Bordeaux 1 – Liverpool 1

Liverpool FC hóf Evrópudeildarbaráttuna sína í Frakklandi í kvöld gegn lærisveinum Willy Sagnol í Búrgúndarliðinu alsvarta, Bordeaux.

Töluvert hafði verið rætt um liðsuppstillingu fyrir leikinn og því var gaman að sjá hvurnig upp var stillt í kvöld:

Mignolet

Ibe -Gomez- Toure – Sakho – Moreno

Lallana – Rossiter- Can – Coutinho

Origi

Bekkur: Bogdan, Randall, Cleary, Chirivella, Firmino, Brannagan, Ings

Ég ætla að leyfa mér að setja þetta svona upp þó við getum líka sett upp 3-4-2-1 sem var kannski uppsetningin í seinni hálfleik, allavega svona lengstum en í fyrri hálfleik fannst mér við vera að horfa á 5-4-1…ekki síst eftir að Kolo var skipt út af á 28.mínútu og úr varð miðjudúó tveggja leikmanna fæddir 1997, þeir Pedro og Rossiter urðu 18 ára í vor og því alveg skiljanlegt að menn væru ekkert að opna sig endalaust. Can fór í hafsentalínuna í stað Kolo.

Liverpool byrjaði vel og Coutinho átti skot rétt framhjá á 5.mínútu en eftir það var það að mestu Bordeaux sem fékk að sækja án þess að skapa sér mikið af opnum færum. Á lokamínútunni negldi Brazzinn okkar svo í stöng af 20 metrunum svo við hefðum getað verið yfir í hléinu en þar stóð 0-0

Seinni hálfleikur var miklu opnari og fyrsta kortérið voru það heimamenn sem voru sterkari, sköpuðu sér ágætis færi og það besta á 63.mínútu þegar Mignolet varði vel og frákastið hans hrökk af sóknarmanni Bordeaux framhjá…þar áttu þeir að skora.

Tveimur mínútum seinna komumst við yfir þegar Adam Lallana fékk sendingu í frímerkinu milli vítateigs og hliðarlínu, klobbaði varnarmann á leið sinni inn í teiginn þar sem hann setti boltann snyrtilega í fjær algerlega óverjandi. Fram að þessu hafði lítið sést til drengsins en enn sáum við glefsu af fótboltahæfileikunum.

Ings kom inná fyrir Origi og var mjög nálægt því að skora mjög fallegt mark þegar hann “móttók” langa sendingu yfir varnarmann og skaut en markmaður heimamanna varði vel. Á 79.mínútu var Jordan Rossiter tekinn útaf og í stað hans kom enn nýr unglingur að leika sinn fyrsta leik – Cameron Brannagan nokkur. Mínútu síðar jöfnuðu heimamenn þegar boltinn skoppaði of mikið um teiginn áður en Brazzinn Juzzie klíndi hann í þaknetið.

Það sem eftir lifði leiks skiptu liðin á að sækja en lokaflautið gall og ágætis stig miðað við allt í húsi.

Svolítið erfitt að gera þennan leik upp á venjulegan hátt þar sem það er ljóst að hann er ekki að segja okkur alveg allt um liðið á þessari stundu vegna liðsuppstillingarinnar svo ég ætla aðeins að setja hérna upp nokkra punkta sem mér fannst jákvæðir og neikvæðir.

Jákvæða hliðin

Fín úrslit sem við hefðum þegið fyrir leik.

Ungir menn fá fullt af mínútum og léku vel, þeir þrír sem fengu 60+ mínútur sýndu alveg að þar eru framtíðarmenn á ferðinni og Brannagan kom óhræddur inná.

Lallana sýndi gæðin sóknarlega sem þarf auðvitað að sjást meira af, en þau eru sko þarna.

Mamadou Sakho er án vafa besti hafsentinn okkar miðað við þennan leik, bara hlýtur að fara að fá run í aðalliðinu.

Moreno var flottur bæði í sókn og lokaði vel á varnarsvæðið sitt.

Mignolet traustur.

Neikvæða hliðin

Steingeldur sóknarleikur í fyrri hálfleik.

Ibe heldur áfram að eiga erfitt.

Coutinho datt alltof mikið út úr leiknum á löngum köflum, þarf að taka leikina meira í sína fætur.

Origi átti mjög erfitt, fékk vissulega litla þjónustu en átti erfitt tæknilega og þarf að taka miklu meira til sín.

Brendan Rodgers

Getur alveg farið sáttur á margan hátt. Enginn sem getur kvartað yfir þessu stigi held ég miðað við allt og margt sem hann getur tekið með sér yfir Ermasundið aftur, auðvitað helst finnst mér það að Rossiter getur klárlega verið hluti af þessum hóp og maður leiksins Mamadou Sakho hlýtur að verða ofarlega í huga hans næstu vikur.

Nú er það aftur deildin, með sigri þar gegn Norwich á sunnudag, sem er auðvitað skyldusigur, geta menn dregið andann aðeins léttar.

56 Comments

  1. Fullt af kjúllum inná, þeir náðu í stig í Frakklandi gegn miðlungsliði, gott hjá þeim. Mér finnst skipulagið inná vellinum, hver á að gera hvað í vörn, miðju og sókn ekki vera mjög glæsilegt, verð bara að segja það.

  2. Rodgers pakkar I vorn gegn Bordeaux I stodunni 1-1. Enn neitar madurinn ad profa 2 frammi. Glaepur ad Sakho se buinn ad vera a bekknum nanast allan timann thad sem af er timabilinu.

  3. Mér fannst þetta bara fínn leikur. Jú maður hefði viljað sjá aðeins meiri sóknarleik, og djöfulli hefði verið gaman að sjá Ings skora þarna í fyrsta færinu sínu. En mér fannst vera barátta í gangi og sérstaklega fannst mér Rossiter og Chirivella vera bara fínir. Smá hrollur í þeim síðarnefnda fyrst en svo var hann bara ágætur. Rossiter náttúrulega skriðdreki þrátt fyrir barnsandlitið, svolítið villtur á köflum. Allavega eru 1-1 á útivelli með lið sem er að miklu leyti úr kjúklingum alls ekki slæm úrslit. En það er klárlega sóknarleikurinn sem þarf að verða beittari.

  4. ég ætla að varpa hér inn spurningu hvað er langt síðan þetta lið gat skorað 2 mörk í einum og sama leiknum ?

    Og ég held að það sé orðið staðfest að ef rodgers nær ekki sigri gegn Norwich fær hans haus að fjúka og maður er bara farinn að vona að sá leikur tapist sorgleg staðreynd

  5. Aula mistök hjá Can kostuðu sigur. Annars fínasti leikur en þetta lið á Liverpool alltaf að vinna.

  6. Veit bara ekkert hvað mér á að finnast um þetta. Jöfnunarmarkið var eitt það lélegsta sem ég hef séð lengi, gaurinn að halda boltanum á lofti inní teig óáreittur bara.

    Annars er ég enn á því að Rodgers sé clueless þrátt fyrir marga unga leikmenn og hálfgert varalið. Eða einsog einhver orðaði það svo réttilega á Twitter rétt fyrir leik: “Surprised Rodgers has played Mignolet in his position”

  7. 5 – 7 í leikjunum á þessari leiktíð, tveir sigrar, tvö töp og tveir jafnir, er þetta Liverpool eða Lester, villum við að liðið verði meðal lið, heppið á ná leikjum í þessari aumingja evrópu keppni og um miðja deild.

    villjum við að leikmenn líta á liðið sem viðkomustað eða áfangastað. hvert stefnir þetta lið. það bara verður að segjast að síðan að kanarnir keyptu liðið hefur það verið á hraðri niðurleið, fyrir utan eitt tímabil þar sem við vorum svo heppnir að hafa besta fótboltamann í heimi, sem var svo seldur á “ákvörðunarstað” á útsölu peninga.

    Svona er Liverpool í dag, en ekki sætta ykkur við það!!!

  8. Svo sem ekki merkilegur leikur en andstæðingarnir nokkuð sterkir og að ná jafntefli í Frakklandi eru ekki slæm úrslit.
    Mér fannst liðið mun betra í síðarihálfleik og stjórnaði þá leiknum mun meira og var eiginlega klaufanlegt að missa þennan leik niðri jafntefli eftir að Lallana skoraði frábært mark.

    Can var nýbúinn að gera misstök með því að þvælast í skallabolta sem Gomez og Mignolet fóru í og skildi sinn mann aleinan en Mignolet varði vel. Hann kom svo aftur í hjálpavörn og skildi sinn mann eftir í markinu og þá fór boltinn inn.

    Það sem mér fannst gaman að sjá var að það var fullt af ungum leikmönum að spreytta sig og sumir að spila sinn fyrsta alvöru leik. Rossiter var mjög sterkur og hann ásamt Sakho fannst mér vera menn leiksins hjá okkar mönnum.
    Einnig fannst mér Lallana/Coutinho/Moreno eiga ágætist spretti inn á milli.

    Fannst Origi ekki ógnandi eða hættulegur í þessum leik og var Ings til dæmis nýkominn inná þegar hann skapaði sér fínt færi en það náði Origi ekki að gera allan leikinn. Ibe vantar greinilega sjálfstraust en átti einn og einn sprett .

    Liðið var að skapa nokkur færi í leiknum en var miklu opnari varnarlega en gegn Man utd í síðasta leik en þar fékk liðið ekki færi á sig í opnum leik fyrir en alveg í blálokinn en þau voru nokkur í þessum leik.

    Ætli Rodgers out verður ekki vinsælt en ég tek það jákvæða úr þessum leik og það er að ungu strákarnir voru að spila mikið og að ná jafntefli í Frakklandi í Evrópukeppni er ekki slæm byrjun.

  9. Ég hugsa að við getum verið nokkuð sáttir með 1-1 jafntefli og eru það líklega sanngjörn úrslit. Ef litið er til þess að við vorum að gefa ungum leikmönnum séns ásamt mönnum sem lítið hafa spilað þá eru þetta í raun frábær úrslit. Ég persónulega er hinsvegar enn að bíða eftir því að BR þori að nota 2 centera með tígulmiðju aftur, við erum endalaust að þvælast með kanntmenn á vellinum þó að við eigum bara einn (Ibe) og í dag vorum við með vængbakveði (e. Wing-backs) og greyið Ibe látinn spila þar og enn og aftur er centerinn okkar skilinn eftir einangraður uppi á topp.

    Mjög sáttur með niðurstöðuna en ég vona innilega að 5-4-1 eða hvað menn vilja kalla þetta sé ekki komið til að vera. Leikmenn sem mér fannst standa uppúr í dag voru: Sakho, Rossiter, Moreno, Lallana(frábært mark) og einnig fannst mér Ings koma sterkur inn. Hinsvegar vantaði nokkuð upp á frammistöðuna hjá Origi(geri mér grein fyrir því að hann fékk ekki úr miklu að moða), Ibe og Chiavella(stafs.)

    Áfram Liverpool.

  10. Get alldrei sætt mig viða að Liverpool sé orðið miðlungslið!!!!!!!!!!!

  11. Ágætis leikur, gaman að sjá nokkra unga. Þó skemmtilegast fannst mér hvað Pedro Chriviella leit vel út. Rólegur með góð touch, vantaði örlítið uppá sendingarnar til að byrja með en það lagaðist sem leið á leikinn. Gott ef við eigum ekki virkilega mikið efni þar á ferð. Rossiter átti líka ágætis leik en hann virkar allt of stressaður og á of margar feil sendingar.

    Sahko er hrikalegur! Étur allt í loftinu, frábærar sendingar og okkar lang besti varnarmaður. Vonandi var hann að spila sig í liðið með þessum leik á kostnað Lovren.
    Gomez átti misjafnan leik, en gerði margt mjög vel. Klárlega miklu traustari í hafsent.

    Ibe var daprastur. Er of hægur að öllu, sinnir lélegri varnarvinnu og er að taka vitlausar ákvarðanir í sóknarleiknum. Það vonandi lagast sem fyrst.
    Aðrir voru bara sirka á pari.

    Ég held að Rodgers ætti að færa sig aftur í þessa taktík. Gæti alveg séð okkur kæfa leiki með okkar besta byrjunarliði. Moreno er klárlega miklu betri sem wingback í 5 manna vörn heldur en bakvörður og við eigum Clyne hinumeginn, sem er mjög góð bæting frá síðasta seasoni.

    Annars fínt stig á móti brjáluðum frökkum.

  12. Djöööööfull var Liverpool lélegt. Engin furða þó það tapi fyrir liðum í ensku deildinni. Andskotinn hafi það; rekið þennan framkvæmdastjóra!!

  13. slappt og lélegt… það versta við þetta allt saman er það að liverpool er engan veginn að spila skemmtilegan og spennandi fótbolta í dag…

  14. Rodgers pakkar í vörn í stöðinnu 1-1 gegn Bordeux
    Enn neitar maðurinn að prófa að hafa 2 frammi.
    Glæpur að rodgers sé búinn að láta Sakho hanga á bekknum það sem af er af leiktíðinni.
    1-1 gegn Bordeux á aldrei að vera viðunandi fyrir Liverpool.

  15. Ég er nú bara vel sáttur við úrslitin. Rodgers hefur ekki riðið feitustu merunum í evrópukeppnum undanfarin á, og með það og hópinn í huga er ég ánægður að tapa ekki leiknum.
    Þetta er auðvitað ekki hugarfar þess sem ætlar að sigra keppnina, en það hefur ekkert bent til þess að þessi, eða aðrar vegferðir tímabilsins endi með afhendingu góðmálma.

  16. Àgætt að fà stig en fyrir mig persónulega er àhyggjuefni yfir hvað mèr leiðist að horfa à okkar àstkæra fèlag “spila” fótbolta nú um stundir.

  17. Vantar alla sendingagetu og ekki eru skot af löngu færi uppá marga fiska . það þarf að æfa ansi margt betur.

  18. mignolet
    clyne-gomez-sakho-moreno
    chirivella
    can henderson
    coutinho
    firmino benteke

    demantur væri til í að sjá þetta í næsta leik. gomez og sakho gætu orðið þvílíkt par þeir tveir strax miklu betri en dumb og dumber

  19. Fín úrslit þótt það sé alltaf fúlt að missa niður forskot.

    Gaman að sjá kjúllana og Sakho var geggjaður, hann vil ég fá meira inn í okkar ástkæru vörn.

    Fjórir heimaleikir í röð núna og ég heimta fjóra sigra, annað kemur bara ekki til greina.

    YNWA!

  20. Iss, það skiptir engu máli hvernig Sakho spilaði í kvöld….. ég skal henda 5000 kalli á að hann verði ekki í byrjunarliðinu um helgina!!
    Vitinu verður einfaldlega ekki komið fyrir nátturulegan þverhaus.

  21. Mér finnst ekkert gaman lengur að horfa á Liverpool leiki. Þeir eru svo hægir, fyrirsjáanlegir, staðir ogmetnaðarlausir og það sjálfstraustleysið geislar af þeim. Þetta er lítið skárra en þegar Hodgson var með þá og þá er ég ekki bara að tala um þennan leik.

  22. skil bara ekki að menn séu sáttir við jafntefli í þessum leik…..
    Meðalmennskan algjör!!!!!

  23. Svekkjandi að vinna ekki þar sem liðið var yfir þegar tíu mínútur voru eftir og með ágæt tök á verkefninu. Fyrir utan það eru þetta fín úrslit, sérstaklega m.v. að meðalaldur liðsins var 21,7 ára lengst af í leiknum, tveir voru að spila sinn fyrsta leik og tveir til viðbótar sinn fyrsta í byrjunarliði. Allir fjórir gjaldgengir í U19.

    Þegar það eru þrír leikir í næsta deildarleik og fjórir dagar síðan sá síðasti var finnst mér mjög jákvætt að nýta hópinn í riðlakeppninni í Evrópudeildinni. Flestir þeirra sem spiluðu ekki í dag voru líka að spila með landsliðum sínum vikuna þar á undan og Liverpool á tvo leiki á viku næstu vikurnar. Þeir sem vilja hafa sterkasta 11 manna byrjunarlið í öllum leikjum og öllum keppnum ættu að skoða gengi flestra enskra liða í deildinni þau tímabil sem þeir taka þátt í Evrópudeildinni. Tottenham og Everton eru nýlegustu dæmin.

    Tottenham hafði þann 15.desember í fyrra tapað 6 leikjum af 16 í deildinni. Þetta er mögulega tilviljun og Evrópudeildin hefur ekkert áhrif umsvifalaust í öllum tilvikum en fimm af þessum tapleikjum komu í kjölfar evrópuleiks. Everton var árið áður í 5.sæti með 72 stig en endaði í 11. sæti með 47 stig í fyrra. Martinez segir núna að það hjálpi hans liði að vera ekki í Evrópudeildinni.

    Það kemur í ljós hvernig deildarleikirnir í vetur fara í kjölfar evrópuleikja en hópurinn er stór og helsta ástæðan fyrir því er til þess að nota hann í t.d. riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það gerði Rodgers í kvöld sem er vel. Nú er bara að láta þetta telja um helgina.

    Það voru annars nokkrir að spila sem ættu með réttu að banka fast á byrjunarliðsdyrnar eftir leik kvöldsins.

    Mignolet – 7,0 – Góður í dag og óheppinn að halda ekki hreinu. Varði/lokaði nokkrum sinnum vel á mikilvægum augnablikum. Enn eina helvítis ferðina með glænýja varnarlínu fyrir framan sig sem svo hélst ekki einu sinni út leikinn.

    Gomez – 6,0 – Skil ekki þessa uppsetningu á leikkerfi í leikskýrslu en fyrir mér var Gomez meira hægri bakvörður og sá sem sat eftir þegar Moreno fór framar. Hann var svo góður í miðverðinum eftir að Toure fór af velli alveg þar til ég hrósaði honum og hann lét sóknarmann andstæðinganna halda á lofti fyrir framan sig inni í teig í aðdraganda marksins.

    Sakho – 9,0 – Langbestur á vellinum og hélt vörninni mjög vel saman lengst af. Sérstaklega öflugt ef skoðað er liðsuppstillinguna. Sakho er betri einn heldur en Skrtel og Lovren saman. Varðar við lög að setja hann ekki í byrjunarliðið strax ef hann er í leikformi.

    Moreno – 7,5 – Fínn leikur hjá Moreno fannst mér og engin spurning setja hann í byrjunarliðið líka strax í næsta leik. Það er 100% öruggt að Liverpool getur notað bakvörð með svona hraða mikið betur heldur en gert hefur verið. T.d. með því að gefa honum smá cover þegar hann fer fram á við.

    Can – 5,0 – Hann spilar aldrei sömu stöðu tvo leiki í röð og skiptir oftar en ekki um hlutverk 2-3 í leik. Það er ekki séns að hann nái upp neinum stöðugleika svona og hvað þá sem fokkings hægri bakvörður. Skil samt ekki alveg hvernig jöfnunarmarkið á að vera honum einum að kenna?

    Rossiter – 7,0 – Hann er 1-2 árum of ungur til að taka við af Lucas en þetta er ekki mikið síðri leikmaður. Sá Scouser sem er líklegastur til að festa sig í sessi á Anfield síðan Gerrard gerði slíkt hið sama. Hann fær líklega slatta af spilatíma í vetur.

    Chirivella – 5,5 – Þetta kallast að vera hrint út í djúpu laugina og það tók smá tíma að ná takti. Fannst honum takast það vel þegar leið á leikinn og líklega hjálpaði honum að hafa Rossiter með sér enda spilað mikið saman. Hann gæti alveg fengið fleiri mínútur í vetur.

    Coutinho – 6,0 – Sáttur að sjá hann á miðjunni og á “eðlilegum” degi hefði hann skorað eða a.m.k. lagt upp mark í þessum leik. Vill núna sjá hann fá nokkra leiki þarna í röð og þannig fá meiri stöðugleika í hans leik.

    Lallana – 6,0 – Hann var vel ryðgaður í fyrri hálfleik og pirraði mann töluvert. Komst vel inn í leikinn í seinni hálfleik. Skoraði gott mark og hefði vel getað sett fleiri í dag. Fínt að hann sé kominn til baka úr meiðslum, takist honum einhverntíma að spila sig í sæmilegt leikform gætum við átt fínan leikmann þarna.

    Ibe – 4,0 – Fannst bara ekkert takast hjá honum í dag, hann þarf aðeins að fara girða sig í brók enda ekkert getað í þeim leikjum sem hann hefur spilað.

    Origi – 4,0 – Maður vissi varla að hann væri með og enn einu sinni eru sóknarmenn Liverpool allt of einangraðir upp á toppi. Höfum þó í huga að þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði Liverpool og hann er ennþá bara 19 ára.

    Heima sátu Clyne, Lovren, Skrtel, Lucas, Milner, Henderson, Benteke og Firmino spilaði ekkert í þessum leik. Þar fyrir utan eru Sturridge, Allen og Flanagan sem líklega hefði fækkað unglingum í hópnum í dag væru þeir heilir.

    Rodgers þarf að bregðast við afleitum leikjum í deildinni og gegn Norwich færi ég með
    Mignolet
    Clyne – Lovren – Sakho – Moreno
    Henderson / (Can)
    Milner – Coutinho
    Firmino
    Benteke – Ings

  24. Óspennandi og lélegur leikur. Nú er bara að vinna leikinn í deildinni á sunnudaginn.

  25. Sælir

    Frábær síða kem hér inn daglega en kommenta sjaldan en ætla að láta vaða núna.
    Ég veit að þetta er bara evrópudeildin og gott að menn fái séns en á ekki að leggja neinn metnað í þessa deild núna það er meistaradeildarsæti í boði andskotinn hafi það og ekki förum við þangað í gegnum deildina.

    Annars var þetta sami leiðinlegi sóknarleikurinn í gangi og vanalega Brendan má fara til Stoke eða vera aðstoðarþjálfari hjá Pulis ef hann vill halda þessu áfram.

    Takk fyrir frábæra síðu meistarar

    Björgvin

  26. Velkominn til leiks, smá pæling við þetta

    Ég veit að þetta er bara evrópudeildin og gott að menn fái séns en á ekki að leggja neinn metnað í þessa deild núna það er meistaradeildarsæti í boði andskotinn hafi það og ekki förum við þangað í gegnum deildina.

    Liverpool var að ná jafntefli úti með flesta lykilmenn liðsins heima, afhverju ætti ekki að vera metnaður fyrir þessari keppni, hvað þá útiilokað að liðið komist upp úr riðlinum? Spurning að bíða með þessa sleggjudóma þegar og ef liðið kemst ekki upp úr riðlinum?

    Ef Liverpool er svo búið að gefa upp von á topp 4 í deildinni í september er alveg öruggt að það er ekkert frekar að fara vinna Evrópudeildina.

  27. Mér finnst það svo sem hið besta mál að leyfa ungum og efnilegum leikmönnum að fá þessa riðlakeppni því það þarf stórslys til þess að komast upp úr þessum riðli, ég hef nákvælega engar áhyggjur af þessum riðli enda mjög slöpp lið og þetta var á pappírum erfiðasti leikurinn og við fengum stig í kvöld.
    Ég hefði þó viljað sjá Ings og Firmino fá tækifæri í þessum leik til þess að komast í betra form og tækifæri á að sanna sig. Ings fékk 20 mín en Firmino ekki neina.

    Ég vil sjá Ings frammi í næsta leik með Benteke frammi og blása til sóknar, við eigum næst Norwich, Carlisle og Aston Villa öll á Anfield og ef Rodgers hefur ekki pung til þess að sækja á þessi lið af 100% krafti þá missi ég alla von.

    Nú fer Sturrigde að koma til baka og vonandi förum við þá í 2 manna sókn með skemmtilega og skapandi miðjumenn þar fyrir aftan og hætta að spila með sóknarmenn sem kantmenn.

  28. Sammála #21 með Sakho. Fáránleg meðhöndlun á honum hjá Rodgers. Besti miðvörður liðsins by far. Var látinn spila sem vinstri bakvörður á köflum. Ógnarsterkur og skilar bolta vel frá sér. Það er eitthvað svo mátulegt á Rodgers að Sakho kemur inn og er yfirburðamaður á vellinum þrátt fyrir aðv era með kjúklinga fyrir framan sig.

  29. já já. fínt að fá jafntefli í Bordó svo sem.

    En við hamar Þórs hvað það er orðið leiðinlegt að horfa á mitt lið spila knattspyrnu. Miðlungslið sagði einhver hér. Svo sannarlega rétt. Undanfarið ár hefur Liverpool verið miðlungslið og spilað leiðinlegan bolta.

    Verður erfiðara og erfiðara að stemma sig fyrir leiki liðsins. Enda sóun á góðum bjór og dýrmætum tíma að verja því á það að horfa á þessa leiki.

    Stór hugarfarsbreyting er nauðsynleg og hún þarf að koma sem allra fyrst.

  30. Þokkalegur leikur ungu strákanir stóðu sig vel. Fannst við sakna Benteke og Clyne mikið en Ibe var i raun skelfilegur og Origi komst ekkert í leikinn. Fannst 3-4-3 leikkerfið að mörgu leyti virkar betur en 4-3-3 í síðustu leikjum en samt frekar erfitt að dæma það þegar það vantar svona marga leikmenn.

  31. Ég myndi ALDREI sleppa að horfa á Liverpool leik þó að það sé “leiðinlegt” og geti stundum tekið á taugarnar og skapið en ég myndi ekki sleepa því, ekki séns.. ég er þessi týpa sem horfi á æfingaleikina og U21.. Því verð ég fáranlega pirraður þegar hinir og þessir koma hér inn og segja að það sé tímasóunn, glata og leiðinlegt að horfa á leikinna… í alvörinni??? Styðið liðið í bak og fyrir…. það gera stuðningsmenn!!!!!!!!!!!

    YNWA

  32. Rétt hjá þér Babu kannski of snemmt að dæma þetta strax ágætis úrslit miðað við mannskap en ekki mikill metnaður fyrir þessari keppni ef það á að spila á þessum mannskap þá förum við ekki langt en geri mér grein fyrir því að það þurfi að dreifa álaginu yfir tímabilið, það hefur bara verið lítill áhugi fyrir að fara langt í þessari keppni finnst manni eins og á síðasta tímabili þegar ekki leit vel út með meistaradeildarsæti .Ég vill bara að Brendan fari að spila sóknarbolta aftur bölvað þunglyndi sem fylgir þessari leiðinlegu spilamennsku 🙂 en langt tímabil framundan og vonandi skánar þetta allt saman.

  33. Mér finst algjört áhyggjuefni að liverpool hefur skorað 4 mörk í 6 keppnisleikjum það sem af er tímabilinu

  34. Það er síðan spurning hvort að það sé ekki “auðveldari” leið fyrir Liverpool að reyna að vinna þessa keppni frekar en að reyna að ná í topp 4 í deild. Hvort haldið þið að sé líklegra hjá okkur ? Ég held að ef BR setur fulla áherslu á Evrópu þá sé meiri möguleiki að við náum að vinna þessa keppni heldur en að ná topp 4 í ensku deildinni.

    Við höfum 38 leiki í deild til þess að reyna að ná topp 4, en hvað marga leiki ef við förum alla leiði í Evrópu ?

  35. Veit einhver hvað varð um Teixeira? Hefði ímyndað mér að þetta hefði verið tilvalinn leikur fyrir hann. Spilaði hann of vel fyrir smekk Rodgers í Ástralíu? Hann virðist ekki hafa verið lánaður og ekki á meiðslalistanum…

  36. Held að Teixeira hafi ekki verið valinn af því við eigum mikið af góðum leikmönnum í hans stöðu sem hafa töluvert meiri reynslu. Hins vegar skil ég ekki alveg af hverju hann er þá ekki lánaður nema að hann fái að spila í bikarnum

  37. Þarna sá ég fyrst og fremst viðskiptamódel FSG sem er að búa til afleiðusamninga við unga og framúrskarandi leikmenn sem þeir munu svo reyna selja á uppsprengdu verði, ala Sterling.

    Fínt ef metnaðurinn er þá í þessa veru en Við, LFC aðdáendur, sem munum margir of langt inn í fortíðina verðum þá að stilla væntingar í sama hóf og þessir ungu og efnilegu drengir geta staðið undir.

    Góð úrslit þrátt fyrir allt og allt.
    :O)
    YNWA – ÞENÞ

  38. Það er nú fátt um þennan leik að segja.

    Fín úrslit, þannig lagað. Markið hjá Lallana var afar snyrtilegt. Hann þarf bara að fá að spila meira, og hætta að meiðast svona mikið. Nái hann því, þá leynist gæðaleikmaður þarna.

    Enn og aftur þá virðist okkar mönnum lífsins ómögulegt að verjast með mannsæmandi hætti. Gomez er að taka út mikla reynslu núna í byrjun tímabils – það er bara grundvallaratriði að þú lætur ekki sóknarmann halda boltanum á lofti. Inni í teig. Fyrir framan þig. Ég er ekki mesti aðdáandi Martin Skrtel, en þarna viltu bara að menn séu no-nonsense og fleygi sér í boltann. Skrtel hefði nákvæmlega gert það, sett höfuðið í boltann og tekið áhættuna á að fá spark í andlitið. Carragher hefði aldrei leyft sér að lenda í svona stöðu!

    Gott og vel. Stig vel þegið, við hefðum allir þegið 1 stig þarna í kvöld.

    Maður leiksins – Sakho. Engin spurning. Hann er svo langtum betri leikmaður en Skrtel og Lovren. Meira að segja til samans.

    Svo væri ég bara alveg til í að leyfa Rossiter að spreyta sig í næstu leikjum úr því að Henderson er frá vegna meiðsla. Hann stóð sig vel í kvöld, drengurinn. Hann var alltaf þar sem boltinn var, lét finna vel fyrir sér og bara hundóánægður þegar hann trítlaði út af. Og svo er hann Scouser í þokkabót!

    Ég bara má til með að skjóta samt á Magga fyrir fyrstu setninguna í leikskýrslunni. Það er heljarinnar munur á Bordeaux og Búrgúnd. Bordeaux er í vesturhluta Frakklands. Búrgúnd (f. Bourgogne) er í mið-austurhluta Frakklands. Þarna er bara himinn og haf á milli. Ekki bókstaflega samt.

    Þetta er svona svipað og að segja að Liverpool hafi mætt Egilstaðaliðinu Knattspyrnufélagi Reykjavíkur 🙂

    Og hér með lýkur landafræðikennslu dagsins. Hún var í boði Homers, sem annars finnst Frakkland vera mest heillandi land í heimi …

    Homer

  39. Ég skil bara ekki hvernig menn geta verið sáttir við þessi úrslit og finnst línan vera álíka og hjá aðstandendum 5.flokks; þetta er allt í lagi vinur/vina, töpuðuð bara 10-0, kannski verður það bara 5-0 næst. Burt með Rogers, hann getur þetta ekki.

  40. Sælir bræður

    Ég er mjög ósammála mörgum hérna. Meðal annars vini mínum, meistara Babú.

    Það þykir fjandakornið ekkert gott að fara til Frakklands og sækja stig, gegn Bordeaux !!!

    Þetta er ennþá Liverpool, og ég hefði séð það í anda fyrir nokkrum árum síðan, að menn teldu það ásættanlegt að fara til Frakklands og spila þar við lið í evrópukeppni og segja síðan að fyrirfram hefðu menn verið sáttir við eitt stig !! Það er akkúrat þetta sem menn eru að meina þegar menn tala um metnaðarleysi og á hvaða stað klúbburinn okkar er kominn.

    Menn geta borið í bætifláka og sagt að helmingurinn af aðalliðinu hafi verið skilinn eftir heima og að það hafi verið ungir menn inná og svo framvegis !! En, þá hlýtur maður að spyrja.. afhverju í andskotanum var það þannig ??

    Eiga þessir ungu menn að geta unnið útileik í Evrópu, þegar aðalliðið getur ekki einu sinni unnið WestHam á heimavelli ?? Ef Brendan Rodgers hafði trú á því að þessir ungu leikmenn (og liðið svona samsett) gæti unnið Bordeaux úti, afhverju spilaði hann þá ekki þessu liði bara á heimavelli í ensku deildinni, gegn minni spámönnum ??? Eða trúði hann því kanski í besta falli að þeir gætu náð jafntefli og var að reyna að spila uppá það ??

    Mér finnst bara óþolandi ennþá hvernig leikmönnum er sífellt spilað út úr stöðu, trekk í trekk og árangurinn er akkúrat enginn!! Mér finnst algerlega óþolandi að menn skuli komnir á þá skoðun að það sé bara fyrirfram ásættanlegt að ná stigi á móti Bordeaux í Evrópukeppninni. Vá hvað ég held að þessi hugsun sé hrikalega langt frá þeirri hugsun að eiga einhvern séns í meistaradeildinni.
    Ekki misskilja mig, ég skil að vissu leyti þína afstöðu Babú, þar sem áhugi þinn á þessari keppni er ekkert í hæstu hæðum, að ég tel. (þá á ég við að Liverpool leggi áherslu á þessa keppni). En guð minn almáttur, þessi keppni skiptir gríííðarlegu máli fyrir tugi þúsunda stuðningsmanna, og menn eiga bara að sverfa til stáls og vinna þessa helvítis leiki.

    Mér finnst liðið alveg skulda áhangendunum það að fara full force inní þessa keppni, sem og allar aðrar.

    Mér finnst Brendan Rodgers með svo ótrúlega mörgum aðgerðum vera að sýna algerlega sjálfur fram á, án utanaðkomandi stuðnings, að hann er ekki rétti maðurinn til að stýra þessu liði. Því miður. (ég tek skýrt fram að þessi leikur per se, er ekki ástæðan fyrir því).

    Ég er ekkert að segja að það sé einhver töfralausn að reka stjórann á þessum tímapunkti. En ég er að segja að mér finnst þetta ekki góður hugsunarháttur hjá Liverpool, að vera sáttir við eitt stig á þessum velli.. (miðað við , miðað við.. bla bla). Því miður þá virðist þetta nefnilega ekki bara vera hugsunarhátturinn hjá sumum stuðningsmönnum, heldur líka stjóranum.. hvort sem kom nú á undan…. Ég held nefnilega að úr því sem komið er, þá finnist bara mörgum við svo lélegir og hugmyndasnauðir, að þeir eru sáttir við þetta stig.

    Sé það raunin, þá bara verður að breyta einhverju þarna… það er alveg klárt. Við eigum aldrei að vera í þeirri stöðu að vera sáttir við eitt stig í Evrópukeppninni….

    Insjallah…
    Carl Berg

  41. Praktíst séð þá er það enginn heimsendir að gera jafntefli í evrópukeppni þegar tvö lið af fjórum fara áfram. Sér í lagi þegar sterkasta (m.v. coefficientana) lið riðilsins tapar gegn því slakasta á sama tíma. Það er engin ástæða til þess að örvænta þó að það sé sjálfsagt að svekkja sig á því að stigin hafi ekki orðið fleiri.

    Það hlýtur að vera eitthvað rotation á liðinu. Það hefur margsýnt sig að öðruvísi getur það varla gengið þegar spilað er tvisvar í viku í lengri tíma. Einhvers staðar verða kjúklingarnir að fá reynslu og þeir sem voru utan liðs að komast í form. Þess fyrir utan var aðalliðið ekki að gera neinar rósir í leikjunum á undan.

  42. Mig langar nú bara að benda á það sem er lykillinn í mínum huga…

    …miðað við allt….

    Menn sáu það alveg að ég vildi annað upplegg á þennan leik, fleiri lykilmenn og stefna að sigri þar sem að ég trúi ekki á allar þessar hvíldir þessarra og hinna til að virka eitthvað ofboðslega.

    Að því sögðu þegar ég sá leikmannahópinn…og ekki síður byrjunarliðið…fannst mér tap líklegasta niðurstaðan, ekki síst þar sem fæstir þarna inná höfðu einhverja leikreynslu, hvað þá í Evrópukeppni sem hefur jú verið ansi mikið bananahýði enskra liða hingað til í haust og svo löngu úrelt að halda það að ensku liðin séu einhverjir lykilörlagavaldar í evrópskum fótbolta.

    Svo miðað við það að stilla leiknum svona upp var hægt að finna eitthvað jákvætt út úr leiknum að mínu mati. Að mínu áliti getum við ekki gert einhverjar ofboðslegar væntingar í dag – ef við horfum bara á það hvernig liðið hefur verið að standa sig og gleymum sögunni og hefðunum öllum.

    Miðað við það sætti ég mig við stig í Bordeaux….sem ég mun aldrei aftur tengja við Búrgúndí.

    Svona lærir maður hluti þegar maður les kop.is krakkar mínir!!!

  43. Virkilega ánægður með Sakho í gær.

    Skrímsli á ferð.

    Finnst óskiljanlegt að velja Lovren umfram Sakho.

    En mér fannst Glenn Johnson vera mjög dapur síðusta tvö árin sín, samt valdi BR hann alltaf í liðið……… !!!

  44. Ég held að við ættum ekki að tala um skyldusigur gegn Norwich ef allir lykilmenn eru á ferðalagi að keppa í Frakklandi 3 dögum áður. “Litlu” liðin eins og Norwich eru með flestalla sína leikmenn hressa á haustin áður en fer að draga af þeim eftir áramót. Gott move finnst mér að hvíla menn til að eiga betri sjéns á að vinna, sérstaklega meðan að basic hlutir eins og hvaða kerfi á að spila, virðast vera í rugli.

    Hvaða leikkerfi á að spila á móti Norwich? Verður það varnarsinnað 3-4-3 eins og var í þessum leik. Steingelt 4-3-3 eins og undanfarið? 2 frammi?….Kannski ætti Mr.Rodgers bara að horfa á leikmennina sem hann er með og hætta þessu 4-3-3 sem hann var með hjá Swansea og hefur átt í ströggli með allar götur síðan hjá Liverpool (fyrir utan tímann þegar að Suarez gekk á eldi í framlínunni)

    Áfram Liverpool!

  45. Sælir félagar

    Ég sá ekki leikinn en hvað segir það um hann að langbesti maður okkar var miðvörðurinn sem ekki kemst í liðið í derildarleikjum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  46. Og enn og aftur hefur Sigkarl ákv að tjá sig um e-ð sem hann hefur ekki orðið vitni af, ekki má heldur gleyma ávallt jákvæður og upplífgandi 😉

  47. SAKHO var að skrifa í þessum töluðum orðum undir nýjan langtímasamning við Liverpool.

    Við skulum hætta svo þessu helvítis bulli.

    Sakho eignaðist barn rétt fyrir fyrsta leik missti af æfingum og vildi að sjálfsögðu vera með konu og krakka.
    Lovren byrjaði og stóð sig mjög vel í fyrsta leiknum.
    Lovren byrjaði í næsta leik og stóð sig mjög vel í þeim leik.
    Lovren byrjaði í 3 leiknum og stóð sig mjög vel í.
    Lovren átti skelfilegan leik 4 og gaf West Ham mark

    Brendan ákvað samt að gefa honum tækifæri gegn Man utd. Þar átti hann ekki merkilegan leik en samt leik þar sem hann persónulega gerði ekki mörg misstök. Liðið fékk á sig mark úr föstuleikatriði, vítaspyrnu og svo alveg í blá lokinn þegar Skrtel leit illa út.

    Sakho spilaði svo glimrandi vel í Evrópuleiknum. Hann fékk hrós frá Rodgers sérstaklega, Rodgers gerði hann að fyrirliða og hann var að skrifa undir langtímasamning.

    Það er allt í lagi að þola ekki Lovren en menn mega ekki vera blindir af hatri. Ég vill Sakho þarna með Skrtel en ég skildi alveg Lovren væri að spila eftir fína framistöðu í fyrstu 3 leikjunum.

    Rodgers hefur greinilega mætur á Sakho og gæti hann byrjað í næsta leik.

  48. Að sakho sé búin að skrifa undirgæti þýtt að hann viti að rodgers sé að fara. Hann fer varla að skrifa undir nýjan samning bara eftir að hafa spilað einn leik þar sem varamenn fengu tækifæri vona það allaveganna. hvað haldið þið ?

  49. Ekkert endilega.

    Nýr samningur getur líka þýtt betra endursöluverð… að Sakho vilji fara.

  50. Mér finnst vandamál klúbbsins endurspeglast í því hve við stuðningsmenn erum farnir að sætta okkur við léleg úrslit. Komment á borð við að tap á OT sé nú alls enginn heimsendir eða jafntefli í Bordeaux sé ekkert svo slæmt sýnir hvernig við höfum smám saman verið að lækka kröfurnar og viðmiðin sem ég óttast að muni stuðla að því að við festumst í sessi sem miðlungslið. Ef eigendur hafa ekki metnað til að endurreisa klúbbinn og koma okkur aftur á toppinn í enskum og evrópskum fótbolta vil ég að þeir rétti öðrum keflið.

  51. Sælir aftur félagar

    jónas # hefur ákveðið að hann eigi að ritskoða mig einhverra hluta vegna. Ég tek það fram að ég sá ekki leikinn en hefi lesið skýrslu og komment um hann. Þar kemur skýrt fram að flestir telja að Sakho hafi verið maður leiksins og hafi átt frábæran leik. Ég er þeirrar gerðar að ég tek mark á því sem skýrsluhöfundar og félagar mínir hér segja.

    Ég er þess ekki umkominn að afskrifa eitthvað sem menn segja hér sem einhverskonar bull þó ég sé því ef til vill ekki sammála. jónas hefir annan stíl og það öllu mannborulegri. Hrós á jónas skilið fyrir að vera maður að meiri og ræða um fótbolta og frábæra frammistöðu stjórans og liðsins á þennan málefnalega hátt. Það er mikill missir að fleiri skuli ekki sömu gerða sem hér fara um dyrastafi.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  52. hvað viljum við sjá á móti norwich ? Ég myndi vilja byrja með 442

    Simon
    Clyne-Skrtel-Sakho-Moreno
    Can-Millner-Coutinho -Firmino
    Benteki-Ings

    Gæti líka alveg hugsað mér 352.. ef hitt er ekki að ganga . En komonn, við erum ekki að fara í varnartaktík eina ferðina enn á heimavelli á móti litlu liði…

    Simon
    Skrtel-Sahko-Lovren
    Clyne-Can-Millner-Coutinho-Moreno
    Firmino/Ings-Benteke

  53. Frekar erfitt að spá fyrir um kerfið á móti Norwich. Uppleggið í fyrsta leik á tímabilinu og var líka ríkjandi á undirbúningstímabilinu var 4-2-3-1 með Milner og Henderson að covera miðjuna. Henderson meiðist og þá er ekki til mannskapur lengur í kerfið og skipt yfir í 4-3-3 sem í stuttu máli hefur reynst illa. Því er 3-4-3 eins og í síðasta leik allt eins líklegt því þá getur Mr.Rodgers verið með bæði Coutinho og Lallana/Firmino fyrir aftan Benteke. Kæmi mér ekki á óvart ef við myndum sjá þetta í næsta leik.
    —————-Benteke
    ——-Lallana ——Coutinho
    Moreno —Milner —Lucas—-Clyne
    ——-Sakho —Skrtel —Lovren
    —————-Mignolet

    Breytir því ekki að miðjan er í molum, Lucas er ekki nógu góður og E.Can er ennþá allt of villtur.

  54. Ég vona að Rodgers hafi pung og setji Coutinho inn á miðjuna, líkt og Lars gerði með Gylfa og spili 4-4-2

    ——-Benteke – Firmino(Lallana, Ings)
    Milner – Coutinho – Lucas – E.Can (Lallana, Ibe)
    Moreno – Sakho – Skrtel – Clyne (Lovren, Gomez)
    —————-Mignolet

    Þetta er kerfið sem bjargar Rodgers!

    kveðja, sófaspekingurinn

Liðið gegn Bordeaux

Kop.is Ferð: Sala enn í gangi!