Opinn þráður – Rándýr deildarbikar

Hendum í opinn þráð fram að upphitun morgundagsins.

Þessi deildarbikarleikur gegn 4.deildarliði Carlisle gat ekki verið neitt mikið dýrari.

1) Sigurinn gat ekki verið mikið meira ósannfærandi og pressan á stjóranum er komin á suðumark. Persónulega tek ég undir þetta komment í síðasta þræði en er líka á því að Villa leikurinn sé nánast úrslitaleikur fyrir Rodgers og liðið.

Nánast allir miðlar og blaðamenn tengdir Liverpool eru á því að starf Rodgers hangi á bláþræði og meirihluti stuðningsmanna vill breytingar strax. Klopp og Ancelotti eru sagðir hafa komið skilaboðum áleiðis þess efnis að þeir væru til í að starfa á Englandi og 2+2= þeir eru til í stafið á Anfield. Trúi þó mátulega þegar pressan hjólar í svona fréttir. Stjórinn er óvinsæll, hvernig væri að henda í frétt um að mest spennandi bitinn á markaðnum vilji ólmur starfið hans. Hvorki Klopp eða Ancelotti hafa verið quote-aðir beint hvað þetta varðar sem eykur grunsemdir þess efnis að þeir hafi ekki talað eins hreint út og af er látið. En útilokum samt ekkert.

Hér nokkrar greinar um stöðu Rodgers/FSG/Liverpool
Wilson á The Guardian
Bascombe hjá Telegraph
Melissa Ready á Anfield Wrap

Þetta er svo ágætur punktur

2) Dejan Lovren er líklega meiddur í a.m.k. 2 mánuði og mögulega mikið lengur. Sama hvað mönnum finnst um hann þá eru möguleikar okkar í vörninni miklu færri án hans og við að treysta á Skrtel áfram, Sakho sem hefur aldrei ekki meiðst, Kolo Toure og 18 ára Joe Gomez sem er líka eina coverið fyrir bakverðina. Já svo er auðvitað Emre Can líka farinn að spila miðvörð aftur.

3) Núna er svo Firmino að draga sig út úr landsliðshópi Brasilíu sem á ekki leik fyrr en í næsta mánuði. Hann er því pottþétt frá í einhvern tíma. Aftur missum við dýrasta leikmann sumarsins í meiðsli strax á fyrstu vikunum og það eftir deildarbikarleik. “When it rains it pours!”

4) Liverpool þurfti 120 mínútur og vítaspyrnukeppni á miðvikudegi til að klára 4.deildarlið fyrir leik á laugardegi. Milner, Lallana, Ings, Can, Moreno og Skrtel spiluðu allir allann leikinn. Þetta á ekki að skipta öllu máli en ég efa að þetta geri þá ferskari á laugardaginn. Ofan á það bætast tveir við meiðslalistann sem nú þegar inniheldur Henderson og Benteke.

Fari þetta í kolbölvað bara.

5) Endum þetta aðeins jákvætt. King Kenny gaf verðlaunapening sinn frá Evrópukeppninni 1984 til góðgerðarmála. Hann var seldur á uppboði í dag.

9 Comments

  1. Hvernig stóð Klopp sig eftir að Götze, Lewandowski og félagar voru seldir?
    Er það ekki bara frekar svipuð staða og að selja fyrst Suarez, síðan Sterling og svo hættir mögulega besta leikmaður Liverpool allra tíma?
    Auðvitað er maður hundfúll með Rodgers oft á tíðum en þetta er ekkert öfundsverð staða. Tekur líka tíma fyrir svona uppbyggingu að eiga sér stað, fyrst núna eru kaupin hjá Klopp að kicka inn Aubemyang og Mkhitaryan og annar þjálfari tekinn þar við.
    Efast ekki um að leikmenn eins og Benteke, Firmino, Can eigi eftir að verða betri í Liverpool búningnum en það gerist ekki á einni nóttu, hvað þá þegar lykilleikmenn á borð við Sturridge og Henderson sem eiga að bera uppi liðið eru meiddir. Það sjá allir að þetta eru quality leikmenn en það er bara ekki komið þetta flæði í lið leikins og meiðsli leikmanna alls ekki að hjálpa til. Henderson sem vanalega hefur stjórnað miðjuspilinu hefur ekki verið með að undanförnu, þótt við höfum ekki spilað einvern sambabolta í byrjun móts þá allavega unnust þeir leikir þar sem hann var á miðjunni.
    Persónulega er ég ekki 100% viss að Klopp sé maðurinn sem endilega myndi breyta öllu til hins betra, en því er ekki að neita að hann væri að taka við spennandi búi af leikmönnum á besta aldri og leikmenn að koma úr meiðslum. Vorum nú flestir sammála þegar glugginn lokaði að við hefðum gert ágætis viðskipti, leikmannahópurinn varð ekki bara allt í einu grútlélegur á einum mánuði.
    Carlo Ancelotti sem er einungis 6 árum eldri en Klopp hefur sýnt sig og sannað í nokkrum deildum sem og evrópuboltanum, elskar stuðningsmenn Liverpool og ég er ekki í vafa um að það er maður sem gæti laðað góða leikmenn að. Tala nú ekki um ef eitthvað er til í þessum orðrómum um fjársterka aðila frá Dubai þá held ég einmitt að Carlo Ancelotti sé einmitt sá þjálfari sem myndi njóta sín með jafn stóran klúbb og Liverpool.

  2. Se þetta fyrir mer: Oliupeningar + Ancelotti og við komin i sama pott og chelskí, sjittý og fleiri. Vona innilega að BR finni lausnina þvi til lengri tima litið hef eg miklu meiri trú a honum en mörgum öðrum. Hef varið hann fra þvi hann kom en síðustu leikir undir hans stjórn hafa verið sorglegir og eg neita þvi ekki að Klopp og Ancelotti kitlar. Eitthvað þarf að gera og það er a hreinu að BR situr á sjóðheitu sæti.

  3. Klopp náði nú samt að snúa gengi Dortmund við eftir áramót í fyrra, þeir voru í neðsta sæti í deildinni eftir 19 umferðir (18 lið í Bundesligunni) í fyrra pældu í því, enduðu á því að komast í evrópudeildina.
    Ég held samt að Rodgers sé alls ekki slæmur stjóri, en kaupin síðan hann tók við eru vægast sagt skelfileg hvort sem það sé hægt að skrifa það á hann eða Ayre. Að kaupa ekki alvöru varnasinnaðan miðjumann í sumar er óskiljanlegt og svo í dag er einn kanntmaður í öllum hópnum og hann er 19 ára gamall og mjög óstöðugur leikmaður, að þeir hafi sendi hinn kanntmanninn í liðinu út á lán, sem kostaði 20m punda fyrir ári síðan er svo glórulaus ákvörðun hjá þeim að ég botna bara ekkert í þessu. Af hverju að spila leikkerfi þar sem þú stillir upp með tvo kanntmenn í byrjunarliði þegar þú átt bara einn í hópnum. Ég verð gráhærður ef ég sé Firmino sem er 3 dýrasti leikmaður liðsins frá upphafi spila á kanntinum, af hverju þá ekki bara að kaupa alvöru kanntmann fyrir þessar 29m, það er margt svona sem maður skilur ekki, það er bara keypt leikmenn og ekkert pælt hvernig þeir passa inn í leikkerfin. spiliðu þá allavega leikkerfi sem henta þeim leikmönnum sem þú ert með fjandinn hafi það t.d. af hverju hafa þeir ekki spilað demantinn ennþá væru þá með Can eða Lucas aftast svo coutinho og Henderson fyrir framan þá og svo Firmino í holunni og ef einhver segir mér að Coutinho geti ekki spilað á miðri miðjunni er bjáni hann spilaði marga leiki þar fyrir 2 árum þegar við enduðum í öðru sæti, þá var Sterling í holunni og Coutinho á miðri miðju með Hendo og Stevie aftastur.
    Liverpool þarf stærra nafn í stjórastöðuna til að laða til sín betri leikmenn, hvort haldiði að sé meira spennandi fyrir leikmenn að spila fyrir Rodgers eða Klopp/Ancelotti.
    síðasta árið hefur Liverpool spilað svo leiðinlegan og hugmyndarsnauðan fótbolta að maður nennir hreinlega varla að horfa á leikina lengur, þessi tölfræði úr síðustu leikjum úr deildinni er svo vandræðaleg að það hálfa væri viðbjóður. Náum ekki að skora meira en eitt mark í leik í tugi leikja í röð, þetta er f***ing Liverpool.

  4. Ég hef komið mér kyrfilega fyrir á Rodgersout-vagninu. Og þótt ferðin sé ekkert sérstaklega ánægjuleg, þá er nokkuð ljóst að vagninn mun fyrr eða síðar komast á leiðarenda.
    Ég hef bara ekki gert upp við mig hvort öll þessi meiðsli séu blessun í dulargervi, sem gætu tryggt okkur betri stjóra fyrr, eða hvort þetta þýði að Rodgers fái meiri tíma.
    Þrátt fyrir öll klúðrin er ég eiginlega á því, þrátt fyrir allt saman, að sanngjarnt sé að Rodgers fái nokkrar vikur með nánast allan hópinn ómeiddan. Ég geri mér grein fyrir því að það eru meiri líkur en minni að sama vínið á sömu flöskunni skili sömu þynnkunni, en eins og sumir alkar þá býst ég sumpart við því að fylleríið verði bráðskemmtilegt.
    Maður er auðvitað ekki alveg í lagi.

  5. Djøfull væri madur til i ad eiga jonjo shelvey entha hja liverpool sennilega med meira hugmyndaflug og spyrnugetu en milner, lucas og allen til samans, og barattuhundur med skap i thokkabot. Rugladur heimur thegar manni lidur eins og swansea se med betri midju en lfc.

  6. Það eru bara ótrúlega daprir tímar á Anfield. Hvernig komum við okkur á þennan stað? Ástæðan er einföld – Liverpool er ávallt að kaupa það sem er “second best” eða “potential” á markaðnum á meðan okkar bestu menn eru seldir. Þetta form/hugmyndafræði gengur bara alls ekki upp.

    FSG settu traust sitt á Financial Fair play reglurnar sem eru svo steingeldar og virka nánast ekki neitt. Því eru þeir að sjá að þessi fjárfesting þeirra í Liverpool FC er mun flóknari og áhættusamari en þá grunaði.

    Ef hið frjálsa fall LFC heldur áfram næstu ár þá erum við því miður endanlega að setja okkur á stall með liðum eins og Tottenham, Everton. Með fullri virðingu fyrir þeim klúbbum.

    Það sem verður að gerast á næstu 6-8 mánuðum er að við fáum nýja eigendur. Það er því miður blákaldur veruleikinn.

  7. Mikið vona ég að BR nái góðu runni frá og með næsta leik og festi sig í sessi.
    Því úrslitin eru það sem skiptir öllu máli.

    Mér finnst reyndar ólíklegt að það gerist og því miður þá er líklegra að það verði stjóraskipti fyrr en síðar. Því ef þetta run lætur standa á sér í október þá verður eitthvað að gerast og eitthvað mun gerast.

    En það mun ekki verða eitthvað instant hit að skipta um stjóra, það mun þurfa að taka sinn tíma er ég hræddur um.

    En vel hugsanlegt að nýr stjóri nái kúrfunni meira uppávið og feti sig í rétta átt. Eitthvað sem BR er ekki að gera þessa dagana með sinn hóp og karmað sem þjakar þann hóp.

    Skarpur á markaði myndi reyndar bara acta strax og lágmarka tapið en eru FSG skarpir á markaði?

    Ég er ekki hrifinn af Dubai kaupum eða svoleiðis orðrómi en það er grátlegt hvað FFP er orðið gelt og enn eitt dæmið um rotinboruhátt FA gagnvart ákveðnum liðum.

    En nú er bara að þreyja þorrann og það á miðju hausti.

    YNWA

  8. Brendan er stálheppinn að FSG horfa ekki á Liverpool leiki…vonandi verður hann stálheppinn líka á móti A.Villa um helgina.

This is me after watching hottie

Aston Villa á morgun