Liðið gegn Norwich

Byrjunarlið dagsins er komið og er sem hér segir:

Mignolet

Can – Skrtel – Sakho

Clyne – Lucas – Milner – Moreno
Coutinho

Sturridge – Benteke

Bekkur: Bogdan, Lovren, Gomez, Lallana, Ibe, Firmino, Ings.

Mér lýst vel á þetta byrjunarlið, mjög sókndjarft … ef við erum að spila með tvo framherja og ekki annan úti á kanti.

Mér sýnist þetta allavega vera 3-4-1-2. Við spiluðum iðulega 3-4-2-1 á síðustu leiktíð, í besta kafla þess tímabils, með Sterling einan frammi. Ég vona að innkoma Sturridge þýði að það séu tveir frammi í dag. Eins gæti Can verið á miðjunni og þá er þetta líklega hefðbundnara 4-4-2 með Coutinho og Milner væntanlega á vængjunum. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta lítur út á velli.

Ég ætla bara að segja þetta hér: það að Sturridge komi beint inn í liðið sýnir tvennt; 1) hversu mikil örvænting Rodgers er að fá mörk í þetta lið og 2) hversu litla trú hann virðist hafa á Ings og Origi við hlið Benteke. Þessi tvö atriði valda mér bæði áhyggjum, auk alls þess venjulega um meiðslaáhættu Sturridge.

Vonandi opnast flóðgáttirnar í dag. Ég veit ekki með ykkur en ég þigg alveg frábæran Liverpool-sigur, það er orðið of langt síðan síðast.

YNWA

108 Comments

 1. Ég vona svo mikið að þetta verði 4 manna vörn og að Can spili á miðjunni. Ég þoli ekki 3gja hafsenta kerfið.

 2. Þetta gæti líka verið gamli góði tígulinn.
  Bölvanlegt að missa af þessum leik.

 3. Mjög ánægður ef þetta er rétt uppstilling hjá ykkur, sérstaklega að sjá Can í vörninni. Hann hefur ekkert að gera á miðjunni, mín skoðun.

  Hljótum að taka þennan leik

 4. Bíddu er þetta rétt liðsuppstilling ? Getur ekki verið að þetta sé bara tígulmiðjan ?

  Clyne- Skrtel- Sakho – Moreno
  Can – Lukas – Milner
  Coutinho
  Benteke – Sturridge

  Kemur í ljós þegar flautað verður til leiks.

 5. Þessi Son hjá Spurs að brillera frá fyrsta degi. Frábær kaup. Fer 1-1 í dag og Benteke skorar.

 6. Grunar reyndar að við séum frekar að spila með Clyne og Moreno í bakvörðum og Can á miðjunni….vona þó ekki.

 7. Það er ekkert slæmt við að fá Sturridge inn í liðið svo að það sé á hreinu.

  Benteke/ Sturridge/Coutinho eru líklega 3 mest líklegir hjá liverpool að skora eða búa til mörk og þeir byrja allir inná í dag.

  Menn hafa verið á byðja um Sakho og viti menn Sakho er í liðinu og Lovren er út.

  Mér finnst stundum að það er annsi erfit að gera sumum liverpool aðdáendum til hæfis.
  Gomez/Lovren/Ings út Sakho/Moreno/Sturridge inn er þetta ekki bara jákvætt?

  Svo eru menn á bekknum sem geta breytt leikjum : Lallana, Firminho, Ings og Ibe. Mér finnst þetta bara mjög spennandi lið sem við erum með í dag.

 8. það góða við að hafa leikmenn eins og Can inn á er að það er hægt að bregðast við leikkerfi Norwich með ýmsum hætti. Eins og t.d með því að hafa hann í miðverðinum og spila með þriggja manna vörn eða setja hann á miðjuna án þess að það þurfi að skipta um leikmann inn á til að breyta leikstíl.

  Ég set stórt spurninga merki við Sturridge. Ekki hvað gæði varðar heldur form.

 9. Tap = þá flýg ég persónulega út og rek Rodgers
  Sigur = We are back on track

  Það getur bara ekki gerst að við vinnum ekki arfaslakt lið Norwich

 10. Valið á Skrtel veldur mér vonbrigðum, hefði viljað sjá Lovren/Sakho frekar.

  Mér líður eins og Liverpool sé að fara að spila til úrslita um dollu, svo mikilvægur finnst mér þessi leikur vera uppá svo margt í framhaldinu. Tap þýðir fimmtánda sætið, sigur þýðir sjötta sætið.

  Þori ekki að spá um úrslit.

  YWNA

 11. Ég held að Sturridge verður ekki í fanta formi svona í byrjun en það mun hjálpa liverpool mikið að hann sé að spila.

 12. Óttast að þetta sé sett upp eins og KAR stillir þessu upp. Liðið er þó ekki ósvipað því sem ég var að vonast eftir fyrir leik nema Lucas hefði ég haft á bekknum.


  M.v. þetta lið hef ég frekar viljað Can aftast og Coutinho á miðjunni fyrir aftan Lallana eða Firmino.

 13. Hvern adsk… Er hann að gera með Lucas í byrjunarliðinu og það á heimavelli.

 14. Sælir vinir,

  Nú stöndum við fyrir áhugaverðum leik. Leik þar sem tveir sóknarmenn byrja, þar af okkar besti sóknarmaður sem hefur verið að glíma allt of lengi við allt of leiðinleg meiðsl. Velkominn heim, Daníel!

  Nú gefst okkur tækifæri til að horfa á stöðuna út frá tveimur sjónarhólum. Það er hin gamla góða spurning um það hvort rauðvínsglasið sé hálf-tómt eða hálf-fullt. Spurning sem fræðimenn á sviðum heimspeki og sálfræði hana lengi velt fyrir sér. Skoðum hvernig hægt er að líta á málin:

  Rauðvínsglasið er hálf-tómt = “Æjji helvítis. Ég var að hella í glasið, það er strax hálf-tómt. Rodgers ætlar að drepa niður leikinn með þremur hafsentum og láta bakverðina liggja til baka. Milner mun hlaupa um eins og graður sjómaður á skemmtistaðnum kvöldið eftir langann túr en ekkert mun koma frá miðjunni okkar. Lucas er frá Brasilíu en hann lítur frekar út eins og samlandi mannsins sem sárvantar sérhlóða í nafn sitt (Skrtel?). Benteke er of stór og feitur og Sturridge á eftir að þríbrotna á fæti og togna í baki eftir 4 mínútna leik. Liverpool tapar leiknum og FSG bregst við með því að úrskurða Brendan Rodgers sem stjóra Liverpool til æviloka. Ég þoli ekki Brendan.”

  Rauðvínsglasið er hálf-fullt = “Jess! Ég er búinn að drekka og drekka úr glasinu en samt er helmingurinn eftir. Nóg af rauðvíni á kjellinn. Loksins spilum við með tvo framherja, þetta líst mér vel á. Svo býður liðsuppstillingin uppá það að spila annað hvort með þrjá hafsenta eða svokallaða tígulmiðju, eftir aðstæðum. Þetta gæti komið sér vel fyrir okkar ástkæra lið. Emre Can er sennilega myndarlegasti leikmaður deildarinnar, mikið rosalega er það gaman. Daníel Sturridge er kominn aftur, sá hlýtur að vera graður. Svo er hann líka svona rosalega góður í fótbolta. Þetta gæti orðið þvílík veisla. Við vitum það líka að Moreno hefur verið að æfa Sturridge dansinn, þannig ekki nóg með það að við gætum skorað mörk og unnið leikinn gætum við einnig fengið skemmtiatriði í formi dans. Hlutirnir virðast loksins ætla að fara okkur í hag.”

  Nú má hver og einn ákveða það fyrir sig hvorn hugsanaháttinn það vill tileinka sér. Ég ætla í hið minnsta að hella aftur í glasið mitt, það er nefninlega ekki fullt.

  Það held ég nú

 15. Hvað á DS að fara gera fyrir okkur. Ekki búinn að spila eina mínútu á þessu tímabili og nánast ekkert í heilt ár. Núna er hann settur í liðið frá fyrstu mínútu.

  Held að BR se algjörlega búinn að missa vitið. Þetta er ávísun á frekari meiðslavandræði fyrir utan það að vera haugryðgaður. Efast ekki um að DI gæti staðið sig allavega jafn vel eins og staðan á DS er núna.

  Bara sorry, skil þetta ekki.

 16. Sturridge hefur ekki spilað í tæplega hálft ár.
  Beint í byrjunarliðið.
  Sammála, það er undarlegt.

 17. Liðsvalið er í rétt átt, vonandi verður Sturridge heill í hálfleik.

 18. Það er alveg sama hvernig eða hvenær Sturridge kemur inn, það er einhver sem nær að túlka það sem örvæntingu og áhættu eða öfugt.

  Ef hann er í nógu góðu standi til að vera á bekknum getur hann líka spilað 60.mín. Ef hann byrjar er það merki um hversu mikil örvæntingin er.

  Hann hefur ekki spilað í rúmlega hálft ár núna og verið að æfa undanfarnar vikur. Ég held að þeir sem meðhöndla hann alla daga viti stöðuna á honum töluvert betur við sem erum bara að giska klisjur út í loftið.

 19. Gaman að sjá 2 strikera aftur (loksins). Fyrir mitt leyti hefði ég þó allan daginn valið Lovren fram yfir Skrtel. Það er hreinlega mangað að við höfum ekki fengið á okkur ~3 mörk í viðbót út af ömurlegum sendingum frá Skrtel á þessu tímabili.

 20. Djöfull hljóta origi og ings að vera fúlir núna, en auðvitað á að blása til sóknar á heimavelli, sama hvaða liði við mætum. Anfield á að vera okkar virki.

 21. Takk fyrir Daníel en því miður virkar hann ekki hjá mér. Er í vinnuni og væntanlega blokker á þetta.

 22. Mèr finnst bara Sturridge strax virka nokku? öflugur spurning hva? hann endist lengi enda vantar eitthva? uppà leikformi?. en gaman a? sjà a? þessi mei?sli vir?ast ekki vera trufla hann

 23. Líst ekki alveg nógu vel á þetta skipulag.

  Of margir til baka, langar sendingar fram, miðjan úr leik.

  Milner strax kominn með spjald fyrir kaufaskap.

  Chicken play finnst mér. En á að duga til svo sem. Vil fá Can framar sem fyrst.

  Sakho og Sturride, frábært að sjá þá. Sturridge með touch.

  YNWA

 24. Þetta er getulaust og sýnir að Brendan er ekki með þetta. Sakho hefur ekki verið með og svo allt í einu nýr samningur og beint í liðið. Að hafa Lucas sýnir allt. Og ahverju núna að spila 2 frammi. Búinn að hafa Benteke einann fram að þessu, hvar var Ings ? Burt með manninn, hefur grænan hvað hann er að gera. Átti að fjúkja með sínum undirmönnum strax í sumar!

 25. Mér finnst þetta bara vera nokkuð fín spilamennska. Ég er búinn að vera mikill efasemdarmaður varðandi Sakho, en hann er búinn að sýna það í síðustu tveimur leikjum að hann er betri en ég í fótbolta. Einnig munar mikið um að vera með örvfættan bakvörð sem getur sótt.

  Það sem pirrar mig einna helst er að sjá Can í vörninni, í stað þess að spila ofar.

 26. Geggjað að sjá Sturridge og Benteke ætti að græða á að hafa hann inni, Moreno að munda vinstri einsog Hendrix, Sakho er höfðingi en það vantar sannfæringu á miðjuna.

 27. Voðalega finnst mér menn vera eitthvað illa upplagðir í dag. Mér finnst þetta sem búið er vera stórt skref í rétta átt. Can nýtur sín miklu betur í vörn en á miðju, Moreno kemur með hraða, fyrirgjafir og sóknarógnun á vinstri kantinn, Sturridge snareykur gæðin framávið þó hann sé augljóslega ryðgaður og Coutinho nýtur sín vel á miðjunni. M.a.s. Clyne er farinn að ógna vel. Sem sagt, mörg lítil skref í rétta átt og það sem meira er, Norwich er bara ekki með í leiknum og ef þeir reyna þá er Sakho eins og tröllkall þarna í vörninni. Ef við berum þetta saman við t.d. West Ham leikinn er augljós og jákvæður munur.

  Mér finnst þetta vera platform til að vinna út frá. Reynum svo að vera bjartsýn elskurnar, lífið er skemmtilegra þannig.

 28. Það þarf virkilega einbeitingu í að finnast þessar fyrstu 30 min lélegar hjá Liverpool. Meira af þessu og við fáum langþráð mörk.

 29. Getur einhver sagt mer hvers vegna Alberto Moreno hefur ekkert spilað nánast a þessari leiktíð allt spil fer í gegnum hann

 30. Klárlega bestu 45 hingað til en þurfum herslumun til að skapa opnari færi.

  Finnst við aðeins “léttir” á miðjunni, Lucas að lenda of oft á milli manna…en margt fínt. Þegar Sturridge og Benteke slípast meira saman verður vonandi betra framundan.

  Sé ekki síðari 45 beint, vona að það viti á gott!!!

 31. Við erum allavega að sjá liðið sækja og skapa sér færi, en það vantar upp á að klára þau. Norwich greinilega spila upp á að parkera rútunni og sækja svo hratt.

  Mér finnst holningin á liðinu allavega vera góð, ég held að ef þetta lið fær að spila sig aðeins saman þá sé það fært um stóra hluti.

 32. Sturridge vonum framar…. Moreno hrikalega flottur og rannsóknar efni að ekki hefur verið hægt að nota hann. Að Sakho skuli ekki spila alla leiki ætti að kosta BR steikina starfið…
  Milnerinn hefur verið lélegur vægast sagt… En ekkert betra til á miðjuna nema Henderson sem er brotinn. Erum þunnir á miðju og það fer ekki framhjá neinum…

 33. Ágætis hálfleikur hjá okkar mönnum. Vantar einna helst….tja….MÖRK.

 34. Nokkur atriði

  * Aukaspyrnur og föst leikatrið eru rosalega bitlaus hjá Liverpool. Það vantar einhvern arftaka Gerrard sem er allavega líklegur að skora eða senda hættulega sendingu fyrir sem skapar færi.
  * Vörnin er búinn að vera mjög traust. Þessi þriggja manna varnalína hefur virkað mjög vel í þessum hálfleik og can er að standa sig vel í miðverðinum sem og öll vörnin.
  Sakho er mannæta og búinn að vera besti varnamaðurinn á vellinum.
  * Hápressan virkar vel og stoppar allt spil hjá Norwich. Hún er samt ekki eins góð og fyrir tveimur árum, þegar liðið vann ítrekað boltann á hættusvæðum og skapaði dauðafæri út frá því.
  *Sturridge er ekki alveg kominn í topp leikform. Það er samt alltaf hætta að hafa hann frammi og hann hefur oft skapað mikla hættu þó hann klikki líka þónokkuð oft. Það er miklu meiri hætta af Liverpool að hafa tvo framherja frammi.
  * Í byrjun leiksins tók ég eftir að það var mikið af einföldum sendingum sem voru að klikka sem áttu að fara í lappinar á mönnum. Þetta lagaðist þegar leið á leikinn.
  *Couthino ekki að skapa mikið og hálf töfralaus í þessum leik miðað við það sem ég er vanur af honum.

  Liverpool er miklu betra liðið á vellinum og það er hálf pirrandi að þeir eru ekki búnir að skora neitt. Fínn leikur en það vantar lokasmiðshöggið en markvörður Norwich er að vinna vel fyrir laununum sínum.

 35. Sælt veri fólkið

  Gott að sjá 2 framherji ágætis leikur vantar bara að klára færin skorum 3 í seinni Sturidge 1 Benteke 1 og Sakho 1 með skalla

  Koma svo

 36. Manni líður eins og Brendan vilji bara að þetta gangi smooth fyrir sig og enga hörku í þetta, bara að þetta renni allt saman mjúklega, finnst leikurinn flottur og værum löngu búnir að skora ef það væri alvöru kraft að finna inni á vellinum.

  Aftur á móti hefur maður líka þá tilfinningu að það sé alger grís hjá Norwich ef þeir fá stig út úr þessum leik og það hlítur að vera jákvætt 🙂

 37. Moreno frábær, Sturridge flottur, Sakho og Skrtl mjög traustur liðið að spila vel en vantar bara að vera aðeins beittari fyrir framan markið.

  YNWA!

 38. Djöfull er Moreno buinn að vera goður i dag. Maður hreinlega trúir ekki svona frammistöðu hja honum

 39. Djöfull hefur það komið mér á óvart hversu harður hann Ings er. Hann er jafnvel sprettharðari en Sturridge. Get séð fyrir mér þriggja manna framlínu með þeim tveim og Benteke á toppnum, gegn lakari liðum.

 40. er 29 milljón punda maðurinn í svo lélegu formi að hann getur ekki spilað ?

 41. Flott! Og í tilefni jöfnunarmarksins hélt Brendan Rodgers uppá það með að skipta yfir í 1 framherja. Fífl

 42. Mikið hryllilega get ég ekki skilið hvernig það var hægt að skipta á Reina og Mignolet og finnast það góð skipti

 43. Það er bara sorglegt að horfa á þetta lið í dag, erum heppnir að vera ekki undir

 44. Þetta var virkilega góður fyrri hálfleikur og ekkert sorglegt við hann en það er rannsóknarefni hvað liðið verður hrætt þegar það fær á sig mark. Brauðfætur undir heila klabbið. Vonandi heldur Moreno áfram að peppa og Ings fær annað.

 45. Heppnir að vera ekki undir? Af því að Norwich hefur fengið 2 færi og skoruðu úr öðru.

  Liverpool verið betra og fengið fleiri og betri færi.

 46. Eigum ekki skilið að vinna þennan leik ef við getum ekki nýtt svona dauðafæri.

 47. Coutinho er ekki með þetta. Hann gerir einhverja snilld annað slagið, en það er í besta falli í sjöunda hverjum leik.

 48. Milner er einn versti spyrnumaður sem ég hef séð í búningi Liverpool.

 49. Brendan Roger OUT, farðu burt,, Búinn að segja þetta i tvö ár, anskotinn hafi það

 50. Því miður er liðið okkar bæði andlega og líkamlega veikt. En það versta er að stjórinn er algjörlega hauslaus.

 51. eru víst frábærir enskir leikmenn að koma upp í championship og nedri deildum.. kaupa þá !

 52. Milner er örugglega ruglað góður á æfingum. en guð minn góður að hann taki allar aukaspyrnir og hornspyrnur.
  maður sem var squad player í besta liði englands er nuna aðalmaðurinn í okkar liði? það er eitthvað svooo rangt við það og sýnir meðalmennskustefnu LFC

 53. Griðarsterkt að ná stigi í dag gegn ógnarsterku liði Norwich City Football Club.

 54. Frábært stig á einstaklega erfiðum heimavelli. BR skálar í kampavín í kvöld

 55. Shit. Sorry… þetta er mjög líklega mér að kenna. Er í Balotelli treyjunni minni.

 56. ÉG er sammál Reddnap þetta er lélegasta lið Liverpool í minnst 10-20 ár

 57. Og svo talar Brendan um það að liðið hafi nú alveg gert nóg til að vinna leikinn. hann sé sáttur við baráttuna og hugarfarið…. Fuck off !!!!
  Burtu með helvítið sem allra allra fyrst , þetta er komið nóg.

 58. usss…. þa? er best a? draga sig í hlè anda og athuga hvort ma?ur sé hæfari til a? tjá sig seinna í kvöld þetta er blendnar tilfiningar marg betra en à?ur gamlir draugar a? poppa upp en ni?ursta?an alltaf sù sama 3 stig ver?a a? koma í hùs…

 59. Ég er enginn BR peppari en það var ekki hann sem klúðraði dauðafærunum í leiknum. Þessi leikur var vel lagður upp, vel mannaður og vel spilaður að mestu. Nokkur mjög góð færi. En þetta er oft einsog með akureyringa og Dag B hérna inni fyrir BR. Damned if he does og damned if he doesn’t. Að því sögðu er pottþétt bullandi heitt undir kauða.

 60. Sterkt stig Roy Rodgers! Southampton fengu ekkert stig í dag sem er gott fyrir okkur.

 61. Styrmir…þú varst óheppinn að missa af þessari skemmtun! Ég sit og skelf eftir leikinn og bölva sjálfum mér fyrir að hafa ekki tekið upp leikinn til að geta horft á aftur.

  Eftir þessa skemmtun er ég að vonast til að eigendur Liverpool framlengi samningin við Rodgers um ein 5-6 ár svo við getum haldið áfram þessari jákvæðu uppbyggingu sem á sér stað á Anfield. Það blása ferskir vindar á Anfield þessa dagana og sem Liverpoolaðdáandi er ég stoltur að vera sem slíkur. YNWA!!

 62. Mikið er nú dapurlegt að þessi leikur endaði sem jafntefl.

  Núna verður æpt á að það þurfi að reka Rodgers en er það virkilega sanngjarnt ?

  Liðið skapaði miklu fleirri færi og samkvæmt öllu eðlilegu hefði liðið átt að skora eitt til tvö mörk í fyrri hálfleik og allavega eitt aukamark í síðari hálfleik. Liðið sýndi oft skemmtilega takta og spilaði vel, en verr og miður þá fékk vörnin á sig mark í föstu leikatriði og þetta þýðir væntanlega að klepparanir taka yfir hælið og heimta aftöku á Rodgers strax á morgun.

  Mér fannst okkar menn spila heilt yfir mjög vel og það finnst mér alltaf fyrirgefanlegt ef lið gerir það. Jafnvel þó úrslitin eru ekki eftir því. það er mikil batamerki á leiknum. Fótbolti snýst ekki um réttlæti heldur fleirri skoruð mörk og nú er það bara þannig að liðið sem skapar sér miklu fleirri færi, tapar oft í fótboltaleik eða gerir jafntefli eins og gerðist í dag.

  Vörnin opnaðist stundum í seinni hálfleik og einbeitingin var ekki jafn skerpt og í fyrri hálfleik.

  Sturridge var fínn og ógnandi þegar hann var inn á. Verr og miður náði hann ekki að skora en hann var augljóslega frekar riðgaður.

  Mér er skít sama sem hver segir. Ég sé framfarir og það er aðalmálið.

 63. Nú verða eigendur Liverpool að bregðast strax við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hjá klúbbnum áður en illa fer, það er alveg komið á hreint að Brendan er engan veginn að ráða við þetta starf sem hann er með. Hann fékk að kaupa leikmenn í sumar fyrir töluverða peninga en allt virðist vera í sama ruglinu.
  Það eina sem verður að gera strax það er að gera starfslokasamning við Brendan strax í kvöld til reyna að bjarga málunum.

Norwich á morgun

Liverpool 1 Norwich 1