Man Utd 3-1 Liverpool

Ef einhver nennir ekki að lesa þessa skýrslu þá skal ég súmmera hana upp í eina setningu:

Liverpool og Rodgers voru hræðilegir í dag.

Mignolet

Clyne – Skrtel – Lovren – Gomez

Milner – Lucas – Can

Firmino – Benteke – Ings

Bekkur: Bogdan, Toure, Origi, Sakho, Rossiter, Moreno, Ibe

Liðsvalið í dag var svo sem ekkert galið og ekki margt sem hægt væri að gera öðruvísi hvað það varðar. Uppstillingin á liðinu fannst mér enn og aftur vera mjög röng. Maður vonaðist eftir því að sjá Firmino í holunni og Ings frammi með Benteke. Eins og maður hefur rekið sig á síðustu vikur og mánuði að Rodgers virðist ekki ætla að breyta sínum hugmyndum til að aðlaga þær að því að fleiri leikmenn fitti betur inn í liðið.

Allavega, liðið mætti ekki til leiks fyrstu 45 mínúturnar. Ekki voru Man Utd góðir en hamingjan hjálpi mér hvað Liverpool sá til þess að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum. Heimamenn fengu frían aðgang að öllum seinni boltum, fengu boltann frá Liverpool í gríð og erg og varnarmenn þeirra svitnuðu varla. Það var engin yfirvegun í spili liðsins, leikmenn alltof langt frá hver öðrum og sóknir þeirra hægar og fyrirsjáanlegar. Lesið skýrslurnar frá síðustu leikjum og þið sjá ákveðið mynstu þar á milli.

Í hálfleik gerði Man Utd skiptingu sem átti eftir að breyta leiknum. Rodgers, það má gera það. Ashley Young kom inn á og lét strax til sín kveða. Hann vann aukaspyrnu á hættulegum stað, maður vissi allan tíman hvað var að fara að gerast þegar hann keyrði á Clyne, og Daley Blind kom heimamönnum yfir með frábæru skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu. Credit where it’s do.

Danny Ings komst í ágætis stöðu en átti frekar slakt skot í jörðina sem De Gea varði nokkuð auðveldlega í marki Utd rétt áður en Joe Gomez gaf Herrera snertingu í vítateig og vítaspyrnu. Afar klaufalegt hjá Gomez, sem annars var búinn að vera ágætur í leiknum. Herrera skoraði af miklu öryggi úr spyrnunni og leikurinn svo gott sem búinn – ekki það að hann hafi nánast verið það í fyrsta skiptið sem Liverpool snerti boltann í leiknum.

Þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma sýndi Liverpool smá lífsmark þegar Christian Benteke gerði sér lítið fyrir og skoraði úr glæsilegri hjólhestaspyrnu utan úr teig. Frábærlega gert hjá Benteke sem var enn einu sinni skilinn eftir einn og yfirgefinn í sóknarleiknum. Smá kraftur kom í Liverpool en hann var kæfður niður nær strax þegar Anthony Martial skoraði þriðja mark Man Utd með hjálp varnarmanna Liverpool sem létu hann lýta út eins og Thierry Henry.

Afleitur leikur hjá Liverpool og Brendan Rodgers er heldur betur kominn í erfiða stöðu. Ég sagði í þar síðasta podcasti að ég myndi ekki endilega dæma úrslitin gegn West Ham sem algjör deal breaker í vetur fyrr en maður myndi sjá viðbrögð liðsins í næsta leik – viðbrögðin voru engin!

Vissulega vantar Henderson, Coutinho og Sturridge en holningin á liðinu er gjörsamlega engin. Það er ekkert hægt að sjá hvað Liverpool ætlar að reyna að gera. Er þetta sóknarlið? Varnarlið? Ætlum við að spila með þrjá framherja? Sóknarmenn á köntunum? Rodgers, hvað í ósköpunum ertu að reyna að fá út úr þessum hóp? Til hvers ertu með fjóra framherja í hóp og spila einum frammi?

Ég veit ekki hvað maður á að segja, Rodgers er að fá risa stóran annan séns og er mjög heppinn með að fá slíkan í nútíma fótbolta. Hann fær tækifæri til að gera það sem hann vill með hópinn, láta dýra leikmenn fara og kaupa dýra leikmenn inn, ráða nýtt þjálfarateymi og gera hvað sem honum dettur í hug – en hvað hefur hann í hausnum? Ég bara get ekki séð það.

Rodgers þurfti að ná stuðningsmönnunum á sitt band eftir afleita leiktíð í fyrra en hann virðist hugmyndalaus á það hvernig hann ætlar að ná árangri. Mér þykir óskiljanlegt af hverju hann hefur ekki leitað aftur til þeirrar uppstillingu sem skilaði liðinu hársbreidd frá titlinum fyrir tveimur árum.

Næsti leikur er á fimmtudaginn og vonandi verða þá einhverjir af Allen, Sturridge, Coutinho, Lallana og Henderson klárir og geta komið aftur inn í liðið og gefið liðinu aukinn kraft því þetta er ekki að gera sig. Liðið og Rodgers eiga að vera að gera mikið betur en þetta.

90 Comments

 1. Jæja, ég þarf að hætta að skemma helgar mínar með þessu Liverpool áhorfi. Þetta er bara farið að vera leiðinlegt!!!

 2. Eg set þetta a Rodgers liðið var einfaldlega ekki vel sett upp i dag. Rokstyð það frekar seinna nu þarf maður eiginlega að fa ser bjor og komast yfir þessa hormung

 3. Skulum slaka aðeins á drengir. Finnst lélegt ef menn gefa liðinu ekki að minnsta kosti 10 leiki áður en menn byrja að gráta eins og litlir krakkar eftir því að hann eða þessi verði látinn fara. Lærum að tapa eins og menn, og ræðum hlutina í stað þess að hamra á lyklaborðið með krepptum hnefum.

  Áfram Liverpool.

 4. Það eru engar afsakanir eftir. Ef þú vilt Rodgers áfram viltu skaða Liverpool, það er bara þannig. Ef svo er, myndi ég hugsa minn gang.

  Þessi vörn, þessi sókn, þessi stjóri… jesús fokk.

 5. liðið er nóu gott.. okkur skortir ekki mannskapinn.

  rodgers ræður bara ekkert við þetta.

 6. Við fengum án djóks 3 mörk á okkur á móti sóknarlínu sem innihélt Young-Fellaini-Mata #RodgersOUT

 7. Þetta er tímabil nr 4 hjá Rodgers það er ekki eins og hann sé enþá á reynslutíma er hræddur um að það verði bara áfrahaldandi vonbrigði með hann sem stjóra.

 8. Ég hef hingað til ekki viljað hoppa á Rodgers out vagninn, en þetta er dropinn minn, ég býð mig m.a.s. fram til að stýra vagninum. Að tapa fyrir lélegasta scum liði allra tíma er algjörlega ófyrirgefanlegt!

 9. Jákvætt: Van Gaal tryggði sér lengri líflínu og líflína BR hjá Liverpool styttist.

 10. 45 mín gerðist ekkert.

  49 mín Young fær aukaspyrnu og Clyne og þeir skora með því að hreina teygin.

  55 mín. C.Smalling bjargar á síðustu stundu að Benteke jafni ekki eftir sendingu frá Firminho

  57.mín Ings með fínt skot en DeGea varði stórkostlega.

  65 mín Blind bjargar á línu fyrir Man utd og í framhaldi af því fær Firminho dauðafæri en setur boltan framhjá(tvö liverpool færi í nokkrum sek).

  70. Mín Gomez með skelfileg misstök og Man utd skorar eftir víti.

  76. mín Benteke með skalla yfir úr fínu færi

  84. Benteke með stórkostlegt mark

  87.mín Martial með flott einstaklingsframtak og mark

  Þetta var ekki merkilegur leikur en fótboltaleikir ráðast á að klára færi sín eða einstaklingsmisstökum og þar lenti liverpool undir í dag.
  Eins og sjá má í sambandi við hvað gerðist í leiknum þá fékk Liverpool ekki síðri tækiæfir en Man utd en inn fór boltinn ekki og en einu sinni gefum við mark(Gomez).

  Heilt yfir var þetta mjög bragðdaufur leikur. Hægur og lítið í gangi. Framistaða liðsins var ekki merkileg en mér fannst miða við færinn og hvernig leikurinn spilaðist þá vorum við ekkert að skapa minna en Man utd.

  7 stig eftir 5 leiki er ekki nógu gott en eina sem hægt er að gera er að setja stefnuna á að vinna næsta leik og læra af þessum.

  p.s er enþá fúll yfir Coutinho fyrir rauðaspjaldið í síðastaleik því að hann hefði getað gert gæfumuninn í svona rólegum leik.

 11. Liverpool áhangendur við þurfum að skipta um stjóra og það strax maðurinn veit ekkert hvað hann er að gera með þetta lið það er ekkert plan B og ef við lendum undir þá er hann alveg blankur á breytingar sem geta hjálpað liðinu BR OUT

 12. “Það eru engar afsakanir eftir. Ef þú vilt Rodgers áfram viltu skaða Liverpool”

  Hárrétt. Við sem viljjm ekki reka þjálfarann eftir tap á fokking Old Trafford án fyrirliðans og tveggja bestu sóknarmannanna erum auðvitað að gera það vegna þess að við hötum þetta lið og viljum skaða það.

  Anda djúpt! Þetta er ekki skemmtilegt en þetta er heldur ekki heimsendir.

 13. Vil bara láta ykkur vita það sem er helst í fréttum að ég er með Bentake sem captain í fantasy liðinu mínu finnst reyndar að það á að vera aukastig fyrir svona mörg.

  Við erum með 7 stig í deildinni og scums í öðru sæti með 10 stig og City í sérflokki með 15.
  Nóg eftir af mótinu og því miður þá stöndum við uppi með BR sem er að hefja sitt 4 tímabil með LFC og stóra spurningin getur vond versnað?

 14. Því miður er að koma í ljós það sem mörg okkar hafa sagt síðan snemma síðastliðið vor. Margt gott má um Brendan Rodgers segja en hann ræður engan veginn við þetta verkefni.

  Í dag bauðst að sumu leyti frábært tækifæri. ManU í töluverðri krísu innan vallar sem utan. Þarna hefði einhver jafnvel hugsað sem svo að rétt væri að sækja á ManU og t.d. að vekja upp tígulinn sem gafst vel um tíma í fyrra. Nýta sér hvað andstæðingurinn er hægur og reyna að komast á bak við vörnina.

  Raunar hefði verið hægt að hugsa sér nánast allt annað en leikaðferðina sem Rodgers valdi sem er í stuttu máli að spila nánast allri framlínu Liverpool út úr stöðu.

  Vitanlega er barnalegt að skella sökinni á einn mann. Ábyrgðin er auðvitað sameiginleg en við verðum að hafa í huga digurbarkaleg ummæli þjálfarans um hvað allt sé strategískt og taktískt hjá honum. Allt er að við að smella saman og svo kemur svona leikur? Núna dugar ekki bullið sem hann lærði hjá almannatenglinum lengur. Það verða að verða breytingar þó að fyrr hefði verið.

  Liverpool sígur nær meðalmennskunni með hverjum deginum sem Brendan Rodgers stýrir liðinu. Þó að hann fengi alla peninga í heiminum til að kaupa leikmenn er mér til efs að mikið breyttist. Þó að hann ræki aðstoðamennina sína 20 sinnum myndi það ekki geta breitt yfir að þjálfarinn ræður ekki við verkefnið.

 15. Mikið rétt Einar, þetta er ekki heimsendir en Rogers er samt búinn að missa kjarkinn og þar af leiðandi fáum við aldrei þann sóknarbolta sem liðið sýndi fyrir tveimur árum. Að mæta á OT og halda að þú getir spilað upp á jafntefli ertu í raun að grafa eigin gröf. Þetta á ekki eftir að ganga upp hjá BR og það er í raun tímasóun að mínu mati að halda honum til áramóta.
  Mín skoðun.

  kv.
  Einn ósáttur mikill aðdándi Liverpool en ekki aðdándi BR.

  YNWA

 16. Markatalan hjà liverpool í síðustu 7 deildarleikjum er 5- 15.

  Finnst mönnum það eðlilegt ? Òtrúlegt að BR sé að stýra LFC. Hefur aldrei stjòrnað stòru félagi og er svo ráðinn til okkar ! Hlýtur að vera ansi tungu lipur svo ekki sé talað um Excel skjalið gòða.

  Því fyrr sem hann fer því betra. Man Utd höfðu þò vit að losa sig við Moyes. BR er knattspyrnulega gjaldþrota. Get bara ekki meir af þessum manni………

 17. Bíð spenntur eftir að sjá menn keppast um að kenna Lovren og Lucas um tapið. Það hlýtur að vera hægt að klína mörkunum á þá 🙂

  Annars anda inn anda út, þetta er ekki jafn slæmt tap og gegn West Ham. Liverpool einstaklega hugmyndasnutt framan að, en ég sá von þegar Origi kom inná og spilaði með Benteke. Held að þeir gætu náð vel saman.
  Stórkoslegt mark hjá Benteke eflaust eitt af mörkum tímabilsins.

 18. Sá að Rodgers talaði um að fara að nota hópinn í næstu leikjum en af hverju notar hann ekki heilann?

 19. Aldrei í lífinu skal ég hætta að styðja Liverpool FC, enda blek merktur þeim fyrir lífstíð… en það er ekki endilega það sama og ég sé sammála öllu sem þjálfarinn er að gera eða hans stefnu, langt frá því, enda er það okkar, stuðningsmanna að mynda skoðun á málinu…. T.d var þessi skelfing ekki boðleg… og mér er alveg sama hvort það vantaði Coutinho eða Henderson…. manchester eða hvernig sem í andskotanum það er skrifað var ekki með sóknarmenn inná í 75 mín.
  Halló…. 3 mörk og við ekki með sóknartengilið í hóp… af því að hann er ekki til. Nema töframaðurinn sem er ranglega í banni….
  Aaaaaarggggg ég er svo fokking svekktur að það er viðbjóður… ekki það að hinir hafi verið að spila einhvern glamrandi fótbolta, við áttum bara hægar sóknir og nokkur hálf færi… en vinnum bara næsta leik, fáum byr í þessi segl
  YNWA

 20. Nú er nýjabrumið löngu farið af þessu hjá Rodgers, Hann er búinn að fá tíma og peninga og leikmenn til að moða úr. Við verðum aldrei í topp 4 ef að Mourinho og Gaalinn hafa svona tak á honum.

  Auðvitað vantaði Coutinho og Henderson og Sturridge í dag, en það er bara engin afsökun. Það voru þarna rándýrir menn sem að Rodgers keypti sjálfur í staðinn. Ég er því miður að detta á Rodgers out vagninn.

 21. Einar Örn minn kæri vin, ef það væri bara þessi eini leikur, ok. En í upphafi leiktíðar eru nákvæmlega engin merki um að þetta tímabil verði neitt skárra en síðasta tímabil, sem að mínu mati og margra annarra var engan veginn ásættanlegt.

  Rodgers fékk töluverð fjárráð í sumar, fékk að kaupa sína leikmenn, fékk að skipta um þjálfarateymi og mér finnst hans ennþá jafn clueless og í fyrra. Ég hef hingað til viljað gefa honum tækifæri, því almennt er það mín skoðun að það að reka þjálfarann og þurfa að byrja upp á nýtt í hvert einasta skipti sem leikur tapast leysi engin vandamál.

  En eins og ég sagði áðan þá var þessi leikur minn dropi. Þetta var án nokkurs vafa lélegasta united lið sem ég hef séð frá því að ég byrjaði að fylgjast með enska boltanum fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að viðurkenna. Við komum algjörlega and-, getu- og vonlausir í þennan leik og ef stjóranum tekst ekki að leggja leikinn betur upp og mótivera menn á móti erkifjendunum, alveg óháð því hverjir eru á sjúkralistanum, þá á hann einfaldlega ekkert erindi í starfið.

  Það er mín skoðun, ég virði skoðanir þeirra sem vilja gefa Rodgers meiri séns, en ég er búinn að gefast upp!

 22. Þvílík hörmung. Aðeins hjólari Benteke (sem var stórkostlegt mark) var jákvætt í þessum leik. Það verður bara ljósara með hverjum leiknum að BR er kominn á endastöð. Svei mér þá, ef maður tekur tillit til þess hversu miklum peningum hann hefur fengið að eyða, þá gæti hann hugsanlega flokkast sem versti þjálfari síðustu 50-60 ára í sögu klúbbsins.

  Ég er búinn að fylgjast með og styðja þetta dásamlega lið í yfir 25 ár og það eina sem ég get séð er eftirfarandi:
  FSG, með Brendan Rodgers í broddi fylkingar, hafa núna á þremur árum tekist að búa til eitt lélegasta Liverpool-lið sem ég hef séð. Þetta er á pari við það sem Roy Hodgson var að sýna okkur. Til hamingju með það.

  Ef FSG eru ekki tilbúnir til að viðurkenna mistök sín – og reka Brendan Rodgers sem allra fyrst – þá hugsa ég að maður neyðist til að hoppa á #YanksOut-vagninn.

  Og við Viola #6 og Einar Örn #14 hef ég aðeins þetta að segja:
  Þið verðið að átta ykkur á því að menn eru ekkert brjálaðir út í Rodgers fyrir bara tap á Old Toilet og heima á móti WestHam, heldur eru menn brjálaðir yfir því að maðurinn hefur engu skilað í þau þrjú ár sem hann hefur verið með liðið, ENGU. Liðið spilar stórkostlega lélegan fótbolta, engin taktík er sjáanleg og slær svo hvert drullumetið á fætur öðru. Ég skil bara mætavel að menn séu brjálaðir yfir því og vilji manninn burt og það sem fyrst!

  Maður er bara gráti næst, bandbrjálaður, en á sama tíma sárdapur yfir því hvernig komið er fyrir okkar ástkæra liði.

  Áfram Liverpool!

 23. Ættlar enginn að andskotast út í FSG? Brendan hefur misst Suarez, Gerrard, Sterling og Sturrage, 4 bestu menn liðsins. Hann fær svo að kaupa menn sem krefjast ekki yfir 100 á mánuði í laun. Getur verið að Rodgers sé ekki endilega eina vandamál Liverpool?

 24. Carragher: “Nowhere near enough, there wasn’t enough help for Benteke.

  “I don’t understand what the point was in playing Danny Ings in that position.

  “They haven’t got any wide players.

  “He has still got Sturridge to come back, he has a lot of strikers but he continues to play 4-3-3.”

 25. Það er svo sem hollt að reyna að horfa á björtu hliðarnar. Við erum aðeins þremur stigum á eftir arsenal og man utd, chelsea er neðar en við og allt það.
  En aðeins blindur maður tekur ekki eftir því að það eru þó búnir 5 leikir, við erum búnir að skora 2 lögleg mörk, og við erum heilt yfir búnir að vera ömurlega lélegir í nánast öllum leikjunum.
  Ef einhver telur þetta gott, þá er sá hinn sami með ansi lágan standast.

 26. Sem LFC stuðningsmaður verð ég að segja mér fannst við sýna rosa lítið hvað liðið í raun og veru getur. Man utd voru í raun ekkert sérstakir heldur en, eins og einn nefndi áðan, þeir kláruðu færin sín. Mér fannst vanta flæði og öryggi í Liverpool liðið í dag. Áttum erfitt með að spila honum á milli og fljótir að tapa honum. Virðist líka vera að heildin fellur þegar Coutinho er ekki með. Ég var ekki sáttur með Firmnho í dag en jú það tekur tíma aðlagast frá þýskum yfir í enska boltan. Þetta er vissulega svekkjandi úrslit og sárt að horfa á þessa framistöðu (Þó Benteke markið hafi verið frábært), en tímabilið er rétt að byrja og nóg eftir. BR hefur nóg að vinna úr.
  Til hamingju Man U með sigurinn. Voruð betri aðilinn í dag en í raun ekkert sérstök frammistaða.
  #YNWA

 27. Það eina sem fór í gegnum huga minn í þessum ömurlega leik var „Hodgson days are here again”.

 28. Liverpool yfirspilað í 90 mín af lélegu Utd-liði.
  Ef stjórinn getur ekki módiverað liðið fyrir stærsta leik ársins er hann ekki að valda starfinu.
  Því segi ég BRENDAN OUT !!!

 29. Það er staðreynd að Liðið er búið að vera Ömurlegt fyrir utan einn hálfleik á móti Arsenal

  Stálheppið að vera með meira en 2. stig,

  Hugarfarið er barasta með ólíkindum, eftir höfðinu dansa limirnir !

 30. Týpískt. Benteke skorar frábært mark og þá þarf einhver 19 ára pjakkur að toppa það mark mínútu seinna.

  Rodgers out

 31. Ekki gefast upp drengir. BR á eftir að snúa þessu við, KOMA SVO, YNWA!

 32. Í sumar hafði ég svipaða tilfinningu fyrir þessu tímabili og áframhaldandi stjórn Rodgers eins og lokaárinu hans Houllier. Mér fannst þetta eiginlega fullreynt og rétt að gera breytingar. En ég var ekkert 100% sannfærður um það og skildi ágætlega það sem FSG ákvað að gera.

  Liverpool er með 11 stig úr síðustu 10 deildarleikjum og leikirnir þar á undan voru heldur ekkert æðislegir. Þetta er einfaldlega beint framhald af leikjum síðustu leiktíðar; hugmyndaleysi, andleysi, þróttleysi.

  Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til einhverrar þróunar í leik liðsins. Eitthvað sem segir að á endanum muni þessi spilamennska fara að skila mörkum, áferðarfallegra miðjuspili, betra flæði, þéttri vörn. Ekkert.

  Einhver staðar á þessari þriggja ára vegferð hefur aumingja Rodgers tapað sinni hugmyndafræði, þori og kjarki. Mér finnst það ömurlegt. Ég taldi hann vera manninn fyrir Liverpool fyrstu árin. Það finnst engum Liverpool manni þessi staða skemmtileg. En verðum við ekki að vera raunsæ og segja hlutina eins og þeir eru? Þetta lítur ekkert vel út.

  Kannski mun þetta allt snúast Liverpool í hag og þá verða þessi orð mín kjánaleg. Það má vel vera að “þetta reddist”. Ég vona að svo verði en sé það því miður ekki gerast.

 33. Tvennt jákvætt.

  Benteke setti hann. Strax orðin betri en Balo.

  Við eigum Coutinho, Henderson, Sakho og Sturridge inni. Get ekki beðið eftir að þeir fari að spila allir saman.

 34. Ekki hressist ma?ur vi? a? lesa þetta vi?tal vi? Rodgers….
  Miki? nennir ma?ur ekki a? lesa a? Utd àtti aldrei a? fà þessa aukaspyrnu og blabla varnarleikur lfc à aldrei a? vers jafn kjànalegur og í þessari aukaspyrnu Brendan! spilamennska lfc à aldrei a? vera jafn léleg og í fyrri hàlfleik í dag hùn var ótrùleg… og reyndar lîti? skàrri í þeim seinni
  öll 3 mörk Utd koma eftir anna? hvort hro?aleg einstaklingsmisstök e?a kjànalegs varnarleiks li?sins í heild…
  sóknarleikur li?sins var líti? skàrri menn eins og firmino tek hann sem dæmi enda me? núll í heppnu?um sendingum sem og öllu ö?ru í dag…

  svona töpu?um vi? leiknum í dag Brendan me? mjög svo dapri frammistö?u frá aftasta manni til hans fremmsta.. jù simon átti ekki þàtt ì neinu marki ma?ur leiksins hjà okkur þràtt fyrir a? verja ekki skot segir smá um okkarmenn.

 35. Þetta er fyrsti leikur liðsins sem ég sé á þessu tímabili. Frammistaðan var ekkert spes, en þó engin hörmung heldur þótt dramatíkin sé að fara með suma hér.

  Í dag eru Liverpool og MU í svipaðri stöðu, lið sem eru að rembast við að endurreisa sig og að standa undir miklum væntingum stuðningsmanna, sem byggja á sögulegum árangri liðanna. MU voru ívið betri í dag án þess þó að heilla sérstaklega. Leikurinn var leiðinlegur lengst af og lítið í gangi. Ég horfði á hann á bar hér í Þýskalandi þar sem leikur Frankfurt og Köln var í gangi á sama tíma með hljóði. Sá leikur var mjög fjörugur og endaði 6-2 og Þjóðverjarnir á barnum misstu sig með reglulegu millibili í fagnaðarlátum eins og gefur að skilja og ekki var enski leikurinn beinlínis að ná að fanga athyglina í samanburði. Fyrri hálfleikur var óvenju bragðdaufur m.v. væntingar til leiks þessara erkifjenda.

  Síðustu tíu mínúturnar færðist mun meira fjör í leikinn. Benteke skoraði glæsilegt mark og skömmu síðar sýndi Martial takta sem minntu á Suarez og gerði út um leikinn.

  Helstu punktar sem ég tek út úr leiknum voru að miðja LFC var mjög bragðdauf og þar með sóknarleikurinn í heild. Benteke fékk úr sáralitlu að moða og var mjög einangraður frammi, þrátt fyrir að Ings væri með honum. Loksins þegar Benteke fékk úr einhverju að moða skoraði hann geggjað mark. Mig grunar að hann og Sturridge gætu orðið mjög gott sóknarpar. Firminho varð ég varla var við og sama má segja um Milner. Hins vegar eru þeir báðir nýliðar og þurfa að fá tíma til að aðlagast liðinu.

  Þessi leikur sem slíkur gaf akkúrat ekkert tilefni til að panikka. Það er einfaldlega allt of snemmt að fella dóma yfir leikmannakaupum sumarsins strax. Ég er miklu bjartsýnni á þau heldur en síðasta sumar og tel vel raunhæft að liðið nái einu af efstu fjórum. Deildin virðist jafnari í upphafi en í fyrra. Chelsea skitu upp á bak í dag og Mourinho verður líklega rekinn ef þeir tapa næsta leik (á móti Arsenal), maðurinn sem átti að vera öruggastur með starf sitt fyrir mót. Að sama skapi hefur Roberto Martinez verið undir pressu en styrkti sig í sessi með úrslitum dagsins.

  Benteke lofar góðu.
  Gomez lofar góðu.
  Firminho lofar góðu þrátt fyrir slakan leik í dag.

  Gefum þessu séns.

 36. #30: markið hjá Benteke var ekki toppað í þessum leik, og verður tæpast toppað á þessari leiktíð.

  Ég er ekki einn af þeim sem er á Rodgers Out vagninum, enda vitum við að sá vagn er í alfyrsta lagi á áætlun um áramótin, hugsanlega ekki fyrr en í vor.

  En af hverju hann þráast við að nota tígulmiðjuna og 442 aftur, það finnst manni merkilegt.

 37. #36 nei var nú ekki að meina að það hafi verið flottara. En það fékk að lifa í eina mínútu áður en þessi Frakki skoraði. Benteke markið fellur í skuggann á bæði Martial markinu og svo bara tapinu yfir höfuð. Það verða ekki margir sem munu minnast marksins nema við púlarar einfaldlega vegna þess að einmitt þessi leikmaður, Martial, skoraði.

 38. ömurlegur leikur og mjög svekkjandi tap. Menn geta hins vegar ekki litið framhjá að það að vantaði mjög marga lykilmenn í þessum leik. Coutinho er líklega okkar besti leikmaður og okkar mest skapandi leikmaður og munaði sannarlega um hann í dag. Henderson er að mínu mati okkar næst besti leikmaður og sá mikilvægasti sýndi sig t.d hitt í fyrra að þegar hann fór í 3 leikja bann þá hrundi liðið alveg. Fyrir utan það vantaði líka Sturridge, Lallana og Allen og hefðu allir þessir leikmenn geta nýst í dag.

 39. Merkilegasta við þetta að ég tók þessu sem sjálfsögðum hlut í dag að tapa 3-1 gegn United. Sætti mig við þetta á nokkrum mín.

 40. Það er bara komin tími á BR, hann hefur aldrei unnið neitt , bara komið Svansi í þessa deild .Ég hef ekki lesið kommentin hér að ofan en hann er að nota menn ekki í réttar stöður og menn eins og Milner sáust valla, flott mark hjá Bentika en hvar er Orge og fl,fl,fl,

 41. Þetta er fjórða tímabil Rodgers og ef einhver nennir að skoða tölfræði yfir peninga sem hann hefur eytt ásamt skotum á mark á þessari leiktíð getur hver séð að hann er algjörlega stefnulaus meðalþjálfari sem talar bara um barcelona sem taktík.

  Mjög barnalegt að halda trausti á hann í sumar hjá eigendum þessa liðs enda í besta falli meðaleigendur líka.

  Ég er allavega kominn í Hodgon mode og hættur að hafa áhuga og ánægju af því að horfa á þetta lið.

  Allt tal um að anda með nefinu má beina til Everton stuðningsmanna.

 42. Menn seigja, það er ekki heimsendir ,,, ekki það?? Er búinn að horfa á Liverpool í rúmmlega 40 ár og ég hef aldrei séð eins slakt Liverpool lið og það á móti manu,,, halló,,,finnst ykkur þetta í lagi? Það er ekkert að því sð tapa fyrir á the toilett enn hvað er að frétta? Þetta er svo sorglegt ????

 43. YEAH YEAH YEAH ..martial skoraði ágætt mark framhjá slöppum varnarmönnum hversu oft sá maður súarez skora svona mörk ? 30 sinnum ? það toppar EKKERT markið hjá Benteke
  Haldið kjafti með að martial hafi skorað flottara mark því Benteke er með mark ársins og það er það EINA sem er jákvætt úr þessum leik fokk this.

 44. Langt langt síðan Rodgers var búinn að vera. Það var ekki honum að þakka að Liverpool vann næstum titilinn fyrir 2 árum. Það voru Suarez, Gerrard, Sturridge og Skrtel sem sáu um það sjálfir. Hann var bara heppinn að vera með þessa menn innanborðs. Ég aftur á móti tel að hann hafi átt risa þátt í því að klúðra titlinum með taktísku rugli á lokametrunum.
  Enginn manager eytt öðru eins í leikmenn frá upphafi en liðið er vonlaust. Nkl það sama og í fyrra, vörnin drasl enda besti varnarmaðurinn aldrei í liðinu (Sakho) og sóknarleikurinn gjörsamlega ömurlegur. Maður er hættur að nenna að horfa á liðið spila-það virðist vera ávísun á vonbrigði og hundleiðinlegan fótbolta.
  Einn svekktur.

 45. Ég skil ekki alveg hvað Rodgers er að gera með þetta lið, við erum lélegt sóknarlið og lélegt varnarlið.
  Við erum með lélegar sendingar útum allan völl og gefum boltann frá okkur trekk í trekk og sköpum ekki neitt. Vissulega hefði verið frábært að getað notað Sturridge fit , Hendo og Coutinho, en þessi hópur hefði maður haldið að gæti gert betri hluti en þetta.
  Tapið sem slíkt er ekki það verst enda erum við svo sem vanir að fara frá þessum velli með 0 stig en spilamennskan var það versta og það situr í mér.

  Núna þarf Rodgers að hugsa sinn gang og gera róttökar breytingar, ég vil ekki horfa á annan leik með Benteke einan frammi í 90 mín, Benteke er góður leikmaður sem myndi brillera fyrir lið sem þora að sækja á fleiri mönnum og hafa smá sóknarþunga.

  Næsti leikur er Bordeaux úti og þar vona ég að Rodger komi smá á óvart og geri breytingar og sýni að hann hafi það sem til þarf en ég óttast að það verði við það sama.

  Ég fer að missa mína þolinmæði fyrir þessum þjálfara.

 46. Það var nú ekkert að marka þetta eins og RB sagði, sérstaklega ekki mörkin.

  Við skulum ekki víla hót;
  það varla léttir trega;
  og það er þó alltaf búningsbót
  að bera sig karlmannlega.

 47. Er búinn að fylgjast og halda með Liverpool í rúm 30 ár og þessi frammistaða í dag var svo gersamlega pathetic að maður er bara orðlaus. Van Gaal fékk bara óáreittur að svæfa Liverpool liðið og leiða það svo rólega til slátrunar. Þetta minnti á verstu tímabil Roy Hodgson og Greame Souness. Við vorum bara hræddir og þorðum ekki að berjast eða spila fótbolta. Það er fullkomlega óafsakanlegt þegar Liverpool er að spila á fokking Old Trafford.

  Ég er kominn með ógeð á Brendan Rodgers og er kominn með ógeð á þessum helvítis Könum sem stjórna Liverpool í gegnum Skype og halda að liðið okkar ástkæra sé eitthvað helvítis Excel-skjal. Hvenær komu þessir bölvuðu Kanar síðast til Anfield að horfa á leik?

  Maður er að lesa úr ýmsum áttum að Kop-stúkan sé fyrir löngu komin með nóg af Rodgers og það sé leiðinda andrúmsloft á heimaleikjum. Ef þessir Kanar væru á staðnum þá vissu þeir það og hvernig hjörtu okkar væru að slá. Við stuðningsmenn erum algjörlega gáttaðir leik eftir leik á því hvernig Rodgers setur upp liðið, innáskiptingunum og hvernig annar hver leikmaður er settur útúr stöðu, skipulagsleysi, hryllilegum varnarleik liðins undir stjórn Martin Skrtel o.s.frv.

  Rodgers er setjandi hvert hörmulega metið liggur við viku eftir viku. Hann er bara bíðandi uppá náð og miskunn og vonar að Henderson og Sturridge reddi sér úr holunni djúpu sem hann er búinn að moka sér oní.
  Framundan eru á pappírnum auðveldir heimaleikir fyrst gegn Norwich og svo Aston Villa áður en kemur að grannaslag gegn Everton þann 4.október. Ég vil sjá Rodgers rekinn fyrir þann tíma. Rodgers átti aldrei að fá þetta djobb enda er hann ekkert tilbúinn fyrir stórlið. Það er bara augljóst mál og hann er greinilega við það að missa klefann á Anfield endanlega.

  Áfram Liverpool.

  #BurtmeðRodgers
  #YanksOut

 48. Mín vegna má Gary McAllister vera orðinn care-taker manager strax á mánudaginn.

  Og Rodgers getur tekið til við að stilla upp kolvitlaust og spila mönnum út úr stöðu í einhverju fyrstu deildar liði…

  Þetta ráðaleysi gengur ekki lengur.

 49. Er ekki til eitthvað íslenskt Chelsea spjall.. nei bara svona til að reyna létta lundina 😉

 50. Ætli það sé Eymundsson skilamiði á Firmino? Ef svo er að þá viljum pundin okkar aftur Hoffenheim!

 51. Ein breytng frá west ham skitunni út af leikbanni.. Kjarklaus eða getulaus hvort ætli það sé nú.

 52. 5 leikir búnir, 3 mörk skoruð, 7 stig. Jájá, svona í byrjum tímabil væri þetta svo sem enginn ástæða til að missa sig. Nema hvað að liðið er á sama róli og allt tímabilið í fyrra sem þýðir að liðið endar líklega í kringum 10 sæti í deildinni með þessu áframhaldi. Eigendurnir hljóta að gera eitthvað, þó ekki væri nema að þeir myndu líta á Liverpool sem fjárfestingu því verðmiðinn hríðfellur með þessu áframhaldi.

 53. “In our past 18 league games, we have managed to score more than one goal, twice. QPR and Newcastle at home last season. That’s basically half a season. What have we become?”

  Er þetta ásættanlegt? Í mörgum þessum leikjum voru bæði Coutinho og Henderson að spila og þar af leiðandi ætti þessi ömurlega afsökun að það hafi vantað helling af lykilmönnum í liðið að fara að falla með sjálfri sér.
  Burt með rodgers, áhugaleysið er með því versta sem maður hefur séð í Liverpool liði.

 54. “In our past 18 league games, we have managed to score more than one goal, twice. QPR and Newcastle at home last season. That’s basically half a season. What have we become?”

  Er þetta ásættanlegt? Í mörgum þessum leikjum voru bæði Coutinho og Henderson að spila og þar af leiðandi ætti þessi ömurlega afsökun að það hafi vantað helling af lykilmönnum í liðið að fara að falla með sjálfri sér.
  Burt með rodgers, áhugaleysið er með því versta sem maður hefur séð í Liverpool liði.

  Afhverju þurfa öll kommentin mín að bíða samþykkis?

 55. Ef við bara skrifum eitthvað jákvætt hér á kop.is…………. Hvað myndi gerast?

  Ég er núna á mínu öðru BR out tímabili, ég veit kannski ekki nógu mikið um fótbolta, enda ekki manager í efstu deild, frekar en þið hinir hér á Kop.
  Eitt orð er mér samt efst í huga, liverpool hjarta ,, sem ég sé ekki hjá liðinu.
  Góðar stundir og við berum allir höfuðið hátt eftir helgina því við erum poolarar.

 56. Vill senda öllum þeim sem ákváðu að borga fyrir sportpakkann í vetur mínar dýpstu samúðarkveðjur

 57. Tilvitnunin hér að ofan hjá Davíð segir allt sem segja þarf!

  Nýir leikmenn og þjálfarateymi hafa engu breytt……. því það er kafteininn á skútunni sem veit ekkert hvert hann er að fara!

  Að út úr korti Van Gaal skuli rasskella okkur svona svakalega……… arg!

  Ég er pirraður!

 58. Það vantaði náttúrulega okkar bestu menn og liðið er mjög ungt.
  Margir af okkar mönnum þurfa að venjast því að spila í úrvalsdeildinni jafnvel þótt þeir hafi verið atvinnumenn frá unglingsaldri.
  Rodgers er að læra mjög mikið þessa dagana.
  Einmitt, Rodgers out.

 59. Er farinn að efast um knattspyrnulegt vit þeirra sem enn verja Rodgers . Liðið lítur jafnvel verr út en í fyrra

 60. Gat ekki hugsað mér að skrifa inn comment fyrr en ég væri búinn að blása aðeins út og biðst vægðar vegna lengd þessa comments.
  Hvað á að byrja?????:
  Leikurinn: Við eigum leik gegn United sem ég vil meina að hafa aldrei verið jafn slakt, er gríðarlega hægir sóknarlega og miðjan þeirra sú hægasta í sögunni, voru ekki með eiginlegan framherja inná vellinum í 75 mín. Þrátt fyrir það hversu illa United spilaði í dag spiluðum við ennþá ver. Bæði lið voru ekkert að skapa í fyrri hálfleik og Van Gaal brást við sem skilaði sér strax eftir 3 mínútur. Brendan bregst aldrei við, hann setur Ibe inná fyrir Firmino (ekki að bæta í sóknina) setur Origi inn fyrir Ings (með 3 menn á miðjunni) í stað þess að taka t.d. Lucas út og bæta í sóknina og setja pressu á United.
  Brendan Rodgers var hugmyndasnauður með ÖLLU, en ætla ekki að einbeita mér um of af þessum leik þar sem hann er aukaatriði í stóra samhenginu finnst mér.
  Leikkerfið: Getur einhver sagt mér hvaða leikkerfi Liverpool spilar? 4-1-2-2-1? 4-2-3-1? 4-5-1? 4-3-2-1? Það er í raun ekki hægt með neinu móti hægt að bera kennsl á það en það sem ég veit er að þegar við verjumst erum við að verjast með 5 menn á miðjunni og verjumst í dag með framherja á vinstri kanti og sóknartengilið á hægri vængnum (Firmino). Verður þetta til þess að Benteke verður gjörsamlega aleinn frammá við og þeir með sem eiga að styrkja hann er klesstir upp við hliðarlínu (Ings og Firmino) Þetta a sennilega að vera útfærsla af 4-2-3-1 kerfinu sem t.d. Chelsea spilar og þá eru með með tvo menn sem sitja og þessir 3 detta ekki niður í varnarvinnunni heldur eru nær striker þegar boltinn er unninn.

  Brendan er síðan sérfræðingur að láta menn spila útúr stöðu og það heldur áfram á þessu tímabili, báðir kantmenn okkar í dag eru engir kantmenn enda sést það á frammistöðu þeirra. Af hverju spilar hann ekki kerfi sem hentar leikmannahóp okkar sem ég tel persónulega vera 4-4-2 (diamond með sóknarþenkjandi mann rétt fyrir aftan Benteke) sem verður Sturridge eftir um mánuð.

  Þær breytingar sem ég tel að eigi að gerast strax eru:
  – Moreno þarf að koma inn í bakvörðinn, nú er Gomez búinn að gefa 2 mörk og er arfaslakur sóknarlega og við þurfum meiri sköpun frammá við (margir ósammála)
  – Sakho þarf að koma inn fyrir SKRTEL
  – Lucas má ekki spila fleiri leiki og Can og Henderson þurfa að skipta DM hlutverki á milli sín
  – Spila sóknarsinnuðum miðjumönnum sem slíkum ekki sem kantmönnum.
  – Benteke þarf að fá meiri aðstoð!

  Eitt að lokun:
  Rodgers in or out:
  Hef ég ekki fylgst með Liverpool nema í 10 ár og ég fullyrði að Liverpool hefur aldrei haft eins sterkan 18-20 manna hóp síðan ég byrjaði að fylgjast með þegar Brendan stillir upp sýnu sterkasta liði þá eru eftirtaldir menn á bekk: Skrtel, Lallana, Firmino, Ings, Origi, Gomez, Touré, Lucas.
  Mér sýnist bara Brendan ekki ráða við þetta og ég er með spádóm, um jólin verða Liverpool búnir að skipta um stjóra og sá sem tekur við af Brendan er stjóri í ensku deildinni í dag og heitir José Mourinho hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

  Takk fyrir mig.

 61. AEG er með þetta eins og svo oft áður #53.
  Ótrúlega dapurt undanfarið hjá okkur.

 62. Villi ég var farin að taka mark á þér þangað til að þú spáðir Móra sem stjóra hahah

 63. Okkar menn voru lélegir í dag. Það er eiginlega grátlegt að sjá hvað þeir voru lélegir. Mér fannst enginn leikmaður hafa trú á þessu. Hvernig á að vinna leiki þannig?

 64. Ég er ekki trúaður maður en ég ætla að henda í mína fyrstu bæn…. Ó góðiJesús þú sem ert á himnum leiddu mig í gegnum þetta myrkur. Almáttugi guð losaðu okkur við BR svo ljós þitt nái að skína á okkur á ný. Góði Guð færðu okkur Gerrard aftur.

  Liverpool að eilífu Amen…

 65. Suarez var þetta lið gjörsamlega, ætli það sé til eitthvað svipað dæmi þar sem lið gjörsamlega fellur eftir að einn leikmaður fer?

 66. #39 “Þetta er fyrsti leikur liðsins sem ég sé á þessu tímabili. Frammistaðan var ekkert spes, en þó engin hörmung heldur þótt dramatíkin sé að fara með suma hér.”

  Ertu ekki að grínast? Við vorum niðurlægðir af 10 grútlélegum Scums og einum táningi sem setti hann í sínum debut leik. Dramatík? Skilurðu ekki að það eru tilfinningar hjá stuðningsmönnum sem hafa elskað þetta lið í áratugi og þurfa að horfa upp á þetta enn eitt árið: ekkert sem bendir til að við séum nálægt því að keppa um titla. Ekki segja okkur að “anda rólega”. Við höldum með Liverpool en ekki Everton for crying out loud og eigum að gera kröfum.

  P.S. Flestir í Kop stúkunni og 2700 (af 3000) stuðningsmönnum á Old Trafford eru sammála mér að vera svekktur og með dramatík: þannig að skilaðu bara kveðju til Pollýönnu.

 67. Ég er alltaf að leita af framförum í leik liðsins.
  En bætingin er engin, erum við betri en við vorum í fyrsta leiknum ?
  Erum við betri en við vorum í lok síðasta tímabils. ?
  Er BR á sínu fyrsta tímabili ?
  Við erum lélegir, spilum illa, við erum í sama farinu, leik eftir leik.
  Þetta er ekki að gera sig og það sem er verst er að BR virðist ekki hafa neina lausn á málunum.
  Í liðinu í dag var einn maður sem BR keypti ekki. Allir hinir voru menn sem hann valdi til að spila fyrir Liverpool. Menn sem hann keypti til að passa í leikkerfið sem hann vill spila.

  Erum við komnir á botninn?
  Ég held að ef ekkert róttækt gerist hjá Liverpool á næstu 10 dögum, þá erum við að sjá frammá versta tímabil Liverpool í 35 ár eða meira.

 68. Sæl öll,

  lélegur leikur hjá Liverpool og við áttum skilið að tapa.

  Ég hef sagt það áður og segji enn, hvar er sóknarleikurinn sem boðið var upp á tímabilið 13/14? Hvar og hvenær týndi BR kjarkinum til að pressa og sækja? Af hverju er ekki stillt upp í 4-4-2, hann virðist kaupa inn í það kerfi? Benteke er greinilega betri leikmaður en Balotelli (ég átti ekki von á því) en hann er alveg jafn einmann þarna uppi EINN(!!) og Balo var. BR lifir enn á tímabilinu 13/14 en ef hann fer ekki að sýna að hann geti keypt menn til Liverpool til þess að halda uppi skemmtuninni er hann að grafa sína eigin gröf. Núna er gæjinn að detta á síðasta söludag ef sóknarleikurinn verður ekki betri í næstu leikjum!!?!

 69. Aumingja Brendan, aumingja leikmenn og aumingja áhangendur…þetta var vondur dagur fyrir okkur öll. En vitiði hvað, við getum ekki haft áhrif á veðrið, vexti seðlabankans, hvað Harry Redknapp segir, hvað bjórinn kostar á Spot, hvernig Hollendingurinn á Old Trafford stillir upp liði sínu ásamt mörgu öðru. T.d. væri ég til í að fá aftur þulurnar á Rúv en það er ekki að fara að gerast…

  En hins vegar eru hlutir sem hægt er að hafa áhrif á og Brendan hefur t.am. meiri áhrif á hvernig okkar ástkæra liði mætir til leiks en nokkur önnur manneskja á jörðinni. Hann ræður leikskipulagi, já til að gera langa sögu stutta bara öllu uppleggi ásamt að blása mönnum kjark í brjóst. Og hvað gerir hann? Ég man eftir Bjarna Fel lýsa vikugömlum myndböndum af leikjum á móti Man United á Rúv og hef ekki tölu á hvað ég hef séð marga leiki okkar liðs á Old Trafford, en….ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins kjarkleysi og ráðleysi eins og í dag. Það þarf enginn að segja mér að það sé ekki eitthvað að. Mér finnst að þið sem eruð á Brendan vagninum þurfið að útskýra vel og vandlega hvers vegna þið hafið enn trú á manninum og hans hugmyndafræði? Tiki taka….í dag var þetta frekar eplakaka…

 70. Brendan er góður drengur en hann er ekki að ráða við starfið. Þetta varð deginum ljósara á síðustu leiktíð og er núna orðið svo ljóst að sólgleraugu duga skammt!

  Liverpool þarf þekktan þjálfara með reynslu af stóra sviðinu. Einhvern sem er búinn að sjá það allt og vantar áskorun. Ef sá maður er José Mourhino eða einhver annar er mér slétt sama!! Á þessum tímapunkti væri það himnasending að fá skrattakoll eins og Mourhino!!

  Over and out… Brendan Rodgers!!

  YNWA

 71. Ætlaði að bíða eftir því að verða rólegur áður en ég kommentaði, því ég veit að ég hef verið neikvæður núna í ansi langan tíma.

  En held bara eins og eftir síðasta leik þá lagist þessi ekkert. Það er einfaldlega ekkert hægt að taka jákvætt út úr leiknum nema stórkostleg afgreiðsla Benteke. Ofboðslega margt annars neikvætt.

  Það hefur allt verið sagt auðvitað, skýrsla Óla er hreinskilin og raunsönn lýsing á einni verstu frammistöðu á Old Trafford sem ég man eftir…og nú gegn arfaslöku United liði að mínu mati.

  Viðtal Rodgers er í takt við úrræðaleysi hans og öll tölfræðin bendir í sömu átt. Við höfum lesið um síðustu 18 leiki og miðað við það sem ég sé allavega hefur Liverpool aldrei aðeins verið búið að skora 4 mörk eftir 5 leiki í efstu deild. Það fylgir í kjölfar versta heimataps síðan nítjánhundruðsextíuogeitthvað og nokkrum mánuðum eftir versta tap í efstu deild síðan enn lengur.

  Eins mikið og ég fer ekki ofan af því að Brendan Rodgers er góður drengur og hæfur þjálfari þá hef ég bara því miður nú misst alla trú á honum og hans sýn á þetta verkefni. Hann hefur fengið meira frjálsræði en aðrir stjórar í minni minningu. Bæði keypt fyrir meiri pening og fengið að ráða allt þjálfaralið félagsins sem honum sýnist. Nú á fjórða ári hans sem stjóri sé ég ekki að hann hafi einhver ráð til að snúa við þessari skútu.

  Jafn mikið og ég elska hann Lucas minn Leiva er það að hann hafi nú verið í byrjunarliði þriðja leikinn í röð eftir að samþykkt hafi verið að lána hann til Tyrklands gott dæmi um það að framtíðarsýnin og skipulagið er veikt og menn séu nú fyrst og síðast “clutching at straws” í stjórnun liðsins.

  Rétt eins og það að setja Ings og Firmino sem kantmenn, nokkuð sem hvorugur hefur áður verið að spila…og þetta kerfi i dag bjó til einmitt tvo kantmenn, þetta var ekki 4-2-3-1…heldur 4-3-3 þar sem sótt var á þremur.

  Báðir litu illa út og Firmino hefur nú fengið á sig pressu og stimpil…en hefur aldrei spilað sem framherji efst eða með öðrum eða sóknartengiliður og fölsk nía undir senter. Sem eru hans stöður. Ekki úti á kanti.

  Joe Gomez og James Milner hafa fengið jákvæðustu straumana…en í dag litu þeir eins illa út og hinir. Sama má segja um flesta aðra held ég…hvort sem maður trúir á gráa skýið eða ekki.

  Næst er að fara til Frakklands og svo er það heimaleikur gegn Norwich. Ég veit ekki hvernig Frakklandstúrinn verður settur upp…en það er að mínu mati algerlega ljóst mál að allt annað en almennileg þriggja stiga frammistaða gegn Kanarífuglunum ýtir stjóranum okkar lengra út á plankann.

  Auðvitað er stemmingin á Anfield vond þessa dagana – stemming fylgir uppleggi liða og frammistöðum og tvær jafn vondar og þessar ýta ekkert undir það að á pöbbum borgarinnar mæti fólk snemma til að syngja.

  Því ef þið eruð hreinskilin…hvað hefur glatt…jú – snilldarmark Coutinho á Brittania og 45 mínútur á Emirates. Utan þess hefur leikstíllinn verið að mestu vondur, sparkað langt og satt að segja bara ekkert sem bendir til þess að við verðum glöð og kát í vetur.

  Mikið óskaplega sem það er sorglegt fyrir okkur að stara framan í það að enn einu sinni stefnir í nýjan kúrs. Eftir Rafa kom Hodgson og hans vonda upplegg, þá var kóngurinn kallaður til og svo rekinn fyrir nýja manninn sem átti að hafa öll svörin. Nú held ég að minna en 20% okkar reikni með því að sá verði í brúnni mikið lengur og enn einn skugginn er skriðinn upp á vegginn.

  Hversu marga skugga þolir þessi klúbbur áður en hann sekkur í meðalmennskuna endanlega?

  Það er spurning sem ég missi upp í kollinn þessa dagana og ég hræðist þau svör sem dúkka þar upp….

  YNWA!

 72. Sammála Magga….Rodgers er ekki maðurinn. Ég er búinn að vera jákvæður allt frá síðustu áramót, sem er meira kurteisi heldur en annað. Var búinn að hrauna svo svakalega yfir manninn að Balotelli var farinn að falla í skuggann. Ég fæ grænar bólur bara við það að sjá manninn. Þegar hann byrjar svo að tala í þokkabót þarf að hringja í neyðarlínuna.

  Ég gef manninnum út næsta mánuð áður en hann verður látinn taka pokann sinn. Þetta leikskipulag sem við erum dottnir í að vera þéttir fyrir og reyna skora eitt mark er ekki málið. Miðjan er í molum…Lucas, E.Can og Milner er ekki fokking verið að grínast? Danny Ings? 18 ára unglingur í vörninni? Hvar eru allir mennirnir?

  Í hvað eru allar milljónirnar að fara? Ég skal gerast lukkudýr frítt á Anfield ef að Lars myndi taka við liðinu í svona mánuð. Hann kom með leikskipulag inn í íslenska landsliðið og hefur unnið eftir því. Hvað hefur Brendan gert? Búinn að breyta um leikskipulag og mannskap áður en flautað er til leiks í hverjum einasta leik.

  Til hvers í helvítinu lá honum svona á að selja Carroll og kaupa síðan Benteke? Hvað hefur Gomez framyfir Enrique…og hvað þá Moreno? Hvað er að Sakho? Afhverju fóru Gerrard og Sterling? Hvað var málið með Markovic? Hver er eiginlega fyriliði í þessu liði?

 73. Jæja, búinn að sofa á þessu. Farinn úr því að vera gjörsamlega kolbrjalaður yfir ófyrirgefanlegri frammistöðu í það að vera hreinlega bara agndofa.

  Ef þetta verður látið viðgangast mikið lengur að þá er líklega best að Henry og co. yfirgefi svæðið með Brendan Rodgers. Þá er allt heila klabbið vanhæft til allra verka fyrir Liverpool FC.

  Það er ekki heil brú í leik liðsins, ekkert skipulag, ekkert plan. Ég bara trúi því ekki að þeir sem fara með eignarhaldið sjái þetta ekki.

  Grátlegt ástand á klúbbnum og það þarf meira en kraftaverk til að rétta þetta af með óbreyttri stjórnun.

 74. Aðeins eitt í stöðunni,,, BURT með BR, þetta versnar bara hjá honum. Nú er hann farinn að tapa stórt og nóg komið.

 75. Núna þar sem er nokkrir tímar eru liðnir frá því að blásið var af á O.T.
  þá ætti manni að vera óhætt að reyna koma frá sér sinni skoðun á leiknum í heild verst að maður er ennþá vel pirraður eftir þetta tap. tap á velli sem í raun hefur lítið gefið okkur undanfarin ár og þegar maður skoðar hvar lfc á að taka stig þá er þetta völlur sem maður getur alveg búist við 0 stigum ár hvert.
  Samt er ég eins og áður sagði ótrúlega pirraður miðað við hvað er langt síðan leiknum lauk er ekki vanur að vakna pirraður daginn eftir.

  Og ég held að það sé ekki útaf þessu tapi einu og sér heldur þarna kemur inn í tapið gegn West ham og megnið af síðasta tímabili inn í ásamt áhyggjum á leið félagsins.

  Þarna er fenginn inn maður sem nær flottu tímabili með Swansea á þeirra mælistiku og það er ekki eins og þeir hafi dalað frá því að hann var þarna. þarna er bara eitthver uppgangur sem er enþá í gangi og vissulega átti hann sinn þátt í því.

  Núna er klúbbur eins og Liverpool tilbúnir að endurbyggja félagið á ungum og óreyndum stjóra út í bæ. og það er ekki fríkeypis ein stærsta stjarna félagsins frá upphafi var hent upp í stúku og mikið lofaði það góðu strax á öðrutímabili. félagið fer í það að lækka launaliði með því að losa um nokkra leikmenn og fá til sín aðra í þeirra stað og lítið hægt að væla yfir því enda er félagið að safna stigum sem aldrei fyrr.

  Suarez var æstur í að komast í burtu ? afhverju afþví að menn frá þessum heimsálfum vilja alltaf fara til heitari landa? samd vildi hann fara til Arsenal? Aguero er að mér vitandi ennþá að spila með City…
  Hver talaði Suarez á að vera áfram? (Gerrard) sem og hann gerði þótt það hafi ekki verið langur tími en mikið anskoti var sú fjárfesting góð fyrir félagið það komst aftur í CL og svo var hann seldur fyrir böns af moní.

  Afhverju er Carra að vinna á sjónvarpstöð og Gerrard að spila fótbolta í deild fyrir fortíðarstjörnur í USA?

  er í alvöru ekki til Poolari til að taka þátt í starfinu hjá klúbbinum? er arfleið félagsins svona glötuð?

  mér er í alvöru spurn í dag hvort Daglish hefði átt að leiða þetta áfram og svo hefðu Carra og Gerrard komið inn í þetta með honum og tekið við með tímanum þegar smá reynsla hefði komið inn í þjálfarahliðina á þeirra ferli plús allt sem þeir eiga sem leikmenn og öll sú virðing sem þeir hafa.
  Gerrard er virtur maður út um allan fótbolta heim og fótboltamenn um allan heim hefðu haft áhuga að sjá hvað liverpool hefði haft framm að bjóða.

  Það er vissulega auðvelt að henda þessu svona framm í dag með stjóra sem stendur gjörsamlega bensínlaus á hliðarlínuni leik eftir leik og kannski er honum smá vorkun sem ungum óreyndum stjóra með enginn tengsl inn í félagið og er síðan ætlað að byggja upp sama stórveldið og áður en þrátt fyrir það vantaði ekki egóið í byrjun.
  hann er nú búinn að skipta út þjálfara teymi sínu frá Swansea og kaupa inn leikmenn fyrir hundruða þúsunda og jafnvel lána þá í burtu svo lika.
  Jú þeim manni sem var falið starfið er í skóla lífsins í leiðinni hann kemur þarna inn óstuddur reynslulaus
  Og hann reynir hann fær til sín núna Gary Mac og allir í skýjunum með það.
  en hvar í félaginu eru þessir menn fyrir? lýsa fótboltaleikjum og skrifa pistla í blöð?

  ef þú hefur ekki reynslu inn í félaginu þá færðu hana inn og notar svo hann mann til að skóla aðra til og byggir hana upp.

  Það má segja allskonar ljótt um Rodgers en hann er settur í verkefni sem hann ræður ekki við í augnarblikinu og ekkert óvænt við það
  hann kann ekki að kaupa hann kann ekki að spila mönnum í réttar stöður og kann ekki hitt og þetta, ég held að hann sé ekki svo vonlaus sjóri en hans reynsla og pressan hjá liverpool og grunnstaða félagsins eiga stóran þátt í þessu það er verið að byggja frá grunni á manni með sáralitla reynslu.

  menn ættu að horfa ofar en á Rodgers og fara tala um hans yfirmenn það eru þeir sem ráða hann og þeir sem búa til þessa hugmyndarfræði hvernigi eigi að byggja upp knattspyrnufelag.

  kominn lang út fyrir efni leik Manutd Vs Liverpool.
  en í upphafi skal endirin skoða og allt það…..

 76. Þá hefur maður sofið á þessum ömurlega ósigri gegn frekar slöku United-liði.

  “Við eigum inni” hinn og þennan og þennan og hinn leikmanninn en bíðið rólegir. Höfum við ekki, rétt eins og flest önnur fótboltalið í heiminum þurft að hafa leikmenn frá vegna meiðsla ?! Þetta er orðinn frekar leiðinlegur söngur. Hvað varðar Sturridge, að þá er ég hættur að reikna með honum. Ég er algjörlega orðinn vitstola af öllum þessum #amonthandillbeback myndum frá einhverjum bandarískum sjúkrastofnunum sem Sturridge setur inn af sér.

  Við mættum í gær mjög mjög slöku United-liði en andleysið og “verjumstigið” hugsunarhátturinn í liðinu var vandræðalegur. Stjórinn er orðinn meira varfærinn í leik sínum en LvG og er þá mjög mikið sagt. Það hefur allt verið í tjóni United-megin á seasoninu og kom svo í ljós, svo allir tóku eftir í vikunni að utan vallar er ástandið þar skelfilegt. Kunni Brendan Rodgers nýtt sér það. Nei.

  Anda inn og anda út – Jájá, mér tekst það bara alveg ágætlega, en að ég ætli að sitja hérna eins og einhver hlýðinn hundur og horfa upp á liðið það sem af er tímabili koðna niður í eitthvað djók, er misskilningur. Það sem stjórinn hefur boðið upp á, á þessu tímabili er einfaldlega ekki boðlegt eftir allt það fjáraustur tvö s.l. sumur.

  Taktík liðsins er orðin svo ævintýralega léleg að manni verður flökurt við áhorfið. Benteke er yngri týpan af Heskey, boltanum er bombað fram þar sem Benteke kemur í boltann og skallar hann aftur á Lucas eða fleytir honum eitthvað fram á við en á meðan Ings er notaður sem wb/m/am (L) er hann aldrei að hlaupa í þessar eyður svo sóknarleikur liðsins er að mestu leyti steingeldur og slakir varnarmenn andstæðinganna líta út eins og Franco Baresi og Paolo Maldini.

  Við erum ekkert að fara að gera í frakklandi og sprækt lið Norwich er alls ekki að fara að tapa leik liðsins gegn Liverpool.

 77. Góðan dag.

  Ég er búinn að sofa á þessu, eins og margir ykkar hefðuð kannski átt að gera 🙂 Það sem svekkir mig mest við þessi úrslit er að við töpum þessum leik fyrir hundlélegu ManUtd liði. Nú sitja Unitede menn í 2. sæti deildarinnar og eins og í fyrra mun það væntanlega verða til þess að þeir haldi að þeir séu í raun og veru góðir. Sem þeir eru ekki. Þess vegna er það enn meira svekkjandi að við skyldum mæta í gær með það hugarfar að tapa ekki leiknum.
  Ég er mikill Rodgers – maður en það svekkir mig þegar hann spilar ekki sínum bestu mönnum, óháð því hvort það séu “hans menn” eða leikmenn sem transfer comittee velur, eins og hávært slúðrið á twitter undanfarnar vikur ýjar að. Sakho er sannarlega okkar besti varnarmaður og hann á bara undantekningalaust að vera í þessu byrjunarliði- allt tal um að það sé ekki hægt að stóla á hann vegna meiðsla er aukaatriði. Þú spilar þínum bestu mönnum, punktur. Moreno er okkar besti vinstri bakvörður, ekki einhver 18 ára réttfættur miðvörður sem varð til þess að við grófum okkur stærri gröf í gær og var einu númeri of lítill gegn West Ham. Nú hlýtur Origi að fara að fá aukin tækifæri – hann er áræðinn og þorir á markið.

  Að þessu öllu sögðu, er það ljóst eftir leikinn í gær að United menn bjarga á línu, De Gea á rugl vörslu í stöðunni 1-0 og þetta var kannski ekki svo hræðilegt eftir allt saman, þegar maður er búinn að sofa á þessu. Það er þó ekki þar með sagt að ég sætti mig við þetta, þvert á móti, ég ætlast til sigurs í Frakklandi og til sigurs gegn Norwich næsta sunnudag, það þýðir 10 stig eftir 6 leiki og það er eitthvað sem vel er hægt að byggja á.

  YNWA

 78. Sæl og blessuð.

  ,,Everybody makes mistakes, but only losers make excuses…” Einmitt. Það er morgunljóst að Henderson skiptir gríðarlega miklu máli fyrir þetta lið og líkl. er Coutinho sá næst mikilvægasti. Bilið sem Sturridge skilur eftir sig hefur ekki verið brúað.

  En afsakanir eru fyrir aumingja, mistök eiga sér stað og menn þurfa að horfast í augu við lífið í öllum litbrigðum þess. Fyrir löngu mátti vera ljóst að staðan var einmitt svona en ekkert virðist hafa verið gert til að mæta þessum aðstæðum.

  Þarna einfaldlega misstum við að sögulegu tækifæri til að rétta dallinn við. United var svo lélegt, svo mistækt, svo gjörsamlega út úr öllu samhengi, móttökur, skipulag, spilið – en enginn vildi refsa þeim, þó ekki nema með fjaðurburstanum. Ömurlegt í alla staði.

  Ég er ekki á því að það hafi verið vörnin sem klikkaði og sóknin hafði litlu að moða úr. Þaðð var miðjan sem algjörlega hrundi í leiknum og fyrir vikið sáum við ekki til sólar. Svo vorum við með andlausa leikmenn, þeir æddu ekki í tæklingar, þeir buðu sig ekki boltalausir, þeir pönkuðust ekki í andstæðingnum. Mótiveringin var í algjöru núlli.

  Nú er besti tíminn í liðinu enn lengra að baki og besti tími ársins er að sama skapi búinn. ,,Sumarið er liðið, það fraus í hylnum” – var það ekki einhvern veginn þannig sem Bubbi söng?

 79. Það er ekkert hér sem er að koma mér á óvart. Þetta er bara Liverpool í dag. Ég spáði þessu liði 7.sæti eftir kaflaskipt tímabil.

  Ég hef alltaf verið Rodgers maður. Mér finnst vandinn liggja í markmiðum og stefnu klúbbsins.
  Lið eins og Crystal P, Stoke og Swansea eru með nokkuð skíra stefnu sem er evrópusæti. Allir leggjast á eitt. Þar er bætt í hópinn gæðum og þegar liðin missa leikmenn er keypt í þá stöðu.

  Liverpool hinsvegar, er markmiðið Meistaradeild? Gefum okkur það. Verðum við þá ekki að fá inn menn með reynslu. Menn sem eru á háum launum? Þeir þurfa ekki að kosta mikið en þeir taka há laun.

  FSG virðist ekki vilja það. Það pirrar mig. Sanchez hefði verið hægt að fá fyrir réttan launapakka ímynda ég mér. Hefði það gengið eftir hefði verið hægt að keppa um mann eins og Petro sem kostar ekki mikið en yrði á háum launum. Þetta eru bara dæmi um menn.

  Liverpool í dag fær ekki til sín stærri nöfn en Benteke. Suarez valdi eflaust Liverpool vegna leikmanna eins og Gerrard og Torres. Í dag er ekki þetta aðdráttarafl.

  Sterling var okkar stóra nafn á síðasta tímabili. Verðmætasti leikmaðurinn. Hann fer til City og er þar bara einn af hópnum. Við fáum Milner og hann verður aðal kallinn hjá okkur og gerður varafyrirliði.

  Við þurfum nöfn.

 80. Liverpool eru ekki betri en þetta. Það er í raun ótrúlegt að Liverpool hafi skorað í gær og Liverpool menn ættu að vera stoltir af því að ná 1-marki á þessum stórkostlega velli Old Trafford. Manchester United er bara mörgum númerum of stórt fyrir Liverpool bæði í gæðum og stærð klúbbsins að það er ekki samanburðarhæft. Það væri sigur ef Liverpool nær 8-9 sæti í deildinni, það yrði mikill sigur fyrir klúbbinn.

 81. Enn og aftur vinna United okkur á púra svindli. Aukaspyrnan í fyrsta markinu var aldrei réttur dómur..
  Og þetta víti, eruði að djóka? Diverherrera tekur skref í áttina að Gomez til að fá snertingu og vít.
  Helvits dómarinn alltaf með united í liðiI !!

 82. Ef keyptir eru nýir leikmenn má alveg gera ráð fyrir nokkrum mánuðum í að aðlagast nýju umhverfi og leikstíl….
  Nú er komið ár síðan leikmennirnir sem keyptir voru fyrir Suarez peninginn, komu til liðsins.
  Ef menn eru ennþá ekki búnir að aðlagast þá gera þeir það ekki héðanaf og verða þá að teljast flopp sem BR hlýtur að bera ábyrgð á.

 83. Sælir félagar

  Það er greinilega alveg sama hvaða mannskap þessi aumingja maður er með. Hann er búinn á því ef hann hefur þá einhverntíma verið með það. Að bíða eftir næsta leik og vona að eitthvað gerist þí aðrir menn komi inn er í besta falli ótrúleg bjartsýni og í versta falli hvílík tröllheimska að eingu verður til jafnað.

  BR out og það strax

  Það er nú þannig.

  YNWA

Liðið gegn Man Utd

Móðursýki