Veni, vidi, vi-

rodgers_sept2015
[Mynd: Kristján Atli, 26. september 2015 á Anfield]

Þá voru þeir sjö.

Graeme Souness, Roy Evans, Gérard Houllier, Rafael Benítez, Roy Hodgson, Kenny Dalglish. Og nú, Brendan Rodgers.

Þetta eru mennirnir sem hafa reynt að færa Liverpool-stuðningsmönnum það sem við þráum mest. Í 25 ár hafa þeir reynt, án árangurs. Með hverju árinu hefur það orðið erfiðara, með hverjum þjálfaranum er verkefnið langsóttara. Samt, áfram látum við okkur dreyma og áfram halda þeir að reyna.

Graeme Souness og Gérard Houllier drápu sig næstum á verkinu, Rafa Benítez leit verr út með hverju árinu eins og bandarískur forseti, Roy Evans stýrði aldrei öðru liði eftir sína atlögu með Liverpool og mislukkuð seinni tilraun Kenny Dalglish sendi hann á eftirlaun. Það er ekki að ástæðulausu að menn segja að það sé erfiðasta starf knattspyrnunnar að stýra Liverpool til fyrirheitna landsins á ný.

Brendan Rodgers gaf allt sem hann átti í verkið. Hann gerði allt rétt, innan og utan vallar, þar til úrslit leikja fóru að snúast gegn honum. Jafnvel þá hélt hann áfram að gera sitt besta og spyrna við straumnum en allt kom fyrir ekki. Engu að síður er ég sannfærður um að þar fer frábær ungur stjóri sem á eftir að gera stóra hluti. Það kom bara á daginn að hann varð stjóri Liverpool of snemma. 39 ára gamall stjóri sem hafði aldrei unnið neitt á ferlinum? Dæmt til að mistakast, sennilega? Það er því honum til endalauss hróss hvað hann var grátlega nærri því að afreka það sem risanöfnin sem höfðu vermt hásætið á undan honum höfðu ekki náð.

Rodgers er núna 42 ára. Yfirlýsing hans í dag sýnir af sér þann klassa sem hann hefur að geyma og ég óska honum góðs gengis í framtíðinni, allavega þar til hann skýtur upp kollinum hjá einum af keppinautum okkar og við þurfum að halda á móti honum. Hann hefur fengið doktorsnám í knattspyrnustjórnun síðustu 39 mánuðina og verður betri stjóri í næsta starfi fyrir vikið.

Hvað er þá næst hjá Liverpool? Ég skrifaði einn pistil í sumar og svo annan um áhættuna sem verið var að taka með því að halda Rodgers. Því miður fór það svo að áhættan borgaði sig ekki, eins og ég felldi dóm um fyrir þremur vikum. Það tók þrjár vikur fyrir náðarhöggið að lenda og nú horfum við til framtíðar.

Það er mín skoðun að Rodgers skilur við liðið talsvert betur statt en hann tók við því. Það er fullt af spennandi leikmönnum í þessu liði og fyrir utan nokkrar augljósar holur (samkeppni í vinstri bakvörð, örugglega annan markvörð) er ekki þörf á byltingu í þeim málum. Einnig hljóta eigendur og yfirstjórn félagsins að hafa lært af Rodgers-tímanum og vera klárir í að vinna markvissar að sameiginlegu marki í framtíðinni.

Kannski er það bjartsýniskast hjá mér en mér finnst eins og það vanti bara nýjan, kraftmikinn knattspyrnustjóra. Mann með ferskar hugmyndir sem fær allt félagið til að rísa upp á tærnar, teygja sig til lofts og svo hoppa hátt. Slúðrið er þegar farið að benda sterklega á ákveðinn stjóra sem uppfyllir að mínu mati þær kröfur sem ég tel okkur þarfnast.

Næstu daga munum við sjá hulunni svipt af þeim næsta, arftaka Rodgers. Það verður sá áttundi sem reynir að koma Liverpool á ný í fyrirheitna landið. Hver sem hann verður óska ég honum góðs gengis, um leið og ég þakka Brendan Rodgers fyrir allar góðu stundirnar. Ég mun aldrei gleyma knattspyrnunni sem liðið hans lék þegar best lét.

YNWA

45 Comments

  1. Anthony Gerrard fraendi Steven er med athyglisverda twitter faerslu. Segist vita hver se naesti thjalfari Liverpool og thad se nafn sem er ekki mikid i umraedunni. Spurning hvort hann se i ruglinu eda hvort einhver hafi hakkad sig inna twitterinn hans, madur hefdi nu buist vid yfirlysingu thad sem hann twittadi thessu i gaer.
    Eru FSG ad fara rugla i okkur og ekki semja vid Klopp/Ancelotti heldur eitthvad nafn sem their geta stjornad betur?

  2. Er sammàla nafna mìnum og þakka BR fyrir það gòða , ég var að vona að hann yrði lengi hjà okkur og að hann næði að koma okkur à gòðann stað en þvìmiður fyrir alla þà gekk það ekki ????
    Vonandi kemur Klopp inn og tekur okkur upp à næsta level .

  3. Meistari Jurgen Klopp er ótrúleg persóna og einstakur karakter.
    Það sem hann segir hér í þessu viðtali segir allt sem segja þarf um sigurvegara, það byrjar eftir 2.07 min en hvet alla til að horfa frá byrjun.

    http://youtu.be/JnzkD7ICp6A

    GO Koop 😉

  4. Flottur náungi hann Brendan og lokayfirlýsingin ber honum gott vitni. Það hefði verið ólýsanlegt gaman ef þetta hefði gengið upp, en það átti líklega aldrei að verða.
    Vonandi ber næsti stjóri sömu virðingu fyrir klúbbnum og aðdáendunum.

  5. Takk fyrir vel unnin störf BR, leiðinlegt að þú hafir alltaf misst bestu mennina þína.
    Varst réttur maður á röngum tíma að mínu mati 🙁
    YNWA!?!

  6. flott myndband her að ofan við Klopp..

    En ef FSG eru ekki að fara ráða Klopp eða Ancelotti þa held eg að þeir skjóti sjálfa sig allsvakalega í fótinn og FSG OUT fánar verði um allan Anfield bara strax. það væri svo sem fínt því eg vil losna við FSG og tel þa jafnvel stærra vandamál en Rodgers eða hver sem stjórinn er sé.

  7. Vonandi ser stjorn LFC ad leidin ad enska meistaratitlinum er langhlaup en en 100 M sprettur.
    Nyr stjori tharf lamark 3 ar til ad byggja upp nytt lid…Sitt lid…tholimædi er dygd en liklega tharf ekki ad segja ykkur neitt um thad…

  8. Bö, hef enga trú á að Brendan Rodgers muni slá í gegn sem stjóri. Óþarfi að vera með meðvirkni með honum. Það má alveg þakka honum fyrir að gera sitt besta hjá okkur. Það var ekki honum að kenna að FSG valdi hann í jobbið. Vonandi kemur Klobb og færir okkur þann stóra.

  9. Ben Smith ?@BenSmithBBC 29m29 minutes ago
    I’m told negotiations between #LFC and Jurgen Klopp are progressing well. Appointment could come before end of week

  10. #Örnin

    Ok ég var að horfa á þetta video…. niðurstaða…. Klopp til LFC er of gott til að vera satt.

    Þessi ástríða maður…. yfirþyrmandi

  11. Viljið þið ræða um myndbönd? Ég held að það sé ekki hægt að gera mig spenntari fyrir stjóra á einni mínútu en þetta hér:

  12. Þar sem ég var aldrei kominn á Rodgers Out Vagninn, þá viðurkenni ég það að ég sé á eftir Brendan, og hefði viljað sjá hann fá sénsinn til að aðlaga leikmannanakaup sumarsins inn, því hann sýndi það að með réttu leikmönnunum gat hann látið Liverpool spila stórkostlegann fótbolta, en hlutirnir urðu ógnar erfiðir þegar bestu menn liðsins voru keyptir af honum eða urðu fyrir langtímameiðslum.
    Því ég held að það búi magnaður stjóri í honum og ekki að ástæðulausu sem allir leikmenn bera honum vel söguna t.d Í ævisögu Gerrard og Suarez tala þeir gríðarlega vel um hann.

    Það er grimmur heimur að vera stjóri Liverpool og ef Klopp mætir í stólinn þá verðum við að anda með nefinu því ansi margir halda að hann sé hin Chosen One sem muni færa okkur Gullnu dagana aftur, Klopp er enginn töframaður hann mun þurfa sinn tíma því kröfur á stjóra Liverpool er að mínu mati oft á tíðum óraunhæfar.

    Ég mun fagna þeim sem tekur við starfinu og held áfram að vona að sá hinn sami nái að reisa Liverpool uppúr lægðinni.

    YNWA

  13. Hvað er óraunhæft við það að vilja fá englandsmeistaratitil amk á þriggja ára fresti.
    Liverpool er og verður alltaf stærsta lið á englandi og þeir einu sem narta í hælana á okkur er mancester united. önnur lið hafa notað svokallað shortcut að titli og eru ástæðan fyrir því að ég vil sjá launaþak á evrópuboltann.

  14. Nú er talað um að Didi Hamann verði honum til aðstoðar. Þetta lítur bara ansi vel út.

  15. Sjáum hvort BR gefi summu af starfslokatékkanum í Hilsborough ein og Benitez gerði.

    Það eru ekki nema 1.200. milljónir

    Klopp for Kop Það er draumur

  16. Hef lítið kynnt mér Klopp þannig séð, vissi þó að hann hefur passion.

    Myndböndin af kappanum lúkka vel.
    Ef einhver getur myndað tilfinningasamband við okkur gömlu geggjarana sem eigum okkar rætur í ótrúlegri sigurgöngu þá er sá sigurvegari og svei mér þá ef Klopp gæti ekki verið gæinn.

    Myndi hundrað sinnum vilja sjá þetta tilfinningabúnt á línunni en don angelotti.
    YNWA

  17. Það er allt í lagi að þakka Rodgers fyrir það sem hann gerði vel. Við áttum eitt gott tímabil undir hans stjórn. Rúlluðum yfir lið fyrstu 20 mín, alveg ains og arsenal gerði í gær gegn manutta.

    Síðan var það búið, Suarez, Gerrard og Sterling fóru allir, og liðið lítur ekkert sérstaklega vel út núna. Það er vonandi að Klopp geti mótiverað leikmenn okkar og gert þá að betri leikmönnum, og svo komið með menn inn í janúar sem hann vill sjá spila fyrir sig.

    Takk fyrir góðu stundirnar Brendan, en því miður virkaði þetta ekki.

    YNWA

  18. Klopp til LFC er “done deal”‘eða (staðfest)
    Til hamingju????
    Skál í botn……. Meina Skál í KLOPP????

  19. sagt er að viðræður við Klopp gangi vel en líklegt að hann verði samt í fríji til áramóta, eru menn að grínast eða, hann hlýtur að hefja störf strax andskotinn hafi það .

  20. @23

    Ég sá þetta einmitt á fótboltanet áðan en hef ekki séð þetta annar staðar. Kíkti meðal annars á bbc en gat nú ekki séð þetta þar í fljótu bragði en þeir hjá fótboltanet sögðust hafa þetta þaðan.

  21. #23 Sá það reyndar bara hjá fréttini á fotbolti.net, það hlýtur að vera vitleysa?

  22. Við gerðum “Vinum” okkar í Man Utd stòran greiða með brottrekstrinum. Það er ekki einu sinni talað um 3-0 tapið þeirra. LVG er okkur örugglega mjög þakklátur !

  23. Ég er farinn að hugsa fyrir mér stemminguna á Anfield í fyrsta leik Klopp. Ímyndið ykkur viðtökurnar sem maðurinn mun fá. Ég hef aldrei vitað af öðrum eins þjálfara sem hlýtur jafn einróma stuðnings aðdáenda frá byrjun. Ég mun fá gæsahúð þegar You’ll never walk alone verður sungið.

    Það sem hann gerði svo vel hjá Dortmund var einmitt að tengja leikmenn og aðdáendur betur saman. Árlega var það orðin hefð að leikmenn helltu bjór í glös stuðningsmanna, og eftir alla leiki búist við að leikmenn doki aðeins við og syngji jafnvel með stuðingsmönnunum. Ég yrði hreinlega í skýjunum ef að af þessari ráðningu verður, enda ekki á hverjum degi sem maður eins og Klopp er á lausu. Hann er hreinlega gerður fyrir Liverpool!

  24. Ben SmithVerified account
    ?@BenSmithBBC
    I’m told negotiations between #LFC and Jurgen Klopp are progressing well. Appointment could come before end of week.

    Tony BarrettVerified account
    ?@TonyBarretTimes
    As per story in tomorrow’s paper: Liverpool hopeful of agreeing a deal with Jurgen Klopp by the end of this week

    Anfield HQ
    ?@AnfieldHQ
    Jurgen Klopp will become Liverpool manager by the end of this week. #lfc (Paul Joyce)

    [img]http://giant.gfycat.com/LameComposedCygnet.gif[/img]

  25. Sælir félagar

    Takk Brendan! Velkominn Klopp !!!!

    Það er nú þannig.

    YNWA

  26. Nú stefnir allt í Klopp en hvað ef hann eða Ancelotti koma ekki? Hlutirnir eru fljótir að breyttast í boltanum og eitt símtal frá Bayern, Chelsea eða Juventus geta breytt hlutunum fljót.
    Þegar Liverpool er annars vegar þá vill maður sjá leikmanninn eða þjálfaran með liverpool trefil á Anfield á opinberu heimasíðuni áður en maður býður þá velkomna.

  27. Það að Rodgers yrði rekinn frá Liverpool var afar illa varðveitt leyndarmál. Það vissu það held ég allir. Hann, eigendurnir, leikmenn og stuðningsmenn. Það virðast allir hafa í raun vitað að hann myndi líklegast ekki vera lengur en þessa leiktíð hjá Liverpool – ef hann myndi þá ná að ljúka henni.

    Maður hafði þetta sterklega á tilfinningunni frá því í vor en hann fékk líflínu. Ég verð samt að segja að ég fékk hnút í magann við að sjá staðfestingu þess efnis að hann hafi verið látinn fara. Það sveið smá því manni líkaði vel við hann og vonaðist svo mikið eftir því að honum tækist að fylgja eftir þarsíðustu leiktíð. Því miður var það ekki og breytinga var þörf.

    Hamingjan hjálpi mér hvað tilhugsunin um að Jurgen Klopp sé líklegast að taka við starfinu er spennandi. Það gæti verið risastórt skref fram á við fyrir félagið. Klopp hefur marga eiginleika sem ættu að gera honum kleift að njóta sín í starfinu á Anfield.

    Nái Þjóðverinn geðþekki að byrja vel, bægja burt þessum þungu skýjum sem hafa hangið yfir Anfield í nokkurn tíma og koma meiri ákefð og hjarta í leikmannahópinn þá er aldrei að vita hvað gæti gerst í vetur.

    Ég er afar spenntur og vona að okkur takist að klára samninga við hann sem allra, allra fyrst. Þetta er by the way að mínu mati stærsta ráðning/kaup sem Liverpool hefur gert frá því að félagið réði Rafa árið 2004. Við erum í alvöru að fara að ráða ungan stjóra með mikla sigurreynslu og flott track record á mörgum sviðum. Þetta eru frábær tíðindi fyrir félagið.

  28. Þetta samningadæmi sem er í gangi núna hlýtur að vera leikrit. Það bara getur ekki verið að menn reki þjálfarann fyrir óvissu, staðan er ekki það slæm. Það hlýtur að vera búið að ganga frá þessu. Fréttirnar í dag snérust í mínum huga um hvort það yrði gefið út að það væri Klopp sem væri í sigtinu (sumsé búið að ráða), eða hvort það yrðu gefnir nokkrir dagar í að byggja undir að einhver annar væri nú sniðug ráðning.

    En hvað segja tölfræðingarnir, við hverju má búast af nýjum þjálfara á þessu tímabili? Verður fyrsta yfirlýsingin að liðið þurfi að venjast því að spila saman undir nýjum áherslum fram að jólum, eða jafnvel fram á vor? Er raunhæft að ná 4-5 sæti með nýjum þjálfara? Verður hálft liðið selt/sett á lán í janúar?

  29. Þetta video hjá KAR #13 er svo fáránlega gott.

    Vona að þetta slúður sé rétt því fyrir mér gengur ekki upp að reka Rodgers strax nema búið sé að landa Klopp í staðin. Enginn stjóri til sem myndi fá eins samhljóma stuðnings allra stuðningsmanna Liverpool núna og hann. Ekki einu sinni Dalglish. Ancelotti, De Boer eða einhver annar yrði töluvert anti-climax nú þegar búið er að byggja upp væntingar fyrir því að Klopp sé að koma. Fyrirfram ætti hann að passa fullkomlega í Scouserlandi, Liverpool er frábært verkefni fyrir hann og hann frábær fyrir Liverpool. Hann er á ifrábærum aldri og með passlega góða ferilskrá eftir veru sína hjá Dortmund. Vinnur líka með honum að mínu mati að hann hefur verið í sjö ár hjá bæði Mainz og Dortmund, náð frábærum árangri á báðum stöðum með lið sem áttu ekkert að ná slíkum árangri. Hvorugt liðið lét hann fara þrátt fyrir þennan langa tíma í starfi.

    Treysti reyndar Liverpool vel til að klúðra þessu. Eins held ég að margir verði aðeins að stilla væntingum í hóf til að byrja með verð Klopp ráðinn enda tekur það oftast tíma þegar skipt er um stjóra, ættum að vera farin að þekkja það. Dortmund var t.a.m. ekkert byggt upp á einu ári. Það lið sem hann tók við þar var reyndar mun verra en hann fær núna hjá Liverpool.

  30. Sá eini sem ég hefði verið til í á þessum tímapunkti í stað Rodgers er Jürgen Klopp. Ástríðan fyrir fótbolta gjörsamlega lekur af honum og blaðamannafundirnir eru oft eins og fínasta comedy show. Frábær náungi og heimsklassa þjálfari. Verð mjög ánægður ef Liverpool ræður hann og er alveg til í að sýna þolinmæði. 🙂

    Og um Brendan Rodgers…

    “Ég mun aldrei gleyma knattspyrnunni sem liðið hans lék þegar best lét.”

    Ég tek heils hugar undir þetta. Poetry in motion var sannarlega ekki ofmælt. Skemmtilegasti fótbolti sem ég hef nokkurn tíma séð og verð raunar hissa ef hann verður toppaður meðan ég lifi – það þarf a.m.k. ekki lítið til. #28 linkar á brot af því besta. Það er aldrei hægt að sjá þessa snilld of oft.

    #ThanksBrendan og YNWA!

  31. Bayern bíður nú alveg örugglega betur, en er það eitthvað spennandi verkefni fyrir Klopp? Að taka að sér félag sem er á sjálfstýringu og að vinna þrennuna er ekki einu sinni sérstakt afrek?

    Ég held að Liverpool sé mun áhugaverðara verkefni fyrir hann og árangur þar á bæ yrði virkilega metinn að verðleikum. Hann getur tekið við Real eða Bayern eftir fimmtán ár.

  32. Hvernig er það, ef stjórnin vildi ekki bakka með þessa transfer committee fyrir BR afhverju ætti hún að vilja gera það fyrir einhvern annan?

  33. vonandi verður þetta þó ekki svipað og þegar Liverpool er að semja við spennandi leikmenn. þ.e. nokkrar vikur af fréttum um ferlið… og svo semur hann við tottenham !

  34. Hvernig er það með Klopp hvernig leikkerfi hefur hann verið að sín lið spila, er þá aðallega að pæla hvort hann hafi verið að nota alvöru kantmenn, það eru nu ekki margir svoleiðis leikmenn innan herbúða Liverpool ekki nema þá Ibe.

  35. Vonandi að klúbburinn fái Moyes í staðinn fyrir Klopp. Moyes og Liverpool eru á sama stalli en Klopp einfaldlega of stór fyrir þetta miðlungslið

Podcast fellur niður vegna tækilegra mistaka

Leikmannaviðskipti undir stjórn FSG