum strax breytingu á liðinu frá fyrsta degi og til hins betra..

  koma smá sjálfstrausti og baráttuhug í hausinn á liðinu og liverpool mulningsvélin fer á yfirsnúning

 26. 38. það fer eftir hvort Kristjan eda Babu reyni að taka tattinn upp;)

  eg rata sjalfur ut

 27. Kannski mun hann leggja mikið upp úr því að leikmenn hans ,,klobbi” andstæðingana ? 🙂

This is your brain on drugs…

Rauði Herinn loksins sameinaður?