Everton – Liverpool

Byrjunarlið okkar manna er óbreytt frá síðasta deildarleik.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Clyne – Lucas – Milner – Moreno
Coutinho

Sturridge – Ings

Bekkur: Bogdan, Gomez, Rossiter, Allen, Ibe, Lallana, Origi

Liðið spilaði vel gegn Aston Villa með þessu uppleggi, nú er bara að sjá hvort þeir geti það líka gegn miklu betra liði og á útivellli.

Öllum ljóst að þessi leikur er RISASTÓR og þá ekkert vegna þess að þetta er derby slagur, hér má ekki tapa.

Lið Everton er svona

Howard

Galloway – Funes Mori – Jagielka – Browning

Barry – McCarthy

Deulofeu – Naismith – Barkley

Lukaku

Bekkur: Robles, Gibson, Oviedo, Kone, Lennon, Osman, Holgate

Það vatnar góða menn í bæði lið, þrjá byrjunarliðsmenn í vörn Everton og tvo miðjumenn sem líklega væru báðir í byrjunarliðinu. Þetta er svipað hjá okkur, Henderson, Firmino og Benteke er allra saknað.

Engar afsaknarnir í dag, bara vinnið þennan leik.

95 Comments

 1. Okkar sterkasta lið, fyrir utan þá sem eru meiddir. Mér sýnist everton ætla að mæta okkur með 4-5-1 uppstillingu, með lukaku einn frammi, en þeir eru með gríðarlega sterka miðju, með Barry og Barkley þar fremsta í flokki.

  Vona það besta.

 2. Þegar það vantar 3/4 af sterkustu varnarmönnum mótherjanna, þá er engin afsökun fyrir því að skora ekki. Krafa um amk tvö lögleg mörk úr open play ætti ekki að vera of mikið. Ef það gerist ekki þá segir það margt um stöðu liðsins…

 3. Mikið er ég ánægður með að sjá “óbreytt byrjunarlið”, þótt þetta sé ekki endilega leikkerfi og leikmenn sem ég hefði kosið. Vonandi fyrsta skrefið í átt að stöðugleika.

  Hef trú á þessu í dag, spái 3-1 sigri! Lúkas á eftir að þakka traustið og skora 2 – ekkert smá að Steve G var látinn fara en LL haldið á Anfield…

 4. Alveg klárlega sterkasta byrjunarlið sem við getum stillt upp þegar horft er til meiðslalistans.

  Everton eru líka með marga sterka menn í meiðslum þannig að í dag eru afsakanir ekki í boði.

  Er sammála mörgum hér á spjallinu að þetta er leikur upp á líf og dauða fyrir BR. Sigur, þýðir að sæti hans er öruggt fram að jólum a.m.k., jafntefli kaupir honum nokkrar vikur en tap þýðir sennilega að hann verði rekinn á næstu tveimur vikum!

  BR hefur haft tak á Everton þó hann hafi (að ég best man allavega) aldrei stýrt LFC til sigurs á Goodison.

  1-3, Sturridge setur tvö og Ings eitt. Koma svo!

 5. Mig drwymdi fyrir stuttu að leikurinn færi 6-0 fyrir Everton. Vonandi er ég ekki berdreyminn.

 6. Liverpool er 100% að fara á Gutagarð í dag og pakka bláliðum saman. Sturridge með þrennu og Ings með eitt, Lukaku nær kannski að éta eitt fast leikatriði, 1-4. Þetta verður upphafið á titilrunni okkar manna sem að springur upp í febrúar með slæmum meiðslum lykilmanna. Rodgers verður höfðinginn á Anfield og verður lengur í starfi en Ferguson og Wenger til samans.

  Það væri allavega skemmtilegt ef þessir draumórar rættust. KOMA SVO!!!!

 7. Spilaði liðið vel ???
  Fékk það ekki á sig tvö mörk á móti einu lélegasta liði deildarinnar
  Sé bara akurat ekkert gott eða vel spilað við það

 8. Sé að menn eru að henda í bjartsýnis spár hér á fullu… Við merjum þennan leik eða brotnum niður og skít töpum það er ekkert þar á milli…

 9. Gullna reglan krakkar mínir….vonum það besta en búum okkur undir það versta!

 10. Þetta er öruggt í dag. Lagði undir á Everton. Ég er mjög óheppinn í spilum.

 11. Ég tek það fram áður en ég byrja, að ég var ekki hrifinn af því að “signa” Milner.
  Mér finnst hann ofmetinn leikmaður, og hefur hann ekkert gert til að afsanna það fyrir mér.

  Að því sögðu þá langar mig að segja að ég eiginlega myndi vilja sjá Rossiter starta þessum leik.. Hann hefur hrifið mig í þessum leikjum sem ég hef séð hann, grjótharður í tæklingum, skammast í mönnum, og fín tækni miðað við ungann mann.. Og svo er hann local lad.. Eg vona að við vinnum, 1-3, en eg held að heimablóðið muni klárlega skila Ev. Sigri.. Því miður.. Milner, endilega afsannaðu þetta hjá mér og stýrðu okkar mönnum til sigurs!

  YNWA

 12. Við verðum að vinna, heimur með Liverpool sem litla liðið í Liverpool er ekki þess virði að lifa í.

 13. Er einhver sem telur Everton sigurstranglegra? Hlusta ekki á þannig. Liverpool er talsvert betra lið þrátt fyrir nokkur óhagstæð úrslit að undanförnu. Þetta er 3-0 sigur.

  Koma svo Liverpool! Rústa þessu!

 14. Þarna átti Milner að öskra og heimta víti. Það þarf að setja smá þrýsting á dómarann í svona leikjum. Vantar alltaf það í þetta lið

 15. Alveg sama hvernig þetta fer þá stefnir þetta loksins í alvöru frábæran leik þar sem allir berjast eins og þeir eiga fjandakornið alltaf að gera…LOKSINS!!!

 16. Djöfull er gaman að sjá baráttuna og hörkuna í báðum liðum og enn skemmtilegra að sjá Dómara (atkinson) að leyfa smá hörku og púst, hundleiðinlegt þegar dómarar ætla að hafa allt rólegt og vera stjörnunar í svona derby leikjum

 17. úff vont ef Skrtel þarf að fara útaf, þá þarf Young Gomez einfaldlega að sýna svipaðar frammistöður og í fyrstu leikjunum

 18. Frábær varsla hjá Mignolet, rosalega erfitt fyrir markmenn að eiga við svona skallabolta af stuttu færi

 19. Vonandi að Mignolet haldi haus allan leikinn og haldi áfram að galdra fram svona vörslur

 20. Hvað er að gerast með Sakho djöfull er hann lelegur. Þurfum að fa nýjan miðvörð sem fyrst

 21. Ætlaði að fara að skrifa hva Can var búinn að vera frábær í dag og svo gerist þetta haha. Alltaf gaman að sjá samt svona æsing í þessum leikjum, þeir væru ekki það sama án þessa pústa

 22. Nú þarf Can að fara að halda haus það sem eftir lifir leiks. Greinilega ekki erfitt að ná skapinu í manninum upp.

 23. Can á eftir að skora og vera svo rekinn út af… Finnst hann reyndar búinn að vera frábær, alvöru gredda og ákveðni í drengnum

 24. Hefði líka verið kjánalegast í heimi ef maðurinn hefði verið rekinn útaf fyrir hjólhestaspyrnu

 25. Skorað eftir horn! Og fíflið #20 hjá Everton með þessa líka góðu dekkun…

 26. Mark Danny fokking Ings, djöfull er þetta skemmtilegur leikur.

  Koma svo vinnum þetta.

  YNWA

 27. Ings toppar tengason Maradonna og verður með 6 í þessum leik !!! 🙂 🙂

 28. Hef elskað þennan mann síðan ég sá hann fyrst live í bikarnum gegn Southampton með Burnley Janúar 2014 og maður elskar hann meira og meira með hverjum leiknum sem hann spilar, virðist ætla að verða þvílík bargain buy

 29. Frábært, fyrsta sem ég hugsaði var ekki, “yes mark”, heldur “horn?”

  Það var kominn tími til 🙂

 30. Fyrir hvaða lið er Emre Can að spila? Í hverjum einasta leik er hann staðráðinn í því að gefa mótherjanum mörk!

 31. “Ég gerði nú ekki ráð fyrir þessu”, – það sem enginn sagði…

  Andskotinn hafi það!

 32. Can óheppinn þarna, setur hann beint í skrtel og dettur fyrir lappir Lukaku, hefði þó átt að gera betur

 33. Hvað vörn er liverpool að spila ? Can og Sakho skiptast að gera mistök

 34. Agalega var þetta ódýrt einsog Can er búinn að vera frábær í leiknum hann hreinsar í Skrtel og það er einn Everton maður í teignum og boltinn beint Lukaku.

 35. Þetta lið ræður bara ekki við að verjast fyrirgjöfum. Eina hættan sem skapast frá Everton er í gegnum hornspyrnur eða háa bolta inn í teig. Djöfulsins chaos alltaf í þessari vörn.

 36. úfff……sóknin og miðjan að standa sig vel en vörnin……guð minn góður!

  Getum þakkað Mignolet að staðan sé 1 – 1. Stend við fyrri orð mín. BR verður rekinn ef þessi leikur tapast.

 37. 40-50mp í ey?slu á tveimur mi?vor?um takk fyrir.
  þa? skiptir engu hversu vel li?i? spilar me?an þessi einstaklingsmisstök eiga sèr sta? trekk ì trekk.

 38. Svo framanlega sem við töpum ekki stórt verður enginn rekinn eða dæmdur fyrir þennann leik. Þvilík skemmtun!

 39. Hélt Sakho væri sá sem ættlaði að gefa þeim mark í þessum leik. Kannski þeir ættla að gefa tvö mörk. Svekkjandi Can skildi klúðra þessu. Hann gæti endað með rautt drengurinn.

  Annars bara mjög góð frammistaða hjá Liverpool á vallarhelmingi Everton.

 40. Can er ekki óheppinn, þetta var bara slakkt hjá honum og ekki í fyrsta skiptið.

 41. Að mínu mati bestu 45 mínútur vetrarins á margan hátt.

  Óskaplega glaður að sjá það að menn eru tilbúnir í þann slag sem fylgir alltaf Merseyside derbyleikjum. Í þessum leikjum þarf að berjast fyrir því að spila fótboltann.

  Skemmtilegt að sjá Milner hérna, frábær yfirferð og það sem hann verður að sýna, Ings verður klárlega leikmaður sem mun selja einhverjar treyjur og lagið hans komið. Mignolet með tvær frábærar vörslur.

  En svo kemur trademark klúður hjá okkur, rútínusending inní teig og enginn pressa en okkur tekst samt að búa til færið fyrir mótherjann sem koma allt í einu hundkátir inn í hálfleik þar sem þeir áttu að vera undir…

  …en vonandi bara fáum við annan góðan hálfleik….

 42. Varnarleikurinn heldur áfram að valda vonbrigðum. Sóknin alveg ágæt í dag og menn að koma sér í færi. Sakho og Can ekki með á nótunum á löngum köflum í fyrri hálfleik og þessi gjöf frá Can var í besta falli barnaleg. Þetta er samt alvöru leikur með alvöru tæklingar og LFC mættu klárir í leikinn. Lucas búinn að vera svakalegur í að pressa andstæðinginn og fara fast í menn. Meira svona takk

 43. Alveg með ólíkindum að horfa á þessa vörn það eru 3 boltar sem Liverpool sparkar eða skallar inní sinn eigin vítateig þannig að það var bara spurning hvenær þetta myndi gerast ótrúlegt að þurfa að gefa mark í hverjum andskotans leik

 44. Frábært skemmtun þessi leikur. Bæði lið að spila vel og dómarinn að standa sig vel.

 45. shjitt hvad can er lelegur… ef hann gefur ekki mark tha gefur hann 2 !!! 45 min eftir og vonandi naum vid ødru marki

 46. Er ekki sammála að vörnin hafi verið léleg, þetta er einstaklings mistök hjá Can, þetta á ekkert að vera flókið Það er ein blá treyja í teignum og 3-4 rauðar það á taka Carragherinn og hreinsa upp í stúku.

 47. Afhverju er alltaf verið gagnrýna Can þegar BR spilar honum alltaf úr stöðu??

 48. Migno er ástæðan fyrir því að þeir eru ekki 3-1 yfir núna eða 4-1 vörnin er rusl tbh.

 49. hvað er eiginlega game planið í seinni? Wimbledon-bombur fram með dvergum?

 50. Kúturinn þarf að fara að vakna, hefur litið sem ekkert gert í leiknum í dag

 51. Fjandans væll er þetta Can útúr stöðu, vilja menn frekar hafa Comez í 3 manna varnarlínunni til að kljást við tröllið Lukaku, og hvað þá Can djúpan á miðju og Þá Lucas á bekkinn sem er búinn að eiga frábæran leik á bekkinn í staðinn???

  Can á skuldlaust þessi mistök þetta var bara illa gert og hefur ekkert með það að gera hvort honum sé spilað úr stöðu eða ekki.

 52. Frábær 4 m sending þarna hjá Milner, beint útaf. Erum við búnir að skapa eitthvað í þessum leik? Hvar er Courinho, hvar er öll greddan í þessu.
  Þetta er búið, nýjan mann í brúnna! #RodgersOut

 53. Sýnist Lallana vera að gera sig kláran, vonandi kemur hann með ferskan blæ inn í leik okkar manna

 54. Það að við séum yfirhöfuð með þriggja manna vörn sýnir hversu lélegt virnuskipulagið er í þessu liði. Ég kenni þjálfaranum að sjálfsögðu um það. Búinn að vera í 3 ár með liðið og ekki ennþá getað skipulagt vörn sem hættir að mígleka mörkum inn.

 55. Johny #69

  Ef þú ert kokkurinn í eldhúsinu en alltaf settur í uppvaskið þá geri ég ráð fyrir að þú sért kátur alla daga! :0)

 56. #70

  Á að reka Rodgers núna af því Milner sem er búinn að vera góður í þessum leik á eina misheppnaða sendingu? Og já Liverpool er búið að skapa nokkur mjög góð færi. Og hafa nýtt eitt þeirra.

 57. #74 Hafliðason

  Nei, það á ekki að reka hann útaf þessum eina leik, heldur útaf þessari eyðimerkurgöngu sem liðið hefur verið í frá því í fyrrahaust. Horfa á stóra samhengið, ekki einn leik.

 58. Hvað var Lucas að pæla? Heppinn að vera áfram inná. Ótrúlegt. Góð skipting hjá Rodgers, Allen inn fyrir Lucas. 1-2 sigur.

 59. Joe Allen inn fyrir Lucas, líklega þar sem Lucas er einu broti frá rauðu spjaldi

 60. Allen inna? Skiljanlegt að taka Lucas utaf, en Allen? Þa er bara að vona að við höldum stiginu, þvi að eg hef ekki seð Coutinho ne Sturridge i seinni halfleik! Nema þarna skotið hans Pippa, sem var gott.

 61. Schally #79 hver í andskotanum annar en Allen atti að koma inn á í þetta hlutverk?

 62. Trausti #75

  Já auðvitað. Ég skil alveg fólk vilji skipa um stjóra. En Milner hefur verið góður og léleg sending frá honum á ekki að auka pressu á Rodgers. Ekki nema mönnum finnst Milner kaupin allt í einu léleg og hann hafi ekki átt að spila þennan leik.

 63. #80 Nú, heimamaðurinn okkar! Minn maður/strákur Jordan Rossiter!
  Ég hef töluvert meiri trú á honum en Allen!

  En ég hvet hann nú samt áfram, og vona það besta, en hef ekkert séð frá honum sem lætur mig halda að ég fái annað en vonbrigði, því miður.

 64. Set höndina upp.. Joe vinur minn gerði vel það sem þurfti að gera 🙂

 65. Legg til að BR out og önnur
  comment verði bönnuð eftir Derby leiki. Bring out the positives. Enn og aftur, þvílik skemmtun!

 66. flottir ì fyrri.
  seinni var steingeldur.
  jafn har?ur leikur og venjulega me? innfæddum gott a? sjà þa?.
  sem betur fer er komi? a? landsleikjum sjáumst á vellinum àfram Ísland!

 67. Er enginn að pæla i Sturridge. Í þau fáu skipti sem ég sá hann var hann………

 68. Með því skárra, en Everton var með vængbrotna vörn.
  Ekkert frábært en ég bjóst við tapi.

 69. Ekkert podcast í kvöld. Við tókum upp í 65 mínútur til þess eins að fatta eftir á að vegna tæknilegra mistaka tókst þátturinn ekki upp.

  Þetta voru svaka umræður. Babú, ég, Steini, Maggi og Einar Örn. Verst að þið fáið ekki að heyra það. Þvílíkur þáttur til að missa frá okkur.

  Við tökum upp einn, jafnvel tvo þætti í vikunni til að bæta fólki þetta upp.

Tired of hipster memes?

Everton – Liverpool 1-1