Liðið gegn Villa

Liðið gegn Villa er svona og kemur ekki mikið á óvart.

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Clyne – Lucas – Milner – Moreno
Coutinho

Sturridge – Ings

Bekkur: Bogdan, Toure, Gomez, Lallana, Allen, Origi, Ibe

Sama upplegg og í síðustu þremur leikjum og 100% eins og Steini lagði þetta upp í upphitun. Þetta verður bara að duga fyrir Rodgers því talað er um að FSG séu mættir á völlinn í dag, lesið í það hvað sem þið viljið.

83 Comments

 1. Ég hefði viljað sjá Rossiter á bekknum. Held hann sé meiri baráttuhundur en Allen.

 2. þetta verður að duge eða drepast leikur í dag… vonandi dettur studge í gang og setur þrennu… samt er það voða ólíklegt….

  einnig vona ég heitt og innilega að þessi mazzari umræða sé kjaftæði

 3. Einhver sem þekkir streamtvbox.com,skráði mig fyrir mánaðaráskrift í gærkvöldi og allt leit vel út,svo í morgun þegar ég ætlaði að skrá mig inn þá þekkti síðan ekkert af minni skráningu,ekki netfang,ekki notendanafn og ekki lykilorð,þekkir einhver þetta vandamál?

 4. Tottenham búið að koma sér í gang… Þetta gerist eitt AF öðru. Chelsea seinustu helgi. Hvenær við?

 5. liðið skoraði síðast 3 mörk í febrúar í 3-2 sigri gegn tottenham það fer að styttast í 1 ár. þannig þessi leikur fer 1-0 fyrir liverpool sturridge með markið.
  Og tottenham voru að rústa city

  KOMAA SVO !

 6. Ef FSG eru mættir til að reka BR að þá skiptir engu máli hvernig þessi leikur fer held ég.
  Spái samt 2-0 og Sturridge og Ings með mörkin.

 7. Fyrir Stream-ara.
  Ég mæli með að menn fari inn á http://www.kingmedia.tv og kaupi áskrift
  (1 mán kostar 1200 og 6 mán um 6þ)
  Allir leikir í öllum deildum í hd gæðum og ekkert högt eða vesen. að auki er nfl, nba, F1, box, MMA og fleiri íþróttir sýndar þarna.

 8. Er vöntun á almennilegum Acestreams í takti við gengi liðsins?
  Lumar einhver á almennilegum acestream link?
  nú eða sopcast?
  …eða bara eitthvað betra en pixlað html flash drasl 🙁

  Kannski ég þurfi bara að kaupa mér áskrift einhverstaðar…sjáum til eftir þennan leik…hvort við höldum áfram að snúast niður …og áhuginn þá með

 9. Ég sé ekki betur en að Coutinho sé á miðjunni og í Milner í holunni

 10. Einhver með upplýsingar varðandi þetta hashtag framan á treyjunum?
  Er þetta ekkinörugglega í fyrsta skipti sem hashtag er framan a treyju?

 11. vill ekki vera me? lei?indi en lfc ver?a vera beittari upp vi? marki? erum a? eiga mi?juna holdum bolta fìnt og svona en svo er þetta bara heppni e?a ekki gætum fengi? svona ì baki?

 12. Það vantar allt drápseðli í þetta lið. Chelsea og City væru búin að skora ca. 2 í viðbót með þessa yfirburði sem Liverpool er búið að hafa.

  Bíð bara eftir því að Villa skori og leikurinn fari 1-1.

 13. Eftir góða fyrstu mínútu þá erum við aftur komnir í sama farið. Reitabolti og við sjálfum okkur verstir. Verðum að setja annað mark, annars fer þetta 1-1.

 14. Fínasti fyrri hálfleikur. Þurfum að bæta varnarleikinn, eru of shaky þarna aftast.
  Hér er svo fín síða til að bookmarka varðandi stream.
  http://goatd.net/

 15. Flott mark hjá Millner en Aston Villa eru ekkert að færa sig framar við það og eru með 11 manna varnarpakka.
  Liðið hjá okkur stjórnar leiknum en það er lítið pláss á vellinum til þess að gera eitthvað og er helst að við finnum Moreno þar sem er smá pláss í kringum Hutton.
  Boltin gengur frekar hægt og er því auðvelt að verjast gegn okkur og lítil ógn í fyrirgjöfum hjá okkur enda Ings/Sturridge ekki líklegir til þess að vinna skalla inní teignum gegn miðvörðum Villa.
  E. Can reyndi að hleypa spennu í þetta með því að leggja upp gott færi hjá þeim og svo verður Mignolet að fara að geta kýlt boltan lengra.

  Mér finnst samt óþarfi hjá liverpool að fara að keyra eitthvað upp hraðan og hleypa þessu upp í einhverja vitleysu því að eins og staðan er núna eru Villa sáttir við að liggja aftur og við erum auðvita að vinna. Þeir munu þurfa að færa sig framar á völlinn og þá er spurning um hvort að það opnist ekki fleiri færi.

  Mér finnst Coutinho hafa verið dapur undanfarið en Clyne er orðinn besti hægri bakkvörður deildarinar að mínu mati.

 16. Get ekki séð að þetta sé eitthvað betra, erum ekki að skapa neitt og í raun bara heppnir að vera yfir.

 17. Finn hálfleikur, nema hvað að vörnin er að opnast stundum full mikið. Fyrst þegar Can sendir boltan beint inn á hættusvæði framherji Aston Villa skoraði næstum því í kjölfarið og svo opnaðist hún aftur þegar leið á hálfleikinn að því virtist að ást?ðu sem auðvelt var að bregðast við.

  Liverpool verður að setja annað og ganga frá leiknum. það er búið að vera miklu betra og það væri einfaldlega óþolandi ef við fáum á okkur eitthvað aulamark. Þá færi að krauma undir neivkæðisrausinu hjá okkar aðhangendum, sem mættu vera örlítið sanngjarnari í garð Rodgers.

  Mér fannst á köflum viss stórliðabragur yfir þessu. Boltinn lék manna á milli og Aston Villa gerðu oft lítið meira en bara að horfa á.

  Ég sé miklar framfarir og ég vona innilega að þessi leikur vinnist, því ég er einn af þeim fáu sem stið enn þá Rodgers í sínu starfi.

 18. Vantar aðeins meiri ró á miðjuna og einu færi Villa koma eftir okkar mistök.
  Koma svo skella allavega 1 marki í viðbót.

 19. Góða fyrstu mínútu? Meinarðu algera yfirburði allann hálfleikinn? Aston Villa er úrvalsdeildarlið, hvaðan kemur þessi krafa um að liðið sé alltaf 3-0 yfir í hálfleik?

  Þetta er mjög góð staða, ég vil þó sjá meira.

  Ég vil sjá Sturridge ákveðnari, hann er enn að hlífa sér allt of mikið. Annað er bara ágætt, það væri samt fínt að hætta að tapa boltanum á hættulegum stöðum.

 20. óþolandi að þetta lið getur aldrei drullast til að skora 2 mörk og geta svo andað rólega. þeir eru heppnir að pota inn einu og svo á bara að halda því út í staðinn fyrir að keyra yfir arfaslakt aston villa lið koma svo klára þennan leik !

 21. Keyra yfir arfalakt lið Aston Villa? Sem hafa ekki tapað nema með einu marki hingað til og töpuðu meðal annars 0-1 fyrir MU.

  Hvaðan kemur þessi krafa að Liverpool salti öll lið og sé þremur mörkum yfir í fyrra hálfleik.

  Aftur, Aston Villa er úrvalsdeildarlið sem spilar varnarbolta.

 22. Mikið er nú gott að sjá að sumir geti kvartað svolítið yfir því að vera yfir í hálfleik. Nú er bara að vona að Aston Villa jafni svo aðdáendurnir geti ælt almennilega yfir lyklborðið í óskeikulli ást sinni á klúbbnum. #kaldhæðni

 23. Ég verð nú að hrósa liðinu fyrir pressuna sem það er að sýna í dag. Stanslaus hreyfing á öllu liðinu.

 24. Gott að menn eru ánægðir með svona spilamennsku. Það er auðvelt að verjast Liverpool, við erum oft hægir og fyrirsjáanlegir. Nú er bara spurning hvort við náum að halda hreinu eða þá að Villa jafni. Það er ekki nóg að vera 70% með boltann í leik. Það þarf að drepa svona leiki.

 25. Sturridge er skugginn af skugganum sínum í þessum leik. Og í þessum skrifuðu þá setur hann hann.

 26. Næu munu Villa líklegast færa sig framar á völlinn sem gæti myndað pláss fyrir aftan vörnina fyrir hinn eldsnögga ings að hlaupa í

 27. Sturridge minn hversu mikið höfum við saknað þín.

  Ótrúleg gæði sem í honum búa, er í afar lítilli leikæfingu en er samt ávalt færinu.

 28. Tók Milner úr Fantasy liðinu mínu fyrir þessa umferð. Kannski ég taki Coutinho út fyrir næstu.

 29. Þvílíkt touch sem drengurinn er með!
  Tók samt eftir því að Rodgers brosti ekki einu sinni þegar sturridge skoraði, alveg dofinn.
  Ég held að hann viti að hann sé að fara að missa starfið..

 30. Sýnist nú vera miklir yfirburðir okkar manna í þessum leik.

  Ekki einhver uberskemmtun, en samt mikilvægt skref eftir niðurlægingartímabil síðustu mánaða.

 31. Lucas allt of hægur þarna.

  En vá, Sturridge aftur! Djöfull var ég búinn að sakna hans!!

 32. Sturride – Coutinho – Sturride. Einfaldur þríhyrningur og mark. Loksins framherju sem er á sömu bylgjulengd og Coutinho.

 33. þessi vörn….
  eina sem bjargar þessum varnamönnum þarna er þegar sòknarleikurinn er a? virka

 34. Vörnin okkar gjafmild, en sem betur fer er Sturridge og Kútur lifandi

 35. Ég hélt að Ibe og Can væru massaðir en holy moly hvað Adama Traore er massaður og 19 ára. Ég hélt að það væri einhver vaxtaræktar kappi að koma þarna inná.

 36. Viðbjóður þessi varnarleikur það er enginn að horfa á hlaupið hjá Gestade allir horfa á boltann og Clyne drullast ekki til að setja pressu á leikmanninn með fyrirgjöfina.

 37. Guzan að taka þessar aukaspyrnur hjá Coutinho. Vel gert hjá honum því þetta eru fínar spyrnur.

 38. Fínasti sinni hálfleikur, þ.e.a.s. skemmtanagildið. Svona á þetta líka að vera. Fá á sig fullt af mörkum en skora bara meira. Það er í góðu lagi mín vegna.

 39. Ég held að það væri ráð að taka Sakho útaf og henda bílasalanum inná.

 40. Hvar eru Henchoz og Hyypia, guð minn góður. Ætlar þetta að fara 3-3, núna eru leikmenn ekkert nema stressið.

  Hugsa sér að draslið sé að fara á toppinn í deildinni, ojj bara.

 41. Ég er Sakho-maður, en ég er spenntur að sjá hvort menn verði jafn heitir að sjá höfuð fjúka og við fyrstu mistök hjá Lövren.
  Sakho er auðvitað betri varnarmaður, en þýðir það að menn hafi þá sjálfkrafa leyfi til að gera upp á bak?

 42. Er ekki Sakho búinn a? sitja á bekknum og horfa á? Menn læra bara þa? sem fyrir þeim er haft!

 43. Klárlega miklar framfarir hjá liðinu. Liðið er líka farið að finna svör við vörnum sem liggja aftarlega eins og sást best með stoðsendingu Milners á sturridge.

  Vörnin var út á þekju. Undanfarið hefur vörnin verið furðugóð og ekki verið að fá á sig mikið af mörkum en bæði þessi mörk sem Villa skoraði hefðu varnarmenn átt að koma í veg fyrir.

  Sóknaleikurinn er allur að koma til og það eru virkilega jákvæðar fréttir og veit á gott með framtíðina.

  Maður leiksins er Dansarinn okkar. Daniel Sturridge.

  Milner var líka frábær.

  Þessi leikur átti aldrei að vera spennandi. Liverpool var miklu betra.

  YNWA

 44. flott! nù er bara a? halda svona àfram..
  miki? vona ég a? þa? finnist eitthver lausn vi? þessum varnarleik þa? er eins og allt gangi ekki upp þar… meira segja er okkar væntanlega likamslegasterkasti ma?ur étinn í teignum eins og hamstur af rottweiler hundi…

  gó? 3 stig og seinni var eins og fyrri nema færinn fòru a? skila sèr…

 45. flott frammistaða hjá okkur allt nema varnarleikurinn og Emre Chan.

  Áttum þennan leik frá a-ö. byggja á þessu!

 46. Stærsti áhyggjupunkturinn úr þessum leik hlýtur að vera Sakho og Emre Can í vörninni. Jeremías hvað þeir voru út að aka, og voru að gefa Villa mönnum óþarfa tækifæri.

  Menn verða að stíga upp og taka ábyrgð og fara að spila svo miklu, miklu betur þarna aftast.

  Annars heilt yfir fínasta frammistaða, mjög jákvætt hvað sköpunargleðin skein í gegn og að við kláruðum 3 færi.

Aston Villa á morgun

Liverpool – Aston Villa 3-2