Leikmannaviðskipti undir stjórn FSG

 1. Er Liverpool orðið svokallað “selling club” undir stórn FSG í þeirri meiningu að þeir selji alltaf stærstu stjörnur liðsins?

 2. Er of mikil áhersla lögð á að kaupa unga og óreynda leikmenn í stað þess að setja peninginn í það að kaupa færri og stærri nöfn? Hafa FSG ofan á það látið reyndari leikmenn félagsins fara of snemma?

Þetta var eitt af aðal umræðuefnum podcast þáttarins sem týndist. Ömurlegt að tapa þættinum en mig langar að skoða aðeins hlut FSG hvað þessa tvo punkta varðar. Það finnst mér best með því að skoða hvern glugga fyrir sig og taka þetta svo saman í restina.

Upplýsingar um hvern glugga fæ ég af LFCHistory.net og skor er bara huglægt mat hjá mér og raunar partur af annari færslu sem ég er með í smíðum. Flokka samt þá sem ég set í A og B sem góð kaup og C-D-F sem frekar vond kaup eða þá sem ekki hafa sannað sig. Auðvitað er ekki sanngjarnt að bera bara saman kaup og sölur því án launanna vantar helminginn í dæmið. En þetta gefur fína vísbendingu um hvern glugga og hvað FSG hefur verið að eyða í leikmenn.


2010-11
Þeir koma inn í október 2010 og ná því janúar glugganum árið 2011.
2010 - 11
Þrátt fyrir sölu á skærustu stjörnu liðsins og kaup á risa floppinu Andy Carroll dæmir sagan þennan glugga vel. Seinna kom í ljós að FSG var meira en til í að selja Torres og fengu fyrir hann frábært verð. Comolli var þarna að stjórna leikmannaviðskiptum í samvinnu við Dalglish sem var ný tekinn við.

Tveir sóknarmenn inn á besta aldri (21-24 ára), kaupverðið á Englendingnum algjörlega galið en gaf fyrirheit um framhaldið. Sala á Torres var samt mun meira óhugsandi þarna en hún er núna tæplega fimm árum síðar. “Selling club behavior” klárlega en líklega vissu forráðamenn félagsins meira en gefið var upp á þeim tíma.

Sumarið áður var Hodgson búinn að fá inn Joe Cole sem stóra nafn sumarsins á mjög háum launum og Bretavæðing félagsins því þá þegar hafin. Paul Konchesky kom á sama tíma sem fyrsti kostur í bakvörðinn.

FSG lagði lítið út nettó í þessum glugga en launalega kom þetta líklega mjög vel út enda Babel og Torres á mun hærri launum en Suarez og Carrol byrjuðu á.

Niðurstaða: Tveir menn keyptir inn hugsaðir beint í byrjunarliðið og einn út í staðin ásamt varamanni.


2011-12
Sumarið sem Comolli og Dalglish fengu
2011 - 12
Tiltekt á leikmannahópi var krafan eftir mjög erfið lokaár Gillett og Hicks. FSG bretti upp ermar og fór í málið með Dalglish við stýrið og Comolli í framsætinu. Henderson kom 21 árs gamall, fyrirliði U21 árs landsliðsins. Charlie Adam, Downing, Enrique og Bellamy komu allir til að styrkja hópinn. Allt leikmenn sem keyptir voru innan Úrvalsdeildarinnar og allir á aldri sem ekki er hægt að flokka sem unglingsaldur. Kostnaður við þá var 47,2m af þeim 53m sem var eytt þetta sumar. Bellamy kom á frjálsri sölu og telur því ekki með í þeirri upphæð. Með þeim komu svo Coates, 21 árs miðvörður og gríðarlegt efni, Jordon Ibe og Texeira, báðir mjög ungir leikmenn sem komu fyrir lítið.

Það var ekki mótmælt einni leikmannasölu þetta sumarið og nettó eyðsla FSG var um 30m skv. LFCHistory.com. Þetta var of lélegur leikmannagluggi að mati FSG og árangur liðsins, sérstaklega í deildinni enganvegin á pari við væntingar. Núna fjórum árum seinna eru aðeins þrír ennþá á leikmannaskrá og einn af þeim má ekki æfa. Henderson og Ibe eru hinsvegar báðir á góðri leið með að láta þennan glugga koma út í plús þrátt fyrir allt.

Comolli og Dalglish fengu reisupassann og ákveðið að taka alveg nýja stefnu (að maður hélt) og fá alveg nýja menn í starfið. Fjórða skiptið sem félagið skipti alveg um stefnu á rúmlega tveimur árum.

Niðurstaðan: Eftir sumarið komu inn a.m.k. fjórir menn sem áttu að fara beint í liðið til viðbótar við þá tvo sem komu í janúarglugganum. Út fóru tveir byrjunarliðsmenn og annar þeirra var Paul Konchesky!


2012 – 13
Brendan Rodgers tekur við um sumarið og hefur takmarkaðan tíma til að kaupa inn leikmenn. Félagið var ekki enn búið að ráða mann (nefnd) í stað Comolli og úr varð hálfkák sem skilaði engu.
2012 - 13
Brendan Rodgers fékk ekki úr miklu að moða sumarið 2012 og gaf alls ekki góð fyrirheit um nef sitt á leikmannamarkaðnum. Allur peningurinn fór í Borini og Allen, menn sem höfðu unnið með honum áður en hafa aldrei náð að heilla stuðningsmenn Liverpool. Aðeins einn af þessum mönnum er ennþá hjá félaginu þremur árum seinna og framtíð hans er vægast sagt óviss eftir brottrekstur Rodgers. Mest spennandi nafnið var lánsmaðurinn Nuri Sahin en sá náði heldur betur ekki að heilla og sagðist eftir dvölina hjá Liverpool hafa spilað úr stöðu allann tímann.
Þarna er keypt inn 21-24 ára gamla leikmenn sem er fínn aldur og þeir komu inn í hóp reyndari manna.

Þetta sumar byrjar FSG svo að losa sig við stór nöfn sem komin voru á aldur og ekki að skila vinnuframlagi í takti við Meistaradeildar launaseðilinn. Það var mjög lítið mótmælt sölum á mönnum eins og Aurélio, Kuyt, Rodriguez, Aquilani, Bellamy, Charlie Adam, Joe Cole, Nuri Sahin eða Alexander Doni. Lítið sem ekkert fékkst fyrir flesta þeirra og enginn þeirra hefur gert mikið í boltanum síðan þeir fóru frá Liverpool sem segir manni að þeirra tími hafi ekki verið kominn. Eftir á að hyggja hefði maður kannski haldið Kuyt og Maxi eitt ár í viðbót úr því sumarinnkaupin voru svona léleg en það er ekki mikil eftirsjá.

Þarna var FSG einnig byrjað að selja leikmenn sem höfðu komið undir þeirra stjórn en mesta bull sumarsins var að kaupa ekki sóknarmann en lána dýrasta leikmann í sögu félagsins sem FSG hafði heimilað kaup á 18 mánuðum áður.

Sex mánuðum seinna komu loksins leikmenn sem eitthvað bættu liðið. Enn á ný leikmenn sem hugsaðir voru beint í liðið, keyptir inn 21-24 ára gamlir.

Niðurstaðan: Líklega var hugsað Borini, Allen og Sahin alla beint í liðið en enginn þeirra hélt sæti sínu. Borini og Allen meiddust strax og Sahin fór í janúarglugganum til baka. Rodgers fékk ekki byrjunarliðsmenn fyrr en í janúar en sagan segir að hann hafi frekar valið að kaupa Borini frekar en Sturridge um sumarið. Út fóru nokkrir leikmenn sem höfðu mikið spilað árin áður.


2013 – 14
Leikmannanefnd farin að starfa á fullum krafti með Rodgers
2013 - 14
Rodgers var ekki sáttur við hópinn sem hann fékk er hann tók við og fékk að kaupa meira inn sumarið 2013. Magninnkaup annað sumarið af þremur undir stjórn FSG og þetta eina sumar sem útaf stendur skilað engum gæðum.

Enn mótmæli ég þó að einungis hafi verið keypt inn unglinga eða sett lítinn pening í leikmannakaup. Þessi peningur var bara ekki nægjanlega vel nýttur. Aspas kom sem þriðji kostur í mjög góða sóknarlínu og kostaði helming þess sem fékkst fyrir Carroll. Mignolet var hesturinn sem veðjað var á í markið, enn ein dýr Úrvalsdeildar leikmannakaupin en vissulega landsliðsmarkmaður Belga árin á undan. Sakho var stóru leikmannakaup sumarsins en lenti strax í meiðslavandræðum. Cissokho og Moses komu á láni til að fylla í hópinn.

Alberto kom fyrir Shelvey (sem vildi fara) og Ilori kostaði 7m. Þetta er sá gluggi sem mest er horft til þegar stefna í leikmannakaupum er gagnrýnd. Alberto, Aspas og Ilori kosta samanlagt 20.8m sem er það sama og góður sóknarmaður. Aldur þeirra sem keyptir eru er engu að síður ekkert óeðlilegur og þarna eru a.m.k tveir menn sem hugsaðir voru beint í byrjunarliðið (þar sem þeir eru í dag). Það að kaupa tvo menn í byrjunarliðið er vanalega merki um nokkuð ágætt sumar.

Út fóru fjórir Englendingar, Carroll sem var vonarstjrna félagsins til framtíðar var farinn á 2,5 árum og m.v. feril hans hingað til var það góð sala. Shelvey vildi fara og þó hann sé að sýna sín gæði núna hefur það tekið hann tíma sem var ekki í boði hjá Liverpool. Downing sem kom á 18,5m var svo farinn tveimur árum seinna. Það eru ekki margir sem voru ekki á því að félagið hefði sannarlega getað notað þennan pening betur á meginlandi Evrópu eða í S-Ameríku.

Það ótrúlega er að þrátt fyrir mjög lélegan glugga var Liverpool nær því að vinna titilinn á þessu tímabili en félagið hefur verið síðan hann vannst síðast.

Niðurstaðan: Teir menn keyptir beint í byrjunarliðið og tveir seldir sem höfðu spilað mikið tímabilið á undan (Shelvey og Downing). Auk þeirra komu fjórir til að fylla upp í hópinn en bættu hann sama og ekkert.


2014 – 15
Loksins loksins var félagið komið í Meistaradeildina og gat farið að kaupa alvöru nöfn (hélt maður). Nei, með breskan stjóra og mikið til breska leikmannanefnd var ákveðið að kaupa inn frá Southamton þetta árið og styrkja þá bara nokkuð duglega.
2014-15 b
Það er ennþá of snemmt að dæma þennan glugga en eins og staðan er núna bóka ég þetta sem rúmlega 80% léleg leikmannakaup. Eðlilega hefur enginn leikmaður Liverpool blómstrað sl. 18 mánuði en þessi gluggi held ég að sé að fara mjög illa með Rodgers. Fyrir það fyrsta er hægt að ná mun meira út úr þessum mönnum en tekist hefur og í öðru lagi er komið gott af þessari þröngsýnu Úrvalsdeildar innkaupastefnu. Southamton fékk 49,5m frá Liverpool og fékk um leið betri leikmenn í stað þeirra sem fóru til Liverpool. Alderweireld á láni, Tadic fyrir klink og Pelle í stað Lambert. Þessi samanburður er átakanlegur ári seinna fyrir FSG og Rodgers.

Það að klúðra X-factor kaupunum (Sanchez) réði úrslitum, Liverpool fékk Balotelli og Sanchez fór til Arsenal til að strá salti í sárið. Hann gekk frá United núna um helgina munuði, Suarez style.

Moreno, Can, Markovic og Origi eru allt leikmenn sem ég hef ennþá trú á og var sáttur við kaupin á þeim öllum. Þó Rodgers verði seint sakaður um að nota ekki unga leikmenn grunar mig að nýr stjóri nái að nýta þá betur en Rodgers var að gera (ekki að það sé mikið challenge).

Það að selja leikmann eins og Suarez er aldrei vinsælt og er klárlega “selling club behavior” ef heimurinn væri bara annað hvort svartur eða hvítur. Allir vita hinsvegar að Suarez fylgdi einhver mesti farangur sem maður man eftir og morgunljóst að hann ætlaði sér að fara. Liverpool fékk fyrir hann 75m og seldi hann meðan hann var í 4 mánaða banni, annað bannið sem hann fékk sem leikmaður Liverpool fyrir að bíta andstæðinginn. Þriðja á ferlinum. Auðvitað vildi ég halda honum og hann mátti bíta hvaða andstæðing sem er mín vegna en ég bara get ekki gagnrýnt FSG fyrir þeirra meðhöndlun á Suarez sölunni.

Agger fór heim til Danmerkur 30 ára sem segir allt um hvert hans ferill stefnir og aðrir sem fóru voru búnir með tíma sinn hjá klúbbnum.

Niðurstaða: Það er keypt inn þrjá leikmenn á besta aldri sem allir voru hugsaðir beint í byrjunarliðið. Með þeim koma fjórir ungir leikmenn (20-22 ára) sem áttu að bæta hópinn. Rest er Lambert og Origi. Það eru kaupin á Lallana, Balotelli og Lovren sem þurfa að heppnast betur, peningurinn sem þeir kostuðu eru oft verðið sem toppleikmenn kosta önnur lið.

Að bæta fyrir leikmann eins og Suarez er nánast vonlaust. Það er alveg útilokað ef kaupin á eftirmanni hans klikka og endað er á panic kaupum á annað hvort Balotelli eða öldruðum Samuel Eto´o.


2015 – 16
Rodgers fékk að halda áfram en var er undir gríðarlegri pressu.
2015 - 16
Eftir söluna á Suarez mátti FSG ekki við Sterling sögunni strax 6 mánuðum seinna. Það er ömurlegt að vera uppeldisstöð fyrir Man City og missa 20 ára enskan landsliðsmann sem á framtíðina fyrir sér. Það er klárlega “selling club behaviour”. Á móti átti Sterling lítið eftir af samningi og lét eins og hálfviti í vetur og gerði illt verra fyrir félagið sem var að rétta úr kútnum eftir ömurlega byrjun á tímabilinu. Liverpool fékk 49m söluverð fyrir hann og ég veit ekki hvað FSG átti að gera meira til að halda honum með 2 ár eftir af samningi?

Tíminn leiðir í ljós hversu vel þessi gluggi heppnaðist en á pappír finnst mér þetta ein mest spennandi leikmannakaup félagsins undir stjórn FSG. Dýrasti leikmaðurinn er vissulega enn einn Úrvalsdeildarleikmaðurinn en engu að síður mjög spennandi. Firmino finnst mér mjög spennandi og þá meina ég í sama klassa og t.d. Mkhitaryan og Willian, leikmenn sem Liverpool hefur reynt að landa undanfarin ár án árangurs.

Niðurstaðan: Keypt er inn fjóra leikmenn sem allir eru hugsaðir beint í byrjunarliðið. Hinir þrír eru varamarkmaður, Ings og Gomez. Út fara tveir af lykilmönnum sl. ára, leikmenn sem skilja eftir sig skörð. Sterling og Gerrard.


Bretlandseyjar og Enska Úrvalsdeildin eru bara lítið brot af markamðnum.
Eftir fimm ár af breskum stjórum er tilhugsunin um þýskan stjóra hreint rosalega spennandi með næstu leikmannaglugga í huga. Þrátt fyrir leikmannanefndir eða DoF þá er það stjórinn sem tekur lokaákvörðun um öll leikmannakaup og flestir sækja í þann markað sem þeir þekkja best. Breskir stjórar þekkja langbest til leikmanna sem spila í Úrvalsdeildinni og vilja því eðlilega veðja á þær stærðir sem þeir þekkja best.

Þetta er auðvitað ekkert algilt og ég er alls ekki að segja að Liverpool hafi bara keypt leikmenn með reynslu af Úrvalsdeildinni undanfarin ár eða að það sé alltaf slæmt að kaupa Úrvalsdeildar leikmenn. Af þeim sem komu í sumar eru allir nema einn frá öðrum Úrvalsdeildarliðum en ég var samt nokkuð spenntur fyrir þessum glugga. Á móti myndi Benteke á meginlandinu kosta svona 10-15m í stað þeirra 32.5m sem hann kostaði sem Úrvalsdeildarleikmaður.

FSG hefur keypt leikmenn fyrir 410m.
Frá því FSG keypti Liverpool hefur félagið borgað 410m samanlagt í kaupverð og selt leikmenn á sama tíma fyrir 280m. Liverpool kaupir leikmenn fyrir 20-30m umfram leikmannasölur að meðaltali undir stjórn FSG. Inn í þetta vantar laun leikmanna sem mögulega brúar bilið eitthvað og eins er ekki gert neitt ráð fyrir lánssamningum eða leikmönnum á frjálsri sölu. Þessar tölur vinn ég af LFCHistory síðunni og ber ekki að taka sem heilaga ritningu.

Af þessum 410m hafa 59% (242m) verið notaðar í Úrvalsdeildarleikmenn sem hugsaðir voru beint í hópinn ef ekki byrjunarliðið. 2,7% (11m) fóru í unga og efnilega leikmenn eins og Ibe og Gomez sem keypt er innan Bretlandseyja. Þetta eru ekki endilega Bretar heldur leikmenn sem Liverpool er að kaupa af öðrum Úrvalsdeildarliðum, leikmenn sem stjórar Liverpool þekkja af veru þeirra í Englandi. Balotelli og Borini tek ég t.a.m. með í þessu dæmi þó báðir hafi reyndar verið keyptir frá Ítalíu. Þarna telja t.d. Milner og Bellamy ekki með þar sem þeir komu á frjálsri sölu.

Mest allt eru þetta leikmenn sem koma frá liðunum fyrir neðan topp fimm liðin eða þá leikmenn sem komast ekki í þau lið lengur. Það að kaupa besta leikmann frá liðum eins og Southamton, Aston Villa, Newcastle og Sunderland er að kosta miklu meira í bæði kaupverð og laun en við erum að sjá önnur lið gera á meginlandi Evrópu. Oftar en ekki er ekkert samhengi á milli kaupverðs og gæða í þessum bresku leikmannakaupum.

Af þeim leikmönnum sem Liverpool hefur keypt fyrir samtals 253m af Bretlandseyjum síðan FSG tók við myndi ég ekki vilja missa sex þeirra. Henderson, Sturridge og tvo sem komu bara í sumar Clyne og Benteke. Þessir fjórir ásamt auðvitað unglingunum Ibe og Gomez. Samanlagður kostnaður þessara sex er 79m eða 31% af kaupverði Úrvalsdeildarleikmanna.

FSG hefur skv. þessari uppsetningu minni keypt leikmenn frá meginlandi Evrópu og S-Ameríku fyrir 157m. Leikmenn sem áttu að verða lykilmenn strax hafa kostað 126m eða 30,8% af heildarkaupverði en þeir sem ég myndi flokka sem kaup til framtíðar annarsstaðar frá en af Bretlandseyjum hafa kostað 30,5m eða 7,4%. (T.d. Alberto, Ilori, Assaidi, Yesil, Texeira o.s.frv).

Ég er ekki að segja að allir þeir sem hafa verið keyptir af meginlandi Evrópu hafi verið svona miklu betri en þeir sem keyptir voru úr Úrvalsdeildinni. Þó vissulega séu í þessum hópi menn eins og Suarez, Coutinho og Sakho plús efnin sem komið 2014. Ég velti frekar fyrir mér hvað var hægt að fá í staðin fyrir þann pening sem fór í Downing, Carroll, Lovren, Lallana, Allen o.s.frv.

Rafa Benitez kom til Liverpool árið 2004 eða nákvæmlega á þeim tíma sem Spænski boltinn var að taka yfir. Hann keypti menn frá Spáni sem við höfðum varla heyrt af eins og Alonso, Reina, Garcia. Seinna komu Marcerano og Torres. Auðvitað komu leikmenn með sem ekki náðu sanna sig en alltaf reglulega komu alvöru gæði inn í hópinn. Fyrir var sterkt lið sem Houllier hafði byggt upp. Hann kom til Liverpool á þeim tíma er Franski boltinn var að taka yfir heiminn. Hann náði reyndar ekki að kaupa marga nothæfa Frakka en keypti í staðin marga góða menn sem mynduðu hryggsúluna í Liverpool liðinu mörg ár í röð. Fæstir lykilmanna Liverpool þá komu frá öðrum verri Úrvalsdeildarliðum.

Núna eru það Þjóðverjar sem eru heimsmeistarar og mest spennandi þjálfarinn í boltanum er á lausu og orðaður sterklega við Liverpool. Guð minn góður hvað ég er meira en tilbúinn til að kveðja fimm ár af samfeldri stjórn breskra stjóra og ráða Þjóðverðja núna. Mann sem þekkir vel til á meginlandinu og þá ekkert endilega bara í sínu heimalandi.

Mögulega var þjálfarinn stærsti parturinn af vandamálinu, en FSG þarf að bæta árangur sinn í innkaupum og það strax. Þeir hafa bara verið með breska þjálfara og m.v. árangur Breta í Evrópu og Heimsmeistarakeppnum bæði hjá landsliðum og félagsliðum er nokkuð ljóst að þeir eru ekkert endilega að framleiða mestu gæðin þó þar sé mest af peningum.

Breskir stjórar fá í mesta lagi aðstoðarþjálfarastöðu hjá stórum liðum á meginlandi Evrópu þannig að ekki er eftirspurnin mikil eftir þeim heldur. Roy Hodgson er landsliðsþjálfari sem endurspeglar metnaðinn.

Rodgers lýsti því kokhraustur yfir er hann tók við að hann vildi synda á móti straumnum og sanna það að ungir breskir leikmenn væru alveg á pari við jafnaldra sína annarsstaðar. Eftir sjö leikmannaglugga tel ég ágætt að gefa þetta upp á bátinn í bili og synda með straumnum aðeins í leikmannainnkaupum. Ekki það að Rodgers hafi ekki haft eitthvað til síns máls. Hann á t.a.m. mjög mikið í því verði sem fékkst fyrir Sterling.

Galið að kaupa helstu skotmörkin frá öðrum Úrvalsdeildarliðum.
FSG lýsti því yfir að þeir ætluðu vinna upp muninn á Liverpool og ríkari liðum m.a. með því að vera sniðugri á leikmannamarkaðnum. Síðan hafa þeir reynt að kaupa nánast alla sína lykilmenn frá Bretlandseyjum, dýrasta markaði í sólkerfinu. Það gefur bara enganvegin til kynna að verið sé að reyna úthugsa keppinautinn. Þeir sem byrjuðu svo vel þegar þeir keyptu besta leikmann Hollensku deildarinnar, mann sem er núna einn af 3-5 bestu í heimi.

Ensk lið verða að hafa X marga uppalda leikmenn og X marga Englendinga. Staða Liverpool hvað þetta varðar er góð en núna er vonandi málið að ala upp leikmenn til að fylla upp í þennan kvóta og kaupa alvöru gæði hvar sem þau er að finna í heiminum, ekki byrja á því að skoða hvað er laust í Úrvalsdeildinni.

Enda þetta á því að svara spurningunum.

1. Er Liverpool orðið svokallað „selling club“ undir stórn FSG í þeirri meiningu að þeir selji alltaf stærstu stjörnur liðsins.
Nei ég vill ekki meina það alveg strax þó FSG hafi misst alla sína lykilmenn gegn vilja sínum. Það er alltaf eitthvað og maður gat skilið söluna á þeim öllum, Torres, Suarez og Sterling. United er ekki selling club þó þeir hafi misst Ronaldo til Real Madríd. Frá 2009 hefur Liverpool ekki getað haldið sínum heimsklassa leikmönnum en á þessum tíma varð félagið nánast gjaldþrota og er að vinna sig út úr því. Núna er engu að síður kominn tími til að taka næsta skref og koma Liverpool á þannig stall að bestu leikmenn liðsins vilji vera áfram.

2. Er of mikil áhersla lögð á að kaupa unga og óreynda leikmenn í stað þess að setja peninginn í það að kaupa færri og stærri nöfn? Hafa FSG ofan á það látið reyndari leikmenn félagsins fara of snemma?
Nei alls ekkert búið að kaupa of mikið af ungum leikmönnum, vandamálið er mikið frekar að stóru upphæðirnar fara ekki í nægjanlega mikil gæði. FSG hefur staðið við loforð sitt um að setja það sem afgangs er af rekstri félagsins í leikmannakaup og 410m eiga að skila okkur betri hóp en þetta þrátt fyrir að vissulega hafi verið selt 2-3 heimsklassa leikmenn.

Ég man svo ekki eftir reyndum leikmanni sem FSG hefur selt sem ekki var kominn tími á. Reina og Kuyt kannski en báðir áttu mjög döpur tímabil áður en þeir fóru.

43 Comments

 1. Flottur pistill! Ein smàsmuguleg athugasemd….A-B og svo C-D-F? Hvað með E?

 2. Frábær lesning.

  Sýnir svo ekki verður um villst að það er villandi að tala um að Rodgers hafi fengið 300m punda í leikmannakaup á sínum tíma, það verður að skoða það sem hefur verið selt á móti.
  M.v þessa eyðslu er árangur okkar ef til vill ekkert svo undarlegur?
  Fer samt aldrei af þeirri skoðun að Rodgers var búinn að missa það, eftir Stoke viðbjóð í vor þá var hann dead man walking.

  FSG er að mínu mati vandi, vona að þeir breyti sinni taktík með ráðningunni á Kopp. Það kemur strax mikið TEST á þá núna þegar Barcelona reynir að næla í Coutinho í janúar glugganum.

  Fróðlegt að sjá það.

 3. fínn pistill.

  klopp er á leiðinni.. bjart frammundann.. ég vona að kallinn fái morðfjár til að versla fyrir og hans fyrstu kaup verða reus í janúar.

 4. Nr. 1

  Þetta var hugsað hjá mér sem einkunnagjöf að Bandarískri fyrirmynd (er E með þar?). Satt að segja var ég bara með A-B-C-D þar til kom að Balotelli, þá bætti ég F(all) við nokkra aðra. Ekki spá samt of mikið í þessu.

  Lagaði samt Moreno sem var rangt skráður hjá mér með D. Átti að vera B og er það núna.

 5. Eitt sem ég held að klúbburinn hefði getað höndlað betur á undanförnum árum, hvort sem það er Rodgers eða öðrum að kenna, var að vera fljótari að spotta hverjir væru lykilmenn til framtíðar og negla þá niður á langtímasamning.

  Dýrasta klikkið í þessu sambandi var líklega Sterling, sem hefði glaður undirritað 90þ punda samning eftir tímabilið 13-14 hefði honum staðið það til boða. En þá ofmat klúbburinn stöðu sína, ofmat tryggð Sterling og vanmat sannarlega staðfestu hans í að koma sér í burtu. Það truflaði hálft síðasta tímabil, gróf undan orðspori LFC og gerði stöðu Rodgers mjög erfiða fyrir núverandi tímabil.

  Klúbburinn hefði getað neglt Gerrard með því að bregðast fyrr við og af meiri festu. Svo má alltaf deila um hvort það hafi verið æskilegt eða ekki.

  Þeir biðu lengi með að semja við Henderson en komust upp með það vegna skynsemi/heilinda eða bara skynsamlegs stöðumats Henderson. En það kostaði líklega 20-30 þúsund pund á viku í hærri laun. Sama má kannski segja með Ibe en það slapp, sem betur fer fyrir hann og þá tímabundnu þroskadýfu sem hans leikur er í um þessar mundir.

  Summan af þessu finnst mér benda til þess að eigendur og stjórnendur Liverpool hafi ekki áttað sig á því sem Carragher summeraði svo snyrtilega (og sársaukafullt) að Liverpool væri orðið Tottenham. Með öðrum orðum, við erum ekki eins stór og við höldum. Framkoma Sterling sýndi það best af öllu.

  Þess vegna ríður á að gera strax þær breytingar að þegar ungur leikmaður tekur augljós skref upp á við í getu, þarf að umbuna honum fyrr og negla hann á áframhaldandi langtímasamning. Það eykur líkurnar á að við getum haldið upprennandi heimsklassaleikmönnunum 1-2 árum lengur, sem aftur eykur líkurnar á að við náum að keppa um og jafnvel vinna titla, sem aftur eykur líkurnar á að heimsklassaleikmenn vilji vera áfram hjá okkur. Nú og ef við þurfum að selja þá, verður það fyrir algjört toppverð og alltaf á forsendum klúbbsins.

 6. Ég dáist að þeirri vinnu sem menn leggja í það að halda út þessari síðu og þeirri heimildarvinnu sem oft liggur að baki þeim pistlum sem hér eru birtir.

  Mér finnst mjög merkilegt í allri þessari umræðu um kaup og sölur á leikmönnum að nánast öll athygli er á kaup/söluverði leikmanna. Á sama tíma fær launakostnaður hinsvegar ótrúlega litla athygli. Setjum sem dæmi ef samið er við leikmann til 3 ára og laun eru annars vegar 100.000 pund á viku og hinsvegar 200.000 pund á viku. Munurinn þarna er ca 15.6 milljónir á þessum 3 árum. Það má kaupa ágætis leikmann fyrir þennan mun. (td. nýjan Joe Allen!!)

  FSG hefur unnið í því að reyna að ná launakostnaði niður síðan þeir tóku við og nýlega sá ég tölur yfir 10 launahæstu leikmenn deildarinnar, þar átti Lpool að sjálfsögðu engann.

 7. Frabær pistill….
  Theim mun fyrr sem Liverpool ( eigendur , stjorn og ahengdur ) atta sig a ad LFC er ekki lengur stor klubbur , hvorki a enska ne alheimsvisu lengur tha er møguleiki ad snua thessu vid og komast i fremstu rød aftur…..Øll thessi misheppnudu kaup bera merki ørvæntingar..

 8. Mjög flottur pistill ! Takk fyrir það.

  Sammála næstum öllu nema mér finnst Migno hafa verið A síðan hann fót í naflaskoðun en auðvitað líður hann fyrir freka slappa varnaruppstillingu.

  Það fyrsta sem nýr stjóri gerir er að fylla upp í vörnina og styrkja hana vona ég.

  Mjög sammála F-inu !
  :O)

  YNWA

 9. Mjög áhugavert.
  En svo er einnig spurning hvers vegna nokkrir afar áhugaverðir og reyndar góðir leikmenn ná ekki að blómstra hjá Liverpool.

 10. Frábær pistill og mjög góð yfirferð. Ég er sammála matinu á flestum leikmönnunum en það er einn sem ég myndi setja amk í B og líklega í A meira að segja og það er Craig Bellamy… Ok ég myndi setja hann í B, en hann var frábær þótt hann hafi ekki endilega byrjað marga leiki þá var eitrað að hafa þetta hraðan mann á bekknum sem virkilega gat brotið leikinn upp þegar hann kom inn á.

  Annars hvað varðar stjóraskiptin þá var ég aldrei almennilega á RodgersOut vagninum þótt að RodgersIn vagninn hafi verið orðinn ansi háll undir rest. Ég tel að það væri algjörlega frábært að fá Klopp og ég held að hann gæti svo sannarlega lyft móralnum upp bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Þess fyrir utan þá er hann með frábæra ferilskrá og á nóg eftir á tanknum sem er held ég eitthvað sem FSG horfir á og þar með minnkar áhugi þeirra á Angelotti þótt að hann sé vissulega góður kostur líka.

 11. Sælir félagar

  Skemmtilegur og upplýsandi pistill. Ég vil benda á að mínu viti er eyðsla í leikmenn sú sama þó selt hafi verið á móti. Það hinsvegar lækkar beinan kostnað en breytir því ekki hvað BR hefir keypt fyrir háar upphæðir. Ekki það að þetta skipti miklu máli héðan af.

  Það er nú þannig

  YNWA

 12. Snilldarlesning. Takk fyrir mig. Hópurinn núna er fínn og með góðum þjálfara (Klopp) og 1-2 heimsklassa viðbótum næsta árið verður þetta allt upp á við. Slíkt á ekki að þurfa að kalla á mikið meiri eyðslu en verið hefur síðustu misserin. Ég fann alltaf til smá samkenndar með Brendan og hélt með honum eins og liðinu öllu, var sár fyrir hans hönd að sjá hann fara en er um leið bjartsýnn á að betri árangur sé í vændum.

  Eftir miklar sviptingar síðustu 5-6 árin vonast maður til að hægt verði að halda kúrs í klúbbnum þrátt fyrir enn ein stjóraskiptin. Nýr stjóri fær stóran og sterkan leikmannahóp í hendur og því mikilvægt að hann geti unnið með þennan hóp, glætt hann nýjum neista og bætt við sem fæstum en þeim mun sterkari leikmönnum næstu 2-3 gluggana. Klopp er að mínu mati, eins og margra, fullkominn til að nýta sér þessa forvinnu úr stjórnartíð Rodgers, um leið og hann er líklegur til að koma inn með meiri kraft og aðdráttarafl. Samhliða einbeittari uppstillingu á vellinum ætti það að fá stóru nöfnin til að leggja aftur við hlustir þegar tilboð berast frá Liverpool.

 13. Flottur pistill Babu. Það versta sem gerist hjá okkur er að alltaf þegar einhver í liði okkar stendur sig framúrskarandi vel þá er hann seldur, og einhverjir minni spámenn keytir, sem hafa oftar en ekki ekki reynslu úr EPL.

  Hvernig haldið þið t.d. að Liverpool liðið hefði þróast ef við hefðum haldið Torres, Mascherano, Xabi, Suarez og Sturridge, ekki nema þó 1-2 ár í viðbót. Værum við þá ekki að tala allavega um fleiri ár í CL. með miklu hærri tekjum og þá betri möguleika á að ná í heimsklassaleikmenn.

 14. Nr. 14 Höddi B.

  Jú Liverpool stæði klárlega betur hefðu Gillett og Hicks ekki keyrt félagið í gjaldþrot!

  Nr. 12 SigKarl

  Ég vil benda á að mínu viti er eyðsla í leikmenn sú sama þó selt hafi verið á móti.

  Það má vera en það er erfitt að finna alltaf stjörnu í stað stjörnu, hvað þá ef þú hefur ekki tök á að versla í dýrustu hillunni. Fyrir Torres fengum við Suarez, það slapp. Fyrir Suarez fengum við ekki Sanchez, sá hefði heldur betur linað höggið. Sjáum svo til með Sterling.

  Ef við horfum lengra aftur náðist ekki að kaupa mann í stað Alonso, ekki heldur Mascherano og hvernig í veröldinni á að fá menn inn í stað Carragher og Gerrard? (Þá er ég ekki að meina þá sem 35 ára leikmenn heldur Carragher og Gerrad árið 2010 þegar FSG tók við, meira en að segja það að finna slíka leikmenn).

  Þó að þú hafir 410m til að eyða er alls ekkert sjálfgefið að hægt sé að fá stjörnu í stað stjörnu. Eins má ekki gleyma að helling af þessum pening þurfti félagið að nota í aukaleikarana líka.

  Engu að síður þá er punkturinn hjá mér að Liverpool hefði vel getað nýtt þennan pening betur.

 15. Já, Babu, Það er svo alveg sér kapituli fyrir sig þeir eigendur. Stundum óskar maður sér að við værum með einhvern “sugardaddy” sem á óendanlega sjóði ætti okkar félag, eða þá bara stuðningsmenn liðsins um allan heim.

  Er ekki allt betra en að vera með Ameríkana sem eigendur. Ekki það að ég sé eitthvað á móti þeim sem eiga utd, þeir mega alveg keyra það í þrot 😉

 16. Góð samantekt. Ég sjálfur var aldrei hrifinn af því að selja Kuyt og Shelvey.

  Kannski hefur Kuyt viljað vera alltaf í byrjunarliði og verið á of háum launum miðað við aldur. Sá hollenski fékk alltof lítið að spila sem fremsti maður. Kannski ekki sá flinkasti eða fljótasti í boltanum, en mikill atvinnumaður og cult leikmaður. Kunni að vinna leiki og skoraði mikilvæg mörk.

  Maður vissi auðvitað að Gerrard yrði ekki eilífur. Ég sá fyrir mér eftir hans tíma að Shelvey og Henderson yrðu saman á miðjunni hjá Liverpool og jafnvel hjá enska landsliðinu. Þeir miðjumenn sem komið hafa í staðinn eru að mínu mati ekki heilum klassa betri en Shelvey. Ef við reiknum með að aðrar sölur hefðu gengið í gegn, þá gæti byrjunarliðið verið svona (vonandi skilar það sér – nota space sem separator).

  Mignolet

  Clyne – Sakho – Gomez – Moreno

  Hendo – Shelvey
  Kuyt Coutinho

  Benteke – Sturridge

  Ég er svo gamaldags að ég vil alltaf hafa einn öldung í liðinu. Kuyt fengi mitt atkvæði umfram Milner. Einnig mun ég þykja gamaldags að vilja spila 4-4-2. Ég vil bara alltaf hafa tvo frammi og spila sóknarbolta. Það er skemmtilegra að spila þannig og að horfa á. Verð örugglega tekinn af lífi fyrir þetta “would be” byrjunarlið.

 17. Ok. Klúður. Kuyt á að vera á hægri kanti og Coutinho á vinstri að kötta inn.

 18. Já…býsna hress umræða sem hvarf.

  En það er að mínu viti hægt að reikna sig saman í alls konar plúsa og mínus, hits and misses…ekki ósvipað því og Echo gerði nýlega.

  Og taldi upp fjóra af kaupum Rodgers á fjórum árum sem hit og 15 sem miss…restin maybe. Það er afskaplega lágt hlutfall.

  Það eina sem mér finnst núna þetta allt snúast um er árangur í deildarkeppni og bikurum. Einu sinni í topp fjórum og aldrei í úrslitaleik, hvað þá að vinna keppni er óásættanlegt ef þú ætlar Liverpool FC áfram sess sem toppliðs í enskum bolta.

  Mér er eiginlega sama um alla aðra tölfræði núna. Bara vera í Meistaradeild og fagna bikurum. Plís takk…og er ALVEG sama hvað þeir sem tryggja það kosta eða hvaðan þeir eru fengnir.

 19. When Liverpool received the cheque for Suarez after the Uruguayan shamed himself at the 2014 World Cup by biting Italy’s Giorgio Chiellini, it presented an opportunity for Rodgers to fulfil a prophecy he made when Spurs sold Gareth Bale to Real Madrid for £85m a year earlier.

  He said: “Look at Tottenham – when you spend over £100m you’d expect to be challenging for the league.”

  Rodgers did. And Liverpool didn’t.

 20. Sælir félagar

  Sammála þér Babu enda er þessi athugasemd bara í framhaldi af því sem Oddi #2 segir. Hefi svo sem engu við þetta að bæta og eðlilegt að menn hafi einhver mismunandi sjónarhorn á þetta.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 21. Takk kærlega fyrir mig Babu! Þaddna… Ég spyr bara, ertu á launum þarna hjá Kop.is? Og þér er 100 % fyrirgefið að hafa ekki náð að vista podcastið, skítur skeður.

  Sammála því að Liverpool er ekki orðinn ,,selling club”. Það er því miður þannig eins og Suarez og Sterling að við getum ekki ennþá keppt við þessa risaklúbba, það vonandi kemur á næstu árum með betrumbótum á vellinum og meiri inntekt (þótt fyrr hefði verið) ásamt betri árangri! Við höfum stórt bakland og getum stækkað það ennþá meira.

  Ég sé eftir BR enda frábær karakter þar á ferð en því miður virtist hann vera búinn að missa handtakið á starfinu sínu og var kominn í ógöngur. Auðvitað hefði verið best að skipta um þjálfara í sumar, áður en leikmannamálin fóru á flug EN ég skil FSG líka, BR sýndi svo um var ekki villst á tímabilinu 2013-14 að hann gat framkallað stórkostlega spilamennsku, sérstaklega sóknarlega.

  Það er fínt að fá inn unga, spræka breska leikmenn en þeir eru of dýrir miðað við gæðin að mínu mati, oft á tíðum.

  Ef Klopp kemur, sem ég vona innilega, þá vonandi mun hann a) Vonandi fá til sín spennandi leikmenn sem hann þekkir og hans aðstoðarmenn og b) Ná að hleypa meira hungri og gleði í núverandi leikmenn okkar. Sjálfstraustið hefur ekki verið í háum hæðum hjá okkar liði sem er mjög svekkjandi því leikmannahópurinn okkar er ansi sterkur og breiður.

  Ég hef ekki verið eins spenntur núna og fyrir ráðningu Benitez.

  Til FSG… Í GUÐANNA BÆNUM DRÍFIÐ YKKUR AÐ GANGA FRÁ ÞESSU!!!!

 22. Fyrir mér þá skiptir ekki miklu máli hvað leikmenn kosta. Svo lengi sem FSG ætlar ekki að keppa við hin fjögur stóru í launum verður félagið ekki samkeppnishæft við hin. Þetta er bara “business” og ef þú ætlar að keppa við þá bestu, þarftu að borga laun eins og þeir – eða sætta þig við miðjumoð og að leikmenn fari frá félaginu í klúbba sem borga betur…

  Svo einfalt er það.

 23. Er Klopp að koma? Er að farast úr stressi. Hef ekki verið svona stressaður síðan 1986.

 24. Góður pistill!
  En ég er ósammála niðurlaginu hjá þér um að L.pool sé ekki “selling club”.
  Bestu leikmenn liðsins vilja iðulega komast í lið sem eru að berjast um titla sbr sterling og Torres (maður var nú ekkert alltof sáttur við þá sölu þó hún hafi sýnt sig að vera góð).
  Tek kannski Suarez úr þessari jöfnu þar sem Barca og Real fá þá sem þau vilja sbr Ronaldo.

  Sjá menn fyrir sér að menn eins og Hendo og kannski Sakho (ef hann myndi slá í gegn) héldu tryggð við klúbbinn ef city kæmi bankandi?

 25. Áræðanlegum heimildum hvað ?? Þoli ekki svona bull. Vil linka og læti ; )

 26. Ég vil líka staðfestingar! Vil fá fréttir og áreiðanlegar… Mun taka stríðsdans ef við fáum Kloppinn, það er alveg á hreinu.

 27. við erum ekkert nema selling club. ef FSG væri að kaupa leikmenn sem kosta 40 til 50 milljonir stikkið og væru til i að borga 200 þus i laun a viku þa værum við að keppa við city og chelsea og þa væru bestu leikmenn okkar til i að vera áfram.

  eins og staðan er i dag eru FSG að eyða peningum sem tryggja okkur 5 til 6 sætið og það geta okkar bestu menn ekki sætt sig við. Ef FSG breytir ekki sinni stefnu þa munum við alltaf missa okkar bestu leikmenn a hverju einasta ári.

  flott aðmfá Klopp en hvorki hann eða einhver annar stjóri mun berjast við bestu liðin með FSG sem eigendur því miður.

 28. Ég var nú hlusta á bylgjuna um morguninn og var hlusta á Hemma, Gulla og Valtýr tala um Liverpool og þessa leikmannanefnd. Jæja Valtýr gefur fram eftir einhverjum heimildum sem ég veít ekki hann fékk. Enn hann heldur fram að Rodgers valdi sjö af þessum sirka þrjátiu mönnum sem voru keyptir. Þetta setur nokkuð RISASTÓRA spurningmerki um þesa nefnd. Það eru nokkrir menn bakvið hana enn Rodgers fær reisupassann en hinir halda áfram. Eru þeir friír ábyrgð?
  Annars flott samantekt frá Babu. Glugginn sem ég bölva mest er 13-14 glugginn því ég taldi Liverpool þurfa svona £50M fjárhags innspýtingu til keppa um 3-4 sætið. Ég fannst FSG skíta á sig big time þegar við horfum á Aspas og Alberto keyptir i staðinn fyiri t.d. Louis Remy.
  Gerard kallaði þá fermingadrengi sem eru ekki tilbúnir fyrir hörkuna i ensku úrvalsdeildinni.
  Ég er á þeirri skoðun ef við höfðum haldið Shelvey og Downing og keypt sóknarmann eins og Remy. Þá hafði það verið nóg til vinna deildina. Deildinn tapaðist á þessum glugga ekki þegar Gerard rann.
  Ég skrífa þetta á Rodgers og þessa nefnd enn höfuð ábyrðin liggur hjá FSG.

 29. Á ekkert að fara að negla þetta svo að maður geti náð eðlilegum nætursvefni.

  Eftir því sem ég les meira um Klopp því spenntari verð ég. Það verður líf á hliðarlínunni ef að Klopp mætir….þvílík ástríða hjá einum manni

  Ekkert að frétta? Ekkert slúður?

 30. Nú segja þeir á BBC að Liverpool sé að vonast eftir að ganga frá ráðningu Klopp á föstudaginn og að hann verði staðfestur stjóri Liverpool þá.
  Það tekur væntanlega einhvern tíma að ganga frá svona samningi.

 31. eg var að sja mynd a facebook sem a að syna Klopp a john lennon flugvelli en hvort þetta se sa flugvöllur veit eg ekkert um…

  mætti alveg fara að klárast bara, þetta er bara F5 dæmi allan daginn..

 32. Held að það sé nú mjög góður millitími í ráðningu stjóra að ráða nýjan mann á föstudegi ef sá sem var á undan er rekinn á sunnudegi. Slíkt gefur til kynna að búið var að vinna mikla grunnvinnu áður.

 33. Þeir 7 leikmenn sem rodgers heimtaði voru allen,borini,lallana,lovren,ings,milner,benteke.
  Hann hafnaði að fá Sturridge fyrsta sumarið sitt valdi borini frekar. Þannig maður hefur ekki alltof miklar áhyggjur af þessari kaupnefnd.

 34. Hef nú ekki neitt til málana að leggja en verð að þakka Babu fyrir þennan pistil. Mjög góð lesning.

 35. Það er ekkert skrítið að hlutfall misheppnaðra er hátt þegar kaupin eru þess eðlis að þjálfarinn vill jafnvel ekkert hafa viðkomandi leikmenn á svæðinu. Eins og einhverjir hafa skrifað um, Tony Barrett nú nýverið. Held að mislukkuð innkaup séu glötuð samvinna Rodgers og innkaupanefndarinnar að kenna. Endalausar málamiðlanir eins og að innkaupanefndin vildi Firmino en Rodgers ekki en fékk þá í staðinn Benteke. Sér hver heilvita maður að slíkt er ekki líklegt til árangurs.

  Það kemur nýr stjóri sem er gott og vonandi er þessari innkaupanefnd lagt. Þá er bara að sjá hvort það sé ekki hægt að finna eins og eitt stykki olíufursta eða olíugarka til að eiga félagið og dæla fáranlegum peningum í það. Kaupa sér titil.

 36. #8 Það að hafa launin svona lág þýðir einmitt að Liverpool missti Sterling. United hefur miklu hærri launastrúktúr og þó þeir hafi misst Cristiano þá héldu þeir t.a.m. Rooney, eitthvað sem við hefðum aldrei gert. Ef Sturridge helst heill eitt tímabil þá fer hann annað ef að Liverpool setur ekki ríflegan launapakka á hann, það er ekkert sem heitir loyality í þessu þegar Liverpool býður 50-70% af launum sem City mundi t.d. bjóða. Sama á við um Coutinho og Benteke ef þeir slá í gegn.

 37. Ég vil endilega fá Tom Cleverley til okkar næsta tímabil. Borgum honum vel og látum hann verða okkar aðal leikmann. Ég held við þurfum svona lykilleikmann hjá okkur á næsta tímabili eða strax í janúar.

Veni, vidi, vi-

Viðræður við Klopp ganga vel