Liverpool 1 Norwich 1

KOMDU MEÐ KOP.is Á STÓRLEIK LIVERPOOL OG MANCHESTER UNITED Á ANFIELD Í JANÚAR!

Okkar menn tóku á móti nýliðum Norwich City í 6. umferð Úrvalsdeildarinnar í dag og eftir fjörugan leik urðu lokatölur gríðarlega pirrandi 1-1 jafntefli.

Brendan Rodgers gerði breytingar á byrjunarliði og taktík og hóf leikinn í dag svona:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Clyne – Milner – Lucas – Moreno
Coutinho

Sturridge – Benteke

Bekkur: Bogdan, Lovren, Gomez, Ibe, Lallana (inn f. Sturridge), Firmino (inn f. Lucas), Ings (inn f. Benteke).

Fyrri hálfleikur var virkilega góður hjá okkar mönnum. 3-4-1-2 leikkerfið var að svínvirka, okkar menn héldu pressunni ofarlega á vellinum, stýrðu leiknum algjörlega og spiluðu flottan bolta. Það var augljóst að þessu liði leið vel að vera komið í þetta leikkerfi á ný, í senn virtist liðið miklu stöðugra og öruggara upp og niður alla miðjuna og þá fengu Moreno og Clyne að sækja mikið upp vængina sem skilaði miklu meiri ógn af köntunum. Að hafa tvo frammi var svo alveg frábært að sjá.

Þessi taktíska breyting Rodgers skilaði öllu í fyrri hálfleik … nema marki. Liðið sótti en skapaði ekki nóg af færum og þegar þau komu voru menn ekki nógu fljótir að skjóta eða skutu beint í fætur varnarmanna.

Í hálfleik kom Ings inná fyrir Benteke sem tognaði víst aftan í læri (úff). Ings var ekki lengi að stimpla sig inn og skoraði með fyrstu snertingu sinni strax á 48. mínútu eftir frábæra stungusendingu Moreno. Verðskulduð forysta og miðað við gang leiksins hélt maður að liðið myndi halda áfram að sækja og sigla þessu örugglega heim.

Það gerðist þó ekki. Það einfaldlega vantar eitthvað í hugarfar þessa liðs og í stað þess að kafsigla lið með svona yfirburði eins og gerðist fyrir tveimur tímabilum slakar liðið allt of oft á þegar það er komið yfir núna. Það gerðist aftur hér og Norwich náðu aðeins inn í leikinn og á 61. mínútu kom jöfnunarmarkið, nánast úr fyrstu sókn þeirra. Þeir fengu fyrstu hornspyrnu leiksins, hún kom fyrir frá hægri og Mignolet skellti sér í skógarhlaup, kýldi boltann illa frá og beint til fyrirliðans Russell Martin sem lagði hann fyrir sig og setti í tómt markið. 1-1 og okkar menn þurftu skyndilega að blása til sóknar á ný eftir að hafa slakað of mikið á og fengið það í hausinn.

Það var gríðarlega óheppilegt að Sturridge skuli hafa farið út af mínútu eftir markið. Þetta var klárlega eitthvað sem hafði verið ákveðið fyrir fram, að hann spilaði bara klukkutíma, en fyrst Ings þurfti að koma inná í hálfleik fyrir Benteke varð Lallana að koma inn hér og það munaði um það í sókninni, í stað þess að hafa bæði Sturridge og Big Ben að teygja á Norwich-vörninni var Ings skyndilega einn að reyna að komast í gegn.

Okkar menn juku sóknarþungann á ný og besta færið kom á 78. mínútu þegar Coutinho slapp í gegn en skaut beint á Ruddy í markinu. Lokatölur urðu því 1-1, rándýr tvö töpuð stig í dag sem liðið mátti alls ekki við, hvað þá knattspyrnustjórinn sem öll spjót beinast að.

Frammistaða: Fyrst, aðeins um Rodgers. Það er ekki hægt að skrifa þennan leik á einhver taktísk mistök eða slæma vinnu hjá honum. Hann stillti (loksins) upp hárréttu leikkerfi og byrjunarliði og það sást vel á bættum leik liðsins. Kannski hefði hann átt að lesa betur í að liðið væri að detta aftarlega eftir að komast yfir, og einhverjir munu benda á að það sé hans markvörður sem gaf jöfnunarmarkið. Gott og vel, en ég ætla ekki að hengja hann fyrir þennan leik.

Það er hins vegar ómögulegt að horfa á þennan leik einan og sér. Þetta er núna fimmti leikurinn í röð án sigurs á þessari leiktíð og liðið er bara með 2 stig af 12 mögulegum í síðustu 4 umferðum deildarinnar. Í því samhengi er þetta rándýrt jafntefli fyrir Rodgers og gerir lítið annað en að auka pressuna á axlir hans.

Maður leiksins: Mér fannst flestir spila vel og ef Benteke er heill vill ég sjá sama byrjunarlið í næsta deildarleik (sem ég verð staddur á), og ef Big Ben er frá hlýtur Ings bara að koma inn fyrir hann og áfram tveir frammi með Sturridge. Vörnin virkar miklu traustari svona (Sakho yfir Lovren, ég veit þetta kemur á óvart) og miðjan einnig. Helst fannst mér Coutinho og Milner hafa átt betri daga en ekkert til að hafa stórar áhyggjur af. Mignolet sefur hins vegar illa í nótt.

Maður leiksins í dag var hins vegar klárlega Alberto Moreno, okkar hættulegasti leikmaður og sá sem lagði upp markið (og hefði átt fleiri stoðsendingar hefðu félagar hans nýtt betur). Frábær endurkoma hjá Spánverjanum, sá minnti á sig.

Deildin: Höfum það alveg á hreinu að staðan er orðin nokkuð erfið eftir aðeins sex umferðir. United unnu á útivelli í dag og eru með fimm stig á okkur og Arsenal, Everton og Tottenham eru líka komin upp fyrir okkur. Liðið situr í 13. sæti með 2 sigra, 2 jafntefli, 2 töp og markatölu í mínus sem er bara langt frá því að vera ásættanlegt, sérstaklega þegar við skoðum að það hafa tapast stig í 2 af 3 heimaleikjum tímabilsins þannig að erfitt prógram á útivelli er ekki gild afsökun fyrir þessari stöðu.

Það vantar bara að gera mikið betur, bæði á hliðarlínunni og inná vellinum, ef duga skal. Ég verð á næsta deildarleik og lofa að reyna mitt besta til að rífa þetta aðeins í gang. Ég veit ekki hvað munar um mig en þetta lið bara verður að fara að vinna leiki á ný. Ég get ekki að þetta tímabil hafi í alvöru bara fjarað út strax í september.

YNWA

116 Comments

 1. Ég skil ekki alla reiðina og vælið.

  Rodgers notar í dag það sem er klárlega okkar besta lið. Liverpool skapar sér fullt af færum og þar á meðal nokkur alger dauðafæri.

  Rodgers getur ekki komið inn á og skorað úr þessum færum fyrir þessa milljónamenn. Eins getur hann ekki bara mætt inn í teiginn og tekið þennan bolta eins og Mignolet átti að gera. (þvílíkur klassamunur á Mignolet og Ruddy)

  Frústrerandi, en margt gott að sjá samt. Ég er ekkert brjálaður.

 2. ágætis leikur. verðum að klára færin.
  Fá svo einhvern annan til taka hornin

 3. Ef menn geta ekki drullast til þess að skora úr öllum þessum færum á meðan að þeir skora úr einu af sínum tveimur(eftir að Mignolet drullaði á sig) þá eigum við ekki að skilið að vinna.

  10-12 mjög góð færi en aðeins eitt mark 1 og það gerir = 1 stig.

 4. Tetta skrifast a leikmenn, tvilikir aular ad klara ekki leikinn. Br tapadi tessum ekki.

 5. Í dag er ekki hægt að kenna BR um úrslitin…hann gerði allt rétt að mér finnst.

 6. #1
  Gott hjá þér að geta sætt þig við þetta.
  Ég bara get það ekki.

  Virkilega harður vetur framundan.

 7. Er núna official kominn á BR-out-vagninn. Alveg sama þó það hafi verið nokkrir jákvæðir punktar í þessum leik. Það að gera jafntefli við Norwich á fucking Anfield er algerlega fáránlegt og með öllu óásættanlegt.

  Ömurlegt og aftur ömurlegt. 1 stig af 9 úr síðustu 3 leikjum! Þarf að segja eitthvað meira. Júnæted var síðan að fullkomna ömurlegan sunnudag með því að vinna Saints á útivelli.

  Það verður að teljast rannsóknarefni hvað liðið fer af taugum og missir stjórn á leiknum í stöðunni 1-0. Við skulum heldur ekki gleyma því að við erum búnir að skora hvorki meira né minna en þrjú mörk í sex leikjum!

  Well það er alltaf næsta síson.

 8. Það er heila málið #1 – okkar sterkasta lið, sem BR hefur sett saman fyrir stórfé og þjálfað og stillt upp, nær ekki að sigra Norwich á heimavelli.

 9. Coutinho var farinn að missa allt kúlið þarna í restina, hann má ekki missa hausinn svona, þvílík vonbrigði að sjá þetta.

 10. Leikmenn Liverpool verða líka að axla ábyrgð. Þeir drulluðu upp á bak, Coutinho gat klárað þetta úr dauðafæri og Mignolet gaf þetta mark.

  Ekkert svo sem við Rodgers að klaga í dag.

 11. Þetta kemur.
  Margt mjög gott og áttu að vera örugg 3 stig. En það þarf víst að skora úr dauðafærunum.

  Það er brekka áfram og g(b)rátkórinn stækkar.

  Þrír dagar milli leikja núna sem er flott.

  Þetta er alveg að detta c”,)

  YNWA

 12. Enginn sigur í síðustu fjórum…… gott stig á heimavelli……. bara 12 lið fyrir ofan okkur….. glasið hálffullt og rúmlega.

  Allt á uppleið og ekki hægt annað en að vera bjartsýnn.

 13. Liverpool liðið var mun líflegra í dag en undanfarið.
  óheppnir að vinna ekki.
  Danny ings okkar besti striker að mínu mati.

 14. Eins ógeðslega pirrandi og þetta jafntefli er þá skil ég ekki alveg hvernig menn ætla að nota BR sem boxpúða fyrir þessa frammistöðu? Ég er ekki á neinum vagni, hvort sem hann heitir BR-vagn eða BROUT-vagn.. Ég reyni að horfa sanngjarnt á hlutina og þrátt fyrir að ég sé rauður í framan af reiði þegar ég skrifa þessi orð þá er einfaldlega ósanngjarnt að heimta höfuð hans eftir þennan leik, við reyndum hvað við gátum að spila jákvæðan fótbolta í dag og hefðum átt skilið að sigra. Leikmennirnir sem voru inni á vellinum voru einfaldlega ekki næginlega góðir á seinasta þriðjungnum í dag. Þar má meðal annars nefna Coutinho sem er í guðatölu hjá mörgum þeirra sem heimta höfuð þjálfarans hér eftir leik.

  Áfram Liverpool.

 15. Ég tel nú að þetta hafi ekki verið alslæmt. En það eru sigrarnir sem skipta mestu máli þegar upp er staðið.
  Skil samt ekki alveg bekkinn. Hver er tilgangurinn að hafa Ibe, Lallana og Firminio alla á bekknum afhverju var Origi þarna í stað einhvers af þeim félögum sérstaklega þar sem vitað var að annar strikerinn myndi þurfa að fara út af.

 16. Þetta er komið fínt. Burt með Brendan og helst FSG líka .
  Svo til þeirra sem lítið við hafa á fótbolta og tala um að Brendan hafi nú næstum unnið deildina þá hugsið þetta aðeins.
  Við áttum leik á móti chelsea þar sem við klárlega þurftum bara eitt stig. Brendan stillir upp súper agressívu liði og lætur þá spila mjög hátt á vellinum. Og þá þarf bara ein mistök til að fá á sig mark. Og því miður var það Gerrard sem gerði þau mistök. Venjuleg uppsetning á liðinu og það hefði alltaf verið maður fyrir aftan gerrard til að bjarga málunum. Því það var ekki eins og hann hafi tapað boltanum rétt við vítateig okkar, heldur frekar á miðju vallarins, eða í raun á vallarhelmingi Chelsea ef ég man rétt. Þannig að Brendan vann ekki næstum því deildina, heldur þá klúðraði hann sénsi okkar á að vinna.

 17. #7 joispoi
  það er búið að henda Rodgersvagninum, kominn langferðabíll…..

 18. þeir höfðu 90 min til að klára þennan leik en leikmenn eru bara ekki nógu góðir, allir valdir af BR það er nú þannig .

 19. Alveg sama hvað þá skrifast þetta á Rodgers. Hann keypti flesta þessa leikmenn, hann þjálfar þá, hann velur sér starfsfólk, hann á að mótivera leikmenn og hann velur liðið og kerfið sem er spilað. Burt með hann strax!

 20. Sælir félagar

  Það er sorglegt að BR geti ekki stillt upp liði sem vinnur Norwich sem er líklega eitt af lélegri liðum deildarinnar. Á heimavelli með mannskap sem hann sagði sjálfur í haust að ekkert vantaði inn í. Manni finnst líka að svo ætti að vera eftir að hafa eytt fleiri hundruð milljónum punda á þremur árum, fleiri en maður kærir sig um að nefna.

  Í ljós kom að það voru mistök að stilla Sturridge upp í byrjunarliði svo ryðgaður sem hann er og hann gerði lítið fyrir liðið en löngun hans til að skora var allri skynsemi yfirsterkari. Sama má segja um Coutinho sem klúðraði dauðafæri vegna græðgi sinnar í stað þess að leggja boltann á dauðafrían félaga sinn.

  Mér finnst vanta allan heildarbrag á liðið. Það er einhvernveginn hver að berjast fyrir sínu og djöfulgang og dugnað vantar ekki. En það er samt eins og enginn viti hvert raunverulegt hlutverk hans er og frammistaða liðsins byggist því á einstaklingsframtaki í stað þess að heildin vinni saman. Niðurstaðan er eins og við sáum í dag og liðið var reyndar heppið að Norwich stal ekki sigrinum þegar Minjo varði vel lúmskt skot frá Jarvis

  Eitt stig á heimavelli gegn Norwich er ekki ásættanlegt og þrátt fyrir að hafa stillt upp með tvo framherja í dag var samsetningin röng. Það er einhvernvegin eins og BR sé fyrirmunað að gera rét með mannskapinn og niðurstaðan er frekar slakt jafntefli. Livertpool var betra liðið. Með betri einstaklinga sem þó unnu ekki nógu vel saman og því fór sem fór

  Það er nú þannig

  YNWA

 21. Rogersout vagninn var að koma úr endurskoðun, fékk rauðan miða, allt í steik ennþá, ekkert breytt eða lagað síðan síðast! Þessi mannskapur er of góður til að spila svona leiðinlegan og árangurslausan fótbolta!

 22. Eru menn að átta sig á því að við vorum að spila á heimavelli…. gegn nýliðum….. gegn Norwich, og menn eru sáttir með stig og frammistöðuna?

  Við skulum ekki gleyma því að rodgers var að öllum líkindum að spila á sínu besta lið (- Henderson) og hann nær ekki einu sinni að taka 3 stig af og ég segi það aftur NORWICH.

  Hey við þurfum mark, tökum framherja útaf og hendum miðjumanni inná í stað t.d. Origi sem hefði átt að vera á bekk í dag. Breytum bara kerfinu sem við erum búnir að vera svo öflugir í seinustu 60 mín.

 23. Guð minn góður hvað það er niðurdrepandi að horfa á þetta!

  Mignolet – Er ekki, og verð aldrei öruggur með þennan mann í marki. Varði þarna virkilega vel, og fær því hrós fyrir það.

  Clyne – Duglegur upp og niður kantinn, held að það henti honum betur að vera “Wingback” en að vera bakvörður, ja, þá eða að vera með kantmann með sér.

  Moreno – Maður leiksins fyrir mér. Bjó til markið, og flest færa LFC í leiknum. Halda þessum dreng í liðinu héðan í frá, og leyfa honum frekar að gera mistök og læra af þeim.

  Skrtel – Stóð sig vel fannst mér í þessum leik, amk. lítið hægt að setja út á hann.

  Sakho – Þvílíkt dýr, jújú, lookar klaufalegur, og manni finnst hann einhvernveginn aldrei vera líklegur til annars en að gera bara eitthvað bull með boltann, en hreinræktað BEAST! Stóð sig vel, og á að vera fyrsti maður á blað, og fá að vera með bandið á hendinni í fjarveru Hendo!

  Can – Mér fannst hann standa sig talsvert betur í 3 hafsenta kerfi, heldur en á miðri miðjunni, en kenni því meira um að mennirnir fyrir framan hann voru bara í ruglinu, kem betur að því á eftir.

  Lucas – Stóð sig mjög vel, hef aldrei verið mikill fan, en hann fær þó kredit þar sem hann á það skilið. Átti stórann hlut í markinu með góðri pressu, og sýndi hvað hann er fær “ball-winner” oft á tíðum.

  Milner – Hef aldrei verið hrifinn af honum, jú hann er duglegur, en mér finnst bara alls ekkert koma útúr honum. Að hafa þennan mann sem fyrirliða, og að hann skuli koma nálægt föstum leikatriðum.. Nei takk.. Fyrir mér væri hann einfaldlega 3 kostur í hægri bakvörð, er enginn leiðtogi á vellinum, og kemur ekkert út úr honum.. Virkilega lakari týpa af Henderson.

  Coutinho – Mér fannst hann ekki sýna sitt rétta andlit í þessum leik. Jú hann er ungur að árum, en liðið þarf á því að halda að hann stígi upp og taki leiki í sínar hendur.
  Fannst einnig draga virkilega úr honum eftir að Firmino og Lallana var troðið þarna inn á hans svæði. Þurfum að spila með kanntmenn til að ná því besta út úr litla kút. Hefði getað unnið leikinn, en hikaði með fyrsta valkost(sendingu) og þá var þetta alltaf að fara að klúðrast.

  Benteke – Gerði lítið þegar hann var inná, en það sást nokkrum sinnum svona “glimpses” af því hvað Benteke – Sturridge samstarf gæti þýtt.

  Sturridge – Ryðgaður, veeeerulega ryðgaður, en alltaf kemst hann í færi. Þarf að spila, og helst byrja inn á alla leiki núna til að komast í takt, en ég held að hann verði ekki okkar bjargvættur, langt í frá.

  Ings – mér fannst hann koma með það sem þurfti inná, orku, staðráðinn í að sanna sig, ógnandi hlaup bakvið vörnina, líkt og Sterling, Suarez og Sturridge gerðu svo vel. Skoraði gott mark, og var óheppinn að ná ekki að skora annað þegar hann tók boltann framhjá Ruddy.

  Lallana – Elsku Adam, ég held að þetta ævintýri sé ekki að virka.. Meiðsli ofan á meiðsli hafa sett sinn svip á hann, en ég vil þó ekki missa hann. Á langt í land með að verðskulda byrjunarliðssæti að mínu mati.

  Firmino – Gerði ekkert sem mér fannst marktækt, en það er það sama með hann, Lallana og Coutinho, þeim er engum greiði gerður með að vera allir inn á í einu, allir mjög svipaðir leikmenn sem vilja fá boltann í holunni, og þegar 3 sóknarmiðjumenn eru þar, + svo varnarmennirnir, þá bara er ekkert að fara að koma út úr því.

  Rodgers – Fær falleinkunn hjá mér í dag, enn eitt skiptið.. Fær hrós fyrir að hafa 2 upp á topp, en að hörfa svo í að troða 3 sóknarmiðjumönnum inn á, þegar það var augljóst, að mér fannst, að liðið þyrfti á breidd að halda, var aldrei að fara að skapa neina hættu.. Settu frekar Ibe inn í stað Firmino, þá ertu með breidd….

  Mikið vona ég að Rodgers afsanni þá trú mína að hann sé ekki með þetta, en ég er kominn með nóg… Þarna fóru 2 tímar af lífi mínu sem ég fæ ekki aftur, og skildu einungis eftir sig pirring.

  Í næsta leik vil ég að hann haldi sig við 3-5-2
  Mignolet
  Lovren – Skrtel – Sakho
  Clyne – Lucas – Moreno
  Can – Coutinho
  Ings – Sturridge

 24. Ef leikmennirnir eru að klúðra leikjum trekk í trekk þá er eitthvað að þjálfuninni.

 25. Viola #19:
  Þú ert úti að skíta með þessu kommenti (eins og oft áður). Einnig aðrir sem eru að segja að ekki hægt sé að saka BR um þetta skítajafntefli og þess vegna sé ekki hægt að heimta höfuð hans.

  Við skulum hafa eitt alveg á hreinu:
  Stuðningsmenn sem vilja að BR sé rekinn, eru ekki að heimta það vegna þess að liðið vann ekki í dag. Við viljum BR burt vegna þess að hann er búinn að byggja upp eitt lélegasta Liverpool-lið sem við höfum nokkurn tímann séð!

  Brendan Rodgers OUT!

 26. Hver ber ábyrgðina á því að okkar sterkasta lið nær ekki að leggja Norwich á heimavelli? Keypti Rodgers ekki megnið af þeim sem komu við sögu í dag og stóðu ekki undir væntingum? #þrot

 27. Jú því miður skrifast þetta á Rodgers. Hann er einfaldlega að ná allt of litlu úr liði sem er að mörgu leiti vel mannað.

  Í dag er þjálfarinn okkar veikasti hlekkur og úrslitin í dag á móti líkl. slakasta liði deildarinnar óásættanleg.

  Áfram Liverpool!

 28. Ég sá ekki leikinn en ímynda mér að Liverpool hafi verið betri aðilinn. Skárra væri það nú!
  En ég trúi því varla að nokkrum manni detti í hug að verja þessi úrslit eða frammistöðuna. Norwich á alltaf að vera fallbyssufóður fyrir Liverpool. Ef ekki þá eru kröfurnar eitthvað að minnka á Anfield. Kannski er það raunin?

 29. Þetta er orðið eins og að horfa ítrekað á Titanic. Í þeirri von um að skipið sökkvi ekki í lok myndar.

 30. Þeir sem átta sig ekki á því af hverju menn og konur eru að skella sér á Rodgers Out vagninn eftir þennan leik verða að gera sér grein fyrir því að þetta snýst ekki um þennan eina leik, spilamennsku einstakra leikmanna eða klúðruð færi. Þetta var skárra en undanfarið en alls ekki nógu gott.

  Maðurinn er búinn að vera stjóri Liverpool í rúm þrjú ár og okkar (nánast) sterkasta lið, sem hann hefur sett saman sjálfur, getur ekki einu sinni sigrað Norwich á heimavelli. Lið sem er nýkomið upp og fer örugglega rakleitt niður aftur. 4 leikir án sigurs. Maður er orðinn vanur því að sjá 2-3 leikmenn spila úr stöðu í hverjum einasta leik.

  Þetta er ekki nógu gott. 1-1 vs Norwich á heimavelli er aldrei ásættanlegt. Einfalt mál. Það versta er að það virðist engin lausn vera í sjónmáli.

  Rodgers out.

 31. Kannski hægt að henda inn smá tölfræði í tilefni dagsins.

  “That is the tenth match in a row where Liverpool have failed to score more than one goal.”

 32. 3 miðverðir með wingbacks er mjög einkennilegt kerfi ef þú ert talinn betri aðilinn og á heimavelli. Það er verið að mála yfir sprungur og getuleysi með þessu kerfi. Í dag spilum við með 3 leikmenn sem geta skorað mark og aðrir eru varnarmenn eða vinnuhestar. Firmino og Lallana bæði tæknisnillingar eru á bekknum. Leikmenn nýttu ekki færin, það er óheppni eða klaufagangur. Uppleggið á liðinu er ekki óheppni eða klaufagangur…bíddu jú sennilega er það klaufagangur….viðvarandi klaufagangur.

 33. 6 leikir, 8 stig af 18 mögulegum, markatala upp á -3 og 13. sæti, en lítum nú á jákvæðu punktana.

  Þetta er auðvitað ekki Rodgers að kenna heldur leikmönnunum. Lovren hefur ekki spilað betur í deildinni á tímabilinu. Sala á season review dvd frá Hogdon tímabilinu hefur aukist. Það heyrðist í Anfield þegar leiknum lauk. Sturridge meiddist ekki.

  Þvílík hamingja.

 34. nr. 20 Hárrettur punktur

  Ég er búinn að fylgjast með Liverpool í 35 ár.
  Staða núna. Finnst eins og Rodgers hafi logið sig inn á klubbinn. Gjorsamlega hæfileikalaus
  stjori. Tekinn hvað eftir annað á taktik. Átti hann við death by football að drepa folk ur leidindum.
  Þeir sem sja ekki að Brendan a að fara sem fyrst tja hvad þarf til að opna augun á þvi folki
  Vona að hann verði rekinn á morgun og Klopp hafi ahuga á starfinu
  Þetta er komið nóg, þoli ekki manninn.

 35. Þessi úrslit eru hörmung!!! Þessi Sakho, sem sumir geta varla hadlið vatni yfir, gerði sig tví- eða þrívegis sekann um að vera leika sér með boltann og reyna að þvæla sóknarmenn Norwich. Í fyrsta lagi þá er maðurinn frámunalega stirður og hægur og getur þetta ekki, enda skilaði þessi þvælingur hans hornspyrnunni sem Norwich skoraði síðan úr. Og að fjórir sóknarmenn Liverpool á móti markmanni Norwich geti ekki drullast til að koma boltanum í markið hlýtur að vera eitthvert met.
  En niðurstaðan er þessi; Liðið er lélegt, það eru innan um ágætis knattspyrnumenn en margir líka helvíti lélegir, og Brendan Rogers ræður ekki við ástandið og á að fara.

 36. #22 það verður engin helvitis rúta, það verður langferðabíll!!!

 37. Jafntefli á heimavelli gegn Norwich er alltaf tap. BR að kenna eða ekki? Rétt og ekki rétt taktík eða liðsuppstilling? Átti Sturridge að byrja sinn fyrsta leik eftir meiðsli á heimavelli gegn Norwich eða bara fá mínútur í seinni? Var sú ákvörðun fyrir það fyrsta ekki röng, þ.e. að taka áhættuna á að láta hann spila alltof snemma þar sem leikur á heimavelli við Norwich er nokkrun veginn úrslitaleikur eða undanúrslitaleikur um framtíð BR? Hagsmunir klúbbsins eða afleidds stjóra?

  Markvörður LFC – BR keypti og treystir þessum markverði. Markvörður sem hefur átt fleiri slæma leiki en góða á sínum tíma hjá LFC. Þrátt fyrir ágætt run hjá Mignolet að hluta á seinasta tímabili þá er hann ekki topp markvörður og hefur átt fleiri slæma leiki en góða á þessu tímabili. Hitt option liðsins í markið er að setja fyrrverandi varamarkvörð Bolton (hann var varamarkvörður Bolton) sem kom á free transfer í markið. Til samanburðar þá eru Arsenal, Chelsea og WankersUnited með betir menn á bekknum en við höfum sem okkar fyrsta option.

  Afsakið svartsýnina en að mínu mati líður mér svona sambærilega og mér leið þegar Roy Hodgson var stjóri LFC.

 38. ÉG er ekki að sjá þetta lið virka það vantar meiri gæði í þetta lið 🙁

 39. Liðið var að spila nokkuð skemmtilega í dag og Benteke fékk loksins félagsskap uppi á toppnum. Sturridge leit vel út og vonandi eflist hann með hverjum leik. Gæfan féll ekki með í dag en það kemur að því. Rodgers lét undan eftir mikla gagnrýni. Vonandi dregur hann lærdóm af leiknum í dag.

 40. Mér finnst allt í góðu með að gagnrýna Rodgers þegar hann á það skilið, en for helvede það hlýtur nú að mega standa við bakið á honum annars. Hvað er fólk búið að biðja um?

  * Sakho inn fyrir Lovren
  * Spila með 2 sóknarmenn
  * Spila sóknarbolta

  Ég sé ekki betur en að þetta hafi allt gengið eftir, það eina sem klikkaði var að klára færin. Coutinho náttúrulega augljósast, en Sturridge fékk líka opið færi í fyrri hálfleik, og Ings komst einn í gegn undir lokin. Menn verða bara að klára þessi færi, það er ekki flóknara.

  Síðan koma upp hlutir eins og að það þarf að kippa Benteke af velli. Fæ ekki betur séð en að sú skipting hafi alveg gengið upp (já meðan ég man, ég held að þetta sé bara byrjunin hjá Ings. Hann hefur bæði vinnusemina, kraftinn, hraðann og líka tæknina). Eins þurfti klárlega að taka Sturridge af velli, leikformið var bara ekki betra. Mér fannst bæði Lallana og Firmino koma sterkir inn, t.d. bjuggu þeir til færið sem Coutinho átti að skora úr.

  Breytir því ekki að ég er að sjálfsögðu hvorki ánægður með úrslitin né með stöðu liðsins í töflunni. En umræðan litast full mikið af þeirri pressu sem Rodgers er undir.

 41. Það er eitthvað verulega að þegar besta frammistaða liðsins á tímabilinu nægir ekki til þess að sigra Norwich.

 42. Besta leiðin til að styðja við bakið á líðinu er að reka Brendan. Menn ættu að opna augun fyrir því.

 43. Dude #31
  Jæja, merkilegt þetta “eins og oft áður” comment hjá þér þar sem þetta er líklega mitt fjórða comment á þessari síðu.

  En allavega svo maður fái nú að útskýra þá er þessu commenti mínu ekki beint að öllum þeim sem vilja BR burt heldur fannst mér sum innlegg hljóma þannig að þessi leikur hafi einn og sér kallað eftir þeim viðbrögðum að þjálfarinn verði að fara. Það getur vel verið að það hafi verið röng ályktun hjá mér.
  Ég er þó ekki það þröngsýnn að ég skilji ekki að staða þjálfara sé metinn yfir lengra tímabil en einstaka leikur og það er morgunljóst að BR er að standa sig langt undir pari en ég sé ekki hvernig það hjálpar okkur að losa okkur við hann akkúrat núna, nema hugsanlega ef Klopp væri tilbúinn að taka þetta verkefni að sér. Þó vill það gleymast að Klopp stýrði Dortmund nánast í fallbaráttu tímabilið eftir að hafa unnið deildina.

  Ég byðst bara velvirðingar á því að þú skulir hafa tekið þetta comment mitt svona voðalega inn á þig.

  Áfram Liverpool.

 44. Ég er rosalega ósammála pistlahöfundi núna. Að stilla upp með þrjá miðverði gegn Norwich á heimavelli er með ólíkindum. Þetta kerfi virkaði í nokkra leiki á síðasta tímabili en svo var það lesið og BR neyddist til að falla frá því. Það gáfulegasta sem hann hefur núna, eftir að hafa eytt 70m í sumar, er að fara í þetta sama kerfi og var hætt að virka í fyrra.

  Ráðleysið í sóknarleiknum er þannig að liðið undir Hodgson og svo Rafa undir lokin líta vel út. Eins og Rafa virðist BR treysta á gæði einstaklingana, ekki skipulagðan og þaulæfðan sóknarleik. Vissulega var þetta skárra í dag en undanfarið, en guð minn góður hvað það þíðir ekki að þetta hafi verið gott. Mér fannst ekkert passion, engin áræðni og engin engin gæði. Því miður gerði BR enn og aftur í brók, þó bremsufarið hafi ekki verið jafn stórt og undanfarið.

  Liðið hefur núna leikið 5 leiki í röð án sigurs. Eftir töp stíga góð lið upp, síðan í 0-3 tapinu gegn West Ham hefur liðið tapað einum og gert tvö jafntefli, ekki beint stigið upp. Þetta er orðið svo óþægilega augljóst, Brendan Rodgers verður að víkja….

 45. “we’ve gotta get behind Rogers!”

  það eru allir aðdáendur Liverpool fyrir aftan Rogers, svona tíu metrum fyrir aftan hann og nálgast hann stöðugt.

 46. Ekki hægt að kenna BR fyrir þetta tap. Tek svo sem undir það en hann þarf að sýna meira og þá svo stöðugleika.

  Kaldhæðnin við þennan leik var að þarna sá maður fallegt mark sem mynti mig á leiktíðina fyrir tveimur árum. Hápressa sem skilaði boltanum á hættulegum stað, stungusending og frábært finish. Hver skóp pressuna? Jú, Lucas Leiva.

  Það er þetta háa tempo og stanslausa pressa á hinum vallarhelmingnum sem gerði liðið svo flott fyrir tveimur árum. Vil sjá meira slíkt.
  Jöfnunarmarkið var svo ógeð og Simon greyið verður að gera betur.

  YNWA

 47. Sælir félagar

  Það er ekki vagn og það er ekki rúta og ekki einu sinni langferðabíll – það er heil járnbrautarlest með sífellt fleiri vögnum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 48. Svekktur yfir jafnteflinu en samt ánægður með því að Rodgers er farinn spilla aftur með þriggja manna vörn. Ég vill sá Liverpool spilla aftur með þriggja manna vörn og tvö frammi. Hvernig Rodgers raðar i miðjuna á bara fara eftir hver er andstæðingurinn og hvernig er best spilla móti þeim. Liverpool átti 15 skot á mark og sirka helmingur hitti ramman eða marðvörður Norwich varði. Svona ágætis tölfæri. Við vorum með boltan 60% og áttum sex hornspyrnur móti tveimur Norwich manna. Ég vill sá annan taka þessar hornspyrnur því Milner var hörmulegur og gaf oftar á Ruddy enn samherja.
  Coutinho fyrir utan þetta wonder goal byrjun leiktíðar hefur verið ryðgaður og frekar mistakur framan markið. Er hann komin með hugan til Barcalona he he.
  Núna þarf festa þetta 3-5-2 leikkerfi og fínstilla sóknarleikinn og kannski leyfa Bogdan spilla milli stangana. Mignolet varði vel eitt skipti enn það er eitthvað sem vantar svo mann verði frábær markvörður fyrir Liverpool.

 49. Sammála leikskýrslu KAR staf fyrir staf. Þetta var leikur sem Liverpool bara mátti ekki við að tapa stigum. Það var allt annað að sjá liðið heldur en undanfarið en lykilmenn liðsins eru að bregðast stjóranum afar illa í dag og hann má alls ekki við því.

  Rodgers gat ekkert meira gert fyrir þennan leik, leikkerfið gekk alveg upp, liðið var með yfirhöndina og skapaði færi til að vinna þrjá leiki. Loksins. Auðvitað meiðist Benteke í fyrri hálfleik í fyrsta leik Sturridge eftir meiðsli, hversu dæmigert er það fyrir Liverpool? Ings gerir mjög vel með innkomu sinni en svo þegar skipta á Sturridge útaf fær liðið sucker punch í andlitið eftir fast leikatriði og fyrsta alvöru færi gestanna í leiknum. Ennþá meira dæmigert fyrir Liverpool. Hvað um það, liðið sem byrjaði leikinn rétt eins og liðið sem endaði hann fékk næg færi til að klára hann, spilamennskan gefur svosem ágæt fyrirheit um að liðið geti bætt sig áfram en á móti er bara bannað að vinna ekki nýliða Norwich á heimavelli.

  Frammistaða leikmanna að mínu mati.
  Mignolet – Kostar líklega markið í dag sem er rándýrt. Varði þó mjög vel einu sinni í leiknum og lokaði vel í önnur skipti. Markmannshlutverkið getur verið brutal og var það svo sannarlega í dag. Töpuð stig skrifast þó meira á samherja hans á hinum enda vallarins í dag.

  Can – Fínn leikur í því hlutverki sem hentaði honum vel í fyrra. Breytti samt enn og aftur um stöðu í miðjum leik í dag og ég hef smá áhyggjur af honum þarna gegn betri sóknarmönnnum.

  Skrtel – Flottur leikur hjá honum, hentar honum vel að hafa fleiri miðverði með sér sem er á móti ekkert sérstaklega góðs viti.

  Sakho – Langbesti varnarmaður liðsins, enn á ný þarf ný varnarlína að stilla saman strengi sína milli leikja en haldist hann heill er hann fyrsta nafn á blað.

  Clyne – Er ekkert rosalega hrifinn af þessu leikkerfi alla jafna með bakverði á báðum köntum en fyrir mér var þessi leikur hjá Clyne hans vanabundna sjöa. Þarf að koma meira út úr hans aðgerðum sóknarlega samt.

  Moreno – Eins og ég hef áður sagt þá er pottþétt hægt að ná miklu meira út úr Moreno en gert hefur verið, þessi leikur var mjög gott dæmi um það. Besti leikmaður vallarins í dag og það með yfirburðum. Þarf þó að fá smá stöðugleika í liðinu til að ná ennþá betur saman með félögum sínum.

  Lucas – Mjög góður leikur hjá honum enda pressa Norwich afar takmörkuð. Hann var þó mjög óheppinn að eiga ekki stoðsendingu í dag og þetta leikkerfi hentar honum vel. Liðið var betra með hann í þessu leikkerfi í fyrra heldur en með Gerrard og það á aftur við núna. Engu að síður vildi ég sjá sókndjarfari leikmann á miðjunnu í dag frekar en Lucas og taka meiri séns gegn Norwich á heimavelli.

  Milner – Ömurlegur leikur hjá honum í dag, gekk gjörsamlega ekkert upp hjá drengnum. Hann gat ekki einu sinni tekið hornspynru sem fékk mann ekki til að sakna Iago Aspas. Henderson gat ekki verið mikið meira saknað.

  Coutinho – Litlu skárri en Milner í dag, færið sem hann klúðraði á 78.mínútu varðar við lög. Þurfum meira frá Coutinho en þetta.

  Sturridge – Frábært að fá hann inn aftur og strax allt annað að sjá sóknarleik Liverpool. Augljóslega haugryðgaður en ef eitthvað félli aukalega með Liverpool um þessar mundir hafði hann skorað í dag. Lífsnauðsynlegt að meiðslavandræði hans séu nú að baki.

  Benteke – Allt annað að sjá hann með sóknarmann nálægt sér og allt í einu var hann helling í boltanum. Dæmigert að hann meiðist þá eftir 45. mínútur og það kom illa í bakið á Rodgers undir lok leiksins í dag.


  Ings – Mjög góð innkoma hjá Ings og barátta allann leikinn. Hann þarf að fá mínútur í sókninni, ekki sem kantmaður/bakvörður. Ömurlegt að hann hafi ekki skorað sigurmarkið í dag. Bæði átti markið hans að duga og svo var hann dauðafrír er Coutinho klúðraði færi leiksins.

  Lallana – Hann er að komast í ágætis leikform virðist vera og smátt og smátt að sýna hvað hann getur. Ekki öfundsverður að koma inn fyrir Sturridge nákvæmlega þegar Norwich jafnar en átti ágæta spretti í þessum leik.

  Firmino – Hann þarf núna að fara stíga upp og sýna afhverju hann var keyptur. Ágætar hugmyndir sóknarlega hjá honum en enn sem komið er verður ekkert úr þessu.

  Niðurstaðan er að Liverpool getur enn og aftur ekki skorað meira en eitt mark. Þessi leikur gaf þó aðeins betri fyrirheit en spilamennskan undanfarið en það dugar skammt. Munar helling um að fá Moreno, Sakho og Sturridge í liðið en þá detta bara Henderson og Benteke út í staðin.

  Leikkerfið fannst mér ganga ágætlega upp en ég get ekki gert að því að mér finnst þetta skammtímalausn og hef ekki trú á þessu sem framtíðar leikkerfi. Langar ennþá að sjá tígulmiðjuna aftur og meira sóknarþenkjandi leikmenn.

  Rodgers gat ekki gert mikið meira í dag en starf hans hangir núna ennþá meira á bláþræði því að 2 stig af 12 mögulegum er aldrei ásættanlegt, sama gegn hverjum er spilað.

  Ég er ekki viss um að hann lifi af töpuð stig gegn Aston Villa.

 50. Mikið skelfilega er þreytandi að menn séu að eltast við “like” fyrir að koma með nettustu setninguna hvað eftir annað um Rodgers- vagninn, langferðabifreiðina, rútuna eða hvað það er sem ykkur dettur í hug!

 51. Ekki hægt að kenna BR með þetta jafntefli eða að menn skora ekki.
  ÞAÐ er bara allt BR að kenna, hann er löngu búinn að missa klefann…..og leikmenn trú á honum.
  Djöfullinn hafi það, sjá þessi horn og aukaspyrnur , er það ekki BR sem stillir þessu öllu upp, en nú má ekki kenna honum um þetta.
  Farðu úr bænum

 52. Ég skil vel að fólk vilji að Brendan víki en væri ekki allt í lagi að sýna sanngirni ?

  Fyrir það fyrsta, er það ekki þessi leikur sem er ástæða þess að menn vilja fá nýjan mann í brúnna. Þessi leikur spilaðist mjög vel að undanskildum úrslitum. Liverpool var mun betra en verr og miður þá skilaði það ekki settum árangri. Svekkjandi Jafntefli var niðurstaðan.

  Vörnin var mjög góð og opnaði sig sára sjaldan og það sýnist best í tölfræði leiksins sem er okkar mönnum alltaf í vil.

  Liverpool var með 13 skot sem fóru út fyrir markrammann en Norwich 5 og af þessum fimm sem Norwick skaut að Mignolet þá voru þau vel flest þeirra vel fyrir utan markið og gjörsamlega bitlaus.

  Liverpool var með 7 skot á mark en Norwich -2. Öll þessi skot að marki voru dauðafæri en því miður þá vantaði herslumuninn að koma boltanum inn fyrir netmöskvana, fyrir utan glæsilegt mark Danny Ings.

  Mignolet var með 1 varið skot en markvörður Norwich- 6. Markvörðurinn þeirra átti stórleik og sívarði dauðafæri Liverpool, aftur og aftur.

  Liverpool sýndi á köflum glimrandi góða spilamennsku. Sérstaklega í fyrri hálfleik og svo eftir að Danni Ings skoraði.

  Svo er alveg stórmerkilegt að hlusta á svona raus frá t.d Sigkarli að það voru tæknileg mistök að láta Danel Sturridge byrja leikinn. Hvernig eru það tæknileg mistök að láta einn allra besta framherja Bretlandseyja byrja leikinn ? Sturridge skapaði sér mjög mikið af færum og sóknaleikurinn var miklu beittari með hann og Benteke frammi. Líke með Danny Ings frammi. Hann spilaði um 60 minutur og það væri hreinlega apsúrt kenna honum um hvernig fór, vegna þess að það var miklu meiri þungi yfir sókninni með hann inn á.

 53. Því miður rættist spá mín, ennan leikinn í röð. Það er hver hörmungin á fætur annari hjá Liverpool FC núna. BR tefldi fram tveimur sóknarmönnum í stað eins undanfarið en því miður er Sturridge ekki alveg tilbúin. Það hefði verið skynsamara að byrja með Ings inná held ég.

  Hvað um það, enn ein hörmungin og ég veit ekki hvað þetta á að fá að ganga svona lengi áður en FSG sparkar BR.

  Ég held að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann fer í frí.

 54. Liðsvalið var rétt en ekki uppleggið. Afhverju er Can að spila fyrir aftan Lucas og Clyne. Hver er munurinn a 3-4-3 og 4-4-2. Eru menn ekki sammála að þetta kerfi hefði verið betra.

  ———Benteke – Sturridge
  Milner – Lucas – Coutinho – E.Can
  Moreno – Sakho – Skrtel – Clyne

  þarna er komið þetta fræga tígulkerfi og margir fjölmiðlar settu upp í kjölfarið á liðsvalinu. Ekki sammála að fyrri hálfleikur var frábær. Það var óskaplega mikið um feilsendingar inn á miðjunni og lítið gott spil í gangi. Liðið fór ekki að ganga fyrr en var svissað í 4 í vörn. Afhverju er ekki byrjað þannig með leikinn. Þetta var varfærnislegt upplegg á liðinu. Jákvæða að sjálfsögðu að Sturridge er kominn tilbaka.

 55. Það verður forvitnilegt að sjá undrun allra sófasérfræðinganna þegar að Klopp (eða hver sem það verður þegar það skeður) er kominn og þeir átta sig á því að við erum enn með sama skítahóp leikmanna…

  Að reka Rodgers er ekki lausn á okkar vanda. Ég skal ekki segja hver lausnin er, en þegar á heildina er litið þá er það að reka einn mann í burtu og skella allri skuldinni á hann, svo tröllheimskt að það tekur engu tali!

  Hvurn andskotann halda menn að breytist ef að BR er rekinn! Sjitt, ef þetta væri svona fokking einfalt þá væruð þið, kæru sófasérfræðingar, að stjórna liðum í EPL.

  Droppiði helvítis heygöfflunum og horfið aðeins út fyrir boxið.

 56. Hvernig geta menn talað um að Rodgers beri ekki ábyrgð á þessu? Í flest öllum fótboltaleikjum eru færi misnotuð, og Sturridge og Coutinho færin þau einu sem “átti” að skora úr. Norwich fékk eitt slíkt svo í rauninni fengum við bara einu dauðafæri meira en þeir.

  Fyrir það fyrsta þá er hann í ábyrgðarstöðu yfir þessu liði og þó svo að við hefðum misnotað 100 dauðafæri ber hann samt ábyrgð á því. Það er hans að kaupa og velja leikmenn í liðið. Það er það sem felst í slíku starfi, ábyrgð.

  Hann breytti enn og aftur um leikkerfi nokkrum sinnum í leik. Hann setti Lallana inná sem er vitlaust til að byrja með en hvað þá þegar Firmino er á bekknum. Milner fékk að spila 90min í einhverri verstu frammistöðu sem ég hef séð lengi. Þrír miðverðir gegn Jerome sem hefur skorað heil 30 mörk á áratug í þessari deild, þegar sami hópur gat spilað 4-4-2 með demant, sem flest allir eru að bíða eftir. Láta Sturridge byrja leikinn jafn ryðgaðan og hann var. Þurfti í alvöru 5 varnarmenn og varnartengilið gegn Norwich á heimavelli?

  Er einhver leikmaður liðsins að spila af fullri getu? Hver ber ábyrgð á því?

  Milner sem gerir ekkert annað en að hlaupa, á risalaunum þar til hann verður 33/34 ára. Lallana sem þvælir sjálfan sig í hvert skipti sem hann fær boltann, á háum launum og kostaði helling. Ber hann ekki ábyrgð á að hafa fengið þessa menn til liðsins og sömuleiðis spila þeim endalaust þrátt fyrir að geta lítið sem ekkert? Honum datt það actually til hugar að reyna að breyta Henderson í varnartengilið til að koma hlauparanum fyrir þarna á miðjunni.

  Hvernig sem á það er horft, þá ber Rodgers ábyrgð á gengi liðsins, bæði í dag og í gær og (vonandi ekki) á morgun.

  Það er fjárhagslega heimskulegt að segja af sér sem stjóri í dag svo við getum bara strax útilokað það. FSG tapar sennilega meira á að reka hann en að enda í 17. sæti svo það má nokkurnvegin útiloka það líka enda hugsa þeir meira um hagnað en árangur. Við sitjum uppi með þetta og endum sennilega í kringum 10. sætið.

  Ef við losnum ekki frá þessum eigendum mun Liverpool aldrei vinna titil aftur, það er bara þannig. Kannski deildarbikarinn á áratugsfresti þegar meðalmennskan verður orðin svo mikil að stóru liðin spila u21 liðunum gegn okkur.

  Brendan og FSG out!

 57. Æ, Rogers farðu nú að hætta, þú getur þetta ekki!!!!!!!!!!!!

 58. Við erum með fullt af góðum leikmönnum Smjörþefur hins vegar með óhæfann stjóra skrýtið að þú sérfræðingurinn sjáir það ekki

  Rodgers out

 59. BÚMMM!!

  Þar fór BR Concordinn yfir húsþakið hjá mér og rauf hljóðmúrinn…

 60. Menn tala alltaf um Klopp sem einhvern bjargvætt og hef ég svo sem talað um að fá hann til liðsins en hafið þið skoðað Dortmund eftir að Klopp hætti með þá ?
  Þeir voru í basli allt seinasta tímabil og nýji þjálfarinn er með þá á toppnum í Þýskalandi núna.

  Fullt hús hjá þeim núna.
  5 leikir og 5 sigrar.
  Markatalan 18-3.

  Það sem ég á við er, erum við eitthvað vissir um að Klopp væri endilega einhver lausn fyrir okkur. Af hverju þá ekki bara að reyna að fá þjálfarann sem er með Dortmund á toppnum núna.
  Klopp var með rosalegt lið á seinasta tímabili en drullaði samt með það.

  Núna er Rodgers búinn að fá Sturridge til baka, Sakho er kominn í liðið og við spiluðum með 2 sóknarmenn frammi í dag.
  Vissulega er ég pirraður á spilamennsku liðsins en ég ætla að vona að Rodgers komist á sigurbraut í næsta leik og rífi þetta lið aftur upp.

 61. Ég virði mismunandi skoðanir manna á liðinu og stjóranum – en það er furðulegt að heyra eftir hvern leikinn á fætur öðrum að það sé nú ekki rétt að dæma BR eftir þann eina leik osfrv.

 62. Of margir miðlungsleikmenn í liði Liverpool, það er auðvitað stóra vandamálið.

 63. 20 mills lánsmaðurinn okkar hann Lazar Markovic átti assistu á ógeðið Nani hjá Fenerbache í dag…

 64. Vissulega breytti Rodgers liðinu, setti Sakho inn, fór í nýja taktík og spilaði með tvo framherja. Það dugði ekki til sigurs. Af hverju ekki?

  Liðið er einfaldlega rúið öllu sjálfstrausti og BR virðist með öllu ófær um að blása sjálfstrausti í hópinn. Coutinho með 50% sjálfstraust hefði klára færið í dag í stað þess að skjóta beint á markvörðin. Það að lið hafi ekki skorað meira en eitt mark í síðustu 10 leikjum er merki um lið sem hefur lítið sjálfstraust.

  Þegar maður horfir á það sem hefur verið í gangi hjá klúbbnum undir stjórn BR síðastliðið eitt ár þá þarf þetta ekki að koma á óvart. Mikill óstöðugleiki ýtir undir óöryggi sem síðan getur leitt til minna sjálftrausts. Hvað óstöguleikann varðar má nefna mikla leikmannaveltu, stöðugar breytingar á leikskipulagi og þjálfarateymi o.s.frv..

  Þessi úrslit í dag komu mér ekki á óvart, í raun hefði komið mér meira á óvart að ef liðið hefði unnið sannfærandi sigur. Það segir manni ýmislegt um hvaða væntingar maður hefur til liðsins um þessar mundir.

  Eins og staðan er í dag sé ég ekki að BR hafi það sem þarf til þess að rífa liðið upp, enda getur maður spurt sig, hvernig getur stóri sem hefur sjálfur lítið sem ekkert sjálfstraust byggt upp sjálfstraust hjá heilu knattspyrnuliði?

 65. Var Moreno langbesti maður vallarins? Hvað með Ruddy?

  Svar (Kristján Atli): Það er venja okkar í leikskýrslum að velja mann leiksins úr herbúðum Liverpool.

 66. Sælir félagar

  Ég ætla ekki að fara að rífast við menn þó þeir hafi aðrar skoðanir á liðskipan en ég. Hitt er ég samt viss um að það hefði verið betra að byrja með Benteke og Ings og fá svo Sturridge inn fyrir Benteke þegar hann meiðist. Það er að segja; það hefði verið betra að eiga Sturridge inni en að láta hann byrja. Annars er þetta bara þannig að við höfum öll mismunandi skoðanir og orsök og afleiðingu og ekkert við því að gera.

  Flestir eru samt búnir að fá nóg af BR hvað sem öðru líður. Hann á sér formælendur fáa þó þessi leikur komist næst því að svara þeim kröfum sem við höfum gert um upplegg og uppstillingu. Einhvernveginn klúðrast allt hjá kallgreyinu og liðið svarar illa kalli, sjálfstrausti rúið og allt í ani. Það er merkilegt samt að horfa á Sakho í þessum leik og hugsa til þess að þetta skrímsli skuli hafa vermt bekkinn meira og minna það sem af er leiktíð.

  Það eru okkur mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að vinna þennan leik þrátt fyrir fjölda(?) tækifæra til þess. Það er eins og einhver bendir á, hér í athugasemdum fyrir ofan, einkenni liðs sem er rúið sjálfstrausti og einnig er líklegt að traust leikmanna á stjóranum sé ekki upp á marga fiska.

  Hringl hans með menn í stöðum og hvað honum gengur erfiðlega að finna byrjunarlið og uppsetningu leikja bendir líka til að sjálfstraustið sé ekki mikið hjá honum heldur. Allt hjálpast þetta að við að hraða ferðinni niður á við. Líklega væri best að BR færi sem fyrst og einhver (Klopp?) tæki við sem ef til vill næði að berja í brestina. En hvað veit ég svo sem?

  Það er nú þannig.

  YNWA

 67. Er það rétt hjá mér að núna erum við búnir með 6 leiki í PL; 8 stig og -3 í mörkum en þegar Roy Hodgson var búin með 6 leiki í PL vorum við með 8 stig og -2?
  Sem sagt það væri jafnvel framför að fá Woy gamla aftur?

  Konchesky er laus í vinstri bakvörð og Poulsen fæst fyrir lítið fé í miðjuna!

 68. Þá búinn að sjá allan leikinn…og held ég bæti ekki við miklu hjá Babú og KAR.

  Nema kannski því að ég held bara áfram að tuða um “hvíldir” í leikjum hjá liði sem ekki er í miklum takti eins og ákveðið var á fimmtudaginn. Það sást ekkert endilega á þeim mönnum sem ekki fóru með til Frakklands að þar færu þeir sem léttastir væru og sterkastir.

  Ekki vafi að það var margt gleðilegrar í sóknarleiknum og við sköpuðum meira þarna en í öllum leikjunum hingað til. Það ásamt frammistöðu Sakho, Moreno og Ings jákvæðast.

  Neikvæðast svo klárlega frammistaða fyrirliðans Milner. Ef bandið er svona þungt þá er að rétta Sakho það bara. Miðjan okkar í þessu kerfi má ekki vera svona passív sóknarlega og set-piece atriðin voru vandræðalega slök.

  Þvílíkt baul á Anfield í dag…meira segja í The Kop segir allt. Eins og þeir félagar ræða þá má Rodgers við litlu og öll tölfræðin bara versnar. Ef að hann stillir upp einhverju varaliði í deildarbikarnum þá er hann að lesa stöðuna ansi vitlaust. Þolinmæðin gagnvart úrslitum er minni en engin.

  Í hinum galna heimi knattspyrnustjórans skipta frammistöður engu þegar stigin mæta ekki. Rodgers veit það þó hann reyni að vera jákvæður. Hann riðar til falls fremst á plankanum og það er ólgusjór….

 69. Ja hérna, að lesa þessa þvælu hjá þeim sem verja Brendan Rodgers.
  Staðreyndin er sú að FSG og Brendan Rodgers eru búnir að stilla væntingar stuðningsmanna á það “level” að jafntefli á heimavelli gegn nýliðum deildarinnar er boðlegt fyrir stórveldi eins og LFC.

  Það er komið gott af þessu rugli, meiru nennir maður ekki…

 70. þetta er bara með öllu óásættanlegt.. væri hvaða lið sem er búinir að reka stjórann frá liði sem er ætlast til að sé að berjast um dolluna… norwich spá þeim allir falli en liðið hans rodgers sem er búið að kosta veskið hjá fsg 300 milljónir punda getur ekki einusinni náð í 3 stig á móti þeim á anfield.

  tímabilið er búið það sjá það allir.. sama hvað þið reinið að sannfæra ykkur það er bara ekki séns að liverpool allt í einu smelli í gáng og fari að vinna fleyri leiki í röð.. sjálfstraustið farið.. leikmenn að missa trú á þessu… hvað er næst.. reina að slefa í 7 sætið og ná að komast í umspil um evrópudeildina og svo selja coutinho á 40m punda í næsta ári og kaupa meira rusl fyrir það?.

  rodgers er búinn.. ég bíð bara eftir að stuðningsmennirnir fari að baula á hann.. hugsa að það gerist um næstu helgi.

 71. Sigkarl ????

  þú segir

  “fá svo Sturridge inn fyrir Benteke þegar hann meiðist”

  Hvernig í ósköpunum á Rodgers að vita að Benteke meiðist í þessum leik ?

  Villtu ekki bara taka stjórasætið bara sjálfur ? Þetta er svo rosalega einfallt allt saman.

 72. #79
  Sigkarl er nú kannski að meina að eiga skiptinguna inni frekar en að vera búinn að eyða henni fyrirfram.

  Flestir stjórar geta þetta nú svoleiðis. Studge var aldrei að fara spila 90 min.

  En BR er snillingur í að snúa öllu á haus.

 73. SigKarl var líklega meina að Studge er engu formi til að byrja leik. Betra byrja með Ings og Benteke og Stugde sem varamann.

 74. Ef að Messi og Ronaldo væru í okkar liði, myndi Rodgers spila með 3 manna vörn? Mér líður eins og við séum komnir út í þetta kerfi af því við erum ekki nógu góðir til að spila hans uppáhalds kerfi sem er 4-3-3. Hugmyndafræðin hjá Rodgers er farin að verða honum til trafala. Það þarf nýtt blóð eða bara smá kjark í manninn. Flest alvöru lið spila með fjóra sóknarmenn inná, við erum að spila með þrjá.

 75. Gaman að þessu ! Brodge er einhver slakasti stjóri sem hefur verið hjá LFC. Maður sér menn eins og Pulis, Martinez, Monk, núna Ranieri.. og fleiri sem ná frábærum árangri með lítil lið og takmarkað fé. Er alveg handviss að ef einhver af þessum stjórum yrði allt í einu stjóri hjá LFC á morgun, þá yrði strax framför í spilamennsku – taktík og öllu öðru sem þetta snertir. Sjáum Bilic hjá West Ham.. Stendur með hann beinstífann á hliðarhlínunni og peppar menn og sér til þess að menn séu á tánum. Brodgarinn er meira að hugsa upp afsakanir og hvernig hann lúkkar, hann mun jú þurfa að koma sér í mjúkinn hjá einhverjum þegar hann leitar að starfi hjá minna liði.

 76. Það er djúp lægð í gangi. Maður situr agndofa og trúin á sigur er því miður dauf í öllum leikjum. Enn ein slæma byrjunin. Hvers á maður að gjalda í þessu fótboltalífi ?

  Ég var þó ánægður með það að Sturridge byrjaði í dag. Það hefði verið slæmt að setja hann inn og taka hann svo útaf ef hann yrði tæpur. Hins vegar á hann tvo, þrjá leiki til að komast í gírinn.

  Ein pæling með #rodgersoutvagninn. Viljið þið það strax ? Þá meina ég núna, haldið þið að veturinn verði betri með nýjum stjóra frá og með morgundeginum. Ég held að það væri best að sjá hvað gerist, ef þetta stefnir í vesen í enda mars, þá sé rétti tíminn til að skipta um stjóra. Ég á mér veika von um að þetta hrökkvi í gírinn, þó það bendi ekkert til þess. Þannig er það bara þegar maður ber þessa blessuðu Liverpool bakteríu.

  Þetta er mín skoðun, þarf ekki að vera hárrétt en hún er djöfull nálægt því 🙂

 77. Hvernig geta men verið sáttir við að tefla fram 5 varnarmönnum, einum varnarsinnuðum miðjumanni og einum svifaseinum miðjumanni (Milner) á móti Norwich á heimavelli?? Ég næ heldur ekki að men séu að tala um góða spilamennsku, skánaði að vísu mikið eftir að Lucas fór útaf en guð minn góður hvað það er leiðinlegt að horfa á liðið spila.

 78. Eina sem ég get sagt er að ég vorkenni Brendan. Hann er orðin eins stór taugahrúga og ég held það væri honum best að taka sér pásu frá þjálfun. Þetta hefur því miður ekki gengið hjá honum. Ég er ekki reiður út í hann, en ég vil sérstaklega hans vegna að þetta fari að klárast.

  Ég get ekki séð hvernig hann mun snúa genginu og stuðingsmönnum sér í vil. Pressan er mikil og það sést á honum í viðtölum. Maðurinn er gjörsamlega útúrbrunninn og dauðstressaður. Ég held að það þurfi ferska strauma og nýjar hugmyndir í þetta lið.

 79. Það er nú gott að einhverjir eru ánægðir með eitt stig á heimavelli gegn Norwich og spilamennsku liðsins enn ég er það ekki,þvílík og önnur eins ládeiða , virkar eins og menn hafi eingan áhuga á því sem þeir eiga að vera að gera,ömurlegt Liverpool lið það versta í áratugi er ekki kominn tími á að vakna og gera eittvað í málinu BR BURT.

 80. Trúin flytur fjöll í fótboltanum en í dag þá er Rodgers að predika fyrir daufum eyrum. Fyrir mér var vendipunkturinn á Wembley gegn Aston Villa. Hörmungin þar leiddi af sér vantrú sem verður ekki aftur heimt. Mojoið hjá Brendan er búið og því verður ekki breytt með kaupum, taktík eða öðru. Þú breytir ekki stefnu á sökkvandi skipi. Það sekkur hvort sem er.

  Ég hef ágæta trú á að þessi mannskapur sé nothæfur fyrir þann stjóra sem mætir með fullt sjálfstraust og ferskar hugmyndir. Klopp væri draumur í dós enda fullkomið dæmi um þjálfara sem nær að kreysta meira en 100% út úr sínu liði. Hann hefur smitandi ástríðu, sannaður sigurvegari og útpældur töffari. Allt eiginleikar sem Rodgers skortir. Og Brendan er alveg stjóri sem ég hef lengi vel haft trú á og verið vongóður um velgengni. En of mörg slæm met hafa verið slegin og stemmningin er á djúpsævi. Inngrips er þörf.

  Adios senior Rodgers.

  YNWA

 81. Hver er það sem að búinn að kaupa og setja saman þennan hóp leikmanna ?? Bingó Brendan Rodgers… Menn eru ekkert bara á því að það þurfi að losna við BR af því að það tapist nokkrir leikir, Þetta er miklu stærra en það, uppsetning fyrir leiki, kaupstefna, andleysi og margt annað er það sem að ég og væntanlega nokkrir aðrir hafa áhyggjur af, núna er bara talað um sterk stig á erfiðum útivöllum hjá bournemouth og norwich t.d Hvað er málið með það ??
  Liverpool er klúbbur sem á að stefna alltaf á sigur og hafa trú á því.. Annað en þegar að þeir mættu R.Madrid í meistaradeildinni 2014 sá leikur var tapaður áður en að hann byrjaði og þetta tímabil er sama sagan að endurtaka sig, því miður

 82. Það er sénslaust og í raun alveg galið að kenna BR um þennan leik hann gerði allt sem BR vælukjóarnir eru búnir að vera að kalla eftir. Sakho kom inn fyrir slappan Lovre , hann smellti í tígul miðju með stuppinn í holunni og Benteke og Danna upp á topp. Hvað gat hann meira gert jú kannski átti hann ekki að spila með Ings einan frammi undir lokin.

  Ég hins vegar dæmi hann á hræðinlegum kaupum og jú finnst hans tími kominn og hér með kalla ég á ANCELOTTI

 83. ótrúlega svekkjandi úrslit og Rodgers er að komast á síðasta séns að bjarga starfinu sínu. Það breytir því ekki að þetta væri alveg galin tímapunktur að skipta um stjóra eftir aðeins 6 leiki.

 84. Það ætti að fylgja frí læknisþjónusta að vera Liverpool stuðningsmaður þvílík er vansældin???? myndi ef til vill skána ef BR myndi hætta að útdeila jólagjöfum í formi stiga hér og þar um grundir fótbolta valla í Evrópu.

  Líst ekkert á hvert klúbburinn er að stefna og sorglegt að sjá að standardinn okkar hefur lækkað svo mikið að sumir stuðningsmenn LFC séu nokkuð sáttir með stigið, þetta er andstæðingur sem Liverpool á að vinna á F****** Anfield.

  Það er dökkt ský á Anfield.

 85. Æjji Krulli, nú ertu búinn að eyðileggja myndina Titanic fyrir mér með að segja hvernig hún endar hrmmmpff!

  Annars sá ég ekki leikinn (var í matarboði) en fylgdist með á live score, er drullufúll með þetta jafntefli. Liverpool á að vinna Norwich og þá sérstaklega á Anfield. Ég er ekki sammála að uppstillingin hafi verið perfect, ég vil ekki sjá 3 manna vörn og sóknarbakverði heldur vil ég sjá hann nota 442 eins og flestir eru farnir að garga á!

  Ég hef hvorki verið á eða ekki á Brendan út vagninum þar sem ég reyni að styðja klúbbinn og þá sem eru hjá klúbbnum í það skiptið (alls ekki að gagnrýna þá sem eru ávagninum) en nú verð ég að segja að það er fokið í flest skjól fyrir manngarminn, ef þú getur ekki mótiverað mannskapinn til að vinna Norwich þá hefurðu ekki það sem þarf sorry!!

 86. Stillti hann liðinu upp rétt í dag? Já og nei!
  Sakho og Moreno komu inn sem var jákvætt og við spiluðum með tvo upp á topp.
  En það var engin nauðsyn að fara í (breakGlass) leikkerfið hans Brendan 3-4-1-2.
  Við vorum með 5 varnarsinnaða menn inn á vellinum og 6 ef þú telur Lucas með á heimavelli á móti Norwich!
  Svo fer Benteke útaf og Ings kemur inn og stóð sig virkilega vel, skoraði gott mark og vann mjög vel. En svo þegar Sturridge kláraði sínar 60 mínútur þá bjóst maður við annaðhvort Origi eða Firmino fram með Ings, en nei hvað gerir okkar maður, hendir ”Ballerínunni sem snýr sér í 800 Cruyff hringi” Lallana og einangrar Ings einan upp á topp.
  Þó mér sé ekki vel við WhiskeyNose Fergie, hvað hefði hann gert? hann hefði hent framherja inn á og svo í lokin jafnvel hent öðrum inn á og þrumað mönnum inn í box og náð í úrslitin sem þurfti. Eins og sagði áðan þá er mér ekki vel við Fergie þá var hann með PUNG en Brendan virðist vera eins og hræddur lítill kettlingur og hann virðist ekki vera höndla þetta massívt stóra jobb!
  Við skulum hafa það á kristaltæru að þetta jafntefli eru hræðileg og skammarleg úrslit.
  Fór í Anfieldindex podcastið áðan og viðraði skoðannir mínar :

  http://s57.podbean.com/pb/626c83313e157693b7e1978669f13dd7/55ffa589/data1/blogs60/645650/uploads/NKS48.mp3

  Finnst mér tími Brendan Rodgers vera á enda? Já
  Sumir myndu segja ”en hvað ef Coutinho hefði skorað í dag þá væriru ekki að segja þetta”
  En það er ekki málið, þetta snýst ekki um leikinn í dag heldur síðustu 18 mánuði.
  Hann er ekki á fyrsta ári, ekki öðru og heldur ekki á því þriðja, heldur fjórða.
  Þessi sirkus er búinn að vera nógu langur og er ég búinn að fá nóg.
  Ég mun alltaf styðja Liverpool í gegnum súrt og sætt og vill ég bara það besta fyrir klúbbinn sem ég dái og því miður er það ekki Brendan Rodgers.

  16 í síðustu 15 leikjum meðaltal= 1,06 per game heimfærir það á 38 leikja tímabil þá endaru með 40,5 sem gæti fellt þig úr úrvalsdeildinni.
  Ef þér finnst það í lagi þá ráðlegg ég þér að finna þér annað lið!

  TWITTER: @kopice86

 87. Sæl og blessuð.

  ,,Þraut er að vera þurfamaður/þrælanna í Hraununum,” orti Hallgrímur og við erum illu heilli knattspyrnuómagar misráðinna leiðtoga og mistækra boltastráka.

  Þetta Norwich lið er nú ekki upp á marga fiska. Jafnvel glámskyggn gónari eins og ég, tók eftir heilu eyðimerkunum sem mynduðust í vörn þeirra grængulu. Leikmenn okkar höfðu bæði tíma og rúm til athafna, sem er fjarri því sjálfgefið þegar komið er á þennan stað í knattspyrnufæðukeðjunni. Ekki skil ég hvers vegna þeim tekst ekki betur til, markvörður þeirra átti vissulega nokkrar dýrðarstundir og það var eins og að bera saman proffs og amatör að skoða hversu ólíkt þeir höfðust að í úthlaupum, hann og hinn heimakæri Mignolet. Það afsakar þó ekki neitt, enda eru afsakanir fyrir aumingja.

  Er þetta mister Rogers að kenna eða ekki? Jú, svo sannarlega er það. Honum virðist einhvern veginn takast að sjúga úr leikmönnum umframorkuna sem skilur á milli feigs og ófeigs. Honum tekst að drepa niður í þeim leiðtogann og gerilsneyða þá af öllu því sem kalla má greddu, sköpunargáfu, snilld eða það sem hún blessunin, kallaði X-factor.

  Þetta er ekki til staðar og þá er ekki von á nema einu marki í leik, jafntefli gegn amlóðum og tapi gegn hinum.

  Þarna spilaði hann ,,rétta kerfið” með ,,réttu leikmönnunum” en verst var að leikmennirnir fara í kerfi á ögurstundu, hvort sem það er í fremstu víglínu eða öftustu vörn.

 88. Þessi leikskýrsla hlýtur að vera grín. Það var ekkert jákvætt í leik liðsins nema þegar Ings kom inn fyrir Benteke.

 89. Tek undir með ræðumanni á undan að kannski ætti að Sigkarl að taka við liðinu allavega tímabundið. Hann er rétti maðurinn í það. Það er nú þannig.

 90. Eins spenntur og ég var fyrir því að fá Milner fyrir tímabilið þá finnst mér hann engan veginn vera nógu góður til að spila sem miðjumaður. Fínasti kantari en klárlega valdið vonbrigðum á miðjunni. Með Lucas og Milner á miðjunni vinnum við því miður ekki marga leiki.

 91. Er fallbarátta framundan? Ég hef nú bara haft tíma til að sjá fyrrihálfleikinn á móti Arsenal í haust og þar sýndist mér liðið lofa góðu en ef trúa má kommentunum hér og í Liverpool er ástandið grafalvarlegt og menn rífast um hvorum sé að kenna stjóranum eða eigendonum.
  Það er allavega alveg skýrt í mínum huga að hvorki stjórinn eða eigendurnir hafa reynslu af að reka svona stofnun eins og Liverpool FC er og árangurinn er alveg í samhengi við það.
  Síðast þegar ástandið var svona var þegar Hodgson var við stýrið og þá höfðu eigendurnir vit á að sækja Daglish en ég er ekki viss um að hann gefi kost á sér aftur.
  Svo að krísan er stór.
  Kanski að þessi Klopp geti reddað málonum ef hann fær Carragher með sér?
  Ég veit ekki hvað er best en veit af langri ævi að verts er að gera ekki neitt þegar áföll ríða yfir og það held ég að eigendurnir viti best sjálfir verandi amerikanar þar sem hver verður að sjá um sig sjálfur þegar illa fer af því að það vantar öryggisnetið eða þannig.

 92. Athugasemd við grein James Pearce á echo:
  Last 15 games:

  Won 4 – Drawn 4 – Lost 7
  Scored 13 – Against 25
  16 points from 45 points
  Slightly Over 1 pt a game and under 1 goal a game.
  Relegation form.

  Why is this even a debate?
  Ég endurtek spurninguna:
  Er þetta einhver spurning hvort maðurinn eigi að fara?

 93. Ég lýsti því yfir fyrir tímabilið að Liverpool vantaði alvöru miðjumann, það voru mínar mestu áhyggjur eftir leikmannakaupin. Menn bentu á Can og það réttilega enda er ég sammála því að þar er hörkuleikmaður á ferðinni þó honum vanti fleiri leiki í ,,sinni stöðu”.
  Mér finnst það sýna sig smávegis núna að miðjan er einfaldlega ekki nógu sterk með Milner og Lucas saman. Henderson er vissulega meiddur en þó svo að hann komi inn þá er ég ekki enn sannfærður um að Milner sé í Liverpool klassa með honum á miðjunni.
  Liverpool á að geta verið með menn í hærri klassa á miðjusvæðinu en t.d. Milner, Allen og Lucas (mv standið á honum í dag, var auðvitað hörkuleikmaður).
  Nú er Rodgers búinn að gera Milner að varafyrirliða sem hlýtur nánast að þýða að hann spili alla leiki nema hann sé meiddur. Rodgers hefði átt að taka sér meiri tíma áður en hann skipaði varafyrirliða og finnst hann vera að brenna sig dálítið á þessari ákvörðun. Það að bekkja varafyrirliðann eftir nokkrar leiki er ekki gott merki.

  Varðandi leikinn er ég sammála skýrslunni og hef ekkert við hana að bæta.

 94. Liverpool á að vinna Norwich á Anfield ALLTAF. Finnst mönnum það ekki pínu fáránlegt að einhvern 19 ára gutti sem ég hafði aldrei heyrt nafnið á áður fyrr en Man U keyptu hann á fáránlega upphæð er búinn að skora einu marki minni í einum og hálfum leik en Liverpool er búið að skora í 6 leikjum.

  Mér er andskotans sama hvaða kerfi þetta lið spilar bara svo lengi sem það vinnur leiki. Það er líka lámarks krafa að þessir leikmenn sem hafa kostað fleiri hundruð milljónir skori meira en eitt mark í leik (reyndar 0,67).

  Það þarf ekki nema að skoða íslenska landsliðið í fótbolta til að sjá að það er hægt að ná árángri án þess að vera með dýrustu og bestu leikmennina það sem þarf er skipulag og hvatningu og bilandi trú á verkefninu. Þessa þrjá eiginleika vantar algjörlega hjá Liverpool. Það er ekkert skipulag enda alltaf verið að prófa nýtt kerfi, hvatning virðist vera lítil sem engin og trúin er minni en hjá Vantrú.

  Það er líka fróðlegt að þeir leikmenn sem voru bestir í gær voru leikmenn sem voru að spila í Frakkalndi á fimmtudaginn en þeir sem stóðu sig hvað verst (Milner og Coutinho) var verið að “hvíla”.

  Ég er nú farinn að hallast að því að B.R. sé nú bara ekkert mikið betri í fótboltafræðum en stór hluti sófa sérfræðinganna.

 95. 6 umferðir liðnar og liðið er 7 stigum á eftir toppsætinu.

  Ings var góður í dag, Moreno var góður, frábært að fá Sturridge aftur. Ýmislegt jákvætt.

  Evrópudeildin tók sinn toll – leikmenn voru sumir hverjir búnir á því undir lokin og engan veginn tilbúnir. En fjandinn hafi það – það er enginn afsöku til að taka ekki Norwich á heimavelli.

  Við áttum erfitt prógramm í upphafi og mjög mikilvægt að taka alla punkta úr heimaleikjunum…

  Bournemouth, 1-0 tæpur sig
  West Ham, 0-3 skítatap
  Norwich, 1-1 skítajafntefli

  Við erum búin að missa af 5 stigum í þessum þremur fyrstu heimaleikjum. Hvernig er þetta verjandi!?

  Brogdge er ekki maðurinn en hann hefur stuðning minn svo lengi sem hann er þjálfari liðsins. Hann fær líklegast að vera út tímabilið miðað við fjárfestingarnar í sumar, hann er ekki að fara missa starfið eftir 6 leiki svo það kannski eins gott að styðja hann áfram.

 96. Sælir félagar

  Það er eins og ég og það sem ég segi hér fari meira í taugarnar á sumum en staða liðsins. Það er svo sem allt í lagi ef það léttir einhverri kreppu af sálrtötrinu hjá einhverjum.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 97. 433.is er fótboltaslúðurvefur sambærilegur sun og metro í UK.

  Ekki mark á þeim takandi fyrir fimm aura!

 98. #108.
  Égf vill ekki sá einhverja olíubárona frá Dubai eignast Liverpool. Þeir geta notað skildinginn með því styrkja sýrlensku flóttamannanna frekar enn gera Liverpool þeirra pet project .
  Ég vil sé stofnað eignarfélag og stuðningmenn kaupi Liverpool af FSG. Samkvæmt þessari frétt þá er verðmiðinn $700 mílljónir eða sirka £450 milljónir punda.
  Hvað margar milljónir styðja Liverpool um allan heim?. Ég hef heyrt töluna 71 milljónir. Þetta þýðir sirka £7 pund á mann til að kaupa Liverpool.
  Það eru núna starfreknir hátt í 200 ,,official ,, stuðning hópar viðs vegar um heiminn.
  Stuðningsmenn Liverpool eru sérstaklega sterkir í Bretlandi, Ástralíu og Norðurlöndunum þar sem fjárgeta hins venjulega stuðningmann Liverppol er góð.
  Svo af hverju er þetta svo langsótt. Ég væri til borga £100 pund næstu fimm árinn til koma Liverpool á þann stað sem það á að vera. Keppa um titillinn.
  YNWA.
  Af herju geta

 99. Ég er til í olíubaróna þeirra fyrsta verk mætti vera að kaupa Suarez, Messi og Neymar og þá ætti þessi markaþurð að vera á enda. En í fullri alvöru þá sé ég ekkert að því að fá svokallaða suger daddy til að kaupa okkar ástkæra félag þar sem að LFC er ekki að fara að halda okkar bestu mönnum né að fara að kaupa stærstu bitana og þar af leiðandi ekki að fara að keppa um stærstu titlana á hverju ári. Við þurfum eigenda sem eru tilbúnir að borga laun það er aðalvandamálið.

 100. Slysaðist til að horfa á Messuna áðan, og hésús pétur. Hvaða brekka sá um mannaskiptin í sumar?
  Ef menn eru óhressir með Rodgers, þá ættu þeir sömu að kíkja á þetta.

 101. Best að setja þetta hérna til að halda bikarþræðinum ögn jákvæðari.

  Eftir 6 leiki í deild undir stjórn Rodgers:

  12/13 – 14.sæti
  13/14 – 2.sæti
  14/15 – 14.sæti
  15/16 – 13.sæti

Liðið gegn Norwich

Carlisle mæta á Anfield