Kop.is Ferð: Sala enn í gangi!

Eru allir búnir að hlustsa á viðtalið? Horfa á blaðamannafundinn? Þurrka slefið úr andlitinu? Flott. Hvernig væri þá að sjá Klopp og rauða herinn slátra Manchester United á Anfield í janúar?

Það er nú þegar kominn mjög flottur hópur í ferðina og er þetta þegar orðin fjölmennasta ferð sem við höfum farið. Við viljum þó meira í þessa glæsiferð og það er nóg af lausum plássum. Við erum að tala um Manchester United á Anfield í janúar og ég skal hundur heita ef við borgum þeim ekki síðustu þrjá leiki hressilega til baka þarna. Þetta verður þungarokk!

Allar upplýsingar um ferðina má finna hér. Sláist í för með okkur!

13 Comments

 1. Alltof dýrt. Væri ekki ódýrara semja við eitthvað enskt flugfélag frá Liverpool eða manchester.Og redda okkar litla vel á góðu verði. Þessi íslensku flugfélagu smyrja allt of mikið á þetta 🙂

 2. Ekki sammála því að þetta sé of dýrt. Miðarnir á leikinn einir og sér kosta í kringum 50.000kr. Myndi koma með en ákvað að skella mér frekar á Southampton þann 25. október. Mun samt klárlega fara með fljótlega!

  YNWA

 3. Elmar,

  það er nóg eftir af miðum. Ef þú ert að hugsa um hóp eða nokkra miða er alveg nóg eftir. Við getum í raun fyllt heila flugvél fyrir þessa ferð. Þannig að ef þú ert heitur og ert að hugsa um hóp þá endilega fáðu hópinn til að slást í för.

 4. Ég var að versla 2 miða í þessa ferð, tek betri helminginn með í þessa ferð og ég vona að þið takið vel á móti henni þó að hún sé man utd stuðningsmaður.

 5. Sælir

  Getur einhver hér sagt mér hvar gott er að finna miða á Tottenh vs LFC

  Núna á Laug?

  Verð staddur í London og langar á leikinn

 6. Sælir

  Er að spá…við erum fjögur að fara í þessa ferð…Hef heyrt sögur um að það gæti farið svo að við fengjum ekki sæti saman á leiknum heldur að hópnum verði dritað bara um allan völl.

  Getið þið skýrt þetta aðeins út fyrir mér, eru þetta sæti frá ársmiðahöfum sem eru að “leigja” sætin sín eða?

 7. Frúin er sett nokkrum dögum eftir leik. Hverju mælið þið reynsluboltar með, should i stay or should i go ?

 8. Sælir,
  Ég er að hugsa um að skella mér en var að spá, er ekki hægt að kaupa einn miða í tvíbýli og lenda þá með einhverjum öðrum sem fer þá einn eða er auka í hóp?

  Bkv.

 9. Sælir hvernig sæti eru þetta maður hefur farið svona pakkaferðir og alltaf fengið frekar slöpp sæti… Og ef maður fengi það aftur þá er þetta frekar mikill peningur..

 10. Sætaskipan: Ég get ekki svarað þessum spurningum þar sem við fáum miðana ekki í hendurnar fyrr en á fimmtudeginum fyrir leik. Það eru þrír mánuðir þangað til. Þá fyrst veit ég hversu margir miðar eru í Kop-stúkuna, hversu margir á hliðarlínurnar, o.sv.frv.

  Hins vegar höfum við verið að fá frábæra miða hjá okkar aðila úti og ef það hafa verið 2-3 leiðinlegir miðar í hverri ferð höfum við fararstjórarnir tekið þá sjálfir. T.d. tók ég að mér að sitja í Anfield Road End gegn Swansea fyrir einu og hálfu ári en var þá heppinn og fékk 5 af 7 mörkum leiksins beint í andlitið í frábærum 4-3 sigri þannig að ég græddi á endanum.

  Auðvitað vilja allir vera niðri við hliðarlínu eða í Kop-stúkunni og við reynum að taka tillit til allra sem við mögulega getum. Við getum þó ekki lofað neinu þar sem við einfaldlega vitum ekki sætaskipan á völlinn fyrr en 2-3 dögum fyrir leik. En þessi aðili sem við fáum miðana hjá hefur verið að láta okkur hafa mjög góða miða hingað til.

  Það besta við miðana sem við höfum verið að fá er að það ná nánast undantekningarlaust allir að sitja saman á vellinum sem eru að ferðast saman. Það er mjög mikilvægt að fólk geti setið 2-3-4 saman eftir óskum.

  Enn og aftur getum við engu lofað en vonandi gefur þetta nægar upplýsingar í bili um sætaskipan.

 11. Aðeins í umræðuna.

  Við höfðum velt því fyrir okkur töluvert hvort við ættum að skoða það að fara af stað með það að skoða svona hópferðir í borgina beztu félagarnir, því vissulega er hægt að fara slíkar ferðir á alls konar hátt, fljúga um allt England, finna sér ódýra gistingu og nýta ólíka staði til að ná sér í miða. Höfum allir verið í því held ég og farið á alls konar staði og fengið mismunandi miða.

  Ferðalagið með okkur snýst um það að við bjóðum upp á pínu meiri “hópsál” því okkur kannski fannst það vera eitthvað sem mætti bjóða vel uppá. Þeir sem vilja fá “The Liverpool Experience” held ég að fái góða þjónustu hjá okkur. Það er auðvitað val hvers og eins hvað viðkomandi vill velja en við höfum safnað okkur upplýsingum gegnum tíðina um það hvað er í gangi í borginni í kringum leikdaga, vitum hvenær best er að storma á túrinn á Anfield í kringum leikina (mikið lokað á ákveðin svæði á vellinum í kringum leikdaga) og rötum á pöbbana sem bjóða upp á stemmingu í kringum leikina.

  Þess utan erum við í bland fjölskyldumenn sem vitum hvar er gott að versla, matgæðingar sem höfum oft fengið góðan mat á Merseyside og býsna dökkir næturhrafnar sem rötum um næturlíf borgarinnar….svona ef okkur væri öllum komið saman í einn karakter.

  Ég vona að þeir sem hafi þvæst með okkur geti vitnað um það að við höfum getað bent fólki á það sem það leitaði eftir og því miður hefur það stundum komið fyrir finnst mér að LFC aðdáendur hafa farið í slíka ferð án þess að ná að upplifa allt umhverfi töfralandsins í kringum leiki liðsins.

  Leikirnir sjálfir eru misjafnir og stemmingin á vellinum líka, þó ég treysti því að þarna muni völlurinn skoppa! Við höfum lagt upp með það frá byrjun að fá miða í einmitt þeim anda sem er lýst hjá Kristjáni. Við höfum fengið pör, 4 – 6 saman hlið við hlið og stærri hópa inni á sömu svæðum vallarins. Algert lágmarksmagn miða er á Anfield Road End og þá tökum við vanalega. Eins og Kristján sátum við Einar Matthías í slíkum miðum í fyrstu ferðinni og sáum nefið á Suarez þegar hann skoraði í andlitið á þeirri stúku eitt fjögurra marka sem öll komu þeim megin. Við fáum á einhverjum tímapunkti farþegalista og látum okkar mann úti vita af þeim hópastærðum sem þar eru uppgefnar. Þar hefur hann haft að aðalatriði að hópar fái að sitja saman og það getur ráðið hvar fólk endar. En hann virkilega reynir og okkur hefur gengið framar vonum að fá miða á ágætum stað.

  Nær allir miðar eru ársmiðar sem eru leigðir í viðkomandi leik. Pappírsmiðar eru algerlega hverfandi, við fengum í fyrstu ferðinni 6 miða þar sem að aðdáendaklúbbur frá Indlandi fyllti ekki pappírsmiðaferð. Það er einfaldlega vegna þess að hringurinn á vellinum er einfaldlega setinn af ársmiðahöfum sem að leigja út 3-4 leiki til að hafa efni á ársmiða.

  Þetta er skothelt á allan hátt…allt af því að aðilinn okkar úti er solid og hefur áratuga reynslu af slíkum ferðum.

  Svo ég ætla bara að leyfa mér að mæla með okkur, við leggjum okkur allir 1000% í það að fólki líði vel með okkur og elski Liverpool liðið og borgina meira en áður. Það er aðalmálið.

Uppfært: Jurgen Klopp nýr stjóri Liverpool (Staðfest)

This is your brain on drugs…