Kop.is Ferð: Sala enn í gangi!

Áminning: Sala á þessari ferð er í fullum gangi! Þetta verður fjölmenn ferð og við erum þegar komin með góðan hóp en eigum enn nóg pláss þannig að endilega skellið ykkur með. Sjá upprunalega færslu hér fyrir neðan:

Komdu með Kop.is á stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield í janúar!

Þá er komið að næstu hópferð okkar. Við förum aðeins eina í vetur og hún verður ekki af minni gerðinni en við ætlum á leik Liverpool og Manchester United á Anfield helgina 15. – 17. janúar n.k.!

Til að bóka ykkar pláss í ferðina farið þá á vef Úrval Útsýnar og fylgið leiðbeiningum þar.

Dagskrá ferðarinnar í grófum dráttum:

 • 3 dagar, 2 nætur
 • Íslensk fararstjórn
 • Flogið með leiguvél á vegum Úrval Útsýnar og Kop.is, eldsnemma á föstudagsmorgni
 • Flogið verður beint á John Lennon Airport í Liverpool
 • Innritun á Thistle Atlantic Tower, 4-stjörnu hótel í hjarta Liverpool, fyrir hádegi á föstudegi
 • Skoðunarferð á Anfield fyrir þá sem vilja
 • Frjáls dagskrá á föstudegi
 • Morgunmatur, upphitun fyrir leik og stórleikurinn sjálfur á laugardegi
 • Frjáls dagskrá á sunnudegi
 • Flogið heim frá John Lennon Airport seint á sunnudagskvöldi

Fararstjórn að þessu sinni annast:

 • Babú
 • Kristján Atli
 • Maggi
 • SSteinn

Þið lásuð rétt, fjórmenningarnir verða allir með að þessu sinni og lofa frábærri skemmtun að venju!

Verð er kr. 159.900,- á mann í tvíbýli.

Við látum vita um nánari dagskrá og slíkt þegar nær dregur, til dæmis á eftir að koma í ljós hvort leikurinn verður færður yfir á sunnudag, en við hvetjum fólk til að hika ekki heldur bóka sitt pláss strax á vef Úrval Útsýnar.

Við hvetjum United-aðdáendur endilega til að koma með líka. Þetta verður frábær ferð og ekki síður góð fyrir t.d. vini sem halda með sitt hvoru liðinu. Við tökum vel á móti United-aðdáendum í þessari ferð!

10 Comments

 1. kannski ekki áttað ykkur á að öll herbergi eru uppseld á þau hótel sem eru í boði á síðunni og þar af leiðandi getur enginn bókað sig.

 2. Ég var alvarlega að velta þessu fyrir mér þangað til þið buðuð united aðdáendur velkomna með!

 3. Halldór, ertu að meina að þú getir ekki bókað hótelið sjálfur eða að síða Úrval Útsýnar virki ekki? Ef það er hið síðara mæli ég með að þú hafir samband við ÚÚ á mánudag.

 4. Er þetta ekki fretta siða um liverpool ? Finnst ykkur ekkert fréttnæmt að fyrirliðið liðsins hafi fótbrotnaði á æfingu

 5. Örn @4: þetta er bloggsíða, og síðast þegar ég vissi voru síðueigendur ekki búnir að skuldbinda sig til eins né neins varðandi fjölda innleggja eða annars.

  Ég hins vegar efast ekki um að það verði komið inn á þessi meiðsli í upphituninni sem ég þykist vita að sé í smíðum.

 6. Hvar eru þið með sæti á leiknum? og er innifalin rúta og/eða taxi frá hóteli og á leikinn? [img]http://assets.lfcimages.com/uploads/assets/anfield_stadium_plan_large.jpg[/img]

 7. Nr. 4 Örn

  Var ekki búinn að sjá þetta.

  Það sem Daníel sagði.

  Höfum ekkert alltaf hlaupið til og skrifað fréttir enda eitthvað eins og meiðsli Henderson á flestra vitorði þarna og ný færsla í smíðum þar sem komið var inn á þetta (sjá hér http://www.kop.is/2015/09/19/upphitun-liverpool-norwich/).

  Frekar er þá skrifað eitthvað um skoðun þess sem skrifar á meiðslum viðkomandi leikmanns (sem flest allir vissu nú þegar af).

  Eins erum við pennarnir ekkert alltaf fyrstir með það hingað inn ef eitthvað gerist tengt Liverpool þó við séum oftast mjög fljótir til. Þar fyrir utan er ummælakerfið öflugt og við pennarnir erum við ekki að vinna við að halda síðunni úti.

 8. Hæ,
  er að spá í að fara í þessa ferð með son minn, en mig langar að vita hvar í stúkunni maður lendir. Fór fyrir nokkrum árum og þá vorum við ömurlega staðsettir. er hægt að tryggja sér einhverja þokkalega staðsetningu ?
  kv.
  EJ

 9. Sæll Kristján Atli,

  Hvernig fer maður að því að tryggja sér sæti á þeim stað sem maður óskar sér? ætla bjóða manninum mínum í þessa ferð í stórafmælisgjöf og það væri alveg frábært að fá sæti í Centenary Stand eða KOP 🙂

Bordeaux 1 – Liverpool 1

Norwich á morgun