Rodgers rekinn! (Staðfest)

FSG tóku þá ákvörðun í sumar að gefa Rodgers tækifæri til að leiðrétta síðasta tímabil, þetta kom þeim sem fylgjast vel með störfum FSG í Bandaríkjunum ekki á óvart eins og ég kom inná í stórum pistli í sumar. Rodgers hafði ekkert svigrúm fyrir mistök í byrjun þessa tímabils og eftir ágæta stigasöfnun í byrjun kom skellurinn á móti West Ham og hann hefur ekki náð sér síðan. Tap gegn United tífaldaði pressuna og þrátt fyrir betri spilamennsku kemur brottrekstur hans núna ekki á óvart. Liðið er búið að vinna 3 leiki af átta í deildinni, ekki ennþá unnið í evrópu og þurfti vítakeppni í deildarbirkarnum.

FSG geta alveg verið brutal þegar þeim sýnist og mér finnst þeir aðeins sýna það í dag. Núna þegar Rodgers er farinn beinast spjótin þó að þeim og það verður áhugavert að sjá hvað þeir gera núna í kjölfarið á þessum fréttum. Það er pressa á þeim að ráða stórt nafn núna sem sannfærir bæði stuðningsmenn og ekki síður leikmenn, bæði núverandi leikmenn og þá sem gætu komið á næstunni. Þar hef ég áhyggjur af því að FSG fari ekki alveg eftir óskum allra.

Persónulega sé ég töluvert á eftir Rodgers og vonaði heitt og innilega að þetta myndi ganga hjá honum. Hann verður að ég held fljótlega kominn með stórt starf aftur. Ég er samt ekki eins reiður og ég var árið 2010. Ef ég væri að stjórna enska knattspyrnusambandinu myndi ég reka Hodgson í dag og ráða Rodgers.

Þetta eru það stórar fréttir að við tökum upp Podcast þátt í kvöld og förum auðvitað betur yfir þetta.

Núna er stóra spurningin, hvað næst? FSG hefur ekkert svigrúm fyrir svipaða skitu og félagið gerði á svipuðum tímamótum árið 2010.

Hvern viltu sjá sem næsta stjóra?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

Rodgers rekinn

124 Comments

 1. Var að sjá þetta á sky sports, var ekki að búast við þessu á þessum tímapunkti en þetta er örugglega óumflýjanlegt held ég.

  Takk fyrir Brendan Rodgers sérstaklega 2013/14 tímabilið sem er eitt það besta síðan ég byrjaði að fylgjast með Liverpool og gangi þér allt í haginn í framtíðinni.

  #TakkBR

 2. Well…Gott fyrir Liverpool og gott fyrir Brendan Rodgers sem var rangur maður á réttum stað á réttum tíma. http://www.kop.is/2015/10/04/rodgers-rekinn/#respond

  Vonandi gengur honum vel í framtíðinni, hvað sem hann tekur sér fyrir hendur, og fær verkefni sem hann ræður við.

  Enn mikilvægast er vitanlega að FSG sé með eftirmann með getur það sem Rodgers getur ekki.

 3. Já!

  Komið í ljós það sem ég taldi líklegt. Þetta varð klárt á fimmtudaginn held ég.

  FSG átta sig á stöðu félagsins, held að blaðamannafundurinn sem Rodgers hélt í dag hafi verið endanlegi punkturinn. Þar kemur sérkennileg yfirlýsing um að 4.sætið hafi aldrei verið það sem hafi verið ætlast til.

  Það þarf nú ekki að googla mikið til að heyra hvað eigendurnir hafa að segja um þá staðreynd.

  En þrátt fyrir allt þá er ég sorgmæddur að hluta, mig langaði mikið að þetta virkaði hjá Rodgers en ömurleg frammistaða á Wembley og það að rétta skútuna aldrei við eftir það…sorry…ekki hægt…

 4. Því miður er Rafa í vinnu, en þá er að fá vonandi sigurverara eins og Anchelotti því ef þeir ætla að fá Klopp þá verða þeir að leggja niður leikmannanefndina. Ég sé þá ekki gera það.

 5. Here we go again…3-5 ára uppbyggingartímabil sem mun enda með vonbrigðum enn eina ferðina. Knattspyrnustjórinn tekur sökina á slakri fjármálastjórnun fyrirtækisins Liverpool FC, það mun síðan gerast aftur eftir nokkur ár.

 6. Hann fær 11 leiki á tímabilinu eftir að hafa eytt stjarnfræðilegum upphæðum í sumar. Ég SKIL EKKI af hverju hann var ekki látinn fara í sumar!

  Hárrétt ákvörðun engu að síður en skelfilegt að horfa til þess að hann eyddi peningum í sumar sem komandi framkvæmdarstjóri hefði líklegast eytt öðruvísi.

  Nýir og betri tímar framundan!

 7. Tveir þjálfarar í úrvaldsdeildinni hætta þessa helgina.

  Er ekki borðleggjandi að það sé Dick Advocaat sem tekur við liðinu? 🙂

  Vona að Ancelotti taki við, býst samt frekar við því að það verði Klopp. Jafnvel gæti vel verið að Gary Mac stýri liðinu út þessa leiktíð. Ég gæti alveg sætt mig við það.

  Annars er ég bara sáttur miðað við stöðuna í dag, þetta var eina rétta.

  Homer

 8. Margir á þessu spjalli eru örugglega í skýjunum núna.
  Rodgers var þjálfari sem leikmenn töluðu vel um og mæli ég með Steven Gerrard ævisöguni þar sem hann hrósar honum mikið.
  Hann var óhræddur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri og var sá stjóri sem var næstum því búinn að gera okkur að meisturum.
  Á stjóratíma sínum missti hann Carragher, Gerrard, Suarez og kannski okkar efnilegasta mann Sterling. Það tekur tíma fyrir liverpool að jafna sig á að missa þarna 3 meistara og eitt mikið efnið.
  Liverpool hafa verið duglegir að fjárfesta í ungum leikmönum og er ég viss um að einhverjir af þeim eiga eftir að gera það gott á næstu árum.

  Rodgers bar virðingu fyrir sögu liðsins og leikmönum og fannst mér hann virka sem góður kall.

  Nú vona ég að FSG séu komnir með eftirmann og svo sjáum við hvað gerist. Rodgers átti litla möguleika því að inn komu fullt af leikmönum, meiðsli lykilmanna og gríðarlega erfit leikjaprógram í byrjun. Liðið er 4 stigum á undan Chelsea og 4 stigum á eftir Man utd(3 eftir meistaradeildarsæti).

  Það er engin stærri en klúbburinn og þakka maður Rodgers fyrir sitt verk og óska ég næsta stjóra góðs gengis.

  YNWA

 9. Eins mikið og maður var vona að við værum komnir með stjóra til næstu 15+ ára, sem gæti gert okkur aftur að stórveldi þá var það ljóst á síðasta tímabili að Rodgers er, því miður, ekki sá stjóri.

 10. Jáhá þetta eru svo sem engin stórtíðindi en þetta sýnir kanski að FSG hafa meiri metnað fyrir því að LFC gangi betur en raun ber vitni og því ber að fagna.

  Mér er alveg sama hvað menn væla um FSG en þeir hafa alveg leyft Rodgers að eyða í nýja leikmenn en því miður þá gekk það alls ekki upp og auðvitað hjálpar það ekki að margir eru meiddir.

  En greinilegt er að eigendur eru EKKI sáttir við stöðuna og vonandi fáum við inn eitthvern sem getur rétt skútuna við.
  Ég vildi óska þess að þetta hefði gengið betur hjá Rodgers en þetta var komið gott að sjá skitu eftir skitu er bara ekki í boði fyrir LFC.

 11. þetta er búið að vera svo sorglegt og leiðinlegt allt saman. Nú er að bara að láta sig hlakka til!!

  YNWA!

 12. Svona eftir á að hyggja hefði verið betra að láta hann fara í sumar eins og Carra var að segja bara “clean break” frá félaginu og þá hefði allt þjálfarateymið geta farið með honum og nýr þjálfari komið inn með sína menn og fengið að kaupa þá leikmenn sem hann hefði viljað.
  En það er auðvelt að vera vitur eftir á.

 13. Brendan Rodgers leaves Liverpool after 3 years and 4 months in charge.

  His Premier League record at the club was: P122 W63 D30 L29

 14. Eg held ad BR se frabær stjori og ad thessi akvørdun eigi eftir ad reynast røng. BR var og er ekki vandamalid heldur stefna LFC og krafa studingsmanna um oraunhæfan arangur. Thad er alls ekki sjalgefid ad LFC eigi heima i meistaradeildinni….Reyndar ma segja ad ekkert enkst lid eigi heima thar…En thad er nu ønnur saga…

 15. Líklega hafa þeir náð samningi við Klopp….annars hefðu þeir líklega gefi Brandi aðeins lengri tíma.

  Samt kom þetta mér á óvart…..BR verður ekki lengi atvinnulaus held ég……verðu kominn í annað lið í PL fljótlega…

  Óska honum alls hins besta…..!

 16. Nú er algjört must að fá SIGURSÆLAN alvöru þjálfara og kveðja þessa meðalmennsku.

 17. Hólí fokk,
  Ég á ekki eftir að geta sofið fyrr en það verður staðfest hver tekur við.

  Ferill Brendan hjá Liverpool

  Played 165
  Won 83
  Drawn 40
  Lost 42
  Takk fyrir 2013/14 rússíbanatímabilið hef aldrei öskrað jafn oft á skjáinn yfir heilt tímabil þar sem við virtumst geta skorað að vild sem og andstæðingar virtust geta það líka.

  Koma svo FSG droppið leikmannanefndinni og komið með nafn í Liverpool stólinn.

  YNWA

 18. Núna þarf bara losa sig við FSG og þessa leikmannanefnd því Rodgers þurfti vinna eftir stefnu þeirra sem takmarkaði getu hans til að stýra Liverpool og átti stóran ef ekki stærsta þátt að við unnum ekki deidina.
  Út með Henry og Co segi ég.

 19. Fyrir suma hérna fyrir ofan góður þjálfari já en er boðlegt fyrir LFC að vera í 10 sætinu eftir 8 umferðir ?
  NEI !

 20. Held því miður að skútan sem hann stýrði hafi verið með brotið stýri og ákvörðunin því miður óumflýjanleg

 21. Sælir félagar

  Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og tel að hún hafi verið óhjákvæmileg. Það er í raun ekki við BR að sakast þannig séð. Hann fékk einfaldlega verkefni sem hann réð ekki við og því fór sem fór. Það ber að þakka honum það sem hann lagði til klúbbsins okkar. Hann vann af heilindum og vildi örugglega standa sig en það gekk ekki eftir.

  Nú verðum við einfaldlega að bíða og sjá hvað eigendurnir gera. Ég tel víst að þeir hafi verið búnir að plana framhaldið og það verður fróðlegt að sjá það. Þar mun skilja á milli feigs og ófeigs.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 22. Ótrúlegt hvað sumir sætta sig við og tala um að það gætu verið mistök ..ég held EKKI það eru mistök að halda áfram með þess djufulsins skitu uppá hnakka þar sem LFC breytist í eitthvern meðal klúbb sem getur ekki unnið 4 deildar lið á heimavelli ..GOOD RIDDANCE !

 23. Tímasetninginn finnst mér fáranleg.

  Ef þeir ætlu sér að láta hann fara þá hefðu þeir átt að gera það í sumar. Ekki láta hann eyða stórpenning og svo láta fara eftir 11 leiki þar sem 2 tapast.

  Það var pínu vitað að byrjuninn yrði erfið.

  1. En og aftur fullt af leikmönum inn og út og nýtt þjálfaralið.
  2. Mjög erfit leikjaprógram
  3. Svo bætist við meiðsli lykilmanna strax í byrjun.

  Liverpool hafa misst Carragher, Gerrard og Suarez . Tvær goðsagnir og svo einn besti fótboltamaður heims.
  Liverpool hefur keypt fullt af ungum leikmönum sem eiga kannski eftir að springa út síðar.

  Kannski var þetta bara tímaspursmál því að menn voru að býða eftir því að hann missteig sig svo að hægt væri að reka hann en ég set spurningarmerki við tímasetninguna.

 24. Sorglegt hefði alltaf verið skemmtilegra ef hann hefði staðið sig betur en úr þessu held ég reyndar að þetta hafi verið löngu tímabært.
  Ég ætla setja fram fáranlega spá og segja að fyrir næsta leik verði Klopp orðinn manager og Anchelotti DOF!!!!

 25. Jæja – við rákum Brendan Rodgers.

  Ég held að það sé engin spurning um að aðdáendur klúbbsins hafi átt langstærstan þátt í að Brendan Rodgers var látinn fara í dag, með pressu sinni og að mínu mati ótímabærum nornaveiðum. Fyrir tíma netsins hefði þetta aldrei gerst og fyrir vikið er ég með hálfgert óbragð í munni.

  Ég er á því að hann hafi ekki fengið allan þann tíma sem hann þurfti, klúbburinn hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar síðustu tímabilin og ekki síst í sumar. Auðvitað eyddi hann miklum fjárhæðum til að móta liðið sem hann vildi og auðvitað eru margar ákvarðanir hans umdeildar, hvar sem litið er – í liðsuppstillingum, liðsvali, leikmannakaupum, leikmannalánum o.s.frv. en að fá reisupassann eftir aðeins átta umferðir í ensku úrvalsdeildinni er að mínu mati rangur tímapunktur.

  Ég er sú týpa að ég styð stjórann (nema hann heiti Roy Hodgeson) og ég var ekki á rodgersout-vagninum, og ég mun að sjálfsögðu styðja nýjan stjóra í sínu starfi. Ég vona að það verði Jurgen Klopp sem tekur við keflinu EN það skal enginn halda að nýr stjóri tákni fullt hús stiga í framhaldinu eða betri tíma næstu mánuðina. Þetta þýðir einungis að nýr stjóri tekur við nú í landsleikjahléinu, kynnist starfsfólkinu á Anfield og Melwood, og síðan leikmönnum að landsleikjahléi loknu, læri á starfið sitt og leikmennina, ensku blaðapressuna og pressuna almennt, og úr því sem komið er tel ég topp 8-10 vera raunhæfan kost í lok leiktíðar. Ef það næst ekki, á þá að öskra nýja stjórann í burtu strax næsta vor?

  En áfram Liverpool, ég styð lið mitt áfram í blíðu og stríðu og af jákvæðni og mun aldrei falla í DV-gírinn (sbr. virkur í athugasemdum) eins og alltof margir hér. Ég vona að aðrir Liverpool/Kop aðdáendur geri slíkt hið sama.

  YNWA!

 26. Ég get vel séð fyrir mér að ef Ancelotti kemur ekki, að fá Carra heim, til að styra liðinu með Macallester, og vonandi Gerald lika þegar hann hefur fengið nóg af bandaríkjunum.

 27. https://twitter.com/UberrFootbaII/status/650730703152357376
  Uber Football
  ?@UberrFootbaII
  BREAKING NEWS: Jurgen Klopp has agreed a three-year deal with Liverpool to become the new manager.

  [img]https://pbs.twimg.com/media/CQfbVpHXAAAgaBL.jpg[/img]

  https://twitter.com/BenSmithBBC/status/650729840228847616
  Ben SmithVerified account
  ?@BenSmithBBC
  FSG have long admired Jurgen Klopp, philosophically he fits and the ‘project’ #LFC now is, certainly appeals to him

  [img]http://s5.postimg.org/zfycqtnzb/IMG_2015_05_19_22_09_01.jpg[/img]

 28. Sammála Magga, ég er pínu sorgmæddur yfir þessu. BR er virkilega næs náungi sem var mjög nálægt því að vinna dolluna fyrir bara 17 mánuðum síðan. Já, ég veit, við höfðum þá Suarez. Ég, líkt og flestir Liverpool-stuðningsmenn, vildum svo sannarlega að honum myndi vegna vel, en síðasta tímabil og byrjunin á þessu er búið að vera hörmulegt.

  Allt of mikið af lélegum leikmannakaupum og meðalmennskan allsráðandi. Nú verður bara að ráða alvöru þjálfara sem hefur unnið alvöru titla með stórum klúbbum, m.ö.o. winner! BR var bara númeri of lítill fyrir þennan klúb, því miður. Ég veðja á Klopp.

 29. Rodgers eða nokkurn annar þjálfara getur gert Liverpool meistaraefunum undir stjórn FSG. Ég vorkenni næsta þjálfara vinna með FSG sem hafa ekki hundsvit á fótbolta. Moneyball is not Football FSG.

 30. Ég er á báðum áttum með þessa ákvörðun, auðvitað er maður grautfúll yfir byrjun liðsins, og margar ákvarðanir hjá Rodgers í gegnum tíðina hafa verið furðulegar, og óskiljandi, en maðurinn hefur betrumbætt spilamennsku liðsins í heildina litið og leikurinn í dag var fínn að mesta, fyrir utan ömurleg einstaklingsmistök Emre Can.

  Nú horfir maður fram á veginn, og spyr sig hver kemur inn, persónulega vil ég sjá Jamie Carragher í stjóra stöðunni, og finnst mér óskiljanlegt afhverju hann hefur aldrei verið nefndur til sögunnar. Menn hafa nefnt Carlo Ancelotti, og jafnvel Diego Simeone en þeir eru heldur of stórir bitar fyrir okkur, í þessari stöðu í það minnsta, að ég held.

  Sama hver kemur inn, þá mun ég þó styðja við bakið á honum, og jafnframt vil ég þakka Brendan Rodgers fyrir störf sín hjá Liverpool.

 31. Ég sé það var ekki nóg fyrir freka kallinn að fá það sem hann vildi. Hann er enn að drepast úr frekju.

 32. Rodgers eða nokkurn annar þjálfara getur ekki gert Liverpool meistaraefunum undir stjórn FSG. Ég vorkenni næsta þjálfara vinna með FSG sem hafa ekki hundsvit á fótbolta. Moneyball is not Football FSG.

 33. 3 mánuðum of seint í það minnsta en loksins er hann farinn. Þá getur maður vonandi farið að vera spenntur fyrir Liverpool aftur nema FSG fari núna og ráði einhvern annan no name stjóra í jobbið. Ef þeir gera það held èg að þeir verði líka að fara.

 34. Það heitasta á miðunum og Twitter er að Klopp og aðstoðar maður hans Zeljko Buvac, hafa skrifað undir 3 ára samning við Liverpool

 35. eru þessar frèttir frá Bosníu þà ekki bara rèttar a? klopp sè a? koma àsamt bosnískum a?sto?armanni sínum.?

  þetta er ansi blendi? þò ma?ur væri kominn à BR out vagnin vona?i ma?ur alltaf a? þessum unga þjàlfara myndi snùa öllu vi? og ver?a af alvöru stjóra hjá lfc…

  en og aftur hefst nýtt timabil hjà þessu fèlagi í leit af titlum me? nýjum manni…
  miki? vona èg a? þa? gangi upp nùna!

 36. Die Welt segir frá því núna að Klopp sé mættur til Englands og verði að líkindum næsti stjóri Liverpool.

  Die Welt er yfirleitt með þetta rétt og hefur fréttina eftir Zeljko Buvac sem var aðstoðarþjálfari hjá meistara Jurgen Klopp.

  Dömur mínar og herrar! Þetta er loks alveg að gerast! Einn besti þjálfari heims er að taka við Liverpool.

  Veit ekki um ykkur en ég ætla að fá mér bjór í kvöld- þýskan bjór!

 37. Jæja, þá var það þannig að Liverpool kennir Brendan Rodgers um ófarir sínar. Takk fyrir allt Brendan. Ógleymanlegt að eiga möguleika á titilinum.

  Ég segi að Liverpool taki Carlos Ancelotti. Mjög flottur þjálfari sem spilar skemmtilegan fótbolta. Hann veit líka hversu flottir stuðningsmenn Liverpool eru eftir Istanbul 2005.

  Ancelotti spilar 41212 og það hentar leikmannahópi Liverpool vel. Flottir bakverðir Moreno og Clyne. Can er flottur fyrir framan vörnina til að verja hana. Millner og Henderson á miðjunni. Couthino fyrir aftan Benteke og Sturrigde.

 38. Hey, sömu miðlungsleikmennirnir verða þarna í næsta leik Liverpool.

  Með þessu er einungis verið að pappíra yfir spurngurnar og aðalvandamálið hunsað.

 39. Vonandi kemur stjóri sem kemur bit á sókninna og kemur vörninni í lag. Enginn er mikilvægari en liðið.YNWA

 40. þessu bjóst eg ekki við en fyrst þetta er staðfest þá ætla eg rett að vona að Klopp se að koma. eg okkar menn fara ekki i Klopp eða Ancelotti þa held eg að eg se ekkert að fara nenna að fylgjast með þessu meira.

  eg veit ekkert hvað FSG er að spá, kannsli taka þeir Howe fra Bournemouth eða Koeman fra Southampton. eg vill hels að FSG reki sjalfa sig a sama tímapunkti og jati að þeirra verkefni mistókst lika og selji félagið..

  eg vill frettir af nyjum stjóra STRAX. Klopp TAKK !!!

 41. Tilfellið er að enginn heill lekur hefur verið vel spilaður á tímabilinu, skást þótti mér fyrri hálfleikur á móti Arsenal. Ég hef áhyggjur af genginu sérstaklega á heimavelli þar sem maður vill helst ekki tapa stigum, en vonandi verður þetta skárra með nýjum stjóra.

 42. Sigkarl 26

  Já það skyldi þó aldrei vera að þeir hjá 90min séu með þetta í þetta sinn. :0)

  Annars létt sjokk með þetta allt saman, eitthvað sem maður hefur ekki átt að venjast hjá Liverpool FC að stjórinn sé farinn í upphafi leiktíðar. En mitt mat að BR var búinn með þetta og einhvern veginn fannst mér leikmenn vera búnir að missa trúnna einnig.

  Yfirgnæfandi líkur á að Klopp sé á leiðinni.

 43. Klopp…Hversvegna halda menn ad hann se retti madurinn i thetta starf ….Og hvers vegna eru menn a theirri skodun ad hann se topp thjalfari ?

 44. Ég held að þetta sé rétt ákvörðun og hef haldið um nokkra hríð. BR hefur margt sem stefna eins og sú sem eigendurnir leggja upp með krefst, vilji til að vinna með ungum leikmönnum, jákvæð fótboltafílósófía, mikill metnaður fyrir sjálfum sér og klúbbnum. Það sem hann skorti hins vegar, sigurreynsla, taktískur stöðugleiki og pondusinn til að laða að topp leikmenn vegur bara of þungt. Svo var óþægilegt að sjá hvað hann var orðinn reikull í sinni fótboltafílosófíu. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

  Það má mjög auðveldlega gagnrýna þessa tímasetningu, því flest af því sem ég nefndi hér að ofan lá ljóst fyrir í sumar, og þá hefðu umskiptin orðið átakaminni og nýr maður fengið betra tækifæri til að undirbyggja sína velgengni. En svona er nú það.

  Svo kemur mér það dálítið á óvart að þrátt fyrir þessar tilraunir til að vera röklegur og kaldur, þá er ég fyrst og fremst sorgmæddur núna. Ég held að Brendan hafi verið all in í þetta verkefni. Borið virðingu fyrir klúbbnum og langað meira en nokkuð annað að ná árangri með Liverpool. Hann fórnaði miklu held ég, persónulega, og það er synd að hann hafi verið númeri of lítill.

  Ég eins og fleiri hér er honum þakklátur fyrir tímabilið 13-14. Ég man ekki eftir annarri eins gleði í kringum fótboltaáhorf og þá. Flugeldasýning í hverri viku. Von sem byggðist upp lag fyrir lag eftir því sem sigurleikirnir hlóðust upp eftir útileikina tvo við Chelsea og City milli jóla og nýárs 2013. Þar var Rodgers hugrakkur, samkvæmur sjálfum sér og fékk Liverpool aðdáendur til að trúa. Þar leystist úr læðingi afl sem maður sjaldan sér. Óstöðvandi ára sem þvert á allan líkindareikning virtist ætla að klára dæmið alla leið á toppinn. Sú kaldhæðni örlaganna að, af öllum mönnum, það skyldi verða Steven Gerrard sem gerði klaufaleg tæknimistök sem hann svo fylgdi á eftir með að renna á rassinn, er eitthvað grimmilegasta inngrip fótboltans sem ég man eftir (og horfði ég þó á Michael Thomas stela titlinum af okkur á sínum tíma). En svona er þetta, stutt á milli og allt það.

  En Rodgers á þakkir skildar. Hann gaf sig í verkefnið og þykir vænt um klúbbinn okkar.

  Nú held ég og vona að Klopp verði ráðinn strax á morgun og að orðrómurinn um að það væri ekki vinnandi með honum sé eitthvað sem klúbburinn dreifði til að afvegaleiða pressuna og okkur hin. Þó mér finnist Ancelotti flottur kall þá vil ég skemmtilegan karakter – einhvern sem nær til mín og annarra aðdáenda á tilfinningaleveli. Sem kemur á óvart, þorir að vera hann sjálfur og býr til ástríðu og gleði í kringum þetta áhugamál okkar allra.

  En við sjáum hvað setur. Takk Brendan fyrir mig.

 45. Ég er mjög hrifinn af Klopp sem þjálfara og væri alveg til í að sjá hann sem næsta stjóra. En sem eldheitur Carragher fan þá er það draumur minn að sjá hann sem stjóra LFC . Jafnvel hann og Gerrard saman 🙂 Ekki slæmt combó þar á ferð 🙂

 46. greyið hann krúttlegi Sean O’Driscoll að missa starfið sitt strax(að öllum líkindum..?)

 47. Eina sem ég get sagt er að ég trúi ekki á hallabyltingar af þessu tagi. Fyrst hún er orðin veruleiki vona ég innilega að sá sem tekur við fái þann tíma sem þarf til að setja sinn svip á liðið.

  Ég stið næsta stjóra, sama hver hann verður, því Liverpool er og verður alltaf liðið mitt.

 48. Ég er að leita mér að framtíðarstarfi, Ayre..bjallaðu bara í kallinn!

 49. Mjög sorglegt en þvi miður nánast óhjákvæmilegt. BR er flottur og mun vegna vel annars staðar. Eg vil fá Klopp og það helst staðfest i kvöld. Það yrði mjög proffesionalt. PS. Fer að æla af þessari vagnaumræðu.

 50. Væri gaman ef einhver hér myndi rökstyðja af hverju ætti að ráða Klopp. Fylgdist með þýska í fyrra og fannst vera nákvæmlega sama lykt af Klopp þá og Rodgers núna.

  Sama hver þjálfarinn verður í næsta leik, verður úr sömu leikmönnum að spila, ungum reynslulitlum mönnum sem verða uppá sitt besta eftir 5-7 ár flestir hverjir. Ég held að það sé enda stefna FSG. Vona samt að þeir breyti henni fyrir næsta glugga og þá held ég að Ancelotti verði betri kostur til að laða að menn.

 51. Rh #13, eru þetta svo sem engin stórtíðindi? Ég hef ekki verið svona spenntur síðan á aðfangadag þegar ég var fimm ára!

 52. Þetta er sorgleg niðurstaða. Brendan hefur margt til brunns að bera, og virðist sérstaklega viðkunnalegur náungi. Það sorglega er að þrátt fyrir allt þá þurfti klúbburinn að gera þetta, því hann var einfaldlega einu númeri of lítill fyrir verkefnið.
  Ég vona bara að eigendurnir velji næsta mann vandlega, og styðji hann en betur en Rodgers. Einnig vona ég að við púllarar höngum ekki á þessu fiskroði eins og Benitez roðinu í mörg ár.

 53. #62 – Jú Sam Allardyce er örugglega á lausu, ég get ekki ímyndað mér að nokkur kona geti þolað hann.

 54. Kom ekki á óvart en sárt að þetta gekk ekki hjá BR. Hann var með margt í pokahorninu en reyndist ekki vera sá nagli sem við þurfum.

  Við þurfum einhvern sem hatar framar öllu að tapa leik eða klúðra í jafntefli.

  Einhvern sem smitar ákafa út frá sér en jafnframt með þann hæfileika að lesa andstæðingana og eigin menn og ná því besta úr því sem hann hefur.

  Einhvern sem ber virðingu fyrir Kop og sögunni og hjartanu í klúbbnum.

  Einhvern sem getur geirneglt kaup í janúar sem gera gæfumuninn.

  Er einhver slíkum hæfileikum gæddur?

  Klopp hefur sýnt ákefð, Klopp er þýskt stál, Klopp hefur hjarta fyrir klúbbi.

  Kannski er hann maðurinn. Þetta getur annars bara orðið betra. Tökum landsleikina og hefjum svo grjóthart rönnið.

  Ég mun halda áfram að fylgjast spenntur með hér eftir sem hingað til.
  YNWA

 55. Tímasetningin á þessari ákvörðun finnst mér skrýtin, og er eitt púsl til viðbótar sem segir manni að FSG séu kannski ekki réttu mennirnir til að eiga klúbbinn. Ef menn voru ósáttir við BR þá átti þetta að gerast í sumar.

  Jæja, þetta er búið og gert. Ég óska BR alls hins besta, vona að hann fái gott starf t.d. á Spáni. Held ég muni alltaf halda svolítið með þeim liðum sem hann mun stjórna. Ég mun svo að sjálfsögðu styðja nýjan stjóra, hver sem hann er. En eins og bent hefur verið á mun þessi stjóri stýra nákvæmlega sama leikmannahópnum í a.m.k. 3 mánuði til viðbótar.

 56. Ef það er ekki Klopp núna eða álíka spennandi framtíðar áður þá vil ég Carrager til að fá liðið í gang. Alltaf vonaði maður að þetta myndi ganga hjá Brendan en kemur mér ekki á óvart brottvikning núna.

 57. bestu fréttir í lángann tíma sem ég hef lesið.. hoppandi af gleði hérna!!!!!!….

  maður var búinn að jarða þetta tímabil hjá liverpool í huganum fyrir leikinn í dag og hugsaði að sama hvað yrði myndi rodgers fá að slátra liverpool endanlega áður en hann yrði látinn taka pokann.

  klopp takk fyrir!!!!….. segi það strax.. ég fíla þann karakter.. tæki sömuleiðis ancelotti en ég tel klopp vera líklegasta kostinn sem fsg velja.. maður sem getur gert stóra hluti án þess að vera með alla vasa fulla af fjár og ég efa ekki ef liverpool lætur hann hafa peninga fyrir leikmönnum á næsta ári þá eigi hann eftir að laða til okkar góða leikmenn.

 58. Skil ekki hvað menn eru tala um erfitt leikjaprógram.
  Liðið er í efstu deild og það er mín krafa að liverpool fc vinnu alla leiki alveg sama í hvaða röð þeir eru
  Þessi ákvörðun er það eina sem var hægt að gera

 59. Þeir ykkar sem vildu Rodgers í burtu eiga eftir að finna fyrir því að grasið er ekki eins grænt hinum megin. Þetta eru ömurlegar fréttir. Nýtt tímabil uppbyggingar. Sá að e-h var að vitna í bókina hjá Gerrard sem hrósaði BR í hástert. Það gerði Luis Suarez líka í sinni bók.

  Það væri svo brjálæðislega fyndið ef næsti maður verður De Boer. Eða Gary Monk.

 60. Vá hvað mér er létt, það er eins og ég hafi borið gríðarlega þunga byrði á öxlunum í fyrra og sú byrði bara þyngdist á þessu tímabili, geng loksins uppréttur og verkjalaus…… en ég hef bara eitt að segja úr því sem komið er……..

  Fá Klopp inn, hann mun alveg 150% snúa skútunni við og gera okkur að meisturum á innan við 3 árum þangað til annað kemur í ljós!

 61. FSG voru meira sammála SigKarli en ég átti von á….vonandi kemur inn stjóri sem fær LFC til að trítla upp töfluna…..

  :O)

 62. þetta gat nú ekki endað á annan veg. Hélt maðurinn að þessi byrjun væri bara í lagi?!!!
  Það er alveg á hreinu að það hefur margt gengið á á bakvið tjöldin. Kaupa alla þessa menn og
  það hefur ekkert að segja. Það kæmi mér ekki á óvart þó BR tilkynnti fljótlega að kynleiðrettingaferlið væri hafið og framvegis yrði hann kallaður Brenda Lee.

 63. Get ekki sagt að ég sé sáttur við þessar fréttir enda aldrei verið á Rodgers out vagninum.
  Eini kosturinn við þetta er að það verður þá kannski þolanlegt að lesa komment á þessari síðu aftur. Allavega þar til næsti out vagn fer í gang.

  Takk fyrir Allt Brendan Rodgers og gangi þér allt í haginn.

 64. Mig undrar alla sem finnst tímasetningin skrítin. Þetta var tímabært og miðað við að liðið er að spila næst 17. október er tímasetningin eðilileg og rétt.

  Það nægir ekki að horfa bara á þessa fyrstu leiki þessa tímabils, heldur þarf að skoða þetta í samhengi síðasta tímabils.

  Hárrétt ákvörðun hjá eigendum á hárréttum tímapunkti. Nær allir búnir að missa trúna á Rodgers, Anfield eins og útför á síðustu leikjum og breytinga var þörf.

  Það þýðir ekki að stíga fram núna hópur og segja að hafi þurft að gefa honum meiri séns, ekki hefur fólk verið að verja hann síðustu vikur.

  Takk fyrir allt Rodgers, þú gerðir þitt besta en það var ekki nóg. Þú varst einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra félag – gangi þér vel í framtíðinni á öðrum slóðum.

 65. Jólin koma aldeilis snemma í ár 🙂
  Klopp er að koma og þetta verður viðsnúningurinn.
  Enginn Swansea lúði eða hundgömul bresk risaeðla sem tekur við.
  Loks fáum við proven winner í stjórastólinn!!!
  YNWA

 66. Til hamingju félagar nær og fjær.

  Þetta var svo sannarlega það sem við þurftum. Rodgers í raun löngu búinn á því. FSG hefðu átt að láta hann fara strax í vor. Hafði aldrei trú á þessu eftir síðasta tímabil. Góðu fréttirnar hljóta að vera að annað hvort Klopp eða Ancelotti virðast vera búnir að melda sig inn. Mér er nokk sama hvor af þeim það verður ef það verður annar hvor þeirra. Þetta eru báðir stjórar a.m.k. einum klassa fyrir ofan Brendan Rodgers.

 67. Það eru blendnar tilfinningar í gangi hjá mér, Á sínum tíma þá spilaði Liverpool liðið einna best af öllum liðum í deildinni og slátruðum Arsenal og fleirum liðum og allt leit virkilega vel út. En undanfarið hefur liðið farið afturábak og liðið spilandi leiðinlegan sóknarleik og leiðinlegan varnarleik.

  Rodgers er virkilega efnilegur þjálfari og hann fær trúlegast gott starff mjög fljótlega.
  Ég vona bara að eigendur Liverpool sýni alvöru metnað og fái inn það nafn sem að flestir vonast eftir, það væri samt svo eftir þeim að ráða annan efnilegan já þjálfara sem segir bara já og amen við eigendur liðsins.

  Ég vona að Klopp komi inn núna og það væri ekki leiðinlegt að fá Carragher á hliðarlínuna með honum.

 68. BR hefur sína kosti og sína galla. Því miður þá náði hann ekki að fylgja eftir frábærum árangri tímabilið 13/14. Það var orðið ansi niðurdrepandi að horfa á liðið síðustu vikurnar minnti stemmningin á Anfield óneitanlega á ástandið síðustu daga Roy Hodgson.

  Sammála mönnum með tímasetningu brottrekstursins en þessa ákvörðun átti að taka strax eftir 6-1 leikinn á móti Stoke.

  Vissulega hafa Suarez og Gerrard talað vel um Rodgers en ég er ansi viss um að Gerrard hafi þó ekki alveg talað hreint út gagnvart Rodgers í bókinni sínni. Held að hann hafi ekki viljað tala um neikvæðu hliðar Rodgers af virðingu við klúbbinn. Það væri félaginu ekki til góðs að slíkt legend færi að gagnrýna starfandi framkvæmdastjóra, tala ekki um stjóra sem var undir gríðarlegri pressu.

  Engu að síður þakka ég BR fyrir sitt framlag. Eins mikið og maður hefði viljað að hann hefði verið rétti maðurinn fyrir klúbbinn þá kom á daginn að réði einfaldlega ekki við verkefnið til lengri tíma.

  Nú er pressan komin yfir á FSG. Ég ætla rétt að vona að menn þar á bæ séu búnir að vinna einhverja heimavinnu áður en þeir tóku þessa ákvörðun, þannig að við séum ekki að fara sjá Klopp, Ancelotti eða einhverjar slíkar kanónur lýsa því yfir opinberlega að þeir hafi ekki áhuga að taka við liðinu.

 69. Það er ekki tilviljun að BR sé rekinn í dag, þetta hefur verið ákveðið fyrir einhverjum dögum síðan.

  Samningar hafa núna náðst við nýjan stjóra og taka menn af skarið strax í dag til þess að geta látið nokkra daga líða (af virðingu við BR og geta haldð því fram að þeir hafi ekki verið að ráða stjóra á bakvið hann meðann han starfaði) áður en að þeir kinna nýjan stjóra.

  Það er mjög leiðinlegt að þetta hafi ekki gengið hjá BR, hann kom inn með fullt af flottum hlutum og var mjög gaman að fylgjast með honum fyrstu tvö árinn, spilaði flottann fótbolta, gaf ungum strákum séns og hjálpaði þeim að verða að frábærum leikmönnum.

  EN eftir það þá er eins og að hann hafi gengið á vegg, hlutirnir hættu að ganga jafn vel og hann fór að leita að nýjum svörum og einfaldlega fann þau ekki, það var kominn tími á hann í þessu starfi og hann veit það eflaust manna best sjálfur.

  BR mun taka við öðru liði og það eflaust á engl, tekur annað svona Swansea dæmi og mun vafalaust standa sig mjög vel, hann er ekki vonlaus þjálfari, hann bara kláraði það sem hann hafði að gefa Liverpool og óska ég honum góðst gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur næst.

  Vonandi fær hann svo starf sem allra fyrst svo við fáum samstundis 10-15m fyrir Allen 😉

 70. Rétt ákvörðun en blendnar tilfinningar. Fyrir 18 mánuðum var þessi maður nær því en nokkur annar í 25 ár að ná þeim stóra. Ég hafði trú á honum en sú trú var farin. Þetta er öllum fyrir bestu en lítil gleði sem fylgir þessu.

  Réttast hefði verið að láta hann fara í sumar enda byrjaði hann tímabilið á gulu spjaldi. En getur verið að sá stjóri sem FSG vildi fá í sumar hafi ekki verið til í verkefnið þá en sé það núna? Mikið vona ég að eftirmaður BR verði maður með reynslu og bikara á sínu CV-i.

 71. Ég var alltaf að vonast eftir að kalinn myndi finna aftur “mojoi?” aftur. kom alltaf vel.fram virðing frá fyrrum stór stjörnum.

  vonandi kemur klopp og ber þýska stálið in í LFC.

  sorgar dagur, en nýjir möguleikar.
  YNWA.

 72. Held að stór partur af þessari tímasetningu geti verið gengi Chelsea.
  Mourinho er líka orðinn valtur í sessi og Klopp væri kandidat nr 1 hjá þeim líka, sérstaklega þar sem Ancelotti er út úr myndinni fyrir þá.
  Það þarf því að drífa í þessu núna áður en Mourinho verður rekinn.

 73. BR reyndi sitt besta, en hans besta var einfaldlega ekki nógu gott. Fékk að vita að hann yrði rekinn fyrir um 4 dögum úrslitin í dag skiptu engu máli. Talað var við bæði Anchelotti & Klopp en sá fyrr nefndi er einfaldlega of dýr. Jurgen Klopp er næsti þjálfari Liverpool og verður það tylkinnt á næstu dögum. Ég hef enga ástæðu til að trúa ekki þeim létu mig vita af því fyrst. Það eru sömu gaurarnir og ég hef fengið liðið hjá deginum fyrir leik núna í 2 á og er það nánast ávallt 100%

  Twitter: @kopice86

 74. Líklega þurftu FSG að kyngja stoltinu. Gáfu honum annan séns, en það sem liðið er af þessu timabili er þetta bara áframhald af virkilega döprum frammistöðum síðasta vetrar.

  Enn er hægt að bjarga þessu tímabili. Að gera sömu mistökin aftur og aftur með von um að eitthvað breytist er ávísun á mega klúður.

  Því tek ég hattinn ofan fyrir FSG að kyngja stoltinu, viðurkenna mistökin og láta BR fara núna.

  En þá er lika eins gott að inn komi maður með alvöru CV.

  Jurgen Klopp er minn kostur.

 75. Sælir félagar

  Það er rétt sem margir benda á að þetta er sorgardagur. Það er sorglegt að Brendan Rodgers sem ég og margir fleiri trúðu að væri svarið við slöku gengi liðsins skyldi ekki ráða við starfið. Það er sorglegt að þurfa að horfast í augu við þessa niðurstöðu sem þó hefur verið óhjákvæmileg að flestra mati en er í reynd ekkert nema vonbrigði. Það er full ástæða til að BR fyrir samveruna. Hann gaf það sem hann átti en það bara dugði ekki til. Ég óska honum alls hins besta.

  Það er nú þannig

  YNWA

 76. Ég er sáttur með þetta..Þetta var orðið fullreynt…Stærsta spurningin er hví hann var ekki rekinn í sumar. Spilamennska liðsins seinna hluta síðasta tímabils fannst mér sýna algerlega að hann var ekki með þetta…Hvorki sóknarlega og ekki alls ekki varnarlega…Við erum alltaf með sömu vandamálin..Lekum skítamörkum leik eftir leik Og síðustu mánuði hefur sóknin verið steingeld….Hefur eitthvað lið unnið þessa deild án þess að vera með topp topp vörn?.Ég bara spyr…Nei nú vil ég stjóra sem er með það á hreinu hvaða taktík liðið spilar.

 77. Leiðinlegt að sjá Rodgers taka pokann eftir allt sem hann hefur gert fyrir klúbbinn og það segi ég sem rauður djöfull. Verður gaman að sjá hver tekur við skútunni, það verður eflaust einhver með stóran pung. Ég hef verið að spá í spilin og tel Frank De Boer rétt manninn í starfið en það er bara mín skoðun.

 78. Finns Carra á Sky segja sem er……

  “Liverpool are becoming Tottenham. They think they are a big club but the real big clubs aren’t concerned about what they do. What are these owners going to do to get the club back to where it needs to be?”

  Og ef Klopp er eftirmaðurinn sem allt bendir til þá vonandi erum við að fá þýskt stál eða allavega þýskt hugarfar í vörnina.

 79. Ancelotti getur fokkað sér! Ég vil ekki sjá þann leiðindaskúnk koma nálægt klúbbnum sem ég elska!

  Klopp já takk!

  Far vel BR! Gangi vel!

  Takk fyrir mig!

 80. Það yrði þokkalegt kjaftshökk ef Klopp mundi ekki koma heldur einhver efnilegur stjóri sem FSG hefur trú á.

 81. Frá því að maður fór að fylgjast með Liverpool hafa verið nokkur stjóraskipti.

  1991 Fór Daglish og Souness tók við.
  Þetta voru skelfilegar frétt fyrir félagið því Daglish hafði verið að standa sig frábærlega. Liðið var á toppnum og stefndi í enn einn titilinn.
  Menn voru samt mjög sáttir við Sounes hann vissi alveg hvað félagið stóð fyrir og var mjög vinsæl leikmaður og hafði verið að standa sig vel í skotlandi.
  Því miður þá fór hann að fikta allt of mikið í liðinu og liverpool fór eiginlega hratt niður.

  1994 Fór Sounes og Evans tók við. Sounes var einfaldlega löngu kominn út í horn og aftur voru menn nokkuð sáttir við stjóra. Liverpool hefðinn var sú að strákarnir úr skóherberginu kunnu sitt fag og hafði Evans verið í þjálfaraliðinu lengi.
  Evans létt liðið spila flottan bolta á köflum en vantaði aðeins meiri hörku og fannst sumum hann of vingjarnlegur við strákana og vantaði aðeins meiri aga(ég kunni samt vel við Evans).

  1998 Fóru Evans og Houllier að vinna saman. Þarna kom frakkinn inn og áttu þeir tveir að vinna saman. Það gekk ekki og fór það svo að Evans setti liðið í 1.sæti sæti og sagði upp. Houllier kom sterkur inn og reif liðið upp af rassgatinu og breyttu öllu í kringum liðinn.
  Það voru samt ekki allir sáttir við Houllier þegar hann var ráðinn en hann vann flesta á sitt band.

  2004 Fór Houllier og var hans tími einfaldlega liðinn og Benitez sem var búinn að gera frábæra hluti með Valencia á spáni kom inn. Þarna var kominn einn heitasti bitinn á þjálfara markaðnum og taktískur snillingur. Ég held bara að allir hafi verið ánægðir að fá hann.

  2010 Fór Benitez eftir að liðið var farið að dala og spila leiðinlegan fótbolta með litlum árangri og svo líka var mikið að gerast bakvið tjöldinn og hann að rífast opinberlega við eigendur liðsins í fjölmiðlum. Leiðinlegt að missa kallinn en hann var einfaldlega kominn á endastöð með liðið.
  Inn kom Roy Hodgson sem var eiginlega óskiljanlegt val og voru flestir á móti þessu vali og kom það svo á daginn að hann réði alls ekkert við verkefnið.

  2011 Fór Hodgson og held ég að allir hafi verið ánægðir með það og inn kom King Kenny sem bráðabirgðar stjóri og voru flestir spenntir fyrir því enda maðurinn einn sigursælasti leikmaður og stjóri félagsins með eitt stærsta liverpool hjarta sem til er.

  2012 Fór Daglish hann átti lélegt tímabil með liðið í deildinni og inn kom B.Rodgers sem hafði getið séð gott orð með Swansea og lét þá spila virkilega flottan fótbolta.
  Það voru skiptar skoðarnir með þessa ráðningu en ég held að flestir vildu gefa honum tækifæri og var hann ótrúlega nálagt því að verða liverpool legend.

  2015 Rodgers út hans tími var búinn að mat stjórnar og er spennandi að sjá hver kemur inn.

  Mín ósk er Klopp og djöfull væri ég til í ef J.Carragher kæmi inn í þjálfaraliðið með honum.

 82. Hér er svo tölfræð um stigasöfnum stjórana í deildinni(s.s aðrar keppnir ekki með).
  Sounes 40% -s.s náð stig af þeim sem voru í boði.
  Evans 48%
  Houllier 50%
  Benitez 55%
  Hodgson 35%
  Rodgers 51%

 83. Sigurður Einar #95
  Rodgers er sem sagt næst besti þjálfari Liverpool í deild sl. 25 ára?
  Nánast á pari við Houllier en aðeins á eftir Benitez.
  Magnað

 84. BR lúkkaði vel með Suarez í liðinu, (meira að segja ég hefði lúkkað vel með Suarez í liðinu)
  Eftir það var þetta alltaf brekka og þessi tímapunktur frábær. Ljóst að BR var ekki að fá það besta úr liðinu, en jafnljóst að sá sem tekur við því á séns á að gera gott úr tímabilinu. Mitt mat er að þetta er mjög taktísk og góð ákvörðun.

 85. Jæja þá er þetta gigg búið hjá Rogers. Ég hinsvega skil ekki alveg pirring fólks út í FSG. Mér sýnist þeir hafa staðið við allt sem þeir sögðu í byrjun.
  Ekki ausa aur inn í félagið heldur auka tekjur þess
  Stækka völlinn/byggja nýjan
  Þeir eyða öllum tekjum af sölu og meira til í leikmenn á meðan þeir stækka völlinn
  Þá voru menn sáttir við þessa hugmyndir. Menn vildu ekki City Chelsea PSG eigendur.
  Er ekki málið að Brendan Rogers var heppinn að fá Suarez í start og svo kom í ljós að hann var ekki rétti maðurinn? Ekki eigendurnir?

 86. #96
  Ég sagði aldrei að Rodgers væri sá næst besti. Lét bara tölur sem til eru fylgja með.
  Frá því að ég fór að fylgjast með þá er auðvita Daglish sá besti og Benitez næstur á blað með Houllier þar á eftir.

 87. Tengist þetta eitthvað því að ég borgaði loksins árgjaldið mitt í Liverpool klúbbinn í dag? Nei bara spyr 😛

 88. Spái að BR verði næsti stjóri Newcastle.

  Maður veit aldrei hvort þetta verði gæfuspor fyrir klúbbinn enn maður vonar það besta.

 89. Hélt ég myndi vera sáttari þegar þett gerðist en eg er i raunini bara allveg hrikalega stressaður það sem við erum ad fara gera næst er klárlega það stærsta sem fsg hafa þurft ad gera. Rogers er að skila af sér ungum og mjög efnilegum hóp og með réttum þjálfara ráðningun get ég allveg séð þennan hóp fyrir mér gera eitthvað.
  Takk fyrir skemmtilega tíma Brendan þú bauðst uppá eitt eftirminnilegasta tímabil hjá flestum stuðningsmönnum liðsins og skemmtilegasta fótbolta sem ég hef séð hjá nokkru liði verst að hin 3 tímabilin gengu ekki upp, ég held að við ættum oll að sýna þessum manni alla okkar virðingu og þakklæti hann reyndi sitt besta en það var bara ekki nóg toppmaður þarna á ferð !
  YNWA

  Ps verður ekki podcast í tilefni þessa frétta ?

 90. Sigurður Einar #95 Það væri gaman að sjá hver tölfræði Rodgers væri ef SAS tímabilið væri tekið út úr þess hvert væri vinningshlutfallið þá.

 91. Hefði viljað halda Rodgers lengur. Vona að Klopp eða Ancelotti taki við. Sá svo þetta tvít á Echoinu 🙂 Farvel Rodgers og takk fyrir veturinn 2014-2015

  1,221 days 29,304 hours 1,758,240 minutes 291,550,000 pounds 0 Cups

 92. Ég er glaður í dag.
  Var aldrei sáttur með að King Kenny var látin fara og reynslulaus stjóri ráðinn í staðinn.
  Talandi um að gefa mönnum tíma? Ekki fékk King Kenny tíma og þó vann hann einn bikar og kom okkur í úrslit í öðrum á einu og hálfu tímabili ef ég man rétt.
  Geri aðrir betur.
  Helst af öllu langar mig að fá kónginn aftur og Gerarrd honum að hlið sem framtíðar stjóra.
  Það er ekkert hjarta orðið eftir í liðinu okkar eftir þessi ár Brendans og ég kveð hann ekkert með sökknuði.
  Þetta er stór klúbbur og með mikla sögu og við eigum ekki að ráða einhverja spjátrunga.

  Bless Brendan og takk fyrir og gangi þér sem best.

 93. Ég var komin með nóg en átti ekki von á þessu og var búinn að sætta mig við að Rodgers yrði áfram í vetur eða í það minnsta fram af jólum með sama áframhaldi. En ætla menn ekki að skrifa neitt á eigendur. Þeir leggja línurnar, komu með þessa fáránlegu transfer nefnd og bera alveg eins mikla ábyrgð og Rodgers. Ég held að Liverpool vinni aldrei titla með þessa eigendur sama hver er þjálfari. Þannig ég ætla ekkert að gleðjast yfir Klopp. Anchelotti eða það að Rodgers sé farinn. Skála ef það koma nýjir eigendur eins og hefur spurst út að sé mögulega í farvatninu.

 94. # 105
  Fín grein.
  13/14 seasonið var æðislegt og Rogers átti þátt í því ásamt topp leikmönnum. Besta season ævi minnar!!!

 95. Finnst verulega ósanngjarnt þegar menn nota það gegn Rodgers að hann hafi haft Suarez í sínu liði. Draga úr árangri hans því hann var með heimsklassaleikmann. Ætti þá að láta það bitna á Guardiola að hann hafði Messi í sínu liði. Til að ná árangri þarftu heimsklassaleikmenn.

  Annars bara spennandi tímar framundan!
  YNWA

 96. #119,

  Já, það er sannarlega órökrétt og að mínu mati beinlínis óbilgjarnt. BR var líka sá sem spottaði hvað bjó í honum, náði því besta út úr honum og smíðaði gjörsamlega frábært lið í kringum hann. Lið sem var skemmtilegra að horfa á en nokkuð fótboltalið sem ég hef séð síðan ég komst til vits og ára og gerði að verkum að ég hlakkaði verulega til hvers einasta Liverpool leiks.

  Svo missir hann ekki bara Luis Suárez, heldur líka Daniel Sturridge (kom harla lítið við sögu 2014-15). Vægast sagt erfið staða og að mínu mati mjög impressive að honum hafi þó tekist að komast á gott run með það sem eftir stóð. Sumarið eftir hverfa svo Raheem Sterling og sjálfur Steven Gerrard á braut. Ótrúlegar sviptingar.

 97. BR gerði frábæra hluti fyrir litla peninga hjá Seansea og fyrstu 2 tímabilin hjá LFC byggði hann upp sterkt lið og hélt sig meira og minna við 13-24 leikmenn. Þegar í CL var komið breytti hann um kúrs, lagði áherslu á að hafa stóran og breiðan hóp og keypti 20 leikmenn fyrir 200 milljón pund.

  Uppsögnin nú er dómur á hvernig sú stefnubreyting tókst.

 98. Var aldrei á Rodgersout vagninum og ég held að þetta séu mistök. Vona að ég hafi rangt fyrir mér.

 99. Má bæta við að það er aldrei gaman þegar menn missa vinnuna. Ég vona að honum gangi vel að fá nýtt starf.

Everton – Liverpool 1-1

Podcast fellur niður vegna tækilegra mistaka