Móðursýki

Tími: Brendan Rodgers hefur verið knattspyrnustjóri Liverpool síðan í júní 2012. Það er september 2015, ef einhver skyldi hafa gleymt því. Þetta eru 39 mánuðir, eða 1.200 dagar slétt í dag, eða rúmlega þrjú tímabil. Hann er að byrja sitt fjórða tímabil sem stjóri Liverpool. Ekki sitt fyrsta, sitt fjórða.

Fjöldi: Brendan Rodgers hefur stýrt Liverpool í 161 kappleik. Hann hefur unnið 83 þeirra og tapað 43. Fjórði hver leikur tapast, tölfræðilega, og aðeins helmingur eða 51,5% vinnst. Aðeins Roy Hodgson er með verra sigurhlutfall af síðustu fjórum stjórum Liverpool. Ef við leikum okkur aðeins og tökum út ótrúlega ellefu leikja sigurhrinu í deildinni vorið 2014 er sigurhlutfallið 48% sem færir hann mjög nálægt Hodgson-prósentunni (42%). Okkur er nánast óhætt að hugsa um þessa ellefu leiki sem undantekninguna frá þeirri reglu að Rodgers vinnur helming leikja sinna og varla það.

Fjöldi, part 2: Brendan Rodgers hefur mætt til leiks í 3 deildarkeppnir og 8 bikar- & Evrópukeppnir á þremur tímabilum. Hann hefur einu sinni náð 2. sæti í deild, annars 7. og 6. sæti. Hann er í 9. sæti í dag eftir einn áttunda yfirstandandi tímabils. Hann hefur lengst komist í undanúrslit í bikurum, einu sinni af 8 tilraunum, annars aldrei lengra en 8-liða úrslit og aldrei lengra en í 32-liða úrslit í Evrópu.

Fjöldi, part 3: Brendan Rodgers hefur keypt eða fengið að láni 31 leikmann í 7 leikmannagluggum fyrir u.þ.b. £290-300m (sumar tölur óljósar). Á sama tíma hefur hann selt 33 leikmenn fyrir u.þ.b. £200-210m. Í sumar fékk hann að eigin sögn alla þá leikmenn sem hann vildi. Í gær spiluðu þrír leikmenn út úr stöðu á Old Trafford í 5. umferð Úrvalsdeildarinnar.

Mörk: Á fyrstu leiktíðinni undir stjórn Brendan Rodgers skoraði liðið 98 mörk í öllum keppnum eða 1,81 mark per leik. Árið á eftir, 110 mörk eða 2,56 per leik. Á síðustu leiktíð, 74 í 58 leikjum eða 1,28 per leik. Brugðist var við þessu hruni í markaskorun með því að kaupa fjóra sóknarmenn í sumar. Liðið hefur skorað 3 mörk í fyrstu 5 leikjum þessa tímabils eða 0,6 per leik. Í öllum þessum leikjum hefur Christian Benteke spilað einn í fremstu víglínu.

Sigrar: Á rúmlega þremur tímabilum, í 161 kappleik, hefur Liverpool aðeins náð að vinna fleiri en þrjá leiki í röð fimm sinnum. Það er sjaldnar en tvisvar á tímabili að meðaltali sem liðið tekur slíka sigurhrinu.

Nýlega: Í síðustu 17 deildarleikjum hefur liðið haldið 7 sinnum hreinu. Hins vegar hefur liðið fengið á sig 25 mörk í hinum 10 leikjunum eða 2,5 mark að meðaltali í leik. Við skrifuðum um að þetta væri hamlandi vandamál fyrir tæpum tveimur árum síðan og það hefur ekkert breyst.

Nýlega, part 2: Í síðustu 18 kappleikjum hefur Liverpool aðeins tvisvar skorað fleiri en eitt mark. Tvisvar. Í sumar voru keyptir sóknarmenn fyrir hátt í £70m og það hefur ekki enn tekist að skora fleiri en eitt í leik.

Erkifjendurnir: Undir stjórn Brendan Rodgers hefur Liverpool spilað 20 leiki gegn núverandi Meistaradeildarliðum Englands og erkifjendunum í Everton. Hann hefur innbyrt 1 sigur í þessum 20 leikjum (0-3 gegn United vorið ’14). Hann hefur ekki enn unnið leik á Goodison Park, hvað þá Emirates, City of Manchester eða Stamford Bridge. 1 sigur í 20 útileikjum. Hóst!

Arftakar: Á síðustu leiktíð sinni fyrir eftirlaun var Jamie Carragher yfirleitt við hlið Daniel Agger í vörn Liverpool. Brendan Rodgers sigldi því tímabili heim með þá saman þar til Agger meiddist, eins og venjulega. Á bekknum sat Martin Skrtel. Síðan þá hefur Agger líka horfið á braut og félagið hefur eytt um £50m punda í leikmenn í þessa einu stöðu. Í dag er aðeins einn leikmaður öruggur með stöðu sína í miðvarðarpari Brendan Rodgers og það er … Martin Skrtel, sem komst varla í liðið á fyrsta tímabili hans. Þvílík sóun á peningum.

Arftakar, part 2: Í fyrra var keyptur spænskur landsliðsmaður á £12m punda til að leysa stóru vandamálastöðu liðsins til margra ára, vinstri bakvörðinn. Þrátt fyrir augljósa stöðu hans síðasta sumar var enginn vinstri bakvörður keyptur það sumar (en munið að Rodgers fékk alla sem hann vildi) og 18 ára miðvörður hefur leikið vinstri bakvörð í upphafi þessarar leiktíðar. Þrátt fyrir góðar frammistöður hefur sá ungi leikmaður núna gefið slæm mörk í tveimur leikjum í röð. Á meðan situr fyrrum spænski landsliðsmaðurinn á bekknum. Þvílík sóun á peningum.

Arftakar, part 3: Er Danny Ings vinstri kantmaðurinn sem við þurftum? Er Roberto Firmino hægri kantmaðurinn sem við þurftum? Er Joe Gomez vinstri bakvörðurinn sem við þurftum? Eða eru þeir þrjú nýjustu dæmin um leikmenn sem Brendan Rodgers hefur spilað úr stöðu hjá Liverpool? Er Rodgers að kaupa leikmenn til að nota í sinni bestu stöðu eða til að þröngva í sitt leikkerfi? Tölfræðin úr 161 kappleik með Liverpool bendir til þess síðara.


Lesið þessar tölur hér að ofan. Endilega lesið þær svo aftur. Pælið svo í því að það er fólk þarna úti sem finnst ég vera fljótfær, jafnvel móðursjúkur af því að ég voga mér að dæma Brendan Rodgers í dag. Þessu fólki finnst hann eiga að fá tíma til að láta nýtt lið smella saman af því að hann keypti nokkra og seldi nokkra í sumar. Eins og á hverju sumri, þannig að hann mun væntanlega þurfa þann tíma aftur eftir fjögur og fimm og átta og ellefu tímabil af því að á hverju sumri eru leikmenn keyptir og seldir. Og alltaf á að gefa tíma og bíða fyrir kurteisissakir fram að jólum, að minnsta kosti, áður en menn dæma?

Spáið í því.

39 mánuðir. 3 tímabil. 7 leikmannagluggar. 161 kappleikur. 300 milljónir punda. Ég dæmi bara ef mér sýnist og eftir allar þessar tölur er ég enn að bíða eftir einhverju sem sýnir mér að knattspyrnulið Liverpool sé betur statt á velli í dag heldur en fyrir 300 milljónum punda, 161 kappleik, 7 leikmannagluggum, 3 tímabilum og 39 mánuðum síðan.

Þetta er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær, fyrir mér. Ég styð liðið í hverjum einasta leik en ég ætla ekki að gera sjálfum mér það að halda að þetta tímabil verði öðruvísi. Við höfum nægar upplýsingar til að benda til hins gagnstæða.

En hey, bíðum aðeins róleg. Slökum aðeins á. Öndum rólega. Það er jú einu sinni bara september og þetta var jú Old Trafford, þar sem við töpum yfirleitt. Og okkur vantaði nú Henderson og Coutinho. Eins og United hafi ekki verið að spila framherjalausir án síns fyrirliða og með miðjumann í miðri vörn sinni.

Það er vissulega bara september, en árið er 2015 en ekki 2012. Brendan Rodgers hefur fengið nægan tíma. Ég hef séð nóg. Ég dæmi hann ef mér sýnist.

92 Comments

 1. Sæl verið þið. Ég er nýr á Rodgers out vagninn, eftir að hafa varið hann heiftarlega í nokkurn tíma.

  Hvernig snýr maður sér í þessu. Þarf maður að skrá sig einhverstaðar eða verður maður fullgildur meðlimur strax ?

 2. SPOT ON

  Það þarf einstaka meðvirkni til að halda að þetta lagist úr þessu.

 3. Sammála hverjum staf á blaði. Þessi samantekt sýnir svo ekki verður um villst að verkefnið er of stórt fyrir Brendan Rodgers. Bara á árunum 2014 og 2015 hefur Brendan keypt 15 leikmenn fyrir næstum 200 milljónir punda.

  Það hjálpar Rodgers að eigendur Liverpool vita ekkert út á hvað fótbolti gengur. Ef eigendurnir eru þetta meðvirkir þá liggur vandamálið líka hjá þeim.

 4. Það er málið,eigundirnir þeir eru bara í bna og eru ekkert að skilja þennan bolta hjá bredanum
  þeir verða að fara að opna augun.

 5. Hjartanlega sammála. Þessi byrjun á tímabilinu er ekki byrjun nýráðins knattspyrnustjóra sem þarf tíma til að koma sínum áherslum að. Þessir leikir eru beint framhald af ráðaleysi síðustu leiktíðar.

  Það eru engar vísbendingar um að þetta sé að fara að lagast, allavega sé ég það ekki. Þeir sem eru annarrar skoðunar mega endilega benda mér á hvað það er í leik liðsins sem bendir til þess að betri tíð með blóm í haga fari í hönd. Ég sé það ekki.

 6. Er möguleiki á að þíða þetta yfir á ensku, senda með ábyrgðarpósti til Boston og troða þessu upp í FSG þar sem þetta væri svona sætt excel dæmi handa þeim sem þeir skilja.

  vá hvað þetta súmmar upp bræðina í manni sem hefur kraumað.

  og það væri gaman að sjá hvað þeir (FSG) hafa “sparað” þar sem launaseðillinn er dottin vel niður frá því að þeir tóku við (MIKIÐ af stórum tékkum farnir ) sem væri gott ef við hefðum fengið betri menn en fóru sem greinilega gerðist ekki miðað við þessa samantekt, einnig vert að benda á að þeir eru rosalega hrifnir af árangurstengdum samningum sem er bara ekki að virka í enska boltanum ef þú villt fá TOPP leikmenn.

  Einnig að “heildar eyðsla” síðustu 5 season er rétt um 32m pund að meðaltali og er það bara að þakka stórum sölum hjá okkur, Torres 50, Saurez 65*, Sterling 35** (hvað erum við þá að kaupa rugl mikið af mönnum) en ok miðað við fyrri ár eru það hærri upphæðir en hinir eigendurnir settu í ENN peningarnir sem eru núna og fóru að rúlla þegar FSG tók við og fjöldi sponsera sem þeir náðu í (hrós skilið fyrir það) er rugl mikið og eru allir að eyða eins og peningar séu að detta úr tísku.

  Ég er ekki að segja að við séum ekki að eyða nóg, við erum bara að selja fullt frá okkur, 1 skref áfram og 2 aftur á bak. Þurfum að hætta að vera seller club og fara að halda okkar bestu mönnum og for fu**s sake spila þeim í réttum stöðum og hafa 2 af þessum 4 strækerum sem við eigum spila saman upp á topp.

  *mismunandi tölur.
  ** eftir að qpr fékk sitt.

 7. Ég hef verið gagnrýninn á það hversu ótrúlega ómálefnanlegir sumir geta verið – já, hérna á kop.is eru menn ekkert barnanna bestir og spjallarar margir hverjir miklar dramadrottningar. Hingað kemur maður þó alltaf, á hverjum degi. Að því kop.is er eins og Playboy – maður skoðar það bara vegna greinanna.

  Þessi pistill er bara ótrúlega góður, algjörlega hittir naglann þráðbeint á höfuðið. Það er ekkert ómálefnanlegt við hann, bara tölfræði sem segir meira en mörg orð.

  Okei, ég horfði á leikinn í gær. Eins og alla aðra leiki. Ég vissi svo sem alveg að Liverpool myndi tapa þessum leik. Maður þurfti ekki annað en að sjá hvernig allir gerðu ráð fyrir því að Blind, að sögn versti varnarmaður ManUtd, myndi ekki eiga roð í Benteke. Meira að segja hérna á kop.is voru menn á þessari skoðun. Spurningin var bara hversu mörg mörk Benteke myndi nenna að skora.

  Þess má geta að Blind var án vafa besti maður vallarins í gær.

  Hann gat þó ekki stoppað Benteke frá því að skora mark ársins. Því miður, þá fást engin aukastig fyrir falleg mörk.

  Rodgers. Æ, minn ágæti Rodgers. Ég hef sjaldan, eða aldrei, verið neinn sérstakur aðdáandi hans, enda er ég bitur maður með afbrigðum og fannst ömurlegt að Daglish var látinn fara. Mín vegna hefði Ancelotti, Capello, Wenger, Klopp, já eða bara Mourinho, þess vegna taka við liðinu, ég hefði ekki gúdderað neinn þeirra því ég var og er blindur af ást minni á Daglish. Ég hefði svo sem sætt mig við að Rafa yrði fenginn til baka, en samt ekki.

  Ég ræð þessu samt ekki. Ég ræð því ekkert hvort Rodgers verði rekinn eða fái ævilangan samning við Liverpool FC. En á meðan hann er stjórinn þá er ég bara á því að ég nenni ekki að vera leiðinlegi gaurinn sem aðrir stimpla sem lélegan stuðningsmann. Því fólk gerir einmitt það – gerir lítið úr öðrum ef aðrir eru á annarri skoðun en það sjálft. Alltaf ráðist á manninn, ekki málefnið.

  Mér hefur alltaf fundist hálf kjánalegt þegar menn lýsa því formlega yfir á öldum Alnetsins, að þjálfarinn eigi ekki lengur þeirra traust. Eins og það skipti einhverju máli að spjallari við heimskautsbaug hafi einhver áhrif á cosmosinn á þann hátt, að í Boston ákveði menn að þá sé svo komið algjörlega nóg.

  Þetta er svona svipað kjánalegt og þegar menn tala í öðru hverju orði um Rodgers-út-vagninn. Já, og fyrst ég er byrjaður – það var álíka hallærislegt og þegar “glasið mitt er hálffullt”-frasinn tröllreið öllu hér. Sem betur fer þá eru þeir tímar liðnir, en já, RodgersOut vagninn er kominn í staðinn og menn keppast við að skipa sjálfa sig sem lestarstjóra á þeim vagni.

  Eins og ég segi, það var viðbúið að leikurinn í gær myndi tapast. Ég held að flestir hafi hins vegar vonast eftir því að sjá einhver batamerki á leik liðsins. Í stuttu máli, þá voru engin slík merki. Í löngu máli, þá sýndi Rodgers það enn og aftur að hann virðist ekki vita hvert hans besta lið er, hvernig hann getur náð því allra besta út úr þeim leikmönnum sem hann hefur að velja úr.

  Sóknarleikur liðsins er steingeldur. Varnarleikurinn er lélegur. Miðjan er engin. Það er enginn skapandi leikmaður á miðjunni fyrir utan Firmino og Coutinho, og þeirra hæfileikum er sóað úti á kanti. Ings var settur á vinstri kantinn, hann er sóknarmaður en eyddi mestum gærdeginum að hlaupa í áttina að eigin marki.

  Ég skil alveg að láta Gomez spila. Hann er efnilegur leikmaður, en 18 ára spaði á ekki að spila alla leiki í efstu deild nema hann sé jafn efnilegur og Messi, Ronaldo, Suarez, Gerrard, Rooney og svoleiðis tappar. Moreno ætti vitaskuld að vera fyrsti kostur í vinstri bak, og Gomez að fá leiki hér og þar.

  Ég ætla því bara að verða eins hallærislegur og allir hinir, og spyr hvort það sé ekki pláss fyrir einn enn á þessum blessaða vagni sem allir eru að tala um? Kristján Atli – þú hefur sannfært mig með þessu pistli þínum 🙂

  Ég mun samt horfa á næsta leik og mun kætast ósegjanlega mikið þegar Liverpool vinnur þann leik. Held það muni samt ekki breyta minni skoðun á því, að breytinga er þörf.

  Homer

 8. Menn mega segja sýna skoðun með eða móti. Ég vona að hvort sem þeir sem vilja láta Rodgers fara strax eða þeir sem vilja halda honum lengur vilja vel fyrir liverpool og eiga báðar skoðanir rétt á sér og óþarfi að reyna að troða sínum eigin skoðunum á aðra.

  Tímabilið á undan Rodgers endaði liðið í 8.sæti með 52 stig.

  Fyrsta tímabil Rodgers var erfitt. Hann var að reyna að koma sinni hugmyndarfræði og skipulagi inn í liðið sem var ekki vant að spila svoleiðist og var leið eitt með Carroll frami oftast niðustaðan á tímabilinu á undan en Rodgers vildi ekki fara þá leið. Deildarbikar vanst tímabilið á undan en árangurinn í deildinni ver mjög lélegur. 7.sæti með 61 stig

  Annað tímabilið hjá Rodgers var það besta síðan 1990 í deildinni og hafði þessi stigafjöldi sem við náðum oft dugað til sigurs í deildinni. Það far frábært að horfa á liðið spila. 2.sæti með 84 stig.

  Þriðjatímabilið byrjaði skelfilega og var ekkert í gangi. Svo kom gott run og allt í einu var eins og að liðið ætti möguleika á meistaradeildarsæti eftir tap gegn Utd þá hvarf sú von og liðið hætti að berjast í síðustu leikjunum. Sóknarlínan frá árinu á undan var ekki til staðar og liðið var eins og þeir væru að spila án sóknarmanns í mörgum leikjum. Lélegt tímabil þar sem liðið datt út í undanúrslitum í deildarbikar og FA Cup.
  6.sæti með 62 stig.

  Svo hér erum við kominn.

  Var sáttur við Stoke leikinn sem var mjög erfiður.
  Bournmouth liðið er hættulegt því að þeir vilja spila sóknarbolta en það voru flott 3 stig.
  Besti leikurinn var gegn Arsenal þar sem mér fannst liðið hefði átt að vinna
  West Ham leikurinn var sá lang versti sköpuðum ekkert og fengum 3 mörk á okkur.
  Man utd leikurinn var ekki góður en við fengum allavega nokkur tækifæri til þess að skora mörk(Ings með gott skot DeGea bjargar, bjargað á línu, Benteke skalli, Firminho hittir boltan ekki og Smalling með flotta björgun á síðustu stundu).

  5 leikir búnir og maður er ekki sáttur og er það þessi helvítis West Ham leikur sem situr mest eftir.

  Ég vill ekki reka Rodgers á þessum tímapunkti ég vill gefa honum lengri tíma. Jújú menn benda á 4 tímabilið og segja að þetta sé komið gott en mér finnst einfaldlega eins og að hann sé með nýtt lið eftir hvert einasta tímabil. Hann er alltaf að missa stóra pósta ár eftir ár og liðið hefur verið að fjárfesta í krökkum(okey ungum leikmönum) og svo nokkrum leikmönum eins og Benteke, Lallana, Millner og Lovren sem eru með reynslu og nokkur ár.

  Ég vill gefa honum tækifæri á að spila með Sturridge/Benteke frami. Ég vill leyfa nýju gaurunum Firminho/Ings/Benteke/Millner/Origi/Clyne læra aðeins á samherjana.

  Ef liðið verður langt frá meistaradeildarsæti eftir desembertörnina þá tel ég að það væri sniðugt að fá annan inn en maður hefur upplifað margt með Liverpool og veit maður að hlutirnir eru ótrúlega fljótir að breyttast í boltanum. Smá run og liðið fer að skora og menn taka gleðina á ný einn tapleikur og Rodger out fer í gang.

  Ég vill að liðið farið að spila betur en er ekki á Rodgers out vagninum en ég er ekki heldur blindur stuðningsmaður sem heldur að Rodgers gerir ekkert rangt. Það er margt sem ég er ekki sáttur við með Rodgers en það er líka margt sem mér líkar en hann dæmist út frá árangir eins og allir aðrir stjórar í heiminum.

  Deildinn í ár er fer skringilega af stað og er ótrúlega jöfn og þar ekki mikið að gerast til þess að færa sig ofar eða neðar. Nú er það bara næsti leikur og vona ég svo innilega að liverpool menn sigri þann leik eins og alla aðra leiki sem þeir taka þátt í en gerir mér grein fyrir því að það er ekki raunhæft markmið( nú væri sniðugt fyrir Rodgers out kalla að setja inn = ekki með Rodgers við stjórnvölinn).
  Maður tekur sigrum með bros og vör. Maður tekur ósigrum með reiði og vonbrigðum en passar að fara ekki of langt upp með sigrunum eða of langt niður með töpunum.

  Áfram Liverpool alltaf og allstaðar
  YNWA

 9. Eina vandamálið við þetta Rogersout dæmi er að næsti stjóri yrði örugglega Eddie Howe eða álíka blautur bak við eyrun þar sem FSG hefur ekki steinana í að ráða aðila sem myndi standa upp á móti þeim varðandi stórar ákvarðanir sem myndu koma upp eins og samningur Gerrards:

  1 jan:

  A contract offer to the 34-year-old was made in November and Rodgers is keen for the midfielder to remain at Anfield, having previously raised the possibility of Gerrard joining his coaching staff at some point.

  15 jan:

  Ian Ayre: Liverpool offered Steven Gerrard “substantial” contract extension before Reds exit

  þetta substantial dæmi úr viðtali við Gerrard:

  “The offer was a one-year extension with a 40 per cent pay decrease,” Gerrard told the Daily Mail in a serialisation of his new autobiography. “The bonuses were very good but they contradicted everything that Brendan had told me. My game time was going to become less and less but they were offering performance-related incentives?

  “I had no quibbles with the money offered. A substantial decrease was only to be expected. At 34 I was not the player who had lifted the Champions League trophy 10 years earlier. I also understood that I would have to play less — but I still valued myself as a top player and an important part of the team.

  “I was still captain and I was disappointed to be offered a performance-incentive contract. I thought they would have known that, apart from pride in my own performances and an enduring love for Liverpool, I didn’t need any incentive to try my heart out.”

  Mauricio Pochettino, the Tottenham manager, is among those who thought Gerrard could still be operating in the Premier League now. And though Liverpool offered Gerrard a contract, too, they failed to recognise their captain’s desire to move into management and his willingness to accept a part-time playing role.

  As Gerrard writes in his book, why couldn’t Liverpool have done for him what Manchester United did for Ryan Giggs?

 10. Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf haft litla trú á Rodgers frá upphafi þó svo að á öðru tímabilinu hafi hann stungið sokk upp í mig. En núna finnst mér botninn vera farinn úr þessu. Ég eins og fleiri skil ekki lengur uppleggið í leikjum og einhverra hluta vegna finnst mér eins og leikmenn skilji það ekki. Í gær var t.d. ekki reynt að spila fótbolta í 45 mínútur, leikmenn eru settir út úr stöðum, Benteke fékk enga hjálp og oft á tíðum var Emre Can næst fremsti leikmaður liðsins. Staða sem ég held að aðrir séu betri í að leysa. Auðvitað vona ég að hann nái að snúa þessu við, en trúin sem var komin er algjörlega farin þar sem ráðaleysið virðist algjört. Allar myndir sem maður sér af honum núna sýna mann sem er að bíða dóms og einhvern veginn læðist að manni sá grunur að hann sjálfur sé búinn að missa trúna á verkefnið. Því held ég að það sé hvorki honum fyrir bestu né fyrir klúbbinn að hann sé mikið lengur við stjórnvölinn.

 11. Takk Kristján Atli……. takk!

  Og tókuð þið eftir þessu……. já tókuð þið eftir þessu!

  “Erkifjendurnir: Undir stjórn Brendan Rodgers hefur Liverpool spilað 20 leiki gegn núverandi Meistaradeildarliðum Englands og erkifjendunum í Everton. Hann hefur innbyrt 1 sigur í þessum 20 leikjum (0-3 gegn United vorið ’14). Hann hefur ekki enn unnið leik á Goodison Park, hvað þá Emirates, City of Manchester eða Stamford Bridge. 1 sigur í 20 útileikjum. Hóst!”

  Maður er gjörsamlega orðlaus!!

 12. Ég hef miklar áhyggjur af þessu öllu saman. Ég hef áhyggur af því að Firmino sé ekki mikið betri en Aspas. Ég hef áhyggjur af því að Emre Can verði aldrei nálægt því jafn góður og Mascherano. Ég hef áhyggjur af því að okkar besti maður þurfi að hætta í fótbolta um þrítugt vegna meiðsla (Sturridge). Ég hef áhyggjur af því að allt sem KAR skrifar í þennan pistil sé ekki að fara batna. Ég hef áhyggjur af því að Liverðool séu á afar vondum vegi, á slökum bíl með sprungið á þremur hjólum.
  Ég endurtek, ég hef miklar áhyggjur af þessu öllu saman.

 13. Hvað gerði Sakho (18 mills) af sér? Hvers vegna var ekki hægt að leyfa Markovic (20 mills) að fá sénsinn áfram en Ibe er ósnertanlegur? Moreno (12 mills) fær 2-3 mínutur í leik. Ég án djóks gleymi stundum að við höfum Lallana (25 mills) í liðinu okkar. Ings sem er pjúra striker er hent á vinstri kantinn, Firmino fær að dúsa á hægri og við þurfum að einangra x (Benteke) í hverjum einasta leik. Okkur sárlega vantaði í allt sumar einn alvöru á miðjuna, einhvern sem stjórnaði miðjuni en Rodgers fékk Milner og hélt hann hefði sigrað heiminn. Horfði á leikinn með einum Arsenal manni og þegar byrjunarliðin voru sett upp fannst honum United vinna á nær öllum sviðum og ég var eiginlega sammála nema kannski með framherjastöðuna enda voru United ekki með framherja en skoruðu samt þrjú! Við vorum með nánast með 3 framherja inná! Hver öðrum týndari.

 14. Frábær pistill og ég er sammála hverju orði.

  Einnig: Við erum að tala um að ef við tökum síðustu 19 leiki í úrvalsdeildinni, hálft tímabil, þá hefur Liverpool liðið náði í heil 27 stig. Unnið 8, gert 3 jafntefli og tapað 8. Liðið hefur skorað heilt 21 mark en fengið á sig 28. Ef við heimfærum þetta yfir á heilt tímabil(einföldun, ég veit) þá væru þetta 54 stig og 14 mörk í mínus…til samanburðar þá var Stoke City með 54 stig á síðustu leiktíð en höfðu þó 3 mörk í plús. Mér finnst þetta með hreinum ólíkindum og sannfærir mig enn frekar um að Rogers verður að víkja.

  Að lokum eru hér orð stuðningsmanns Reading um Brendan Rogers, hljómar kunnulega ekki satt?:
  I had a season ticket that year, every time I turned up to a game whatever randomly selected team he’d picked that day gave the impression they’d been introduced to each other about 20 minutes before kick-off.

  No-one understood what to do, the football was sleep-inducing tedious and utterly ineffective.

  The tactics seemed to be tippy-tappying the ball around, losing it, letting the opposition score, then repeating the process until finally having your first shot in the 87th minute.

  It was awful.

  Rodgers revolutionary tactics were lost on an admittedly limited group of players.

  But I ask you, if you are eating a meal, and you realise it’s disgusting, do you just blindly carry on eating it in the hope it gets better, or do you eat something else completely different?

  Rodgers ploughed on and on, performances got worse and worse and the nonsense he was talking after games just got sillier and sillier.
  http://www.getreading.co.uk/sport/sport-opinion/debate-were-reading-right-sack-8097473

 15. ….ég kann ekki að gera EDIT, þannig að ég bæti þessu við.

  Í ofanálag við þessa tölfræði þá má bæta því við að á þessum tíma hefur liðið rétt marið jafntefli gegn fyrstu deildar liðinu Blackburn á Anfield, látið henda sér út úr FA cup af Aston Villa og út úr UEFA cup af Besiktas….eins og hlutirnir hafi ekki verið nógu slæmir. Það versta við þetta allt er að maður sér ekkert í spilunum um að Rogers hafi einhver svör, sé með eitthvað plan. Ef svo væri gæti maður hugsanlega verið aðeins rólegri, en hann virkar jafn úrræðalaus og Hodson var allan sinn Liverpool feril.

 16. Ég lít á mig sem har?ann stu?ningsmann Liverpool. Fylgist me? öllum fréttum hvort sem er á samfélagsmi?lum e?a á fréttasí?um, hef fari? 3x á Anfield og sungi? úr mér lungun vi? a? sty?ja mitt li?. Horfi á eins marga leiki og ég get til hli?ar vi? krefjandi vinnu. Hef alltaf stu?i? vi? bakid á öllum “gaffer” vi? stjórnvöldin hja li?inu.

  En þessa dagana er ég hættur a? pæla í öllu ofangreindu og gef allan minn tima í mína vinnu og buinn a? leggja fer?atillögum minum til mekka þetta season til hli?ar þar til ég sé breytingar….ekki misskilja neitt…innst inni verdur alltaf mottói? YNWA!

 17. Eins og flestir er maður byrjaður að efast um að Rodgers sé rétti maðurinn fyrir liverpool. Það breytir því að ekki að það er engan veginn tímabært að afskrifa þessa tímabil eftir aðeins 5 leiki þegar 3 af þessum leikjum eru erfiðir útileikir gegn Arsenal, Stoke og Utd. Síðan verður líka að taka mið að því að það vantar ansi marga sterka leikmenn og ég skil ekki alveg þá sem segja að það skipti engu máli.

 18. Vá nú er ég í ennþá meir sjokki eftir þennan pistil….. Hræðileg tölfræði, hef verið BR out i 2 ár og mér finnst það ömugurlegt að vilja þjálfarann hjá liði mínuní purtu.
  En hey, hann er bara pínu eins og skipstjóri á góðum togara sem fiskar ekki neitt en er er samt með allann þann búnað sem hann óskaði sér. Yrði rekkinn eftir 3-6 túra…….

 19. Það hlýtur að vera hægt að hringja í Jamie Carragher og fá hann til að taka við af Rodgers, þetta er komið gott.

 20. Ég tek nú undir flest allt í þessari grein Kristjáns Atla, ráðleysið er kannski það ömurlegasta. Bæði innan vallarins og utan. En þó tölfræðin í leikjunum gegn efstu liðunum sé hörmuleg þá leiddist mér ekkert 5-1 sigurinn gegn Arsenal á Anfield 2014 eða er hann kannski ekki talinn með 🙂

  YNWA

 21. Ok las betur greinina og sé að talað erum útileiki í lokin.

  Biðst velvirðingar á fljótfærninni 🙂

  YNWA

 22. 1,199 days
  28,776 hours
  1,726,560 mins
  291,550,000 pounds
  0 trophies

  klukkan gengur….

 23. Amen, Kristján Atli.

  Hér er talað mannamál og litlu við þetta að bæta.

  FSG verða að taka ábyrgð gera það sem gera þarf – og allir vita hvað það er. Annars er það bara YanksOut-vagninn sem fer að rúlla.

 24. Magnaður pistill. Spot on KAR!

  Brendan Rodgers minnir mig töluvert á skipstjóra á bát sem ég reri á sem strákur. Þetta var viðfelldinn náungi sem hafði marga kosti til að bera. Til dæmis leyfði hann kokknum að kaupa gott að borða, öskraði aldrei á mannskapinn og var blessunarlega laus við stæla. Alltaf var hann brosandi og deildi mjúkmáll út hrósum út og suður. Eftir á að hyggja hlýtur hann að hafa verið nýkominn af Dale Carnegie námskeiði.

  Örugglega fínn náungi og allt það. Vandamálið var bara að hann fiskaði varla bein úr sjó. Hann reyndi fyrir sér á netum en lítið gekk. Svo var farið á línu og ekkert gekk þó að aðrir rótfiskuðu. Loks var keypt snurvoð en honum tóks einhvern veginn að flækja henni í skrúfuna úti á miðjum Faxaflóa í fyrsta eða öðrum túr. Mig minnir að hann hafi misst djobbið þegar bátnum var slefað inn í Grindarvíkurhöfn með snurvoðina í henglum lafandi aftanúr. Mig minnir að ég hafi verið 16 ára og á þeim árum hugsaði maður lítið um peninga en ég man hvað karlarnir voru brjálaðir út í þennan vonlausa fiskiskipstjóra enda róið upp á hlut. Skipstjóri sem fiskar ekki er vitanlega jafn gagnslaus og knattspyrnustjóri með tölfræðina hans Rodgers.

  Þessi náungi hætti á sjó, sem betur fer, og síðast þegar ég heyrði af honum rak hann ræstingafyrirtæki og gerir það gott held ég.

  Sumir eru á þeirri skoðun að gefa eigi stjórum tíma til að koma að sinni hugmyndafræði. Benda t.d. á sjálfan Ferguson sem dæmi um hvað slíkt er skynsamlegt. Ég er algjörlega ósammála. Ferguson er, þótt erfitt sé að skrifa það, líklega besti stjóri sögunnar. Hann hafði gert fokkings Aberdeen að Evrópumeisturum (minnir mig) þegar hann tekur við ManU. Algjör snillingur þar á ferðinni og undantekningin sem sannar regluna.

  Þjálfaraferill Rodgers gefur nákvæmlega engin fyrirheit um að hér sé merkilegur þjálfari á ferðinni. Hann stóð sig vel sem aðstoðarþjálfari en var rekinn frá Reading sem þjálfari. Gerði ágætis hluti með Swansea en ekki er að sjá að þeir sakni Rodgers mikið samt. Pistill KAR um árangur hans hjá Liverpool talar svo sínu máli og engu við hann að bæta.

  Fótboltastjóri sem ekki nær árangri á að finna sér annað að gera. Finna sér verkefni sem hann ræður við og fær að njóta sín. Ég, eins og margir aðrir, sannfærðist í fyrra um að Rodgers ræður ekkert við þetta. Nú er svo komið að hann er aðhlátursefni sérfræðinga um fótbolta eða þá að menn verða vandræðalegir þegar ræða á um hann. Rodgers er vinsæll og vel liðinn og fjölmiðlar fara enn sem komið er mildum höndum um hann. Við sjáum t.d. hvernig hjólað er í Van Gaal og Mourhino en Rodgers sleppur býsna vel enn sem komið er.

  Við blasir samt að hér er á ferðinni útbrunninn þjálfari sem þarf að komast frá fótbolta til að ná vopnum sínum á ný. Brendan á alveg framtíð fyrir sér en hann á ekkert í það að þjálfa stórklúbb eins og málum er háttað.

 25. Skulum ekki gleyma að Liverpool undir stjórn Rodgers hefur slegið hvert metið á fætur öðru, en bara eitt jákvætt og það var skoruð mörk á tímbili þegar að Suarez var að fara.

  Öll hin hafa verið eitthvað í þessa áttina:

  Stærsta tapið í 50 ár
  Versta byrjunin í 50 ár
  Flest mörk fengin á okkur í 50 ár
  Versta varnarrecordið yfir tímabil

  Ég var endalaust á Rodgers vagninum, en undir lok seinasta tímabils og núna þá er held ég bara augljóst að hann er í einhverju þroti. Við erum með flottan hóp sem ætti að vera hægt að gera eitthvað meira með en þetta skipsbrot sem við horfðum uppá í gær.

 26. Þeir sem eru á Rodgers vagninum eru stuðningsmenn annara liða. Ég veit ekki um einn einasta Poolara sem vill halda þessum manni. Ekki einn.

  Ef sá maður er til vinsamlegast gefa sig fram. Ekki fundarlaun en ráðlegg þeim að lesa þennan pistil aftur…og aftur og þá jafnvel aftur

  FSG á að nota landsleikjahlé í okt og koma Klopp inn…… jafnvel fyrr.

  Mourinho verður kannski laus?

 27. Eigendurnir skilja kannski ekki fótbolta en þeir skilja tölfræði. Snaran um hálsinn á Brendan hlýtur þrengjast í hverri viku. Businessmenn verja sína fjárfestingu. Hitt er svo annað mál hvern þeir telja líklegan til að hífa gengið upp þegar, já ég segi þegar, Rodgers fær sparkað. Persónulega þætti mér mjög spennandi að fá Klopp, mann sem hefur reynslu sem sigurvegari, heima fyrir sem og í Evrópu.

 28. Ég bara trúi ekki öðru en að við fáum 2 sóknarmenn í næsta leik með holukall með sér. Við erum með enga kantmenn, hvers vegna ekki að spila með það sem við höfum?

  Við höfum nokkra framherja og slatta af holuköllum. Einn kantara.

  Kommon Rodgers, Kommon.

 29. 1-800 rodgers out ! Nóg komið af þessari helvítis meðalmennsku ! Ömurleg frammistaða gegn hörmulegu man u liði

 30. Fyrir flesta sem fylgjast með (þarf ekki alltaf sérfræðiþekkingu til) myndi t.d. þessi uppstilling endurspegla núverandi styrk liðsins best:

  Mignolet
  Clyne-Gomez-Sakho-Moreno
  Milner
  Can-Hendo –
  Coutinho
  Firmino-Benteke

  Á bekk væru þá t.d. einhverjir af þessum: Ibe, Origi, Ings, Lovren, Skrtel, Lallana, Allen, Lucas, Sturridge, Bodgan …

 31. Bara eitt dæmi um steypuna sem er í höfðinu á Brendan. Síðastliðið vor þegar að liðið var á skriði þá sagði hann að liðið væri loksins komið í gang og á næsta tímabili myndum við sjá Liverpool stefna á titilinn engar afsakanir. Síðasta tímabil þá þuftu nefnilega nýju mennirnir tíma til að aðlagast. Tveimur mánuðum síðar var liðið í frjálsu falli. Keypt nýtt lið í sumar og liðið í dag er að spila eins og A.Villa með ekkert skipulag og treyst á Benteke frammi. Frábært Brendan alveg frábært.

 32. Úti leikurinn í meistaradeildinni við Real Madrid var botninum náð, eftir þann leik hef ég ekki tekið B.R í sátt, fannst hann gera lítið úr klúbbnum og okkur stuðningsmönnum.
  Annars er AFC Liverpool( The Little Reds) að spila i kvöld í FA Cup, það er gaman að fylgjast með þeim og því starfi sem er í gangi þar.

 33. Ég sagði eftir Palace leikinn í vor (að mig minnir) að Rodgers væri “dead man walking”.
  Þ.e. hann er búin að missa trú stuðningsmannana. Þegar það gerist skiptir ekki máli hvernig FSG líta á málið. Á eftir kemur klefinn, svo hans helstu menn (Allen, Mignolet, Henderson).

  Er þetta ekki bara orðið gott? ég meina tölum bara íslensku; maðurinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera…

 34. Hef á tilfinningunni að ef Rodgers fengi að kaupa Messi þá myndi hann ekki sofa rólegur fyrr en hann fyndi leið til að spila honum útúr stöðu.

  Nenni ekki að horfa á fleiri leiki fyrr en BR er farinn.

  ps. hættum þessu vagnatali. Er ekki íslenska og et óttalega hallærislegt. Svona álíka vont og þegar liðið á Rás 2 fór að tala um ábreiður um “coverlög”.

 35. Getum við ekki bara í des keypt og ráðið Leicester City Fc eins og það leggur sig… nei bara hugmynd? þeir eru með hjarta þar á bæ

 36. Kannski rétt að taka fram að þó að margt bendi til að Brendan Rodgers ráði ekki við það risastóra verkefni að þjálfa okkar ástkæra Liverpool, og þurfi því að víkja, er ég samt ekki frá því að arfleið hans sé að sumu leyti ásættanleg.

  Ef litið er yfir leikmannahópinn þá er hann framúrskarandi efnilegur, unglingastarfið er í góðu horfi og, þó að kannski sé erfitt að þakka Rodgers um það, markaðsmálin eru að ganga vel.

  Rodgers er þannig fjarri því alls varnað og ég hef aldrei efast um að hann elskar Liverpool og myndi gefa hægri höndina fyrir velgengni innan vallar. Þetta er drengur góður og nær vel til leikmanna og aðdáenda þrátt fyrir allt.

  Vandamál Brendan Rodgers er að hann er veikur taktíker. Hann er skólabókardæmi um ágætlega menntaðan þjálfara sem kann bókarfræðin en ekki að beita þeim. Árangur hans gegn alvöru taktíkerum er sláandi lélegur. Einn sigur í 20 leikjum gegn sterkari liðum og sá sigur gegn Moyes (var ekki Moyes með ManU vorið 2014?). Hann er einskonar anti Van Gaal sem er sósíópati í grunninn en sterkur taktíker.

  Í þessum bransa vill maður frekar vitleysing sem kann að vinna leiki heldur en ljúfmennið væna.

  En ég ítreka að Liverpool með sterkan taktískan þjálfara, helst með reynslu, er til alls líklegt og þar á Brendan hlut að máli.

 37. Það var athyglisvert móment í leiknum í gær þegar van Gaal fagnaði ákaflega einu af mörkum ManU og reyndi að faðma Giggs en Giggsy sneri sér svo hratt undan faðmlaginu að engu munaði að hann sneri sig hreinlega úr hálslið. Ekki heitar ástir þar á bæ…

 38. Rodgers færði liðið í rétta átt á tímabili nr. 1. þegar hann tók við af Dalglish. Tímabil nr. 2 var frábært. Tímabil nr. 3 var skelfing. Núverandi tímabil, það fjórða, er bara rétt ný hafið. Ég er ekki bjartsýnn á að það verði gott, en það gæti enn verið (var farinn að halda að Liverpool myndi aldrei aftur skora mark sl. laugardag, þegar Benteke skoraði svo loksins með hjólhestaspyrnunni). Það þarf að bíða aðeins og sjá. Er hægt að reka manninn sem kom Liverpool í 2. sætið gegn öllu sem maður bjóst við, eftir eitt afleitt tímabil? Þarf ekki að prófa hann lágmark hálft tímabil í viðbót?

 39. Sælir félagar

  Það dugir ekki að vera með neina hræsni heldur tala hreint út. Brendan Rodgers er maður sem ég vil fá frá Liverpool. Það er ekki flókið. Þrátt fyrir að hafa vonað að manngrýlan træði upp í mig sokk á þessu tímabili er ekkert – ég endurtek EKKERT sem bendir til þess að hann geri það. Ég vildi að hann yrði rekinn í vor og mér varð ekki að ósk minni – því miður. Nú er ekkert eftir og ég endurtek aftur – EKKERT eftir sem segir að þessi maður eigi að halda um stjórnvöl liðsins míns sem ég hefi haldið með í 50 ár.

  Ég eins og áður sagði vonaði ég að þessi maður ætti eitthvað uppi í erminni sem gerði skoðun mína ómarktæka, ógilti hana og gerði mig ómerkan skoðunnar minnar. Það er nú klárt að svo er ekki. Burt með manninn burt burt BURT og það ekki seinna en strax. Að lokum þetta; ég er algerlega sammála KAR og öllum þeim sem gagnrýna BR að öllu leyti og hér eftir fær ekkert því breytt.

  Það er nú þannig

  YNWA

 40. Þegar Tomkins er farinn að efast, sem er mesti já-maður í Liverpool,….þá er þetta meira heldur en móðursýki. Lið vinna og tapa..so be it…en Liverpool er hreinlega að spila illa og er búið að gera það núna í ca. 50 leikjum með kannski 5 undantekningum, það verður ekki horft fram hjá því.

 41. Skemmtileg tölfræði.
  Við höfum átt einn góðan hálfleik, og níu slappa eða ömurlega. Það myndi gera 34 slappa eða ömurlega leiki á heilu tímabili.
  Við erum búnir að skora 2 lögleg mörk og eitt ólöglegt. Ef við gefum okkur að dómararnir haldi áfram að gefa okkur 50% ábót í formi ólöglegra marka, þá gerir það 22 mörk á heilu tímabili.
  Tölfræði er auðvitað skekkjandi þegar þetta lítið er búið, en það er ekki til tölfræði í heiminum sem lætur Rodgers líta vel út, nema e.t.v. lækkandi fituprósenta.

 42. Einn púntur sem enginn virðist benda á, Rogers segist villja spila posession football, halda boltanum og stutt hratt spil, á þessari leiktíð eða síðustu hef ég nálvæmlega ekkert séð að þannig fótbolta frá þessu liði, hver sem ástæðan er þá eru leikmenn liðsinns ekki að spila fótbolta einsog Rogers heldur því fram að hann villji spila.

 43. Mjög svo hnitmiðuð grein og skýr.

  Ég er ekki sannfærður um að það eigi að reka menn á miðju tímabili.

  Ég held að kanarnir séu búnir að setja Rodgers afarkosti um að liðið verði að ná í dollu eða CL sæti. Að öðrum kosti verði hann látinn fara.

 44. Algerlega frábær pistill og ísköldum staðreyndum, já þær eru heldur betur ískaldar, hent á borðið.

  Mun, eins og langflestir hér á Kop.is, alltaf styðja mitt lið burtséð frá því hverjir stýra skútunni. Hins vegar er trú mín á BR að minnka verulega. Þessi hörmulegi árangur hans á móti aðalkeppinautum okkar er bara algerlega óásættanlegur og manni verður næstum því flökurt á að horfa á þessa hræðilegu tölfræði. Spáið í það, við erum búnir að tapa á móti Manjú þrjá leiki í röð, þrjá fokking leiki í röð!

  Ljósið í myrkinu er samt það að við erum bara 4 stigum frá 2. sætinu þar sem allir keppinautar okkar, nema City auðvitað, hafa einnig verið í bölvuðum vandræðum. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að það er nákvæmlega ekker sem bendir til þess í dag að BR muni leiða lið okkar á sigurbraut.

  Hvað mun gerast á næstunni? Met það svo að það séu meiri en 90% líkur á því að BR verði rekinn fyrir jól. Verði liðið ekki við topp 4 í kringum jólatörnina verður honum sparkað. Trúir einhver því í alvörunni að liðið verði í topp 4 um næstu jól?

 45. Rodgers … segir 2012 ‘For me football is an art, not a science,’ he said. ‘The only statistic I want to know is how good we‘ve been with the ball. In my upbringing, on my travels, the statistic that interested me was if you were better than your opponent with the ball, you have a 79 per cent chance of winning the game. (Dailymail)´

  Hvað breyttist? Hann var að spila liði sem var rúm 30 % með boltann í fyrri hálfleik á laugardag og allan leikinn á Emrates …hvað breyttist? Menn sem eru farnir gegn sinni eigin sannfæringu eiga prófa það annarsstaðar en hjá Liverpool? Hann hefur ekki leyfi til að fara í naflaskoðun núna til að athuga hvort sannfæring annarra sé betri en hans eigin. Maðurinn týndi hausnum og hjartanu áður en hann brennir klefann á Anfield.

 46. Ég sakna umræðu um fótbolta hér á síðunni. T.d um hvað Rodgers var að reyna að gera og hvað Gaal var að gera.
  Sama um almennt hvað þarf til að ná árangri í ensku deildinni. Klöpp, hvað er sérstakt við hann sem færir okkur nær deildartitli. Las yfir öll ykkar komment og þetta er eins og máttlaus Rodgers að þjálfa. Miklu betra að lesa komment á Guardian en þetta væl hér.

 47. Tekið af Guardian. Það er að hitna undir kallinum, hann má ekki við miklu klúðri í viðbót.

  At Old Trafford on Saturday the pass-and-move stuff of Rodgers’ first seasons at the club appeared virtually extinct. Instead there was the odd spectacle of the 18-times champions hoofing the ball around in the hope a chance and a goal might come. Liverpool lost 3-1. They seemed close to clueless. Afterwards, Rodgers was a cowed figure. The sense is this cannot – and will not – continue much longer.

 48. Sæl og blessuð.

  Ég tek að ofan höfuðfat mitt og hártopp fyrir þeim sem hér hafa skrifað. Önnur eins greiningardeild er vandfundin og sú sem hér starfar. Ég grínast ekki með það, en eftir hríðarél ófara og þokusúld hálfdrættingsmeðalmennsku, rétt eins og við fengum að upplifa á laugardaginn er það huggun og sárabót að lesa svona pistla og athugasemdir. Þá býr hér mikil viska sem gerir leikjagón enn skemmtilegra.

  Hinn viðkunnalegi Rogers er lýsandi dæmi um ófarir leiðtoga og í raun má spyrja hversu uppbyggilegur hann er þegar á allt er litið. Eins og rakið er í greininni virðist hann hafa sömu áhrif á leikmenn og vestfirska sjávarloftið hefur á bifreiðar. Skínandi vagnar fara að láta á sjá, bónið hverfur og skrokkurinn ryðgar. Fyrir vikið keppast eðalvagnar við að komast í burtu – greinilega vita þeir sínu viti. Hinir – allar vonarstjörnurnar – láta á sjá og það hlýtur að vera skelfilegt að horfa á hæfileikana sína dala og dofna á þessum fáu árum sem knattspyrnumönnum er úthlutað.

  Lallana, Borini, Allen, Lovren … að þeim ógleymdum sem hurfu á braut, enduðu sem lánsmenn og fengu aldrei að spjara sig.

  Nú þarf að breyta um tón og feta nýjar leiðir. Áður en allt er um seinan.

 49. Jahérna.

  Það eru 5 leikir búnir og við erum meðal annars búnir að fara á Brittania og ná í 3 stig og búnir að halda búrinu hreinu á Emirates. M.ö.o, erum búnir að fara á 3 af 5 erfiðustu útivöllum landsins í fyrstu 5 leikjunum. Voru menn að búast við flugeldasýningu sem olíulið City er að sýna? Ekki ég.

  Vissulega er óþolandi að sjá menn spilaða út úr stöðu en það er varla Rodgers að kenna að Firmino ákvað að crossa 3 metrum frá markinu, að Dea Gea átti stórbrotna markvörslu gegn Ings, að Benteke gat ekki nýtt sinn helsta styrkleika og skallað boltan á markið í dauðafæri eða að Firmino hafi ekki hitt boltan eftir línubjörgun. Þetta var bara dagur happadísana í vitlausu liði.

  Það má heldur ekki gleyma að kapteinninn, okkar lang besti miðjumaður er búin að vera frá í síðustu 3 leikjum. Sturridge er að fara byrja sitt tímabil í næstu leikjum og okkar hættulegasti sóknarmaður er búin að vera í banni síðasta einn og hálfan leik. Sakho kemur fljótlega til með að sýna okkur að hann sé hafsent númer 1 og Lallana er þarna einhversstaðar líka (auðvelt að gleyma honum).

  Ég ætla að virða það við Rodgers að þetta er enginn grín byrjun en næstu 5 leikir fram að Everton úti ættu að gefa okkur nokkra sigra, gott sjálfstraust og betra skipulag. Þar fær Rodgers aðeins að anda á milli leikja með nokkuð þægilega og “auðvelda” leiki.

  Ætla spá því að þeir vinnist allir, auk þess að við hendum okkur á ljóta 3 punkta gegn Everton og Tottenham og þá verður hljóðið í okkur annað 😉

  YNWA.

 50. Burtséð frá öllu vagnatali þá hlýtur að vera komið að því að stjórnin vari Rodgers við. Ef hann ekki snýr þessu við þá hlýtur svo að koma að því að stjórnin tala við hugsanlega kandidata og meti stöðuna. Annað væri ábyrgðarlaust. En það er líka ábyrgðarlaust að reka Rodgers án þess að hafa hugmynd um hver eigi að taka við.

 51. Nr. 61. Ánægður með þig. Nú skulum við allir “Secreta” 12 stig úr næstu 4 leikjum. OK?

 52. bara minna alla þá á sém langar ad eignast Liverpool jakkafatajakka eða jakkaföt að mæta a SPOTi kvöld klukan 20 .. það verður klæðskerinn og tekur mál af okkur og græjar og gerir.

  vonandi koma sem flestr

 53. Móðursýki?
  Ég held að BR sé haldinn móðusýki. Hann er að ákveðnu leyti upp við vegg og hefur hugsanlega ákveðið í sumar þegar leikjaplanið í fyrstu leikjum varð ljóst, að fara varlega í fyrstu leiki og freista þess að ná stigum með sem minnstri áhættu. Clean sheets og allt það.

  Meiðsli og bönn eru dæmi um breytingar sem verða óhjákvæmilega.
  En móðan er of mikil hjá BR að hann er ekki tilbúinn að vera dínamískur og bregðast við breyttum aðstæðum. Því miður.

  Útkoman hefur verið frekar ljót.
  Ég er nokkuð viss um að hann hafi líka planað að gera breytingar á leikskipulagi þegar Sturridge kemur inn og fari þá í 442 með tígulmiðju.
  En gallinn er að svona langtímaplan stenst aldrei í fótbolta.
  Óttalaus þjálfari yfirskipuleggur sig ekki fram í tímann heldur viðheldur dínamík og spilar á styrkleikum hvers leikmanns hverju sinni gegn veikleikum andstæðingsins hverju sinni.
  BR sannaði fyrir mér að hann er ekki þar.
  Hann er við vegg og hann þjáist af móðusýki.
  Það þarf að breytast og það strax.

  YNWA

 54. Er mögulegt að fá sálfræðing í næsta podcast þátt til þess að fara yfir nokkur atriði fyrir okkur þjáningarbræður sem þurfum að horfa upp á liðið undir stjórn Rodgers.

  Ég er ekki að ná að vinna úr þessum tilfinningum sem hellast yfir mig,
  Áfall-Sorg-Reiði-Vonleysi til skiptis og allt í bland.

 55. Okei, þið viljið Brendan burtu. Og hvað svo? Stjóralausir framm á vor væri kannski ágætis lausn. Móra þegar hann verður rekinn frá Chelsea? Klopp, sem ég reyndar efast um að taki við liðinu á þessum tímapunkti? Gauja þórðar? prívat og persónulega myndi ég ráða Carra til næstu 30 ára. En guð hjálpi okkur ef þið ætlið að fara vera með Brendan rodgers out áróður hérna eftir hvern tapleik.

 56. Pælingin með að hann ætli að fara í 442 tígulmiðju þegar Sturridge kemur aftur meikar eiginlega ekkert sens. Af hverju er hann ekki byrjaður að spila það kerfi (með Ings, Origi eða jafnvel Firmino með Benteke) þannig að liðið í heild sinni sé búið að venjast þessu fyrirkomulagi þegar Sturridge kemur aftur?

  Ég hef varið BR mjög lengi, og ég sagt það áður og segi enn að ég held að hann sé öruggur fram að jólum (nema eitthvað ýkt gerist eins og að það tapist flestir eða allir leikirnir). En það sem mér finnst erfiðast að verja er þessi þörf hans á að spila 4231/433, no matter what, og þá alltaf með einn einangraðan framherja uppi á topp.

 57. afhverju ætti klopp að vilja taka við okkur ? nú styttist i að mourinho verði látinn fara (ef hann fer ekki að vinna leiki) og eg er nokkuð viss um að Roman sé byrjaður að senda klopp sms til að hita hann upp.
  þótt við fáum klopp, þá er hann ekki að fara að græja meistaralið á einu ári.
  liðið er stútfullt af miðlungs leikmönnum og eg get ekki nefnt einn leikmann sem er efni i meistara kandidata, ju kannski coutinho, en þá er það upptalið

 58. Eru menn klárir í nýjan stjóra með sýna leikaðferð sýna leikmenn og allt trallið sem fylgir því. Mér finnst alveg magnað að sjá ykkur svokölluðu stuðningsmenn hlaupa á hinn vagninn og þennan þegar hlutirnir ganga ekki alveg upp eins og í sögu. Róm var ekki byggð á 3 tímabilum og ég veit eiginlega ekki við hverju þið búist af Liverpool í dag.

  Það er löngu, löngu vitað að okkar menn munu þurfa fullkomið tímabil og dash af heppni til að komast í meistaradeildina. Ferguson og Wenger sigruðu ekkert á sýnum fyrstu árum og voru þeir þá ekki að keppa við olíufursta. Við erum ekki klúppur sem kaupir sér titla og ég vona svo sannarlega að það gerist ekki. Þið talið um að Rodgers hafi keypt sýna menn, jú vissulega rétt en ég skal éta öll mín orð ef að hann hafði ekki áhuga á stærri nöfnum en þeir sem hann keypti.

  Liverpool hefur því miður ekki sama aðdráttarafl og þeir höfðu og því förum við þessa leið sem allir vita og óþarfi að ræða það. Þangað til er bara að styðja liðið, styðja stjórann og vona að hlutirnir gangi upp.

  Eftir fyrstu 2 leikina voru menn hér inni farnir að tala um titilbarráttu, eftir 2 tapleiki á að reka stjórann. Hvað á Klopp að gera, er hann töfrakanína, maður sem að féll næstum með lið sem að var í úrslitum meistaradeildarinnar árið áður.

  Ég er ekki á neinum vagni, Ég styð liðið og allt sem að því kemur þar til eitthvað breytist.

  Ekki vera eins og bitrir united eða chealse stuðningsmenn.

  Kveðja einn undrandi á stuðningsmönnum.

  Ps. dragið upp hvaða tölfræði sem er upp úr hattinum, Liverpool er Liverpool ekki ecxel skjal.

 59. [img]https://i.imgur.com/kG8fNAK.jpg[/img]

  Spáiði í þetta, 24 sinnum hefur liðið undir Rodgers fengið á sig 3 mörk eða fleiri.

 60. Auðvitað veit maður ekkert hvað BR er að hugsa.
  Konan hans fyrrverandi vissi það ekki einu sinni. (low point).

  En mín kenning er að hann vilji breyta þegar Sturridge kemur aftur á sama tíma og nokkrir “auðveldari” leikir detta inn.

  Hann hafi ekki þorað því fyrr þar sem hann hafi ofhugsað að vernda vörnina í þessari fyrstu törn og talið ekki veita af eftir hrakfarir í lok tímabils í fyrra.

  En eins og við sjáum þá er þessi ofverndun á vörninni engan vegin að virka og snýst jafnvel uppí andhverfu sína þegar menn vita ekki hvort þeir eigi að koma eða fara eins og á yfirfullri lestarstöð. Og líður jafnvel eins og þeir séu á vitlausri stöð(u).

  Ég get ekki annað en vonað að upplegginu verði breytt í næstu leikjum og við reynum að fá einhvern mannskap framar til að skapa fyrir tvo góða framherja og förum að treysta vörninni (miðvörðunum) til að vinna vinnuna sína.

  Ég myndi bakka BR upp í að setja Sakho og Gomes í miðverði með Moreno og Clyne í bak og láta á það reyna að miðverðir geti étið upp skyndisóknir með hjálp bakvarða og DM eftir aðstæðum.

  Ég myndi ekki slátra honum fyrir að reyna því eitthvað verður að reyna.

  En burt séð frá BR kallinum þá fannst mér leikmennirnir þungir og hægir og set spurningamerki við ástandið á þeim. Er verið að drepa þá úr álagi eða er þetta týpískt landsleikjasyndrome?

  YNWA

 61. Ég var búinn að ætla að koma með mitt mat á Utd leikinn. Það er eiginlega óþarfi þar sem það er búið að segja allt sem segja þarf. Mönnum spilað úr stöðu og uppleggið var aldrei að virka. Liverpool átti ekkert skilið úr þessum leik. Það er ekki gaman að viðurkenna það en Utd menn áttu þetta skilið.
  Rodgers er núna eiginlega í þeirri stöðu, aftur, nema að hann átti sig ekki á því sjálfur, að hann þarf að fara að hrista uppí leikkerfinu. Það er eiginlega með ólíkindum enda eins og er nefnt í pistlinum, þá fékk hann að kaupa alla þá leikmenn sem hann vildi fá. Hann hefur því væntanlega talið þetta rock solid.
  Manni er td spurn, af hverju lætur hann leikmenn eins og Markovich fara þegar hann leggur upp með þessu kerfi. Í gær þá spiluðum við með Ings á vinstri kantinum. Ings er fínasti leikmaður og gott efni fyrir framtíðina, en alls ekki á kantinum. Held að Markovich hefði getað gert betri hluti þar. Þetta er heldur ekki besta staða Firmino, Couthino og Lallana svo dæmi séu nefnd.
  Rodgers er búinn að hringla svo mikið með sitt kerfi að ég held að hann viti ekki nákvæmlega hvað hann vill fá útúr þessum hóp og einstaka leikmönnum hjá Liverpool lengur. Maður getur bent á dæmi frá því í fyrra líka þegar Can var spilað í hægri bakverði, Sterling líka. Maður sér alveg svona hjá öðrum liðum. Utd var t.d. með Blind i miðverði en mér finnst Rodgers alveg búinn að tapa sér í bullinu. Leikurinn á móti Utd var meira og minna háloftabolti af Liverpool hálfu, amk ekkert possession, eitthvað sem hann lagði aðal áherslu á þegar hann byrjaði.
  Ég hef stutt Rodgers en er eiginlega búinn að fá nóg og er því nýr á vagninn eins og mönnum er tíðrætt hér um. Það er hins vegar klárt að hann fær meiri tíma og ég vona að hann snúi mér fljótt við aftur og troði sokk uppí nánast alla hér :). Hann hefur sýnt það að hann kann sitthvað fyrir sér þó maður fari að hallast að því að þetta hafi verið meira einstaka leikmönnum að þakka en endilega honum, ég vil þó ekki trúa því 100%.
  YNWA – Áfram Liverpool

 62. Eins og ÖMURLEGT og það er þá er þetta því miður sannleikurinn í dag . Algjörlega óásættanlegt ástand eina liðið sem er lélegra í deildinni núna er chelsea.

  En öllu gríni sleppt þá finnst mér ömurlegt að Rodgers sé líklegast á leið út ef þetta ástand varir .

  Vona innilega að allir éti sokk í næstu leikjum en sé það bara ekki gerast meðað við uppleggið sem maðurin fer inn með og þá þyrfti hann líka að vinna svona sirka næstu 10 í röð eða svo til að fólk fyrirgefi þessa skitu sem hefur átt sér stað !

 63. Meiri tölfræði í boði Reddit? Gjörið svo vel!

  In our last 12 games our goal difference is -11. If we have those goal difference averages over a premier league season it would end as -35, that would be the worst in the previous premier league season with QPR finishing on -31 and finishing last.

  You want some more stats? ok then 11 points in our last 12 games (3 wins, 3 draws, 6 losses), granted this is also taking our fa cup game against Aston Villa into account but that would average out at 35 points over a season which given our goal difference would make us finish 18th in last seasons table and get relegated.

  Also don’t forget how we should have had 1 less goal difference and 2 less points because of the goal against Bournemouth which shouldn’t have stood and we relied on a further 1 goal difference and 2 points from Coutinho’s magic.

 64. Undarlegt, að miðað við alla þessa ömurlegu tölfræði sem týnd er til hér að Brendan var samt með Liverpool liðið í keppninni um Meistaradeildarsæti allt fram á það síðasta. Tapaði 5.sæti í loka umferðinni þegar leikmenn voru hættir að spila. (sem skrifast jafn mikið á leikmenn og stjórann)

  Það að sýna fram á að hitt og þetta yrði til þess að Liverpool mundi falla er bara djók. Við erum í 10.sæti eftir 5 umferðir. Alveg eins og flestir bjuggust við. Liðið mun vinna sig upp. Brendan Rodgers er ekki lélegasti stjóri í heimi. Hans tími er kannski liðin. Finnst bara fáranlegt að reyna að gera lítið úr manninum með svona rugli.

 65. Sælir félagar

  Hafliðason 78# það er ekki verið aðgera lítið úr manninum með svona rugli. Ef tölfræði er rugl það ber þér að sýna fram á það.

  Auðvitað er tölfræði ekki einhlít að mínu mati en hún sýnir í það minnsta ákveðnar tilhneigingar í einhverja áttir. Sú tölfræði sem hér hefir komið fram bæði í pistli og kommentum er auðvitað ekkert rugl. Hún er heldur ekki endilega “fakta” þannig séð að úr henni geta einstaklingar lesið ýmislegt og það á ýmsa mismunandi vegu. Hitt er ljóst að hún sýnir ákveðna “tilhneigingu” í starfsferli BR hjá Liverpool. Sú tilhneiging er nánast öll í eina átt. Niðurávið.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 66. Èg held nù a? öllum hérna vilji a? Rodgers snùi nù vi? bla?inu og li?i? fari a? spila bolta eins og þa? ger?i à hans ö?ru tímabili þa? er aldrei gott fyrir félagi? a? þurfa endalaust a? skipta um stjòra.
  þa? þý?ir en eitt skipti? nýir leikmenn og àheyrslur og tìma fyrir nýjan stjòra
  en þvì mi?ur vir?ist þetta eiga vi? um rodgers eftir hvert timabil haugur af nýjum mönnum og alltaf kostar þa? tìma a? koma þessu öllu saman.

  þa? er enginn a? perssònugera àlit sitt à BR sem manneskju.
  menn hafa bara einfaldlega misst trùnna og öll tölfræ?i og umræ?ur flestra knattsèrfræ?inga gefa mönnum gó?a àstæ?u til.

  hann er à 4 tìmabili me? li?i? og vi? erum ennþà à byrjunareitt á a? finna stö?uleika sem er grunnur à àrangur.
  en miki? myndi ég òska a? allt þetta byrji ì næstaleik og haldist ùt ferils hans hjà lfc hann vill spila skemmtilegan bolta sem gaman er a? horfa à en þvì mi?ur er þetta bara ekki a? ganga og vi? getum veri? í sömu huglei?ingum næsta tímabil og vi? vorum í ì fyrra og nùna a? hann þurfi tíma…

 67. Held að tími Rodgers sé liðin hann er búin að fá 3 season til að sanna sig og það 4 byrjar ekki vel. Mér er allveg sama þó að meðvirkir Liverpool menn verði brjálaðir út af því að fólk þori að segi sína skoðun hér, en þessi þjálfari er orðin svo steindauður og geldur að annað eins hefur ekki sést í langan tíma.

  Ég vil bara láta hann taka pokann sinn litla og hann getur líka tekið þessa hræðilegu aðstoðarmenn sem voru ráðnir í sumar með sér. Ég segi nýjan þjálfara strax.

 68. Um þó nokkra hríð hefur mér fundist þótt gætt óþarfa óþolinmæði í garð BR hér í hópi. Mér hefur fundist fólk frekar neikvætt þegar ýmislegt mjög svo jákvætt og virkilega “potential” hefur verið í gangi.

  En ég viðurkenni að á sama tíma hef ég oft klórað mér í hausnum yfir því sem sést hefur á vellinum og dregið djúpt andann. “Taktík” já eða taktleysi kallast það víst þ.e. “menn spilaðir úr stöðum”. En síðasti leikur getur ekki annað opnað á allan hátt á massíva deyfð og doða.

  Eitt það helsta sem hefur truflað mig í þolinmæði minni er þessi tilhneyging BR að forðast að vinna með styrkleika manna sinna. Sem dæmi, ef besti framherjinn þinn er seldur, sá næst besti er límdur við skurðarborðið og næstu menn fitta ekki alveg inn í kerfið þitt, er þá ekki kominn tími til að breyta kerfinu? Alla vega tímabundið þannig að meira náist út úr mönnum. Nei spilum upp á markaþurrðina.

  Annað er hvað hann uppáleggur mönnum að forðast að láta sjá sig inn í vítateig. Hann lætur liðið spila fyrir utan, endalaust og ekkert gerist, það er aldrei til í dæminu að gefa fyrir inn í teig því þar er í mesta lagi einn maður í einu. Frekar skal spila boltanum til baka á markmanninn, svona eins og “boltinn snerti vítateigshornið nú má fara til baka …. og byrja aftur”.

  Nei það er ekki hægt að byrgja óþolinmæðina lengur inn í óþarfa jákvæðni.

  Ef ég væri ljónatemjari með tilheyrandi showbisness, þá myndi ég treysta BR til að brýna tennur ljónsins.

 69. Kallið mig móðursjúkan ef þið viljið…
  En Brendan Rodgers er að láta mig missa áhugann á að horfa á Liverpool.

  Ég vildi hann rekinn í vor en ákvað að styðja hann, fyrst að stjórnin gerði það ennþá.
  Ég hlakkaði mikið til tímabilsins, sérstaklega þar sem minn uppáhaldsleikmaður úr deildinni, James Milner, var kominn til liðsins. Núna trúði ég því að Rodgers væri að fá sína leikmenn til liðsins og þetta færi allt að smella.

  Endalausar afsakanir um að liðið þurfi tíma til að spila sig saman eru kjaftæði.
  Þetta eru allt háklassa landsliðsmenn sem eru ekki svona rosalega lengi að laga sig að aðstæðum.
  Ég er búinn að sjá það í langan tíma að Rodgers kann einfaldlega ekki að stilla upp taktík og hrinda henni í framkvæmd í leikjum. Undantekningin eru nokkrir leikir, skýrasta dæmið þar er 3-1 sigurinn á Tottenham á sl. tímabili. Hann er auðlesanlegur af hinum stjórunum, skýrasta dæmið var hvernig Man Utd tókst að pressa okkur á laugardaginn.

  Mér finnst stundum eins og ég sé einn sem sjái þetta. Tökum t.d. alla Meistaradeildarleikina. Þeir voru svo steingeldir að hálfa væri nóg.

  Ég tek ekki við þeirri afsökun að deildin sé erfið og að Chelsea séu gott dæmi um það.
  Þó að eitt lið sé að drulla uppá bak réttlætir það ekki að okkar lið eigi að gera það líka.

  Það er komið gott af Rodgers, og væntanlega FSG ef þeir vilja ekki breyta um stefnu.

  Afsakið heiftarlegar skoðanir en ég get bara ekki meir.

 70. Þetta er ekki allt svona einfalt að það sé bara hægt að horfa á tölfræði síðustu 12 leikja, var liðið ekki taplaust í 10 leikjum á undann því.
  Þetta er ekkert bara BR sem er að klúðra, t.d. ef hann fengi að ráða þá væri löngu búið að semja við sterling um betri laun heldur en 100k á viku, og hann hefði ekki misst sinn besta mann annað sumarið í röð.
  Það þarf alltaf að byggja upp nýtt lið ef bestu mennirnir eru seldir og það er ekki BR sem vill selja þá.
  Liverpool var að spila á Old Trafford á Laugardaginn og tapaði 3-1 eins og vanalega á þessum velli það er ekki hægt að dæma stjórann fyrir það en það er hægt að dæma hann á næstu 4-5 leikjum að mínu mati.
  Það sem þarf að laga er það að halda bestu leikmönnonum ánægðum
  T.d. bjóða coutinho 150k á viku og þannig lagað,
  hefði mögulega verið hægt að halda Suarez fyrir 300k á viku sem hann átti skilið.
  Þið getið haldið áframm að brjóta BR niður eða staðið við bakið á honum þangað til FSG ákveður að finna nýjann mann í starfið.
  Munið þið hvað YNWA þýðir?

 71. Sæl öll.

  Langt síðan ég hef komið hingað inn til að gera eitthvað annað en að lesa skýrslur og einstaka komment. Ég hef áður sagt það að þegar menn spila,stjórna og eða vinna fyrir mitt lið þá styð ég þá 100% þeir einfaldlega ganga ekki einir á meðan þeir vilja vinna og leggja allt sitt af mörkum.

  Auðvita er þetta erfið byrjun og fullt af mistökum og ekki hægt að afsaka neitt en það eru bara 5 leikir búnir af hvað 34 deildarleikjum. Ég hef ekki hundsvit á fótbolta en ég tel að það gæti skaðað liðið meira núna að skipta um stjóra heldur en að leyfa Rodgers að vera áfram og allavega næstu 5-7 leiki. Reyndar var það fyrsta sem ég sagði eftir leikinn á laugardag ” Æi nú er komin tími á að Rodgers finni sér aðra vinnu” en svo lagaðist geðvonskan og ég fór að hugsa aðeins lengra. Við skulum sjá til hvað gerist þegar líður fram á veturinn….

  Fram að þeim tíma verðum við bara að venjast þessari vanalegu geðveiki sem fylgir því að styðja Liverpool .Að vera stundum á toppi veraldarinnar og allt gengur okkur í haginn eða að
  vera í hyldýpi ömurleikans og sjá enga framtíð og jafnvel að fara að hugsa um að styðja eitthvað annað lið eða fara að styðja stóru upplestrarkeppnina

  Þangað til næst
  YNWA

 72. Ég er þeirrar skoðunar að Rodgers sé þrjóskur og þver.

  Ég samt hálfpartinn vonaði alltaf að hann hefði eitthvað fyrir sér.

  Það er hinsvegar deginum ljósara að ef allir í fjölmiðlum og á netinu eru að öskra á að eitthvað leikkerfi sé best að spila þá mun hann ekki beygja sig fyrir því, alveg sama hvort það sé rétt eða rangt. Þannig slær þessi maður mig og hefur alltaf gert. Hann myndi líklega frekar bjarga “stoltinu” heldur en Liverpool þegar öllu er á botninn hvolft.

  His way or the highway og ég vona að hann verði settur í eldflaugarbíl niður þann veg svo hann fari ekki með allt félagið með sér.

 73. #89 FSG hefur alltaf sagt að þeir vilji sjá framfarir. Eitthvað hefur áhuginn hjá þeim dalað og eigandinn Henry löngu hættur að tísta. Rodgers hefur engu að síður tekist að tala þá á sitt band og hann er ennþá við stjórnvölinn og búinn að fá fullt af nýjum leikmönnum sem kostuðu skildinginn.

  Pressan á honum finnst mér vera fyrst og fremst, getur liðið spilað vel á ný? Heilt tímabil í fyrra var í molum. Kom smá run með 3-4-3 kerfið en samt virkaði það aldrei neitt sérstaklega sannfærandi.

  Það er búið að vera sorglegt að horfa á Liverpool helvíti lengi og leikirnir á þessu ári hafa ekkert skánað. Algjör grísasigur á Stoke, steindauður jafnteflisleikur sem einhvern veginn vannst líka á móti Bournemouth. Óheppnir að vísu á móti Arsenal liði sem var í ruglinu en síðan steindauðar frammistöður aftur.

  Þetta er bara ekki gott verður að segjast. Kallinn náði 2.sæti á þar síðasta tímabili, náði að hrista upp í liðinu og sennilega bjarga starfinu í fyrra. Núna þarf kallinn bara á öðru kraftaverki að halda. Það er ekki í boði að byrja tímabilið eftir mánuð og vera svo í eltingarleik í 5-6. sæti allt tímabilið.

  Það finnst mér allavega ekki. Mér fyndist allt í lagi ef FSG myndu bara segja við Rodgers, við erum byrjaðir að skoða aðra stjóra bara svo þú vitir. Þá væru þeir trúir sjálfum sér að vilja framfarir.

 74. Kæri jóli!

  Viltu senda mér Clyne-Gomez-Sakho-Moreno í skóinn? Helst ekki seinna en á fimmtudaginn?

  Ég lofa að vera alltaf góður við mömmu í staðinn.

  Þinn Henderson14

Man Utd 3-1 Liverpool

FC Girondins de Bordeaux